Heimskringla - 25.10.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 25.10.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR. WINNIPEGr, MAN., 25. OKTÓBER 1895. NR. 43. FRETTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 18. OKTÓBER. Gufukatlar sprungu í skipi við strendur Kínlands í gær og fórust þar 600 manns. Óánægja megn meðal conservativa í Montreal af því sambandsstjórn skip- aði írsk-kaþólskan mann, J. J. Curran, yfirréttardómara í Quebec. Móntreal- menn vildu fá prótestanta í það em- bætti. í þorpinu Dartmouth (fyrir handan fjörðinn gegnt Halifax í Nýja Skot- landi) á hver landeigandi sjálfur að meta eign sína til skatt-álögu. Þar til búin eyðublöð verða send hverjum land- eiganda og er hann skjddur að fylla þau upp eins og fyrir er sagt og staðfesta framburð sinn um virðinguna með eiði. Fregn frá Konstantínópel segir að í gær hafi soldán staðfest samninginn við stórveldin áhrærandi stjórnarbætur í Armeniu. — Samtímis kemur þaðan fregn þess efnis, að veldi Tyrkja sé komið að því að grotna sundur sökum innbyrðis ófriðar. Óánægjan með alt stjórnarfyrirkomulagið er sögð að fara dagvaxandi og þá og þegar von á al- mennu upphlaupi. Stjórnin hvað vita um fyrirætianirnar og býr sig til að verjast og hneppir menn nú í fangelsi hópum saman fyrir samsæristilraunir. Formenn heimssýningarinnar, sem fyrirhugað er að halda í Parísarborg ár- ið 1900, eru þegar farnir að senda út boðsbréf til annara þjóða um að taka þátt í sýningunni. Fjölda margir Par- ísarbúar vilja ekki hafa sýninguna og vinna móti henni af alefli. Allsherjarfund til að ræða um stjórnmál m. fl., héldu svertingjar Bandaríkja í Washington síðastl. daga. Þar var samþykt að fylla flokk repúbl- íka. LAUGARDAG 19. OIvT. Þrjátíu Mormóna-prestar fóru af stað frá New York til Evrópu í dag. Eiga þeir að boða trú sína í Norðurálfu um næstu 2 ár. Bretastjórn heimtar $200,000 að Belgíu-stjórn fyrir Englendinginn, Stokes, sem drepinn var í Kongo-land- inu í Afríku í sumar. • Spánverjar eru farnir að óttast að Bandaríkjastjórn viðurkenni uppreist- arflokkinn á Cuba og eru nú að búa sig undir að senda þangað herskipaflota undireins þegar eyjarskeggjar hafa fengið viðurkenniugu. Eftir því sem tyrknesk blöð segja verða stjórnarbæturnar í Armeníu, sem Tyrkjastjórn þorði ekki annað en lofa, þó seint væri, meiri í orði en á borði. Thotnaa A. Johns* Algengur sjúkdómur, Læknast til fulls með Sarsa- AYER’S SAGA ÖKUMANNSINS. Ég þjáðist í átta ár af útbrotum. Á þeim tíma reyndi ég mörg meðöl sem höfðu fengið orð á sig, en mér batnaði ekkert við þau. Að lokum var mér ráð- lagt að reyna Ayer’s Sarsaparilla, og var mér sagt að ég þyrfti að minsta kosti sex flöskur og að ég yrði að brúka meðalið samkvæmt forskriftum. Ég lét undan, keypti sex flöskur og brúkaði úr þremur þeirra án þess að ég findi til bata. Aður en óg var búinn úr fjórðu flöskunni, voru hendurnar á mér orðnar útbrotalausar eins og þær voru áður. Vinna mín, sem er keyrsla, útheimtir oft að ég sé úti í kulda og vosi vetlingalaus, en samt hefir sjúkdómurinn ekkert gert vart við sig af nýju.