Heimskringla - 03.02.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.02.1898, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA, 3. FEBRUAR 1898 Heiniskriögla. Published by WalterM, Swanson & Co Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupend- ~m blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. Einar Olafsson, Editor. B. F. Walters, Business Manager. Office : Corner Princess & James. P-O- BOX 305 Hvað er að írétta? “Hvað er að frétta?” sagði bónd- inn á íslandi þegar hann kom til dyranna og hitti komumanninn, er barið hafði, og bað um gistingu. “Hvað er að fretta?” segja mennirnir, sem mætast á förnum vegi, eða á götunum í liæjunum. “Hvað er að frétta?” hrópar hveri kapp við annsn, eins og þeir ættu fylstu heimtingu á að þeim væri svarað. Alstaðar berg- málar sama setningin, rétt eins og hún væri fyrsti og stærsti stafurinn í stafrofi mannkynsins. Allir' menn, á öllum tímum, sem tunguna geta hrært, spyrja hins sama og hlusta eftir svari, eu hinir sem enn hafa ekki lært að hreyfa tunguna spyrja f huganum eitthvað á sömu leið, og horfa eftir svarinu, Svona heflr það gengið mann fram af manni, ár eftir ár og öld eftir öld, nema hvað spurn- ingunum rignir alt af tíðara og tíð- ara niður og gera alt af meira og meira veður. Allir heimta svar, því hverjum um sig finst hann eiga rétt á að víta, helzt alt sem skeður, og það verður að svara bæði fljótt og vel, þvf hver spurningin rekur aðra. Ó, þúfoivitni heimur, sem alt af þvrstir meira eftir því sem þú drekkur meira, oj- alt af drekkur svo þig skuli þyi-sta meira. Er þér meðskapað þetta orðtak, er það landamerkjalínan milli mannanna og dýranna, eða hvað? Jú, það er landamerkjalínan, og hún er alt af að verða gleggri og gleggri. “Hvað er að frétta?” sögðu villimennirnir við sjálfa sig í önd- verðu, áður en þeir höfðu mælst við, þegar þeir mættust ’ fyrst á eyði- mörkunum og síu að þeir voru hver öðrum líkir. “Hvað er að frétta?” spyrja mennenn í dag og hafa alt af spurt á öllnm tímum. Þetta var fyrsta hugsun sem lifnaði í mannssálinni, og þó tungurnar breytist, þó'þjóð- irnar breytist, þá verður hún samt til og deyí ekki fyr en mannkynið deyr. Þess er gætandiað um leið og náttúran skapar löngun, þá skapar hún líka hæfilegleika til að fullnægja þeirri löngun, eg það fann maðurinn akjótt. Ilann lét sér í fyrstunni nægja með fréttir frá nánustu vinum og næstu óvinum, sim fluttust til hans með vegfarandanum, sem fram hjá fór. En forvitnin óx eftir því sem betur var hlúað að henni. Föru- maðurinn varð fréttaberi. Nýjung- arnar voru fluttar frá einum stað til annars, og ýmist gefnar til kynna með svo og svo mörgurn einkennileg- um hnútum á bandspotta, með vissu kroti á trjáberki, viðarlaufum, skinn- ræmum, og að endingu á pappír. En alt af spurðu flein og fleiri: “Hvað er að frétta?” og alt af urðu spurningarnar tíðari og tíðari. Það sem gerðist í næstn sveitum dugði ekki til að slökkva þorstann, og það sem einstaklingurinn gat séð og skoðað af náttúrunni, dugði ekkf heldur. Hver um sig þurfti að fá að vita, hvað hinn sá og skoðaði, hvað hann gerði og hvað honum varð á- gengt. J/á 1 einstaklingsins urðu mál almenningsins, og hver þurfti að vita af annara gjörðum, bæði sem eínstaklings, og sem hluta sveitarfé- lags eða þjóðfélags. Fréttaberinn sem svarað hafði spurningunni í fyrstunni dugði nú ekki lengur. Hann hermdi stundum rangt, slund- nm of lítið og stundum of mikið og hann varð að víkja, af því hann gat ekki svarað öllu því sem hann var spurður að; né heldur dugðu skeytin sem hann ber til að uppfylla þarfirnar. Fréttaberunum var nú