Heimskringla - 01.11.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.11.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKIÍINGLA 1. NÓVEMBER 1895. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. •• •• Verd blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til Islands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $1. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EOITOK. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P «. Box 305. yindur, og meiri vindur! Ef menn tryðu öllu, sem fréttir heita í dagblöðunum, mundu menn al- ment óttast að Bandaríkjamenn og Bretar vœru um það að leggja til or- ustu. Svo glæfralegar hafa verið frétt- irnar í öllum dagblöðum í landinu um undanfarinn hálfsmánaðartima, og enda ummælin í ritstjórnardálkum margra þeirra. Það eru að vísu nokkr- ar undantekningar, en alt of mörg Bandarikjablöðin láta eins og ef þeim væri ekkert kærara en stríð og styrjöld milli frændþjóðanna. Og svo gera þá mörg canadisku blöðin sér að skyldu að taka gagnstæða hlið í þrætunni og ausa á Bandaríkja-menn eins og Banda- ríkjablöðin ausa á Breta. Þó sem sagt eru nokkur þau blöðin, sem segja allan þennan vindbelging heimskulegan og sýna að þó ekkert væri annað mundu báðar þjóðir varast stríð vegna viðskift- anna, og viðskifti Breta og Bandaríkja- manna nema fullum þúsund miljónum dollars á ári hverju. Hvorttveggja þjóðin er verzlunarþjóð og mundi því hika við að fleygja hurtu arðinum sem þúsund miljóna verzlun hefir i för með sér. Þó sem sagt ekkert væri annað, þó hvorug þjóðin liti á frændsemina; á mentun sína, sem báðar stæra sig af og sem öll á að miða til að afstýra striði og styrjöld; á vilja sinna mestu og beztu manna um eining og samvinnu heimin- um öllum til góðs, eins og sá vilji er framsettur mánuð eftir mánuð í merk- um tímaritum beggja þjóða; á vilja þingmanna beggja þjóða, sem sent hafa hvorir öðrum til samþykta bænarskrá með fjölda undirskrifta og áskorun til stjórnanna um að semja um samvinnu og lagalegan úrskurð allra þrætumála, sem upp kunni að koma á milli þeirra; þó sem sagt hvorug vildi líta á þetta, þá samt mundi viðskiftaþörfin og verzl- unin aftra þeim, því, “að koma við “budduna” er að koma við hjarta þeirra,” segir einn nútíðar málsháttur beggja þjóða* Og þeir sem kunnugir eru ineðal-manni í hvorum þjóðflokkn- um sem er, þeir munu álíta þennan málshátt nokkuð nærri réttu. Aðal-belgingurinn er sprottinn af þrætu Breta við Venezuela-menn. Bandaríkjasr jórn hefir dregist inn í þá þrætu þannig, að Bandaríkjafélag hefir fengið leyfi hjá Venezuelu-stjórn til að vinna í gull-námum í þrætulandinu, reka þar verzlun, m. m. Þetta félag heimtar vernd Bandaríkjastjórnar og heldur því fram að Bretar hafi engan rótt til þessa þrætulands, en séu ber- -sýnilega að brjóta Monroe-regluna og að þarafleiðandi sé nauðsynlegt að sýna þeim að sú regla só ekki dauður bók- stafur. Út af bessu hafa stjórnirnar skifst á mörgum telegrafskeytum, en ekkert gengur. Bandai-íkjastjórn ]\efir leitast við að fá stjórn Breta til að sam- þykkja að þrætumálið sé sett í gerð og að hún svo hlíti úrskurði tilvonandi nefndar, en Bretar þverneita. Þeir þykjast hafa svo glöggan