Heimskringla - 08.11.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.11.1895, Blaðsíða 1
IX. ÁR. WINNIPEG, MAN., 8. NÓVEMBER 1895. NR. 45. Lestu þetta! Kaupendur Hkr. í bænum, sem enn liafa ekki borgað skuld sina við prentfélagið, eru nú vinsamlega beðnir að draga það ekki lengur. Það hafa allir meiri og minni peninga-ráð um þetta leyti árs og þessvegna hugsunar- leysi fremur en getuleysi að kenna, ef menn ekki borga nú. Þó upphæðin sé smá hjá hverjum einum. þá er upphæð- in sem prentfélagið á útistandandi stór, stærri miklu en það þolir. Látið nú ekki lengur dragast að borga oss eitthvað — alla skuldina ef unt er, ef ekki alla þá helminginn, ef ekki helminginn, þá fjórðunginn. Sýnið lit að borga, sem flestir. “Margt smatt gerir eitt stórt.” FRÉTTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAGr 1. NÓVEMBER. Leon V. A, Bourgeois heitir hinn nýi stjórnarformaður Frakka. Hann kunngerði Faure forseta það x gærkveldi að hann tæki að sér formensku stjórn- arinnar, en ekki hefir hann enn fengið alla samvinnumenn sína. St. Paul-menn eru eindregnir með því að efnt sé til stór-sýningar í grend við “tvíburana” — St. Paul og Minne- apolis, og vilja að hún fari fram 1 fyrsta lagi sumarið 1897 og í seinasta lagi sum- arið 1900. Erindreki páfans í Bandaríkjum, Satolli, hefir verið veitt kardínála nafn- bót. Nú þykir fullsannað, að Ferdinand fursti í Belgíu sé seldur Rússum með húð og hári. Sönnunin er sú, að hann kvað hafa ákveðið að skira son sinn upp grísk ka,þólska trú. Jarðskjálftavart varð i gær i Clfica- go, St. Louis og mörgum öðrum stöð- um í Mississippi-dalnum. LAUGARDAG 2. NÓV. Gjöld Bandaríkjastjórnar voru milj. meiri en tekjurnar í síðastl. Okt. Bourgeois-ráðaneytið franska er nú fullgert og er þannig skipað, að það hef- ir fylgi sósíalista ef ekki í öllu þá að nokkru leyti. Óeirðir í Tyrklandi aukast dag frá degi. Úr öllum áttum ríkisins berast fregnir um uppreístarsamsæri gegn yfir- völdunum. Venezuelamenn eru sannir orðnir að sök í að myrða brezka þegna bæði á sjó og landi þar syðra. Hafa þeir leikið það í alt sumar og enda lengur, en manndráp urðu ekki sönnuð á þá fyr en Jam*B K. yicholaon. Nærri ótrúlegt. Mr. Jos. E. Nicholson, Florenceville, N. B., þjáðist í sjö ár af krabbameini í vörinni og batnaði af AVCD’Q Sarsa r\ T L_ll O parilla. Mr. Nicholson segir : “Eg fór til lækna, sem gáfu mér meðöl, en það hafði enga þýðingu, krabbinn fór að grafa um sig og færðist út á kinnina, og þannig þjáðist ég í heil sjö ár. Loks fór ég að brúka Ayer’s Sarsaparilla. Innan viku fann ég á mér töluverðan bata. Við þetta ók mér kjarkur svo ég hélt áfram, og eftir mánaðar tima var sárið á kinninni á mér farið að batna. Eftir þrjá mánuði fór vör- in að gróa, og eftir 6 mánuði voru öll einkenni sjúkdómsins horfin.” AYER’S SARSAPARILLA HIN EINA Á SÝNINGUNNI. Ayer’s Pills lækna (innýflin. núna í vikunni. Strandvarnaxskip þeirra skaut þá að ástæðulausu á varnarlaust seglskip brezkra þegna og féll þar skip- stjórinn. Svo þykir mönnum sem eitthvað sé hæft í fréttunum áhrærandi samvinnu Rússa og Kínverja. Það er ætlun stór- veldanna, að samkvæmt heimuglegum samningi, séu nú Kinverjar bara skjól- stæðingar Rússa. Svo óálitlegar þykja ástæðurnar, að