Heimskringla - 13.01.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.01.1898, Blaðsíða 1
Heimskringla. XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA, 13. JANUAR 1898. NR. 14 leik í tómstundum sinum. sem þó voru takmarkaðar mjög, því hann var sem verkamaður annara, háður daglegum störfum hvern virkan dag árið um kring; en sérstakjega lagði hann þó stund á alt það sem að hans áliti gat leiðbeint honum til réttra ályktana um hin mest verðu spursmál samtíðarinn- ar, því hann var samvizkusamur mað- ur og kappkostaði að vera það sem hann var: réttlátur, sannur og vandað- ur maður til orða og verka — fremur en alment gerist —, og það er einmitt það sem helgar minningu hans fremur en nokkuð annað. Jón sál var fjör- maður og þrekmoður til sálar og lík- ama, djárfur og hreinskilinn, og svo hressandi var hann vanalega og glað- lyndur, að það var eins og geislar gleð- innar stöfuðu út frá honum hvar sem hann var, og þó var hann jafnframt hugsandi alvörumaður og tók myndar- legan þátt i sameiginlegum félagsmál- um meðborgara sinna eftir beztu sann- færingu. Og mun óhætt að fullyrða að ötulli og jafnframt óeigingjarnari fó- lagsmann en hann var, er ekki að finna meðal íslendinga hér. Sem ekta- maki, vinur og húsfaðir var Jón einnig sönn fyrirmynd landa sinna, enda hafði hann ótakmarkað traust allra þeirra sem þektu hann, sem trúverðugur, ær- legur maður. Jón Stefánsson eftirlætur konu sinni 2—3000 dofiara eignir, skuld- laust heimili og þægilegt, lífsábyrgð $1000. Og svo eftirlætur hann löndum sínum fagurt fyrírmyndardæmi sem sjálfmentaður, vandaður maður, sem hefir ávaxtað sitt pund þúsundfalt í akri mannfélagsins, en það er meira en nokkurra peninga virði. Og moð því hefir hann og sýnt, hve umkomulitill, fátækur einstaklingur getur hafið sig til veglegs gengis. jafnvel í framandi landi, með heiðarlegum meðölum ein- ungis, og þannig gert líf sitt að þýðing- armikilli fyrirmynd fyrir hina eftirlif- andi á leiðinni frá almennri ómensku til manndómslegrar fullkomnunar. Lengi lifi minning Jóns Stefánssonar. S. B. Jónssos, J. A. Johnson. Sölvi f>orláksson. Það var minst á það þegar dánar- fregn hans var birt í blöðunum hér. að hans yrði máské getið seinna á prenti, og það hefði átt að vera búið að því. Eg sem skrifa línur þessar verð því að biðja afsökunar á því að annríkis vegna hefir það dregist, Sölvi Þorláksson var fæddur 25. Apríl 1866 á Unastöðum í Kolbeinsdal í Skagafjarðarsýslu og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Þorláki Sölvasyni og Margrétu Jónsdóttir, þar til hann var 15 ára, að hann flutti með þeim að Fjalli og dvaldi þar 5 ár. Árið 1885 þá hann varjtvítugur, fór hann burt frá foreldrum sínum, og fór þá á búnaðar- skólann á Hólum í Hjaltadal og út- skrifaðist þaðan efsir tvö ár sem bú- fræðingur, meðgóðum vitnisburði. — Það sama vor dó faðir hans, og ttutti þá Sölvi af landi burt til Ameriku sumarið 1887. Næsta sumai flutti einnig móðir hans og 4 systkini til Ameriku. “ Stjarnan.” Allir ættu að muna eftir því, að þetta kver inniheldur ekki einungis almanak, heldur