Heimskringla - 18.10.1895, Side 1

Heimskringla - 18.10.1895, Side 1
IX. ÁR. NR. 42 WINNIPEGr, MAN., 18. OKTÓBER 1895. | Dagatal J Heimskringlu. í í 1895 OKTOBER 1895 S. M. Þ. M. Fi. Fö. L. _ _ 1 3 3 4 5 « 7 8 » IO 11 13 13 14 15 1« 17 18 1» »<> 31 33 33 34 35 3« 37 38 8» 30 31 - FRETTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 11. OKTÓBER. Herskipaíloti Breta liggur úti fyrir Hellusundi og klaga Tyrkir yfir því og krefjast þess, að skipin séu færð burtu þaðan, en það fæst ekki enn. í þess stað eru fleiri þjóðir að safna herskipum sín- um í þvi nágrenni. Bandaríkjaherskip eru og áleið austur þangað. Ekki þorði soldán annað en lofa rannsókn í sam- bandi við upphlaupið í Konstantinopel, en óánægðir eru sendiherrar stórveld- anna með svar hans upp á áskorun þeirra. Elóðalda mikil eyðilagði til hálfs þorpið La Pez á vesturströnd Mexicorík- is fyrir fáum dögum. Pjöldi fólks druknaði og heil hús voru borin á haf út Elóðinu fylgdi fellibylur er rak fjölda af skipum á land upp og braut þau í spón. Telegrafsamband hefir þessi bær ekki við aðra staði og er því óvíst hve lífs og eigna.tjónið er mikið. Fréttirnar bárust með strandskipum til San Francisco. “Tvíbura-borgirnar” St. Paul og Minneapolis vilja nú koma upp stórkost- legri vesturlandssýningu árið 1897 eða 98, í öðrum hvorum bænum eða mitt á milli þeirra. Er fiugmyndin, að fá öll norðvesturriki Bandaríkjanna og öll vesturfylkin og héruðin i Canada til að taka þátt í henni. Minnesota-ríkisstjórn- in verður beðin um ríflegt fjárframlag til fyrirtækisins. Þessi sýning á að heita “Mid-Continental Exposition.” í gær var þeirri fregn dreift um þvert og endilangt landið, að Cleveland Bandaríkjaforseti hefði verið myrtur, W. XT. Ward. Nœrri olæknandi. Ákafur hósti. Engin hvild dag eða nótt. Læknarnir gefast upp. að sumarheimili sínu Buzzards Bay í Massachusetts. En enginn flugufótur var fyrir þeirri fregn. LAUGARDAG 12. OKTÓBER. Olíkleg fregn kemur frá Madrid á Spáni. Segir að Bandaríkjastjórn hafi skorað á Spánarstjórn að flýta sér að bæla niður uppreisnina á Cuba. I Was- hington kveðst enginn vita um neitt þvílíkt skeyti sent til Spánar. Umboðsmenn Breta, Bandaríkja- manna og Canadamanna koma saman i Washington þessa dagana til að ákveða skaðabætur fyrir ólöglegt selaveiðabann í Bæringssundi. Eru það Canadamenn sem krefjast skaðabóta svo nemur nær $J milj., með áföllnum vöxtum í tvö eða fleiri ár. Það er sagt að Dominionþingið muni koma saman snemma í Desember eða jafnvel fyr. Er þess til getið, að hugmyudin sé að skipa nefnd til að rannsaka skólamálið í Manitoba. Laur- ier, liberalblöðin öll og mörg conserva- tive-blöðin líka, halda fram, að það sé eina rétta aðferðin undir kringumstæð- unum. Mikið er talað um níðrit Sackville Wests þessa dagana. Blöðunum flest- um, bæði á Englandi og hér í landi, ber saman um, að ritið sé höfundinum til stórrar vansæmdar. í Duluth er nýdáin kona af blóð- eitrun, er hún fékk þannig, að 9 vetra sonur hennar lá í diphtheria, og í óráði sem var á honum,beit hann hana í hend- ina. Menn vita ekki um annað slíkt dæmi. Taugaveiki er skæð mjög í Was- hington. Sjúkrahúsin öll eru full af taugaveikis-sjúklingum. MANUDAG, 14. OKT. Utanríkisstjóri Bandaríkja segir hæfulaust að hann hafi skorað á Spán- verja að flýta sér að yfirbuga Cuba- menn. Bandarikjastjónn hefir að