Þjóðverjar, eins og Bretar, hafa sönt skipun til Asíuflota sins að safnast saman á 2 hafnir við Kínland. MÁNUDAG 4. NÓV. Þrír morðvargar voru fundnir dauðasekir á laugardaginn : Theodor ú. W. DurrantíSanFrancisco,kvenna- tnorðingi; H. H. Holmes i Philadelphia, karla, kvenna og barna-morðingi; og C. F. V. Shortis í Beauharnois í Quebec- fylki, er þar myrti 2 menn í vetur er leið. Steinolíu-einvaldurinn J. D. Rocka- feller gefur Chicago-háskólanum S3 milj. til. Áður hafði hann gefið honum S4| milj., svo að nú hefir hann einn gefið þessari mentastofnun S7J milj. Þau skilyrði fylgja að formenn háskólans útvegi sér 82 milj. frá þessum tíma til aldamóta, frá öðrum gefendum. Til- gangur Rockafellers er að gera Chicago- háskólann hina fullkomnustu menta- stofnun í heimi. Nýjar og merkar kolanámur eru fundnar á Nýfundnalandi, fram með járnbrautinni, sem verið er að byggja suðvestur um eyna frá höfuðstaðnum, St. Jolms. Kristniboðar í Tyrklandi eru sagð- ir í háska. — Soldán svo hræddur um líf sitt, að hann hefir beðið Breta um vörð. ÞBIÐJUDAG 5. NÓV. Blaðið “Post” í Birmingham, mál- gagn Jos. Chamberlains, útríkja ráð- herra Breta, kærir Þjóðverja fyrir magnað undirferli. Segir þeir séu að vinna að því að allar Norðurálfuþjóðir snúist á móti Bretum. af því þeir neiti að ganga í bandalag með þremenning- unum: Þjóðverjum, Austurríkísmönn- um og ítölum. Ennfremur að þeir sé óbeinlínis valdir að kristniboða morðun- um í Kína og að þeir nú séu að spana menn upp á móti Armeníu-mönnum og gera ónýtar tilraunir Breta að hjálpa þeim. Eftir að heyra liverju Þjóðverj- ar svara. Ríkiskosningar fara fram í dag í 12 ríkjum Bandarikja og í einu Territory — Utah. Kjörnir verða Governors og aðrir embættismenn. Cleveland Bandaríkjaforseti hefir skipað 3 manna nefnd til að rannsaka hvert tiltækilegt er að gera örugga haf- skipaleið frá stórvötnunum til sjávar. í nefndinni eru : J. B. Angel, Michigan; J. E. Russell, Massachusetts og L. E. Cooley, Illinois. Eiga þeir að vinna með samskonar nefnd, er Canadastjórn skipar, en sem ekki er búið að skipa ennþá. Beaver-linan vill fá 825,000 styrk úr ríkissjóði til að koma á stöðugum gufuskipaferðum á vetrum milli St. John N. B. og Liverpool. MIÐVIKUDAG 6. NÓV. Marlborough-Vanderbilt-brúðkaupið, sem mest hefir verið talað um, fór fram í dag í New York. Þar fær her- toginn 815 milj., en Miss Vanderbilt tit- ilinn hertoga-inna og kastalann Blen- heim, sem hefir að geyma 200 herbergi, og landeign sem nemur 2700 ekrum. Þurlega var því tekið i gær, liinu nýja radikala ráðaneyti Frakka, er í þingsalinn kom. Sem stendur er talið að ú'lgjendur þess á þingi séu aðeins 160, en andvígismenn nær 400. Nýlega hertóku 1200 uppreistar- menn á Cuba 64 spænska hermenn, er vörðust svo vel, að eftir að hafa bundið sár þeirra og haldið þeim veizlu voru þeir beðnir vel fara og foringi uppreist- armanna faðmaði og kysti foringja Spánverja að skilnaði. Hefir þetta mjög aukið veg uppreistarmanna. Repúblíkar báru sigur úr býtum víðast hvar í ríkiskosningunum í gær. í New York-borg unnu demókratar mikinn sigur, en í New York-ríki, utan borgarinnar, unnu repúblíkar með 100,- 000 atkv. mun. FIMTUDAGINN 7. NÓV. Eldsvoði í gær í New York ; eigna- tjón $1 milj. í Decatur, Ulinois; eigna- tjón 8J milj. 415 skip fóru um canadiska “Soo”- skurðinn í Október, er báru rúmlega \ milj. tons af vörum. Gufukatlar sprungu og sprengdu i loft upp prentstofu blaðsins “Journal” í Detroit í gær. Um 50 manns slösnð- ust og 14 eru funduir dauðir í rústun- um, Eignatjón 860.000. Repúblikar Unnu sigur hvervetna í fyrradag nema í New York-borg og náðn á sitt band 2 ríkjastjórnum, sem oftast hafa verið demókrata megin—í Maryland og Kentuckee. Sögur um hungursneyð berast frá Nýf undnalandi. Lásuð þið það ? Já, lásuð þið það. sem J. sagði í síðasta bl. Hkr. “um lífsábyrgð”, ef svo var skilduð þið þá tilgang höfund- arins, og trv'iðuð þið því sem fram var borið ? Eg efast ekki um að rétta svarið upp á þessar spurningar verði allvíða játandi, sökum þess, að margir lesa alt sem í blöðunum okkar stendur, ilt og gott, sumir skilja mai’gt af því, sem á annað borð er skiljanlegt, og ajlnnlega verða fleiri eða færri til að trúa því, sem jafnvel gersamlega engin sann indi felast i. Það er líka hins síðast- nefnda atriðisins vegna, að öll ósann- indi blaðanna eru í rauninni svaraverð, ekki lýginuar sjálfrar vegna, heldur þeirra sem lesa hana, og hinna sömu ástæðu vegna er það, að ég vil leyfa mér að fara fáum orðum um áminnstu greinina eftir J. Greinin fjallar ofurlítið um nokkra andmarka er höf. finnur á tveimur lífs- ábyrgðarfélögum, sem íslendingar hér í landi hafa sérstaklega aðhylzt, nefnil. “The Mutual Reserve Fund Life Asso- ciation” og “The Indipendent Order of Foresters”. Hvað viðvíkur hinu fyrrnefnda félaginu, þá mun ég ekki mikið jagast við höf, um skoðanir hans á því, sökum þess að annar maður, sem er félaginu kunnugri en ég og enda vanari að ræðajnm þesskonar málefni, hefir aðlikindum tök á að sýna fram á, hvers virðiástæður J. eru um það efhi. Það er vonandi að Mr. W. H. Paulson láti til sín heyra þegar honum finst stundin til þess komin. Enþaðerfyr- ir hönd Foresrer-félagsins að ég vildi mega benda þeim, sem hafa verið nógu ókunnir, eða nógu trúgjarnir á það.sem Mr. — eða Mrs. J. — hver veit hvers- kyns J. er ?—segir alveg að ástæðu- lahsu. Hvað sem því liður, hvort Mr. W. H. Paulson trúir því, að “þessi tvö fé- lög selji lífsábyrgð við lægra verði” en önnur félög” (sem ég efast öldungis ekki um að hann geri), þá er það eitt vist, að ég trúi því og veit það ofur vel, að þau eru bæði billegri en flest önnur félög, þótt auðvitað Foresters-félagið selji ábyrgðina við enn þá lægra verði, og það svo allmiku nemur. Hlægilega vitlausa(nn) gerir J. sig með töflunni um tillaga samburðinn í blaðinu. Þar er talað um að ársgjald meðlims, er gengur í Forestersfélagið 59 * ára só 34 dollars. Árstillag 59 ára gamals umsækjanda er auðvitaö ekkert af þeirri einföldu ástæðu, að enginn er tekinn í félagið cldri en 55 ára. Enn fremur eru hin tillögin rangt tilfærð. T. d. segir J., að þrítugum manni beri aðborga 812,78 ** um árið í stað þess, að hann á að borga $12,64 o. s. frv.1 Enn fremur segir J., að þessi (vit- laust tilfærðu) gjöld “beri mönnum að borga til dauðadags” ! Að því er snert- ir Forestersfél. er það ósatt, nema J. sé búin(n) ad fá vitneskju um það, að enginn meðlimur þess íélags nái aldurs- takmarki