— Thomas A. Jonbs, Stratford, Ont. AYRR’S nw thn—maparilla VIÐRKEND Á HEIMSSÝNIGUNNI. Ayers Pills hreinsa innyflin . Selaveiðafélögin helztu í Bandaríkj- um og Canada, hafa nú gert út mann einn, Capt. Hughes frá Victoria, B. C., til að athuga selaveiðastöðvarnar í suð- urhöfum. Fer hann til Ástralíu, leigir þar skip og menn og heldur suður í ís- haf. Er tilgangurinn að hafa veiði- menn félagsins í Behringssundi og fyrir norðan Japan á sumrum, en í suðurhafi á vetrum. Stigamenn eru á hverri þúfu í Chi- cago og ræna menn í hópum á kvöldin. Svo mikið kveður að þessu að 300 manns hafa verið teknir fastir og lögregluþjón- arnir hafa fengið skipun um að hafa tal af öllum mönnum er þeir sjái á ferð eft- ir miðnætti. MÁNUDAG 21. OKT. Rín-fljótið á Þýzkalandi hefir ekki í manna minnum verið eins vatnslítið og það er nú. Fyrrverandi forseti Grand Trunk járnbr. fél. í Canada, Sir Henry Tyler, segir að Panamaskurðinn megi fullgera fyrir $100 milj. Hann er nú í Panama á ferðinni til Venezuela þar sem tilgang- urinn er að byggja járnbraut í bratta miklum og sem ætlast er til að raf- magnslestir eingöngu gangi eftir. írski óróaseggurinn Timothy Healy hefir nú verið gerður rækur úr þing- mála-flokki McCarthys, en Tim. upp- gefst ekki fyrir það. Nú er hann að efna upp á félag til að gefa út dagblað í Dublin, er svikalaust á að halda fram hans sérstöku skoðunum í írlands-mál- um. Kínverjar eru farnir að hugsa um járnbrautarbyggingu. Verkfræðingur frá Belgíu, Paul de Hees, kom að aust- an til Victoria, Brit. Col. í gær. Hefir hann fullgert 15 mílur af járnbrautum í Hankow, til notkunar við járnver^ smiðju mikla. Hann hafði og gert uppdrætti af braut með öllu tilheyrandi og áætlun um kostnaðinn við að byggja hana á milli Canton og Peking. Gerði ann það að boði Kína keisarans. í stað þess að draga burtu lið sitt af Liao Tung-skaganum eru Japanítar að auka herinn og byggja stórkostlega hermannaskála að Wei-Hai-Wei. Jap- anstjórn segir þetta stafi af því Rússar hvorki greiði $30 milj. eða framleggi tryggingu fyrir því að upphæðin verði greidd undireins og herinn fari. Peningarnir til að byggja British Pacific járnbr. (frá Victoria norður Vancouver-eyju og austur um fjöll til Edmonton) eru nú sagðir til. Stendur aðeins á því að British Columbiu-stjórn og Victoria.bæjarstjórn ábyrgist vöxtu um ákveðið tímabil af ákveðnum hluta höfuðstólsins. Venezuela-þræta Breta er vand- ræðamál orðið fyrir Breta og Banda rikjamenn. Hvorug stjórnin vill láta undan. ÚRIÐJUDAG 22. OKT. W. B. Scarth frá AVinnipeg var í gær kjörinn eftirmaður John Lowe’s sem aöstoðarráðherra akuryrkjumál- anna, í Ottawa. Hann tekur við starf- inu 1. Des. næstk. Nú er uppkomið að í sumar þegar Englendingurinn, Stokes, var drepinn í Kongo-ríkinu í Afríku, var Bandaríkja- maður einnig drepinn, að boði Bclgíu- herstjórans. Fellibyljir valda stór-miklu eigna- tjóni á Cuba. — Ofsa veður meðfram Nýja Skotlandsströndum og á Law- rence-flóa, orsakar skipreka marga. Jónatan md vara sig! Eitt málgagn Spánverja á Cuba segir að undireins og þeir hafi yfirbugað Cuba-uppreistina ætli þeir að senda herskipaflota til New York og herja á “barbara-þjóðina! Segir óumflýjanlegt að kenna ‘ ‘Yankees” éina lexiu! í gær voru liðin 90 ár fráþviNelson sjóvíkingur Breta féll í Trafalgar-or ustunni. I minningu þess var minnis- stöpull hans á Trafalgar-torginu Lundúnum skrýddur blómsveigum Skip hans: “Victory,” sem viðhaldið er á höfninni í Portsmouth, var einnig skreytt blómum hátt og lágt. Er þetta í fyrsta skifti að þessarar orustu hefir þannig verið minst. Bretar segja að þeir einir geti samið við Venezuela-menn og að Bandaríkin