Heimskringla - 01.08.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.08.1895, Blaðsíða 4
HEIMSKKINGLA 1. ÁGÚST 1895. 4 Fred Swanson, MÁLARI. Eikarmálar, Betrekkir, Kalsominar. Býr einnig til Blý-skeittar rúður (Leaded Lights) úr aUskonar skrautgleri, og hefir ti' sölu gler með alls konar litum og áferð, töluvert ódýrara en annarstaðar í bæn- um. Verkstæði : 300?t Main Str. Heimili : . 649 Elgin Ave. Winnipeg. Veðurspámennirnir segja frost væntanlegt hér vestra kringum 8. þ. m. (Ágúst). Vonandi það reynist bull. Dominionstjórnin hefir ákveðið að leigja megi skólalaud í Manitoba sem beitiland fyrir 6 cts. ekruna um árið. Alltíiargir Dakota-íslendingar eru væntanlegir til bæjarins í dag, til þess að takaþátt í skemtununum á morgun. Kjörrkrá bæjarins fyrir yfirstand- andi ár er tilbúin og hefir að geyma nöfn 10,289 kjósenda, en það er 479 nöfnum fleira en í fyrra. Af því íslendingadagurinn er á morgun og af því starfsmenn blaðsins langar til að fá eins dags “lausn í náð,” kemur þetta blað út degi fyr en venja er til. Prívat atvinnu-umboðsmenn eru nú farnir að sækja verkmenn austur í land; segjaet ekki fá nóga menn hér, þó ótrúlegt sé. Tilgangurinn er líklega að halda kaupinu lágu. Mr. og Mrs. L. Guðmundson, að 258 Bushnell Street, hér í bænum, mistu 10 mán. gamlan efnilegan son, Jonatan Franklin, í vikunni er leið, úr sumar- veikinni sem hrífur margt fagurt blom í burtu. í Park River (N. Dak.) blaðinu: “The Gazette-Witness” dags. 26. Júlí, er þess getið að þá um daginn hafi sóra Fr. J. Bergman farið af stað til Argyle- bygðar í Manitoba og dvelji þar hálfs- mánaðar-tíma. “Mamma, var þetta plóma, sem þú gafst mér ?” sagði Mableflitla. “Nei, góða mín, það var ein af pillunum hans Dr. Ayers.” “Má ég fá mér aðra?” “Ekki núna, ein af þessum pillum dug- ar í bráðina og hver þeirra hefir sína verkun. Á mánudaginn 12. Ágúst heldur Tjaldbúðarsöfnuður sitt fyrsta sunnu- dagsskóla-"pic-nic”, í Elm Park. Auk venjulegra skemtana við þau tækifæri verða þar á samkomustaðnum, ræður, söngur og hljóðfærasláttur. Nánari upp'ýsingar í næsta blaði. Hjónavígsla. Gefin voru saman í hjónaband, af Rev. Mr. W. R. Ross, að Belmont, Manitoba, 13. Júlí síðastl.: hr. Magnús Teitsson, frá Þingvöllum við Stykkishólm og Þórunn Guðrún Einarsdóttir, frá Kambfelli í Eyjafirðí. — “ísafold er beðin að geta þessa. W. H. Paulson, Esq. W innipeg, Gen. Agent Mutual Reserve Fund Life Association. Kæri herra :— Ég undirskrifuð viðurkenni hér með, að hafa tekið á móti $900, sem borgun að fullu á lífsábyrgð mannsins mins sáluga, Halldórs J. ísfjörð, sem var upp á $1000. Áður voru mér greidd- ir $100. Yður og öðrum starfsmönnum félags yðar, þakka ég fyrir góð og greið skil á nefndri upphæð, sem var mér borguð fyr en ég átti, samkvæmt samningi, heimt- ing á. Ég leyfi mér að mæla fram með þessu félagi, bæði sökum þess, hve ódýrt þaðer, ogí annan stað fyrir hitt, live áreiðanlegt það ætíð reynist 1 uppfj lling allra sl- • '-0111111:» Skemtisamkoma í fyrstulút. kyrkj- unni í kvöld kl. 8. Aðgangur 25 cts. Fundur í íslenzka Leikfélaginu á þriðjudagskvöldið kemur, 6. Ágúst. hjá G. P. Thordarson. Talað er um að halda akuryrkju- sýninglí haust undir forustu jlðnaðar- sýningarfélagsins hér í bænum, og sýna þá eingöngu þessa árs jarðargróða. Skemtiferð til Morden (81 mila) a fimtudaginn kemur (8. Ágúst) undir forstöðu matjurtasala, kjötsala o. fl. Lestirnar (2) fara héðankl. 