Heimskringla - 01.11.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.11.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR. NR. 44. WINNIPEGr, MAN., 1. NÓVEMBER 1895. FRÉTTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 25. OKTÓBEB. Annan stóran sigur unnu uppreist- armenn á Cuba núna nýlega. Voru þeir um 3000 saman og mættu 2800 Spánverjum vel búnum að vopnum og með 3 nýjar fallbyssur. Orustunni lauk svo að 500 Spánverjar lágu á víg- vellinum, hinir flúðu og slepptu öllum fallbyssunum og miklu af vopnum. — Það er sagt að nú séu um 300 liðsfor- ingjar frá Bandai’ikjum komnir fram til eyjarinnar og allir í þjónustu upp- reistarmanna. Forseti Cuba-lýðveldis- ins, sem uppreistarmenn svo nefna, heitir Salvador Cisnerus og hefir hann nú valið ráðherra til að flytja mál sitt um viðurkenning lýðveldisins við Cleve- land Bandarikjaforseta, sem ætlast er til að segji eitthvað afgerandi um það mál auk annara fleiri útlendra mála, í boðskap sínum til þingsins á mánudag- inn 2. Desember næstk. Nú er í vændum ný landamerkja- þræta — milli Bandaríkja og Canada, útaf Alaska landamærunum. I göml- um samningi voru landamærin ákveðin, en uppdrættir engir gerðir, þar eð land- ið var ókannað og er enn. En mæl- ingamenn beggja stjórna, sem undan- farin sumur hafa verið að kanna landið og undirbúa til þess gerður yrði upp- dráttur af lándamerkjunum, eru nú komnir að þeirri niðurstöðu, að sam- kvæmt gamla samningnum séu merkin mildu norðvestar en menn hafa ætlað. Námafélögin á Alaska láta nú óðslega °g segja að fyrr hljóti Bandaríkin að berjast, en sleppa einni ekru af klettun- um og jöklunum, sem komið er í vana að álita Bandaríkjaeign. Um staðfest- an samning várðar þá ekkert! Herskipafioti mikill er nú að safn- ast saman við strendur Koreu-skagans. Kússar eru á leiðinni þangað með 15 skip frá Vladivostok, Japanítar eru á leiðinni þangað með mestan sinn flota frá Formosa og Bretar eru að sögn á ferð þangað með 7 skip, auk þeirra sem þar eru fyrir. — Bússar liafa skipað Japanítum að hafa sig burt úr Kóreu, en Japanítar segja þvert nei. I gær fór járnbrautarlest frá Chi- cago til New York (980 mílur) á 17 kl. st. og 45 mínútum. Þetta er mesta ferðin, sem farin hefir verið á þeirri leið. Brautirnar sem farið var eftir voru Lake Shore til Detroit; Michigan South- ern (um Ontario) frá Detroit til Buffalo; New York Central frá Buffalo til New York. LAUGABDAG 26. OKT. Fríþenkjara-þing mikið var sett í New York i gær. Þar mæta fulltrúar Jffrs. JUay Johnaon, Ayer’s Pills Miglangar til að bæta mínum vitn- 'sburði við vitnisburð annara, sem hafa brukað Ayers Pills og get ég sagt ’að óg hefi brúkað þær í mörg ár, ogætið gef- ist vel VIÐ MAGA °k lifrarveiki og við höfuðverk, sem or- Sakast af bilun þeirra líffæra, eru Ayers PiUs óviðjafnanlegar. Þegar kunningj- ar mínir spyrja mig að því, hvert sé hið bezta moðal við ólagi á LIERINNI og MAGANUM, bá ráðlegg ég ætið Ayers Pills. Ef þær eru brúkaðar í tíma lækna þær kvef, J'erja influenzu eða hita hitasótt og lag- *ra meltingarfæriu. Þær eru aðgengi- Qgar og eru hið bezta familíulyf yfir 'öfuð, gem óg hefi þekt. Mrs. Mary ehnson, 368 Bider Ave, New Yrork. AYERS PIHS fengu Juestu vcrðlaun d heimisýningunni. AYERS SARSAPARiLLÁ fyrir blóðið. frá öllum ríkjum Bandaríkja og fylkj- um í Canada. Það er búizt við að sambandsþing Canada komi saman 