Heimskringla - 17.03.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.03.1898, Blaðsíða 1
 XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBÁ, 17. MARZ 1898. NR 23 F R E T T IR. t'anada. Stórkostlegur eldsvoði vard í Toronto á laugardaginn var. Skaðinn metinn um 8150,000. Flóð hafa gert tðluverðan skaða í Brantford, Ont. Áin Grand flæðir þar yfir alt með miklum ísburði. Hún er nú 18 fetum hærri en vanalega. og mik- ið vatnsmeiri en hún hefir verið í mörg ár. C. P. R. félagið hefir nú í smiðum 12 gufuskip til flutninga til Yukonhér- aðsins. Frumvarp Dominionstjórnarinnar um Teslin-brautarbygginguna i Yukon- héraðinu, sem svo mikið hefir verið rætt um og fátt annað gert síðan þing kom saman, var samþykt í neðri mál- stofu þingsins 11. þ. m. með 119 atkv. gegn 65. Ymsir spá því að Senatið muni fella frumvarpið, er það kemur þangað. Frétt kemur frá Rat Portage um aö skólinn þar hafi brunnið á mánudag- inn. Skaðinn metinn um S‘25,000, en eldsábyrgð að eins 811,000. Slökkvi- _ lið bæjarins gerði sitt ýtrasta til að bjarga einhverju af byggingunni, en tókst það ekki, því vindur var mikill. Ekki hafa járnbrautarfélögin enn komið sér saman viðvíkjandi fargjaldi vestur að hafinu. Um nokkra undan- farna daga hefir fargjaldið héðan til Yictoria eða vancouver verið að eins 810, og er það lítið meira en fjórðungur vanaverðs. Og þegar þetta er skrifað (miðvikudag) eru helzt líkur til að far- gjaldið fari ofan í $5. Bandarikin. Skipanir haf verið sendar frá Wash- ington, að manna eins vel og hægt sé allar víggirðingar fram með austur- ströndinni. alla leið frá Boston og til Galveston við Mexicoflóann. Þetta á að gerast án nokkurrar tafar, og er nú þegar farið að senda hermenn þangað úr ölium áttum. Hjá sumum af þess- um víggirðingum eru enn sem komið er engin hús bygð yfir hermennina ; verða þeir þvi að búa í tjöldum, og allur að- búnaður þeirra verður mjög svipaður því að þeir væru þegar komnir í ófrið. Ráðanautur Cubamanna í New York, Mr. H. S. Rubens, segir að þeir hafi ekki verið aðgjörðalausir þessar siðustu vikur. Þeir séu nú búuir að undirbúa sig svo, að þeir geti ráðist á Spánverja á öllum stöðum jafnt, hvenær sem færi gefst. Samþykt af neðri málstofu þingsins að láta byggja þrjú ný herskip. Einnig talið víst að stjórnin muni kaupa työ herskip sera eru í smiðum fyrir Japan ; þau eru þegar fullgerð og álitin ágæt skip. * Búist er við að Bandarikin eignist bráðum hið langhraðsKreiðasta skip Jí heimi. Það ber nafnið "Ellide” (líklega meint fyrir Elliði) og er sem stendur eign auðmanns eins í Philadelphia, að nafni E. Burgesos Warren. Er hann lét smíða þetta skip átti það eingöngu að verða listiskip; samt sem áður lét hann gera það svo rammgert sem mögu- legt var, svo ef nauðsyn bæri til væri hægt að brúka það til hvers 'sem vera vildi. Ekki heldur bjóst hann við að Ellide yrði eins hraðskreitt, eins og raun varð á. Á fyrstu ferð sinni fór skipið míluna á einni mínútu og þrjátíu og fimm sekúndum. Þetta skip er bú- ist við að Bandaríkjastjórn muni kaupa og gera úr því torpedobát. Það er hægt með litlum tilkostnaði. Heilmikill stjórnargustur þýtur yf- ir Ohioríkið þessa dagana. Er það sjálf- sagt ekki að ástæðulausu. Ríkisstjóri þar, Bushnell, og þeir sem fastast stóðu með honum á móti kosningu Mark Hanna til þingsetu, eru nú að ryðja úr embættum öllum þeim, sem