Heimskringla


Heimskringla - 10.02.1898, Qupperneq 1

Heimskringla - 10.02.1898, Qupperneq 1
xri. ár NR 18 neimskringla. WINNIPEG, MANITOBA, 10. FEBRUAR 1898 F R E T T I R. Canstda. Sambandsþingið kom satnan á fimtudaginu var í vidurvist fjölða á- horfenda. Þingsetningarræða landstjórans var fáorð og heldur tilkomulítil að þvi er mörgum þykii. I henni var minst á framfar.r Ca- nada á umliðnu ári og hve lánstraust ríkisins væri nú gott erlendis, og hve auðvelt væri að fá lán með lágum vöxt- um. Enn fremur var drepið á það hve vel stjórnarformanni Canada hefði ver- tekið á 60 ára ríkísafmæli drotningar- innar á Englandi í sumar, og hve vel Englendingum hefði fallið niðurfærslan á tolli á vörum, sem fluttar eru frá Bretlandseyjum til Canada. Mikil ánægja er látin í ljósi yfir því að verzlunarsamningarnir milli Breta á aðra hlið og Þjóðverja og Belga á hina, verði upphafnir, svo að Canada þurfi ekki að gefa þessum þjóðum sömu hlunnindi sem gefin eru Bretum. Þá er talað um gullið í Klondike, ogþörfina á samgöngufærum þangað, á gnægð(?) uppskerunnar á síðastl. ári, og ýmislegt annað, er hagsæld þjkir hafa hlotizt af. Aðal lagafrumvörpin, sem minst er á, að stjórnín ætli að leggja fyrir þingið eru lög um breytingu á eftirlaunalög- unum, breytingu á kosningalögunum og atkvæðagreiðslu um vínsölubann. Um þau atriði sein tekin eru fram í ræðunni má segja þetta. 'Þó stjórninni hafi tekizt að fá lán með lægri rentum en að undanförnu, þá hefir henni ekki tekizt að stjórna landinu með minúi kostnaði en áður, því þrátt fyrir allan sparnaðinn, sem Sir Charles Cart- wright ætlaði að hafa, hafa útgjöldin hjá Liberölum orðið um 2 miljónum meiri, heldur en þau urðu nokkurntíma hjá Konservatívum. Um gleði Breta yfir tollniðurfærslunni og gagnið sem það ætti að vinna ríkinn er það að segja að hún fór öll í mola þegar það kom upp úr kafina að nærri allar verzlunarþjóðir heimsins gætu sætt sömu kjörum og þeir. Kosningalögin mætti bæta að sjálf- sögðu, en ef þau verða færð í sama horf ið og Liberalar 'hafa fært þau í hér í Manitoba, þar sem als konar ranglæti má í frammi ,hafa að ósekju, þá væri eins gott að láta þau ósnert. Eftirlaunalögin 'eins og þau komu frá Konservatívum hafa Liberalar brúkað dyggilega síðan þeir náðu völd- um. hvernig svo sem þeir ætia að breyta þeim nú. Atkvæðagreiðslan um vínsölubannið hefir alt af verið og er enn að eins leikfang, og það sjá allir bindindismenn sem alhuga það, Kjós- endur hér í fylkinu voru t. d. látnir sýna með atkvæðagreiðslu fyrir nokkr- um árum síðan hvort þeir væru með vínsölubanni, og var mesti fjöldi með því, en síðan hefir það víst ekki verið nefnt á nafn á þingi og engar sjáanleg- ar líkur til að Mr. Gxeenway hreyfi við því úr þessu, úr þvi hann er ekki búinn að því. Samkomulagið milli Bandarikja- manna og Canadaraanna vestur við haf ið er heldur stirt um þessar mundir. Þeir sviftast á um flutuing og verzlun þeirra er til Klondike fara, og þykir sem þeir geri hvor öðrum óskunda. kaupm. norðan og sunnan landamær- anna keppast við að gefa gullnemum sem bezta kosti, og fara þá einatt með ósannindi hver um annars verzlun. Nýlega héldu menn fund mikinn i Victoria og voru sjö ákvarðanir þar teknar, sem að sjálfsögðu verða sendar til