Heimskringla - 06.01.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.01.1898, Blaðsíða 1
Heimskringla XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA, (»'. JANUAR 1898. NR. 13 FRBTTIR. Hræðilegt slys vildi til i London, Ont., A miinudaginn var, eftir nýaf staðnar bæjarstjóinarkosningar. Um tvö þúsund manns höfðu safnast saman í bæjarrAðssalnum,til að hlusta á ræður þeirra sem unnið íhöfðu kosningarnar. og varð stundum hark mikið af hendi tilheyrendanna. Byggingin sem var gömul en þó álitin sterk, þoldiekki skarkalann og áður en »nokkurn varði brotnuðu bitarnir undir loftinu, sem salurinn var á, á stóru syiði og um 150 manns slengdist í einni þvælu ofan í skrifstofu bæjarverkfræðingsins. sem neðanundir var, en járnskápur mikilll, sem staðið hafði A loftinu Asamt hitun- aráhöldum, valt á eftir "fan A fólks- dyngjuna, sem nið?" ^.i, og marði til dauðs milli*- .f- i i s. Fjöldi fólks skaðaðist, en hve margt það var vita menn ekki, því ótal hend- ur hjálpuðust til að flytja það burtu, en margir sem meiddust er Alitið að deyi, og suroir verða ö>'kumlamenn alla æfi. Þegar fólkið í salnum varð vart við það sem skeð hafði, kom á það æði mikið; allir reyndu að komast til dyranna sem fyrst og tróð hver annan undir og meiddist af því fjöldi fólks fyrir utan það sem fellu ofan um loftið. Borgar- stjórinn nýkosni var einn af þeim sem meiddust; hann fótbrotnaði. Ekkert ákveðið hefir gerzt í Kín- verjamAlinu síðustu daga. Stórveldin ligfSJa Þar vígbúin, grafkyr og bíðandi eftir því sem séð verður, og eru líklega i þagnarþey að reyna að koma sam- komulagi A. Sú eina bending sem komið heílr síðustu dagana er sú að yerið sé að semja um $16,000,000 lán í London, fyrir Kínverja,þar eð lAntöku- tilraunirnar hafi fallið í gegn i Péturs- borg og Paris, og bendir það A að þau hlunnindi sem Kínuerjar ætluðu að gefa lánveitendum, lendi nú i höndum Euglendinga, enda munu þeir hafa ætl- ast til þess og róið að því öllum Arum að Húsinn og Frakkinn nAi sem minstu taumhaldi k Kína.Sem tryggingu fyrir láninu, er Kina að hugsa um að gefa Englendingum ráð yfir skatti af land- eignum. og undir niðri hafa Englend- ingar farið fram á að fá landspildu nokkra i viðbót, en ekki er ætlast til að það verði opinbert fyrst um sinn. Ófriðarhorfur með Norðmönnum og Svíum aukast, heldur en hitt. 'Ver- densgang' segir að Sviar hafi leynilega látið skoða ýms hervirki í Noregi í Ágúst í sumar, og að þeir ætli að setja upp herstöð mikla við Ostersund.nAlægt landamærum Noregs og Svíaríkis. Svensku blöðin hafa hótanir í frammi, og Norðmenn sðmuloiðis. Bandaríkjaþingið hefir uú búið til lög, sem fyrirbjóða þegnum Bandar. að veiða sel i Beringssundinu annars- staðar en á Pribeloff-eyjunum og hafa lðg þessi veríð staðfest af forsetanum. Þessi sömu lög fyrirbjóða líka að flytja inn í Bandaríkin öll selgkinn sem fást annarstaðar en á eyjum þessum, eða með öðrum orðum, öll selskinn af selum sem veiddir eru á sæ úti. Nú stendur svo á.að aðeins eitt fél.North Amerícan Commercial Company, hefir leyfi