sögn gef- ið ráðherra síu&m í Paris bendingu um, að knýja á náðardyr stjórnarinnar frönsku og gefa henni í skyn, að hún megi ekki lengur þrjóskast, en hljóti að láta fyrveraudi konsúl Bandaríkja á Madagaskar, J. L, Waller, lausann. Hann hefir nú setið 8 mánuði í fangelsi og engin sök' á hendur honum sönnuð enn. íbúarnir allir i Washington-riki og Montana eru tilbúnir að hindra samein- ing Northern Pacificog Great Northern brautanna, að svo miklu leyti sem þeir geta nokkru orkað. Eins og flestir vilja þeir heldur tvö járnbrautarfélög en eitt, þó tvö séu ætíð nóg. Grand Trunk brautarfélagið hefir fengið Bandaríkjamann til að vera að- alráðsmann sinn og forstöðumann alls síns brautavefs. Það er Charles Mel- ville Hays, núverandi formaður Wa- bash-brautanna í Bandaríkjum. Hann tekur við stjórn Grand Trunk félagsins 1. Janúar næStk, Laun hans eru $25 þús. um árið. Sléttueldar valda stórkostlegu tjóni á ýmsum stöðum í suðvestur Manitoba. Mestur var eldurinn á laugardag og sunnudag. Að minsta kosti þrir menn liafa látið lífið í eldinum. Engin áætlun um eignatjónið er framkomin nema frá Baldur. í grend við þorpi“ er eigna- tjónið metið á $10,000. Ekki verður séð að Islendingar í þvi nágrenni hafí mist eignir sínar, og er vonandi að þeir hafi sloppið. Lífinu bjargað Með því að brúka CHERRY PECTORAL. “Fyrir nokkrum árum fékk ég á- kaflega slæmt kvef með mjög slæmum hósta, svo að ég hafði engan frið dag eða nótt. Þegar læknarnir voru búnir að gera alt við mig sem þeir gátu.sögðu þeir að ég væri ólœknandi og hættu við mig alveg. Kunningi minn, sem hafði heyrt getið um kringumstæður minar, sendi mér flösku af Ayers Cherry Pec- toral, sem ég fór þegar að brúka, og sem þegar frá byrjun gerði mér mikið gott. Þegar ég var búinn með úr flösk- unni var ég orðinn alheill. Eg hefi ald- rei haft mikinn hósta síðan og hefi þá skoðun, aðAyer’s Cherry Pectoral hafi lækneð mig. — W. H. Ward, 8 Quimby Ave., Lowell, Mass. Ayer’s Cíiery Pectoral Hœstu verdlaun a heims- syningunni. Ayers Pills hið besta hreinsunarmeðal ÞRIÐUDAG, 15. OKT. Hræðilegar sögur eru sagðar af breytni franskra hermanna á Madagas- kar. Breytni Tyrkja i Armeniu er sögð engu hræðilegri. En hermenn Frabka og allir franskir menn á eynni eru skyldaðir til að þegja, svo að út- heimurinn fái aldrei nákvæma lýsingu af gerðum þeirra. Fangelsisvist W. W. Taylors, sem í vetur er leið stal $300,000 frá Suður- Dakota-ríki, hefir verið rýrð enn. Er nú ákveðin 2 ár. Nú er fastákveðið að þeir Corbett og Fitzsimmons berjist eftir vild sinni að Hot Springs, Arkansas, 81. þ.' m. Uppreist að nýju á Koreu-skaga. Skeyti að austan segir að drottningin hafi verið myrt ásamt þremur börnum sínum. Þó er það ekki víst, en horfin er hún og veit engin hvar hún er niður- komin. Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar hafa hleypt varðliði á land. Fregn frá Paris segir, að á meðan utanrikisstjóri Rússa dvaldi í Paris um daginn hafi hann staðfest snmning, er bindur Rússland til að veita Frökkum iið við hvaða þjóð sem þeir eiga. Áð- In the systein, strains the lungs and prepares a way for pneunionia, often- times consumption. PYNY-PECTORAL poíitively curee coughe and colde in o surprisingly short tlme. It’s o scien- tiflc certainty, tried and true, eooth- ing and iiealinjr in its effects. » LARGE BOTTLE, ONLY 25 CENTS. ur