Ottawa. Þeir mældu fastlega á móti því að timbur frá Bandaríkjunum væri tollfrítt. að Bandarikin fengju að senda matvæli tollfrítt til Klondike, þar eð engin neyð væri þar. Fara fram á að Bandaríkjamönnum sé borgað í sömu mynd fyrir það sem þeir tolla Banda- ríkja-vöru, sem flutt er á kanadiskum skipum. Að þrætulandinu vestra sé stjórnað að tilhlutun beggja ríkjanna, og að Bandaríkja-skipum sé fyrirboðið að flytja varning milii hafna í Canada. Hvað mikið af þessu nær framgangi, leiðir timinní Ijós. Eitt af því sem valdið hefir sundr urlyndi meðal Canadamanna ogBanda nkjamanna vestra er það, að B .nda •’ikjamenn hafa .sent umsjónarmenn með hverri kanadiskri varningslest er farið hefir gegn um þrætulandið við Skagway, og heimtað $9 á dag fyrir fylgdiua. Þetta þykjast þeir fara til að fyrirbyggja tollsvik. Nýjar reglugjörð- I ir hnfa nú verið gefnar út í Washington j aðeinhvei ju leyti í samræmi við samn- inga við Sifton ráðgjafa í Ottawa og segir þar svo. að ferðamenn geti kom- ist hjá þessu íneð því að gefa tollþjón um Bandaríkjauna peuingalega trygg- ingu fyrir að þeir fari með dót sitt út úr þrætulandinu inn í Canada og sé því atriði fullnægt. fáist það endurgold ið. Þetta fyrirkcmulag mun nokkuð betra en hið fyrra. en samt er það ekki fullnægjandi að því er séð verður. Það líta flestir sem í hlut eiga þannig á, að þetta sé að eins peningamilla. Fyrst er það,að engum sem til Klondike ætlar dettur í hug að skiija nokkuð eftir af dóti því er hann tekur með sér nlður við sjóinn, eða láta það til annara, og svo er hitt að þetta er þrætuland, sem ekki er víst enn hvort tilheyrir Canada eða Bandaríkjunum. Margir eru æfir yfir þessum óþægindum ferðamannanna og þykir stjórnin í Ottawa sein á sér að fá þetta lagfært. Einn náungi vestra segist halda að fljótlegast yrði að lag- færa þessar reglugjörðir Washington- stjórnarinnar með þvi að tollstöðvarnar í Chilkoot- og Whiteskörðuin væru fluttar til Olenora við Stickinfljótið, og skörð þessi síðan skipuð varðliði, sem sendi allaþangað sem tii Klondike ætla. Blaðið Free Press lætur í veðri vaka.að ef Ottawastjórnin láti nú ekki til sín taka og rétti hluta Canadamanna.muni hún fá að kenna á því áður en langt líður. Nýkomin frétt segir að þegar þing ið kemur næst saman í British Colum- bia verði beðið um leyfi til að byggja járnbraut frá Observatory Inlet. B. C., til Glenora og tengja hana við Feslin Lake brautina, og verður þá leiðin öll innan landamæra Canada. Fyrsti telegrafþráðurinn til Klon- dike verður fullgerður um miðsumar að sumri eftir þvi sem sagt er. Félagið, sem legeur hann, er Pacific Tostal Te- legraph-félagið, sem er í rauninni sama sem C. P. ít.félagið, þó það gangi undir ofangreindu nafni. Buntlarikin. A mánudaginn i fyrri viku gekk voðastormur með snjókomu yfir austur hluta Bandaríkjanna og gerði skaða á eignum sem metinn er á 5—7 miljónir dollara. Verst var veðrið í kring um Boston. Fannkoman var 24 þumlung- ar, á að gizka, og barði veðrið snjóinn saman í skafla, sem að því er blöðin segja, urðu sumstaðar frá 2C til 30 feta þykkir. Strætisvagnar teftust, vírar slitnuðu niður og kveiktu víða í húsum, og skemdir á skipum á höfninni í Bost on urðu stórvægilegir. Hræddir eru menn um að miklir skipskaðar