2. Janúar næstk., enda eru nú járnbrauta spekúlantar að búa sig undir það. Auglýsa nú í stjórnartíðindunum að á þinginu verði beðið um leyfi til að byggja margar járnbrautir á Vestur-Canada sléttunum. Meðal þeirra er ein enn frá Winnipeg norður að Hudson flóa. Bændur á Frakklandi biðja frönsku stjórnina að banna innflutning naut- penings til slátrunar frá Canada. Fjármálavandræðin enn þau sömu í Nýfundnalandi og lítil von til að eyj- arstjórnin geti mætt skuldabréfum sín- um. Ofan á þessi vandræði bætist, að nú er hafið mál gegn fjölda mörgum merkum mönnum, sem kærðir eru fyrir tollsvik. Vísi-konsúll Bandaríkja i Venezu- ela er staddur í Washington. Hann litur öðruvísi á landamerkjaþrætuna þar syðra, en Bandaríkjastjórn. Hann segir þolinmæði Breta við Venezuela- stjórn yfirgengilega, og að hefði Banda- ríkjastjórn átt hlut að máli mundi hún fyrir löngu hafa kúgað Venezuelamenn til að virurkenna jafn-greinileg landa- merki og liér sé um að ræða. Greini- legir, gamlir uppdrættir segir hann séu til, er sýnir að eignir Breta nái miklu lengra norður í land, en Bretar sjálfir heimta sem sína eigin eign. Lax-niðursuöa í British Columbia á siðastl. sumri nam rúmlega 24J milj. punda. Er það nær 1 milj. punda meira en í fyrra. MÁNUDAG, 28- OKT. Á næsta Dominionþingi er ráðgert að skifta Alberta-héraði vestra í tvö kjördæmi. I næstu kosniningasókn fá því Albertameun að vændum að kjósa tvo fulltrúa á sambandsþing. 100 röskir menn, ágætlega æfðir og vopnaðir fóru af stað frá New York til Cuba, til að hjálpa eyjarskeggjum, laust fyrir síðustu lielgi. Þeir höfðu sitt eigið skip, sem enginn vissi um fyrr en það hafði látið í haf. Auk sinna eig- in vopna höfðu þeir með sór 2,500 rifla, 1 milj. hlaðinna skothylkja, 2 Gatling- byssur (hríðskeytur), 500 Cuba sveðjur og 1000 pund af dynamite. Fólag í Philadelphia hefir tekið að sér að smíða fjölda af gufuvögnum fyr- ir Síberíu-braut Bússa. Soldán Tyrkja grunaði hallarþjóna sina marga um samsæri og til þess að eiga ekkert í húfi lét hann afhöfða 14 þeirra í einum hóp. Samkvæmt nýteknu manntalií Ja- pan eru nú íbúar keisaraveldisins 45 milj. að meðtöldum áætluðum 3 milj. á eynni Formosa, er Japanítar eignuðust í suínar er leið. Það hefir nú verið reynt til hlýtar á Erie-skurði (frá Erievatni til Hudson fljótsins og New York) að rafmagn má hagnýta til að draga vörubirðinga um skurðinn. Bafmagnið var flutt eftir vír frá Niagarafossi. Nafnkunnur fræðimaður og ferða- maður, Dr. Bobert Brown, er nýlátinn á Englandi, 43 ára ga.mall. Hann var fyrsti maðurinn, sem rannsakaði alla Vancouver-eyna. Hann rannsakaði einkum öræfi í Ameríku og eyjar í Kyrrahafi. ÞBIÐJUDAG, 29. Okt. Það hefir verið róstusamt á þingi Frakka undanfarna daga, stundum svo að menn börðust í þingsalnum. í gær varð tiðrætt um Panama-hneykslið, um fjárdrátt í sambandi við járnbrautir á Frakklandi o. fl. I því sambandi fóilu atkv. á móti stjórninni tvisvar sinnum á sömu kl.stundinni. Leizt þá ráða- neytinu heppilegast að rýma fyrir öðr- um, shtu fundi, héldu til hallar forset- ans og sögðu af sér. — Þetta raðaneyti (Bibots-ráðaneytið) hafði setið að völd- utn 9 mánuði og 2 daga þegar það vék ; tók við stjórninni 26. Jan. 1895. I gær var það formlega auglýst í Kaupmannaliöfn, að þau væru trúlof- uð Carl prinz, annar sonur Friðriks krónprinz Dana, og Maud prinzessa, yngsta dóttir prinzins