Heimskringla - 09.12.1897, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.12.1897, Blaðsíða 4
4 HEIMSKRINGLA, 9 DESEMBER 1897. Tilsögn. Tilsögn i ensku, munnlega og bók- lega. sömuleiðis í reikningi, skrift, landa- fræði o. s. frv.. verður veitt ad 571 Afexander Ave., Winnipeg. Guðrún Jóhannson. Winnipeg. Jónas Kortson, Mountain, N, Dak. er dáinn (Pioneer Express). Hra. Kristján Helgason. frá Vest-. fold, kom við hjá oss á föstudaginn var; fór heimleiðis á laugardaginn. Takið eftir breytingunni á lestagangi á Morris-Brandon-brautinni. Þessi breyting er mjög þægileg fyrir alla sem þurfa að ferðast með henni. Mr. Eiríkur díslason lagði af stað i ferð norður til Behrings River á þriðjudaginn var, og býst hann ekki víð að verða kominn aftur fyr en milli jóla og nýárs. 6. þ, m. gaf séra Hafsteinn Péturs- son saman í hjónaband hér i bænum Mr. Björn Björnsson, Olson, Gimli, Man , og Miss Gnðrúnu Sólmundson, Winnipeg, Man. Stúkan Hekla or nú að búa síg undir að halda hina 10. afmælishátíð Sina. Auglýsing um það kemur bráð- um, Hátíðin verður haldin á miðviku- daginn millí jóla og nýárs. Mr. Sveinn G. Northfield frá Hall- son, N. Dak., og Miss Stefanía Stefáns- dóttir, til heimilis hér í bænum, voru gefin í hjónaband af séra Hafsteini Péturssyni á þriðjudaginn í fyrri viku. Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í fyrri viku kom fram kvörtun frá manni sem hafði unnið fyrir Kelly Bro’s um að hann hefði að eins fengið 15c. um klukkutímann í kaup, í stað l7Jc. sem ákveöið er að bæjar ‘’contractois” borgi verkamönnum sinum. Það var samþykt að bæjarsjóðurinn borgaði manninum mismuninn, og heimtaði það svo aftur : f Kelly Bros. Landar, mun- iö eftir þessu. Hveitiþjófarnir frá Dakola, sem set ið hafa hér í fangelsi, og biðu þess að þeir yrðu fiuttir suður og mál þeirra ransakað þar, voru látnir lausir á laug- ardaginn var, að boði Bain dómara, sem sagði að það væri búið að gefa lög- reglunni í Dakota nægan tíma til að koma fram með þær sannanir sem hún þyrfti í málinu til að fá þá tíutta suður yfir, ef hún hefði á annað borð verið á- kveðin í þvi. Kol hafa nú fundizt skamt frá aust- urbakka Rauðár nálægtOtterburne, um 80 mílur frá Winnipeg. Kolin eru góð að sögn, og líklega mikið af þeim þar í grendinni. Bóndi einn, sem var að grafa brunn. fann kolin. Fyrst varð fvrir honum 12 feta þykt lasr á 60 feta dýpi, og á því nær 120 feta dýpi korn íiann niður á annað kolalag, en hversu þykt það er, vita roenn ekki enn. Fé- lag hefir nú þegar verið myndað til a^ gera frekari rannsóknir. Efkoliu reyn- ast góð, eins og útlit er fyrir, þá er þetta nytsamur fundur fyrir Winnipeg að minsta kosti. T ombola. og. 5kemmti= samkoma verður haldin í UNITY HALL, (Corner Pacific Ave. & Nena St.) Fimtud. 16. Desember. Tombolan byrjar kl. 8 e.h. Híísið opnað kl. 7. Inngangnr 25 cts. Einn dráttur ókeypis. Lítið fræðirit með Is/enzku Almanaki. Stefan B. Jonsson er að gefa út lítið fræðikver ásamt Almanaki með íslenzku tímatali fyrir næsta ár, 1898. Það á að verða í þriðjungi stærra formi en Almanak hr, Ól. Þorgeirssonar hefir verið, og auk þess hérumbil helmingi stærra að blaðsíðutali, og á að kosta hlutfallslega jafnmikið. • Það verður til sölu meðal íslend inga víðsvegar um landið, fyrir