Heimskringla - 27.01.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 27.01.1898, Blaðsíða 1
Heimskríngla. XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA. 27. JANFAR 1898. NR. 16 JOLIN. Flutt á jólatrés-sanikomu. sem íslend- ingar í Victoria, B. C, héldu í sam- komuhúsi sínu á aðfangadagskvöld jóla 1897. Nitjáohundruö na>stum ár Núna teljast liöin , Síðan Marju sonur smár * Sá fyrst jötuviðinn. Hátíð þessí' er haldin nú Hans í minning góða, Hún er samt úr heiðinni trú Hálfmentaðra þjóð. En óttumst heiðni ekki grand Eður kristni gylh.m, Lífsskoðana leyniband Liggur þeirra' á millum. Heið-kristinni hátíð því Heilsi allir glaðir, Er hún gömul, en þó ný Allar heims um traðir. Öldungunum yndi' og ró Eykur morgunsólin, Unglingarnir elska þó Ennþá meira jólin. Ég man vel þá ungur var Oft hve jólin þráði. Góðar því að gjaflrnar Glaður títt ég þáði. Þeir sem muna æsku-ár Ofboð vel það skilja, Að gjafir hýrga barna brár, Bæta geð og viija. Allir þeir sem eiga börn Ættu því að reyna Þau að gleðja, það er vörn Þúsundfaldra meina. Hugfast þetta hafið þér Haft, það verkin sýna, Algrænt tré því alskreytt hér Otal gjafir krýna. Á því fögur blika blóm Boga regns með litum, Börnin við þau brosa fróm, Betri sýn ei vitum. Likt og stjörnur leiftra, skær Ljós á fögrum greinum, Helgum ljóma' um húsið slær, Hjörtun titra í leynum. Hrindum móði, mýkjum geð —Mestur það er sóminn— Gleðjumst öll við græna tréð, Gjafir, ljós og blómiu. Gömlum. nýjum grannakrit Gleymi fólk um jólin, Og langvint gegnum lífsins strit Lýsi' oss kærleiks-sóliti. Alt hið vonda missi mátt Meðan vara jólin, Og öllum þeim sem eiga bágt Orni gleði-sólin. Oska eg yður gljúft með geð Glemleuua jóla. Og gæfan ávalt gangi' oss með Gegtium lífsins skóla. Jóii. Ásg. J. LÍNDAL. F R E T T IR. Camula. Með vorinu er búist við að um 150 bændur frá Kansas flytji til Alberta og staða þar í grendinni. Þeim þykja felli- byljirnir syðra ókostur mikill og vilja komast á betri stað. Hvað stjórnin í Ottawa tekur til bragðs viðvíkjandi tolli a hveitiböndum er ekki ákveðið enn, og ekkert endilegt verður gert í því fyr en þingið kemur saman næst. Svo mikið er samt víst að ráðgjaf- arnir eru ekki a eitt sáttir urn það hvað gera skuli, hvert heldur framfylgja lög- unum sem afnema tollana eða láta breyta þeim. Sumir þeirra eru dauð- hrœddir við að stjómin missi fylgi bændanna, ef tollur er aftur innleiddur. og aðrir eru jafnhræddir við verksmiðju eieendurna austur frá og þá sem i verk- smiðjum vinna, ef stjórniu verður ekki við bænum þeirra um að taka tollana upp aftur. TJt af þessu er komið upp ósamlyndi í stjórnarráðinu, sem ekki verður séð fyrir endann á, að líkíndum, fyr en þingið kemur saman. Sir Wilfred Laurier er sagður að vera með því að tollurinn sé aftur lagður á, en Sir Richard Cartwight a móti. Mr. Greenway er sagður að hafa gefið það út eystra, að bændur hei í Vesturlandinu séu ekkert harðir á því að tolliirsé tekinn af hveitiböndum, en hvað sern »att kann að vera í því, þá er álitíð að það sé enginn hagnaður i )>ví fyrir landið að svo sé gert.nema þá rétt á meðan verkstæðin [ Bandarikjunum eiu «ð eyðileggja verkstæðin í Canada. Hveitiband er sem sé, fyrir innanlands Samkeppnina. eins ódýrt i Canada eins og Bandarikjunum, og væri tollurinn alveg tekinn af, tiaefist Bandaríkjaverk- stæðum tækifæri til að eyðileggja verk-. stæðin í Canada með þvf að selja með afslætti til Canada þann slatta sein þau eiga eftir á haustin, heldur en að liggja með varning sinn yfir veturinn. Við þetta misti Canada allar tolltekjurnar