Heimskringla - 08.11.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.11.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 8. NÓVEMBER 1895. Hardvara! ----- Allskonar harðvara fyrir alla. Stærsta og bezta upplag af harðvöru og olíu í Cavalier, selt við mjög’ vægu verði. Vér höfum vörur sem allir þarfnast, og yfir höfuð allar þær vörur, sem mönnum getur dottið í hug að spyrja um, og sem tilheyra harðvöruverzlun, ásamt steinolíu, Etc. Heimsækið oss og skoðið vörurnar. Landi yðar, Mr. Chr. Indriðason, vinnur í búðinni. Gangið ekki framhjá. Gáið að yðar eigin hag. John E. Truemner, Cavalier, North Dakota. Heimskringla PUBLISHED BY The íleiinskringla Prtg. k Publ. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. • ••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERT JOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Comer Ross Ave & Nena Str. P O. Box 305. Um útgáfurétt. Að undanskildum stærstu stjórn- málunum hefir ekki verið tíðræddara um annað í Canada um síðastl. 2—3 mán., en einkarétt til að gefa út bæk- ur. Þrætan um það mál i Canada er búin að standa yfir síðan 1890, en aldr- rei eins atkvæðamikil og nú síðan í Ágúst. Ber það til þess að rithöfund- arnir helztu á Englandi kusu fulltrúa— skáldsagnahöfundinn nafnfræga : Hall Caine—og sendu hann til Canada, til að ræða um þetta mál og miðla málum. Þrætan um þetta í Canada er sprottin af lögum áhrærandi bóka út- gáfu, er samþykt voru á Dominion- þingi árið 1889, en sem ekki hafa ver- ið staðfest enn og verða liklega aldrei staðfest, eins og þau nú eru. í þeim lögum var ákveðið að allir rithöfundar sem vildu selja ritverk sín í Canada. yrðu að kaupa einkarétt í Canada, prenta bókina þar og selja, jafnframtog og þeir keyptu útgáfurétt og létu prenta hana í öðrum löndum. Þetta er stærsti bjálkinn og sem enskir rit- höfundar fyrir hvern mun vilja hafa burt. í sömu lögunum er svo ákveðið, að neiti erlendur höfundur að fram- fylgja lögunum í þessu efni' geti Cana- dastjórn gefið prentfélagi eða prentfé- lögum í Canada leyfi til að endurprenta bókina og selja, með því skilyrdi að höfundurinn fái í sinn vasa einn tíunda af verðinu, sem kaupendur borga fyrir hana. Þetta einnig er ágreiningsatriði. Allur fjöldinn af þessum bókum eru skáldsögur og allur fjöldiþeirraerseldur á 25—30 cents eintakið. Fyrir hverja bók fær þvi höfundurinn að eins 2J—3 cent. Þetta þykir höfundunum of lít- ið, en gangi lögin í gildi geta þeir þó ekki að því gert. Það sem þeir í þessu efni finna mest til er það, að þar sem fyrsta útgáfa bókarinnar á Englandi er venjulega vönduð og seld á dollar eða meir, þá geta þeir ekkert gagn haft af bókamarkaðinum í Canada fyrir þá út- gáfu, af því að mánuði eftir að fyrsta bókin er algerð á Englandi, er 25 eða 30 centa útgáfa af henni albúin í Cana- da og komin út um alt. A hinu bó g- inn er markaðurinn í Canada svo h'till, að þeim þykir ekki svara kostnaði að senda bókina hingað til prentunar. Þess yegna eru engar líkur til að þeir fjölgi, sem kaupa einkaútgáfurétt í Ca- nada, þó lögin gangi í gildi. Á móti þessum ákvæðum hafa Eng lendingar barizt síðan lög þessi voru samin og samþykt, og af því ekkert gekk né rak, tóku þeir loksins þetta ráðið, að senda Hall Caine til að flytja mál sitt við sambandsstjórnina og semja við öll helztu bókaútgáfufélögin. Fyrir 10—12 árum síðan