líka ýmislegt annað þarflegt. Það hefir áður verið tekið fram hver væru hin helztu atriði kversins, sem eru sérstaklega þarfleg og fróðleg, og skal því að eins minzt á viðarmdlstöflumar í þetta sinn. Þessar töflur eru nákvæm- lega réttar, og af þeim geta menn á augabragði séð hve mörg fet eru í hverju borði og hverjum plánka, með þeirri stærð sem gefin er í töflunni. Þetta er nauðsynlegt fyrir alla sem þurfa að kaupa trjávið, og það eru flestir sam þurfa þess einhverntíma, og þessar töfl- ur að eins, eru fyrir þá mörgum sinnum meira virði en það sem þeir þurfa að borga fyrir alt kverið. Innihald kversins er þetta : Almanak, Um frystihús og íshús, Um straumferjur, Tafla um fargjald og fleira, Tafla um viðarmæling, Tafla um peningasendiagar, Listi yfir fallna banka í Canada, Eitt og annað um Winnipeg, Éitt og annað um Manitoba, Eitt og annað um Canada, Eitt og ann- að um Bandaríkin, Eitt og annáð um Jörðina, Rikisskuldir heiinsins, Metra- rpÁH^v tJw gyHinital, Um sunnudags- bókstaf, Um að mæla vigt gripa, Um hygging húsa, TJm máling, Um að brúka vatn og mjóik i farfa f stað olfu, Ýmislegt (um að mæla út vinkil, um ferhyrning, um klæðning, um 1000 þak- spæni, ura lath á 66 yards, um 100 fet af steinvegg, um plastur á 100 ferh. fet, um múrpípur, um gaddavír, um ekru af landi, um flughraða), Fáein orð til fólksins, Kort af Winnipeg. Gleðilegt nýtt ár ! Um leið og við gripum tækifærið til þakka öllum fyrir góð og mikil viðskifti á gamla árinu, óskum við eftir verzlun yðar á nýja árinu. Við höfum meiri og f]öl- breyttari vörur en nokkru sinni áður, og seljum nú : 9 pund af kaffi fyrir $1.00 35 pund haframjöl 1.00 35 kassa af eldspítum 25c. 1 pund súkkulaði 25c. Góða skógar-öxi fyrir 85c. Ágætt þvottaborð fyrir 25c. Við kaupum alla- 1 BÆNDAVÖRU, svo sem nautgripi, húðir, kindargærur, sokkaplögg og korðvið fyrir hátt verð Við gefum einnig fallegar Stækkadar myndir i kaupbœtir.— Sólin. Hvað er það sem harmi slegnum, Húsviltum og niðurdregnum Veitir yl svo verður rótt ? Og lúinn, votur, veikhugaður, Viltur þráir ferðamaður, Myrkvið í um miðja nótt ? Hvað er það sem heimi færir Hita og Ijós og gjörvalt nærir Ástarkossum mærum með ; Er vekur fugla af vetrardvala Og vermir ungu blómin dala, Eins og móðir barn á beð ? Armi sínum alt umvefur, Ollu líf og krafta gefur, Bæði um land og loft og sjá ? Það er sólin sjálf, hin skæra, Signuð himins drottning kæra, Móðir lifsins mild og há. Hún sem öllu hærra situr, Hennar kveðju geislinn flytur Guðastóli glæstum frá, Jafnt til allra jarðarbúa, Já, og hverju sem þeir trú, Mun þar gerir engan á. Tignuð himins brúðir bliða, Bæði tungl og stjörnur líða Hennar kringum hásætið; Henni þrumuleiftrið lýtur Loftið sem að gegnum þýtur, Kyssir jörð svo kveður við. Ó, þú dýrðar ásýnd bjarta, Ó, þú náttúrunnar hjarta, Ó. þú ljúfa ljóssins haf. Allar lifsins æðar streyma Út frá þér til vorra heima, Þeim sé vegsemd þig sem gaf. Þig að blessa er allra iöja, Ýmsir lýðir þig tilbiðja, Mörg er villan meiri en sú. Ekkert það sem augað skoðar, Éða mannleg vizka, boðar Almátt