og nyti þessa lága verðs að eins þangað til Canada-verksmiðjurnar hVettu, og þess mundi ekki verða langt að bíða, því engnm kemur víst til hugar að halda að Bandaríkja-verksmiðjurnar mundu selja ódýrara i Canada en Bandaríkjunum, ef þau hefðu enga samkeppni. ISamlarikin. Þjark mikið varð á þinsjinu í Was- hington hinn 18. þ. m. út af því hvort Cuba skyldi viðurkennast som stríðheyj andi þjóð. De Armond frá Missouri kom fram með tillögu um það, og voru flestir Demokratar á þinginu henni fylgjandi, en henni var fundið það til foráttu, að hún væri ótímabær, og kæmi i bága við þingsköpin. Út af þessu var rifist dyggilega um hríð og lauk málum svo, að ekki var gengið til atkvæða um það. Utlönd. Gengral Middleton, sem var fyrir kanadiska liðinu í Riels-uppreistinni síðustu, er nýlatinn á Englandi. Síðustu fréttir frá Kína segja að Þjóðverjar ætli að leyfa öllum þjóðum frian aðgang að Kiao-Chau sem verzl- unarhöfn, oger því alstaðar vel tekið. Þetta eru óefað fyrstu sýniiegu afleið- ingarnar af því hve Bretar tóku ákveð- ið í strenginn, og heimtuðu að öllum þjóðum jafnt væri gefið tæki færi til að verzlaíKína. Þetta tiltæki Þjóðverja lagar ástaDdið eystra að mun, og eru líkur til að málum þar ljúki friðsam- lega á endanum. Óeirðir eru um þetta leyti nokkrar í Algier, Hafa 300 manns verið teknir fastir. Gyðingar eru þar ofsóttir mjög og er sagt að um 100 af þeim hafl verið drepnir. Það virðist að vera að út- breiðast óbeit ýmsra þjóða á Gyðing- »»1, sérstaklega í þeim löndum sem Frakkar ráða fyrir. í Parísarborg var nýlega mikið veður gert út af þeim, og eins víðar á Frakklandi, Um sannleikann. Útdráttur úr ræðu eftir Robert G. Ingersoll. Flutt 6. Marz 1897. í Columbia-leikhúsinu mikla í Chicago. Ekki eitt einasta sæti í hinu afar- mikla stórhýsi var óskipað þegar Inger soll kom fram á ræðupalliun og hneigði sig fyrir mannfjöidanum. Hóf hann svo ræðu sína á þessa leið : Tveir af hinum fjórum fótum hinna fyrstu manna breyttust og urðu að höndum, og hinn myrki, skilningslausi heili þ^irra lýstist upp af fáeinum neist- um skynseminnar, Maðurinn var heft- ur af vanþekkingunni, óttanum og ótal glappaskotum, og því að eins fór hon um fram, að hann findi einhvern sann- leika, að hann kæmist í samræmi við atburðina í heiminum. Um ótölulegar aldaraðir hefir hann fálmað og skriðið og barist og hnotið á leiðinni til sann- leikans. Ölturin og spámennirnir hafa vélað hann, pafarnir og prestarnir sömu- ieiðis. Hinirfheilögu menn hafa ofsótt hann og postularnir gabbað hann. Djöflarnir og guðirnir hafa ógnað hon- um. Höfðingjarnir hafa rænt hann og konungarnir féflett hann, í nafni guðsdýrkunar hefir hugur hans og skynsemi verið fylt glappaskotum, frá hinu ómögulega og vitlausa og svívirði- lega, og í nafni trúarinnar hefir honum verið kend auðmýkt og hroki, kærleik- ur og hatur, umburðarlyndi og hefni- girni. En nú loksins er heimurinn farinn að breytast. Vér erum orðnir þreyttir á bibliunni, á villimönnum og trúar- játningum þeirra. Vér viljum hafa þekkingu, og þegar ég segi það, þá a ég við menn þa á þessari plánetu sem hafa óskert vit og skynsemi. Ekkert er jafnmikils virði eins og að íintia skínandi sannleikann innan um glappaskotin og myrkrið í daglega lífinu. Að leita að sannleikanum er hið göfugasta starf sem nokkur maður gel ur tekist á hendur. Saunleikurinn er grtindvöllurinn yfirbyggirigin og hin glitrandi hvelfing á musteri fiatnfarunna. Sannleikurinn er móðir gleðinnar. Sannleiknrinn mentar, göfgar og hreins ar manninn. Maðurinn getur ekki sótt eftir nokkrum hlut jafn