næstk. nýár (og líklegast fyrir jól. Mr. Hutchings hefir nú afráðið að hætta að sækja um borgarstjóraembætt- ið. Mr. Krist. Hermannson frá Pem- bina kom til bæjarins í fyrradag og býst við að stanza hér um tíma. Bæjarráðið hefir nú ákveðið að skila Mr. Kelly aftur þeim $500 sem hann lagði fram samkvæmt því sem áður er sagt, en haldið verður áfram með rann- sóknir í málinu. Þeir sem þurfa að ferðast milli Winniþeg og Nýja íslands í vetur, ættu að lesa vandlega auglýsinguna um hina “nýju fólksflutningalínu” sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Það verða tyeir sleðar í förum fyrir þessa “línu” i vetur, og hefir ekkert verið tilsparað að hafa allan útbúnað sem fullkomnastan. Báðir keirararnir eru duglegir menn og vanir slíkum ferðum ; en einkum er hr. Kristján Sigvaldason mörgum kunnur, og hefir hann flutt fólk og farangur á þessari braut um lengri tíma en nokkur annar, og jafnan reynst mjög vel. Hinir vanalegu vetrar Excursins $49 farseðlar, til og frá Austur-Canada, eru nú til sals. Þetta er bezta tæki- færí til þess að heimsækja vini og vandamenn í Ontario og Quebec, I sambandi við þessar ExcursionS ætlar Northern Pacific fél. að hafa á farþegja lestum sinum á hverjum þriðjudegi i Des. Pullman Tourist-svefnvagna; kost ar rúm fyrir tvo að eins $1. Þriðju- dags-lestirnar mæta í St, Paul daglest- unum til Chicago, þar sem þær aftur mæta lestum Grand Trunk, Vabash og Michigan Central brautanna, sem ganga til allra staða í Canada. — Allir umboðsmenn Northern Pacific fél. gefa allar uppiýsingar sem um er beðið. Rétt núna barst oss í hendur ís- lenzkt almanak fyrir 1898, eftir Mr. Ólaf Thorgeirson. Sá hluti þess sem höndlar um tímatal, er sniðinn eftir ís- lenzkum almanökum frá Islandi, og er mjög'greinilesur. Auk tímatalsíns hef- ir almanak þetta ýmsan fróðleik með ferðis, sem kemur sér mjög vel, og er gagnlegur í mörgum greinum. Leið- beiningar um kurteysisreglur, töflur um stærðir ýmsra borga, stærðir ýmsra himinhnatta og fjarlægðir í geiminum, lengdir járnbrauta, helztu viðburðir á árinu (’97) og skýrsla um mannalát á árinu (’97). ásamt smásöguin, sem í kverinu eru, gera kverið eigulegt og út- gengilegt. Kverið er 52 blaðsíður að stærð, fest inn í laglega kápu og all- vandað að prentun og frágangi. — Verðið er 10 cents. Manhattaii llurse and Cattle Food er hið bezta þrifafóður handa gripum. Tilbúið af R. H. Peel, Winnipeg, Man. Mr. Gunnar Sveinsson mælir með þessu gripafóðri. Almanakid FYRIR ARIÐ 1898 er nú fullprentað og verður í þessar viku sent til allra útsölumanna þess sem verið hafa að undanförnu, og fleirum. Verðið það sama og áður 10 cents. Oliifur S. Thorgeirsson. P. O. Box 585, WINNIPEG. Nefndin sem stendnr fyrir þessari samkomu, hefir gert sér alt far um að vanda til hennar, og lagt í tölu- verðan kostnað í því skyni. Það er ekkert skrum að á tomholunni verða óvenjulega jafn-nýtilegir munir, og sumir alt að $5.00 virð, margir eins til tveggja dollara virði. Prógram- ið sem hör fer á eftir, mælir með sér sjálft og er óþarfi að fjölyrða um það. Þó má geta þess, að líklega verður 2—3 númerum fleira á prógramminu en bér er auglýst. Auk Almanaksins inniheldur kver þetta mjög nytsaman fróðleik af ýmsu tagi, — svo nytsaman fróðleik, að hann getur orðið, i fleiri eða færri tílfellum blátt áfram peningalega arðberandi, beinlínis fyrir hvern er vill færa sér hann í nyt. Útgefandinn vonast þess vegnaeft- ir að kver þetta nái almennri hylli og útbreiðslu meðal Islendinga, þar eð bú- ast má við, að svo að segja hcer einasti maður sjái sinn eiginn hag i því að eignast það. PROGRAMM: 1. Cornet Solo.......... H. Lárusson. 