hafi orð- ið við austurstrendur Ameríku í yeðr- inu. Þessi bylur er hinn versti sem komið hefir á þessu svæði síðan vetur- inn 1888. Sundurlyndið milli Bandaríkjanna og Japan út af Hawaii er nú á enda. Samningurinn sem gerður hefir verið, hefir enn ekki verið opinberaður, en bú- ist er við að hann gangi út á það, að Japanítar hafi jafnan rétt við Banda- ríkjamenn til að setjast að á Hawaii- eyjunum. Síðustu skýrslur yfir uppskeru í Bandaríkjunum á árinu 1897 eru nýút- komnar frá stjórnardeild akuryrkjumál- anna i Washington, og eru þær i stuttu máli þannig : Mais—80.095,101 ekrur, 1,902,967,933 bu»hel. 861,072.952 virði. Hveiti—39,465,066 ekrur, 530.149,168 bushel, $426,547,121 viröi. Hafrar—25,730,375 ekrur, 698,767,809 bushel, $147.974,419 virði. Bigg—2,719,116 ekrur. 66,685,127 bushel, $25.142.139 virði. “Buckwheat”—717,835 ekrur, 997,451 bushel, $6.319.188 virði. Kartöflur—2,587.577 ekrur, 164,015,965 bushel, $89.643,059 virði. Hey — 42,426,770 ekrur, 60.664,876 tons, $401,390,728 virði. Utlond. Óeirðirnar á Indlandi halda alt af áfram, og þó þær dofni um stund, þá taka þær sig upp annað slagið. Það fer ýmsum sögum af þessum óeirðum. Sumir segja að þær fari vaxandi og að herliðið sé alsendis ónég til að bæla þær og að þetta sé að kenna afskifta- leysi og sljóskvgni vissra manna, sem reiðir eru við herstjórnina. Nokkuð er það, að herliðið virðist engu nær með að bæla uppreistina en áður, þó það hatí oft leikið uppreistarmenn grátt þegar í verulega orustu hefir komið. Menn eru nú farnir að vakna til með- vituncUr um að naud.synlegt sé að næuilegari lieraíia til að útkljii þessar óeirðir þe^ar. þar eð útlit sé fyr- ir styrjaldir annarsta^ar. Frá löndum MOUNTAIN, N. D., 29. JAN. 1898. Herra ritstjóri. Síðan ég skrifaði héðan síðast hefir sama veðurblíðan haldizt fram á þenna dag; eriginu snjór. svo allir verða að ferðast ávögnum. og er það nýtt á þess um tíma ársins. Jarðarför Níels J. Viium fór fram að Mountain þann 13. Janúar, undir forstöðu Thingvaila Lodge A. O, U. W. félagsins. sem Níels heitinn var með- limur í, og hafði hann lífsábyrgð hjá fé- lagi þessu unp á $2000, sem ekkjan fær núna þessa dagana. Þann 18. þ, m., sem er merkisdag- ur A. O. U. W. félagsins, var haldinn aukafundur hjá Verkamannafélaginu að Mountain, og 38 nýir meðlimir tekn- ir inn. Meðlima tala félagsins er nú 83. sem til samans hafa lífsábýrgð upp á $160,000. Ensku blöðin hér segja að Park B.i- ver-búar hafi kallað fund nýlega, til að ræða um tilboð til íslen íka skólans til- vonandi. Bæjarbúar höföu áður beðið $4000, ef skólínn yrði settur þar, en for- stöðunefn vildi fá $6000 tilboð, en það varð til þess að ósamlyndi kom upp meðal "æjarbúa, svo fundi var slitið áð- ur en noxkvr ákvörðun var gerð, og alt útlit fyrir að ekkert filboð til skólans komi frá Park River búum. Kvenufélagið að Mountain hefir auglýst að það haldi mikla skemtisam- komu í kyrkjunni að Mountain þaun 3l. þ. m,, og að Miss Ólafía Jóhanns- dóttir haldi þar ræðu. Mr, Björn Halldórsfon og Siðurður Hjaltalíu lögðu af stað til Winnipeg í dag, Sá fyrnefndi ætlar að dvelja i Winnipeg um tima hjá börnum sínum og kunningjum. S. Guðmundsson. Hvernig tala þeir í Was- hington ? I ræðn sera Clayton (Dem., Ala.) hélt til stuðnings Tellers-uppástung- unni.sem gekk út á að gera ríkisskulda. bréf Bandaríkjanna innleysanleg í silfri, en sem var feld, eins og áður hefir verið getið um, segir hanp. : “Fall uppástungunnar var fyrirhug- að og fyrirskipað af foringjum Repú- blíkana, sem nýlega sátu að veizlu eitt kvöld í New York, og átu upp á $100 hver. Það væri eftir mælikvarða vor- um í Alabama sama sem að þeir hefðu hver um sig étið einn baðmullarstranga og tvo múlasna”. Mr. Rhea (Dem., Ky.