studdu á einhvern hátt kosningu hins alræmda Hanna. Þeir reyna víst að jafna um óvini sína enn betur i kosningunum í haust eð kemur. Landstjórinn í Alaska, Mr. Brady, hefir klagað “Commissioner” Bandaríkj- anna, James U. Smith, fyrir fjárdrátt í embættisfærslu sinni. Búist er við að Smith missi embættið strax, og að rnál- sókn verði hafin af því opinbera á hend- ur honum. Nú er dómur fallinn í málinu á móti Sheriff Martin og aðstoðarmönnum hans L'rir að skjóta niður námamennina hjá Lattimer. Voru þeir fundnir sýknir að. sök. En nú eru eftir 17 önnur sakamál á hendur þeim fyrir ólögmæta brúkun valds síns sem löggæzlumenn. Utlond. Rús*ar eru nýbúnir að veita 90 milj. rúbla til herskipasmíða. Með því sem England og Bandaríkin hafa veitt til þess sama, verður upphæðin sem þess- ar þrjár þjóðir ætla að leggja fram til þess að auka herskipastól sinn, um $240,000,000. Síðustu fréttir segja að Mr. Grlad- stone sé heldur í afturbata. Hann dvelur nú nálægt Bournemouth. Dóttir hans sera stundar hann, segir að hreyf- ingar hans allar séu mikið þróttmeiri, og löngun hans sterk til þess að fá að starfa eitthvað, en það er honum auð- vitað ekki leyft. Það er talið víst að Frakkar muni styðja Spánverja, ef þeir lenda í ófriði við Bandaríkin út af Cuba. Orsökin er sú, að helztu auðmenn Frakklands eiga nú um 8300,000,000 hjá Spánarstjórn, og hafa þeir enga aðra trygging fyrir þessari stóru upphæð, en inntektir þær, sem Spánarstjórn á i vændum árlega frá Cuba. Það er því nokkurskonar vasa-stjórnfræði, sem mundi hvetja Frakka til þess að skerast i leíkinn á móti Bandaríkjunum. En það mega Frakkar eiga víst, að þeir hafa aldrei tekið sér stærra né erfiðara verk fvrir hendur, heldur en ef þeir ætla sér að bæla niður frelsi og manndáð Banda- ríkjanna, Fylkisþingið. Hið niunda ársþing Manitobafylkis var sett á fimtudaginn var, 10. Marz, klukkan 3 eftir hádegi. Þingið var hafið með vanalegri við- höfn, og eins og lög gera ráð fyrir, ræðu frá fylkisstjóra, Hon. James C. Patter- son. Fylkisstjórinn lýsir ánægju sinni yfir framförum þeim er hafi átt sér stað á liðnu ári í fylkinu, og að alt bendi til að þær verði enn víðtækflri og stórstíg- ari á þossu ári. Hann minnist með við- eigandi ánægju á hina miklu hátíð sem haldin var síðastliðið sumar yfir alt Bretaveldi, í tilefni af 60 ára ríkisstjórn Victoriu drottningar, og sem hafi frekar en nokkuð annað dregið athygii manna að Canada, fyrir hina rausnarlegu hlut- töku sem Canada tók í þvi hátíðahaldi. Þá mintist hann lítillega á helztu afurðir fylkisins, hversu þær hafi aukist að vöxtum og verðmæti. 0g þvi telur hann sjálfsagt, að innflytjendur þyrpist hingað á komandi sumri. Þá hefir gulllandið, Klondíke, vakið eftirtekt hans, og álítur hann að Mani- toba hljóti að fá góðan skerf þaðan. Þar næst er getið um nokkrar laga- breytingar sem muni verða lagðar fyrir þingið til að öðlast samþykki þess. Og svo er þá það helzta í ræðu fylkis- stjórans talið. Það má segja um hana, að hún er sannarlega smá að vexti og efni. Þingið kom saman aftur á mánu- daginn 14. þ. m. Var þá ekki annað gert en ræða ávarp fylkisstjóra. Þrír eða fjórir menn að eins töluðu frá Stjórnarinnar hálfu og þar á meða. gamli Greenway sjálfur, Formaður andstæðinga stjórnarinnar á þingi, Mr. R. P. Roblin, hélt og alllanga ræðu, talaði hann vel og skemtilega sem hans er venja. Kvað