2. Ræða............ B. L. Baldwinson. 3. Solo.............Jackson Hamby. 4. Recitation......Miss G. Freeman. 5. Solo.................... Forslund. 6. Instrumental Music... .Miss Benson. Miss Johnson, Mr. Wm. Anderson. 7. Recitation...........O. Eggertson. 8. Solo.............................S Anderson. 3. ÁRSHÁTlÐ... TJÁLDBÚÐARÍNNAR VERÐUR HALDIN MEÐ Concert and Social, í TJALDBÚÐINNI, CORNER SARGENT AND FURBY STR. ÞRIÐJUD. 14. þ. M. Klukkan 8 e. h. Programm: 1 Bræðrabandið flytur Tjald- búðinni afmælisósk. 2 Wm. Anderson, Instrumental music; 3—6 Miss Thomsons: söngflokkur. Solos, vpplestur o. s, frv. 7 St. Anderson. Solo; 8 S. Þórðarson: Tala; 9 S. Ross: Solo; 10 B. T. Björnson: Upplestur; 11 Mrs. Carson: Solo; 12 Mrs. T. Lund og N N: Duet; 13 Rev. H. Pétursson: Tala; 14 S. Ross: Organ Solo; 15 J. Jónasson: Solo; 16 Ágætar veitingar. Inngangur 25 centsfyrir fullorðna, 15 cents fyrir börn innan 12 ára. Winnipee-markaðurinn. Gott, heimagert smjör 12 —14c. ‘Factory”-ostur ............. 10 —12 “ Egg, tylftin ................ 15 —16 “ Endur (parið) ............... 15 —30“ Gæsir, viltar,hver .......... 30 —50“ Svínafeiti, 20 pd. fata... $1.70 Nautakét.................. 4 —6“ Kindakét...................... 7 —8 “ Svínaket...................... 6 —7 “ Kálfakét.................. 5 —7 “ Lambakét ..................... 7 —8 “ Nautahúðir, pundið ....... 6J—7 “ Fersk sauðskinn ......... 30—35 ‘ ‘ Hestahúðir .*............. 75—1.25 Ull, pundið (óþvegin)..... 8—9| “ Tólg ......................... 3| Jarðepli................... 25—35 “ Naut, á fæti, pundið ..... 2—2J “ Hey (tonnið)..................... $5—7 Eldiviður (faðmur) : Tamarac............. $4,25—4,50 Pine.................. 4,00—4,25 Poplar.............. 3,00—3,25 Hinn 14. Okt. síðastl. dó í Tracadie- hospitali,N.B, Mrs.Elín Jónsdóttir.kona Gunnlaugs Jóhannssonar Freemanns sem er bóndi í Vatnsdalsnýlendunni. Elín sál. var fædd 20. Júlí 1858 á Brita. Þelamörk, Eyjafjarðarsýslu, og ólst þar upp hjá foreidrum sínum þar til hún var 6 ára gömul. Þaðan fór hún til móður- systur sinnar, Ingileifar Jónsdóttur, að Gröf i Kaupangssveit og dvaldi' þar fram á fermingaraldur. Þaðan fór hun að Silistaðakoti og var þar fram að tvítugs aldri. Siðustu 11 árin sem hún var á Is- landi, var hún í Yztabæ i Hrisey. /14. Sept. 1886 giftist hún Gunnlaug J.Free- mann, og fluttist með honum árið 1888 frá íslandi til Canada. Þau hjón eign uðus 3 börn sem öll eru í æsku. Um eiginleika Elinar sálugu er það óhætt að fullyrða, að hún hafði flesta þá -kosti til að bera, bæði sem kona, móðir og húsmóðir, sem eru skilyrði fyrir lukkulegu heimilislífi, eins og hún líka vann sér hylli allra utan heimilis, sem kyntust henni. og hennar því sártsakn- að fyrst af eftirlifandi manni og börn- um og öllum öðrum sem eitthvað höfðu við hana að skifta. Tantallon, Assa, 23. Nóv. 1897. Gunnl. Jóhannsson Freemann. Selur