Heimskringla - 03.02.1898, Síða 1

Heimskringla - 03.02.1898, Síða 1
XII. ÁR NR 17 Heimskríngla. WIXNIPEG, 51ANIT0BA, 3. FEBIÍUAR 1898 FRET TIR. Ciuiada. Nýkomnar frettir frá Prince Albert Saskatchewan, segja að 27 ferðatnenn, sem voru á leiðinni norðvestur til Yu- kon, hafi fundið mikið af gulli við árn- ar Hay of Boffalo, sem falla í Great Slave Lake, og eru um 700 mflur norð- uestur af Prince Albert. Fjöldi manna frá Prince Albert eru að búa sig þangað og er allbúið að fjöldi fari þangað með vorinu, ef fregn- irnar reynast sannar, Ottawastjórnin hefir nú fullgert samninga við þá herra Mann & Mac- Kenzie um að byggja br«ut frá Stickeen River til Teslin Lake, B. C. Brautin verður um 130 mílur á lengd, og lætur stjórnin 25,000 ekrur af gulllandi til fé- lagsins fyrir hverja mílu af brautinni. Sagt er að félagið sé nú búið að kaupa járnbrautarteina fyrir 80 milur af braut- inni, og 4 gufuvagna, af Alberta braut- arfélaginu og setli að byrja á verkinu hið bráðasta. Öllum kemur saman um að nauðsynlegt sé að fá sem greiðastan veg til Klondike og það sem fyrst, en mörgum þykir stjórnin flana að þessu, og fara óráðlega, þareðhún gefur þessu félagi meira land í hendur heldur en venja er til, og eins fyrir það, að mórg- um þykir sem braut þessi komi ekki að tilætluðum notum. Hér austan Kletta- fjallanna þykjast menn sjá fram á, að Norðvesturlandið og yfir höfuð alt Ca- nada austan fjallanna, missi mest af þeirri verzlun við Yukon sem það hefði getað haft, ef brautin hefði verið lögð norðvestur frá Edmonton. Það er og talið fram, að sú braut hefði orðið að mun styttri og ódýrari. Óánægja með gerðir stjórnarinnar í þessum málum er töluyert farin að magnast hér vestra, og bæði Liberalar og Konservatívar láta kvartanir sínar í ljósi ótæpt. Mr. Frank Oliver M, P. hélt langa tölu í Grand Gpera House Ihér í bænum á laugardagskvöldið var um veg til Yu- kon austan fjallanna, og var þeirri ræðu góður rómur gefinn. Ýmsir Stjórnar- s nnar voru þar viðstaddir og á meðal þeirra var forseti fundarins Mr. Bole, sem lét greinilega á sér skilja að stjórn- in hefði ekki tekið rétta stefnu í þessum járnbrautamálum. Mr. Jameson og Mr. Richardson hafa einnig tekið í sama strenginn, oghét Mr. Jameson því að sýna stjórninni enga vægð þeg- ar austur kemur, Margir Liberalar héldu nýlega fund hér í bænum til að ræða um þessi mál. og var komist að þeirri niðurstöðu. að ef að samningar stjórnarinnar væru eins og frá hefir verið skýrt í blöðunum þá væru þeir óverjandi, og var látið í ljósi að ef fregnir blaðanna væru sann- ar, þá ættu þingmennirnir að vestan að andæfa stjórninni af öllum mætti. enda þó það kynni að velta henni úr völdum. Þegar þingið kemur saman sést hvort hugur fylgir máli. Bamlarikin. Tillaga Mr. Tellers um að rikis- skuldabréf Bandarikjanna skyldu borg- anleg í silfri, var feld í neðrimálstofu þingsins í Washington með 50 atkvæða mun. Repúblíkanar voru allir á móti að undanteknum tveimur, þeim Lumy og White frá North Carolina. Af demó- krötum voru tveir á móti, þeir Ellis frá Soutli Carolina og Clark frá Pennsyl- vania. Senator Carter frá Montana hefir komið fram með þá breytingu við