Heimskringla - 08.11.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.11.1895, Blaðsíða 4
HKIMSKltlNGLA 8. NÓVKMBER 1895. VEITT HÆSTU VBRÐLAUN A HEIMSSÝNXNGUNN •DíRL: CREAM nVNNG tR IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða ðnnur óholl efni. 40 ára reynslu. Mr. Knight, skósali, gefur ykkur meir en venjuleg kjörkaup, ef þið segið honum að þið hafið lesið augl. hans í Heimskringlu. Á miðvikudaginn 30. f. m. voru Mr. Jónatan Lindal Jónsson, Mary HillP. O., Man., og Miss Soffia Jóns- dóttir, Winnipeg, gefin saman í hjóna- band af séra Hafsteini Péturssyni. Winiiipeg. Lesið auglýsingu E. Knight & Co á öðrum stað í blaðinn. Hr. Páll Magnússon frá West Sel kirk var á ferð hér í bænum i vikunni. . E, Knight & Co. bjóða frábær kjör kaup á skófatnaði þessa dagana. Hr. S. F. Oddson heilsaði upp á oss núna í vikunni. Hann og nokkrir fleiri Álftvetningar komu til bæjarins um síð ustu helgi og dvöldu fram um miðja vik “Free Press” segir líklegt að fylkis þingið verði kailað saman í Des. til að samþykkja svar stjórnarinnar upp bréf sambandsstjórnarinnar viðvíkjandi skólamálinu. Magnús prentari Pétursson hefir til leigu 2 ágætlega hlý hús á Alexander Ave., gegn mjög lágri leigu. Hann er að finna á prentstofu Hkr. á hverjum virkum degi. Rauðá rendi í stökustað í grend við bæinn um síðustu helgi. Á einum stað léku nokkrir drengir það á mánudags- morguninn að hlaupa yfir hana á skaut- um hjá Norwood-brúnni. En glæfra- för var það. Argyle-mönnum leyfum vér oss að benda á auglýsingu kvennfélagsins á öðrum stað í blaðinu. Argyle-kvennfé lagið er þekt að rausn og orðstír þess mun ekki skerðast á samkomunni 29. þ. m. Lesið auglysinguna og festið svo daginn í minni. f bréfi úr Geysir-bygð, dags. 29. f. m., er þess getið, aðþangað hafi frétzt í þeim svifunum, að seglbátur Kr kaupmanns Finnssonar við íslendinga- fljót hafi sokkið með vörufarmi úti fyr- ir fljótsósnum. Fregnin var óljós og því eins víst að hún hafi aukizt f með- ferðinni, en iíkast að bátnum hafi eitt- hvað hlekzt á. Landar, sem koma til borgarinnar, geta sparað sér mikla peninga msð því að kaupa álnavöru, fatnað o. s. frv.,hjá Guðm. Johnson, suðvesturhorn Ross Ave. og Isabel Str. Hann hefir ógrynni af fatnaði, álnavöru, grávöru o. s. frv., með aðdáanlega lágu verði. Spyrjið um nýjustu yfirkápurnar. í síðastl. Okt. fórn 8,753 vagnhlöss af kornmat austur héðan með C. P. R. til Port Arthur—meir en 282 vagnhlöss að meðaltali á dag, að sunnudögum meðtöldum. Það er óvíst hve mörg vagnhlöss hafa farið út úr fylkinu á saraa tíma með Northern Pacific til D'iluth, en að dæma eftir fregnum frá Duluth endur og sinnum, má gera ráð fyrir 20—30 vagnhlössum þangað á hverjum degi, eða 600—900 vvgnhlöss alls á mánuðinum. Herra Magnús B. Halldórsson frá Mountain, N. Dak., kom til bæjarins á sunnudaginn var og tók til við nám sitt á læknaskólanum á mánudaginn. Hann segir þreskingu um það lokið hjá öllum islenzkum bændum syðra. íslenzkir búendur í hinum ýmsu ný lendum ættu að senda skriflegar pantan- ir til G. Johnson, S.