8 að morgni. Fargjald fram og aftur $1. Lesið auglýsingu hra. John Hall aldina-sala að 405 Ross Ave. á öðrum stað í blaðinu. Hann selur aldini öll að minnsta kosti eins ódýrt eins og nokk- ur maður niðri á Aðalstrsöti. Hæsti reykháf urinn, sem enn er til í Winnipeg, er nú um það fullgerður fyrir Ogilvie-félagið, upp af vélabyrgi þess við mylnuna á Point Douglas. Strompurinn er 125 fet og 6 þumlunga á hæð. Á fimtadagsmorguninn var kom húsfreyja Guðrún Sveinungadóttir úr Grunnavatnsnýlendu til bæjarins, í 1 þeim tilgangi að vitja sonar sins Jon atans Jónssonar, er legiðhafði á sjúkra húsinu, en sem þá var dáinn og líkið komið af stað norðvestur til nýlend- unnar. íslendingadags-nefndin biður oss að láta þess getið. að skyldi svo óheppilega takast, að veður verði ófært 2. Águst, fari skemtanir fram fyrsta þerrt-dag á eftir. — Til þessa kemur vonandi ekki, að minnsta kosti er ekkert útlit fyrir það þegar þetta er ritað (miðvikudag). Hvað það er, sem orsakar slæma drauma, er spurning, sem aldreí hefir verið svarað til fullnustu, _en í níu tilfell- um af tfu, orsakast ljótir draumar af slæmri meltingu, sem auðveldlega ma lækna með fáeinum inntökum af Ayers Sarsaparilla. Tefjið ekki— reynið það. Að mánuði liðnum verður bókasafn Historical-félagsins og að nokkru leyti eign bæjarins, afhent bæjarstjórninni til umsjónar og verður framvegis opin- bert safn. Frá 1. September hafa því bæjarbúar í fyrsta sinn aðgang að lestr- arsalnum ókeypis og er timi til kominn. Safnið verður á 3, lofti í City Hall. Stórmenna-flukkur kom til bæjarins á sunnudaginn, Aberdeen landstjóri og íöruneyti, stjórnarformaður Sir Mac- kenzie Bowell og föruneyti og T. M. Daley innanríkisstjóri. \oru á vestur- leiðtil Regina, til að vígja sýninguna, er þar hófst á mánudaginn var. Á fimtudaginn var komu til bæjar- ins frá íslandi : Stefán Daníelsson með konu, Jónatan Kristjánsson, einhleyp- ur maður, Kristfn Þórðardóttir. Með þessu fólki kom að heiman aftur Jó- hannes Guðmundsson frá -Victoria í British Columbia, er fór heim til íslands f vor. — Ekki vissu þessir menn til að nokkurra vesturfara væri von í sumar. Auglýst er að land í Argyle-sveit verði selt fyrir ógoldnum skatti a fimtu daginn 15. Ágúst næstk. íBaldur, Man, í þeim townships, sem íslendingar byggja meira og minna, verða seldar um 30 jarðir og jarðarpartar. 'Skuld- irnar að kostnaði viðlögðum, sem á þeim hvíla eirn : hæst $127.35, á jörð í Section 15, tp. 6, Rangel3, og minst $11,75, á jörð í Sec. 26, tp. 5, R. 14. Fruit Store. Munið eftir aldinabúðinni 405 ROSS AVE. Þar fáið þið nú, eins og áður, ALLSKONAR ALDINI, KALDA DRYKKI, ÍSRJÓMA, KAFFI, SÚKKULAÐI, VINDLA, TÓBAK, SKÓLABÆKUR, RITFÆRI, LEIKFFÖNG og ýmislegtfleira. Vörur vandaðar og með vægu verði. John HaH. <£RE AT nad to “Grin and Bear It” when ne bad a pafn. You can grin and bau- it ut onco by usiug !Fjj.bbv Davis’ ■PúmKiUer Boirt nnd uned everywhefe. A whole medlcine cheet bv it.seíf. KíIJh every form of externai or internai pain. —-y- - y VomK—A teaHpoonful m hulf gla.sa of water or milk (warmlfT-onvenlent), CSðflMG erc 5KIN 5oft and WtUTE 25* rH J°hn5 Jof % %eum0!:'ð,n ar^d jVlugcular Paing agaiqet^ WhylloP M) ,pr7rH«S«..