Heimskringla - 22.11.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.11.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 22. NOVEMBER 1895. Heimskringla PUBLISIIED BY The Heimskringla Prtg. k Pnbl. C«. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $1. •••• Uppsögn' ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERT JOHANNSSON KDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAOER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P O. Kox »03. Um enska réttritun. Það er ekki fyrir minnislausa menn og tornæma að nema enska réttritun, svo vel sé, enda engin þurð á illa-staf- aðri ensku hjá enskutalandi fólki. Enskutalandi mentamenn sjá og viður- kenna þörfina á breytingu í umbóta- áttina — að fá sem flest orðin stöfuð samkvæmt hljóðinu í framburðinum, eða svo líkt því nljóði. sem verður. Þaö hefir verið ætlast á, eftir nákvæma rannsókn, að ensku-námið á alþýðu- skólunum taki 2 ára tíma af æfi barn- anna frá öðrum lærdómi, alt vegna þess, hve ilt er að læra enskuna eins og hún er. Það eru enda til þeir menta- menn, sem segja orðmynduninni að kenna hve margir eru illa læsir og skrif- andi af ensku-mælandi mönnum — þeim sé ómögulegt að festa í minni sér allar þær myndir, sem þeir þurfi að muna. Þrátt fyrir þessa almennu játn- ingu gera hlutaðeigandi þjóðir ekkert; þá átt, að fá breytingu komið á. Þeim hefir verið sýnt fram á, að nám málsins taki 2 árum lengri tíma frá hverjum nemanda, en þyrfti, ef stafsetningunni væri breytt. Af því leiðir þá að rétt- ritunarnámið kostar ótöldum miljónum meir en það þyrfti að kosta á hverju einu ári. Og af því hlutaðeigandi þjóð- ir eru í hæsta máta pralctiakar og fjár- gjarnar, mætti virðast að kostnaðurinn þó ekki væri annað, yxi þeim svo í aug- um að þær vildu breyta til, En þær gera það samt ekki—ekki enn. Þær skipa Internationalnefndir, til að semja um þetta og ákveða hitt, áhrærandi alla mögulega hluti, sem þörf þykir á í það og það skiftið, nema þetta. Ef til vill hugsa hlutaðeigandi stjórnir að al- þýða tæki breytingum í því efni illa, þó ekki sýnist ástæða að hugsa svo, þegar litið er á allan fjöldann af prívat- félögum, meðal enskutalandi þjóða, er vinna, eða látast vinna, að brej'tingum í þessa átt. Þannig hafa heldur ekki Stóru stjórnmálamennirnirhugsað. Það er ekki langt síðan Gladstone gamli sagði: “Mérhefiroft fundizt að það hefði gert mig vitlausann, hefði ég ver- ið útlendingur og ég hefði átt að læra ensku”. En hvað sem hlutaðeigandi stjórn- ir hugsa um vilja alþýðu í þessu efni, þá hefir alþýðuviljinn nú nýlaga sýnt sig og það greinilega. I vor er leið samdi prentfélagið Funk & Wagnalls í New York skrá mikla yfir orð, sem það vildi breyta hvað stafsetning snerti. í Júuíuián. seiidi félagið sk. á þessa 300 ritstjórura enskra blað í ýmsuni hlutum Bandaríkja og bað hvern eipn að lofa að viðtaka eitthvað af breytingunum, ef 300 aðrir ritstj. fengjust til þess. Rauniu varð sú, að 150 lofuðu breyt- ingu að nokkru, ef ekki öllu leyti, og yfir 100 lofuðu að viðtaka allar breyt- ingarnar. Á þessu þóttist félagið sjá, að ekki stæði á alþýðu, ’ ef henni byðist tækifæri að breyta til. Hefir það og haldið áfram síðan og samið aðra miklu stærri skrá í 11 flokkum, sem það nú býður viðskiftamönnum sínum til við- tektar. Þessa nýju stafsetningu má sjá á vikublaði félagsins, Thz iÁterory Dtgeal, og þó mönnum fyrir venjuna þyki sum orðin óviðkunnanleg að