stjórn arinnar til að veiða sel k Pribeloffeyj- unum, og leiðir af því að féiag þetta hefir með lögum þessum fengið einka- leyfi á selskinna-verzlun Bandarikj- anna. Félag þetta skuldar stjórninni frá fyrri árum yflr 1 miljón dollara. Þá upphæð ætti hún að fa, en það er ólíklegt að lög þessi verði vinsæl, enda virðast þau bygð á frabærri skammsýni eða hlutdrægni. Sagt er að Vilhjálmur keisari víð- fðrli eða fet ðalangur, hafi nú sent ka- þólskan pr°st sein verið hefir í Kína á fund páfans til þess að fá hann til að láta kaþólska þin.nmenn k þingi Þjóð verja ver með fjArveitingum til að auka hers. paflota Þjóðverja, og hefir páfinn að sögn orðið við þeirri bón. Hann hyggur auðsjáanlega að það geti orðið hagur fyrir útbreiðslu kaþólsk- unnar eystra, að fá herskipastólinn auk- inn svo Þjóðverjar geti boðíð Kínverj- um byrginn ef þeir amast við trúboðum eystra. Páfinn hafði áður neitað að skifta sér nokkuð af pólitík Þýzkalands, en þegar hans heilaga hátign sá að ná- unginn 1A svona vel við högginu, þá lét hann exina falla. 0, "þínir vegir eru órannsakanlegir-'' Frá Dawson City. Á sunnudaginn var kom Mr. Tre- mayne frá Dawson City hingað til bæj- arins og hafði hann lagt af stað þaðan 21. Nóv. síðastl. Mr. Tremayneer einn af þeim sem fór héðan í fyrravor til að leita gæf unnar í Klondik og hefir honum gengið dável, þó vonir hans hafi máske ekki að öllu leyti uppfylzt. Hann segir að mikið af þeim undrasögum sem að vestan berist sé slúður, en alt um það see-ir hann horfurnar allgóðar, og ekki býst hann við að neinn bjargarskortur verði þar í vetur. Winnipeg- og Selkirkmönnum sem vestur fóru hefir liðið vel og sumir þeirra hafa náð í talsvert góðar námalóðir. Kaupgjald segir hann líkt og hafi verið, $1—1,50 um klukkutímann. Lög- reglan er góð, og hið fyrsta hæstaréttar- dómþing í Klondike var háð þar i haust Sðkin var þjófnaður k gullsandi, og gekk alt siðlega til, þrátt fyrir það að þar er fólk úr öllum Attum. Mr. Tremayne álitur að Dawson City verði talsvert stór bær með tíman- um. íbúatala hans er nú um V000. Af þessari fólkstölu eru 250 kvennmenn. Af þeim eru 60 gifjar konur sem halda hús. Svo eru aðrar sem vinna við að þvo föt fyrir 75c. flíkina, nokkrar sauma fyrir $15—40 A dag, og enn aðrar hafa um $1000 um mAnuðinn fyrir að dansa, og sést af þessu að kvennfólk hefir sæmilega atvinnu þar ennþá. Mr. Tremayne fer vestur aftur með vorinu tii að vinna k lóðum þeim sem hann hefir eignast hlut í, og býst hann við að fjöldi fólks streymi þangað að sumri. Ferðalagið til Klondike er örðugt og vegalengdin er um 25 hundruð mílur ; 12 hundrud'mílur með jArnbraut vestur, um 7 hundruð mílur sjóveg norður og 0 hundruð mílur landveg gangandi og ak- andi yfir fjðll og firnindi, ár og stöðu- vötn. A leiðinni frá Dawson City suður eftir varð kuldinn 62 stig fyrir neðan zero. & ???????????????????????????????????????????????? Qullstass. tt ? ? ? ? ? ? ? ? ? Þegar þið þarfnist einhvers af þeim varningi sem ég höndla ? með, svo sem Alls konar gullskraut, úr og klukkur, þá komið við í Mðinni hjá mér, það er ykkar eigin híigur. Eg ? sel sérstaklega ódýrt núna fyrir ný.'irið, oghefi meira af vörum til f að velja fir en nokkru sinni fiður. Munið lika eftir gleraugunum ? sem ég sel Ódýrara en nokkur annar í bænum, og vel þau ná- ? kvæmlega eftir sjón manna. , t l ? ? ? ? ? ? X P. ö.! i !!