eignarrétt, að þar sé ekki um að villast og þessvegna ætli þeir einir að útkljá þrætuna við Venezuela-stjórn. Ráðherra Banda- ríkjanna á Englandi, Mr. Bayard, hefir verið sendur á fund Salisbury’s til að tala um fyrir honum og það einnig er t:l einskis. Þarviðsitur. Útaf þessu hefir spunnist ofsinn í Bandaríkjablöð- unum svo mörgum. Til þess svo lík- lega að vega á móti þessum blæstri, komst það upp um daginn að Banda- ríkjastjórn hefði í huga að láta smiða 2 herskip í Detroit. Og undireins ruku sum Canada-blöðin upp og sögðu frá því með stóru letri, að nú væri Banda- ríkjastjórn . ð rjúfa samninginn við Breta frá 1814, áhrærandi herskip á stórvötnunum. E[tki var það tiltæki betra en aðfarir Breta í Venezuela ! Ef þessvegna Bandaríkjamenn hef ðuástæðu til að herja áBretaútaf Venezuela-þræt- unni, þá höfðu nú Bretar ekki síðurá- stæðu til að herja á Bandaríkjamenn fyr- irþetta samningsróf. Það varþá jafnt á komið með þeim og strið þá undireins miklu síður umflýjanlegt! Það að visu er gegnstríðandi bókstaf samningsins. ef herskip verða smíðuð við stórvötnin, en ástæðurnar eru alt aðrar nú, en 1814. Þá var gert ráð fyrir að herskip, sem þar yrðu smíðuð yrðu brúkuð á stór- vötnunum, en þar iná ekki hafa nema * eitt Bandaríkja herskip. En nú má smíða hei skip við stórvötnin og senda þau svo til sjávar eftir Lawrence-fljóti og skurðunum meðfram því. Og Bandaríkjastjórn hefir nú látið þess getið, að það sé fyrirætlunin í þetta skifti. Þessvegna eru nú allar líkur til að Bretum sé sama hvert 2 herskip eða 20 verða smiðuð í Detroit, svo lengi sem þau fara fullgerð eða hálfgerð burt það- an út á haf, enda þótt bókstafur samn- ingsins leyfi það ekki. Stríðsvon útaf þessu samningsrofi er þessvegna lítil orðin, en þá er Venezuela-þrætan eftir. Þrætuland þetta liggur suðaustan- vert við Venezuela, á milli British Guiana og lýðríkisins. Alt til 1810 hét svæðið alt milli Amazon og Orinoco-ár- mynnanna: Guyana, og var sameiginleg eign Spánverja og Hollendinga. Árið 1811, þegar Venezuela-menn viðtóku stjórnarskrá sína sem lýðveldi, tóku þeir einnig eign Spánverja í Guyana- landinu undir sinn verndarvæng og vörðu eins og aðal-ríLið gegn Spánverj- um þangað til Spánverjar loksins við- urkendu lýðveldið og hættu ofsóknum — árið 1845. Guyana-landið var til skamms tima álitið lítilsvirði og þess- vegna hirtu Hollendingar ekki um að ákveða með lögum landamerki sín og Spánverja, en árið 1814 seldu þeir Eng- lendingum eign sína á þessum stöðvum, er síðan heitir “Brezka Guiana.” Eftir að lýðveldisstjórnin var ákomin leið ekki langt þangað til uppkomu landa- merkjaþrætur milli hennar og Breta, er til þessa hafa ekki fengist útkljáðar. I þrætulandinu er dalur all-mikill, er Yuruary-dalur heitir, og í honum fund- ust auðugar gullnámur árið 1879. Eft- ir gömlum uppdráttum Hollendinga var þessi dalur eign Englendinga, en þegar gullnámurnar fundust vildu Venezuela-menn alt annað en viður- kenna þá uppdrætti rétta. Það eru þessar námur, sem aðallega eru orsök í þrætunni á seinni árum. Árið 1887 fór í svo hart milli Breta og Venezuela- stjórnar, að öll stjórnmálaviðskifti þeirra voru upphafin um stund, alt út af þessari litlu