göfugum og þeim, að þekkja sannleíkann. Ekkert styrkir mann eins til hins góða eins og sannleikurinn. Sannleik- urinn er sverðið og skjöldurinn, hið hei- laga ljós sálarinnar. Eq hvernig tinna menn sínnleikann? Með rannsókn og tilraunum og skynseminni. Hverjum einasta manni ætti að leyf- ast það, að rannsaka eins og hann er hæfur til. Bókmentir heimsins ættu að vera honum frjálsar—ekkert bannað— ekkert innsiglað eða dulið. Ekkert at- riði, enginn hlutur er svo heilagur. að menn ekki megi skilja hann. Hver ein- asti maður ætti að hafa frelsi til þess að álykta sjálfur og bera fram skoðanir sínar. Hver sá sem ógnar rannsóknar manninum með hegningu í þessu lífi eða öðru, hann er óvinur mannkynsins Og hver sem reynir að múta rannsókn armanninum með loforðum um eilífan fögnuð, hann er níðingur og svikari við sambræður sína. Því að öll rannsókn ætti að vera frjáls,—óháð ótta við guð og menn. Hún á að fara fram í ljósi skynseminnar. Hver einasti maður ætti að vera sjálfum sér trúr,—trúr hinu innra ljósi sínu. I sínu innsta hugskoti á hver ein asti maður að prófa og rannsaka setn ingar og kenningar heimsins. Og sann- leikurinn í sambandi við skynsemina á að vera leiðtogi hans. Að elska þann sannleika sem maður þanftig finnur, er siðferðisleg dygð. Það er í sannleika að vera hreinn og heilagur; það er hið sanna frelsi og hinn sanni manndómur Að kasta skynseminni að boð kirkna pUa, konunga, guða eða presta, er að gera sjalfan sig að þræl. Maðurinn ætti að vera ærlegur og heiðarlegur. Það er ekki einungis réttur hvers manns, heldur siðferðisleg skylda hvers einasta manns, að hugsa—að rannsaka sjálfur, og hver maður sem reynir að koma í veg fyrir það með valdi eða ógn- unum einhverjum, hann er að gera mennina, bræður sína, að þrælum. Sem sinn dýrasta gimstein ætti mað- urinn að geyma þess að fylgja sannleik- anum í einu og öllu. Hann ætti fordómslaust, óháður hatri eða elsku, löngun eða ótta, að rannsaka allar skoðanirsem hann kynn- ist. Hið eina augnamið hans ætti að vera það að finna sannleikann. Ef að maðurinn hlýðir röddu sannleikans, þá reynir hann það að sannleikurinn er ekki skaðlegur. en villan þar á móti er æfinlega skaðleg. Maðurinn ætti að vega sannanirnar hverja á móti annari Hann ætti ekkert að hirða um nöfn eða myndugleika, eða venjur og trúarjátn- ingar, ekkert um neitt það sem skyn- semi hans segir honum að sé ósatt. Hann á að vera einvaldur í þessum heimi og úr þessu ríki sínu ætti hann útlæga að gera alla herskara aflsins og óttans. Fordómar, sjálfselska, hatur, fyrirlitning,—þetta eru altsaman óvinir sannleikans og framfaranna. Hver sem í einlægni leitar sannleik- ans, viðurkennir ekki hið gamla af því að það sé gamalt, eða hafnar hinu nýja af því að það sé nýtt. Hann triiir mönnum ekki af þeirri ástæðu, að þeir séu dánir og hrindir ekki vítnisburði þeirra. af þeirri ástæðu að þeir séu lif- andi. Það snertir ekkert sannieikann, hvort maður sá er ber eitthvað fram er í harri stöðu eða lágri, mikilsmetinneða lítils. Því að sannleikurinn á að standa einn. Það er lygin setn að þarfnast hjálp- ar og styrktar og stnðnings konunga og páfa, hirðsnáka og presta. Þeir sem vitrir eru og ærlegir láta ekki leiðast af fjöldanum, ekki af meiri- hlutanum. Þeir liirða ekkert um skoðanir for feðra sinna, ekkert um trúarjátningar, setningar eða kreddur aðrar en þær, lamrýmst geta skynsemi mannsins. þeir sannleikans, og finni þeir hann. þa taka þeir honum með föguuði, þrátt fyrir alla fordóma og hatur. l'etta or stefnan, sem allir vitrir og heiðarlegir menn fylgja og þeim