geti ekkert aðgert og hafi heldur enga ástæðu til þess. MIÐVIKUDAG, 23. OKT. Sannfrétt er að Koreu-drottningin sem hvarf um daginn, var myrt. Fað- ír konungsins er valdur að því og öllum óeirðunum. Sem stendur er hann ein- valdur, og konungur sjálfur ráðalaus og hræddur um lif sitt fyrir karli. í gær afréðu Kínverjar að borga Japanítum lausnargjald Liao Tung- skagans—$30 milj. Áður en þeir borga leita þeir samtsamþykkis stórveldanna. Auka-kosningar til fylkisþings fóru fram í einu Montreal-kjördæminu í gær og unnu liberals með 1254 atkv.mun. V’ið síðustu almennar fylkiskosningar unnu conservatívar í sama kjördæmi með 461 atkv.mun. Nafnkunnur ítalskur visindamaður Ruggerio Bonghi að nafni, er látinn í Rómaborg, 67 ára gamall, Stjórn Rússa hefir samið við Car- negie-járnsmíðisfélagið í Pittsburg, Pa. um að smíða mörg hundruð tons af her- skipa-brynjum fyrir sig á ákveðnu tímabili. Vegna óeirðanna eystra ætla Rússar að auka herflota sinn að mun og hafa þeirra eigin verksmiðjur nú ekki undan að búa til brynjurnar fyrir skipin. I gær varð alsnjóa á Skotlandi og í norðvesturhéruðum Englands. Kólera er óðum að réna í Japan, en þó drepur hún svo hundruðum manna skiftir á sólarhringnum enn. FIMTUDAG, 24. OKT. Leó páfi 13. er heilsulasinn mjög og segja læknar hans að hann muni ekki lifa af næsta vetur. Sagt er að Canadastjórn hafi ákveð- ið að senda rannsóknarnefnd norður að Hudsonflóa næstk. sumar, Jafnvel Arkansas-menn vilja ekki liða barsmíð þeirra Corbetts og Fitzsim- mons og virðist nú engin von til að þeir fái að reyna sig á þeim tíma, er á- kveðinn var—31. Okt. Eitt félagið enn ertilorðið, að nafn- inu, í St. Paul, Minn., sem ákveður að byggja járnbrautfrá Duluth til Winni- peg. Höfuðstóll þess félags er $100.000 og nær heldur skammt. Tyrkir eru nú farnir að vinna að umbótum þeim í Armeniu, sem þeir um daginn neyddust til að lofa. Fregn frá Port Townsend í Wash- ington-ríki segir að eldsumbrot séu í Olympic-fjallgarðinum norðvestarlega, en sá fjallgarður liggur eftir skaganum milli Puget-fjarðar og Kyrrahafs. Glatid ekki timanum. Breytilegt liaustveður eyðileggur oft meðöllu hcilsu gigtveikra. Celery Compound læknar gigtina, ekk- ert jafnast á wið það, að útrýma þessari voða veiki. Gamlir menn, sem leno i hafa þjáðst af sjúkdómi þessum, verða hraustir og heilbrigðir. Herra William McWilliams frá Bradford, Ont., skrifar á þessa leið um sjúkdóm sinn:— “Án þess nokkur óski þess, rita ég vitnisburð þenna um Paine’s Celery Compound Ég er roskinn að aldri, og var mjög þjáður af gigfveiki, og keypti ég loksins og tók inn þrjár flöskur af meðali yðar og er nú oröin alveg lieil- brigður., Gigtin öll er farin. Hið ofanritaða er að eins sýnishorn af sönnunum þeim. sem læknað fólk kemur með í hverri viku. Vér viljum að eins tala fáeinum að vörunar orðum til allra þeirra, sem kveljast af sjúkdómi þeim, sem gerir lífið að hörmunga byrði. Hinn hættulegasei timi ársins stend- ur nú yfir; þaðþarfekki að eyða orðum um það. Vindarnir eru nístandi kaldir, loftið er saggasamt, þungt og óhreint og verkar það á allar tegundir gigtveiki og kemur mörgum manninum í gröfina eftir þungar og langar kvalir. En herðið upphugann allir þér.sem gigtveikir eruð. Þó að læknarnir og hin vanalegu meðul hafi brugðist, þá skul uð þér minnast þess, að þér hafið enn ekki reynt Paine’s Celery Compound Þetta