landspildu, sem hvorug stjórnin hagnýtir til annars, enn sem komið er, en grafa gull úr sandinum í Y uruary-dalnum. Það er söguríkur landskiki þetta þrætuland. Það var þar, sem Columb- us fyrst. steig fæti á meginland Ame- ríku. Það var sumarið 1498, i þriðju ferð hans vestur um haf, að hann sigldi um Paria-flóann og upp eftir Orinoco- fljótinu lítinn spöl og steig svo á land þar sem nú er þrætuland þetta, sem frændþjóðirnar stóru eru að jagast um. Sem sagt er Venezuela lýðveldi og er stjórnarfyrirkomulagið sniðið eftir stjórnarfyrirkomulagi Bandaríkja, en er að sumu leyti frjálslegra, eða banda- minna. Hin sérstöku fylki eða ríki eru þar ekki eins háð samhandsstjórninni eins og þau í Bandaríkjunum, og for- setinn, sem kjörinn er til tveggja ára aðeins, er gjörsamlega sviftur neitunar- valdi. Eins og í Bandarikjum, er sam- bandsþinginu skift í efri og neðri deild og kýs alþýða neðri deildar fulltrúana til 4 ára þingsetu, en efrideildar þing- menn eru kjörnir á fylkja eða ríkja- þingum — einnig til 4 ára. íbúar lýð' veldisins eru nálægt 3 milj. talsins. Þó gullnámurnar í Yuruary-daln- um séu látnar heita aðal-ástæðan til þessarar eilífu þrætu, þá er það nú ekki svo þegar til alls kemur. Orinoco-ár- mynnið er efalaust aðal-keppikeflið, fyr- ir Bretum að minsta kosti. Vinni þeir sitt mál verður ármynnið innan þeirra landamæra. En það segja kunnugir menn að þeir sem hafi ármynnið til um- ráða, þeir geti haft tangarhald á öllum viðskiftum og verzlun í öllum fjórða Hardvara! Allskonar harðvara fyrir alla. Stærsta og bezta upplag af harðvöru og olíu í Cavalier, selt við mjög vægu verði. Vér höfum vörur sem allir þarfnast, og yfir höfuð allar þær vörur, sem mönnum getur dottið í hug að spyrja um, og sem tilheyra harðvöruverzlun, ásamt steinolíu, Etc. Heimsækið oss og skoðið vörurnar. Landi yðár, Mr. Chr. Indriðason, vinnur í búðinni. Gangið ekki framhjá. Gáið að yðar eigin hag. John E. Truemner, Cavalier, North Dakota. hluta Suður-Ameríku. Það er líklega þetta fremur en gullnámurnar, sem Bretar eru að hugsa um, þó gullnámur auðvitað séu æfinlega eiguleg eign. Það er miklu sæmilegri uppástunga fyrir frændþjóðirnar sem nú kemur frá Lundúnum, sú að Bretar og Banda- ríkjamenn sameini krafta sína til að skakka leikinn, sem nú er að byrja i Austurlöndum. Þaðan kemur sú fregn að Rússar séu búnir að binda Kínverja svo með peningaláni í skaðabætur handa Japanítum, að þeir hafi nú Kín- land alt í hendi sinni. Segir sagan að þeir hafi nú leyfi Kínverja til að gera Port Arthur (við Liao Tung-skaga) að rússneskri herskipastöð, að leggja járn- brautir um landið og norður til Vladi- vostok, svo að innanfárraárafáistóslit- in járnbraut frá Pétursborg austur til Port Arthur, sem ekki er nema stundar leið með járnbraut frá Peking. Undir þessum kringumstæðum munu Japan- ítar ekki vilja víkja úr Port Arthur kastalanum, en útaf fyrir sig geta þeir ekki staðið á móti Rússum, en treysta öllum fremur á fylgi og hjálp Banda- ríkjamanna og Breta. Stórblöðum Breta virðist og að kringumstæðurnar séu þannig að hvorki Bretar, Banda- ríkjamenn eða Þjóðverjar geti liðið að þessi samningur Rússa og Kína öðlist gildi. Hvað sem það kosti hljóti