er held ur engin önnur stefna möguleg. I öllu mannlífinu leita menn að sannleikanum. Stjórnmálamaðurinn les mannkynssöguna og safnar skýrsl- um frá öllum þjóðum, til þess að eigið land hans geti forðast glappaskot um- liðins tíma, Jarðfræðingurinn grefur sig í gegnum klettana, klifrast upp á fjöllin, • fer ofan i útsloknaða eldgíga, leggur leið sina um eyjar og meginlönd til þess að læra að þekkja eitthvað af söi!u heimsins. Hann er að leita sann- leikans. Efnafræðingurinn og véla- smiðurinn gera óteljandi tilraunir til að rekja upp vef þann sem náttúran hefir ofið, til að sigra og nota öfl náttúrunn- ar; þeir leita báðir sannleikans, Lækn- prnir kynna sér líkama mannsins. vöðv ana. blóðið, taugarnar, heilakerfið, af því að það eina sem þá vantar er sann- leikurinn. BÆLIÐ EKKI SANNLÉIKANN NIÐUR. Þannig er því varið hjá öllum þeim sem leggja stund á nokkra visindagrein Alstaðar leita þeir að sönnunum og það er ákaflega mikilsvarðandí að þeir geri heiminum kunnar sannanir þær söm þeir finna. Hugrekki þeirra ætti að vera jafnt og vit þeirra— það skiftir engu hvað hinir dánu hafa sagt. eða hverju hinir lifandi trúa; vísindamennirnir ættu að hafa siðferðislegt þrek og hugrekki, Ef að það er gott fyrir manninn að finna sannleikann; ef að það er gott að vera ærlegur maður, þá er það líka gott að þekkja þennan sannleika, sem undinn er, Hver einasti maður ætti að hafa dug til þess að láta í ljósi skoðanir sín- ar. En þeir, sem varna því að menn opinberi sínar hjartans skoðanir. þeir eru óvinir mentunarinnar — óvinir sannleikans. Ekkert getur jafnast við sjálNelsku og ósvífni manns þess, sem krefzt þess að hafa rétt til að segja skoðánir sínar, en neitar öðrum um þann rétt. Það dugar ekki að segja að vissar hugmyndir séu heilagar og að menn hafi engan rétt til þess að rannsaka þær og prófa. Hvað getur sannað að þær séu heil agar? Getur nokkuð verið oss heilagt, sem vér vitum ekki hvort er satt eða logið. Um margar aldiAhefir málfrelsið ver- ið Alitið óguðlegt, og ekkert jafn voða- legt og það að láta uppi skoðanir sínar Um margar aldir hefir vörum vitring- anna verið lokað og blys þau hafa verið slökt í blóði, sem sannleikurinn hefir kveykt á og hugrekkið haldið hátt á lofti. Sannleikurinn hefir æfinlega krafizt málfrelsis, krafist þess, að hann væri rannsakaður, æfinlegu þráð það að hann þektist og skildist. Frelsið, um- ræðurnar, ærlegar rannsóknir og sið- ferðislegt þrek og hugrekki er altsaman vinir og bandamenn sannleikans. Sann- leikurinn elskar ljósið og heiðan himin. Hann verkar á skilningarvitin, á dóm greindina, á skynsemina, á alla hina æðri hæfileika mannssálarinnar. Hann sefar ástríðurnar, eyðir fordómunum og margfaldar hið skínandi ljós skynsem- innar. Hann býður ekki manninum að lúpa sig eða skríða. Hann þiggur ekki dýrkun hinna fáfróðueða lofgjörð hinna óttaslegnu og huglausu. Hann segir við hvern einasta mann. Hugsaðu sjálfur. Vertu frjáls eins og guðirnir og vertu svo t;ygðugur og hugrakkur að láta i ljósi skoðanir þínar og hjartans sannfæringu. Hvers vegna eiga menn að útbreiða sannleikann ? Uversvegna eigum vér að leita sannleikans? Og hvers vegna skyldu ínenn eiga að rannsaka og brúka skyn- semina? Hvera vegna eigum vér að og heiðarlegir menn? Hvers vegna eigum vér að láta i ljósi vora hjartans sannfæringu? Við öllu þessu er að eins eitt svar til. Vór eigum aðgera það til velferðar ínannkyiisiiis. Heilinn þarf að þroskast, Heimur- inn þarf að hugsa. Tunga manna að vera frjáls. Heimurinn þarf að læra l>að, að trúgirnin er engin dygð og að engin spurning