gull- námalögin í Alaska, að Canadamönn- um séu veitt sömu réttindi þar eins og Bandaríkjamönnum eru gefin í British Columbia, samkvæmt Bandaríkjalögum Þessari tillögu er tekið mjög vel í Ca- nada og það ao verðleikum, því fæstir munu hafa átt von á öðru eins frá Washington. Utliind. í Kina gerist lítið ákveðið ennþá. Hið eina sem í frásögur er færandi er það, að Kínverjar hafa stungið upp á því að Rússar og Englendingar lánuðu sér sinn helminginn hvor af fjárupphæð þeirri setn þeir þurfa á að halda, svo þeir geti orðið í sætt við báða. Annars er þar alt í bendu ennþá. Rússar seoda herlið þang'að austur og hafa fengið leyfi Tyrkja til að senda Svartahafsflota sinn gegnum Dardanellasundið. Um það hvort Þjóðverjar hafa leigt Kea Chau nm 50 ár eða 99 ár, veit engínn hér með vissu, því sögurnar eru bornar til baka jafnóðum og Þær eru sagðar. Frá Cuba er lítið annað nýtt en það, að tilraun var gerð til að sprengja upp hús borgar«tjórans í Havana, en mistókst. Óeirðianar eru ekki miklar eftir þvi sem séð verður og öll hætta fyrir Bandarikja borgara þar þvkir vera úti síðan herskipið Maine var sent þangað. Því var heilsað með mestu virtum, er það kom inn á höfnina í Ha- vana, og Spánverjar og Bandaríkja- menn létu sem þeir væru hreinustu ást- vinir þá í svipinn. Frá löndum MINNEOTA, MINN., 24. JAN. 1898 (Frá fréttaritara Hkr.) T'iðarfar, Öndvegistíð hér í allan vetur. svo góð að elztu menn muna ei aðra slíka. - Verzlun. Harðvöruverzlun G. St. Sigurðsonar hér í Minneota, hafa þeir keyft Þorvaldur B. Gíslason og Árni B, Gíslason; kaupin voru fullgerð um miðjan þ. m. Gripir stíga nú heldur i verði. Svínakólera var hér mjög skæð seinnipart síðastliðins sumars; t. d. misti einn íslenzkur bóndi 60 grísi af 70 er hann hafði. Vogestur sá mun ei all- litið draga úr svínarækt bænda hér um tfma. Verðlag. Að undanskildu hveiti, bötnuðu prísar á vörum bænda mjög svo lítið síðastliðið ár. í lok ársins ’96 var maiskorn í Chicago 23|—32J cents ; í lok ’97 var verðið frá 24J—27 3/8. fin uppskera fyrra ársins var að bushela- tölu 2,283,875,000, en seinna árið 1,800,- 000,000 bush. Hafrar stigu í verði frá 3J til 4 cents bushelið. Tíl Klondike fóru héðan þrír norð- menn fyrir fáum dögum síðan. Búast þeir við að koma ekki aftur fyr en þeir hafa byrðar fullar gulls. Framfarir. Vellíðan sósíalistaný- lendunnar í Ruskinhéraði, Tenn., fer dagvaxandi. Skuldir nýlendunnar eru nú metnar $50 fyrir hvern hluthafa. GEYSIR. MAN., 25. JAN. 1898. Frá fréttaritara Hkr. Héðan er alt bærilegt að frétta. Heilsufar er hór alment gott, ogflestum mun líða heldur vel. eftir því sem við er að búast. Ailmargir af bygðar-mönn- um hafa unnið að því í vetur að flytja fisk norðan af vatninu til Selkirk, og munu margir hafa töluvert upp úr því, en þó ekki eins mikið og sumir hyggja. Hr. Gestur Oddleifsson var með 5 menn um tveggja mánaða tíma í vetur norður í George’s-eyju, og unnu þeir þar að fshúsbyggingu og eldiviðarhöggi fyrir Sigurdson Bros. Hér var haldin jólatréssamitoma á aðfangadagskvöldið, og þótti jólatréð betur skreytt f það skiftið, heldur en áður hefir átt sér stað hér i bygð. enda voru þar margar fallegar gjafir. Skóla- börnin stóðu fyrir samkomunni og stýrðu henni að öllu leyti. Að kvöldi hins 21. þ. m. héldu skóla- börnin ofurlitla samkomu. og var þar leikinn dálítill sjónleikur (Feimni stúd- entinn), og þótti öllum viðstöddum sá leikur bæði skemtilegur og ágætlega sýndur, og voru þó allir leikendurnir unglingar. HNAUSA, 26. JAN. 189a Frá fregnrita Hkr. 1. þ. m. andaðist að nýafstöðnum barnsburði ekkjan Steinunn Gísladóttir, við Icel. River, 45 ára að aldri. 