þessi ríki að gera þann samning ómögulegan. Stinga þau því upp á að þeir bræðrung- arnir Jón Boli og Jónatan gangi í fóst- bræðralag til að hjálpa Japanítum að halda Rússum innan sinna ákveðnu, lögmætu takmarka og segja það sæmra en að standa hver í annars hári útaf lít- ilfjörlegum þrætum í Suður-Ameriku. Hér sé að tefla um jafnan hag beggja. Hvorug þjóðin geti liðið að Kyrrahafið umhverfist í leikvöll fyrir herskip Rússa, en það verði þó tilfellið undir- eins og Rússar nái tangarhaldi á höfn- inni í Port Arthur. Yinnu-stríðin. Carroll D. Wright, formaður þeirrar stjórnardeildar í Washington, er höndl- ir um atvinnumál, hefir nú gefið út sina 10. ársskýrslu og er það sérlega fróðleg bók fyrir þá, sem vilja fræðast um atvinnumál Bandaríkja, vinnu- stríðin sífeldu, endalok þeirra og á- rangur. Tjónið sem af vinnustríðum öllum í ríkjunum hefir leitt á síðastl. 131 ári nemur meir en 8285 milj. Af þeirri upphæð koma nærri 895 milj. í hlut vinnuveitendanna, en yfir 8190 milj. er hlutur vinnufólksins. Þeirri upphæð liafa verkmennirnir tapað, en upp í það hafa þeir aftur fengið, sem gjafir og styrk úr félagssjóði á meðan vinnustríð- in hafa staðið yfir, alls nærri S13J milj. Hreint tap verkalýðsins er því samtals 8177 milj. Tala verkmannannanna, er þátt tók í þessum stríðum var rúmlega 4 milj. og er þá tap hvers eins að meðal- tali um 844, Verkalýðurinn bar algerðan sigur úr býtum í 43 af hverjum 100 þessum viðureignum. Að nokkru leyti sigr- uðu þeir i 10%, en biðu algert tjón í 47 af hverjum 100 viðureignum, — fengu þar engu framgengt af kröfum sínum. Verkmennirnir unnu þannig meir en helminginn af orustunum, en ef svo má að orði komast voru þær mannskæðari miklu orusturnar sem þeir töpuðu. Tala verkmannanna, sem báru hreinan sigur úr býtum, var 669, 992 ; tala þeirra, sem unnu sigur að einhverju leyti—fengu einhverju af kröfum sínum framkvæmt, var 318, 801. Samtals voru það því 988,793 menn, sem sigruðu að hálfu eða öllu leyti. Aftur á móti biðu 1.400,988 menn algerðan ósigur. Að töiurnar skiftast þannig má að líkum kenna stór orustunni í fyrra, sem E. V. Debs stýrði og sem fór svo hraparlega. Þó Wright fari yfir 13| ára tímabil í skýrslu sinni, talar hann mest um síð- astliðin 7J ár, enda vinnustríðin tiðust síðan. Elest hafa vinnustríðin átt sér stað, eftir upptaldri röð hvað fjölda snertir, í ríkjunum : Ulinois, New York, Pennsylvanía, Ohio, Massachu- setts. Orsakir til vinnustriðanna voru: neituu vinnuveitendanna að hækka laun manna sinna, í 25 af 100 tilfellum ; neitun um að stytta vinnutímann, í 13 af lOOtilfellum, og ákvæði vinnuveit- endanna að setja niður vinnulaunin, í 8 af 100 tilfellum. Otaldar eru þá orsak- irnar til 54 af hverum 100 vinnustríð- um, en þær voru ýmsar, þó ef til vill flestar sprottnar af löngun til að hjálpa félagsmönnum, sem í einhverjum öðr- um stað höfðu hafið vinnustríð. Um “Kindergarten skólana skrifar Islands- og Islendiuga-vinurinn George Wilson í Missouri, 21. Október á þessa leið: “Það bar svo til í morgun, að ég var að hugsa um fyrirkomulag “Kin- dergarten”-skólanna og kom þá í hug, að likast væri að með þessari kennslu- aðferð væri að eins endurvakinn sá