} segir í ræðu um sama efni, þar sem hann minnist á Sherman-iögin — “glæpinn frá 1873”. "Ef eitt hornið á undirheimum er heit- ara en annað, þá verður það geymt handa John Sherman”. Svona tala þeir í Washington þeg- ar vel liggur áþeim. Hvernig Frakkar flytja fanga sína til Guiana. Franska flutningaskipið Caledonie flytur árlega um 2000 fanga frá strönd- um hins fagra Frakklands í útlegð og dauðaáSafelyeyjum framundan Guiana í Suður-Ameríku. Caledonieer járnskip sem ber 4,400 tons, og hefir verið brúk- að til að flytja fanga frá Frakklandi og Algier til áðurnefndra staða síðastliðin 10 ár. Fjögur hólf úr járni. sem hvert tek- ur um 150 manns. eru niðri i skipinu og eitt sem tekur um þrjátíu aftur á þvi. og er það ætlað fyrir kvennfólkið. Það er farið dáindis vel með kvennfólkið, en karlmönnum er lítil umhyggja sýnd, þó fá þeir nokkurnvegin ætilegan mat, og sofa á hengirumi úr sealdúk. Eitt af því sem menn hryllir mest við á þessu skipi er útbúnaðurinn sem brúka má til að verjast föngunum ef þeir reyna til að brjótast út. Gufupíp umer þannig háttað við útganginn úr þessum hólfum, að á svipstundu má láta sjóðandi vatn eða gufu dynja yfir fangana. Það hefir samt aidrei komið fyrir að þurft hafi að beita þessum út- búnaði eins og má, en stundum hefir föugunum sarnt veriðsýnt á hverju þeii u.ættu eiga von, ef þ“ir óhlýðnuðust yfirmðnnunum, og vanalega d"ga hinir 80 varðmenn, sem á skipinu eru, til að halda föngunum í skefjum. Ef upphlaup væri gert, gæt.u varð- mennirnir á svipstundu dregið upp alla stigana sem liggja upp á dekkið, og lok- að ölllum dyrum á því, en undir há- dekkinu er vélahúsið og vopnabúrið. Hefðu þeir þannig óvinnandi kastala, því hvergi væri hægt að komast upp hina bröttu og háu veggi og gætu skip- verjar þannig skotið fangana niður að vild, eða ausið yfir þá sjóðandi vatni. Þannig er útbúnaðurinn á þessu fljótandi fangahúsi Frakka, sem alt af í tíu ár- hefir haldið áfram að flytja menn og konur frá eymdinni á einum stað tii dauðans á hinum, / Islancls-fréttir. Eftir Bjarka. Seyðisfirði, 27. Nóvember, 1897. Sildarafli er sagður nokkur á Eyja- firði. Maður hrapaði til dauðs í Mjóafirði 18. þ. m., 'Asmundur bóndi Jónsson á Stórudölum. Hann var vitavörður á Dalatanga. Hafði hann um morgun> inn gengið að fé, og er hann var ekki kominn heim seinna um dagin*v var þeg ar farið að leita hans; en líkið fanst ekki fyr en á þriðja degi- Sagt er að önnur urgan hafi verið sþtin úr brodd inum á öðrum fætinum og það hafi valdið slysinu. 4. Desember. Þann 24. f. m, brann hús hr. út- vegsbónda Ólafs Guðmundssonar ís- felds. “Akur‘‘ við Hesteyri í Mjóafirði. Flestu af því, sem í húsinu var niðri, var bjargað, Húsið var vátrygt og flest af því sem í húsinu var i því félagi, ■ em hr Stefán Th, -Tónsson er agent fyrir. 