-W. Cor. Ross Ave. & Isabel Str. Þeir sem það hafa reynt, hafa sparað sér peninga svo miklu mun- ar og eru hæzt ánægðir með þær tilraun- “Út með skálkana”—alment heróp póli- tiskra flokka—getur átt við sóttfræ ekki síður en menn. Ný stjórn í landi er ekki ögn fljótari að “út reka” gamla pósrafgreiðslumenn, en Ayers Sarsapa- rilla er að “útreka” sóttefni öll úr blóð- inu. Margir grípa til þess óheillaráðs, ef þeirkenna hægðaleysis, að taka laxer- salt eða önnur grófgerð lyf. En eina nauðsynlega og undir eins heppilegasta meðalið er Ayers Pills í lítilli inntöku. Þær verka sem þarf og halda maganum í reglu. Yfirrétturinn varsettur á þriðju- daginn. Málið gegn Wm. Farr, er í vor er leið reyndi að brenna hús sitt og konu, var efst á dagskránni. Utanáskrift til Jóns ritstj. Ólafs sonar er nú : Jón Ólafsson, Ed. “Wisconsin Nordmandeu” 121 S. Webster Str. Madison, Wis., U. S. Lesendum vorum í Dakot.a ráð- leggjum vér að lesa með athygli aug lýsingu hra. O, Dalby’s, á öðrum stað í blaðinu. Hann hefir allskonar húsbún- að á boðstólum. málolíu gluggagler o, s. frv. Húsbúnaðinn selur hann óefað með lægra verði en nokkrusinni heíir áður verið gert í Dakota. Vér ráðleggj um þeim, sem koma til Edinburgh að koma við hjá Dalby og fregna um “prísana”. I. O. F. Meðlimum stúkunnar “Ísafold” No. 1048. I. O. F. tilkynnist, að nefnd deild heldur framvegis fundi sína 3. lavgnrdagnkxcld livers mdnaðar á North West Hall samkvæmt ályktan síðasta fundar (26. f. m.) Næsti fundur verður því 23. Nóv. J. Einarsson R. Sec. Lesendur Hkr. gerðu rétt í að taka eftir hinu undraverða boði hr. Th. Guð mundssonar og hagnýta sér það. Það eru fjölda margir sem þegar hafa sætt því, en margir hafa ekki gert það enn Þeir hinir sömu áminnast um, að boðið gildir ekki lengi. Sjá augl. á öðrum stað Karlmanns vetlingar fást hjá E. Knight & Co. þessa dagana fyrir 20, 25, 40, 50, 60 cents, Þeir fást ííka á $1,00 og þar yfir. Allar tegundir til, ódýrustu ullar-vetlingar ekki síður en óslítandi skinnvetlingar og fínustu geitarskinns-hanskar. Gegnt Portage Ave. Hra. James E. Steen. ritstj. blaðs- ins “Commercial” hér í bænum, er eng- inn gapi. en í viðtali viðfregnrita blaðs eins i Montreal í vikunni sem leið gerði hann þá áætlun. að Manitobamenn fengju $20 milj. fyrir útfluttan varning sinn í ár, Er það $2 milj. meira en á- ætlun vor i Hkr. 31. Agúst siðastl., og sem sumum hefir þótt gapaleg. Vér vildum leyfa oss að benda les- endum Hkr. í Dakota á auglýsingu hra M. J, Menes á öðrura stað í blaðinu. Hann hefir nú 2 búðir, aðra í Edin- burgh ogaðra á Milton. í báðum búð- unum eru góðkunnir íslenzkir afhend- ingarmenn, í Edinhurgh-búðinni herra Jacob Lindal og í Milton-búðinni herra Thorsteinn Thorlakson. Á mánudagskvöldið var var fylkis- kjörskránum hér f Winnipeg lokað og voru þá komin á þær um 7,700 nöfn. Fjöldi kjósenda er talinn óskráður og hafa þeir nú ekki tækifæri að koma nöfnum sínum á framfæri fyrri en á yfirskoðunarþingunum, sem haldin verða : í Norður Winnipeg 18. Des., í Centre Wpg. 19. Des. og í Suður Wpg. 20. Des. í þessu landi hvervetria vírðist það sjálfsögð skylda yfirvaldanna að lofa stráka-skríl að vinna öll skálkapör sem þeim dettur i hug aöfaranótt 1. Nóv ár hvert. Þeir nota það leyfi hér og það svo vel, að sumstaðar er illfært að fara um bæinn eftir að myrkt er kveld- ið 31. Okt. Menn eru þessu svo vanir