sið- ur forn-Norðmanna, að kenna æsku- lýðnum íþróttir. Undir öllum kring- umstæðum er andinn sá sami og sá er í fornöld knúði Norðurlandamenn—for- feður vora—til að byrja að uppfræða börn sín svo snemma og veita þeim það, sem menn nú á timum kalla ment- un. Þér minnist þess eflaust, að í einni sögunní er maður að segja frá í- þróttum sínum og stærir sig af því jafnframt að hann kunni að lesa rúna- letur. Að ungmennin hafi þegar- á barnsaldri byrjað að nema íþróttir er auðráðið af því, að piltarnir voru orðn- ir stríðsmenn þegar á 12 til 15 ára ald- ursskeiði. Hvort Norðmenn byrjuðu á íþróttakenslunni jafnsnemma og Froebel gerir, það er nokkuð sem ekki ve rður komist eftir með nokkurri vissu En vist er það, að Norðmenn yfir höf- uð að tala voru ekki langlífir, og af því enn fremur, að þeir svo ungir voru orðnir færir aðbera vopn, má geta til að þeir hafi snemma byrjað að æfa sál og líkamabarnanna”. “í þessu sambandi má geta þess, sem eftirtektaverðrar tilviljunar, að nafn mannsins—Froebel—sem viður- kendur er höfundur Kindergarten-skól- anna, er sett saman af tveimur orðum og að annað þeirra er islenzkt, orðið “froe”. “Það er fátt gott og gagnlegt í þjóðlífi nútímans, sem ekki þektist í einhverri mynd meðal forfeðra vorra á Norðurlöndum. Að íþróttakenslan hafi mátt þoka fyrir kristninni og að lykt- um glatast og týnzt vegna misskiln- ings á kenningum kristinna fræða, er ekki ólíklegt. Mönnum var kent að forsmá líkamann og hugsa um hann eins og “auðvirðilegan leir”, er ákjós- anlegast væri að losna við sem allra fyrst.” Hið • einkennilega er, að eftir að hafa gruflað í þessu um stund opnaði ég meðal annara blaðaböggla eintak mitt af Hkr. og varð þá fyrst fyrir mér grein yðar um “Kindergarten”-skól- ana. Smj örgerðar-skóli verður haldinn hér í Winnipeg í vetur, undir forstöðu umferðakennara fylkis- stjórnarinnar i smjör- og ostagerð — hra. C. C. Macdonalds. Er fyrirætlun hans að skólinn byrji undireins eftir nýár og haldi áfram til Marzmánaðar- loka. Að deginum til verður skólinn virkileg vinnustofa—nokkurskonar fyr- irmyndarbú, þar semsýnd verður smjör og osta gerð í sinni fullkomnustu, ný- ustu mynd. Á kvöldin flytur Mac- donald og ef til vill fleiri fræðimenn í þessari grein búnaðarins fyrirlestra um þessi efni. Kenslan verður veitt nemendunum ókeypis alveg. Eini kostnaður nemend- anna er, að kennarinn heimtar að karl- menn. sem skólann ætla að sækja, kaupi sér hvítan búning til að vera í um skólatímann, og stúlkurnar, sem skólann sækja þurfa að hafa hvíta svuntu með speldi upp á brjóstin og hvíta húfu. Þetta verður einkennis- búningu'r nemendanna og þess vegna er þetta framtekið. Áskilið er og að þeir sem gerast nemendur haldi áfram nám- inu skólatíman út. I Aprílmánuði verður gert yfirlit yfir alt sem gert hefir verið á skólatím- anum og að því yfirliti loknu verða nemendurnir að ganga undir próf. Verða þeir að standast eitt munnlegt og eitt skriflegt próf áður en þeir fá vitnis- burð frá kennaranum. Umferða-kennararnir í smjör- og ostagerð hafa gert mikið gagn á tveim- ur undanförnum sumrum, en ef menn hagnýta þennan fyrirhugaða skóla eins og skyldi, þá verðurhann fylkisbúum gagnsmeiri á einum