sjá þau, þá finna sjálfsagt allir hve miklu nær stafsetningin er framburðinum. Sem sýnishorn teljum vér hér upp fáein orð, gripin rétt af handahófi. Orðin : wished (óskaði), hoped (vonaði), dressed (klæddist), umhverfast í: wiaht, hopt, dreat, Þannig er ‘ed’ umhverft í t í öll- um slíkum orðum, sem ekki taka hljóð- breytingu við framburð, og sama regla gildir við öll önnur orð, sem félagið vill fá breytt. Prologue (formáli—inngang ur) verður prolog, league (félag) leag, though (þó—þrátt fyrir) verður tho, gazette (tíðindi—sérstakl. stjórnartið.) verður gazet, quartette (fjórraddaður söngur) verður quarUt, programme (dag skrá—efnis-yfirlit) verður program ; þar sem hljóðlaust e er aftasti stafur í orði fellur það burt. Þannig verður granite —granit, fragile (brothætt—veikt) /'«- gil, medicine (meðöl) medicin, promise (loforð—lofa) promls, o. s, frv. Braad (brauð) verður bred, early (snemma) erly. Allstaðar þar sem stafirnir ph hafa f hljóð falla þeir burt, en f kemur í staðinn, þannig t. d. breytist philoso- phy (heimspeki) í filosofy, Pbiladelphia í Filadelfia o. s. frv. Þetta þykir góð byrjun, en ekki nógu langt gengið. Að 300 fréttablöð, eða fleiri, eru fús til að viðtaka þessa nýju stafsetningu, sýnir, sem sagt, að ekki stendur á alþýðu ef hlutaðeigandi stjómir vildu ákveða allsherjar breyt- ingu. En á meðan það er ekki gert, á meðan nemendunum í skólunum er kent að rita orðin fegurð, kurteisi, fjárhalds- maður t. d., þannig: Beauty, courtesy, guardian, en samtímis sjá þeir þau f blöðum og tímaritum þannig: beuty, curteay, gardian, á meðan hlýtur þessi nýbreytni að auka vandræði þeirra og lengja tímann, sem þau þurfa til að læra málið. En svo er ekki óhugsandi, ef nógu margir verða við áskorun þeirra Funk & Wagnalls, að hlutaðeigandi stjórnir fari þá að hraða umbótum. Það sýnist ekkert því til fyrirstððu að meðal enskutalandi þjóðanna sé viðurkend einhver ein mentastofnun sem aðal- authority hvað stafsetning snertir og sem hafi vald til að breyta stafsetningu þegar henni sýnist og á þann hátt sem henni sýnist og að sú breyting gildi hjá öllum enskumælandi þjóðum. Það vald hefir Akademíið franska á Frakklandi og er sú stofnun stöðugt að breyta staf- setning frönskunnar til bóta og fella burt hina mörgu hljóðlausu stafi. “Liberal“-sundrungin. ••Liberal”-blöðin, stór og smá, hafa gert meira en lítið veður út af því, að sundrung sé í flokki conservatíva, og er það vitanlega ekki tilhæfulaust. Jafn- framt hafa þau gumað af samheldinu í sínum eigin flokki og af því, eins og öðru, dregið þá ályktun, að þar sé einn votturinn um yfirburði þess flokks í öllu góðu. En hvað sem samheldninn1 kann að hafa liðið að undanförnu, þá geta þau ekki státað af henni nú. I Quebec-fylki að minnsta kosti er flokkur Lauriers kominn í tvent og er það or- sökin, að þeir urðu missáttir Laurier og Beaugrand, ritstj. blaðsins ‘Patrie’ í Montreal. ‘Patrie’ sagði eitthvað, sem Laurier féll ekki, svo að hann skrifaði bréf og kvaðst ekki viðurkenna að ‘Pat- rie’ væri málgagn ‘liberal’-flokksins.' Ut af þessu riswdeilur allmiklar og var meðal annars haldiðfram, að uppþotið væri sprottið af því, að kaþólska kyrkj an er alt annað en vinveitt ‘Patrie’, og af því að Beaugrand er kunnur að því að vera hlyntur eining Bandaríkjanna og Canada. Þessu hvortveggja neitar Beaugrand, segir að hvorugt það mál sé orsök { sundrunginni. Ekki heldur segir hann að