af Wales. Hjóna- efnin eru systkinabörn. I “Times” í Lundúnum birtist í gær 3 dálka löng ritgerð frá umboðs- manni blaðsins. A. R. Colquhoun, sem sendur var til að gera áætlun um kostn aðinn við að fullgera annaðhvort Nica- ragua eða Panamaskurðinn. Hann segir fyrirtækin sóu of stór til þess prí- vat félög komi þeim fram, enda óheppi- legt, því þeir skurðir þurfi að vera opn- ir fyrir öllum skipum á öllum tímum. Nicaragua-skurðurinn segir hann muni kosta nær $150 milj.. og ekki tilhugs- andi að fá Panamaskurðinn fuilgerðann fyrir minna en $200milj., auk þess sem í hann hefir verið sökt nú. Óvanalega mikið ísrek er sagt suð- ur um Atlantshaf. I vikunni er leið fór eitt skip gegnum 40 mílna breitt ís- belti og var það óslitið norður svo langt sem augað eygði. Ein ísborgin sem það fór hjá var 200 feta há og á að geta 12 mílur ummáls. Canadiskur maður, Angus McLeod að nafni, fór míluhlaup á hjólhesti á laugardaginn var í Sarnia, Ontario, á 1 mín. 33 og tveimur fimtu sek. Er það mesta ferðin sem nokkru sinni hefir verið farin á “bicycle”, og 2,sek. meiri ferð en mesta hests ferð á mílu-spretti. Bandarikjastjórn hefir að sögn hætt við að láta smíða 2 herskip íDetroit, eins og nýlega var ákveðið. Samkvæmt samningi við Breta frá 1814 var það ó- leyfilegt. MIÐVIKUDAG, 30. OKT. Skeyti frá Lundúnum segir að Sa- lisbury sé óánægður með Armeniu- stjórnarbóta laforð soldáns, og að inn- anskamms hafi stórveldin fund til þess eingöngu að ræða um það vandræða- mál. — Tyrkir réðust á þorp eitt í Ar- meníu í vikunni er leið og drápu 60 manns að saklausu. I Washington er nú hafin rann- sókn í skaðabótamáli selaveiðamann- anna canadisku. Báðlierra Breta flyt- ur mál Canadamanna með þeim Sir Mc- Kerizie Bowell og Sir Ch. Hibbard Tup- per. Er gert ráð fyrir að nefnd verði skipuð til að rannsaka það mál og að hún sitji i Victoria, British Col. og kalli þangað öll vitni er þarf. Það er sagt að dómsmálastjóri Bandaríkja muni hagnýta þennan fund til þess einnig að minnast á Alaska landamæra þrætuna. Skej-ti til "Times” og “Standard” i Lundúnum frá Hong Kong segir, að ekki þurfi lengur að óttast strið við Rússa í bráðina, af þvi samningurinn við Kínverja, sein Bretar óttuðust, hafi aldrei komist á. Robert White, ritstjóri blaðsins “Gazette” í Montreal og sambandsþing- maður fyrir Cardwell-kjördæmi um mörg ár, hefir sagt. af sér þingmensku og ber fyrir að stjórnin hafi ekki efnt loforðin um að veita sér tollheinrtuum- sjón í Montreal, sem hann hefir vakað yfir í tvö ár, enn fremur að sín skoðun á skólamálinu hafi verið andvíg skoðun stjórnarinnar. Salisbury gamli er ekki á því að lagt só niður iiirðskáldaembættið á Englandi, eins og um hefir talað, af því enginn þykir fær um að fylla sæti Tennysons svo vel sé. En nú er sagt að Salisbury hafi ákveðið að veita Al- fred Austin það tignaða embætti. — Austin er maður sextugur að aldri, fæddur 30. Maí 1835, Svo þykir mörg- um að margir menn séu á Englandi, sem taki lionum fram sem ljóðskáldi. Morðmál H. H. Holmes, sem að því er virðist liefir drepið fleiri menn ög konur og börn, en nokkur maður sem nú er uppi, var hafið í Pliiladelphia á mánudaginn. Korn og heyhlöður og fjós með 30 lcúm og mörgum hestum í brann á mánudagskvöldið á búgarði skammt frá Emerson í Manitoba. Eignatjón $5000, og vátrygðar voru eignirnar fyr- ir að eins $2000. FIMTUDAG, 