«•«'"" 'J'" "" u~..-«. .......---«™ lJlll.fll.JU, $ getið þið fengið betri úr hjá mér fyrir $6.00. t ? ? ^????????????????????????????????????????????????^ Q. TH0MA5, 598 HAIN 5TREET. í staðinn fyrir að senda eftir úrum fyrir$6.50, getið þið fengið betri úr hjá mér fyrir $6.00. ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? Hra. Sigfus Anderson. Þökk fyrir tilskrifiðí Lö'jbergi síð- ast. Bréfið þitt er lagletrt eftir kring- umstæðum, og líkist föðurnum. eins og við var að búast. Það er orðmargt og efnislítið, óðmAlt og glapmált, eins og þú átt vanda til. en verður þó sjálfsagt lengi geymt á. helgnm stöðum og í skjalasöfnum eins og vel a við, þar það er eftir mann sem hefir Aunnið sér Aln- arlanga frægð með því að tala margt, en skilja lítið. Jæja. aumingja drengurinn. Þú hefir reiðst af því,sem ég sagði í Heims- kringlu 16, fyrra mánaðar; púhefir tek- ið það til þín og það án þess það væri viljandi að þér rétt, frekar en hverjum öðrum, sem hlut gat Att að máli, því þegarég skrifaði greinina, vissi ég ekki að þú værir valdur að því. að spurningin var lögð fyrir mig. Eg grenslaðist ekkert eftit því í svipinn hver hefði hrint málinu af stað og skrif- aði því um það alment og án þess að hafa nokkra eina vissa persónu í hugan- um, á þann hátt að allir sem sekir væru gætu tekiðþað að sér og allir aðrir lAtið það ógert; því það er lygi Sigfús minn að ég hafi sagt að allir sem hafa aðra skoðun en TJnitarar séu illgresi mann- félagsins o. s. frv. En það sagði ég að þeir sem feldu ósanngjarnan dóm yflr Unítara, dóm eins og þann er olli spurn ingunni væru illgresið í mannfélaginu o, s, frv. Þetta hefir þú tekið að þér og þet.ta er þér velkomið að eiga ef þú vilt, það er langt frá að það sé nokkr- um inanni of gott. Að slá þessu ranghermi útíöðru eins ritsmíði eins og grein þin áað vera, er slæmt. Það er þó ekki eini gallinn sem á henni er, en það veizt þú náttur lega ekkert um. eins og ekki er von.Það væri ósanngjarnt að ætlest til þess af þér og mér dettur ekki i hug að gera það. Það má afsaka það alt saman með því að mannanna verk séu ófull- komin, og það er lika, þér að segja, eina afsökunin sem dugar, því greinin er að flestu leyti ómynd, að öðru en tilgang- inum; hann er greinilegur, svo greini- legur að hann riður hugsunina á slig. Þú hefir rembst of mikið við formálann og staðhæfingarnar, glamrið og dóna- skapinn sem í honum er. Hann er eins og skárasláttur viðvanings á ó- sléttu engi, ljarinn kemur ekki niður nema k stöku stað og rífur þá upp mosa mtð þjóhælnum. En þegar til rök- semdanna kemur, hvað skeður þá ? Viðvíkjandi spurningunni »em spyr um það hvort TJnítarar séu lakari sort- in af íslendingum, segir þú: "Fyrst er þá að gera