vantraust á Laurier sjálf um sé orsökin, að því er sig snerti, heldur óbeit sín á öllum hægrihandar- mönnum Lauriers í Quebec-fylki. Aðal bardagamenn Lauriers i því fylki eru J.eir J. Israel Tarte, Eruest Pacaud og Charles Langelier, og það voru einmitt þessir menn. sem um árið voru höfund- ar fjárglæframálanna í Quebec í sam- bandi við Baie des Chaleurs-járnbraut- ina. Fylkisstjórnin átti kost á að fá brautina geröa fyrir $450,000 styrk frá stjórninni, en þessir herrar höfnuðu því boði, af því þeir þá fengu ekki rneir en $50,000 fyrir að útvega styrkinn. Svo var annað félag fengið, sem bauð þess- um heid'irsmönnum $100,000, ef þeir útveguðu $590,000 styrk, og það gerðu þeir. Þessum $100,000 skiftu þeir svo milli sin. Merciers og nokkurra fleiri meðhjálpara. Þetta er að eins eitt sýn- ishornið af þvísem þessir menn léku á ineðan Mercier var lifandi og réði lög- um og lofum í Quebec. í Montreal hefir bæjarstjórnin um fleiri ár verið i höndum þeirra herramanna, sem nú fylla flokk Lauriers, og að dómi “iiber- al”-blaðsins Witnes í Montreal eru þeir herrar vel á veg komnir að “rúinera” borgina. Að þess dómi lafir bæjar- bæjarstjórnin ekki saman á öðru en mútum. En nú Þykir þessum piltum verksvið sitt of aðþrengt orðið og vilja því ait til vinna að Laurier geti hertek- ið Ottawa. Takist það, hafa þeir tífalt stærri verkahring og tífalt meira í aðra hönd. Með þessum mönnum vill Beau- grand ekki vinna, en gjarnan með Lau- rier sjálfum, en fær það ekki, og af því leiðir þessa sundrung. Jafnframt guminu um sundrung-í flokki conservatíva, gera “liberal”-blöð- in meir en lítið úr fjölda fjárglæfra- mannanna í conservative-flokknum. Það er líka vitaskuld engin þurð á sam8konar blóðsugum og að ofan eru tilgreindar i þeim flokki. Það væri dæmalaust ef þess kj-ns piltar ekki slæddust margir í þann flokk, sem um mörg ár samfleytt hefir alla aðal-stjórn landsins í hendi sinni. Pólitiska sann- færingu hafa þeir enga og skifta þess vegna um skoðun í hvert skifti sem stjórnarbylting á sér stað, og að sjálf- sögðu ef þeir verða uppvisir og gerðir rækir úr þeim flokki, sem þeir þj-kjast fylgja, er svikin komast upp. Það er viðhald þeirra ærulausa lifs að vera þeim megin sem valdið og peningarnir eru. Komist þeir í klípur og vprði út- bolaðir, þá fylla þeir flokk andstæðing- anna, sem í völdin vilja ná. oggangaþá allra manna harðast fram í að bylta þeim sem veldisstólana skipa. Að svo er sér maður glöggt á Tarte, sem fyrir fáum árum var hlífðarlaus fjandmaður Lauriers, en er nú hans önnur hönd og hæsta ráð. Svo er um fleiri samskonar pilta. sem rækir hafa verið gerðir úr flokki conservatíva, að þeir eru vel- komnir meðhjálparar í flokki Lauriers. Þegar á þetta alt er litið, þá sýnist hvorttveggja sitja jafnvel á “liberal”- blöðunum, að brigsla conservatívum um sundrung hvað flokksmál snertir og að brigsla þeim um fjölda fjárglæfra- mannanna í flokki þeírra. Það situr á þeim ámóta vel eins og það situr á pottinum að brigsla pönnunni um að hún sé svört. Debs og Soveréign. Þeir eru hvergi nærri samdóma núna sem stendur verkamanna-foringj- arnir Eugine V. Debs formaður A. R. U. félagsins og W. J. Sovereign foringi Yinnuriddaranna, sem setið hafa á árs- þingi í Washington um undanfarna daga. Debs hefir látið í ljósi að vinnu- stríðin séu útlifiuð orðin og nái engan- veginn tilgangi sínum, enda hefir hann ástæðu til að vera vondaufur með ár- angur