er fullráðin fyr en skynseminni er að öllu leyti fullnægt. Með því einu móti geta menn stgr- að erfiðleika náttúrunnar; læknað eða forðast sjúkdómana; linað sársaukann og kvölina; lengt lífið og gert það veg- legra og þægilegra. A allar lundir eyk ur þá maðurinn mátt sinn, Hann full- nægir þá þörfum sínum, hann uppfyll- ir þá vonir sínar og eftirlanganir, því að eins getur maðurinn gert hverjum einum mögulegt að byggja þak yfir höf- uð sér, að afla sér fatnaðar, fæðu og eldsneytis, að njóta farsældar, friðar cg ánægju á heimili sínu. Með því einu móti hrekur maður inn skortinn og glæpina út úr heimin- um. Með því einu mótimr sigrar hann nöðrur óttans og skelfingarinnar, fer- líki hindurvitnanna og njátrúarinnar. Með því einu mótinu verður hann vitur og frjáls, ærlegur og heiðarlegur mað ur. Þá verður hinum grimma Gyðinga guði steyft úr hásæti sínu og logar vítis slöktir. Þá munu hinir guðhræddu betlarar verða heiðarlegir og gagnlegir menn, Þá mun hræsnin hætta að taka toll af óttanum, lygin missir sitt gildi; menu fara að elska hver annan, en ekki guðina. Menn fara þá að breyta réttilega, ekki sökum væntanlegra launa i öðru lifi, heldur sökum velferðar manna í þessu. Menn fara þá að sjá það að náttúran er hin eina opinberun og að maðurinn verður af sjálfum sér að læra að lesa sögur þær, sem stjörn urnar segja og skýin og kletturinn og jarðvegurinn ogsjórinn'og vötnin og regnið og eldunnn og plantan og blóm ið, hann verður að lesa um lífið í öllum þess margbreyttu myndum um öll hin margbreyttu öfl heimsins og náttúr unnar. Og þegar hann les þessar sögnr, þá sér hann það, að maðurinn verður að treysta sjálfum sér, að maðurinn verð- ur að vera sin eigin forsjón. Hver vill leyna sannleikanum? Feykileg auðæfi. "Hefir þér nokkurn tíma komið til hugar, hvers virði Lundúnaborg væri?" spurði virðingamaður mig einu sinni, "og getur þú trúað mér ef ég segi þér að þó að öilum peningum heimsins væri hrúgað í einn hlaða feiknamikinn, þá væri það altsaman ekki nóg til þess að kaupa auðæfi þau, sem Lundúnamaður- inn getur horft a hvern einasta dag." Það var vel á minst og tók ég vin tninn, virðingamanninn, með mér um borgina til þess að sjá hvers virdi hún væri. Við fórum a neðanjarðarjárnbraut- inni. ''Tvö þúsund yards af járnbraut þessari," sagði vinur minn, "kosta £2,000,000, eða 30 pund sterling þuml- ungurinn. Ef að þig langaði til að kaupa þennan járnbrautarspotta, þá mundir þú beðinn um £5,000,000 fyrir hann. Annar míluspotti á sömu járn braut mundi kosta þig nálægt £2 milj En þetta er nú alt svo ódýrt. Ef að rafmagnsbrautin væri s«tt á uppboð og þú værir svo heppinn að fá hana fyrir það sem hún kostaði, þá mundir þú þurfa að ltafa 7 milj. punda, til þess að geta keypt hana. Þessar 3J járnbraut armilur eru fyllilega tólf milj. punda virði." "Farðu nú út á brautarstöðinni þarna og littu á minnisvarðann. Þú fengir hann ekki fyrir £20,000. Að fimnt mínútum liðnum kemur þú að Mansion House, sem kostaði mei þegar það var bygt. en nú er það £750,000 virði. Byggingin Royal Ex- chang^e, sem gerð er úr múrsteini og grjdtlimi, er £200,000 virði, en blettur- inn sem sem hún stendur á, er 2 milj. punda virði. Fyrir skömmu var ekran hér í grend seld fyrir £2 milj. Englandsbanki mundi liklega fara fyrir 1 milj. pund á nTarkaðinum, en nú er þar æfinlega 20 milj. virði af gulli í kjöllurunum. svo að verðið hlyti að verða 24 milj. pund." "Snúðu þér vestur'á við og sérðu þcá Holborn vatnsleiðsluna, og kostaði hryggur sá yfir £2 milj. Til þess að kaupa pósthúsið, mundír þá þurfa ná- lægt 2 milj. punda. Og lögmannabygg- ingarnar með blet.unum sem þær stand á, eru sjálfsagt £2,500,000 virði. 