hann ávarp þetta eink- ar merkilegt í fylkissögunni fyrir það, nve fáranlega ómerkilegt það væri. — Þingið kom aftur saman á þriðju- daginn, en sat þá að eins í 15 mínútur. Ymsar bænarskrár voru lagðar fram og hinar föstu nefndir ákveðnar. — Hr. Sigtr. Jónasson er í þremur þingnefnd- um. Frá löndum. SPANISH FORK. UTAH, 10. MARZ 1897. (Frá fréttaritara Hur.), Þífer verða nú stuttar, en laggóðar, Sions-fröttirnar í dag, því yfir höfuð að tala er hér fremur tíðindalítið sem steudur. — Tíðarfarið er hið bezta og hefir svo verið siðan 1. Febr. Bændur eru nú í óðaöun að búa sig undir vor- sáningu og víða farið að votta fyrir gróðri. Heilsufarið er bærilegt og hefir ver- ið svo i allau vetur; fénaðarhöld einnig i bezta lagi á þessum vetri, enda er verzlunin lífleg með nautpening sér- staklega; sauðfénaður einnig að stíga i verði. Forstöðunefnd Þjóðminningardagsins fyrir árið sem leið, hafði samkomu mikla. i hinurn nýja fundarsal Christ- inson & Johnsons. að kvöldi hins 4. þ. m. Samkoman var vel sótt og Þjóð- minningardagsmálið rætt á marga vegu. Loks var samþykt að halda hér i sumar Þjóðminriingardag 2. Ágúst, í eins góðum og fidlkornnum stíl eins og föng verða á. Níu manna nefnd var kosin til að sjá um alt þar að lútandi, og hlatu þessir kosningu: E. H. John- son forseti, endurk.. E. C. Christinson, endurk., Árni JohnSon. endurk. Bjarni J. Johirson, endurk., Björn Runólfson, Jóhannes Christinson, Mrs. Christin Hreinson, Mrs. Wm. M. Johnson og Mrs. Hanna Johnson. Verzlunar- og Iðnaðarfélagið, sem oft hefir verið nefnt áður hór í blaðinu. ætlaði að halda árs- og kjðrfund sinn að kvöldi hins .7. þ. m., en það fórst fyrir einhverra orsaka vegna, og get ég því miður ekki.skýrt frá hvað þar ger- ist fyr en ég rita næst. Verzlunarbúð þeirra félaga Christ- inson & Johnsons er nú um þaö bil að verða albúin; verið að mála lnisið utan og innan, og bráðum verður “business” byrjað í henni, og verður það hin fyrsta íslenzka verzlun, sem privat menn eiga á meðal íslendinga í þessum bæ, og sýnist bara annálsvert, eftir ekki lengri tíma en Islendingar bafa hafzt hér við, sem mér er “fortalið” að séu eitthvað um 40 ár. Ég segi hér “privat menn", svo skiljist að ég undantek hið lieiðraða “ Verzlunar-og Iðnaðarfélag”, sem, eins og allir vita, er lesið hafa blöðin, er búið að drífa “business” hér svo’ árum skiftir undir forustu vorra mest leið- andi manna, þó annars sé nú ekki búið að löggilda það enn; samt sést ekki að það standi þvi neitt fyrir framförum. Félagsskapur og framfarir er ár- lega að færast í vöxt hér á meðal vor, og vona ég að sama framhald haldist, cg að mér auðnist við og við að skýra frávextiog viðgangi á meðal landa minna hér, í íslenzku blöðunum okkar. Lestrarfélaginu mætti é? heldur ekki gleyma; það stendur í hinum mesta blóma undir umsjón hinnar nýju stjórnarnefndar þess. Það er nú að eins 14 mánaða gamalt, en á samt um 40 bindi yndælustu bóka, í bezta baudi, til skemtunar og fróðleiks fyrir meðlimi sin. Sitt af liverju Eftir íslenzkum blöðum. Landlæknirinn á íslandi (Dr. J. Jónassen) hefir í C,-deild Stjórnartíð- indanna 1897, gefið út “Skýrslu um heilbrigði manna ’á íslandi árið 1896”, og er þar einnig skýrt frá tölu barna þeirra sem fæðzt hafa á þessu ári. — Vér tökum hér upp til fróðleiks fáein atriði úr þessari skýrslu. Árið 1896 fæddust als á íslandi 2423 börn, og