drottins eins og þú. Þér mun lof með ástaróma Allar tungur lífsins róma Meðan gyllir mannaheim. Lögum háð þú ert sem annað, Einhverntíma verður bannað Þér að lýsa lengur geim. Víst mun eftir vissar aldir Verða þínir dagar taldir, Týnist alt í tímans hyl. Þá eru lífsins þrotnir brunnar, Þá er andlát náttúrunnar, Þá er líf ei lengur til. I þvi rúmi ógnar viða Sem yfir náði vald þitt blíða, Dauða nótt þá að eins er. Þó mun aftur, eitt þó hverfi, Annað myndast sólarkerfi, Eilífðin því aldrei þver. X. Fyrir tuttugu þúsund árum síðan, segir hinn nafnfrægi fornfræðingur, prófessor Walters, í blaðinu New York Sun, að ógurleg voða-orusta hafi verið á bökkum Arkansasfljótsins í Indian Territory. Orustu þá háðu þeir haug- búarnir gömlu og Maya-þjóðflokkur- inn, og féllu í bardaga þeim 75,000 manns. Hefir prófessorinn komizt að þeirri niðurstöðu, með því að skoða eldgamlan grafreit í landi Choctaw- Indíánanna, og náði grafreitur sá yfir 30 ekrur, og voru þar um eða yfir 75 þúsund beinagriudur. Vakti það fyrst athygli hans hvað ákaflega mikið þar fanst af mannabeinum og vopnum villi- manna frá fyrri tímum, þegar Kansas City, Pittsburg og Gulf-brautin var bygð í gegn um ibygðir Chotaw-Indíán- anna. Þegar verkamennirnir voru að moka upp hrygginn undir teinana komu í ljós mannabein í tonnatali og á- kaflega mikið af vopnum villimanna frá fyrri tímum, og tók þá prófessor Walters sig til og fór að rannsaka þetta í þarfir vísindanna, Varð hann alveg forviða er hann fann heilan fláka af \andi fullan af beinum þessara útdauðu mannflokka. Höfuðkúpurnar voru gegnum stungnar af spjótnm og örvar- broddum. f einni höfuðkúpunni stóðu 13 broddar af steinörvum. Og sannar þetta að menn þessir hafi í orustu fall- ið. Beinin voru hulin sandi og ofan á sandlaginu höfðu myndast jarðlög. Af þessura jarðlögum gat prófessor Walt- ers ráðið það, hvenær orusta þessi hafi háð verið. Það sem hann hefir orðið þarna vfsari um, hefír hann berið sam- an við niðurstöðu þá er hann hefir kom- izi aö eftir 17 ára rannsókn sína á “hausibúum”, og ætlar hann að þetta séein af hinum inörgu orustum, sem þess' litt kunni, eldgamli mannflokkur, haugbúarnir hafi átt við Maya-Indíán- ana Kn þeir komu annaðhvort frá Suá 11’- eða Mið-Ameríku í þeim tilgangi að b jóta uudir sig Norður-Ameríku. F R E T T IR. Canaula. Illa er enn látið af meðferð á vinnnu- mönnum við Crows Nest Pass-braut- ína. Á laugardaginn var komu sex menn þaðan að vestan, sem eiga heima austur í Ontar’o, og hafa unnið vestra síðan í Ágústmánuöi. Þeir létu hið versta af meðferðinni vestur frá. Sögðu að sér hefðl verið lofað $1.50 á dag og fæði fyrir $3.50 um vikuna og fríum rúmfatnaði. í staðin fyrir þetta urðu þeir að borga $4.00 fyrir fæði og kaupa- ábreiður fyrir $5.00 til $5,50 hverja eina eða helmingi meira en þær fást fyrir í Winnipeg. Viðurværið segja þeir sum- staðar dágott, en alstaðar of lítið húsrúm. Segja þeir að 95% af mönnum mundu óðara fara úr vinnu ef þeir kæmust burtu sökum peningaleysis, en alt nm það hafa margir samt hætt vinnu og lagt af stað fótgangandi, illa