því, sem lög fél. setja, fyrir gjald-tímabilinu. Það nefnil. þarf eng- inn að borga eitt cent eftir að hafa náð 70. aldurs ári. heldur þvert á móti get- ur hann þá sjálfur farið að draga lífs- ábyrgðarféð aftur : eitt hundrað dollars af hverju þúsundi sem hann er trygður fyrir, á ári þangað til ábyrgðin er öli út tekin, ef honum endist aldur til. Með þvi að borga ofurlítið aukagjald árlega, getur meðlimur meira að segja fengið ábyrgðina greidda sjálfum sér að fullu nokkrum árum fyrr, og þá alla í einu. Forestersfélagið (segir J.) átti við síðustu áramót nálægt $13.00 (sic !) á móti hverri 1000 doll. ábyrgð, en Mutu- al Reserve Fund að eins $11.17, enhluta- félagið $126”. J. skal ævinnlega verða heimilt að fá að lesa hjá mér “The In- dipendent Forester” (mánaðarrit félags- ins) fyrir September síðastl. og sjá með eigin augum hvað þessi staðhæfing um efni félagsins er fjarri sanni. En fremur : Hvaðan hefir J. sönn- un fyrir því að Forestersfél. hafi verið *) Þetta er stafvilla, en ekki sök höf. Hann reit töluna 50, eu ekki 59, eins og reyndar er auðséð af hinum tölunum, sem hlaupa á 5 og 10 í fram haldandi röð. Ritst. **) Þetta er misskilningurhjá hin- um heiðraða höf. Taflan í blaðinu seg- ir að hlutafél.gjaldið sé $12,78, en For- * estersgjaldið $12,64, Ritstj. stcipað að hækka tillög * félagsmanna, og það að félagið standi ekki á traust- um grundvelli? Brot úr bréfi til Hon. William A. Fricke. Commissioner of Insurance dags. 18. Júní þ. á. að Madison, Wis- consin, bendir meðal annars á nokkuð annað : “......í find that the methods of loaning the funds of the Order are con- ducted in a conservative and business- like manner, and have no hesitancy in saying that so far as my examination is concerned, I believe the Order to be as trustworthy and reliable as any simi- lar Order doing business in this Coun- try.” Yours very truly W. H. Mylrea Attorney General. Þetta bréf heilt, og margar fleiri sannanir fyrir þvi, að félagið sé traust og áreiðanlegt í alla staði, getur J. með eigin augum séð í “The Indipendent Forester” hjá mér, ef þess er óskað eða —ef til vill á sinu eigin heimili ? Ástæðuna fyrir staðhæfingunni um óstyrk fél. gæti verið heppilegt íyrir J. að lesa yfir aftur í nefndu mánaðarriti fyrir Sept. þ. á., bls. 90, o. s. frv, Skeð gæti að J. kæmist þá að því, að þessi staðhæfing væri eitthvaðsvolitið meing- uð misskilningi. Það er undarlegur hugsunar þráð- urinn, sem tengir saman grein J. yfir höfuð. Hver getur t. d. skilið eða— jafnvel trúað blint og skilningslaust, að ef hlutafél. sem um er rætt hefði grætt svo á fáum árum (því naumast er hér um gamalt félag að ræða), að það ætti 126 doll, en Mutual Reserve $11,17 og Forestersfélagið að eins nálægt 13 doll. til að mæta hverju 1000 lífsábyrgðar, — að þetta hlutafélag væri svona miklu ríkara, af því að inntektir þess væru svo miklu minni en hinna félaganna ! Sannleikurinn er að hin algengu hlutafélög eru miklu dýrari. Tökum t. d. London Life. sem nú er að verða kunnugt meðal íslendinga. Það félag selur barna lífsábyrgðir, nokkuð sem talsverðar tilraunir eru gerðar til af ýmsum hinum beztu leiðandi mönnum, að fá bannað raeð lögum. Það félager ekki hið dýrasta af