að sumir álíta sanngjarnt að semja við villidýra-flokkinn og kavpa eignum sín um frið, í stað þess að heimta skylduga vernd laganna. í seinustu vitleysis- hrotunni (fyrra fimtudagskv.) réðist flokkur þessara skrælingja, sitt í hvert skiftið, á 3 íslendinga, sein voru að reyna að verja eignir sínar, og meiddu einn þeirra að mun. íslendingarnir sem fyrir þessu urðu voru : J. W. Finney. A. S. Bardal og Benedikt Jónsson. Nú hefir herra Finney tekið 5 af þessum kumpánum fyrir og mæta þeir í lög- regluréttinum á morgun, laugardag. Menn ættu að mega vona að þeir fái minnisstæða ráðningu, ekki síður en bæjarstjórniu, sem leyfir svona hóf- laust æði. Stórbreyting á munntóbaki. TUCKETT’S T & B Mahogany. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. &, Bt. tinnicrk só ú plötunni. Tilbúið af The Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd HAMILTON. ONT. Fruit Store. Munið eftir aldinabúðinni 405 ROSS AVE. Þar fáið þið nú. eins og áður, ALLSKONAR ALDINI, KALDA DRYKKI, KAFFI, SÚKKULAÐI, VINDLA, TÓBAK, SKÓLABÆKUR, RITFÆRI, LEIKFÖNG og ýmislegt fleira. Vörur vandaðar og með vægu verði. JOHN HALL. Stovels Pocket Directory fyrir Nov. er útkomið og fleytifult að venju af alls konar upplýsingum. Uppdrátturinn af Manitoba er þannig útbúinn í þetta skifti, að hann sýnir fylkiskjördæmin öll og takmörk þeirra. Núþegarkosn- ingarnar eru í nánd, er þetta sérlega mikilsvirði. Kverið kostar 5c. eintakið eða 50c. um árið. Fæst hjá öllum bók- sölum. Lestu ekki ad tarna ef þú ht-fir peninga til að kasta á glæður. — Af því vér erum austanmegin Að- alstrætis (gegnt Portage Ave.), segja sumir að vér séum illa settir. En vér get- um sannfært yður um það, að vér erum ÁGÆTLEGA SETTIR til að gefa FYRIRTAKS KJÖRKAUP Að ytra skxauti er búð vor ekki fullkomin, og þeir koma þá ekki til vor, sem einungis gangast fyrir fáguðum veggjum og og skrauti. Ger þú hið sama. Komdu ekki nema þú viljir spara peninga. Og vilja ekki einmitt allir spara ? Hér er þá tækifæri til þess : Fínir hneptir kvennskór, fóðraðir með ullartaui, á.....$1.75 Fínir fóðraðir kvennskór, reimaðir, á .................$1.75 Hneptir kvennskór úr Indversku geitaskinni, á......$1.00 Ljómandi stofnskór fyrir kvenfólk, með ristarbandi, á..$1.00 “Moccasins” fyrir börn á 35cts., fyrir karlmenn á..50c. Hneptir barnaskór með tábandi. á stærðunum 7 til 10, á.$1.00 Barna-yfirskór með gjafverði. Meira verður ekki talið uppí þetta sinn. Að vér getum selt við þessu makalausa verði, kemur af tilviljun einni. Vér náðum í stórt upplag af skófatnaði á þrotaverzlunar-uppboði fyriryfirgengilega lágt verð, og þess njóta nú viðskiftavinir vorir. Komið inn og lítið á vörurnar og verðið. E. KNIGHT&60. 351 Main Street - - Andspænis Portage Ave. Athugið merkið : Raflýst nafuspjald á hverjn kveldi. Fyrir nokkru auglýsti Dr. Williams Medicine Co., í Brockville, Ont., að það gæfi $300.00 verðlaun fyrir 5 beztu frum- ritaðar sögur, sem því yrðu sendar, og eru þetta hæstu verðlaunin, sem þann- ig hafa verið boðin í Canada. Félagið bjóst við mörgum sögum, en ekki þó við öðrum eins fjölda. eins og því bár- ust — 700 alls. Ritdómararnir höfðu ærinn starfa, sem þeir nú hafa lokið, og hefir nú félagið gefið