þeirra stríða síðan í fj-rra, að járnbrautarstríðið mikla endaði svo hraparlega. í þess stað virðist honum nú, að eina lífsvon verkalýðsins sé á- stundun i að kj-nna sér stjórnmálin og hagnýta sér kjörseðlana eins og má. Samtímis flytur Sovereign ræðu á árs- þingi vínnuriddaranna, sem að þessu leytinu lýsir alt annari skoðun, en þess- ari ný-viðteknu skoðun Debs. Ræða hans er hin grimmasta og ér engu lík- ari, en væri hún brot úr sögu Ignatius Donnelly’s (“Cæsars Column,”) þar sem lýst er ástandinu árið 1988 og gjörvallri eyðilegging alls þess, sem siðfágun og menning fylgir—eyðilegging sem sag- an segir óumflýjanlega af því alt gekk öndvert, auðvaldið réði öllu, en verka- lýðurinn svalt og átti hvergi griðland. Sá er munurinn, að Douelly segir í sög- unni, að þessi gjörvalla ej-ðilegging hefði orðið umflúin, ef viturlega hefði verið tekið í taumana fyrir 100 árum, þ. e., á yfirstandandi tímanum. Þá hefðu framsýnir menn séð hvað verða vildi, hvert stefni, en þeir hefðn ekki grip- ið tækifærið. En nú segir Soyereign að ástæðurnar nú |>egHr séu orðnar eins og Donnelly segirfrái sendibréfum Gabriels Weltstein (í sögunni.) “Auðurinn,” segir Sovereign, “hefir þegar fengið ein- veldi á öllu, sem framleiðslu tilhej-rir og verkamennirnir keppa hver á móti öðr- um um lej-fi og möguleika til að dVaga fram lífið. Auðvaldsstjórnin er óðum að sópa burt hinum síðasta örmul af ein- staklingsfrelsinu. Lögin hafa þegar verið þýdd þannig, að verkamannafé- lagsskapur sé glæpsamlegt samsæri,” m. m. þvíliku. Þó Sovereign og með- ráðendur hans í þessum ræðum sínum segi það ekki með berum orðum, þá má samt lesa það milli línanna, að þeir álíta ofbeldi eina ráðið til að rétta hluta fjöld- ans og brjóta auðvaldið á bak aftur. Þessi nýja kenning Debs, að leita eftir ráðning gátunnar með kjörseðlun- •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••« Hardvara! Allskonar harðvara fyrir alla. Stærsta og bezta upplag af harðvöru og olíu í Cavalier, selt við mjög’ vægu verði. Vér höfum vörur sem allir þarfnast, og yfir höfuð ailar þær vörur, sem mönnum getur dottið í hug að spyrja um, og sem tilbeyra harðvöruverzlun, ásamt steinolíu, Etc. Heimsækið oss og skoðið vörurnar. Landi yðar, Mk. Chr. Indriðason, vinnur í búðinni. Gangið ekki framhjá. Gáið að yðar eigin hag. John E. Truemner, Cavalier, North Dakota. um, er því lipurlegri miklu og réttlátari heldur en sú, að beita ofbeldi. En svo er það rneir en lítið þrekvirki, að gera byltingu svo að gagni komi með at- kvæðunum einum. Þar sem græðgin í peningana er eins alineun og einsstjórn- laus eins og hér í landi hvervetna, þá er meir en lítið þrekvirki að fá þá inenn eina kjörna á þing, sem fjöldinn má treysta til að láta ekki bugast fyrir lof- orðum auðvaldsins, sé þetta og hitt gert að lögum. Þá er það og litlu rainna þrekvirki að fá kjósendurna sjálfa til að fylgja þeim inanni viðkosn- ingar, sem engu lofar, sem ekki lofar að útvega þetta og hitt, ef hann nái kosn- ingu. Það þarf þrek til að ganga þann- ig móti gildandi reglu, meira þrek, en búizt verður við af nokkru einstöku kjördæmi á meðan öll hin halda gömlu venjunni og kjósa þann eða þá, sem mest trj-gging er fj-i ir að útvegi kjör- dæminu mestu upphæðina. Hvort- tveggja útheimtist þó, ef núverandi fyr- irkomulagi á að bylta með atkvæðunum einum. Og það er eitt enn sem útheimt- ist. Kjósendurnir verða i eitt skifti fyrir öll að