klædd- ir, skólausir og peningalausir að kalla, Þessir menn. sem að vestan komu, höfðu enga penjnga eftir útiveruna og hefðu mátt fara af Btað hungraðir úr bænum.ef þeim hefði ekki verið gefið að borða á innflytjenáahúsinu. Trade and Lahor Council hér í bænum, hefir skor- að á sambandsstjórnina að láta gera rannsókn i þessum málum, og hinn 30. Des. fengu þeir skeyti frá Hon. Wilfrid Laurier um að ráðgjafi innanríkismála hsfði þegar tekið málið til íhugunar, og innan skamms mundi koma tilkynning viðvikjandi því frá honum. Trades and Labor Council fer fram á að engir nú- verandi stjórnarþjónar seu sendirút til að rannsaka málið, heldur menn, sem ekki þurfi að óttast að geti orðið hlut- drægir í dómum sínum. Hvort þetta verður tekið til greina, er óvíst enn. Dugas, dómari frá Montreal, sem er foringi nefndarinnar, sem á að ranu- saka gerðir þeirra sem hafa á hendi byggingu Crows Nest Pass brautarinn- ar, lagði af stað frá Montreal á mánu- daginn var, og býst við að verða tvo mánuði í burtu. Bandarikin. Durant, Californiu-mor'ðinginn al- ræmdi, varloksins hengdur ‘hinn 7, þ. m. og varð hann vel við dauða sinum. Hann svaf vel og vært nóttina áður en hann var líflátinn, og át morgunmat sinn með góðri lyst. Durant tók kaþ- ólska trú rétt fyrir líflátið, en áðui hafði hann tilheyrt Baptistum og verið eftirtektaverður fyrir ákafa sinn í trú- málum. Eitt af morðunum sem hann var sakaður um framdi hann.eftir því er ^ólverður, í kyrkjunni sem hanntil- heyrði. Hann vann í lyfjabúð.og var að nema læknisfræði, er hann lenti í morð málunum, sem urðu banihans, o i kom öllum það óvart að hann skyldi verða sannur að sök. Það voru tvær súlkur er hann var sakaður um að hafa myrt, Dlanche Lamont og Minnie Wil liams, og hafði hann kynzt þeim meðan hann var sunnudagaskólakermari i Emanúel Baptista-kyrkjunni, sem hann hafði tilheyrt og unnið ákaft fyrir í mörg ár. Morðið á Minnie Williams, sem sannaðist á hann, var framið á hinn hryllilegasta hátt. Stúlkan hvarf eg fanst ekki fyr en nokkrum dögum eftir að það hafði verið framið, og var það af hendinpu einni, Nokkrar konur sem voru að skteyta áðurnefnda kyrkju höfðu af tilviljun hróflað við einhverju dóti, semhaugaö varsaman í bókahlöðu áfastri kyrkjunni og fundu þar líkið, alt þakið hnífstungum, og vasaklút troðið dyggllega ofan í kokið. Grunur- inn féll á Durant, því kvöldið áður en hún hvarf hafði hún sést með honum og eftir mikíð málastapp var hann dæmdur sekur, eins og að ofan er sagt. Hin stúlkan hefir aldrei fundízt, en þar eð kunnugt var að hún var oft i för með Durunt áðuren húu hvarf, þykir óefað að hann hafi einnig ráðið henni bana. Utlðnd. Sagt er að spanska stjórnin sé nú að hugsa um að fá Bandaríkin til að miðla málum milli sín oguppreistarmannanna á Cuba, og að innan skamms verði byrj- að á því. Sagasta er orðinn daufrar vonar um að nýja stjórnarbótin ætli að koma að nokkru gagni, en þorir þó naumast.sökum æsinga á meðal lýðsins, að biðja Bandaríkin ásjár. Utlitiðí Havanaer heldur að versna og stjórnin sýnist að vera að misSa traust þeirra, sem