31. Okt. Á síðastl. hálfsmánaðar tíma hafa hlutafélögin í Kafíira-gullnámunum í Afriku fallið í verði svo nemur 80 milj. doilars. Quebec-fylkisþingið kom saman í gær. Alraenn uppreist, er nú sögð hafin í Armeniu gegn ofríki TjT-kja. Það eru allar horfur á að gullnema- æði só í vændum í Britisli Colutnbia; að það byrji þar undireius og þverrar fýknin í Afríku-gullnáriiurnar. Gull- sótt þessi í British Columbia er enda bj-rjuð nú, þó í tiltölulega smáum stíl sé enn. Frakkar hafa ekki enn fengið nýtt ráðaneyti. Heitir sá Botirgeois, sem beðinn hefir verið að mynda það, en hann segir hvorki já eða nei við þeirri bón fjT en í dag (fimtud.) Fyrir hveiti, sem C.P.B. félagið hef- ir til þessa tekið sem borgun fj-rir lönd, liefir það borgað 50c. fyrir no. 1 og no. 2 hard og no. 1 Northern. Nú hefir það felt verðið á no. 2 hard og no. 1 North- ern um 3c. bush. Orða-belgurinn. Tiberíus og Cajus Gracchus. O Gracchus-ar bræður, þið börðust svo heitt! Fyrir bætandi alþýðu högum Úr auðvaldins fjötrum þið oft fenguð greitt Og okttrs og kúgunarlögum; Þá fjárpúkar landsins með fjötrandi hönd Fjárhirzlur bændanna gripu Og hrifsuðu þeirra heimilislönd Og harðstjórans ráku með svipu. Og embætti öll voru auðæfum háð Og alþýðan blinduð af mútum Þá unnu þið frelsi og ættjarðar dáð Og ánauðar leystuð úr hnútum. Þið elskuðuð jafnrétti, elskuðuð þjóð Og umbót á lögunum gjörðu Þið auðvaldsins rangfengna útbýttuð sjóð Svo örbj'i'gð og þrældómi vörðu. En hver voru launin hjá kvikulli þjóð Sem kröftunum fyrir þeir eyddu ? Hins j-ngta á flótta útheltist blóð Þann eldri með kj-lfum þeir dej-ddu. En svona gengur það dag þann í dag Mörg dugandi þjóðfrelsís hetja, Er eyðir iíiinu í alþýðu hag, Ur ánauð vill þjóðina hvetja. Af auðvaldi’ og höfðingjum er rekin brott Á útlegðar pínandi brautir Þar dregur fram lífið við dár og spott Og daglega örbyrgð og þrautir. í armæðu gleymsku hjá útlendri þjóð Eyðir lifs síðustu stundu Og engin þar virðir hans ástheitu ljóð Uxn áanna kærustu grundu. En þegar hetjan lagst hefir lagt Og lúin til værðar er gengin, Ættiandið sj’ngnr þá sorgaróð hátt Og sér þd hans liki var enginn. S. G. Noutiií-’jkld. Um lífsábyrgð. I Lögbergi af 24. Okt. þ. á. stendur efakennilega löng ritgerð eftir W. H. Paulson, liver að ber það með sór í fyrstu, að eigi að verða almenningi til fróðleiks viðvíkjandi lífsábj-rgðarfélög- um og því rnikla starfi, sem Mr. Paul- sou iieíir svo sómasamlega af hendi leyst síðan fj-rst að hann var útvalinn til að verða umboðsmaður fj-rir Mutual Reserve Fnnd Life Association. En svo þegar rnaður veitir þessari ritgerð hans sérstaka eftirtekt sést það ljós- lega hver aö liefir verið aðal-orsök þess, að hann lét nú fremur vénju til sín hej-ra um þetta mál. Fj-rst byrjar Mr. Paulson með því, að minnast á hversu grátlega fáfróðir að Isiendingar hafi verið um lifsábj-rgð, jafnvel lengi eftir að þeir voru þó flutt- sr hingað til þessa lands. En svo lagð- ist þeim sú blessun til árið 1890, að meðal þjóðarinnar fanst einn maður, sem Vilhelm hét, hver að hafði meiri skilning og þokking á því sem þjóðina vanhagaði mest um, heldur en nokkur annar maður semþálifði, og eftir að hann fer að kenna og upplýsa mennina snerust fleiri hundruð á trú hans og fj-lgdu honum eftir, og eftir því sem ár- in liðu sannfærðust mennirnir betur og betur um, aðnú hefðu þeir fundið veg- inn til