sér grein fyrir hvað liggur í spurninguuni. Eg í það minsta skil hana á þessa leið, að Unítarar auðkenni sig frá öðrum ísl. að eins með því að hafa þessa sérstöku trúarskoðun, bg svo h v o r t þeir skuli álítast nokkuð lakari fyrir það------, "Eg skil hana A þessa leið — hvort" — Hvern déskot- ann ætlaðirðu nú annars að segja hér? Þorðir þú ekki að se^ja það sem þú hugsaðir eða var hugsunin eins 'klus- uð' og orðin? Og svo segir þú enn fremur: 'Því það er víst ekki verið að spyrja hér um, hvort þeir séu siðferðis- lega skoðað verri menn, frómari menn, sannsöglari menn o. s. frv. Því þá hefði það legið i spurningunni, þA hefði hún verið öðruvísi orðuð". Hvernig veiat þú það? Hún er nægilega yfir- gripsmikil til að innibinda þetta alt saman, ef hún er ekki lesin upp á Fús isku, og þaðliggur beinast við að þeir sem heyra þvaðrað um liað. að Unitarar séu lakari sortin, hugsi að átt só við að þeir séu siðfeiðislega lakari, og þó þú kanské vitir það ekkí Sigfús minu, þA heyrir það, að vera frómur og saunsög- ull undir það að vera siöferðisgóður. Eina sökin sem þú þorir að bera beint A Unitara er sú, að þeir liafi sérstaka crúarskoðun, (þvi þetta : "og svo hvort þeir skuli Alítast nokkuð lakari fyrir það/' tek ég ekki með í reikninginn, ég skil það ekki eins og það stendur þarna og verð því að bíða eftir skýringum við það), og þessi sérstaka trúarskoðun, þó þú augsýuilega lAtist Alíta að hún standi í engu sambandi að neinu leyti við siðferði, finst þér nægileg til að gera þA að lakari mönnum. Ó, míkið er heimskunnar pund ! Skyldi annars nokknr lifandi maður A jörðunni hafa verið til fyr eu nú svo vitlaus, að hugsa að það hafi nokkurn tíma verið til trú- arskoðun, sem ekki stóð að einhverju Ieyti í sambandi við siðferði ? Þú ætlar að ganga inn á það að Unitörum sé ekki mjðg ábótavant hvað siðferðið snertir, og svo læturðu á þér heyra að þeir hafi unnið einn hræðilegan glæp með því að rjúfa skírnar og fermingar sáttmAla sinn. N11. heyrir það ekkert undir sið- ferði að rjúfa sáttmAla? Jú, það er sið- ferðislega rangt að rjúfa súttmAla, ef hjA því verður komist, og ég tek fyrir gefið að þú hafir ætlað að segja það, þó samanburðurinn A orðalaginu sýni ann- að, en það vill nú svo einkennilega til, að skammsýni þín hefir sett þig A rétta braut, því einmitt i þessa atriði er það ekki siðferðislega rangt að rjúfa sátt- mAla. Skírnar og fermingareiðurinn, sem er raunar eitt og hið sama, ef ég mætti benda þér A það, er tekinn af flestum þegar þeir annaðhvort vita ekk- ert hvað fram fer. eða hafa svo óljósa hugmynd um það, að þeir vita ekki hverju þeir lofa, eða þá í þriðja lagi að foreldrar og aðstandendur neyða ung- lingana til að afleggja eiðinn. í öllum þessum tilfellum er því þetta fremur nauðungareiður heldur en sjAlfviljugur eiður, en það að rjúfa nauðungareið er aldrei siðferðislega rangt. En það er siðferðislega rangt af hverjum sem er, að lAta unglingana vinna þennan nauð- ungareið, og það er líka víða viðurkent með því að barnafermingar eiga sér ekki stað í