sýna að þeir séu hafnir yfir það. að láta eigin hagsmuni sitja fyrir gagni lands og þjóðar. Með öðrum orð- um, þeir verða að sýna að þeir þiggi engar mútur, í hvaða mynd sem er, til að kjósa þennan eða hinn. Það er eða ætti að vera auðveldasta atriðið þetta. Til þess að hreinsa sig af þeim áburði, að allur fjöldinn sé falur ef nægilegt fé er i boði, útheimtist aðeins að hver um sig athugi hvílík skömm það er, hvilik synd gegn þjóðfélaginu, að selja sann- færingu sina fyrir peninga eða peninga- virði. Fj-rri en þetta er fengið er ekki von á verulegum umbótum hvað stjórnar- skipun og löggjöf snertir. Á ineðan einstaklingurinn lætur lítilfjörlega eigin hagsmuni buga sig, á meðan hvert kjör. dæmið keppir við annað um að ná í sem stærstan skerf af vel eða illa fengnum peningum, sem borgun fyrir meiri hluta atkvæðanna, og á meðan þeir einir eru kjörnir sem mestu lofa og mest hafa af peningum handa á milli til að svalla með í kjördæminu, — á meðan er ekki að búazt við betri lögum en þeim sem þingin sjóða saman ár frá ári. En rétt er það að kjörseðlarnir eru eina réttláta meðalið og undireins einhlýtt alveg — ef menn kynnu að brúka þá. Gömul þræta. - Hver var orsök í Frakka- og Prússa- stríðinu 1870? Þessi spurning er nú endurvakin á Frakklandi, þó ekki að líkum í þeim tilgangi að kveikja nýjan eld (?), heldur í þeim tilgangi, að kom- ast fyrir það sanna, ef unt er. Það kemur engum í hug að bera á móti því, að Napoleon III. hafi byrjað leikinn, en það sannar ekki að hann hafi þar fj-rir verið valdur að því voðasríði. Hans var höndin sem fj-rst hreyfði peð- in á taflborðinu, en það er ósannað að hans hafi verið aflið; sem stýrði hend- inni. Ráðherra Frakka í Prússlandi um það leyti var Vincent greifi Bene- detti og hefir honum lengi verið til- einkuð orsökin. Hefir honum verið borið á brýn að hann á fundi í Ems liafi talað svo ógætilega, að Vilhjálmur Prússakonungur (siðar Vilhjélmur I. Þýzkalands keisari) hafi reiðzt og hafi hann þannig óbeinlínis, ef ekki beinlínis verið orsök í styrjöldinni. Eftir því sem mánaðarritið “Re- vue de Paris” nú segir, verður þessu al- menna áliti algerlega umb.verft, að minsta kosti verður gerð tilraun til þess I Paris er nú í prentun ritgerð mikil eftir Vincent Benedette sjálfan, er hann reit Arið 1873, sem svar upp á ritgerð mn þRð efni efíi: hertogan.i afG’am- mont. er út kom 1872. Öll þessi ár hef- ir handi itið legið ósnert, en nú á það að koma fjrir almemiings sjónir. Og sem sýnishorn af þessari tilvonandi bók lief- ir “Revue de Paris” birt lítinn kafla úr henni, í ritgerð sinni sýnir Benedetti, að virðist Ijóslega, fram á, að hann sé saklaus af þeim áburði, að hann hafi ergt skap Vilhjálms konungs.Sýnirhann þetta með þvi að gefa nákvæmt yfirlit yfir alt sem gerðist á öllum fundum hans og konungsins um það leyti. Svo heldur hann því fram í ótvíræðum orð- um, að Bismarck gamli einn s$ sekur. Hann segir að einmitt þegar að þvi var komið að eytt yrði Hohenzollern- spænsku þrætunni og þannig, að bæði Frakkar og Þjóðverjar voru ánægðir með úrslitin, hafi Bismarck komið til sögunnar og gert miðlun málanna al- gerlega ómögulega. Það segir hann að “járnhöndin” hafi augsýnilega gert i þeim tilgangi að espa Frakka og knýja Napóleon III. til að senda út herboð sitt eins og varð. Hvað sem öðru liður, er þá lítill efi á að framvegis skella Frakkar þessari gömlu, þungu skuldabj-rði á Bismarck gamla einn