| ' jÁentftol PlagÍer. 1 mj wiPe_got me 1 one. it'cured I ike magic For a long time I sufíereci with Rheumatiam in the Baok so severely that I could uot even sit straiuht. Mv wife aiivised a D. íi L. Menthot I’lasier. 1 tried it and was rooii iroilia ahout aU rijrht. S. C. ííontkr, Sv'cet's Corners. Frice 25c. Orðabelgurinn. Um ostagerð heima. Eftir M. Tait. Það er hvorki ótímabært né ónauð- synlegt að rita nokkrar línur um osta- gerð, því að bæði er það að fæstir Is- lendingar þekkja eða lesa nokkuð til muna um mjólkur-búskap (Dairy) og svo hitt, að áuhginn til umbota 1 þá átt fer hér mjög vaxandi um leið og nauðsynin er líka fyrir þvi að vanda alt sem til mjólkur-búskapar heyrir, og ná sem hæstu verði fyrir fæðu þá. sem úr mjólkinni fæst, nefnil. smjör og ost. Eftir því sem verðið er nú á smjöri og osti á markaðinum, er mikill munur hver^u meira fæst, upp úr ostagerð, en smjörgerð. Verzlunarmenn eru ávalt að verða vandlátari með smjör, sem þeir taka hjá bændum, og borga nú of- urlágt verð fyrir (7—10 c. pundið, sama sem osturinn selzt fyrir). Það er ó mögulegt fjrir bændur (einstaklings lega) að keppa á við smjörgerðarhúsin í tilliti bæði með tilbúning og verð á smjöri. Mín skoðun er það, að sá bóndi, sem hefir 6—8 eða fleiri kýr og kemur ekki mjólk sinni (rjóma) á osta- gerðarhús, getur ekki haft 15—18 cts fyrir smjör pd., ska'ðist mikið í saman- hurði við að búa til ost heima hjá sér ef hann með hægu móti getur ekki korn ið mjólk sinni til ostegerðarhúss (Cheese Factory). Kostnaður við að bú« til ost heima er enganveginn mikill; áhöldin sem til þess þarf mun kosta um $25.— Undir fiestum kringumstæðum gætu 3—4 menn (nágrannar) átt áhöld sam- an, og osturinn væri svo búinn til hjá einum þeirra, sem vigtaði mjólkina o. s. frv. Heima ti.lhúinn ostur getur orðið alveg eins góð og útgengileg verzlunar- vara og ostur sá sem búin er til í osta- gerðarhúsi, en miklu arðsamari og auð- seldari en smjör er, og mnndu bændur þá fljótlega sjá að það varla borgaði sig að mjólka kýrnar og búa til smjör fyrir að eins 10 c. pd. eða mínna. Ég tek hér ýtdrátt úr grein í Amé® rican Agriculturist: “Mjólk úr 6 kúm yfir sólarliringin gerir ost sem vigtar 10 pd., þá búin er. Ef einn bóndi hefir nú ekki nóga mjólk sjálfur, þá er það gott að nágrannar lians séu með honum og þeir skifti ost- inum eða ágóðanum milli sín eftir hlut- föllum. Hitamælir (Thermometer) þarf að viðhafa við ostagerð. Ein hin aðal- lega ástæða fj-rir lélega gerðum osti er, að ónákvæmt hitastig hefir átt sér stað. Fyrst þá ég reyndi að húa til ost, hafði ég mjólkina of heita, enda þótt þykkn- ið myndaðist fljótt varð osturinn seigur og lélegur. Mín skoðun er, að þess lengur sem þykknið er að myndast.