demanta, gullstáss, úr, klukkur og allskonar varning úr guili og silfri. Viðgerðir allar afgreiddar fljótt og vel. - - - Búðir í - - - Cavalier Pembina. Al$konar barna- # m myndir agætlega teknar. Myndir aj ollum tegundum mjog vel teknar. Mitchell’s ljósmyndastofa er hin stærsta og.bezta í Canoda. að gera alla sem ég tek myndir af ánægða. Ég ábyrgist J. F.JVIITCHELL, 211 Rupert Str. - - Fyrstu dyr vestur af Main St. $ 10,000 Við meg’um til með að fá $10.000 í peningum fyrir vissan dag; sama hvað það kostor,—við megum til með að hafa það. Og við SKULUM hafa það. Til þess að geta það hljótum við að selja mjög ódýrt. Skoðið eftirfarandi verðlista, þá munið þið sannfærast um að við meinum þetta. BUXUR 50% ódýrari en hjá öðrum í bænum. ALKLÆÐNAÐIR fyrir karlmenn 40% ódýrari en hjá öðrum. KARLMANNA FUR COATS frá 12 til 55 dollara. KARLMANNA FUR LINED COATS á 18,50 til 90 dollara. KVENMANNA FUR JACKETS 12,50 til 48,50 dollara. • Og alt eftir þessu. The Blue Store. Merki: Blá stjarua. 434 Main Street. A. Chevrier. #################€######## # # m # # # # # # # m # Hvitast og bezt —ER— Qgilvie's Mjel. m # # # # # # m # # # # # 1 Ekkert betra jezt. s # # ########################## »>anna, Þessar sjónir voru óglöggar í fyrstu, en þegar bann horfði lengur virðu þær skýrari sem á eftir komu. Hann sá sjálfan sig, Ford og Fitch. að hon- nm virtist í stórum bogahvelfdum helli, Það glitraði á gimsteina i bergiriu. Þar voru og hrúgur af gullbútum líknm þpim sem Jose Ro- drigues hafði komið meðúr féhelli Incaanna, og köstuðu þeir aftur frá sér glampanum af blysum þeim er þeir báru. En einiægt var hjá þeim audlit stúlkunnai Imozene. 1 >6 að ruyndir þess- ar flytu hraðfara fyi ii augu honum eirs og í Kídeidoskope, þá var engin þeirra fullkomin án hennar. 8vo snerist og byltist skýið, engdist sundur og saman eins og rnaður í dauðateygjum, og sá h. an i gegnum það myndir af klettum miklum með röndum af glitrandi gulli. Sá liann þar menn vera að vinna hinn dýra málm. Fyrst var þnð hann og félagar hans. svo liættnst aðrir við. Husog {)orp þutu upp á hinum ósléttu bölum í fjðllunum. Námumennirnir fjölguðu Svo sá hann þenna friðsama fjalladal Indíánarma aflur. — en, ó, hve brevttur var hann orðinn ! Birtan á mynd bessari var danf. er þar sá hann dauða m>nn liggja endilanga, tjarnir af blóði og ógur- leiian bardaga Námumennirnir vorn að berjast TÍð hina gömlu íbúa dalsins. Sjálfen sig sá bann berjast í (lokki binna síg- nrsadu livílu manna. Hann bæði veitti öðrum högg og fékk þftu sjálfur. Orustugnýrinn lét í eyrum homun. Svo lauk þessum voðalegu marm urloftið, en enn þá var sólin ekki komin upp fyrir kFttabrúnirnar, sem luktu um dalinn. Niðri þarna var enn þá dimt. Hann sá fólkið þyrpast inn I hið opna svæði framan við niuster- ið. Þar hlaut að vera saman komin nálægt þús- und raamis — karlar, konur og böru. Höfðu tveir hvítklæddir prestar gei t hávaða þennan, sem vakti hnnn; stóðu þeir sinn hvoru megin við innganginn og slógu trurnbur miklar. er þeir. héldu á. Brátt kom skrúðganga út úr musterinu og hættá þá trumbuslátturinn. En prestarnir í far- arhroddi höfðu litlar symblur *. sem þeir slógu saman i sífellu og varð af háx aði nokkur. Gáfu þessar þunnu symblur af sér hátt hljóð og skært ekki