velmegunar og sælu, þar fyrir gætu þeir nú hvílt sig og lifað áhj-ggju- laust það sem eftir væri æflnnar. En af því þessi íslenzka þjóð var svo tor- næm á hið enska alheimsmál, gekk henni mjög seinlega að skilja hin marg- brej-ttu grundv.rllarlög. sem þessi jarð- neska velferð þeirra var bvgð upp á ; þ<ar af leiðandi urðu allir að taka það eina ráð, að trúa öllu því sem "umboðs- mennirnir” höfðu um þessi lifsábyrgð- arfélög að segja, og láta þekkinguna á málinu þar við sitja. Mr. Paulson farast þ’annig orð : ‘að íslendingar í þessu landi hafi verið mjög heppnir í vali sínu í lífsábj-rgðar- félögum”, og enn fremur segir hann : “Það ðru að eins tvö félög, sem þeir liafa gengið í. með sárfáuiu undantekn- ingum, og eru þau : The Mutual Re- serve Fund Life Association og Fores- ters-félagið”. Skj-ldi það geta skéð, að Mr. Paulson stæði í þeirri meiningu, að þessi tvö félög selji lífsábyrgð fyrir minna gjald heldur en önnur félög? eða meinar hann að þau séu sterkari og gefi betri tryggingu fyrir þeim mörgu þúsundum sem þeim ber að greiða. Til þess að gofa mönnuin hugmj-nd um hvernig þessi velvöldu sameignar- félög standa samanburði við eitt vel- þekt hlutnfélag, skal ég tilfæra eitt of- urlítið dæmi, sem sýnir hvað menn þurfa að borga árlega fj-rir S1000 í Vertú i hopnum í DAG, með mannþyrpingunni, sem sækir að búð vorri til að sannfærast um hina makalausu prisa, sem vér nú bjóðum öllum sem inn koma. Yér erum að hsetta að verzla og vörubyrgðirnar miklu, karlmanna, unglinga og drengja vetrar yfir- hafnir, alklæðnaðir karla, unglinga og drengja, og alt sem að vetrarbúningi lýtur er líka óðum að sjatna. Klæðnaður með því verði sem vér nú setjum á hann, situr ekki lengi óseldur. Hann ílýgur út með rétt yfirgengiíegum hraða. Walsl’s Erum áreiðanlega að leggja niður verzlun. Hvað segir skáldið : “Undandráttur einatt má Auðnu þáttinn slíta.” Og þeir slíta hann áreiðanlega, sem ekki ltoma í búð vora nú, á meðan nóg er úr að velja. Það er auðráðin gáta, að vörurnar endast ekki lengi, þegar menn athuga, að hjá oss íer nú livert dollars virði á 40, 50 og 60 cents. Þar til vér höfum umhverft öllum vorum miklu fatabyrgðum í peninga. 6ðee»9*eefi«o«OQt«ceco»seiee» Hr. Joseph 5kaptason vinnur í búðinni, og væri honum stór á- nægja í að spara löndum sínum nokkra dollara, er þeir þurfa að fá sér föt eða eitthvað er til klæðuaðar heyrir. Komið inn og spjallið við hann. Búðin til leigu. - - - Hyllur og skápar til söln. Waish’s ölothing House "Vaykw hverju félagi fyrir sig á yfirstandandi tið, einnig tilfæri ég það gjaid sem á- kveðið er, að meðlimir Mutual Reserve félagins skuli greiða eftir niestu áramót ’Z ^ ^ c 3 Hlutafélag I. 0. Forester* M.Reserve gamli listinn O * *CÍ rfT ^ S e J o > S 3 3 cj w-, M . ^ c^; t-. 25 $11.25 $12.04 $13.80 $13.98 30 12.78 12.61 14.22 14.52 35 14.67 13.36 14.94 16.32 40 17.27 14.03 16.20 19.44 45 21.47 19.60 17.94 23.52 59 27.23 34.00 21.36 . 