hefðu þessi lög verið gjaldgeng. Þó þau hefðu ekki þá fremur en nú verið réttlát gagnvart höfundunum, hefðu þau samt verið betri en samskonar lög í Bandaríkjum og sem voru í gildi til þess 1891. Banda- ríkja-útgefendurnir prentuðu þá leyfis- laust og endurgjaldslaust öll ritverk allra þjóða manna, sem þeim sýndist, þvi ákvæði þeirra gömlu útgáfulaga voru þau, að enginn höfundur fengi keyptan útgáfurétt í Bandaríkjunum nema hann væri þar búsettur. Þessi canadisku lög, sem hér er um að ræða, eru þeim mun frjálslegri, að búseta er ekki skilyrði fyrir útgáfurétti, og hitt, að þau ákveða 10% af bókarverðinu sem eign höfundarins. Þess vegna, sem sagt, hefðu þessi lög verið þolandi fyrir 10—12 árum síðan. En eins og nú er komið eru þau ekki boðleg, né Canada- mönnum sæmandi. Það er allsherjar-fundurinn í Bern á Svisslandi 1887, sem gerði lög eins og þessi fyrirhuguðu i Canada ósæmileg, eins og það var sá fundur, sem árið 1891 knuði þjóðþing Bandaríkja til að banna ritverkastuldinn, sem til þess tíma átti sér stað. Á þeim fundi bund- ust Bretar, Þjóðverjar og Frakkar, auk miklu fleiri smærri þjóða, í fóst- bræðralag, rithöfundum sínum til varn- ar. Þar var sem sé samþykt, að rit- i.öfundar, sem í sínu ríki fengi einka- útgáfurétt, að einhverri bók, að hann fengi samtímis og óbeðið sama rétt í öllum ríkjunum í bandalaginu. I þetta bandalag gengu svo Bandaríkjamenn líka 1891; þó með því skilyrði, að höf- undarnir láti prenta bókina í Banda- ríkjunum jafnframt og þeir láta prenta hana heima hjá sér. Þannig eru út- gáfulögin nú sem stendur. I þessum Bern-samningi er svo á- kveðið, að öll útríki Breta skulu sömu lögum háð og Bretar sjálfir og aðrir bandamenn. Hvað sem prentfélögum í Canada líður, þá eru það svo mikil hlunnindi fyrir canadiska rithöfunda, að þeir ættu að striða móti þessum fyr- irhuguðu canadisku útgáfu-lögum.— Samkvæmt Bern-saraningnummá hann prenta bók sína og binda i Canada og hefir þá einkaútgáfurétt í Norðurálfu- löndunum. sem i bandalaginu eru, ef hann að eins sendir 6 eintök til Breta og se.nur við brezkan útgefanda og bóksala um að takast útsöluna á hend- ur. Þessi markaður er canadiskum höfundi glataður undireins og staðfest verða þau útgáfulög í Canada, sem nú liggja milli hluta. Þeir geta augsýni- lega ekki gert hvorttveggja í senn: knúð erlenda höfunda til að kaupa út- gáfurétt og prenta bók sína í Canada og sjálfir haft aðgang ókeypis að svo margfalt stærri markaði fyrir handan hafið, Þessi óstaðfestu canadisku útgáfu- lög eru til orðin fyrir þá ástæðu, að áður en Bern-samningurinn varð til höfðu brezkir útgefendur einkarétt til að prenta bækur. sem einkaréttur fylgdi í litríkjum Breta öllum, ekki síð- ur en í aðal-ríkinu, Þeir prentuðu ekki hinar ódýru útgáfur, sem mest og bezt seljast hér í landi, og þeir tókn engum samningum canadiskra prent- félaga um endurprentun þeirra. Banda- ríkjamenn aftur á móti spurðu ekki um leyfi, en "prentuðu bækurnar í tugum þúsunda á tug þúsunda ofan í ódýrum útgáfum og seldu í Canada ekki siður en Bandaríkjunum. Þegar brezku höf- undarnir og útgefendurnir sáu þetta fengu þeir stjórn Breta til að sjá um að Canadastjórn legði toll á aðfluttar end- urprentanir, er svaraði þeirri upphæð, er brezku útgefendurnir þurftu að borgahöfundinum fyrir hvert eitt ein- tak. Þetta varð til þess, að kaupendur