flestum hinna frjAlslyndari kyrkna. Að þetta sé rétt og eigi við þig ekki síður en flesta aðra, ættir þú sjAlfur að vita. Það er svo sem hægt að ímynda sér hvernig sálarAstandið þitt muni hafa verið k fermin^araldri, —að maður ekki tali um skírnaraldur— þegar tekið er tíl íhugunar hvernig það er nú. En það er alveg satt að það standa ekki allir eins vel við nauðung- areiða eins og þú. og það gengur ekki öllum eins vel eins og þér að telja sjAlf- um sér trú um að þeir séu skyldugir að standa við þau loforð, sem aðrir hafa gert fyrir þeirra hönd, eða sem aðrir hafa neytt þA til að gera fyrir siðasakir. Hvernig heldurðu aO þú tækir þvi, Sig- fús minn, ef ég t. d. lofaði þvi fyrir þína hönd, að þú skyldir verða skynsamur drengur um tima? Heldurðu að þú etæðír við það? Auðvitað býst ég ekki við að þú fengist til að leggja af eið upp A þetta, en mér finst að þú sért hér um bil, og helzt alveg eins skyldugur að standa við þau loforð sem ég gæti gert fyrir þig nú, eins og þú ert skyldugur að standa við þau loforð ,sem gerð voru fyrir þína hönd meðan þú skildir engan og enginn skildi þig. Það er ætíð rangt að lofa nokkru fyrir annara hönd, An þess að hafa íult umboð til þess frA þeim sem með loforðinu er bundinn, og þeir sem hafa tekið upp A sig að gera það. hafa unnið siðforðislegt glæpaverk hvort sem maðurinn sem loforðinu er bundinn heldur eiðinn eða ekki, og hvort sem loforðið hefir verið gefið i góðum tilgangi eða fyrir siðasakir. Jæja, í krafti loforða sem gerð voru fyrir þig ómAlga, og mAske um leið til að sýna hve mikil andleg hetja þú værir, hefir þú felt dóna-dóm —(sem þú þorir þó ekki með beinum orðum að standa við)—yfir unitariska meðborgara bína. Þú þekkir hér um bil alla Unitara í bænum, suma af þeim eins vel eins og heimilisfólkið þitt.hefir unnið með þeim verið kunningi þeirra og veizt ofboð vel, þegar af þér rennur stækjan.að þeir eru eins heiðarlegir og eins atorkumiklir eins og nokkur annar jafnstór hópur Islendinga í Winnipeg. Þú hefir rAðist 6, aldraða heiðvirða konu og hrakið hana med sóðaskap Og heimsku í opinberu blaði, eftir að hafa svívirt hana, Asamt öðrum, meö last- mælgi og lygum. Þú hefir i nafnikyrkj- unnar þinnar, í oftvausti heimskunnar og fyrir löngunina til að sýna sjAlf- an þig merkilegan, þvaðrað það sem þú getur ekki fi'iðrað þegar til kemur. Skammastu þín nú ekki fyrir tiltækið? Einar Olafssox. Frá löndum TINDASTÓLL. ALTA., 22. Des. 1897 Herra ritstjóri. Hér í þessu bygðarlagi er alt tíð- indalítið nú fyrir lengri tíma. Sumar- og haustveðrAttan var lengstum góð og hagstæð til 11. Nóv., að breytti til vetrarveðrAttu; síðan hefir veiið kasta- söm tíð, en gott A milli, frost hefir stig- ið tÍAtt og talsverður snjór fallinn ; nú þessa dagana góðyiðri og næt því frost- laust um nætur. Alment hej'juðu menn hér Agæt- lega og hirtu hey sín í tæka tíð; bænd- ur eru nú vel undirbúnir, þótt þungur veturgengi yfir, og fer þó kvikfjár tala búend 1 ygðarinnar mjög vaxandi; svo haf . ændur tekið margt af nautpen ingi til fóðurs frá