4. þ. m. hélt Gimlisveitarráð fyrsta ársfund sinn. Mr. G. Thorsteinsson var endurkosinn skrifari og féhirðir sveitarinnar með 180 dollars launum. Sem yfirskoðunarmenn voru útnefndir fyrverandi oddviti Jóh. Magnússon og J. P. Sólmundsson. O. G. Akraness var ráðinn virðingamaðnr. Sveitarráð- ið skifti sveitinni f flokka (Grades) í þvf skýni aðVirðing á löndum væri miðuð við legu þeirra frá vátni og upphækkuð- um vegum. Næsti fundur ráðsins verð- ur 1. Marz í Mikley. Sigurdson Bros. eru að láta ’taka út brautabönd (tieses) suðvestan til f ísa- foldarbygðinni og hafa þar um 20 menn í vinnu og búast við að taka fleiri. Frá jólum og fratn á þennan dag hefir hver dagnrinn verið öðrum blíðari, það er bara dæmalaust um þetta leyti árs. | SPANISH FORK, UTAH. 20. Jan. ’98 Herra ritstjóri Hkr. Á meðal helztu tíðinda héðan mætti geta þess, að tíðin er nú sem stendur fretnur köld og hefir verið það síðan nokkru fyrir jól. Hérumbíl sex þuml. djúpur srtjór liggur á jörðu og féll mest af honum fyrir jól. á frosna jörð, svo síðan hefir verið yndælasta sleðafæri.— Kuldinn hefir orðið mestur 20 stig fyrir neðan O. sem er mikið eftir því sem maður hefir átt að venjast hér í Zions- dölum. — Þetta tíðarfar er samt heilsu- samlegt og mun heilbrigði fólks og fjár- höld vera yfirleittí bezta lagi. Tíminu líður áfram ofur rólega, og raá því segja að það sé alveg stórtíð- indalaust f héraði voru. Hér er verið að byggja hið áðurum- getna smjör- og ostagerðarhús, og á það að verða fullgert í byrjun næstkom- ondi Marzmánaðar, og verður þá tekið til starfa, eins og kraftar og kringum- stæður leyfa. og má óhætt búast við góðum hagnaði af því fyrirtæki. Þau eru helzt tíðindi meðal landa, að Lestrarfélagið okkar hafði gleðisam- komu mjög góða og skemtilega að kveld hins 5. þ. m., eins og áður var frá skýrt. Mr. E. C. Christinson srýrði samkomunni, og fóru þar fram ræðu- höld, söngur, hljóðfærasláttur og dans; solos and duetts voru sungnar, og tókzt prýðilega. Efni ræðanna, sem haldnar voru, var fyrst: Kveðju-ræða til gamla ársins, sem forsetinn fluttí; þá ræða um almenn félagsmál — mikið snotur ræða—, er herra S. Jónsson flutti. Hið þriðja var: Kappræða um þrælahald, hvort það væri rétt, eða hefði verið nauðsynlegt. Játandi : Mr. G, E. Björnsson; neitandi: E. C. Christinson, Þar næst stóð á [‘prógramminu” fyrir- lestur um uppruna íslenskrar tungu og íslenzkar bókmentir að fornu og nýju, og hafði nefndin fengið lærðan og æfð- ah málfræðing til að útlista þetta fyrir fólkinu. Síðastklykti E. H. Johnson út með fyrirlestri um ‘íslenzkt þjóðerni i Ame- riku’, og var það bæ(>i löng ræða og snjöll, eins og við var að búast af hon- um. Ræðumaður dró fram skýra