hafa verið henni fylgjandi hingað til, Allar tilraunir Gen. Blanco til að gera samninga við uppreistarmennina, hafa misheppnast. Spánverjar virðast vera að þrotum komnir. Þeir hafa sent til Cuba um 300,000 hermenn, en af þeim eru nú eftir um 85,000 og þriðjungur þeirra er í sjúkrahúsum. Það virðist því ekki liggja annað fyrir, en að fá einhverja aðra þjóð til að semja um vopnahlé og síðan um algjöra sátt. Gen. Gomez veit mikið vel hvernig á stendur með Spán. Hann hefir sjálf- ur sagt að stríðið væri búið. Spánverjar sigraðir, og að hann biði bara rólegur eftir því að sjá þá snúa heimleiðist. Nú lítur helzt út fyrir að ve. kfallið á Englandi sé bráðum á enda, og það með þeim hætti að verkamenn hafa tapað. Fréttirnar eru óljósar enn, og er þvi ekki hægt að segja mikið um það að sinni, Samkvæmt nýustu fregnum hafa Kússar, Englendingar og Japanítar jafnað svo málum með sér í Coreu, að alt er komið í kyrð. McLeary Brown heldur áfram starfa sínum eins og áður og brezki flotinn hefir verið kallaður burt frá Corea. Bretar ætla að verða fyrstir til að semja um verzlunarhlnnnindi við Bandarikin á þeim grundvellii sem gef- inn er í Dingley tollögunum. Flestar aðrar þjóðir hafa um tíma látið sér nægja að formæla þröngsýni laganna, en Bretar eru nú komnir langt á leið rneð að fullgera verzlnnarsamninga sína. og er sagt. að innan skamms verði fulltrúar frá hinum brezku útríkjum, sam hlut eiga að máli, kallaðir á fund, eins og vanalegt er til að yfirfara samn- ingana áður en þeir eru staðfestir með undirskriftum. í austræna málinu hefir lítið gerst síðan í síðustu viku, annað en það, að Englendingar hafa gefið til kynna,, að um leið og þeir gangi inn á að lána Kínverjum hin áminstu 16 miljón pund sterling, og um leið og þeir leggi fram lið sitt til að varna því, að Evrópuþjóð- irnar skifti Kína í sundur á milli sín, þá krefjist þeir þess að verzlunarhafn- irnar þar í landi verði ekki gefnar frjáls- ar einni eða tveimur sérstökum þjóðum, heldur öllum heiminum. Þetta álíta blöðin mjög hrósvert, og segja að hinar mörgu þjóðir sem hér geta átt hlut að máli geta ekki annað en fallist á að þessi krafa er í samræmi við aðalstefnu Englendinga í seinni tíð, sem er óbund- in verzlunarviðskifti á sem flestum stöð- um fyrir sem flesta. Reynslan er búin að kenna þeim að einkaleyfisverzlun er ekki ætíð affarasæl, og þeir fara þess- vegna ekki fram á einkaréttindi fyrir einn, heldur jöfn réttindi fyrir alla. Þakkarávarp. Kveldið áður en ég lagði af stað frá Spanish Fork, héldu landar þar mér að óvörum samkomu mikla, sem þeir buðu mér til. Gengust fyrir því Mr. E. H. Johnson, Eggert C. Christensen og Bjarni J. Johnson, Voru þar víst um 40 manns. Var þar skemt og veitt hið bezta og að endingu gáfu samkoinu- menn mér um $30, um leið og þeir árn- uðu mér heilla til heimferðar. Fyrir þetta er ég þeim innilega þakklátur. og eins þeim heiðurshjónum Guðmundi Johnson og konu hans, er ég var til húsa hjá síðastl. 