enskum, að minsta kosti hátt A annað hundrað; meðgjöf A höfuðið $3 yfir veturinn. Almenn heilbrigði og engir dáið fyrir lengri tíma. Uppskeran í haust var góð af því litla, sem sAð var síðastl. vor. Af korn- tegundum mun hafa verið sAð hér um plAss með minsta móti, en það sem sAð var gafst vel. Allir garðaAvextir þrif- ust vel, enda var tíðin hin ákjó-'anle g- asta fyrir sáðverk, sem komið hefir síð- an íslendingar hófu landnAm hér. Jarð vegurinn er vel fallinn tll jarðyrkju, en vorkuldar og sumarfrost sem koma of jfthnekkja mjðg þeirri atvinnugrein, og draga mjög úr Ahuga manna til að sinna henni að nokkrum mun. en þó er það sýnt, að þeir fAu sem hér stunda akuryrkju og sA Ar eftir Ar, An þess að firtast við nAttúruna, hafa bezt úr být- um, því heir njóta góðu Aranna sem hinir missa, er slA slöku við. Bezta uppskeru af kartöfium vissi ég þrítug- falda, af höfrum sjötugfalda af ekrunni. Verzlun hefir verið með bezta móti þetta næstl. sumar, að því undanskildu að hveitimjöl hefir verið í hAu verði; er nú $3—3,60, haframjöl $3—3,20; munað ar- og álnavara er hér i lægra varði en nokkru sinni Aður. Markaðsverð A nautgripum i haust var hærra en að undanförnu; uxar seldust, parið, á $70 —80, 2 Ara uxar $25, 3 Ara $30 og yfir: uxar A öðru Ari $16—18. Markaðsverð A kjöti af vænum slAturgripum er að jafnaði 4J cts. Smjðr- og tstagjörðar- verketæðin hér i bygð halda- Afram að vinna í vetur. 2 við smjðrgerð, en 1 við ostagjörð, Ostur hefir selzt vel frA þess um verkstæðum; verðA honum mun nú vera 9 cts. pd.; verð A smjöri (Factory Butter) 24—25 cts. pd. Mun eigi of sagt að bændum megi nú bregða við til hins betra, frA því sem Aður var, meðan gamla smjör- og ostagjörðarfelagið í Innisfail réði hér og féfletti með hverju helztmóti, semþví var mögulegt, við- skiftamenn sína. Nú geta bændur ver- ið rólegir, og eru það líka, með afsetn- ingu A sinni helztu bjargræðisvöru. því bæði hafa þeir fengið hana sæmilega borgaða og svo fljótt og fyrirhafnarlit- ið, sem hægt er að vonast eftir. Skemtisamkoma var haldin 27. f. m. að Tindastól. Skemtanir voru: hlutavelta og dans. Ráðgjört er að lestrnrfelagið 'Iðunn' hafi skemtisam- komu A gamlárskvöld í Hólaskólahúsi; skemtanir eiga að verða: hlutavelta og leikinn "Ebenezer og annríki. Hólaskóli var byrjaður 1, Nóv. og A að standa 8 mAnuði. Sami kenmtri og síðastl. ár: Mr. Geo. B. Discher frA Ontario. ágætismaður bæði sem kenn- arisog prívat maður. Yðar, með virðingu, JÓNAS J. HÚNFORD, SPANISH FORK, 29. DES. 1897. (Frá fréttaritara Hkr.) Yfir höfuð að tala er hér hálf tíð- indalítið. Samt líður oss öllum vel, hvað heilsufar og sátt og samlyndi snertir. Tiðarfarið hefir verið gott það sem liöið er af vetrinum. Mikið lítill snjór en nokkuð höið frost, samt stað- viðri og lo.