þessara bóka i Canada hafa orðið að borga eins mikiðfyrir sínar óvönduðu bækur, prentaðar í Bandaríkjunum, eins og fyrir þær .vandaðri fluttar frá Englandi. En prentfélögin í Canada fengu engu umþokað. Þetta sveið þeim vitanlega og unnu að því, að fá þessi lög samþykt, í millitiðinni hafa Banda- ríkjamenn bætt ráð sitt í þessu efni. svo fraraarlega sem brezkir höfundar láta prenta bók sína þar jafnframt og hún er prentuð á Englandi og við það hika þeir ekki, þar sem um jafn stóran markað er að gera, Þessi canadisku lög eru því langt á eftir tímanum. Þó hefir engin von verið til samkomulags og miðlunar fyrr en ef hún skyldi verða nú, og eftir orðum Hall Caines að dæma er nú von til að saman gangi; Hann hefir ineð- kennt,, að menn heima á Englandi skiiji ekki ástæðurnar hér, og jafnframt látið þess getið, að hefði rithöfundafélagið sent fulltrúa hingað í byrjun, hefði þessi leiðinlega þræta aldrei orðið til. Sósíalistar eru margir í Svisslandi, og eins og eðli- legt er halda þeir fram sínum skoðun- um þegar tækifæri gefst, og þeir gera meira en halda þeim fram. Þeir hafa komið því til leiðar, að þegar um viss málefni er að ræða, megi kalla eftir al- mennum atkvæðum, til að úrskurða hvort þetta skuli gert eða ekki. í fyrra létu þeir ganga til atkvæða, til að binda enda á þrætu um það, hvort stjórnin væri skyldug til eða ekki, að sjá atvinnulausu fólki fyrir atvinnu, Sósialistar vitanlega héldu því fram, að einmitt það væri ein háleitasta skylda allra stjórna, að sjá um að allir þegnar hennar hefðu ávalt arðberandi atvinnu. Til að skera úr þessu var kjósendum öllum stefnt á kjörþing og urðu úrslit- inþau,að tillaga sósíalistanna var feld með meir en tveimur atkv. á móti einu. Nú nýlcga hefir fjallabúum þessum aftur verið stefnt á lcjörþing til að segja með atkvæðum sínum, hvort þeir vildu að rikisstjórnin tækist á hendureld- spítnagerð og bannaði prívat-mönnum að reka þá atvinnu. Sósíalistar höfðu margar ástæður fram að færa fyrir þessari kvöð sinni, Félögin sem eld- spítnagerð stuDduðu voru svo mörg, að vinnulaunin voru orðin lægri an svo að við þau væri unandi, og eldspítnaverð- ið var svo lágt, að þrátt fyrir ónóg laun höfðu félögin ekki eyris-ágóða af verknaði sínum. Eldspítnagerð er eitt meðal óhollustu starfa, er nokkur mað- ur getur gert, og af því samkepnin var búin að eyða öllum arði af atvinnunni, var ekki að vænta að félögin legðu kapp á að viðhafa það hreinlæti og reglu á verkstæðunum, sem heilsa og lif vinnumannanna útheimti. Þetta meðal annara voru ástæðurnar til þessa að stjórnin ætti að hafa einkaleyfi til að búa til eldspítur. En þrátt fyrir allar fortölur sosíalista fór hér sem fyr, að tillaga þeirra var feld með miklum atkv.mun. Frumvarpið um að leyfa þetta, leyfa að vissum málum væri vísað til almennings til úrskurðar í stað þess að gera þau að þrætumálum flokka á þingi, fékk mikla mótspyrnu, af þvi óttast var að sósíalistar þá fengju enn meira hald á almenningi og gætu stofn- að lýðveldinu í vanda með almennum samþyktum, er rikisstjórnin þá yrð{ nauðbeygð til að taka til greina og lög- leiða. Og sósíalistar sjálfir vitanlega vonuðu að þetta yrði raunin, ef leyf- ið fengist, og sóttu þess vegna svo hart fram að það var veitt. En svo er nú raunin þessi, að í hvorugu málinu, sem þeir síðan hafa fylgt svo fast og vísað til almanna dóms, hafa