breytt í pósta sem fóru með fullar töskur bréfa og boðorða til þeirra sem forvitnin ásótti mest, og þeirra sem tóku sér rétt til að fræða aðra og leiða. En forvitnin óx og allir þurftu að vita því þeir væru leíddir, og á hverju skriftlærði mað uriun bygði rétt sinn til að ívrirskipa þetta eða hitt. Þeir sáu að betra var að fá fréttirnar um það sem skeði beint frá þeim sem ekki höfðu neinn hag at að þ*r hljóðuðu á einn veg frekar en annan, heldur væru beinar, óhlutdi-ægar frásagnir um það, er skeð hefði, það sem uppgötvað hefði verið og það sem ráðast ætti í að gera. Og maðurinn, sem um leið og hann fleygði villidýrahamnum og bendlaði sig mannfélagsheildinni, hafði orðið þess áskynja hve dýrmæfur gripur Mammon væri, sá strax að hér var eitt af tækifærunum til að vingasi við hann; og sjá, það tækifæri var harla gott, í fyrstunni að minsta kosti. Blöðin koma til sögunnar. Þau þjóna bæði útgefandannm og lesaranum, og vinna þannig tvöfalt verk, en það dugar ekki fyrir þau lengi að segja að eins það sem þau sjá; þau verða að segja það sem þau heyra, og þau verða að hevra vel, eins vel eins og Heimdallur, sem heyrði grasið spretta. Þau verða að hafa eyru alstaðar og augu á hverj- um fingri, svo að þau geti fullnægt spyrjandanum, sem alt af biður um meira eftir því sem houum býðst meira, Aðkomumaðurinn getur ekki sagt þeim alt sem þau þurfa að vita. Allir eru orðnir húsbændur á heimili mannkynsins, jörðunni, og þeir þurfa allir að fá að vita hvað náunginn að- hefst, ekki einnngis sá næsti, heldur líka hinn fjærsti. Tíl þess að fullnægja þeirri þörf, þurfti fréttavélin að fullkomnast. Menn þurftu að vera alstaðar nálæg- ir. Og svo strengdu þeir málþráð- inn frá einum stað til annars, yfir höfin og löndin, yfir gljúfur og gil, þangað til alt var komið í bendu. Þessar taugar mannfélagsbeildarinn ar titra nú við hvert andartak og bera söguna um hvað skeð hefir frá eínu heimshorni til annars og við enda þráðarins er eyra blaðanna, forvitna eyrað, sem heyrir til að seðja forvitni annara. Þannig er keðjan fullkomin og þannig getur hún unn ið sitt þýðingarmikla starf. I gegnum þennan útbúnað geta allir hugsað sama málefnið á sama tlma og látið aðra vita útkomuna úr dæminu. Allur heimurinn er orðinn eitt andlegt félagsbú, sem getur starfað í sameiningu eg gefið álit sitt um hvað bentast sé. “Blindur er bóklaus maður,” er orðtak sem lengi hefir verið á lofti haldið, en nú mætti breyta því og segía: “Blindur er blaðlaus maður.” Og þegar litið er á hin óteljandi og vandasömu mál sem allir eiga að ráða fram úr, og allir bera ábyrgð af hvernig ráðig er fram úr, þá má segja að sú staðhæfing sé rétt. Blöðin eru nú sem stendur álitin að vera einhver þýðingarmesta og kröftugasta stofnun mannfölagsins, ló þau hafa þróast á forvitni og eigi tilveru sína að þakka manninum sem fyrstur gaf til kynna fávizku sína með því að spyrja: “Hvað er að frétta ?” Um sannleikann. Útdráttur úr ræðu eftir Robert Q. Ingersoll. Flutt 6. Marz 1897. í Columbia-leikhúsinu raikla í Chicago. Niðurlag. Öll visindin, nema guðfræðin,hungra og þyrsta eftir sannleikanum. Allir þeir sem finna hann eru blómsveigum krýndir. Ef að kennari einhver á prestaskóla finnur eitthvað, sem ekki kemur heim við trúarjátningu hans, þá er hann neyddur til að halda því leyndu. að neita því eða að öðrum kosti að missa stöðu sina. Sannsöglin er þá orðin glæp- ur og hugleysið og hræsnin eru gerð að dygðum. Alt sem ekki kemur heim við trúar- játningarnar er sagt lygi, og hver sá kallaður guðlastari sem segir einsog er. Allir kennarar guðfræðisskólanna anda að sér eða drekka i