'Göngum nú eftir Bakkastrætinu (The Strand) og skulum við nema staðar á Waterloo brúnni einar fimm mínútur. Eignir þær sem við sjáum héðan, geta gert heila tylft af vinum yðar miljóna- eigendur á svipstundu. Tvær miljónir punda væri ekki nóg fyrir bæði hótelin þarna, og Somerset House eitt kostaði 500,000 pund þegar það var bygt. Brú- in sem þú stendur á mislukkaðist þegar hún var bygð, en nú er hún meira en miljón punda virði. Þarna sérðu 7 brýr, sem allar kostuðu til samans yfir 4 milj punda. Göngin undir eina eru margra milj. virði, og bakkahleðslan er óefað tvöfalt verðmeiri nú en þegar hún var gerð, en þá kostaði hún 2 milj. punda. Ef að Pálskyrkjan væri eign ein- stakra manna, þá kynnir þú að geta fengiðeigandann til þess að selja þér hana fyrir £10,000,000, en þó þykir mér það olíklegt. Þessir rifnu fánar þarna sem þú hefir séð svo oft, mundu verða ærið dýrir, og mættir þú kalla þig láns- mann mikinn, ef að {þú fengir einn þeirra tfyrirj £10,000. Að meta West- minster Abbey er mjög torvelt. Það er eitt af þeim hlutum, fsem ekki er hægt að kaupa. En þó [má gera sér nokkra hugmyndumþað af þeim sögulegum menjum, sem seldar hafa verið, og mig skyldi ekki furða þó að það færi á £50 miljónir með öllu og öllu, ef selt væri í smásölu. Hvernig heldurðu þér litist á að setja eölumiða á Jakobssúluna eða grafir konunganna? Þú hefir vafalaust dáðst að því hve parlamentsbyggingin er tíguleg sýnum bæði utanog iunan, en þig furðar ef til vill á þvi, að þú hefðir ekki getað bygt þessar byggingar *uú fyrir £5,000,000. Sánkti Tomasar spítalinn og Albert- hleðslan mcð fram honum kosta til sam ans £1.000,000 og|brúin upn að spítalan- um £250,000. Ef til vill heflr þú aldrei hugsað út í það. hve mikils virði það er að þú skulir hafa rétt til þess að koma á svo marga staði borgunarlapst, Brezka gripasafnið"geta allir komið á borgunar- lapst, en allir miljónaeigendurnir í Ame ríku mucdu ekki geta keyft það. AI- veg tómt muudi það kosta £1,000,000, og það er fult af algjöilega ómetanleg- um dýrgripum; eitteinasta af söfnum l>ess myndi kosta £250,000, Myndasafn ið enska er margra miljóna ".virði, Með nýju Tate myndahýllmni kostaði £350 þúsund að byggja það. og er í því ein mynd sem kostar £14 þumlungurinn og 38 aðrar, sera kosta £1700 hver. Albert Hall og konunglega fiska- húsið er hvort fyrir sig £250,000 virði, en krystalshöllin kostaði þrefalt meira en þau bæði til samans. því að reikn- 'inguriun fyrir það fór upp i £1,500,000. Þ.í er hinn mikli sýningastaður Earls Court, keppinautur krys'alshallarinnar og eru i byggingu þeirri fjársjóðir milj- óna virði, sem sjá má;fyrir einn shilling en tómar eru byggingarnar þæi £30tKX)0 virði. og ná yfir 25 ekrur. Gistinga og veitingahúsin í Lon- don mundu hlaupa meira en £20,000,000 fyrir ntan lóðir þær sem storhýsi þessi standa á. Tvö þeirra borga £450 & vikn hverri í grunnleigu. Bucking- hamhöllin er ekki sérlega skrautleg, en þó er hún £l,0o0,0:)0 virði. og ef þú vildir leigja hana, þá yrðir þú að borga £4000 i leigu um viku hverja, Devon- shire House Jog Landsóowne Uouse í Piccadilly mundi kosta þig £1 000,000 ogþáfengir þú þó ekki myndasalinn þar með myndunum i fyrir það. -yerð, en þæreru tleiri hundruð þúsund punda virði. (Það er aðgætandi að hvert pund Sterling er fast að því 5 dollars virði. og má því margfalda allar þessar tölur með 5, til þess að koma þeim í dollara).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.