undursamlega lyf hefir gert að nýjum körlum og konum þúsundir manna, sem læknarnir voru húnir að segja að væri ólæknandi. Það bæði get ur og mun færa yður sönm blessun, ef að þer reynið það og brúkið það rétti lega um tíma. Sjúkdómur herra Mc Williams lét ekki undan neinum öðrum meðulum, en Paine’s Celery Compound þaðbar algerðan sigur úr býtum og teisti hann upp til nýs og farsælls lífs Far því og fylg dæmi hans. Jotyt^ jof ft^e í^eumati^m ar|d JMugcula Paing agaiqe^ " V/hy rjof” MJ , jr7rHc2)YL.f' \ f»(enti|ol Plagfer.j 1 ray wifcjot me 1 one. il'cured like magic For a lonjj lime I sufTered with Rheumatism in the Bnok so severely tiiat I could not even sit straijrht. Mv wife ndvised a D. & L. Menthol Plaster. 1 tricd it and was booii jtoíiij; about all rijrht.. S. C. Huntkr, Sweet’s Corners. Prico 25c. Islenzk smásaga. Eftir Frey. Niðurlag. hefð mín.....”, “og höggin sem leiðstu hressa mig.....” o.' s. frv. Messan var afar-löng og ekki trútt um að fólki væri farið að leiðast. En ég notaði tímann til að virða fólkið fyrir mér, og svo gerðu fleiri. Ég t. d. mætti oft augum sem sýndust vera að leita að mér. Ég sat upp á söngpallinum rétt hjá organistanum og hafði þaðan bezta útsýni, Eftir messuna skeði það vanalega, fólk fór að heilsast. síðan að taka af sér bryddu skóna og láta upp leðurbullutn- ar og fara í utanhafnar-leistana og brjóta upp á buxnaskálmurnar, eða láta þær ofan í leistana. Stúlkurnar að brjóta upp á yzta pilsið, svo milli- pilsbekkurinn sást með sínum mörgu og fögru litum. Þau bekkjapils gáfu lítið eftir hvítu millipilsunum hérna, sein vér sjáum stundum niður undan, einkum þá þau eru á ferð í for. Þegar fólk var ferðbúið fór það að sammælast og áttu þá ýmsir ssmleið, sem nærri má geta. Ég átti samleið með hóp af fólki. og þar var vina mín ein á meðal. Ég tók í hönd hennar og studdi hana yfir þýfða móana og grýtt holtin. Samtal okkar var blátt áfram, og skal ég segja yður það helzta af því með sögunni, það er guðvel komið. Hún sagði við mig i sinum vanalega milda róm : “Og í vor fjarlægist ég, vinur minn”. “Það er rétt”, svaraði ég og dróg niðri í mér; mér þótti litið til þessarar fréttar koma Þú verður að halda áfram að skrifa raér; viltu muna það ?” mælti hún og þagnaði svo, einsogliún hefði sagt alt. “Ég get ekki gleymt því, þó þú bæðir mig”, svaraði ég henni, “en þú skrif ar mér aftur, ég þarf ekki að minna þig á það”, bætti ég við. “Nei”, svar- aði hún lágt, og þrýsti fast um hönd mína og hallaði séi þéttar en áður upp að síðu minni. Eg leit framan i hana og mætti augum hennar bláum og blíðum, sem tindruðu eins og þau voru vön. En þó hafði mér aldroi fundizt þau eins innihaldsrík og um leið dular- full og nú. Og aldrei hafði tillit þeirra gengið eins í gegnum mig og nú. Mér varð hverft við, er við vorum komin heim að bænum. Ég hefði kosið að við hefðutn verið á miðri leið. Svo fannst mér ferðin skemtileg þetta sinn; það hefir kanske verið af því, að þetta var í seinasta sinni sem ég átti von á að verða henni samferða fyrst um sinn. Svo leið óttalegur eilífðar tími alt fram á útengjaslátt. Vina mín var fjarlæg, ég fór aldrei til kyrkju, en erfiðaði dag hvern fyrir lágu kaupi, og strangasta erfiðið var að þreyja sunnu- dagana. Eitt kvöld er ég kom af engjum fékk ég bréf; ég las það undir skitna glugganum við púltið mitt; það var frá vinu minni. Eg bjóst