13. Des. Mannalát. Gunnþórunn Guðjón- sen, dóttir Péturs fyrv. verzlunarstjóra Guðjónséns, andaðist á Vopnafirði, 26, Nóv. úr brjóstveíki eftir langvinnar þjáningar. Andrés Nielsen, útvegsbóndi í Leið- arhöfn í Vopnafirði, dó nýlega, á sjö- tugsaldri, og um sama leyti andaðist móðir hans á niræðisaldri. Andrés Nielsen var efnabóndi og velmetinn. 18. Des. Schierbeck á að hafa verið spurður að, úr hverju hann Jón hafi dáið. “Og eiginlega held ég að hann hafi dáið úr misskilningi. Hann átti sem sé að drekka mjólk með litlu af konjakki i, endrakk konjakk með litlu af mjólk í". Frá holdsveikisspitalanum í Tracadie, N. B. [Eftirfylgjandi bréfkaflar eru frá Jóqi Guðmundssyni, sem fluttur var héðan síðastl. sumar á holdsveikissjúkrahúsið i N. Br., og birtast þeir hér samkvæmt ósk höfundarins]. TRACADÍE, N. B. 27. SEPT. 1897. St. B. Jónsson. Það er af mér að segja að ég er alt af við sömu heilsu og ég var, en sárin eru mikið til gróin. Við illu mátti ég búast, en ekki datt mér í hug að það mundi verða svona níðslegt, að ég mundi verða tekinn og fluttur tvö þús- und mílur í læknislaust nunnuklaustur. Þessi læknir. sem hér á að yera, sést aldrei, og er heldur ekkert gagn að hon um; hano er ekkert nema svikin og lýgin — hann er víst mikið likur Jú dasi, þvi alt sem hann sagði okkui reyndist ósatt .— Fæðið er bæði óholt og slæmt og úldið. og ef það væri hag stæður vindur, þá mundir þú finna lykt ina af því. Svo eru hér allir franskir, og ramm kaþólskir, eg er þá ekki við góðu að bú- búast. — Við skrifuðum Lögbergi í sumar bréf,#til þess að blaðið aðvaraði um að láta ekki læknir þennan ljúga fleiri Isiendinga hingað upp á þessar trakteringar. En það hefir líklega ekki fengið bréfið, eða ekki vdjað ansa því. TRACADIE, N. B„ 26. JAN. 1898. Það er af mér að segja að ég er alt af við sömu heils, hvorki verri eða betri. — Þér þótti skritið að við skyld- uiii nefna þetta hús nutinuklaustur, en okkur tinst ekki vera neiu ástæða til að kaila það hospital. Það er svo ólíkt ho pitals aðferð hér sem or.ðið getur; fæðið er bæði svo vont og óþverralegt. að það er viðbjóður að éta það; kjötið var i suinar alt svo úldið. að það var ó- étandi. en er það svart og blóðhiaupið; svo er brauð alt svo eldhert og stund- um svo hrátt að það má hnoða það uþp eins og kökudeig á borðinu; svo er grautur einu Sfnni á dag;hann er búinn til úr bvggi og hráum baunuin og mais; hér er brúkað ‘molaeses1 í staðinn fyrir sykur út á grautinn og í teið, en við Is- lendingar höfum ekki viljað það, og hef- ir þeim þótt það hart af okkur. Svo fáum við aldrei mjólk nema stundum í teið. Stundum er fiskur og kartöflur, stappað saman, í morgunmatinn, en það er svo vont að það er óétandi. Ef maður étur ekki þatta rusl. þá fær maður ekkert. í sumar reiddist ég og fleygði diskinum með úldna kjötinu til kerlingarinnar; reiddist hún þálíkaog sótti prestinn sinn, og skipaði hann henni að skamta mér vatn og brauð, og var það gert þrisvarsinnum. Seinast henti ég vatnsbollanum út fyrir dyr. Þessi læknir sem sótti okkur í vor, sagðist ráða yflr þessu húsi, en nú er hann orðinn tvísaga, um daginn sagð- ist hann engu ráða hér, og svona reyn- ist alt lygi sem hann sagði vestur frá. Hann sagði við mættum faía