þeir náð meir en rúmum þriðjungi atkvæðanna. Af þessu er svo ráðið, að þegar til alls kemur og hvað sem menn svo kunna að segja þegar illa gengur, sé almenningur and- vígur þvi, að stjórnin takist almenn störf á hendur. Frá löndum. Vestra. Ég hefi tekið eftir, að það hefir ver- ið siður sumra sem ferðast hafa um hin- ar ýmsu bygðir Islendinga hér vestan hafs, að láta álit sitt í ljósi um hvað þeir sjá og heyra. Án þess að búast við að gefa mikið nýtt til kynna vil ég reyna að fylgja venjunni og lýsa áliti minu á bygðum Islendingaí Assiniboia, sórstaklega Lögbergs-nýlendunni. Landslag er mjög líkt því í suðvest- urhluta þessa fylkis. Einstaka hæð, smáhólar og dældir blasa við auganu,— Ég tók eftir að ýmsir nefndu stærstu hólana "Mountains”, — líklega i skopi. Annars verður Islendingum varla láð, þó þeir noti hvert tækifæri til að hugsa sér annað en þá “neflausu ásýnd”, sem þeir eiga að venjast hór. — Skógarbelti etu víða, en eru óðum að þverra, sem von er. Þar, sem víða hér í Manitoba, sýnist brýn nauðsyn að * halda trjá- plöntudaginn heilagann, helga hann algerlega því starfi, sem stjórnin “allra náðugast” ætlar hann til. Eftir þessa árs uppskeru að dæma er jarðvegur í velflestum pörtum ný- lendunnar jafnoki annara parta “hins frjóva vesturlands”. Alt sem sáð er væri víst að bera "hundraðfaldann á- vöxt”, ef Frosti liti ekki þangað kulda- legum öfundaraugum og segði: “Og einnig þetta er mitt”. Bændur stunda þar mest gripa- og fjárrækt. Hveitiræktin er ekki aðal- atvinnuvegurinn eins og í sumum eldri bygðum JVestur-íslendinga. Er það máske hyggilegt, þar sem bæðí hveiti- verðið og ýmislegt fleira þvi viðkom- andi er mjög óvíst. Það hefir oft verið brýnt fyrir Canada-bændnm, að hveiti- rækt só ekki einhlýtur atvinnuvegur vegna hinna ýmsuörðugleikasem henni séu samfara. Þeim sem þannig líta á málið mjndi þykja íslenzkir bændur í Þingvalla og Lögbergs nýlendum fara heppilega að ráði sínu. Þeir sá að eins svo miklu af korntegundum, að þó frjósi (sem þó kemur ekki oft fyrir að sögn) er skaðinn ekki mjög tilfinnan- legur. Bændur sýnast all-flestir una vel hag sínum. Fáir tala um að flytja burtu, og ýmsir sem burtu hafa flutt hafa sezt þar að aftur. Lýsir það því. að þeim hafa ekki þótt umskiftin heppi- leg. Ýmsir örðugleikar mæta auðvit- að, en spursmálið sem eðlilega vakir fyrir þeim og öllum nýbyggjum er, hvert þeir séu ókleifir. Nokkrum örð- ugleikum þurfa þeir allir að sjálfsögðu að búast við. Aðal-ókosturinn hefir verið álitinn vatnsleysið; getur verið að það hafi átt sér stað. En varla mun það hafa verið ið eins gjörvalt og orð er á gert. I sumar hefir rignt með mesta móti, enda varð og ekki vart við neitt vatnsleysi. I þurkaárvm mun það þó eiga sér stað. Efnahagur nýlendubúa virðist við- unanlegur. Að vísu munu nokkrar skuldir hvíla á eignum manna, en vart svo miklar að þær tefji mjög fyrir fram förum nýlendunnar. Mér virðist þó að ástæður manna myndu stórum betri og efni þeirra jafnvel meiri ef þeir hefðu aldrei tekið neitt lán. Þó jarð- vegurinn sé frjór og landið yfir höfuð vel fallið til bæði akuryrkju og kvik- fjárræktar, er ætíð leitt fyrir nýbyggja að hugsa til þess að fyrsti arðurinn af vinnu þeirra lendi öðrum í hendur, þó þeir hljóti að viðurkenna, að það er ávalt þægilegra að hafa nokkur efni í höndum til aðbyrja með. —Sumarfrost koma þar stundum fyrir; þó ekki oftar en’i mið- og suður-Manitoba, Ég heyrði ekki getið um að þau hefðu gert tilfinnanlegan skaðasíðastl. 