mynd af islenzku þjóðerniUí Ameríku og taldi hlífðaslaust upp kosti og lesti. Hann hrósaði mikið blaðamönnum vor- uin, og taldi þá fremsta í flokki vorra leiðandi manna og þjóðernisvina. Hann hrósaði einnig öllum vorum rithöfund- um, er elft hafa bókmentir vorar með rínum í bundnu eða óbunduu máli, Hann kvaðst ekki geta talið þá með þjóðernisvinum, sem héldu meira af enskunni en móðurmáli voru, —þá sem væru að reyna að burðast við að þýða íslenzkar bækur á ensku og vildu held- ur rita fyrir ensk blöð. en íslenzk, áleit hann að gerðu þjóðerni voru og bók- mentum skaða. og hann mikinn; hann áleit að Ameríkumennirnir væru ein- færir um að þýða það úr voru máli, er þeir álitu að efldi bókmentir sínar, og hið sama fanst honum að ættí að vera hlutverk vor Islendinga. Enda mundi raunin sú, að fáir væru færir um það, svo í nokkru lagi færi; því ef það væri gert á annað borð, yrði að velja hið merkasta í bókmentum vorum til þess en láta ruslið eiga sig, og allar bækur óþarfar, sem eru þjóð til skapraunar. Yfir höfuð að tala fanst oss fyrir- lesturinn vera mikið sanngjarn. og rétt ályktaður, bæði frá þjóðernis- þjóð- tungu og bókmentalegu sjónarmiði, og viljum vér inna höfundinum beztu þakkir fyrir, og óska að honum endist aldur til að halda fleiri þesskonar syrir- lestra fyrir oss með framtiðinni. Hið annað er mestum tíðindum þykir sæta hér í voru íslenzka umdæmi en að tveir landar vorir eru að byrja verzlun her áðuren langt um líður. Þeir sem það hafa í hyggjn eru E. C. Christinson og Björn J. Johnson, og óskum vér þeim til lukku með fyrirtæk ið. Húsið er á stærð við hús Verzlún- ar og iðnaðarfélagsins islenzka hér, en þó öðruvísi, því samkomusal'sr mikill á að verða uppi á lofti, bæði fyrir dansa og aðrar fleiri samkomur. Vér höfum ekki heyrt nafn á þessu félagi enn, en búutnst við að það verði kent við eig- endurna. og liúsið máské kallað 'Christ- insons Hall”; annars gerir ekkert til hvað það verður kallað, bara að til- ganginum verði náð. Að endingu óska ég öllum löndum vorum í Atueríku og lesendum yðar heiðraQa blaðs til gjeðilegs nýárs. Obses. Fatronarnir. Flokkur sá sem hefir auðkent sig með nafninu ‘ Patrons of Industry,” hélt nýlega ársfund sinn í Brandon og breytti þá nafni sínu og bió út nýja stefuuski á. Hið nýja nafn er nú: ‘,Industrial Indepandent AsSociation”. A stefnuskrá þeirra er þetta : 1. Samvinna til framleiðslu, til sölu og flutninga, við innkaupog útflutning, þar sem einstakir menn geta ekki unniðað þvi eins vel og þarf. 2. Osviknir kjörlistar, hreinar kosning- ar, og að kosningarréttur sé tekinn af kjósendum fyrir brot gegn kosn- ingalögunum. 3. Sparsemi á opinberu fó. 4. Land f.yrir þá sem yrkja það. 5. Að menn séu ekki reknir frá opin- berum embættum vegna þess.að þeir séu andstæðir stjórninni í pólitík. 6. Að umsjónarnefi^ fyrir járnbrautir sé þegar kosin. 7. Niðurfærsla á flutningsgjaldi með járnbrautum og að stjórnin láti byggja aliar járnbrautir sem þörf er á, og að þær séu hennar eign. 8. Að stjórnin ráði flutningsgjaldi með járnbrautum. 9. Vínsölubann. 10. Að efrimr lstofa þingsins í Ottawa sé afnumin. 11. Kosningarréttur fyrir kvennfólk. 