var tæplega 6. hvert af beim óskyldgetið. Als fæddust 1243 sveinbærn, 1180 meybörn. Engin kona eldri en 50 ára ól barn. Flest lausaleiks börn áttu mæður á 20—25 ára aldri (93 af 354). Als voru 10 sjálfsmorð framin á ár- inu; 5 drektu sér, 4 hengdu síg og 1 (kona) skar sig. Af slysförum dóu 52, og druknuðu 40 af þeim. 247 börn dóu á 1. ári; á aldrinum 90—95 ára dóu 15 og á aldursskeiðinu 95—100 ára dóu 4. Barnaveikin og sullaveikin virðast vera í ailmikilli rénun, og má eflaust þakka það ýmsum varúðarreglum og vaxandi hreinlæti og varasemi með hunda, að því er sullaveikina snertir, En aftur á Jmóti viröist berklaveikin (tæring) að færast (ískyggilega í vöxt í sumum héruðum. (Eftir “N. Ö.”. FOSSARNIR Á ÍSLANDI. í norsku blaði “Verdens Gang’’ er þoss getið, að frakknesk tímarit skýri frá nvju landi, sem vert sé að veita at- hygli. Þetta land er Island. “Hið gamla söguland”, segir blaðið, 'er ákaf- lega auðugt af ám og fossum. Vatns aflið í ónum og „fossunum er nægilegt til þess að framleiða ljós og hita handa íbúunum, ef það væri notað, og meira en það. — Þeir 3 fossar, Alafoss (!). Gullfoss og Goðafoss geta til samans fra.nleitt meiri kraft heldur en hinir stærstu fossar í Norðurálfunni. Allur sá vatnskrflftur, sem finst áeinni. get- ur reiknast til þúsund miljóna hestaafl. Jafnvel þó strykuð væru í burtu tvö öftustu núllin, er af miklu að taka. Reykjavik gæti fengið ljós og hita, sem hún þarf með, frá árfossi. sem er 5 kiló- roetra frá bænum.—Þar að auki eru e’dfjöliin á eynni rik af verðmætum steinefnum, sem mætti vinna og færa sér i nyt með hjáip rafmagnsins. ís- land er einnig ágætur staður fyrir veð- urathuganir, sérstaklega ef það stæði í fréttaþrflðarsambandi við Norðurálfuna Það gæti verið mikilsvert, að fá þaðan vitneskju og viðvaranir um storma. og vísindin raundu fá nýtt þýðingarmikið efni, að þvi er veðurfræðina anertir, til að rannsaka. Athueanir um jarðskjálfta gætu oi ðið greiðnri. og norðurljósin eru þess verð. að þau væru athuguð”. — Grein þessi 'hefir einnig staðið i dönsk- um blöðum og vakið athygli manna á Islandi, sérstaklega að því er fossana snertir og þann mikla auð, er þeir hafa i sér fólginn. (Fjallkonan). Séra Júlíus Þórðarson, sem nú dvelur í Noregi og mun ætla sér að í- lengjast þar, hefir nokkrum sinnum prédikað á íslenzku i Kristjaniu, og eru norsku lýðmálsmennirnir (Maalstræ- vere) mjög hrifnir af, að heyra ræður fluttar á hreinni norrænu, euda er það fyrir þeirra tilstilli, að séra Júlíus flyt- ur þessar prédikanir einmitt á islenzku, og er að sjá, sem þessu verði haldið á- fram að minsta kosti í vetur. því að talað er um, að láta prenta nokkra is- lenzka sálma og guðspjallatexta til notkunar við guðsþjónustu þessa, svo að fólk geti fylgzt betur með, þvi að þótt bændamálið norska, er lýðmáls- mennirnir vilja hefja til vegs og virð- ingar, sé allsvipað íslenzkunni, þá er þó munurinn eigi svo lit 11. einkum í fram- burði. Að aðalmálgagn lýðmálsmann- anna er blaðið "Den 17 Mai”, er Árni Garborg og Rasmus Steinsvik gefa út i Kristjania. í því blaði (17. Des. f. á.) er dálitill greinarstúfur um hina fyrstu íslenzku guðsþjónustu séra Júlíusar, sunnudaginn 5. Des., og sagt að þar hafi verið troðfult hús. Eru taldir ýms ir heldri menn, er þar hafi veriðvið- staddir. (A. C, Bang byskup, Elix há- skólakennari, Jakob Sverdrup ráðgjafi