4 — 5 ár. Ég álít að nýlendur þessar eigi vafalaust góða framtið fyrir höndum. Frjósemi landsins, liðan hinna fáu íslendinga, sem þar búa, vaxandí verzlunar við- skifti og fleira, virðist benda til þess. Ýmsir bændur af öðrum þjóðflokk- um búa í grend við “landa” vora þar. Þarmá sjá Þjóðverja, Skota, Rússa, Ungverja og jafnvel Frakka á stangli. En allir kalla þeir sig Canadians nátt- úrlega. Þeir reyna líka að verða það en virðist jafnvel ganga seinna en “löndum”. Svo enda ég línur þessar, óska ný- lendunni allra framfara, og sendi öllum sem mér auðnaðist að kynnast þar vestra “kveðju guðs og mína”. Hjörtur Leo. Islands-fréttir. Eftir Þjóðólfi. Reykjavík, 30. Ágúst 1895. Nýtt fjárkaupafkUirj enskt. Hinn 21. þ. m. kom hingað gufuskipið 'lA»glia,” og með því f. kaupm. Georg Thordahl. er héðan sigldi í Desember 1891. Á skipinu voru nokkrir Englendingar, er sumir eru hlnthafar í nýju verzlunar- félagi, er ætlar að reka hér nýja verzl- un, einkum fjárkaup og hrossa. Stofn- fé félagsins er nál. £ miljón kr. að sagt er, og hlutirnir fáir. Fréttafirdður til íslandt. Mála- færslumaður frá Lundúnum John M. Mitchell að nafni, er hingað kom með “Anglia” bar upp fyrir þinginu tillögu um að koma á fréttaþræði milli íslands og Bretlandseyja. Telur hann allan kostnaðinn við lagningu hans 1,800,000 kr. og árlegan kostnað 180.000 kr. Ef stjórn íslands vill leggja til i fjár þessa (45,000 kr.) ætlar hann sér að reyna við stjórn Englands, Frakklands og Banda- ríkjanna að leggja þráðinn, sérstaklega veðurfræðinnar vegna. — Þingið tók svo greiðlega í þetta mál, sem unnt var og voru þingsályktanir samþykktar af báðum deildum þess efnis, að skora á stjórnina, að veita þeim, er um þetta kynnu að sækja einkaleyfí um 5 ár til að leggja fréttaþráð frá brezku eyjunum til íslands, og auk þess lýsti neðri deild því yfir, að hún mundi fús á að sam- þykkja alt að 45,000 kr. fjárveitingu, sem tillag til fréttaþráðarins á ári, þá er farið væri að nota hann og með því skilyrði, að honum sé haldið í nýtu standi. Tnlfiráður milli Jieykjavíkur og Akur- eyrar. Ungur ameriskur verkfræðing- ur, A. Parkcr Haruton að nafni, er dvaldi hér á landi fyrir 10 árum, kom hingað til bæjarins fyrir skömmu fótgangandi norðan af Akureyri (hafði komið þang- að með “Thyra” síðast). Vill hann koma á talþráðar- (telefón) lagningu millum Reykjavíkur og Akureyrar og ætlar á að það muni kosta um 100,000 kr. Út frá þeim aðalþræði vill hann leggja kvíslar til helztu kaupstaða. Neðri deild alþingis lét i ljósi, að hún vildi styðja málið, er nægur undirbún- ingur og glöggvar áætlanir væru fengn- ar. Frá Ameríku kvað ennfremur vera von á rafmagnsfræðingi (dönskum), er ætlar að kynna sér í haust, hvernig hér megi koma á rafmagnslýsingu. Prentvígðir 25. þ. m. kandidatarnir : Fílippus Magnússon að Stað á Reykja- nesi, Helgi Pétur Hjdlmarsson til Helga- staða (er honum voru veittir 22. þ. m.) og Asmnndur Oísloson aðstoðarprestur til séra Guðm. Helgasonar á Bergsstöð- um. Kmhœtlispróf á prestaskólanum tóku í þessum mánuði : Páll Hjaltalín Jóns- son með-1. eink. (47 st.), Jón Stefánsson með 2. eink. (37) og Pétur Hjálmsson 2. eink. (23). Einn stúdent gekk frá prófi. Samkoma í minningu 