12. Að allirgallar á tolflögunum séulag- færðir. 13 Frjáls verzlun og beinir skattar. 14. Að stjórdin komi þegar í veg fyrir kornhlöðueinveldið (Elevator mon- opoly.) Ákvarðanir, sem teknarvoru, voru þessar helztar: “Að vér getum ekki fylgt fylkisstjórninni í járnbrautarmál- um hennar, nema með því móti að hin- ar fyrirhuguðu járnbrautir séu stjórn- areign, og að stjórnin hafi algjöra um- sjón á þeim ásamt þeim járnbrautum. sem lí'iöia að verða bygðar í sambandi við þær”. “Að hin eina rétta fjárhagsstefna fyrir þetta land sé frjáls verzlun, og beinir skattar. I bráðina heimtum vér að tollur allur sé tekinn af timbri og öllum tegundum af byggingarefni.akur- yrkjuverkfærum af öllum tegundum, og klæðnaði”. Þegar búið var að taka kornhlöðu- einveldið til íhugunar, var eftirfylgj- andi samþykt gerð: “Vér sem bændur í Manitoba skorum hér með á sam- bandsstjórnina að skipaC. P. R. félag- inu að afnema þetta óréttláta fyrir- komulag og að hafa ætíð við hendina nóg af vögnum, svo bændur geti látið hveitið í þá, án þess að læir þurfi að bi úka kornhlöðurnar. Einnig ákveðið að fá lijálp fylkisstjórnarinnar í þessu atriði, og að næsta fylkisþing veiti fé til að láta dórastólana randsaka hvort ekki sé hægt að koma þessu fram”. “Að því sé lýst yfir að frásaga blaðsins Free Press um að vér höfum samþykt að félag vort “Patrons of In- dustry” skyldi hætta að starfa, sé röng, etc. Svona er bá nýja stefnuskrá Pat- rónanna. Hún er mjög álítleg í fyrstu en það er hætt við að Patrónarnir sjélf- ir verði liðnir undir lok þegar alt sem í henni er, or búið að fá framgang. Það atriðið sem mest er um vert í bráðina er lagfæring á kjöilistum og umbót á kosningalögunum. í þessum atriðura hafa þeir sjálfsagt fylgi allra sem góða stjórn vilja hafa, hvaða flokki sem þeir heyra til, enda er það þýðing- armikið atriði, sem allir ættu að láta sér ant um. Utbúnaður kjörskránna hér í Manitoba hefir verið ranglátari en alment er kunnugt, og er óumflýjan- legt að lagfæra þær fyrir næstu kosn- ingar. Nöfn allra sem kosningarrétt hafa ættu að vera á skránum, hvaða flokki sem þeir tilhejTra. Um sparsemina kemur öllum sam- an. — sérstaklega þeim sem ekki hafa neitt persónulegt gagn af eyðslusem- inni. Lækkun á flutningsgjaldi er líka mjög glæsilegt atriði og óefað væri heppilegt að stjórnirnar gætu séð um það. að flutningsgjald væri ekki hærra en góðu liófi gegnir, en hvort nokkuð græddist við að stjórnin ætti sjálfar brautirnar er vafasamt atriði. Að öðru lej-ti ér of mikið sengjubragð að stefnu- skránni, til þess að henni verði kyngt ótugginni Tyrkjasoldán. Frásaga fregnrita Londonblaðsins Daily News : "Fj'rir nokkrum dögum var ég svo heppinn að ná í tyrkneskann foringja sem hafði verið í orustunni við Plevna, og hafði verið í miklum metum hjá sol- dáninum. Að segja nafn hans má ég ekki, því það mundi ejTðileggja hann í öllu tilliti, og kalla ég hann því X Pacha. Hann er hermaður góður, og hefir verið vikið úr embætti að eins fyr- ir það, að hann talaði hlífðarlaust um spillinguna sem er að eyðileggja tyrk- neska ríkið. X Pacha er mjög þægileg- ur og kurteys maður og hlýtur að falla öllum vel í geð sem kynnast