voru Rússar ekki skyldir til að hjálpa, nema Frakkar ættu í brösum við þá þremenningana: Þjóðverja, Austurríkismenn og ítali, en nú er eng- id þjóð undanskilin. MIÐVIKUDAG, 16. OKT. Italíustjórn vill nú ná í samskonar verzlunarsamning og Frakkar við Ca- nada. Eigendur og formenn strætisjárn- brauta í Bandaríkjum og Canada komu saman á allsherjar-fundi í Montreal i gær. Mættu þar um 300 fundarmenn. Löggæzluskip Bandarikja í Bær- ingssundi er nýkomið til San Francisco og segir formaðurinn að eldstólpar standi upp af 20 eyjum í klasanum, sem nefndur er Aleutian-eyjar, fyrir vestan sundið. Á eyjum þessum vita menn af 40 eldgígum. Á daginn er að sjá hvít- gráa reykjarstólpa upp af eyjunum, en í náttmyrkrinu eru þeir eldlitaðir. Fregn frá Konstantínópel segir að 9. þ. m. hafi 50 Armenínmenn verið drepnir án allra saka. Kinar hræðast hótanir Breta og herskip þeirra fyrir ströndum sínum og senda nú skeyti þess efnis, að foringjar kristniboða-morðanna skuli teknir af lífi. Þeir eru 17 talsins, sem dæmdir hafa verið dauða sekir, en sem Kínverj - ar ætluðu að forða. Ókunna landið umhverfis Hudson- flóa hefir margt að geyma. Dr. Robert Bell, einn af jarðfræðingunum í þjón- ustu Dominion-stjórnarinnar, er ný- kominn úr rannsóknarferð þaðan, og hefir fnndið stórfljót mikið, sem fellur í James Bay. Er það að hans áliti hið 5. eða 6. á stærð íheimi og mynni þess svo áþekkt Nílármynninu, að hann nefndi það Nílfljótið norðlæga—Nile of the north. FIMTUDAG 17. OKTÓBER. Sjóflotastjórn Frakka ráðgerir að verja $200 milj. til herskipagerðar og búnings á næstu 12 árum. Segir hún að Japan-Kínastríðið hafi sýnt þörfina á lierskipafjölda. Rússnesk prinsessa (af Póllandi) var í gær flutt á vitskertra spítala í New York. Hún, ásamt manni sínum, var fyrir 2 árum gerð útlæg af Rúss- landi fyrir grunað samblendi við Níhil- ista. Fluttu þau þá til New York, og hvernig sem hann reyndi fékk maðurinn ekkert að gera, en dróg fram aumasta líf á peningum, sem þeim voru sendir að heiman. I vor er leið tók fyrir þessa litlu tekjttæð, hjónin voru of stolt til að biðja um hjálp og voru oft tvo og þrjá daga næringarlaus. Út úr þessum hörmungum misti prinsessan vitið. Verkfræðinganefndin, sem síðan 1890 hefir verið að leita að vegstæði fyr- ir járnbraut suður um Mið og Suður- Ameríku frá Bandarikja landamærum, og ákveða kostnaðinn, sem brautar- byggingin hefði í för með sér, hefir nú lokið verki sínu. Kostnaðurinn við að byggja 4.500 mílur segir hún um $180 milj. og það með, að langur timi mundi líða áður en sú braut mundi borga nokkra vexti af höfuðstóinum. gtórbreyting á munntóbaki. TUCKETT’S T & B Mahogany. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. A B. tinmerk sé á plötunni. Tilbúid ap The Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. Ekki til skammar! Eftir N. N. Þrátt fyrir það, hve oft og iðulega að skemtisamkomur eru haldnar meðal Islendinga hér í bænum, þá er það næsta sjaldan að nokkrir aðrir en að- standendur þeirra virði^ finna hvöt hjá sér til að láta þeiria að góðu minst opinborlega. En af því að samkomur þessar eru ekki eiginlega eign neins sér- staks manns, fremur eins en annars. heldur yfir höfuð allra þeirra sem sækja þær, þá verður naumast með sanngirni álitið óleyfilegt að fara nokkrum orðum um þær. Hvötin til þess, að ég læt hér drep- ið á þetta