sig loft óhrein- skilninnar. Þeir eru i hjörtum sínum óheiðarlegir menn. Þeír eru guðfræði- legt tál. Guðfræðin er hin eina grein vísindanna, sem bygð er á trúgirni, hin eina visindagrein sem forðast alla rann- sókn og leitun sannleikans, sem fyrirlít- ur hugsunina og kastar frá sér skjm- seminni. Allir hinir miklu guðfræðingar ka- þólsku kyrkjunnar, hafa kastað burtu skynseminni, sem villuljósi djöfulsins, sem vegi þeim er leiði beint tilglötunar innar. Allir hinir miklu guðfræðingar prótestanta, frá Lútlier niður til vorra tíma, hafa verið óvinir skynseminnar. Öll hin rétttrúuðu kyrkjufélög á öllum tímum hafa borið fjandskap til skyn- seminnar. Þaurréðust á stjörnufræð- ingana sem glæpamenn, á jarðfræðing- ana sem morðingja. Þau skoðuðu lækn- ana sem óvini guðs—sem menn, er væru að brjóta niður ályktanir forsjónarinn- ar. Guðfræðingarnir hötuðu líffræð- ingana, fornfræðingana, þá er lásu gamlar rúnir eða grófu í rústum gam- alla borga. Þeir hafa verið hræddir við það. að þessir menn kynnu að finna eitthvað, er ekki kæmi heim við ritning- una. Nú orðið er enginn sá guðfræðing- ur til í víðri veröld, sem geti komið með hinn allra minsta snefil af sönnun fyrir því, að biblían sé guðs innblásið orð. Kyrkjan kennir yfirnáttúrleg krafta- verk. Hún neitar hinum eilífu, óskeik- anlegu lögum náttúrunnar. Klerkar hennar eru óvinir allra skemtana. Þeir bannfæra dansinn sem dauðlega synd og djöfullega. Þeir eru óvinir leikhúsanna. Þeir hata leikmenn og leikkonur af þvi að hvorutveggja eru keppinautar þeirra. Þeim sárnar og svíður að sjá menn með glöðu bragði á sunnudögum. Þeir standa fast á því, að karl og kona sem lifa saman i hjóna- bandi og hata hvort annað og hafa við- bjóð hvort á öðru, skuli halda áfram íð lifa saman, halda áfram að hata hvort annað. Þeim er illa við skáldsögurnar, en þeir elska bibliuna. Þeir vilja að fólkið láti sér nægja ræður og skáldskap um dauðann og víti. Og ef að þeir hefðu valdið til þess, þá mundu þeir banna allar skemtanir. Þeir segja mönnum frá Lazarusi og hinum ríka manni. Þeir mála upp ríku mennina í helvíti og fátæku mennina í himnaríki, ef að safnaðarmenn þeirra eru fátækir, en séu þeir ríkir þá snúa þeir blaðinu við. Þeir bera ekki traust til mentunar- innar. Þeir biðja menn ekki að hugsa og rannsaka. Þeir heimta það að allir skuli trúa. Trúgirnin er hjá þeim hin mesta dygð og efinn hin mesta synd. Þessir menn eru óvinir vísindanna og allra andans framfara. Þeir neita öllu sem striðir á móti hinum “heilögu ritum.” Þeir trúa enn samkvæmt stjörnufræði Jósúa og j irðfræði Móeses- ar. Þeir trúa á kraftaverk á umliðnum tímum, en neita að þau eigi sér stað nú. Þeir telja það synd, að menn laugi til að vera farsælir þessa heims, en sálu- hjálplega dygð að vilja vera farsspll ann ars heims. Hver ein einasta rétttrúuð kyrkja er bygð á röngum grundvelli og ósann- indum. Hver einn einasti rétttrúaður prestur fullyrðir það, sem hann veit ekkert um og neitar því sem hann veit. Hvað hafa hinir rótttrúuðu prestar gert til velferðar mannkynsins ? Öldungis ekkert. Hvað ilt gera þeir ? Alstaðar sá þeir frækornum hjátrú- arinnar og hindurvitnanna. Þeir sljófga vitið og skynsemina, þeir spilla og saurga ímyndunarafl barnanna. Þeir fylla hjörtun ótta. Þeir gera þúsundir manna vitskertar með kenningum sín- um. Hjá þeim er hræsnin virðingar- verð en hreinskilnin ljót. Þeir undir- oka sálir manna. Yíð kenningar þeirra eyða menn sálarkröftum sínum og beina þeim í öfuga stefnu, menn tapa af þvi sem þeir hefðu getað framkvæmt og helga líf sitt því hinu ómögulega, tílbiðja hið óþekta og gera sig að