þess betri verði osturinn. Mjólkina má hafa í “stóar-dós” (Boiler) niðri í öðru íláti með vatni í, hita svo mjólkina upp í 80 stig á Farenh,, láta í hleypirinn (Kor- net) og láta mjólkina standa 40 mínút- ur eða meir, hristingslaust. Þá mjólk- in er vel hlaupin skal taka hníf og rista hlaupið þvers og langs eftir í ilát- inu í ferhyrnd stykki. Þegar misan svo hefir ko.nið upp á yfirborðið, en ostefnið sigið til hotnsins. skal leggja dúk (Cheese cloth) ofan á draflann og ausa svo mysunni af, þar næst skal kreista ostinn vel þar til öll mysa er komin úr honum. Nú skal taka körfu og leggja dúk ofan í og upp um og hafa körfuna yfir bala eða einhverju íláti; svo skal taka ostin varlega og láta í körfuna og kreista hann enn hetur sundur þar til öll stykki eru sundurlaus orðin og öll misa gersamlega úr. Ef mysan aðskilst ekki auðveldlega, er það því að kenna, að mjólkin hefir verið ofhituð. Það þarf nokkuð að læra að búa til einn ost Nú skal hita töluvert mikið, svo sem pott af misu, hella henni yfir ostinn og hræra í með höndunum, íog ef kjúkan tístir í hendinni má setja Isaltið í, en ef ekkert tíst (squeak) heyrist, skal setja meiri misu á ostinn. Það þarf lítin hita til að herða kjúktlna; ef of mikið tíst erv verður osturinu lélegur. Ef mjólkin í fyrstunni var of heit, þá tíst- ir í kjúkunni áður en heita ibysan var helt yfir, og ef svo er, á all.s ekki að j hella henni á. 4—5 teskeiðar af salti skal láta í ost sem gerður er úr sólar- hrings-mjólk úr6kúm; þá búið er að jafna saltið um ostinn, skalliafa press- una tilbúna, en það er koliumyndað blikkhylki botnlaust (ost-mót). sem setja skal á borð og dúk undir. I þetta hyllýi er osturinn svo látinn og dúkur ofan á, og otan á hann svo borð-snúður. sem fellur nákvæmlega ofan í hylkið; pressa svo þar ofan á með einhverjum þunga, en þunginn má ekki vera mjög mikill; osturinn verður þá ekki eins góður. Til að búá til góðan ost þarf að atliuga : 1. Að hafa mjólkina ekki of heita, 80 stig mátulegt. 2. að lála mjólkinastauda hreyfingarlausa á með- an hún er að þykkna. 3. að fara lið- lega að verki að öllu leyti. 4. að brúka ekki of mikið salt. 5. að láta press una standa nákvæmlega hallalausa. annars verður osturinn undinn eða hlið- hallur. 6. að snúa ostinum við, hafa endaskifti, að kveldinu til, láta þá utan um hann rýjur (Cheese cloth) og hafa þær yotar áður en osturinn er settur aftur í pressuna. Geyma skal ostinn í loftgóðu og svölu herbergi, en ekki kjallava. Eftir 5 vikur má skera ostinn og borða. Eg hefi nýlega verið hjá bónda, sem bjó til ost úr allri sinni mjólk; hafði 8 kýr (4 af þeim fyrsta kálfs kvígur). Hann sagðist fá 100 pd. af osti úr mjólk sinni yfir vikuna (10 cents pundið, og rann út fyrir það verð). Hann hafði þessi áhöld : ostfat fet 8 þuml. á lengd 1 fet 10 þuml. breitt og 12 þuml. á dýpt og rúmaði 500 pund af mjólk. Ytra fatið (vatnsfatið) er 2 þuml. breiðara og 2 þuml. lengra Vatnsrúmið á milli fatanna 3 þuml. á hæð. Undir vatnsfatinu er eldstó, þuml. í þvermál. Vatninu var helt inn um annan endan á vatnsfatinu og krani var við stóar hurðina (sem er um miðjuna á fatinu og eldhólfið liggur þvers yfir það, og pípu smeigt inn í hið kringlótta eldhólf, þeim megin sem kraninn er ekki.) Ennfremur hafði hann sjálfdragandi misu-pípu (mjögein- falt áhald). Blikkstauk með sýju á (það var látið ofan í