o. fl.). Séra Júlíus er kallaður '‘alvar- legur, góðlegur maður”, og snjall og fjörugur prédikari”. Á undan prédik- un var sunginn sálmur séra Matthíasar “Faðir andanna’’. Um sjálfa prédik- unina segir blaðið: I fyrstu létu orðin ókunnuglega í eyrum manna, dálitið svipað ensku. En smátt og smát.t tókn menn að fylgjast með; “þ” og “ð”hljóð- ið, sem vér höfum ekki átt að venjast, hvarf að mestu, og maður gat stundum ímyndað sér, að það væri maður úr Sogni [héraði í Noregi], er ræðuna héldi —Það var einkennilegt að heyra í fyrsta skifti á æfi sinni flutta guðsþjónustu hór í Noregi á hljómfagurri fornnorr- ænu — hina fyrstu eftir margra alda dá. Hversu raikið höfum vér mist undir yfir yfirráðum erlendrar stjórnar! Það var ekki afbakað [sveitamál, er þessi maður talaði, mál, er hann sjálf- ur blygðast sín fyrir. Nei. það var fagurt, fullkomið mál, vel lagað fyrir alskonar umræðuefni, mál, sem var eigin eign hans og brot af honum sjálf- um.” — I öðru númeri blaðs ins nokkru síðar (28. Des.) er einnig minzt á þetta sama efni, og segir þar: “I>et gjer so godtí hjarta að heyra sitt eigið (forna) mál, það tengir saman hið gamla og nýja, endurminningar vakna, og það er sem maður heyri sjávarölduna suða við klettótta strönd”. Það er engin furða, þótt Norðmenn þykist hafa mikils mist við glötun forn- tungu þeirra, og starf þeirra manna, er leitast við af alefli að reisa hana að nokkru leyti upp frá dauðum, er mjög virðingarvert, þótt þvi miður sé hætt við, að það verði sú Sisyfos þraut, sem jafnvel brennandi áhugi og stálvilji strandi á. Það er auðveldara [að deyða en lífga. auðveldara að fella en reisa. (Þjóðólfur). GUÐS NAFN LAGT VIÐ HÉGÓMA. Það er nú sjálfsagt, aðdrottinn fyr- irgefur prestunum miklu meira en öðr- urn, enda hafa þeir lengi skákað í því skjólÍQu. Þó er það að vonura, að marg- ir kunni því illa, að heyra presta sína hafa guðs nafn í fíflskaparmálum. eink- um sé það gert á almannafæri og heyri. margir. Nú sem stendur flýgur sú saga um bæinn, um séra Jón Helgason, að hann hafi ekki als fyrir löngu hneyksl- að viðkvæm eyru margramanna i söfn- uðinum með gálauslegu flisjungstali á almannafæri, þar sem hann nefndi sjálf- an sig með guðs nafni. Svo stóð á að klerkurinn kom inn á pósthús með fangið fult af “Ljósi” og ruddist um fast. Sagði þá einhver, að mikið lægi nú á, eða eitthvað í þá átt. “Já”, sagði Jón. “Ljóssins faðir hefir i mörg horn að líta. Nú þarf hann að bregða sér austur í Rangárvallasýslu”. Nú er "ljóssins faðir” viðtekið nafn á hinum “einum og sanna” guði, enda hneyksl- aði þetta alla sem á heyrðu nema prest sjálfan; hann gelck burt með gleiðgosa brosi og þóttist góður af. Eftir ísland. Frá Klondike. Nýlega kom til Vancouver, B. C., frá Dawson Cit.y, Alaska, maður einn að nafni William W. Nicholson; hafði hann áður verið i herliðinu i Norðvest- urlandinu, en sagt sig úr því, eins og margir fleiri, til að reyna lukkuna í Klondike. Hann gekk svo i félag við tvo aðra menn þannig, að hann skyldi fara með nautahjörð allmikla fyrir þá norður til Dawson City og selja gripina þar; skyldi hann hafa 8200 í kaup um mán- uðinn og 6, part af öllum ágóðanum. Honum gekk ferðin allvel, en misti þó um 20 gripi á leiðinni, og ferðin þangað kostaði að öllu samlögðu $13,000. Þeg- ar þangað kom, seldi hann alla gripina á fæti og fékk einn dollar fyrir hvert pund. með húð