3 ár, og sem hafa sýnt mér svo margfalda góðvild alian þann tíma, einkum meira en ár nú síðast, er ég var sjúkur. Þessurn og öllum öðrum sem mér hafa góðvilja sýnt, vil ég tjá beztu þakkir. p. t. Reykjavík, 2. Des. 1897. Þorbjörn Magnússon. Alt fyrir ein 30 cts. Sendið mér 30 cents í silfri, peninga- ávísun eða frímerkjum, og ég skal senda ykkur eftirfylgjandi yörur, flutnings- gjald borgað af mér : 1 X rays mynda- vél, sem hægt er að sjá í gegnum fólk með; 1 íslands-fáni; 1 pakki af mjög fallegum “cards” (Val-ntine, afmælis- daga, lukkuóska og elskenda-körð); 48 fallegar myndir, af ÍQrsetum Bandaríkj- anna, nafnfrægum konum og yndisleg- um yngismeyjum ; 1 söngbók með nót- um ; 1 draumabók ; 1 matreiðslubók ; 1 orðabók ; 1 sögubók ; hvernig eigi að skrifa ástabréf; hvernig hægt sé að ná ástum karls eða konu ; hvernig þú get- ur séð ókomua æfi þína og annara, og hundrað aðra eigulega hluti. Ef mögu- legt er þá sendið pen(nga eða peninga- ávísun. _ J. LAKANDER. Maple Park, Cane Co., 111., U.S.A Jón Stefánsson. Hann fer ósi inn á flugabraut Sá fleygipgstiðar andi, Sem fóstrar marga þunga þraut I þessu slysa landi. Og þar af leiðir tvenslags tjón, Og tár og grátleg harma sjón ; Þá dugir engin bjargráðs bón I blóðgu lífsins grandi. Af slysi skarð er höggið hér I hópinn góðra drengja,— * En minning Jóns þó eftir er í ómi hjartna sfrengja. Sú minning hún er mörgum kær, Sú minning hún er björt og skær, Sem straumglöð lindin, ljósblá-tær Er leikur um völlu og engjar. Þvi hreinn varst þú í hjarta’ og sál, Og hreinn í orði' og verki, Og traustur eins og temprað stál Barst tígnglegust merki; Þau merki’ er sýndu’ að þú varst þú Því þín var stöðugt hugsun sú, Að vera sannur sjálfs þín trú Svo sigraði viljinn sterki. Ei gleymist viðmót glatt og spakt, Sem gleðja vildi’ og hugga, Og enginn gat það um þig sagt Sem á þig brigði skugga, Og þetta jók þér þor og mátt Og þvf gat andinn litið hátt, Þú stefndir svo i sömu átt Þó syrti að hríðar-mugga. En þar sem leiðin þrotin er Er þaninn dauðans vaður. Að verðung hyíldin vær sé þér, Þú virkilegi maður. Og hún, er sárust sorgin sker, Við sólris ástar birtis þér, Svo fremi andi anda sér Og er til sælustaður. Kb. Stefánsson. Jón Stefánsson. Fæddur 13. Jítní 1854 Dáinn 29. Desember 1897. Jóns Stefánssonar verður að mak- legleikum lengi saknað, sem eins hins merkasta og vandaðasta mans meðal Islendinga í þessum bæ. Þess var getið í ísl. blöðunum, 3 0. f, m., að Jón Stefánsson hefði látizt að- faranótt þess 29, f. m. á þann hátt að hann hefði orðið undir járnbrautarlest í Salt Coats, N. VV. T. — Jarðarför h^ns fór fram frá heimili hans hér í Winni- peg, 2, Jan. síðastl., með óvanalega rík- mannlegri viðhöfn og meira fjölmenni, en venja er til hér meðal Islendinga. Jón Stefánsson var fæddur 13. Júní 1854 í Klettakotí á Skagaströnd við Breiðafjörð á Islandi og ólst hann þar upp hjá foreldrum sínum til fullorðins- ára. Árið 1876 flutti hann hingað til lands og hefir dvalið í Winnipeg lengst af síðan. Árið 1885 (19. Sept.) giftist hann Kristinu Teitsdóttir, sem nú syrgir sárlega vin sinn látinn. Þau hjón eignuðust eitt barn, en mistu það tæplega ársgamalt. Þrjú systkyni Jóns sál. eru