^n mestallan tímann. Atvinna er i daufara lagi, eins og vant er urn þennan tíina árs: en það horfir vænlega til með að eitthvað rakiii fram úr með það þegar vorið b.vrjar. Hér í Spanish Fork hefir verið myndað félag í vetur mei böfuðstól, aem ætlar að koma npp smjör og ostagerða- húsi hér í bænum, og er það Alit tuargra hagfræðinga, að fyrirtækiö sé bæði gott og nauðsynlegt, og muni auka atvinnu hér í bænum og lífga viðskiftin yflr höf- uð að tala, og þykir oss það sennilegt, því vér eigum hér á meðal vor marga góða bændur, sem eiga mikið af naut- gripum, og ætti mjólkursala að vera þar af leiðandi ómetanlegur hagur fyrir þA, en það sem er hagur bændanna, ætti einnig að vera hagur bæði fyrir verzlunarstéttina og eins daglauna- manninn. Sykurgerðarmillu A einnig að reisa i Ogden i vor. svo það eru allar líkur til að atvinna við ræktun A sykurrófum, færist mikið í vöxt A komandi éri. Það eru nú 5—6 ár siðan að sykurmyllan var bygð í Lehi, og hefir hún gert almenn- ingi mikið gagn, þegar alt er skoðað frá réttu sjónarmiði ; jafnvel þó því verði ekki neitað, að félagið sem á hana hafi brúkað einveldi og ekki verið ætið sem þjAlast viðureignar. En alt um það hefir sú iðnaðargrein—sykurrófurækt- unin í Utah—gert mikið gott, og af því ráðum vér, að tvær sykurmillur verði betri og geri meira gagn en ein. HjA löndum vorum er alt tiðinda- litið. Tvær gleðisamkomur hafa verið haldnar i vetur k meðal þeirra, og voru bAðar hinar skemtilegustu, oghin þriðja upp úr nýArinu, undir umsjón íslenzka lestrarfélagsins, og höfum vér engan efa A að hún verði í alla staði hin mindar- legasta samkoma, þvvþeir menn standa þar fyrir sem þektir eru orðnir að því, að geta gert þessleiðis samkomur k- nægjulegar. Hinn 17. Nóv. síðastliðinn andaðist að heimili sínu hér í bænum bóndinn Guðmundur Magnússon, 34 Ara gamall, ættaöur og uppalinn i Vestmannaeyjum Hann var rAðdeildar og merkismaður og mikið vel liðinn í hvívetna. Hann lét eftir sig ekkju og eina stjúpdóttir. Almenn meðaumkunar-hluttekning hef- ir verið tekin i hinum bAgu kjörum hinnar syrgjandi ekkju. Wheal Amber, hin dæmalaust hentuga og góða skó- sverta, hefir nú brotist gegnum 25% há- an tollgarð inn til Canada, í fyrsta sinn, og fæst i mðrgum búðum i Winnipeg, og brAðum i þeim öllum. Wheal Amber gerir gamla skó nýja,harða mjúka.ljóta fallega, leka vatnshelda. Ef ykkur skortir skósvertu, þá spyrjið um Wheal Amber. GUNNAR SVEINSSON, 131 Higgin St. Islendingar ! Þegar þið komið til Pembina, þá munið eftir því að þið fAið þrjAr góðar maltiðir á dag og gott og hreint rúm bil að sofa i, alt fyrir $1.00, A Headquarters Hotel, H. A. Murrel, eigandi. Pembina, N. Dak. Gleðilegt nýtt ár ! Um leið og við gripum tækifærið til þakka öllum fyrir góð Og mikil viðskifti A gamla Arinu, óskum við eftir verzlun yðar A nýja Arinu. Við höfum meiri og f]öl- breyttari vörur en nokkru sinni áður, og seljum nú : 9 pund af kaffi fyrir £1.00 35 pund haframjöl 1.00 35 kassa af eldspítum 25c. 1 pund súkkulaði 25c. Góða skógar-öxi fyrir 85c. Ágætt þvottaborð fyrir 25c Við kaupnm alla- BÆNDAVÖRU, svo sem nautgripi, húðir, kimlargærur, sokkaplögg og korðvið fyrir hátt verð Við gefum einnig fallegar Stækkadar myndir i kaupbœtir.— VlXSAMl 1121 ai GARÐAR, N.-DAK.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.