skjálfandi, nötrandi þrælum hugmynda þeirra, sem fæddar eru af vanþekkingunni og hlúð er að með höndum skjálfandi af ótta og ósköpum. Hjátrúin er hövgormur sá, sem ískrar í hverjum sælureit og læsir sínum eiturtönnum í hjörtu mannannp. Hún er hínn voðalegasti óvinur mannkynsins. Reynum að vera ærlegir menn. Látum mentunlna byrja í vöggunni, í kjöltu hinnar elskandi móður. Það ætti að vera hinn fyrsti skóli. Og móðirin, kennarinn. ætti að vera i fylsta skilningi ærleg og sannorð. Barnastofan ætti ekki að veia hæli lyg- innar. Foreldrarnir ættu að vera svo vönd að siðum sjálfra sín. að þau gættu þess að vera sannorð, svo ærleg, að þau könnuðust við fáfræði sína, því að eng- inn skjldi kenna það sem satt, sem ekki er hægt að sanna. Hverju einasta barni ætti að vera kent að efast, að rannsaka, að heimta ástæður. Hver einn einasti maður ætti að venjast við að verja sjálfan sig.gæta sin fyrir lygum, vélum, vanþekkingu. fyrir flögurum af öllu tagi. jafnvel fyrir þeim sem eru í prédikunarstólnum. Menn ættu að kenna börnunum að láta i ljósi efa sinn. að heimta ástæður. Tilgangur mentunarínnar ætti að vera sá þroska heilann, að skerjia skilning- arvitin. í hverjum skóla ættu sálar gáfurnar að æfast. Menn ættu að búa barnið út fyrir baráttu lífsins. Trú- girnin og skilyrðislaus hlýðni eru dygð- ir þrælanna og þeirra sem undiroka hina frjálshugsandi menn, Öllum mönnum ætti að vera kent að ekkert sé svo heilagt að ekki megi rannsaka það, eða leitast við að skilja það. Hver einn einasti maður hefir rétt til þess að lyfta öllum fortjöldum, svifta frá öllurn blæjumjrannsaka alla afkima ganga upp á allar hæðir og niður í hin dýpstu afgrynni, hvað svo sem kyrkj: an segir eða presturinn eða trúarjátn- ingin eða bókin. Hið mikla bindi (bók) náttúrunnar ætti að vera opin öllum, En engir nema hinir gáfuðu og ærlegu geta lesið þá bók. Fordómarnir kasta skugga á og myrkva hverja blaðsíðu hennar, Hræsnin les hana og les skalit, en trú- girnin tekur það alt saman gott og gilt. Hjátrúin þar á móti getnr ekki lesið eina einustu línu eða stafað hin allra stytztu orð. OgTÞó innibindur bindi þetta alla mannlega þekkingu, allan sannleika, og er hin eina uppspretta hugsananna. Hugs^nfrelsið er í því innifalið, að allir hafi réttinn til þess að lesa þessa bók. Þar er páfinn á sama bekk og bóndinn. Hver verður að lesa fyrir sig og hvor þeirra œtti ærlega og óttalaust að skýra löndum sínum og samborgurum frá því, sem þeir verða vígari. Náttúran er hinn rétti kennari. Kyrkjan og prestarnir hafa engar sannanir sínu máli til stuðnings—meiri hlutinn engar. Náttúran ein getur sannanir fært. En sannanir hennar (facts) eru óvinir hinna fáfróðu, en þjónar og vinir hinna gáfuðu og ment- uðu. Vanþekkingin er móðir leyndardóm anna og eymdanna, hjátrúar og sorg- ar, eyðslunnar og skortsins. Vitið er hið eina ljós. Það gerir oss mögulegt að halda alfaraveiginn. að sneiða hjá hindrunum, að nota ötíin náttúrunnar, Það er hin eina vogstöng til þess að lyfta upp mannkyninu. Að þroska heilann er að menta heiminn. Vitið sviftir himnana hinum vængjuðu og skelfilegu ferlíkum, hrekur draugana og glottandi djöflana úr myrkrinu og steypir Ijósbaði yfir dýflissur óttans og skelfingarinnar. Öllum raönnum ætti að kenna það, að menn hafa enga sönnun fyrir tilveru hins yfirnáttúrlega; að maður sá, sem beygir sig fyrir líkneski úr tré eða stein er eins ínikið flón og sá'sem biður til einhvers ímyndaðs guðs. Öllum mönnum ætti að kei na það, að ekki er hægt að breyta öflum uáttúa- unnar með bænum eða lofgjörð, eða grátbeiðni eða seremoníum eða fórnum, að ekki sé til