misuna, þá hún átti að trekkjast af.en annar endi misu pípunnar var látin ofan i stauk þennan, en hinn endinn út yfir barminnámjólk- urfatinu og ofan í eitthvert ilát, sem misan er í). Hnif nokkurskonar (sexfald- an) úr blikki. til að rista þykknið með. Blikksleif til að ausa með misu o. fl. Pressu með tveimur járnskrúfum (2 feta langa og 1 þuml. í þvermál hvora og tvö ostmót. Hann hafði þessa aðferð: I 450 pund af mjólk lét hann 2 borðspæni af ostlit, hitaði mjólkina uppá 98 stig (Farh.); lét 2borðspæni af hleypirí sömu vigt af mjólk, lét um 2 tespæni af salti í hvert pund ostar. Fyrst hafði hann ostinn 6—10 kl.st. í pressunni, hafði rýjur undir og ofaná; tók ostinn út að kveldinu, snéri honum við, setti umbúð- ir um hann og lét svo í pressuna aftur, tók hann út næsta dag og lét ostinn á skáp klæddan vír-neti í ostagerðarhús- inu, og seldi hann eftir 5 vikur, eðaekki yngri. Hann borgaði $35.00 fyrir öll áhöld. ásamt leiðbéiningum, um að búa ostinn til. Ef maður lætur búa til á- höldin sjálfur (ekki gegnum agent)mun það kosta (líkt og maður þessi á) eins og ég hefi áður tekið fram $25.00. Samkvæmt skýrslu “Dairy Commis sioner,” fara frá 9.64 til 11.35 pund mjólkur í 1 pund af osti, en 24 pund af mjólk fara í 1 pund af sméri að vorinu en 18 að haustinu. Ef 10 pund af mjólk að jafnaði fer í ost pundið, en 22 í smér pundið, þýðir það góð 20 cts. fyrir hvert pund af sméri. í “Report of the D. C. fyrir Mani- toba.” Stendur meðal annars : “Vegna vöntunar á góðum mjólkur húsum og kjöllurum, og vegna þess sannleika að fjöldi af fólki er ekki vel að sér í smér gerð, er mikill hluti heima tilbúins smérs ófullkomið í sér, verkandi mikinn skaða til framleiðandans — bændanna.” Væri ekki ástæða fyrir bændur sem stunda mjólkur húskap, að reyna osta- gerð; fylgja tímanum en ekki halda á- fram með alt án þess að breyta til. Það er miklu meiri peningar, tninni '-inna að búa til ost en smér. íslands-fréttir. Eftir Fjallkonunni. Reykjavík 11. Júní 1895. Bókasatmbyggingarlag Eiríkn Magn- USKonar. í hinu enska tímariti Revieir of Iievieirs er með miklu lofi minzt á hið nýja lag bókasafnsbygginga, sem landi vor Eiríkur Magnússon í Cam- bridge hugsaði upp fyrír eitthvað 10 ár- um og skýrði frá í einu af blöðutn vor- um. Hann fór þess þá á leit við alþingi að sér væri veitt lán af landsfé til að kaupa einkaleyfisbréf fyrir fundningu sinni, en þess var synjað. Forstöðu- menn stofnunarinnar ‘British Museum’ og ýmsra háskólasafna mæla nú, að þvi er sagt er í áðurnefndutímar., eindregið fram með bókasafnsbyggingarlagi þessu sem E. M. ef fundningarmaður að, og er enda i orði, að stjórnin í Japan muni haga háskólabókasafnsbyggingu í flokio eftir því. Byggingarlagið er mjög ein- falt og verklega hentugt að flestra áliti. Það er hringmyndað með kúftu þaki, og lestrarsalurinn í miðju, sem fær birtu ofan um þakið; liggja svo bóka- herbergin þar utan um í einlægum sam- miðju (concentriskum) hringum, og er ennfremur talinn sá kostur á þessu lagi að jafnan má stækka bygginguna í sama stíl, með því að bæta við nýjum umförum. 