út í sérstöku riti þessar 5 sögur, sem verðlaunin hljóta, og nefnir ritlinginn “Prize Short Stor- ies.” Verðlaununum verður þannig skift á milli höfundanna : Fyrsti prís er $100.00, 2. $75.00, 3. $60.00, 4. $40.00, 5. $25.00. En svo er eftir að úrskurða hverjir fái. fyrsta prís o. s. frv, og það eiga lesendur Jagnanna að gera. Aftan á hverju kveri er kjörseðill, sem menn klippa úr, íylla út eyðublöðin og senda svo félaginu. Hver sem vill getur feng- ið bæklinginn ókeypis með því að senda beiðni á póstspjaldi til Dr. Williams Medicine Co., Brockville, Ont. Eftir að hafa sent kjörseðilinn, fær svo hver kjósandi, sem hefir sent kjörseðilinn fyrir 1. Des. næstk. (í eyðurnar á að rita með bleki en ekki ritblýi) ljómandi, gagnsæjan “celluloid” stofu-Calender prentaðann með gullnu letri. W//V/V/PFG/ and Shorthand Institute Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI, SKRIFT, STÖFUN, REIKNINGI, BÓKHALDI, VERZLUNAR-LÖGUM BRÉFA SKRIFTUM, HRAÐRITUN, TYPEWRITING, þá farðu á dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. 1. A. Fleming G. W. Donald President. Secretary. Tombola Og Skemtun. Föstudaginn 29. Nóvember heldur hið íslenzka- kvennfélag í Argyle hlutaveltu í húsi rétt hjá Argvlekyrkjn Munirnir allir eru góðir. EKKERT NÚLL. Drátturinn kostar 25 cents. Skemtanir verða : söngur og ræðu- höld, er fara fram i kyrkjunni. — Kaffi verður selt 10 cts. bollinn með brauði. Tombolan byrjar kl. 2 síðdegis, föstudaginn 29. Nóvember. FORSTÖÐUNEFNDIN. TheAfJT OF0HNS* SCIATICA, -f^H E U M ATIS M > • -NeUI(M,úIA • >IN§ INBACKORStCE ■0\ ANV^\USCULAI\pUN^ {ie's in'Using : ^\EI\íTH0L ’ ; PLASTEg.' Allir á siglingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE & CJO. 566 1111 i 11 Str. horninu á Pacific Ave. Fötin sniðin, saumuð, 0g útbúin eins 0g þér segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. Lampakveikir ókeypis! Samkepni er líf viðskiftanna! 5 galónur af 30 centa steinolíu fyrir $1.25 og svo mikið af lampakveikjum með, að nægir fjölskylduhúsi í heilt ár, ALVEG ÓKEYPISÍ Þetta býðst þeim, sem í einu kaupa 5 galónur af þessari ágætis olíu — Þessi makalausu kosta- boð býð ég landstnönnum minum í þeim tilgandi að þeir noti tækifærið til að reyna þessa ágætu olíu, sem ég hefi á boðstólum. Ég þykist líka sanfærður um, að eftir að hafa reynt hana, skifti þeir við mig eingöngu. Ofanritað boð gildir að eins 21 dag Thorbjörn Guðmundsson. Corner Nellie Ave. og SimcOe Str. M. A. G. Archibald hefir beöið verzlunarmann Gunnar Sveinsson að annast um endurtekníng eldsábirgða á húsum og öðrum eignum, sem áður hafa trygðar verið í öðruhvoru þvf félagi sem hann er umboðsmaður fyrir. Steinolia fyrir 25 og 30 cts. —••— Eftir allmikla erfiðismnni og fyrir- höfn, hefi ég nú á ný komistað kaupum á steinolíu með þolanlegu verði, og get því selt hana á 25 og 30 cts. gallónið. Búðirnar eru að : 174 Princess Str., 328 Elgin Ave. og 763 Pacific Áve. Olíudúnkar ineð innkaupsverði. Clias. Gerrie, 220 Princess Street. ’ Fatnadir med heildsölu verdi! Aðkominn frá Montreal, og að auki stórt upplag af allskonar grávöru. Blue Stor Merki: Blá stjarna. Lægst verð. 434 Main Str. Þetta nýkomna upplag frá Montreal samanstendur af 1500 