hlutafélögunum. í því félagi þyrfti þó t. d. maður, sem er 30 ára að aldri, að borga $11.60 árlega aila lifstið fyrir $500 ábyrgð, eða $28,20 fyrir þúsundið : Rétt að segja helm- ingi meira en Forestersfélagið! Skyldi ekki jafnast upp með þessum gjöldum liðlega það sem lysthafendur þurfa að borga fyrir læknisskoðanir við inn- göngu í Forestersfélagið eða Mutual Reserve ? Þá mætti og taka tillit til þeirra hlunninda, som hvert félag veitir með- limunum. T. d, gefur London Life ekki neinum neitt nema ábyrgðarpen- ingana undir neinum kringumstæðum. En Forestersfélagið gefur fyrir þetta á- kveðna gjald: 1. lifsábyrgðarpening- ana og þar að auki sem sjálfsagt: 2. Slysaábyrgð, 3. fria læknishjálp, 4. ó- keypis sjúkra-umönnun, 5. árlega end- urborgun, er nemur 10% af allri lífsá- byrgðarupphæðinni (eins og áður var getið), og með litlu árlegu aukagjaldi : 6. endurborgun alls ábyrgðarfjárins eftir vissan árafjölda—til ábyrgðaihafa sjálfs. Sjáið þið muninn? I þeirri von að þurfa ekki að neyð- ast til að lirekja framvegis staðhæfing- ar J., sem alveg átyllulaust þvaður, get ég ekki annað en dáðst að því, hve ánægjulegt það er fyrir félag. eins og t. d. Forestersfélagið í þetta sinn, þeg- ar einhver vilhallur náungi reynir að kasta skugga á það, getur reyndar fátt sagt sem likur séu til að almenningur trúi, en—svo reynist alt þetta fáa hel- bert bull og ósannindi án undantekn- ingar. Winnipeg, 8. Nóv, 1895. J. Einarsson. *) Forestersfélagið hefir heldur ekki hækkað tillagið nema lítið eitt við menn, sem ganga í félagið framvogis og komnir eru þá yfir 40 ára aldur. but don’t try to patch up a linjrering cough or cold by trying •xperuncntol remedies. Take PYNY-PECTORAL and relief is certain to follow. Cure* the most obst inatc coughs, colds, sor« throats, in fact every form of throat, lung or bronchial innammation in- ducod by cold. Lartfe Uottle, »5 Ceut& Vertú i hopnum 1 DAG, með mannþyrpingnnni. sem sækir að búð vorri til að sannfærast um hina makaiausu prisa, sem vér nú bjóðum öllum sem inn koma. Yér erum að hætta að verzla og vörabyrgðirnar miklu, karlmanna, unglinga og drengja vetrar yfir- hafnir, alklæðnaðir karla, unglinga og drengja, og alt sem að vetrarbúningi lýtur er líka óðum að sjatna. Klæðnaður með því verði sem vér nú setjum á liann, situr ekki lengi óseldur. Hann flýgur út með rétt yfirgengilegum hraða. Erum áreiðanlega að leggja niður verzlun. Hvað segir skáldið : “Undandráttur einatt má Auðnu þáttinn slíta.” Og þeir slíta hann áreiðanlega, sem ekki koma í búð ,vora nú, á meðan nóg er úr að velja. Það er auðráðin gáta, að vörumar endast ekki lengi, þegar menn athuga, að hjá oss fer nú hvert dollars virði á 40, 50 og 60 cents. Þar til vér höfum umhverft öllum voram miklu fatabyrgðum í peninga. nr. Joseph Skaptaso vinnur í búðinni, og væri honum stór á- nægja í að spara löndum sínum nokkra dollara, er þeir þurfa að fá sér föt eða eitthvað er til klæðnaðar heyrir. Komið inn og spjallið við hann. Búðin til leigu. - - - Hyllur og skápar til sölu. Walsh’s Glothing House 5«5 og 517 Main Str. Heilsulaus. MERKILEG SAGA AF KONU EINNI í QU’APPELLE, N. W. T. Sárþjáð af höfuðverk og matarólyst. þreytu og áreynslu.