neinn galdur eða nokkurt kraftaverk, og að éllur heimurinn sé bygður á lögum náttúrunnar. Öllum mönnum skyldí kenna það, að maðurinn verður að varðveitasjálfan sig, að öfl náttúrunnar taka ekkert til- lit til mannsins, en þau skapa og deyða án nokkurs manngreinarálits. Hið gagnlega er hin sanna trú. Páfarnir, kardínálarnir, byskupar og prestar, eru alveg gagnslausir. Þeir framleiða ekkert. Þeir lifa á erviði annara; þeir eru snýkjudýr sem lifa á hinum óttaslegnu. Þeir eru blóðsugur þær, sem sjúga blóðið úr æðum þeirra, er lifa á ærlegri vinnu. Hvert kyrkju- félag er löggilt 'betlifélag. Allar lifa kyrkjurnar á ölmusum, sem skrúfaðar eru út úr mönnum með valdi og ógnun- um. Hver ein einasta rétttrúuð kyrkja lofar mönnum himneskri sælu, eða ógn- ar þeim raeð vítis báli, alt til þess að hafa út ölmusugjafír og inntektir. Hver ein kyrkja hrópar: "Gefðu og trúðu”. En nú bjarmar fyrir nýjumtíma í heim- inum, MeDn eru að byrja að taka trúna á hið gagnlega. Mennirnir sem feldu skógana, rækt uðu jörðina, spentu stálreipuin oe stál. brúm yfir fljótin, sem bygðu járnbraut- irnar og grófu skipaskurðina, sem t'ygðu skipin — fundu upp gufuvagn- aua og vélarnar, sem fullnægðu hinum ótölulegu þörfum manna. Mennirnir, sem fundn upp fréttaþráðinn, sem fundu rafurmagnsneisrann skila- boðum hugans og ástarinnar. Menn- irnir, sem fundu upp vefstólana, sem kl eða heiminn, sem fundu upp prent- listina og hinar miklu prentvélar, sem fylla heiminn með skáldskap í bundn- um og óbundáum stýl, sem geyma og varðveita þekkingu heimsins, handa ó- bornum kynslóðum. Mennirnir sein hafa rannsakað hvelfingu himinsins og fundið brautir stjarnanna, sem hafa les- ið sögu heimsins í görðuin fjallanna og hafróti sjávarins. Mennirnir, sem hafa lengt lífið og sigrað sársaukann, heims- spekingarnir. náttúrufræðingarnir, hin- ir miklu, sem hafa lýst upp allan heim- inn. Skáldin miklu, sem hafa töfrað sálir mannanna með hugmyndum sín- um, málararnir miklu og myndasmið- irnir, sem hafa látið léreftið tala. og marmarann lifa. Mælskumenuirnir miklu, sem hafa hrifið og stjórnað heiminum sönglagafræðingarnir, sem hafa lagt sálir sínar í hljóðið. Iðnað- armennirnir, framleiðendurnir, her mennirnir, sem bariðt hafa fyrir rétt- inum, — sem allur hinn mikli herskari hinna gagnlegu manna, allir hinir sönnu fræðendur mannkynsins. Þ a ð eru okkar kristar og postular og heilögu menn. Sigurfarir vísindanna eru okkar kraftaverk. Náttúrufræðis- bækurnar eru okkar biflía og aflið hulda í hverri smá-ögn, í hverri stjörnu í öllu því sem lifir og þroskast og hugs- ar og vonar og þjáist, það er hinn eini mögulegi guð. Svar til ritstj. Hkr. Eftir M. C. Branson. Chicago, 20. Jan. 1898. Háttvirti ritstjóri :— Þann 30. Des. birtist í blaði yðar svar til mín upp á grein mina : "Um verkamálið.” Fyrst og fremst verð ég að biðja yð ur að leyfa mér að leiðrétta hraparleg- an inisskilning hjá yður. Hann er sá, að þér virðist bersýnilega álíta að ég hallist að kenning sósialista. Mér er ó skiljanlegt hvernig þér gátuð komizt að slíkri niðurstöðu, ef þér eruð kunnugur þeirri kenning, sem þór virðist vera, því kenning Henry Gecrge, eða 'Single Tax’ er ekki sósíalis.n, heldur þvert á móti. Kenniag sósíalistanna, svo sem Bellamy og Cranlnnd eða Blatchford, er, að stjórnin eigi að eiga og meðhöndla öll verkfæri og alla framleiðslu, og úthlut- un hennar á meðal allra. En ‘‘Single Tax” kenningin er þar á móti, að ein- staklingurinn hafi rétt til als þess er hann framleiðir, og meðhöndlun fram- leiðslunnar með frjálsum viðskiftum við alla aðra, en að hann hafi ekki rétt til að draga til