50 ára afmælis alþingis var haldin í þinghúsgardinum 26. þ. m. Voru þar fluttar ræður og sungið kvæði eftir Steingr. Thorsteins- son. Farstjóri fyrir hið væntanlega lands- sjóðsgufuskip kvað vera skipaður af landshöfðingja Ditlev Thomsen kaupmað- ur, en fargæslumenn eru valdir af al- Ángi: Jón Jakobsson alþm. (í efri deild) og Jón Víd’lín kaupmaður (í neðri deild). Sigldi Thomsen nú með “Thyra” vestur og norður um land og ætlar að dvelja ytra í vetur til að semja um leigu á skipinu og sjá um annan nauðsynleg- an undirbúning. Er ætlast til, að skip- ið hefji ferðir sínar í Apríl næstk. Landsbankagœzlustjóri endurkosinn i neðri deild séra Eiríkur Briem, með öll- um atkvæðum, en Jón Jensson yflrdóm- ari valinn yfirskoðunarmaður lands- reikninganna. 27. Sept. Mannaldt. Hinn 25. f. m. andaðist að Stórholti í Saurbæ séra Jón Bjarna- son Thorarensen uppgjafaprestur, hálf- sjötugur að aldri, fæddur á Gufunesi í Mosfellssveit 30. Jan. 1830. í Ágústmánuði lézt Oddur bóndi Þorsteihsson í Klausturseli á Jökuldal, á áttræðisaldri. Seint í f. m. andaðist Einar Þórðar- son (frá Vigfúsarkoti við Reykjavík Torfasonar) bróðir Þorgríms læknis Austurskaptfellinga, maður á bezta skeiði. Hann var við vegagerð austur í Múlasýslu er hann lézt. 4. Okt. Heiðursgjnfir úr styrktarsjóði Krist- jáns konungs 9. hafa fengið bændurnir Magniis tiigurðsson á Grund i Eyjafirði og Ouðmvndur Jónsson á Miðengi i Grímsnesi 140 kr. hvor fyrir “framúr- skarandi dugnað og framkvætndir í jarðabótum og öðru því, er að búnaði lýtur.” Lalínuskólinn var settur 1. þ. m. með allmikilli viðhöfn vegna rektors- skiftanna. Voru þar viðstaddir lands- Miss Isabella Blake til heimilis að Nr. 303 Hughson Street, Hamilton. Ont er einhver hin fríðasta og best þekta af öllum ungum stúlkum í þessari borg. Nú er hún hraust blómleg og fögur og kveðst vera orðin ný kona, geta notið gæða og gleði lífsins, og segir að sér líði svo vel, sem mögulegt sé. Þar sem Miss Blake lýstr því yfir, að hún sé “ný kona,” þá má ekki skilja það svo, að hún hafi kastað kvennlegri siðprýði og gengið í flokk hinna grunn- hygnu kvenna, sem ætla sér að svæla undir sig störf þau, er körlum henta, eða ganga um götur og stræti í karl- mannabúningi, með þeim ásetningi. að breyta áforrnum og reglu þeirri. er al vitur skapari hefir sett mannlífinu ou umhverfa þannig heimirtum, svo að bað snúi upp, sem áður var niður. ^Nei ! langt frá ! Það er svo fjarri því. að það sé meining Miss Blake, þegar hún lýsir því yfir, að hún sé "ný kona.” Hin "nýja kona.” sem heimurinn metur mest, er ekki “nýmóðins,” sem skepna sú, sem gengur tneðflegið vesti, fleginn skyrtukraga, háan pípuhatt, sem gengur utn strætin með staf í hend- inni, og sýnir þannig bæði skort á viti og um leið fádæma hégórnagirni. Miss Blakeergottsýnishorn áhinnisarinailegu “nýju konu.” sem Pairie’s Celery Com- pound gerir heilsugóða tápmikla, þrótt,- góða og fjöruga. Þvíh'kar konur heíðra og virða og elska allar skyni gæddar verur. Þær eru ímynd “konunnar” færa heimilinu, vinunum og heiniinnm yfir höfuð ósegjanlegu blessun. Þó að Miss Blake sé ung kona, ['á hefir hún samt nógar raunasögur að segja. Á umliðnum ti'ma bafa ljónin legið á götu hennar og ógnað henni með tortíning. Hún þekkir vel þjáningar og harma. því að veikindin hafa hremt hana í heljarklóm sínum. Og sturidurn höfðingi, amtmaður og biskup allir í einkennisbúningi. Flutti biskup þar langa ræðu fyrir hönd yfirstjórnenda skólans, minntist hinna fráfarandi æztu kennara við skólann, rektors og yfir- kennarans og ávarpaði nýja rektorinn m. fl. Halldór K. Friðriksson flutti því næst nokkur skilnaðarorð til skól- ans og loks til skólans og loks talaði rektor dr. Björn Ólsen. 