honum. Eg færði mig því upp á skaftið og spurði : “Er soldáninn í raun og veru illmenni?” "Nei, als ekki,” var svarið. “Ég þekki hann vel. Hinn versti galli á honum er hugleysi, og hann er grimmur af því að hann er huglaus. En hann er háður kringumstæðum og hann veit það sjálf- ur. Að tala um hann eins og tilfinn- ingarlausann grimmdarsegg er hlægi- legt. Enginn maður vinnur meira en hann. Hann situr oft uppi því sem næst allar næturnar og les yfir skýrslur frá hinum ýmsu landstjórum, dómsúr- skurði og skjöl af öllu tagi,býr út fyrir- skipanir um niðurskifting herliðsins og athugar jafnvel skýrslur frá ýmsum sveitastjórnum víðsvegar um ríkið. Það er sjaldan að hann gefur sér tíma til nokkurs annars, nema þegar hann stundum hlustar á hornleikaraflokkinn í hallargarðinum svo sem eina klukku- stund eftir kvöldverð. Hann er sjaldan med heimafólki sínu, og í stuttu máli sagt er hann hinn ómannblendnasti maður i Evrepu, enda trúir hann eng- um manni fyrir sér.” “Álítíð þér hann þá valdann að blóðsúthellingunum á Tyrklardi á síð- nst-n Ár.uraý” “Ég álít hann valdann þeirra óbein- línis, þar eð hann er stjórnari, en aðal- orsakirnar álít ég að séu þær, að hann hefir gert út of marga njósnara í öllum áttum, sem hafa orðið til þess að vekja grun og sundurljmdi. Ég er á þeirri skoðun, að honum standi sjálfum stugg- ár af verkum sinum og möguleikunum sem hann hefir til að koma illu af stað.” "Er ómögulegt að lækna það, ómögu legt að gera neinar bætur?” "Alveg ó- mögulegt. Ríkið er í höndunum á fá- eiuum vildarmönnum soldáns: stjörnu- spámönnum og heimskingjum, leyni- lögregluþjónum og óaldarseggjum, sem halda soldáninum dauðhræddum fyrir eigin hagsmuua sakir. Ekkert getur bjargað ríkinu, nema dauði Abdul Ha- mid. Hann lætur aldrei af ríkisstjórn, af því hann getur það ekki. í raun- inni er hann fangi í höll sinni, og þó yður virðist þetta máské ótrúlegt, þá er það þó satt”. "Hvað haldið þér að Tyrkir hugsi um Englendinginn?” “Þeir vita að Englendingurinn er þeim alveg eins vinveittur eins og Frakkar. Ég ímynda mér að báðar þjóðirnar séu í jafnmiklum metum. mest fyrir það að pilagrimar i Mecca segja að alstaðar þar sem enskur fáni blakti, sé fult frelsi fyrir Múhameds- trúarmenn. Gerðir Englendinga í Egj-ptalandi hafa gert mikið til að Styrkja skoðanir vorar í þessu efni. Framkorpa Frakka í Tunis og Algier hefir einnig komið hinu sama til leiðar. Þetta veit soldáninn, og honum þykir það slæmt. Tilraunir soldánsins til að láta til sin taka á Iudlandi hafa engar afleiðingar liaft. Amirinn í Cabul hefir horn í siðu stjórnarinnar á Indlandi, af því að hann hofir ekki fengið að hafa sendiherra þar. Hann þykist vera lít- ils metinn. Ég held að brezka stjórn- in geri rangt í að taka við seiidiherra fráSiam, eu hafa engan frá Afgalinist- an og Morocco. “Er það rétt að Rússland styðji soldáninn i glæpaverkum sinum?’, “Það er undir því komið hvað þér kallið glæpaverk, Eg hefi sannanir fyrir því að Rússland og Austnrriki hafa lofað að halda Abdul Hamid í keis- arasætinu meðan hann lifir, og það er áreiðanlegt að M de Nelidoff hefir lofað því fjTrir hönd Rússakeisara að stór- þjóðirnar skuli ekki