neitt, óþægilegt fyrir eyrað. Prestarni gengu hægt og liægt út í fordyrið, tveir og tveir satnan. Þeir sem ekki hiifðu symblur veifuðu málmdiskuin með brendu reyk- elsi og lagði af því sætari ilrn. Svo gengn prest- arnir rnður tröppurnar og skipuðu sér un'hverfis altariö. Þá kom öldungurinn. Þjónn einn leiddi fram kiöling lítinn, var hann tekinn og lagður á altario ofan á brennihrúgu, sem þar hafði verið áður. Æðsti [presturinn hélt niður dýrinu með vinstri hendi og braust það um nokkuð, en með hægri hendi reiödi hanrt á loft Iiníf rnikinn úr bronzi, Lýðurinn söng á nieðari, en bjarminn. óx á loftinu og skuggarnir iæddust burtu úr dalnum. * Symblur, Cymbol: málmskjöldur lítill. — 71 — Alt I einu kom sólin upp. Ilún skauzt upp á bak við fjallstind einn og sló binum fyrsta geisla á andilt og bi jóst æðsta prestsíns. Söng- urinn breywist í óp mikið og hnífnum var stung- ið í hálsinn á fórnai dýrinu. Hljóp þá til annar {ijónn meðlogandi blys, og á augabragði sentust blossarnir til bimins frá hrúgunni á altarinu, en hljómurinn af röddum Indíánam a steig sem hin ar djúpu nótur á orsreli. A’ar söngur þessi hin hátíðlegosta athöfn, sem Ameríkumaðnrinn nokkru tinni hafði hlustað á. Svodreifðust þeii. en Keeth gekk lieim að húsi sínu undrandi mjög. Honum var svo borinri morgunverður, og er hann hafði etið hann, gekk hann' að hitta. þá Ford Kinsale og Bob Fitch. Enginn lagði hindr- an á veg hans, og fann hann brátt hús það. er þeir voru i. Sá hann að dyrnar voru opnar og leitinn. Sátu vinir lians þar enn að rnoigun- verði flötum beinum á gólfinn og voru kátir að sjá yfir niat sínum. ‘ Það er þó eitt gott við þetta, Fiteh”, sagði Ford rétt i því aðKeeih kom, “að þpssir ber- fættu heiðingjar ætla þóekki að svelta okkur”. “Aláské þeir ætli að fita okkur áður en þeir fórna okkur”. sagði Englendingurinn ólnndar- lega. “Hvaða vitleysa!” “Það getið |iér ekki vitað. herra minn. Kg átti frænda einn—sjómann, hann var—og bann leið skipbrot hjá mannætunum í suðurhöfunum, Hann sagðist aldrei liafa átt svo góða daga á æfi sinni hvað matiun snerti”. — 67 — drápum. Dalurinn var stráður likum hinna föllnu. Það voru engii eftir af afkomendum In- caanna til að berjast f.vrir heimilum sinum og arni. En maðurinn. sem honurn þótti veræ hann sjélfur, hélt áfram að berjast. Á inóti honum kom einn óvinur — einhvernveginn svo grannur og loftkendur, að hann slapp einlægt’undan höggum haus Hann var allur htilinn möttli, og aldrei gat hann séð andlit hans. Loksins klauf hann harin i herðár niður með sverði sínu. Hann kipti alblóðugn sverðinu úr magnlausum líkam- anum og veifaöi því sigrihrósandf yfir liöföi sér. En þegar fjandmaður hans hné að velli, bar af honum möttulinn svo að hann sá andlit hans. Það var hið hvíta dauða andlit stúlkunnar Imo- zene. Keeth rak upp feykna hljóð við þessa voða- legu sjón. Hann hraust um ákaflega og barðist við a'ð ná andanum. Þá fann hann það alt í einu aðhann lá í fuðmi ganila prestsins, og hélt harm glasi af e iihverju víni upp að vörum hans. "Dre.ktu". sagði hnnu. og er Keeth hlýddi, bæitihonn við: “Muridu nú eftir því sem þú hefir séð Svona mun það fara, ef að þjóð mín sleppir þér lausinn. Gleymdu þessu ekki, fljót- ráöi maður!”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.