mál, var þannig gefin, að ég 10. Okt. hafði þá ánægju að vera við- staddur þá samkomuna, sem, að minsta kosti nú í háa tið, má að líkindum telja eina hinalang-beztu, sem “landar”hafa komið upp—Tjaldbúðar-samkoman. — Það var nokkuð óvanalega farið að við þá samkomu. Sækjendurnir voru ekki sviknir um helminginn af skemtunum. eins og stundum vill til, heldur þvert á móti, þar var talsvert míklu bætt við það, sem lofað hafði verið. Skemtan- irnar voru söngur og organspil, kvæða- lestur, leikinn upplestur (Recitation, leik-lestur ?), ræður og sagðar sögur. Það er óþarft að minnast hér á alt þetta hvað út af fyrir sig, en naumast mun það ýkjumál þó sagt sé, að alt þetta hafi verið í góðu lagi og sumt á- gætt. I söngnum tóku þátt alltnargir enskir gestir, einnig upplestrinum. Það er kunnugra en svo, að hér þnrfi að taka það upp, að margir enskir karlar og konur eru miklu lærðari í sönglyst- inni, en fiestir Islendingar hér í bæ, og kemur það auðvitað af ýmsum eðlileg- um ástæðum, t. d. skólamentun og þægri tækifærum. Það er svo óttalega margt af þessu enska, heldra fólki, sem tapar svo óendanlega litlu niður þó það æfi sig í fleiri vikur og mánuði við að læra eitt einasta smekklegt eða ósmekk- legt lag, eftir því sem á stendur. En ves- lings landar hafa nú flestir öðrum hnöppum að hneppa. Þeir verða fyrst að vinna, aða rejma að fá að vinria all- an daginn til kvölds, en gripasvo stund og stund undir nóttina til að reyna að læra eitthvert lagið ! Svo eru þeir svo undur fáir, sem hafa nokkurt hljóðfær- ið, að þeir verða að fara langa leið til að fá að heyra lag spilað, og þá kanske oft af viðvaningum. En hvað um það: Það mun varla dyljast nokkrum, sem hefir þolanlegan “söng-smekk”, að ís- lendingar séu í sjálfu sér sönghæfari menn að öllum tækifærum jöfnum* heldur en enskt fólk yfirleitt. l’að er betta þýða, viðfeldna rómlag, gassa- laust og náttúrlegt, sem einkennir ís- lendinga marga, en sem, því miður, er þó stundum blandað hálfgerðum feimn- isblæ, svo söngmaðurinn þorir ekki að beita rómnum eins vel stundum og skyldi. Það sem aftur á móti óprýðir söng hinna ens-ku er rómurinn ! Reynd- ar væri ekki gott, ef þeir hefðu engan róm, né heldur er rómurinn of mikill. Nei, en það er rómlagið, þessi flái gjallandi í fjöldanum yfir höfuð. Þó hér frá sé undantekningar margar, einkurn í kvennrödd, þá er þetta þó það sem finna má að, og ef til vill líka það, hvað lítið ber á því í söngnum hér, að syngjandinn taki eftir því, hvort lag ið á að snerta nokkuð tilfinninguna eða ekki. Það virðist vera almennt álit þess, að nóg sé að syngja “mis-veikt”, eða ‘missterkt’, án þess að breyta hljóð- blænum að öðru leyti*. Þetta er ekki svo hjá löndum (nema helzt þeim, sem lært hafa hér í landi alla sína sönglyst), þvi ef þeir kunna nokkuð i laginu, þá er þar vanalega tilfinningin með. Róm- eðli þeirra sýnist ekki vera eins óum- breytanlegt, eins og innlendu þjóðar- innar, en ef til vill eru þeir ekki út af eins taktfastir æt(ð heldur. En hætt- ara mun þeim við að komast í “mútu’ svona af og til, og mun það ef til vill stafa af æfingarleysi. En enskurinn lætur sig hafa það ! Kvennfólkið gól- ar þá heldur, og karlmennirnir verða enn flárri en ella, heldur en komast ekki nógu hátt! Eg get ekki stilt mig um að minn- ast á eitt lagið, sem sungið var á nefndri samkomu; það var “Skólakennarinn”, * Ef þessi dómur nær til þeirra hérlendra manna og kvenna undantekn- ingarlaust, sem kunna að syngja, þá er hann yfirgengilega ranglátu. Sé þar á móti átt við þá eina, sem sungu á þess- ari samkomu, þá má vera að hann geti staðist. Vér vorum þar ekki og getum því ekki borið um það. Ritstj. M. A. G. Archibald hefir beðið verzlunarmann Gunnar Sveinsson að annast um endurtekníng eldsábirgða á húsum og öðrum eignum, sem áður hafa trygðar verið i öðruhvoru því félagi sem hann er umboðsmaður fyrir. ■- • '---------- Umhugsunarefni Fyrir alla! Það er ekki það seni menn innvinna, heldur það sem menn leggja upp, sem dregur um. Ef þér leggið . trúnað á þetta, þá er gagnlegt að lesa alla eftir- fylgjandi auglýsingu. Hún sýnir yður mörg tækifæri til að leggja upp peninga. Drengja yfirhafnir úr þykku “nap”- klæði, í dag á $2.50—$3.00; venjulegt verð þeirra $4.00 og $5.00. Drengja yfirhafnir með “cape.” í dag á $2.75; venjulega verðið $4.50. Yfirhafnir fyrir unglingspilta, með stormkrögum á, í dag $3.90; venju- lega verðið $6.50. Haust yfirfrakkar fyrir unga menn, með flöjelskraga, á $4.50 að eins, — eru $7.00 virði. Karlmanna yfirhafnir, fengnar til rejTnslu, á $5.00, — eru $8.00 virði. Alklæðnaðir karla úr “Serge,” alull, góðra $10,00 virði, á $6.00. Alklæðnaður karla, úr “Union Serge,” er aðrir fatasalar selja ú $5.00—í dag á $3.50. Alklæðnaður karla, úr þykku canad- isku vaðmáli, vel $10.00 virði,—í dag að eins $6.00, Alklæðnaður úr sérlega vönduðu skozku vaðmáli, er aðrir fatasalar selja á $15.00,—í dag bara $9.00. Alklæðnaður, skraddara shið, úr svörtu “Worsted,” er aðrir selja á $17.00,— í dag bara $11.00. Yfirkápur úr írsku “Freize,” vel $17.00 virði,— í dag bara $11.00. Yfírkápur úr canadisku ‘Freize,’ er áð- ur voru seldar á $7.50—i dag $5.00. Alklæðnaður unglingspilta úr ‘Tweeds’ og ‘Cheviots’; vel $8.50 virði — vér seljum þá í dag á $5.00. Stakar drengjabuxur úr ‘Tweed’ og ‘Serge’; í dag bara 50c., vel 75c. virði. Alklæðnaður drengja úr ‘Tweed’; al- ment seldir á $2.00,—í dag bara $1.50 “Sailor Suits” fjTrir drengi; venjulega verðið $1.75; —í dag að eins 90 cts. “Pea-Jackets” fyrir drengi, venjulegt verð $3.00 ; — í dag bara $1,90. Verkamannabuxur í dag á 90 cts , venjulega verðið á þeim er $1.25. Þykkur og hlýr nærfatnaður, parið á 90 cents. Úrvals allullar nærföt, parið á $1.00, að eins í dag. Ágætu röndóttu nærfötin. parið vel $2.00 virði,— í dag bara $1.35. Hin óviðjafnanlegu nærföt úr skoskri lambaull, — parið á bara $1.75, vel $2.50 virði. Yr/ R N ú fN / R Vér híifum kcypt stórslatta af vöra-upplagi // m fl11/ /1 í /IIIII. J. W. Mackedie, auk birgðanna frá hinum fiðrum nafnkunnu verkstæðisféltígum, alt fyrir peninga út í hönd, og þar af leiðandi með stór-niðursettu verði. Vér erum þess vegna í beztu kring- umstæðum til að gefa bæði óvanaleg kjörkaup og bjóða úrvals-vörur á komandt haust og vetrarmánuðum. nr. Joseph Skaptason vinnur í búðinni, og væri honura stór á- nægja í að spara löndum sínum nokkra dollara er þeir þurfa að fá sér föt eða eitthvað er til klæðnaðar heyrir. Komið inn og spjallið við hann. 515 og 517 Main Str. hið alkunna, bráðfjöruga lag, sem getur gert mann alveg tryltann í hlátri, ef maður er fær um að hlægja á annað borð. Það var sjálfsagt að minsta kosti eins vel sungið og heyTzt hefir meðal íslendinga