reka hann frá völd* um. í stnttu máli sagt er Tyrkjasol- dán eins mikið háður Rússakeisara í öllum stjórnmálum eins og Kedivinn er háður Victoriu. drottningu”. “Þér hafið þá engin ráð til að end- urbæta ríkisstjórnina?” “Engin. Eg veit hvað gengur að. Ríkið er farið og það er ekkert það til sjáanlegt, sem geti bjargað okkur. Keisari Þjóðverja hefir afskifti af Tyrkj um að eins til þess að auðga vissa menn í ríki sinu, og til þess að draga athjTgli alþýðunnar frá hinni smánarlegu stjórn hans sjálfs. Hann mætti alveg eins vel eins og nokkur annar sjúga síðustu blóðdropana úr Tyrkjum”. Ég skildi svo við þennan skemti- lega kunningja þegar jég var búínn að fá mér bolla af góðu kaffi og reykja vindilinn minn, og bað hann mig að koma við hjá sér aftur, ef leið mín lægi þar nærri. ÞAKKARÁVARP. Þáð er bæði gömul og góð regla. að minnast þess með þakklæti sem manni er gert gott, og því yiljum við undirrit- uð hér með votta okkar innilegasta hjartans þakklætí til landa okkar hér í Spanish Fork, fjTrir gjafir og heiður okkur auðsýndan af þeirra hendi, hinn 12. þ. m., sem útfærð var og undirbúið okkur alveg óafvitandi. Heiðurskonan Mad. Sigríður Ingibjörg Johnson stóð fyrir framan um það, og mun hafa geng- izt fyrir því að mestu leyti. Við viljum því biðja guð að launa henni og öllum er að því studdu, fyrir okkur, upp á þann ’ hátt sem hann sér þeim fyrir beztu. Spanish Fork, 19 Janúar 1898. Eyjólfur Guðmundsson. Valgerður Björnsdóttir. Au^lýsing. íslenzken skólakennara vantnr fjr- ir “Holar Public School”. No 317 East, Assiniboia, N. W. T., fyrir næstkom- andi sumar. Kennarinn þarf í öllu falli að hafa Third Class Certificate — betra tíecond Class, og að öðru leyti fullnægja þeim kröfum, sem lögin gjöra að skilyrði fyr- ir skólastyrk. Þeir sem óska að fá stöðu þessa. verða að senda bónarbréf um það ásamt meðmælingum til undirskrifaðs, fyrir 1. Marz næstkomandi. Einnig þarf hann að ákveða hve mikið hann heimt- ar i mánaðarlaun. Skólatiminn er sex mánuðir frá 1. Marz. Tantallon P. O., 25. Janúar 1898. S. Anderson. (Chairman). Alt fyrir ein 30 cts. Sendið mér 30 cents í silfri, peninga- ávísun eða frimerkjum, og ég skal senda ykkur eftirfjdgjandi vörur, flutnings- gjald bori.að af mér : 1 X rays mynda- vél, sem hægt er að sjá í gegnum fólk með; 1 íslands-fáni; 1 pakki af mjög fallegum "cards” (Val ntfne, afmælis- daga, lukknóska oa elskenda-körð); 48 fallegar myndir. af forsetum Bandaríkj- anna, nafnfrægum konum og yndisleg- um yngismejrjum; 1 söngbók með nót- um ; 1 draumabók ; 1 matreiðslubók ; 1 orðabók ; 1 sögubók ; hvernig eigi að skrifa ástabréf; hvernig htegt sé að ná ástum karls eða konu ; hvernig þú get- ur séð ókomna æfi þína og annara, og hundrað aðra eigulega hluti. Ef mögu- legt er þá sendið peninga eða peninga- ávísun. J. LAKANDER. Maple Park, Kane Co , 111., U.S.A Látið RAKA ykkur OG HÁRSKERA HJÁ S. J. Scheving, 2(Vi Rnjiert Str. Alt gert eftir tiýjustu nót- um og fyrir lægsta verð. S. G. Geroux, Eigandi. Fafnadur og Halsbunadur Fyrir karlmenn, fæst hvergi betri og ódýrari en hjá - - - Weir & Co. 598 Bain Street.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.