á lífi. Vigfús Stefánsson til heimilis hér í vVinnipeg, og tvö heima á íslandi. Það er vanalegt að telja fram mann- kosti hinna látnu til þægilegra endnr- minniuga fyrir eftirlifandi vini og vandamenn. En það eru líka oft taldir þeim látnu til gildis mannkostir, sem ekki bar mikið á hjá þeim meðan þeir lifðu. En svo skal þess getið, að við sem skrifum línur þessar, höfum enga tilhneigingu til að tileinka Jóni sál. Stefánssyni aðra mannkosti en þá sem honum voru svo eiginlegir, að alt hans líf og hegðun sýndi þá svo berlega öll- um sem til hans þektu. að ómögulegt er móti að mæla. En svo er okkur ljúft að minnast þess þó, hve ekta Jón sál. var að siðferði-karakter, vegna þess helzt hve sjaldgæft það er að finna jafningja hans í því efni. Jón Stefánsson var í orðsins fylsta skilningi ærlegur maður, ekki eins og fólk flest, heldur eíns og fólk flest ætti að vera. Hann hafði sameinaða i rétt- um hlutföllum fle9ta þá eiginleika sem útheimtast til þess að ná vinfengi vand aðra manna og halda þvi. og sem jafn- framt eru skilyrði fyrir góðu óflekkuðu mannorði. En hann sýndi aidrei neina tilhneigingu til að smjaðra sig upp við menn; hann var of mikill maður til þess, og hann fyrirleit af hjarta alt sem honum virtist ljótt ógöfugt, ósatt og lítilmannlegt, hvar sem það kom fram. —Hann var óskólagenginn maður en hann var í sannleika sjálfmentarur maður, enda lagði hann sig mjög ein- læglega eftir alskonar bóklegum fróð- Fyrstu fjögur árin. sem Sölvi var hér vestan hafs, vann hann á ýmsum stöðum við ýmsa vinnu. og ávann sér alstaðar hylli þeirra sem honum kynt- ust. En þá byrjaðí aftur að þjá hann sjúkdómur, sem hann hafði haft við að stríða sem barn (beinkröm), er síðar snerist upp í tæringu og varð banamein hans. Eftir að heilsan fór að bila fékk hann sér ?búðarvinnu i Winnipeg oz vann við þá vinnu við og við. þar til fyrir ári síðan að honum versnaði svo, að hann varð að hætta fyrir fult og alt. Síðustu ár æfi sinnar hélt hann til hjá Þorláki bróður sínum og þar dó hann, —eins og áður hefir verið auglýst. VlNSAMLEGAST GrARÐAR, N.-DAK. Það er ekkert of-hól, þó maður segi að Sölvi hafi verið einn af þeim fáu sem engan óvin hefir átt, enda var hann ljúfur í lund og sí-glaður við alla æfin- lega, en gætti þó hófsins vel. Greind- ur var hann og lagði sig talsvert eftir að auka og efla þekkingu sína á bók- mentum, og yfir höfuð unni hann þeim öllum, en þó einkum skáldskap, enda prýðisvel hagorður sjálfur, þó lítið bæri á því. Sölva er því ekki einnngis mjög saknað af móður og systkinum, heldur lika af félagsbræðrum og systrum i Good Teraplar stúkunni Heklu, sem hann hafði mörg ár verið meðlimur í og stutt af öllum kröftum. Einn af vinum hans. Munið eftir Því að beza og ódýrasta zistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavalier, X. Dak. PAT. JENNINGS, eigandi. Steinolia Ég sel steinolíu hverjum sem hafa víll ódýrara en nokkur annar í bænum. Til hægðarauka tná panta olíuna hjá G. Sveinssyni, 131 Higgin Str. D. McNEIL, 38 MCDONALDST•

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.