og hári og öllu saman. Samtals fékk hann fyrir hjörðina 8L10.000. Hann segir frá að gull mikið hafi þá verið nýfundið í á einni eða gili, sem "Rosebud Creek” nefnist, og sem ekki hafði verið leitað i áður. Hafði þar fengist kringum $9,00 úr “pönnunni” áður en komið var niður á klöpp (en þar er venjulega aðal-gulllagið) og er slíkt talið feiknamikið. Þóttust menn í Dawson City vera þess fullvissir, að þess “Rosebud Creek” væri auðugasta gullsvæðið sem enn hefir fundist þar nyrðra, ef ekki hið auðugasta í heimi, og flyktust gullnemar þangað unnvörp- um. Um ríkislán. Eftir G. A. Dalmann, í Minneota, Minn. Nu koma þær fréttir frá Washing- ton, að stjórnin sé að búa sig undir af taka lán, er nemi $250 milj. Fjármála- ráðgjafinn Gage hefir þegar látið búa til stimplana (Plates), er brúkaðir verða við prentun þessara skuldabréfa, sem auðvitað eiga að borgast í gulli — renta og höfuðstóll. Þess er getið um leið, að Mr. Hanna hafi brugðið sér til New York til að láta fjárglæframenn á Wail Street vita hvað á seyði væri. Stjórnin er heyrnar- og tilfinning , arlaus fyrir neyðarópi Cubamanna, en þegar er i bitgerð að flá ameríkönsku þjóðina og leggja á hana ónauðsynlega skuldabyrði, þá fær stjórnin M. A. Hanna svo fljótt sem öfl náttúrunnar geta flutt hann. til að láta vini sína, —féndur alþýðunnar— vita, að nú sé rik uppskera í vændum; nú megi taka þjóðinni blóð og þéna nokkrar miljónir á svitadropum alþýðu. Menn muna það, að af hinni alræmdu skuldabréfa- sölu Clevelands þénuðu þessar föður- landshetjur á Wall Street $12 miljónir á tíu dögum. Þessir sömu menn taka með athygli eftir því sem M. A.Hanna- stjórnin Bandaríkjanna segir, og föður- landselskan fer að loga i þeim. Þeir segjast skulu kaupa alla súpuna—$250 milj. af gullskuldabréfum, og svo geti þeir. erelski föðurlandið svo heitt að þeir vilji láta veðsetja þjóðina að ó- þörfu til að þóknast fáum skuldabréfa- hákörlum, kayft af sér i smáskömtum. Auðvitað hefir þeim ekki komið til hug- ar að það væri svo sem 20—30 miljónir dollarar, er þeir gætu haft upp úr föð- urlandsástinni við þetta tækifæri. Að láta sér detta slíkt í hug verðskuldar nafnið “gjöreyðendur” eða eitthvað því líkt eða verra, ef verra er til. En nú er eitt að athuga. Ég hefi sagt að það væri óþarfi að selja þessi skuldabréf. Og hvernig veiztu það? spyr minn {rétttrúaði bróðir, er tilbiður við fótskör Hanna, og ekkert vill sjá eða heyra nema verksmiðjumerki M,'A. Hanna & Co. sé á það grafið. Eg svara honurn í hjartans auðmykt, eins og hverjum sæmir að gera, er ekki skoðar viðburðanna rás í gegn um stjórnar- gleraugu. Hanna hefir margoft sagt. að ekkert strið ætti sér stað á Cuba og að ekkert veður yrði út af skiptapau- um á höfninni í Havana. Það hefði bara verið eitt af þessum ófyrirsjáan- leguslysum, er enginn getur að gert, Enn fremur. að tolllögin i sambandi við óbifanlegt traust á Mclvinley, Hanna & Co., fyltu fjárhirzluna svo út af flói. Þegar þetta er vandlega athugað, þá mun flestuai yerða að spyrja: Hvað á að gera með þessa voðalegu upphæð ? Svarið verður ekki auðfundið, því öll lagabót stjórnarinnar og allir kjafta- skúmar M. A. Hanna fyrirdæmdu Cleveland og alt hans skuldabréfabrask, og fullvissuðu fólkið um, að ef þeir (Hanna & Co.) kæmust að, þá yrði ekki einn dollar af skuldabréfum seldur. En einhverja afsökun þurfa þeir að gerá og