11. Okt. Báturinn "Elin" er nú algerlega orðinn að strandi, eins og ætla mátti, og verður skrokkurinn seldur við upp- boð 15. þ. m. Nýjan bdt til milliferða hér um Faxaflóa hefir eigandi “Eh'nar,” Fr. Fischer stórkaupmaður, boðizt til að útvega, ef hann fær nægilegan styrk (12,000 kr.) til útgerðarinnar. Bátur- inn á auðvitað að vera stærri og full- komnari en “Ehn.” Tilboð þetta hefir verið lagt fyrir bæjarstjórnina, og hefir hún kosið nefnd til að íhuga það. Mjög hætt við, að hlutaðeigandi sýslufélögum þyki styrkkrafan ærið há, enda þótt landssjóður leggi til helming upphæðar- innar. Slysför. Af Eyrarbakka er ritað 7. þ. m.: “Hinn 23. f. m. týndist maður, sem var á ferð austur í Skaptafellssýslu Eiríkur Jónsson frá Stighúsi hér á Eyr- arbakka, var vinnumaður í Hrisnesi í Skaptártungu í fyrra og ættaður þar að austan. Hann hafði ætlað skemmri leið en samferðamenn hans austur í Skaptártunguna og er talið víst, að hann hafi drukknað i svokölluðu Sand- vatni á Mýrdalssandi; hesturinn komst heim að Hrísnesi. hefir hinn gamli eyðileggjari, dauðinn snortið hmia. svo hún hefir skolfið sem strá í vitidi; hetir hann þá vakið hjá henni hugsunina um hina þögulu, en dimmu og sUuggalegu gröf. Þegar Miss Blake var sjúk og von- laus og létnagna orðin, þegar læknar og meðöl var hætt að duga henni, þegar h nn tniskunarlausi óvinur tæringin ógnaði bentii með h'ftjóni, kom engill iiiisknnarseiniiinar og skaut henni því í brjóst. að reyna nieðal eitt, sem hefir fæn, nýtt líf þúsundum sjúkra og þjáðra tnanna á umliðnum tinium. Já, það var Paine’s Celery Compound. Hún reynir það, og á skömrnum tíma gerir það “nýja konu” af efni því, sem gröfin og dauðmn v.ir þvínær búinn að hremma. Þetta eru engar ýkjur, kæri lesari. Mi“s Blake og vinir hennar munu glaðir satina sögu |>essa um Paine’s Celery Cómpound, þvi það var eingöngu það, sem með Guðs blessan frelsaði lif henn- ar. þegar dauðinn stóð fyrir dyrum. Eftirfylgjandi bréf er nægilégt til þess, að sannfæra hinn harðsnúnasta efa- iiiann : "Á runi saman leið ég þungar þján- ingar, ég var stöðugt undir höndum læknanna. som loksins sögðu mér. að ég væri að fá tæringu. Mér versnaði við meðölin og hætti við læknnna Svo fór ég loks að reyna Paine’s Celery Com- IKJiind. vnr óg þá injög hætt komin, gat lu orki sofið né fengið hvild. vareinlægt niáttlaus og lémagna, matarlistin og nieltingin var vond, ég var orðin útslit- in og líiið líf eftir i tnér. Þegar ég hafði b'úkað eina flösku fannst mér ég í vera iniklii skárri. Eg hefi alls brúkað sjöeðaátta flöskur og er nú orðin “ný ! kona.” get glatt mig við lítið og liður svo vel, sem ég best get pskað mér. ! Bestu þakkir fyrir yðar góða meðal.” Mjer lidur svo vel, sem jeg get oskad mjer. Miss Blake frá Hamilton, Ont., er sannarleg ímynd kvennlegs þróttar og fegurðar, síðan hún fór að brúka Paine’s Celery Compound. Allir, sem vildu hafa fullkomna heilsu ættu að taka eftir sögu hennar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.