og engan annan. En af þvi Bismarck er á lífi, er ekki óhugsandi að hann, eða einhver fyrir hann, taki penna í hönd og svari. Um náttúrpsafnið. Eftir Benedikt Gröndad. [Tekið eftir Fjallk.] Fá, fáein orð um náttúrusafnið. Raunar mun fáum þykja það þess vert að eytt sé orðum upp á það, og ekki var náttúrufræðisfélagið virt svo mikils að það yrði nefnt á nafn i Fréttunum frá íslandi 1894, en margt er ritað sem sumum finnst óþarft en sumutn þar«' og svo mun vera hér. Náttúrufræðis- félagið er ekki eins stöndugt og “frels- isherinn’ eða ‘sáluhjálparherinn’ eða ‘hjálpræðisherinn’. að það geti keypt sér hús handa safninu, og ekki hefir al- þingi enn þóknast að ráðstafa neinu í þá átt, ekki fremur en að miskuna sig j-fir hæli handa holdsv-nku aumingjun- um, sem nú hefir stórum verið spillt fyrir með því að hræða menn með sótt- næmi og heimskulegum lýsingum á mataræði og fatnaði íslendinga (hefði verið sæmra að bera þetta saman við ástand fátæklinga i útlöndum og sjá þá hverir verða ofan á)—en holdsveiku mönnunum liggur ekkert á, og heldur ekki þeim sem verða að halda þá—er annars látið við gangast i nokkru landi að setja þess konar fólk og niðursetn- inga upp á privat heimili? — en hvað sem þessu liður, þá hefir enn ekkert verið gert til þess að útvega safninu bjggingu, svo það getur enn sagt að það eigi h -ergi höfðí sínu að að halla. Því mun hafa verið fleygt, að nátt- úrusafnið sé ‘ónýtt’. Um það má nú raunar hver dæma sem vill, ‘sinum augum lítur hver á silfrið’. Samt sem áður má telja safninu ýmislegt til gild- is, og það getur gefið tilefni til ýmissa hugleiðinga, því að alt lífið er hvort sem er, bygt á náttúrunni. Þaðfyrst, að þar—eins og á öllum náttúrusöfnum —sést ‘drápgirnin’ í allri sinni dýrð. Öll náttúrusöfn eru grundvölluð á dráp girninni, því alt sem þar er geymt (að undanteknum steinum og bergtegund- um) hefir verið drepið til þess að geymast. Menn drepa dýrin bæði sér til matar og vísindalegra þarfa, og ef ‘drápgirnin’ ekki væri, þá mundi dýr- unum fjölga svo, að hín lifandi náttúra kæmist alveg úr jafnvæginu. Þess vegna er og ‘drápgirnin’ allsherjar eðli alls lifanda, dýrin drepa hvert annad og éta hvort annað, eiidasömu tegund- ar og sum jafnvel unga sína, ef kvenn- dýrið ekki hamlaði því (t, a. m. björn- inn). — Það annað, að á náttúrusöfn- unum ir.á sjá hið fagra og nytsama eðli áfengisins, því það er sá einasti lögur, sem hæfilegur er til að geyma kvikind- m uin »ld r og ii -\ i i iiol ’ . . r meira en gleðje ■ s n» hj. r fyllirii. þar sem J-að gejmii dýr, sein fallið hafa fyrr,- di apgirninm’. El alt áfengi væri bannað, | á niundi ekk- ert náttúrusafn geta verið til. Ég skal nú nefna fáeina hluti sem gera nátt- úrusafri vort fullt eins merkilegt og önnur söfn, eða merkilegra. Fyrst er að nefna hálcarlinn. sem er á safninu og svífur þar í loftinu rnilli himins og jarðar. Hann er að því loyti merkilegur, að það er sjálfsagt sarai hákarlinn sem glej-pti Jónas spá- mann forðum daga, en af því hann var nú orðinn svo gamall, þá hefir hann rýrnað svo rnjög, að hann er nú tíu sinnuni minni en hann var í broddi lífs- iris. þegar hann svarnlaði tneð Jónas innan um Míðjai ðarhafið og spjó honum svo einh ersstaðar á land. en þegar tíininn leið, þá flæktisl harni út um Njörfasiind og úl. í Atlantshafið og lá þar í áflogum við frændur sína og rýrn- aði við það ákaflega, þangað til hann lenti loksiiis hér í