einhvernveginn verða þeir að slá ryki um sig, svo alþýða sjái ekki leikina sem leiknir eru á taflborði hinna pólitisku hróka. Leigutólin fóru líka undireins að jarma þegar kosningarnar voru af- staðnar, að eitthvað þyrfti að gera við stjórnarbréfpeningana, sem vanalega ertt kallaðir Greenbacks, og lömbin, er ekkert þekkja eða vilja þekkja annað en það sem leigutólin segja, fóru líka að jarma um að leysa inn íþessa stjórn- arseðla; þeir væru lands og lýðatjón, þeir stæðu í vegi fyrir þrifum þjóðar- innar. Og hvað eru svo þessir seðlar, sem bannfærðir eru svo iðulega af leigutól- unum, óvönduðum blöðum og pólitisk- um málaskúmum. Þftð eru einu bréf- peningar landsins, sem gj .ldeyris ein- okunin fær ekki tvöfalda rentu af, svo það er eðlilegt að afkomendur Júdasar kvarti ?og vilji eyðileggja þessa beztu seðla landsins. Þaðer munur fyrir þá að kaupa skuldabréf þjóðarinnar, láta alþýðu gjalda sér rentu af þeim, láta síðan stjórnina prenta og afhenda sér seðla, er nemur 90% Jaf upphæð skulda- bréfanna, lána þá síðan út fyrir 10—20 eða jafnvel 50%. Og nú hafa leigutólin hreyft þvi að bezt væri að stjórnin léti þá hafa jafn- mikla seðla upphæð skuldabréfanna. Það er enginn efi á því að það fær fram gang, því það hefir ekkert verið beðið um af auðkífingum, að stjórnin hafi ekki góðfúslega veitt það, síðan núver- andi stjórn settist að völdum. Það þarf ekki mikla skarpskygni til að sjá það, að eyðilegging þjóðarseðlanna er mikilsvirði. Það er talið til aðþað muni vera nærfelt $600,000,000 af þess- ari seðlategund er peningaeinokunin fær að eins einfalda leigu eftir, en geti þessir okrarar fengið stjórnina til að innleysa þá og breyta þeim í gullskulda bréf, er færa þeim 3—5% árlegar tekjur, svona til að byrja með. En svo er ekki nóg með því, heldur er þá fengið alger- einveldi yfir gjaldmiðil landsins af fá- um mönnum, og það er einmitt það sem þá vantar. Þeir trúa því er einn heims frægur hagfræðingur hefir sagt: “Hver sem stjórnar gjaldmiðli einnar þjóðar, sá hefir í valdi sínu allar verklegar framfarir alþýðu. Gjaldeyriseinokun- in veit, að þegar hún hefir þennan vilja sinn fram, þá hefir hún rekið hinn síð- asta nagla í líkkistu þjóðarinnar. Gjald- eyrir þjóðanna hefir oft verið Iikt við blóð einstaklingsins, og allir vita að ó- hindruð blóðrás er fyrsta skilyrði fj-rir heilbrigði líkamans, eins er það vist að þegar peningar, hvaða þjóðar sem er, eru í fárra manna höndum og hringferð þeirra getur verið stöðvuð þegar minst varir og verst kemur, þá er framfara ástand vinnendanna í hræðilegu á- standi. Allir eru þrælar hinna fáu, þó á pappírnum sé sagt að allir menn séu jafnir. Vér höfum sláandi dæmi fyrir augunum nú þegar ýmsir bankar og verksmiðjur voru eyðilagðar hér rétt í kringura oss, að afstöðnum síðustu kosningum, af því þessar stofnanir hlýddu ekki auðvaldinu. en stóðu upp fyrir rétt sinn og rétt alþýðu. Nægar sannanir mætti tilgreina ef þörf gerð- ist, en ég læt hér staðar nema að sinni. Lesid. Þar sem ég hefi keypt verzlun Mr. M. H. Miller í Cavalier, óska ég eftir viðskiftum Islendinga. Ég sel eins og Aður GULLSTÁSS, ÚR og KLUKKUR og allskonar varning úr gulli og silfri. Nýjar vörur koma i búðina daglega. Munið eftir mér er þið komið til Cavalier Viðgerðir afgreiddar fljótt og vel. R. Branchaud, Cavalier, N. Dak.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.