—Svefnleysi bættist svo ofan á alla aðra ve- söld hennar. The Vidette, Qu’Appelle, N. W. T. Um alt þetta ríki eru þúsundir kvenna, sem jafnan eru heilsuveilar. annaðtveggja af óhappa tilfelli eða of mikilli áreynslu. Það er gleðiefni þess- um sjúklingum að vita, að nú er það meðal þekt, sem læknar þessa kvilla, og gerir manninn hraustan á ný. Það eru margir af lesendum vorum, sem þekkja hina starfsömu, þrekmiklu, greiðasölukonu, Mrs. Cargo, en vita ekki, að fyrir hálfu öðru ári síðan var hún svo heilsulausc að lítil von þótti um afturbata hennar. Hún að eins klædfiist, en veslaðist upp dag af degi. Meðal annara Lrankleika lagðist svefn- leysi mjög þungt á hana. Það ásamt höfuðverk og of þreytu ætlaði að alveg að gera út af við hana. Ýms meðul voru reynd, en alt til einskis og vænti engin henni lifs. Um síðir var henni ráðlagt að reyna hið heimsfræga meðal —Dr. Williams Pink Pills for Pale People. Mrs. Cargo segir sjálf, að eftir svo marg-mishepnaðar tilraunir með meðöl hafi hún haft sárlita trú á þeim. En ekki hafði hún lengi brúkað Pink PÍlls áður hún fann vott um bata og matarlystin, sem að mestu var horfin, jókst, og varð það til þess að kveikja nýtt vonar ljós. Maður hennar tók fljótt eftir þessari breytingu til batnað- ar og var svo fengið meira af Pink Pills og nákvæmlega brúkaðar samkvæmt fyrirsögn. Henni batuaði óðum, og liélt hún áfram að brúka pillurnar frá því i Janúar þar til í Marz, og hafði hún þá þyngzt um þrjátiu og sjö pund og albata orðin ; hefir ekki kent þeirrar veiki síðan. Mrs. Cargo segist ekki geta hrósað Dr. Williams Pink Pills eins og þær eiga skilið. og vill að sem flestir fái að vita, sem líða af sömu veiki og hún, hversu vel þetta ágætis meðal læknaði hana. Spilt blóð og veiklaðar taugar, er eitt hið hættulegasta sem heimsækir menn, og ættu allir sem illa eru til reika af þeim sjúkdómum að reyna Dr. Williams Pink Pills. Ekkert meðal hefir náð eins miklu áliti al- mennt eins og Dr. Williams Pink Pills, og verðskulda lof það sem þær hljóta. Þær lækna afleysi, riðu, mjaðmagigt, floggigt, gigt, taugaveiklun: höfuðverk veikindi sem orsakast af óhreinu blóði, svo sem húðsjúKdóma, kirtlaveiki og aðra kroniska sjúkdóma ; einnig eru þær óbrigðult meðal við sjúkdómum kvenna, og lækna þá sem veikir eru sökum þreytu og of mikillar áreynslu. Dr. Williams Pink Pills eru seldar í öskjum með merki félagsins á; þær eru ekki seldar stórsölu, og skyldu menn því varast þá er bjóða þær á þann hátt. Þær eru til búnar af Dr. Williams Medicine Co., Brockville, Ont., og Schenectady, N. Y., og fást hjá öllum lyfsölum, eða beint frá ofan- greindum, fyrir 50 cents askjan, eða sex öskjur fyrir $2,50. Dagatal Heimskringlu. ) 1895 NOVEMBER i S. M. 1895 ; M. Fi. Fö. L * 2 » 4 5 0 7 i io u 1« i:t 14 \ 17 18 1» 20 21 J 24 25 20 27 28 1 2 8 9 15 10 22 23 29 30 ►^4 with a colicy baby or a colicy stomach isn’t plcasant. Either can be avoidcd by kecping a bottle of Perry Davis’^ Pain KilLER on the medicine shclf. It is invaluablc in sudden attacks of Craiups, 1 Cholera Morbns, Dysentery and Diarrhœa. Just as valuable for all external pains. __ ” 1)ose—One tcasnoonful tn s hiilf glasa of water or mllk (warm’ifconveplEnt).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.