vetri, en tilsögn umferðarkennaranna í 3—4 sumur. Á sumrum er tilsögnin að eins augnabliks löng, að heita iná, á hverjum einum stað, en hér verður hún [framhaldandi viku eftir viku. Þeir, sem ganga á skólann dag eftir dag, hlýða á orð kennarans og vinna verkið eftir fyrir- mælum hans, hljóta að læra alla að- ferðina. Á þann veg útbreiðist þá þekking í þessum efnum í þeim hlutum fylkisins, sem umferðakennararnir enn þá ná ekki til og þar vitanlega er þörf- in brýnúst á umbótum í smjörgerð. íslenzkir bændur í fylkinu, einkum þeir sem gera ráð fyrir að stunda gripa- rækt fremur en kornrækt, ættu að grípa þetta tækifæri og senda efnilega unglinga, bæði pilta og stúlkur á þenn- an skóla. Kostnaðurinn er ekki tilfinn anlegur. Það eiga margir einhverja kunningja, ef ekki ættmenni í bænum, sem með glöðu geðu mundu ljá nem- endum húsaskjól, aðgang að eldavél o. s. frv., gegn lágri borgun, eða selt fæði með vægu verði, ef þess væri æskt og tekið kjöt og smjör, sem þyrfti til heim- ilisins yfir vetnrinn upp í borgunina fyrir fæði og húslán. Ef bóndinn, sem eitthvað ofurlítið leggur i sölurnar til að læra fullkomnustu aðferðina viðsmjör- gerð, getur fyrir það þokað hverja sínu smjörpundi upp svo nemur 2—4 centum eða meir, þá líður ekki langur tími til þess hann fær sinn tilkostnað endur- goldinn, og það margfaldlega. Þessi skóli er stofnsettur fyrir bændalýðinn eingöngu og er þá líklegt að bændalýðurinn sýni að hann meti viðleitnina með því, að senda viðunan- lega marga nemendur. Og það er von- andi að Islendingar eigi þar fyllilega sinn tiltölulega skerf af nemendum. Kóleru lækning. Fyrir þremur árum fór þýzkur læknir, Haifkine að nafni, til Indlands í þeim tilgangi að reyna bólusetning gegn kóleru, í svo stórum stil, að eng- inn efi gæti verið á því hvort meðalið væri gagnlegt eða ekki. Undir umsjón brezkra lækna hefir hann nú bólusett yfir 40,000 manns í þeim 5 héruðum á Indlandi, sem aðallega virðast vermi- reitur kóleru í landinu, Hvern mann verður hann að bólusetja tvisvar, ef að gagni á að koma. fyrst með undir- búningsefni, sem eftir á að geta 10 daga hefir búið líkamann undir verkanir að- alsóttvarnarefnisins. Eftir að hafa bólusett 42,445 manns neyddist dr. Haffkine til að leggja árar í bát og hverfa burt af Indlandi. Heilsa hans bilaði gersamlega svo að hann varð að hætta að hálfnuðu verki. Sjálf- ur hefir hann ekki birt nokkrar skýrsl- ur um árangurinn af störfum sínum, en brezku læknarnir á Indlandi hafa gert það lítillega. Sú skýrsla þeirra er ófullkomin mjög, þar eð hún nær að eins yfir borgina Calcutta. Þar höfðu verið bólusettir að eins 1860 mnuus, og annarsstaðar voru verkanir sóttvaruar- meðalsins ekki raunsakaðar. I Calcutta kom kólera upp i sumar í 36 húsum alls, er höfðu að geyma 516 manns. í flestum þessum húsum höfðu einhverjir verið bólusettir, sumir tvisvar, en sum ir ekki nema einu sinni—því lækninum entist ekki heilsa til að fullgera fyrirsett verk. Nú sýnir skýrsla læknafélags- ins í Calcutta, að af þeim sem ekki höfðu verið hólusettír sýktust 13;47% og 11.6% dóu. Af þeim sem einusinni höfðu verið bólusettir, sem fengið höfðu að eins undirbúningsefnið, sýktust og dóu 2.2%. En í