til aö svara því strax áður sólin gengi undir. Ég var sem sé búinn að borða mig sadd ann af 3 mörkum af íslenzkum mjólkur graut, sem er kallaður vökvun þegar hann er þunnur. Húsfreyja hafði lok- ið við að skamta og var að taka til í rúminu sinn. Vinnukonan, sem hafði orðið að hlaupa svo tindilfætt með skál- arnar alla leið framan úr búri og inn í baðstofu um kvðldið, mátti nú fara fram aftur og gefa hundinum. Hann hafði ekki verið viðlátinn, er skamtað var, því þá riðu sóknar-presturinn og hreppstjórinn hjá, og gelti rakkinn meö lengra móti sem von var, við svona dýrðlegt tækifæri. Húsbóndinn sem var sannkristinu síðskeggur, vildi ekki kalla hundinn inn, honum þótti æfinlega ánægja að því að heyra hann Umhugsunarefni Fyrir alla! Það er ekki það sem menn innvinna, heldur það sem menn leggja upp, sem dregur um. Ef þér leggið trúnað A þetta, þá er gagnlegt að lesa alla eftir- fylgjandi auglýsingu. Hún sýnir yður mörg tækifæri til að leggja upp peninga. Drengja yfirhafnir úr þykku “nap”- klæði, i dag á $2.50—$3.00; venjulegt verð þeirra $4.00 og $5.00. Drengja j firhafnir með “cape.” í dag á $2.75; venjulega verðið $4.50. Yfirhafnir fyrir unglingspilta, með stormkrögum á, í dag $3.90; venju- lega verðið $6.50. Haust yfirfrakkar fyrir unga menn, með flöjelskraga, á $4.50 að eins, — eru $7.00 virði. Karlmanna yfirhafnir, fengnar til reynslu, á $5.00, —eru $8.00 virði. Alklæðnaðir karla úr “Serge,” alull, góðra $10,00 virði, á $6.00. Alklæðnaður karla, úr “Union Serge,” er aðrir fatasalar selja á $5.00—í dag á $3.50. Alklæðnaður karla, úr þykku canad- isku vaðmáli, vel $10.00 virði,— i dag að eins $6.00, Alklæðnaður úr sérlega vönduðu skozku vaðmáli, er aðrir fatasalar selja á $15.00,—í dag bara $9.00. Alklæðnaður, skraddara snið, úr svörtu “Worsted,” er aðrir selja á $17.00,— í dag bara $11.00. Yfirkápnr úr írsku “Freize,” vel $17.00 virði,— í dag bara $11.00. Yfirkápur úr canadisku ‘Freize,’ er áð- ur voru seldar á $7.50—í dag $5.00. Alklæðnaður unglingspilla úr 'Tweeds’ og ‘Cheviots’; vel $8.50 virði — vér seljum þá í dag á $5.00. Stakar drengjabuxur úr ‘Tweed’ og ‘Serge’; í dag bara 50c., vel 75c. virði. Alklæðnaður drengja úr ‘Tweed’; al- ment seldir á $2.00,—í dag bara $1.50 “Sailor Suits” fyrir drengi; venjulega verðið $1.75; —í dag að eins 90 cts. “Pea-Jackets” fyrir drengi, venjulegt verð $3.00 ; — i dag bara $1.90. Verkamannabuxur í dag á 90 cts., venjulega verðið á þeim er $1.25. Þykkur og hlýr nærfatnaður, parið á 90 cents. Úrvals allullar nærföt, parið á $1.00, að eins í dag. Ágætu röndóttu nærfötin. parið vel $2.00 virði,— í dag bara $1.35. Hin óviðjafnanlegu nærföt úr skoskri lambaull, — parið á bara $1.75, vel $2.50 virði. YFÍRHAFNM. Vér höfum keypt stórslatta af vöra-upplagi J. W. Mackedie, auk birgðanna frá hinum öðrum nafnkunnu verkstæðisfélögum, alt fyrir peninga út í hönd, og þar af leiðandi með stór-niðursettu verði. V(>r erum þess vegna í beztu kring- umstæðum til að gefa bæði óvanaleg kjörkaup og bjóða úrvals-vörur á komandt haust og vetrarmánuðum. nr. Joseph Skaptason vinnur í búðinni, og væri honum stór á- nægja í að spara löndum sínum nokkra dollara er þeir þurfa að fá sér föt eða eitthvað er til klæðnaðar heyrir. Komið inn og spjallið við hann. 515 og 517 Main Str. / while PYNY - PECTORAL brinps quick relief. Cures all ir.