30.90 *) Hér með talið hið algenga stúku- gjald. Hér má og geta þess, að hlutafélög taka ekkert aukagjald sem innskriftar- og læknisgjald, en það gerir Mutual Beserve-félagið, eins og þeim er kunn- ugt, sem í því eru Ég þarf að líkindum ekki að taka það fram, að þessi tabla sýnir, lrvað mönnum ber að borga til dauðadags, en af því aö ég hefi nokkrum sinnum orðið þess var, að meðlimir Mutual Re- serve-félagsins hafa staðið í þoirri mein- ingu að þeir þj-rftu ekki að borga nerixa í ein 15 ár, þá ætla ég að geta þess nú, að þeir hafa ekki skilið rótt milli- göngumennina. Enn fremur er af þess urn samanburði ljóst, að bæði Forest- ers og Mutual Rererve selja lífsábj-rgð- ina með hærra verði en hlutafélag gerir. En hvað liður svo hinu aðal-atriðinu, nefnilega þeirri trj'ggingu, sem þessi 3 félög hvert í sinu lagi hafa að bjóða al- menningi. Forester-félagið átti við srðastl, áramót nálægt $13,00 á móti hverri $1000 ábyrgð. Mutual Reserve átti að eins $11,17, en hlutafélagið $126. Hverjum skyldi sýnast þetta glæsilegt útlit fj*rir Islendinga? Masonic Mutu- al Aid of London, Ont., átti í sjóði 81. Desember 1893 $38,14 á móti hverri $1000 ábyrgð. nálega fjórum sinnum meira en Mutual Reserve heflr. en ekki voru liðnir 6 mánuðir þar til það félag valt út af, eins og svomörgum er vafa- laust minnisstætt. Hugsum okkur að þessi félög liættu að verða til; það j-rði hörmulega litið sem kæmi í hvers hlut, þegar til skiftanna kæini. Það mun máske margur spyrja hvernig á því standi, að Mutuai Be- serve-félagið skuli ætla að hækka gjald ið við meðlimi sína nú við byrjun næst.a árs, en það er mjög auðskilið. Fjárhagur félagsins stendur ekki upp á það bezta. en til þess að bæta úr skák- inni er þá þetta eina ráðið, enda hefir framkvæmdarvald félagsins lagalega heiinild til þess að liækka gjaldið bæði við gamla og nýja meðlimi. Flestir munu standa í þeirri mein- ingu, — af því almenningur veit svo lítið nema hvað agentarnír hafa að segja—, að þessi tvö félög, Foresters og Mutual Reserve standi á einkar traust- um grundvelli. en skyldi þá nokkur verða til að ímynda sér, að félögin hækkuðu gjaldið svona bara að gamni sínu? Nei, iangt frá. Þeim hefir báð- um verið ráðlagt, jafnvel skipað að hækka það af landstjórnanna hálfu, sem auðvitað veitir þessum félögum eftirlit og ber jafnframt velferð almenn- ings fyrir brjósti. Þessu til frekari sönnunar skal ég tilfæra nokkur orð eftir Mr. Pierce í New York, ssm er umsjónarmaður (Superintendent) lífsábyrgðarfélaga í því ríki. Hann segir svo nýlega í skýrslu sinni viðvíkjandi fjárhag Mu- tual Beserve-félagsins : "að af því að svo mikill ójöfnuður á sér stað í núver- andi niðurröðun á lífsábj-rgðargjöldun- um, þá ráðlegg óg að breyting verði undireins gerð og jafnframt hækkað gjaldið til þess að mæta þeim þörfum j félagsins sem er skilyrði fyrir lífi þess framvegis.” Áf því að Mr. Paulson tók sér það sérstaklega fyrirhendur að útskýra fyr ir almenningi hin sérstöku hlunnindi, sem sameignarfélög hefðu að bjóða fram j-fir það er hlutafélög gætu gert, þá skal ég í sambandi við það geta þess, að hver sá maður sem er búinrr að til- heyra einu hlutafélagi í 3 ár og greiða sín ákveðnu gjöld fj-rir sama tíma, og hann svo fyrir einhverja ástæðu liættir algerlega að borga, að þá eru honum þeir peningar ekki tapaðir. í stað þess, lxafl hann staðið í sameignarfélagi og sé hann nejddur til að hætta að vera með, að þá fær hann aldrei að sjá eitt cent af þeim peningum, sem hann hefir þó svo góðfúslega af hendi látið. Það eru, lög sameignarfélaganna, sem á- kveða þetta réttlæti. J. VKITT UÆSTU VBRDLAUN A HKIMSSÝNJNGUNN IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cregjn of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynslu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.