sín í eiginn vasa meiri hluta af þeim sjóði er allir í heild sinni framleiða, sem er landverðmætið (Rent.) Vér álítum að allur ójöfnuður eða óviljandi fátækt sé sprottin af ójöfnu tækifæri, sem komi af einkaréttindum eða einokun,er sumir fá yfir öðrm, og að þessi einokun sé innifalin í því, að fáum mönnum er leyft að draga til sín afar- mikinn hluta af þeim mikla auð er öll- um tilheyrir jafnt, og orsakar það afar- mikinn mismun í samkepninni meðal allra er framleiða.og skapa þannig verzl- unareinveldi, og í sambandi við þetta, þar eð skattur er lagður á fraraleidda muni, þá er þessi skattur sífelt færður til á þá er sízt geta borgað hann. Vér segjum að aðeins sé nauðsyn- legt að afnema öll þess koDar sérstök hlunnindi, og þá verði allri framleiðsl- unni skift réttilega, þar eð enginn getur tekið meira en hann framleiðir, eða þess virði, og þannig hljóti allir að taka þátt í framleiðslunni. Með því móti verður öll samkepnin jöfn og allra tækifæri eins góð, því jafnréttið verður þá eins full- komið eins og mannleg vizka getur hugsað sér það. Þer álítið að mór hafi vilst sjónir á því í grein yðar, að þér voruð að ræða um það er kom ekki við landeignum. Ég get nú ekki séð að þér hafið í svari yðar fært rök því til sönnunar, að efni gr. minnar hafi ekki staðiðí nánu samb. við höfuðatriði auðfræðinnar, og annað höfuðatriðið er landið, og auðfræðislega er landið ekki nefnt nema í sambandi við landsverðmætið eða landseign. Rit- gerð yðar “Um verkfall” var algerlega auðfræðislegt spursmál, og verður að skoðast frá því sjónarmiði. Þér gerið athugasemd við það er ég sagði því viðvíkjandi, að það væru að eins tvö aðalatriði, er tækju þátt í allri Exchange Hotel. 612 ST. Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK, Þeuar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá inunið eftir því, að þið fáið hvergi betri aðbúuað að öllu íeyti, en hjá. H KATEIltlIKN, EXCHANGE HOTEL. <>l& .llain iSti'. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ 8ÍNU NÍJA Sfcanflmayian Hotel. 718 IMain 8tr. Fæði Sl.00 á dag. Brnnswick llotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta bezta gistihús i bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. Islendingar ! Þegar þið komið til Pembina, þá munið eftir þvi að þið fáið þrjár góðar máltíðir á dag og gott og hreint rúm til að sofa í, alt fyrir $1.00, á Headquarters Hoteí, H. A. 11 nrrel, eigandi. Pembina, N. Dak. IMingar! Lítið á eftirfylgjandi verðlista á binni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, mma" i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 * ‘ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 " 14 " “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. THE GREAT NORTH-WEST SADDLERY HOUSE er staðurinn þar sem hægt er að kaupa alt sem lýtur að aktýgjum og hnökkum, einnig leður og allan útbúnað sem brúkaður er við hesta, og svo kistur, töskur og svipur og stígvélaleður af öllum tegundum. Sendið eftir verðlistanum okk- ar. Það kostar ekkert. Corner Main og Market Street. WINNIPEG, MAN. rim« 177 Þegar þú þarfnast fyrir BRAUÐ af hvaða tegund sem er, eða “candy” og “chocolates,” þá láttu oss vita það Hvað sem þú biður um verður flutt heim til þín samstundis. Við höfum altaf mikið að gera, en getum þó ætíð uppfylt óskir viðskiftavina vorra. KOL! KOL! Beztu Bandaríkja harðkol $10 tonnið. Beztu Hocking Valley linkol $7 tonnið Pocabontas reiklausu kolin $8 tonnið. Winiiipeg Coal Co. C. A. Hutchinson, ráðsmaður Vöruhús og skriftsofh á Hlgging og M»y strætum. Phone 700.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.