alklæðnuðum, 2000 buxum, hundruðum af yfirhöfnum fyrir karlmenn og drengi á öllum aldri. Loðkápur, kápur fóðraðar með grávöru, karlmannahúfur úr allskonar grávöru Kvennjakkar úr grávöru, kvennkragar úr grávöru, kvennhúfur úr grávöru. Hanskar og vetlingar úr grávöru fyrir karla og konur. Endalaus ósköp, sem ekki er unt að telja, með öllum litum og á öllu verðstigi. Alt þetta upplag keyptum vér með óvanalega lágu verði, en svo er raunin sú, að vér höfum meira en helmingi meira upplag en vér getum ráðið við. Og þess vegna erum vér knúðir að selja þetta upplag án nokkurs tillits til venjulegs verðs. Hugsið um verðið á síðartðldum sýnishornum og munuð þér sannfærast um, að í BLUE STORE fáið þér þær vörur á 65 cts., sem aðrir fatasalar í bænum heimta dollar fyrir : Karlmanna vaðmálsföt $7.50 virði,..........seld á $4.50. Fín karlmannaföt fyrir hversdags brúk $10.00 virði, seld á $6.50. Fín karlmannaföt $13.50 virði,.............seld á $7.50. Mjög vönduð föt $16.50 virði,...............seld á $9.50. Ljómandi frakkafatnaður, með nýjasta sniði, með vandaðasta frágangi (ódýr á $25.00) seld á $14.50. Buxur í þúsundavís ! Karlmanna, unglinga og drengja- fatnaðir ! Alt með gjafverði í Tlí BLUE STORE, Merki: Blá stjarna. 434 Main St A. Chevrier. Tværstorarverzlanir! Og í báðura fádæma upplag af álitlegasta varn- ingi frá stór-verksmiðjunum. Ætiíð þíð tn nilton eða tfl Edinburgh ? Það gerir engan mun. Vér höfum búð í báðum bæjunum og vörumagn meir en nokkru sinni áður. Komið og lítið á búðarborðin og skápana. ÞAÐ ER YÐAR HAGUR EKKI SÍÐUR EN VOR. Vér höfum matjiytir allskonar. leirtau, glingur, álnavöru, fatnað og alt sem fatnaði karla tiiheyrir, hatta og húfur, skófatnað o, s. frv. Alt með fáheyrðum kjörkaupum. Þér hafið aldrei séð fallegra upplag né fullkomnara en vort, af haust og vetrarbúningi, Karla og Kvenna Yfirhöfnum, alt með nýjasta tísku-sniði og úr eins vönduðu efni og nokkurn tima hefir kom- ið til Norður Dakota. Karlmanna Alklæðnaðir á $2.00 og yfir. Spyrjið eftir þeim. Vér erum á undan hvað verzlun suertir, og ætlum að sannfæra alla um, að Enginn gerir betur en vér. í Milton-búðinni vinnur TliorMteinn ThorlnksMon. í Edinburgh-búðinni vinnur .Tacob l.indal. Þið þekkið þá allir. Finnið þá að máli. n. J. Menes, Milton og Edinburgly N. Dak. DÆMALAU5 KJORKAUP! i BOSTON HOUSE i West-Selkirk. -••- Þar er nú á boðstólum annar stór vöruslattur frá gjaldþrota verzlunarfélagi og verður alt selt með frábærlega lágu verði. Einhneft nærföt - - 50c. Utanhafnar-buxur - $1.00 Alullarnærföt - - - $1.25 Ullarbuxur - - - - $1.25 Yfirskyrtur 50, 75 og 90 cts. Mjög vandaðar buxur $1.50 og $1.00 $2.00 og yfir. ATH.: Ef viðskiftamenn vorir frá Selkirk eða grendinni koma til Winni- peg, þætti oss vænt um að sjá þá í Big Boston-búðinni, 5IO IIiiíii Slr. Sú búð er alkunn fyrir kjörkaup á öli- um klæðnaði og öllu því, er tilheyrir búningi karlmanna. ,s!fc oKc jíl'.-. Jlír. Jilr. M-. At:. ,'Lb. JÍXv 50 CtS. | verða borguð fyrir þennan ^ miða hverjum þeim, sem kaup- 3«j ir í einu upp á $5,00, í THE á BOSTON CLOTHINGSTORE •» Selkirk,Man. GildirtilSO.Nóv. WWWWWW’lii’PV’ll' W. Finkelstein 510 Main Sireei Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.