hér vestra áður. En þótt sumum finnist að t. d. kennarinn sjálfur hefði mátt vera dálítið hroða- legri annað veifið, þá er það mjög hæp- ið að lagið hefði ekki tapað fegurð sinni víð það. Það sem jafnan mun óprýða þetta “stykki” er íslenzka texta-ómj-nd- in, sem í sjálfu sér er naumast syngj- andi eða söngsverð. Það að líkindum hafa fáir verið í Tjaldbúðinni þetta kvöld, sem ekki hafa hýrnað á brána við nærveru “kennarans”. Annars er víst óhætt að segja, að ekkert væri þar um hönd haft, sem ekki var meira en svo boðlegt. Þar var ekkert af þessu bulli og rugli, sem skamtað er fullum öskum svo oft, og þó ljóðgjörðin hafi ekki verið við allra smekk kanské, þá hafa víst falist í henni þessi gömlu ‘ gullkorn”, sera aldrei skilja við hagorðin! En hins mætti þá geta, að naumast mega land- ar kappi etja við enskinn að því er upp- lestrarlist (Recitation: listlestur?) snert- ir. Þar verða Ameríkumenn trauðla yfirstignir, enda er sönn unuu að lilýða á þá þegar þeir eru í “essinu” sínu við fjöruga eða sár-grætandismápistla, sem ritaðir hafa verið fyrir samkomurnar eingöngu. Meir en svo leiðinlegt er að verða að geta þess í þessu sambandi, hversu óboðlegt það virðist jafnan vera.á sam- komum hér, ef einhver ætlar að tala um fræðandi efni; — ég hefði næstum sagt tala af viti. Fólk .hlær oft í stór- byfljum og skorpum að einhverjum bandvitlausum smásetningum, sem stundum er ekki neitt í nema ef til vill dónaskupur, en þcgar fara á að flytja fræðandi tölu, fara vanalega allir að að hugsa til að komast heim í bólið ! Slíkar tölur ætti aldrei nð hafa seinast áprógrammi, svo fólkið rjúki ekki af stað í “fússi”, heldur mætti reyna að hafa þær fyrst, þvi fæstir nenna að standa strax upp til heimferðar þegar þeir eru ný seztir. Það dylzt víst engum, að það sem liér er sagt á við það sem seinast stóð á prógramminu íTjaldbúðinni, ræðu séra Hafsteins Péturssonar: Um ætterni !!slendinga og þýðing ættartalna, sem varð einkar fróðleg byrjun, að sjálf- sagt ágætri tölu, en sem vegna áheyr- endaleysis gat ekki orðið meira. — Það óefað miðaði til siðprýðis framfara, ef fólk vildi hætta við að fara út af sam- komum þegar einhverjir standa upp til að ræða nauðsynjamál eða fræðandi efni, því þótt sumir viti ef til vill alt sem sagt verður, um alt sem nytsam- legt er, þá eru þó hinir, sem ekki vita, svo margir enn, að næsta fáir þyrftu að fara út þess vegna. Það sýnist enn fremur að benda mætti á, að litt hæft sé að leyfa ensk- um strákum inngöngu á nokkra sið- lega íslenzka samkomu ; því reynslan hefir sýntf ú á tveimur síðustu sam- komunum, og oft áður, hvað lítt mögu legt er að koma nokkurri kvrð eða sið- semi á þá. Að endingu er þess að óska, að sem flestar samkomur, sem framvegis verða haldnar hér til arðs nytsömum fyrirtækjum, verði eigi síðri en þessi Tjaldbúðar-samkoma. svo fólk sjái ekki eins sárgrætilega eftir centunum, sem það “kastar i óþarfann”, og svo að um færri samkotnur verði með nokkrum á- stæðum sagt framvegis, en að undan- förnu: að þær hafi verið “bara til skammar”, og “bara til að trekkja pen- lnga”. VEITT UÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINQUNN DH BAMINfi P0WMR IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vinberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynslu.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.