flokki þeirra sem tvisv- ar höfðu bólusettir verið, sem fengið höfðu fullan skamt af sóttvarnarefninu sýktist ekki einusinni einn einasti. í fyrstu var hinum brezku læknum illa við tilraunir Haffkines og vildu helzt ekki leyfa þær, en er þeir sáu hve varkár hann var og það, að engum manni varð hið minnsta meint við bólu- setninguna, fóru þeir að gefa störfum hans gaum og eru nú áfram um að halda bólusetningunni áfram og eru enda byrjaðir þar sem hann hætti. Þeg- ar kólara kom upp í Calcutta óttaðist læknafélagið sérstaklega ákveðinn hluta í útjöðrum borgarinnar og sendi það þegar lækna til að bólusetja fólkið. í- búatal þess húsaþorps var rétt 200, og af þeim .leyfðu 116 bólusetninguna, en 84 vildu ekki reyna hana. Svo kom kólera, þrátt fyrir allar varúðaregl- urnar, en ekki einn af þessum 116, er hólusettir voru, sýktust. En af hinum 84 sýktust 10 og 7 dóu. Þessar tilraun- ir og þessar athuganir í Calcutta hafa nú fullvissað flesta lækna á Indlandi um ágæti þessarar uppfindingar og munu þeir nú halda tilraununum kapp- samlega áfram og um leið athuga sýk- ina svo vel hvervetna, að ekki verði hægt að segja tilviljun og bólusetning- unni þakkalaust, að þessi maður slepp- ur við sýkina, en ekki hinn. Víst er það, að læknarnir á Indlandi eru HaS- kine lækni eins meðmæ’tir nú, eins og þeir voru honum andvígir og óþjálir firir þre.uur árum síðan. Vodalegur haski. Uppáhalds-tími óvinarins. Gigtveikir lmíga í moldu á hverjum degi. Paines Celery Compound er óyggjandi og fullkomin lækning við gigtveiki. Eruð þér einn af hinuin fjölmenna flokki gigtveikra ? Sé svo, þá takið ráð í tíma. Þetta er tími sá, sem hættuleg- astur er öllum þeim. sem þjáðir eru af gigtveiki. Nú þegar fer ótti og kvíði um flokka hinna þjáðu og fötiuðu. I dag gleðjast þeir við sólskinið, en á morgun og næstu dagana á eftir munu hinir köldu og saggasömu og nístandi vindar steypa yfir yður örvæntingu af kvölum og brennandi sársauka. Megið þér við því, að þola allar þess- ar kvalir, sem geta gert út af við yður á hverju augnabliki ? Megið þér við þvi, að vera að gera tilraunir með alls- konar gagnslausum meðulum, þegar þér þekkið Paines Celery Compound og furðulækningar þær, sem meðal það hefir unnið ? Ef að þér metið líf yðar nokkurs, þá skuluð þór þegar í dag reyna hið eina meðal undir sólunni, er etur læknað vanlieilsu yðar. Hver ein aska af_ Paines Celery Compound er fu!l af lí'gaudi og endurnærandi kiafti- Það getur ekfei brugðizt við sjúkdóm yðar. Vér ábyrgjumst yður heilsuna. Hvaða betra loforð getið þér heimtað? Vinir yðar og nágrannar hafa læknast af Paines Celery Compound. Margir þeirra áttu þó við kvalir að búa árum saman og dugðu engin meðul, en loks unnu þeir sigurinn með Paines Celerý , Compound. Og ef að þérfarið nú straX og fáið það meðal, þá munuð þér einn- ig bráðlega fá heilsuna og þróttinn og vinna fullkominn sigur. O. STEPHENSEN, M. D* Jafnan að hitta á skrifstofu sinn> (Isabel Str., aðrar dyr fyrir norðan Col* cleugh’s lyfjabúð) dag hvern kl. 9—H m.,2—4 og 7—9 e. m. Telephone 346- Næturbjalla er áhurðinni. ÍSLF.NZKR LÆ.KNIR I)R. M. HALLD0RSS0N, Park River — N. Dak.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.