hvert sem við vildum, en þegar hingað koin mátt- um við ekki vera nema á svolitlum til- teknum bletti, og okkur voru allar bjargir bannaðar hér. Hér gætum við fengið nóg af góðura meðölum, ef við hefðum peninga. Smith sagði að þeir fengju svo litla peninga frá stjórninni að þeir gætu ekki útvegað meðöl og ekki fætt eða klætt betur. en að hún væri skyldug að láta okkur fara eða leggja okkur til peninga fyrir meðöl. Við skrifuðum Sigtryggi Jónas syni fáar línur í Sumar og báðum hann að setja það í blaðið, en hann hefir ekki gert það. Þetta voru bara fáeinar lin- ur, þess efnis að vara fólk við þessum svikum, því komið getur fyrir að fleiri geti orðið veikir en við, en ée vildi ekki unna neinum svo ils að ljúga hann hingað. Það kom einn íslendingur hingað í sumar i Júlí. Hann heitir Guðinundur Kristjánsson, frá Selkirk; var hann sendur hingað eins og við frá konu og börnum. Það eru allir svo hræddir um að þetta sé 1 smittandib en mér finst að nægar ástæður fyrir að svo sé ekki. Það er vinnukona hér, sem sefur í sama herbergi og þessar veiku stúlkur, og svo þvær hún alt af þvi veika, og er með því dag og nótt. Svo er maður, sem er búinn að vera hér í 20 ár næsta sumar, og er hann heilsugóður, nema það er lítið eitt kreftír á honum sumir fingurnir; vinnur hann alla vinnu sem fyrir kemur og smíðar alt sem honum dettur í hug og verður aldrai misdæg- urt, Svo var 4 ára gömul stúlka sett hér inn af því það komu rauðir flekkir út um hana öðrumegin, eil svo hurfu þeir eftir lítinn tima, þó hún brúkaði engin meðöl. Svo var henni haldið hér inni f 13—14 ár. Sex mánuðum eftir að hún fór héðan giftist hún, 'svo það sýn- ir hvað það er “smittandi’, Það eru læknar hér til sem treysta sér til aðlækna þessa sýki, en þær eru eítthvað svo magnaðar þessar stelpnr og þessi langi kaþólski prestur og lækn isgarmurinn.að það getur enginn lækn- ir gefið sig við því Á meðan það er svona og er það hart að fyrirmuna manni þetta, það hefði veri betra að senda mann með skammbyssu 1 vasan- um austur í vor. til að skjóta okkur heldur en að fara svona með mann. En það verður líklega ómögnlegt að koma neinu lagi á þetta, því Philip Johnson, 549 Elgin Ave., Wiunipeg, fór til þeirra(?) f sumar og klagaði þetta, en það hefir engan árangur haft. Sjúk- lingarnir eru með okkur í þessu málefni Við skulum ábyrgjast þetta alt að það er satt, og við viljum fegnir eiga þig að með þetta að lagfæra það Eg man ekki eftir að það væri neitt i hinu bréfinu sem við gotum ekki staðið við. Eg vona að Hkr. taki þetta. þó að sperruleggurinu vildi ekki taka það. —Sjúklingarnir eru 24." Jón Guðmundsson, Þórður Þorsteinson. Vottar: Guðmundur Kristjánsson, Ir- anquille Lecler, Oliver.Plourde, Stanis- las Plourde, Germaine Plourde, Joseph Plourde, John Baptiste Plourde, Joseph Gione,tSérinus Plourde. Address-' Hospital Tracadie, N. B. P. S. Við þurfum 'ekki að vínna nokknrt handartak; við fáum heldur ekkert að gera. Við fáum ekki að læsa bréfunum okkar sjálf,ef við læsum þeim þá rífa þær utan af þeim og reyna að lesa þau, en það vill svo vel til að þær geta litið lesið. Þær segja að póst- meistarinn taki þau ekki, ef við sláum utanumþau. Það var eitt bréf. sem Mrs. Freeman skrifaði manni sínum, það koui aldrei til