þaranum og flarktist í hrognkelsanet sem Hannes Magnússon átti; þar drapst þessi sundfæri Suður- landanna heros, hákarlanna þjóðhöfð- ingi og spámannsins biblíufasti beinhá- karl, og svo eígnaðift Hannes þær “Þygffu leifar” oggaf þær náttúrusafn- inu. Að þetta er satt, má sjá af því, að það stendur í biblíunni, enda hefir Gunnerus byskup, einhver hinn merk- asti maður á sinni tið, samið merki- lega ritgjörð til þess að sanna að sá fisk- ur, sem gleypti spámanninn, hafi verið hákarl, og virðist bj-skupinum sennileg- ast, að Jónas hafi setið í tálknunum eins og fugl í skógarlimi; segir hann (Niðurl. á 1. bls.) HERINN auglýsir fullkoiðna, kauplausa sáluhjálp handa öllum. Liðsmaður einn segir írá því hvernig hann frelsaðist. Hún segir : Ég þakka guði fyrir þær dásemdir, sem Paine’s Celery Com- pound hefir unn- t ið mér. Hershöfðingi Booth og hinn mikli sáluhjálparher eru nú voldugir orðnir í öllum álfurn heimsins. Með trumbum *ínum. söngvum og sálarhrífandi sálm- um vekja þeir upp hina hálfvolgu og köldu, hina skeytmgarlausu og vondu í öllum löndum undir himnunum, og nú eru þeir að vinna verk það, er gerir skömm sameinuðum tilraunum allra hinna kristnu kyrkna. Liðsmenn sáluhjálpar hersins þola þrautir og raunir og harðneskju og of- sóknir eins og hinn mikli Páll postuli á sánum tíma. Margir þessara dyggu liðsmanna, vinna dag frá degi, þjáðir og kyaldir af þj-rnum holdsins, álíka og hinn mikli heiðingjapostuli þjáðist af ; en miskunsamur og vitur stjórnari hefir fyrir vísmdin séð fyrir hinum þjáðu og sjúku þjónúm sinum. Mrs. H. Harbour frá Winnipeg, Man., er gamall dj-ggur liðsmaður úr sáluhjálparhernum hinum mikla;neydd- ist hún um tima til þess, að gefa upp starf sitt sökum hvalafullrar hjartveiki, nýrnayeiki og ýmissa annara kvilla, sem þjáðu hana megnum kvölum. En með því, að hún vissi vel, að þetta eitt hið mikla starf heimtaði hraustan og heilbrigðan likama, þá réði hún það af fyrir vizku sína, að reyna Paine’s Celery Compomul, því að hún hafði heyrt hvað það hefði bætt menn tugum þúsunda saman í Canada. Furð- aði bæði hana sjálfa, bróður hennar og systir á því hverjar afleiðingar urðu. Reynsla Mrs. Harbours á Paine’s Cel- ery Compound leiddi aðra liðsmeun sáluhjálparhersins til þess hundruðum Lesati góöur ! Þetia hið sama. dá- sau lega Paiue’s Ci lery Compound hefir hni söuut áhvif á þ.g, ef þú þjaist og ert ekki heill heilsu. Vinir þínir og ná- granrmr hafa reynt það, og hefir það gert þá Lrausta og heilbrigða, þegar önnur meðöl voru þrotin. í þeim tilgangi að hjálpa hinum sjúku skrifar Mrs Harbour á þessaleið, “Með mestu ánægju skrifa ég yður og þakka yður fyrir liið dásanilega lyf yðar Paines Ceíerj- Compound. Fyrir nokkru síðan var ég mjög þjáð, en svo vildi vol til, að ég sá eina af auglýsing- um yðar og las,ég þar um 'aðra sem læknast höfðu. Ég réði þá af að rejna Paines Celerj-Compound, og nú þakka ég guði fyrir allar þær dásemdir, sem það hnfir gert mér. Ég var sárþjáð af hjartveiki. af nýrnaveiki og allskoiiar sjúkloika; suma daga gat ég ekki á fæt- ur stigið, nenia með mestu kvölum; inatarlystin var svo sem engin. En síð- an ég fór að reyna Paines Celery Coin- pound hef ép farið að skreiðast um hús- ið og vinna störf mín, og nú get ég etið hvað sem fj-rir kemur. Ég trej-sti því, að vitnisburður rninn loiði marga til þess, að rej-na yð- ar dýrmæta meðal.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.