18. Júní. Ilorfellír í vor. Veturinn sem leið hefir um alt land verið einhver bezti vetur sem menn muna, og naumast mun annar betri hafa komið á þessari öld. Margir munu því verða hissa, er þeir heyra, að í vor hafi á nokkrum stöðum orðið horfellir á fénaði. Enn líkindi eru til, að aldrei komi svo gott vor, að fé horfalli ekki einhverstaðar á landinu fyrir fóðurskort eða vanhirð- ingu. Til sannindamerkis um, að hor- fellir og heylej'si hafi átt sér stað í vor, koma hér nokkrar línur úr bréfi frá merkum manni í Arnessýslu : “Fénaðarhöld eru hér víða fremur ill. Fjárdauði sumstaðar eigi svo lítill, sem mun lijá mörgum sprottinn af ó- nógu fóðri, og, að því er sumir segja, óhollu fóðri. — Horfelli vilja fáir nefna það: því þá detta mönnum í hug horfellislögin, sem geta dregið dilk eftir sér. — Margir hafa gefið upp megin- hluta hej’ja sinna, og nokkrir eru þeir sem engan afgang eiga.” I)r. Ehlers kemur hingað til lands í sumar, eins og getið hefir verið um í þessu blaði, og ætlaraðkomatilReykja- víkur 16. Júlí. í fj’lgd með honum verða: dr. med. Grossmann augna- læknir frá Liverpool, dr. med. Cahnheim frá Berlin og dr. Eichmuller, félagi Alp- in-klúbbsins í París, og ætla þeir félag- ar að rannsaka sjúkdóma hér á landi. Þeir hafa ásett sér að vesða í Rvík frá 16.—18. Júlí, á Ej’rarbakka 19.—20. Júlí, Stórólfshvoli 21 .—22. Júli, Kal- manstungu 5. Ágúst, Akureyri 9;—10. Ágúst. Ennfremur ætla þeir frá Akur- eyri til Svarfaðardals og Höfðahverfis, og ef til vill Ólafsfjarðar, og í lok Agúst- mán. ætla þeir til Mývatnssveitar og þaðan til Austurlands. colds, PYNY - PECTORAL brinps quick relief. Cures all in- flammation of the bronchial tuhes, throat or chest. No un- certaintv. Relieves, soothes, heals promptly. A Large Bottle for 25 Cents. um a LAWHENCE CO.; 110. PROPRIETORS. MONTREAL. ÍSIÆNZKR LÆKNIR DR. M. IIALLDORSSON, Park River — N. Dak. Eftir Þjóðviljanum unga. Isafirði 15. Júní 1895. Tíðarfar hefir verið óstöðugt og næðingasamt að undanförnu: 10. þ. m. varð hvítt af snjó ofan í miðjar fjalls- hlíðar, og nokkur snjór féll í bygðum, en bráðnaði jafn harðan; hinn 11. fór svo að þorna upp, og hefir haldizt hezti þerrir síðan. 22. Júní. Tíðarfar. Úrkoma um siðastl. helgi en siðan bezti þerrir; oftast við norður. Sjáljsmorð. 14. þ. m. drekkti sér kona í Álptafírði, — Margrét Jónsdóttir frá Saurum —í iæk skammt frá bænum. Hún var á áttræðisaldri, og hafði verið geggjuð nokkra síðastl. mánuði. Illaðafli hefir verið þessa viku í ut- anverðu djúpinu, hjá þeim, sem síld hafa beitt, en mjög hefir aflinn verið ísuborinn. Sama afla-tregðan, sem áð- ur, hefir til skamms tima haldist í öllum innri veiðistöðunum, en nú er þar einn- ig farið að verða liklega vart, helzt á kúfisksbeitu. Síld, 2 vörpur hafa verið fyltar af síld hér á Pollinum síðastl. viku og er nú tunnan af henni seld á 18 kr. Stórbreyting á munntóbaki. TUCKETT’S T & B Mahogany. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. & 15 tiiiincrli só á plötunni. Tilbúið af The Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. ÞURFTJM AÐSTOÐAR áreiðanlegra manna í öllum pörtum landsins (búsett- um eða umfarandi) til að selja ný-upp- fundið meðal og til að festa upp auglýs- ingar A tré, girðingar og brýr í bæjum og sveitum. Vinnan er stöðug. Kaup : prócentur, eða $65 um mánuðinn og ferðakostnaður; peningarnir lagðir inn á hvaða banka sem vill undireins og byrja ð verður. Frekari upplýsingar fást hjá The World Med. Electric Co. P. O. Box 221. London, Ont., Canada. Raflýsing lleykjavikur. Félag eitt í Edínborg, Fleming & Co., hefir sent hingað tilboð um, að koma upp færum til raflýsingar í Rvík og þar með að setja vatnshjól i Elliðaárnar o. s. frv. og á það alt að kosta c. £ 1800. Þetta félag hefir unnið í tíu ár að raffæra- smíðum og raflýsingum. Oullbringusýslu (sunnanv.) 31. Maí : Svo segja gamlir menn, að eigi muni þeir annað eins aflaleysi, eins og hér hefir verið síðan í fj-rra vor, eínkanlega í Garð- og Leirusjó. Almennast munu hlutir vera um 2 skpd. samtals eftir all- 'ar vertíðir : haust vetrar og vor (dálítið meira A Miðnesi og Höfnum, enn mest í Grindavík). Útlit með bjargræði fólks er því hið ískyggilegasta......... Ask your Druggist for .éÁ> Ljósmyndarinn John McGarthy mælist til að þér gangið ekki framhjá sér. Hjá honum fást myndir í fullri likamsstærð; mj-ndir af húsum teknar þegar um er beðið gamlar myndir end- urnýjaðar og stækkaðar eftir vild. Alt verk vel lej’st af hendi. MiKoii \. Iluk. Bjór og lJorter um hitatímann: BASS & COY’S HVÍTÖL GUINESS STOUT SCHLITZ ÖL PABST ÖL DAVIFS TORONTO ÖL LABATT LONDON OL DREWRY’S ÖL PORTER & BUCKBJÓR Etc. Etc . Fljót afgreiðsla hjá H. L. CHABOT Gegnt City Hall--513 Main Str. Telephone 241. ?£Œ!íTs rníCAVt Al ý I hAUt MARKS 'W COPYRIGHTS.^ CAIV I OBTAIN A PATENT? For a , wrtte to fty years* tions strictly confldential. A Ilnndhonk of In- formation concerniriK i’ntcnts and bow to ob- tain tbem sent free. Álso a catalogue of mcclian- ical and scientiflc books sent free. l’atents taken through Munn & Co. recelve special noticeinthe N*cienfific Anicrirnn, and tlius are brought widely before the publicwith- out cost to the inventor. This splendid paper, issued weekly, elegantly illustrated. has bv far the largest circulation of any scientiflc work in tlie worhi. a year. 8ami>le copies sent free. Bullding Edition, monthly, $2.50 a vear. Single copies, 25 cents. Every number contains beau- tiiul plates, in colors, and nhotoirraphs of new houses, wit.h plans, enabling Duilders to show tke latest designs and secure contraets. Address MUÍTN & CO., NEW YOItK, 3(il BltOADWAY. THE PERFECT TEA Murray & Lanman’s FLORIDA WATER A DAINTY FLORAL EXTRACT For llandkerchief, Toilet and Bath. THE FlN £8T TEA IN THE WORLD FROM THE TEA P'.ANT TO THE TEA CUP íN iTS NATIVE pjniTY. icd u »’der the supervísion \-d and sold by them \ Ce “ Monsoon ” Tea is pa of the Tea growers, and is ;«d v ps a samplcof the best qu.vlitiesot Indian and Ceylon Teas. For that reason th• v see that none but the very fresh leaves go into Monsoon packages. Thnt is why “Monsoon.’ the perfectTea, canbe so!d at the same price as infcrior tea. It is put up in sealed caddies of l/ lb., i lb. and 5 Ibs., ancfsold in threc Havours at 40C., 50C. and 6oc. If your gri'cerdoes not ireep it, tell him to write to STEEL. HAYTER & CO., 11 and 13 Front St, East, Toronto

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.