skila. Þar voru nöfn okkar allra í því og fleira sem þær gátu séð, en víð getum ekki beinlínis sannað neitt upp á þær fremur en póst- meistarann. enda þó við sjáum hvernig þær eru í öllum greinum. J. G. Hvað mikið er rétt í ofanrituðum bréfum vitum vér okki, en þar eð ætla má að kvai tanirnar um illa meðferð séu ekki alsendis ástæðulausar, þá höfum vér gefið þessum bréfum rúm í blaðinu. Vér getnm búizt við því að einstæðings- skapur og leiðindi meðal sjúklinganna eystra valdi þvi, að þeim finnist með- ferðin verri en hún er, en alt um það ættu þeir sem mest eiga hér hlut að máli, að gera gangskör að því að kom- ast að hinu rétta í þessum sökum. og fá leiðréttingu á þvi sem óhæfa er f. Sé meðferðin eins og henni er lýst i bréfinu, þá er hún vítaverð, og því fyr sem rann- sókn er hafin því betra. Það er nóg að þetta fólk er tekið frá vinum og vanda- mönnum og flutt í útlegð til ókunnra staða, þó ekki sé farið illa með það þar að auki. Það verður ekki komist hjá þvf að taka þetta fólk frá heimilum sín- um og hafa það aðskilið frá heilbrigðu fólki, þvf veikin er sóttnæm, að svo miklu leyti sem menn framast vita, en það er nauðsynlegt að sjúklingunum sé látið líða sem bezt. Það má búast við því sð ef það sannast að meðferðin á sjúklingum þessum sé slæm, þá reyni þeir sem sýkina hafa að dylja sig sem mest, svo þeir verði ekki sendlr á þá staði, þar sem þeir þjást bæði af sýkinni og slæmum aðbúnaði, en þettaer hættu- legt fyrir þá sem sjúklingarnir búa sam- an við, þar eð sýkfn er sóttnæm eins og áður er sagt. Frá almennu sjónarmiði skoðað er þvf hyggilegt að hefja rann- sókn f málinu og gera umbætur ef þarf, og frá mannúðarinnar sjónarmiði er það sjálfsagt. “ÞAÐ HIÐ BEZTA SEM NOKKUR VANN SMAKKA” er þorskalýsið sem ég fékk miklar byrgðir af i þessari viku, ásamt öðrum fleiri vörum, svo sem grænsápu, ullarkömbum, spuna- rokkum, skósvertu (Whale Amber) með meiru. Þessir hafa það til sölu : Þorsteinn M. Borgfjörð, Geysir, Man. og Gísli Jónsson Glenboro, Man. G. SVEINSSON, 131 Higgin Str. WINNIPEG, - - - MAN. AFt fyrir ein 30 cts. Sendið mér 30 cents í silfri, peninga- ávísun eða frímerkjum, og ég skal senda ykkur eftirfylgjandi yörur, flutnings- gjald bor. að af mér : 1 X rays mynda- vél, sem hægt er að sjá í gegnum fólk með; 1 íslands-fáni; 1 pakki af mjög fallegum "cards” (Val-ntíne, afmælis- daga, lukkuóska og elskenda-körð); 48 fallegar myndir, af forsetum Bandarikj- anna, nafnfrægum konum og yndisleg- um yngismeyjum ; 1 söngbók með nót- um ; 1 draumabók ; 1 matreiðslubók ; 1 orðabók ; 1 sögubók ; hvernig eigi að skrifa ástabréf; hvernig hægt sé að ná ástum karls eða konu ; hvernig þú get- ur séð ókomna æfi þfna og annara, og hundrað aðra eigulega hluti. Ef mögu- legt er þá sendið peninga eða peninga- ávisun. J. LAKANDER. Maple Park, Kane Co., 111., tJ.S.A Látið raka ykkur OG HÁRSKERA HJÁ S. J. Scheving, 206 Rnpert Str. Alt gert eftir nýjustu nót- um og fyrir lægsta verð. S. G. Geroux, Eigandi. Þegar þú þarfunst fyrir <>leraHgn ---þá farðu til- IHMAKT. Hann er sá eini útskrifaði augnfræðing- ur af háskólanum í Chicago, sem er liér i vesturlandinu. Hann velur gleraugu við hæfa hvers eins. W. K. Iniiian «V Uo. WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.