- flairunation of the bronchial tubes, throat or ohest. No un- certainty. Relieves, soothes, heals promptly. A Large Bottlc for 25 Cents. SAVIS d LAWRENCE CO.: LTO. PROFRIETORS. MONTREAU gelta. Smalamaður, sem var aldraður matunnari, lá nú upp á rúmi sinu rop- andi, en ætlaði að fara að hátta. Ég sat sem fyrr sagt undir glugganum mínum og ætlaði að fara að skrifa. Ég bjrjaði á að svara vinu minni, og á- varpaði hana: Vina mín. Ég var aldrei vanur að hafa margbreyttar kveðjur, [en orðaði sérlivað eins blátt áfram og ég kunni. Orðið, vina, var mitt helgasta orð, því það bezt, sem ég þekkti, var vina mín. Og ég unni henniþá meir en nokkru öðru í heimin- um. En kviklyndið er aðal-kostur æskunnar; að geta gleymt er nauðsyn- legt fyrir heiminn. Annars væri lífið sífeld sorg og söknuður. — Og nú hefi ég gleymt henni hér um bil, og hún lík- ast til mér; þó g®ti það verið, að hún ætti enn þá litla kvæðið sem ég orti um hana, áður eu ég fermdist, og- hún rændi af mér. Ég gat ekki skrifað meira. Mér fanst mér leiðast lífið þá stundina og hugrenningar minar væru langtum myrkari en svo, að ég gæti skrifað um þær. Um sjálfan mig reyndi ég þó að skrifa henni, því engar voru fréttir. Nei, ómögulega gat ég skrifað nieira og studdi hönd undir kinn og heyröi varla. er griðkonan bjástraði við að búa rekkjurnar eða þrifa til. Birtan var að þrjóta; ég hætti við að skrifa langt bréf og sagði henni í eftirfarandi ljóði hvernig mér leið : Á loftinu geislarnir lækka við æginn og liður á blessaðann sólfagra daginn, og senn dregur húm yfir hauður og lá. það huga minn myrkvandi verkar á. Ég get ekki mælt, því mig málið þrýtur ég megna ekki að rita—-af sama flýtur ; neitt orðin tóin þýða það ég fæ séð. ef ei getur hjartað talað með. Mittþrælbundna, f jötraða.hjarta hlýtur sem hvergi á jörðunni yndis nýtur, að bera nú dulda þá ást, sem mér er ekki auðið að sýna, en helguð er þér. Ég skrifaði nafnið mitt neðan und- ir og braut bréflð saman og sendi það svo einhverntíma : óg neld ég hafi kan- skó sent þaö með einhverri iiökkukerl- ingunni, sem var á ferð um hreppinn, til að fiska sögur um náungann, segja frá því hve margir voru trúlefaðir í sveitinni, hve margar konur óléttar og á hve mörgum lausaleiks-krökkum von það árið. Nú er orðið langt síðan ég skrifaði fallegu stúlkunni. og ég oft búinn að uppfylla boðorðið, sem býður, “að elska allar fallegar stúlkur”. Það er þó ekki ætíð tóm fegurð, sem dregur til vináttu manna. Það er frefnur sameiginleg- leiki sálnanna. SkiljTði fyrir að geta átt vin, er að geta gert honum skiljan- anlegt djúp hjarta manns. Það eru hagjrðingarnir—skáldin—, sem hrífa stúlkuvnar. Það eru skj’nsömu og ást- ríku stúlkurnar, sem hrífa skáldin, en ekki einvörðungu mjótt mitti og vel sniðnir kjólar. Góð stúlka vill ætíð endurgjalda skáldinu ljóðin hans og hún gerir það í ‘því bezta sem hún á til, og það er kossinn. Ekkert skáld lifir til ónýtis, og—engin stúika ann skáldi til ónýtis. Kossinn er verðlaun ástar- innar. * * * Og sólin var gengin undir og skuggi jarðarinnar huldi litla bæinn minn, eins og sorgin hylur lífs-vonirnar. Nóttin varð dimm eins og dauðinn, og lagðist miskuunavlaus yfir veslings heiininn með öllum hans sjuidum. “Vindurinn var logn,” og einhver dularfull kyrð ríkti yfir öllu. VKITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynslu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.