Heimskringla - 17.03.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.03.1898, Blaðsíða 2
2 HEIMSKIíIMtLa, 17 MAKZ 1898 Mmskringla. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 n m árið (fyrirfram borgað). oent til slands (fyrirfram borgað af kaupend- -m blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P.O. Money Order Begistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með anölium. B. F. Walters, Útgefandi. Office: Corner Princess & James. p.o. BOX 305 Vér þökkum starfsbróður vorum, ritstjóra Lögbergs, fyrir “compli- mentin” til vor í síðasta Lögbergi. Við strykum náttúrlega yflr stóru orðin, en meiningin er sjálfsagt góð. En vér vorum ekki eins ánægðir yflr því, að Lögberg skyldi fara að velta sér með skömmum yflr hr. E. Ólafsson undir eins og það hélt að hann væri verjulaus fyrir. Slíkt er ekki riddaraskapur, heldur miklu fremur ódrengskapur. Lða hvað hafði hr. E. Ólafsson til saka unnið ? Það, að hann hafði með fullri einurð svarað hnútum og illyrðum sem Lög- berg flutti í hans garð og Heims- kringlu, og svo hitt, að hann hafði leyft nokkrum mönnum, sem ritstj. Lögbergs er illa við, að bera hönd fyrir höfuð sér í blaðinu. En var þetta þá slík höfuðsynd ? Eða því þá að bíða ineð skammirnar þar til E. Ó. var farinn frá Heimskringlu ? Það er hætt við að sumir kalli það að bíta í hælinn. Og svo eru þessi makalaust lúa- legu og dónalegu uppnefni, sem lenzku blöðin hafa svo oft flaggað með. Það er næsta undarlegt, ef les- endurnir eru ekki farnir að fyrirlíta þesskonar rithátt. Vér höfum oft séð sárbeittar skammir í enskum blöð um, en þessum heimskulegu uppnefn- um er þar aldrei beitt. Það ætti líka að vera langt fyrir neðan siðaða menn, sem vilja vera leiðjogar arin- ara, að beita slíkum götustráka hætti. Eða er nokkur rökleiðsla, frægð eða fyndni í þessum tuskulegu uppnefn- um (‘Leirhveravalla-Skunkur,’ ‘Tað- haugs-Tryggur’ o. s. frv.) ? Nei, sá sem brúkar þau, eys mestum óþverra yflr sitt eigið höfuð. Ekki svo að skilja að vér beinum þessu að Lög- bergi eingöngu; nei, Heimskringla heflr stundum átt sinn þátt í því líka, þó ekki hafi það verið eins iðuglega. Það er að líkindum ekki hægt að láta rætast á þeim andfætlingunum Heimskringlu og Lögbergi, vísuna hans Einars: “Nú lrggjum niður þref og þjark Sem þreyttum áður vér.” enda væri það tæplega heppilegt, því lognmollan er oft óholl. En ef við þurfum að rífast, drengir góðir, þá gerum það ærlega og með siðsamlegu orðbragði. Helmskringla vill reyna að styðja að þessu. Eins og flestum mun kunnugt, heflr um undanfarin 4—5 &r verið hér í Winnipeg íslenzkt “Leikflmis- félag.” ErU í því allmargir hinna íslenzku uppvaxandi ungu manna hér í bænum. í firravetur leigðu þeir sér stórt herbergi og höfðu þar allskonar líkamsæfingar; en í vetur hafa þeir æft sig við enskan svellleik sem kallast “Hoákey.” Að sumrinu æfa þeir sig við “Base-Ball,” “Foot- Ball,” hjólreiðar o. fl. Þetta er mjög skemtilegur og þarflegur félagsskap- ur og ósknm vér að hann þróist og lifi sem lengst. Allar slikar æflngar styrkja og þroska bæði líkama og sál, ef ekki of mikið að því gert í einu. Það pr mikið betra en allar heimsins Pink Pillur, Sarsaparillur og “Faith Cures.” — Eins og gefur að skilja, heflr þessi félagsskapur talsverðan kostnað í for uieð sér, svo sem húsa- leiga og öll áhöld við æfingamar. En þó hafa þessir drengir komist af án þess að hafa þessar sífeldu betli- samkomur, sem eru svo tiðar hér í bænum, eða sníkja fé á annan hátt. Oss hefir verið sagt að þeir hafi að eins haft 2—3 samkomur í gróða- skyni sfðan að félagið myndaðist, og f vetur hafa þeir ekki haft neina slíka samkomu. Og þeir eiga það þó manna bezt skilið, að við íslendingar sæktum hjá þeim að minnsta kosti eina samkomu á ári, því svo oft og vel hafa þeir skemt, bæði á íslend- ingadögum og endrarnær. Lengi lifi “Leikfimisfélagið !” Bandaríkin og Cuba. Bandaríkin hafa skylduverk að inna af hönduin, gagnvart sjálfum sér, gagnvart Cuba og gagnvart Spáni. Þetta skylduverk hlýtur að álítast réttlátt. Bandarlkin hafa al- drei sókst eftir neinum utanlands yflrráðum, heldur þvert á móti hefir stjórnin æfinlega forðast að lenda í nokkrum utanlandsóeirðum, eða baka sér nokkurn vanda af þesskonar mál- um, og jafnvel stundum farið svo gætilega, að það hefir rírt þjóðarálitið hjá þeim sem eigi hafa haft fullljósa þekkingu á málunum. En það kem- ur oft fyrir, að um leið og ein þjóð veitir einhver sérstök hlunnindi eða réttarbætur, að hún um leið leggur á sig sérsuikar skyldur og skuldbind- ingar; og hversu Ijúft sem henni væri að fráskilja sig málum annara þjóða, þá er sú aðferð ekki ætíð sam- boðin heiðri og velferð þjóðarinnar. Ein slík skylda knýr nú á dyrn- ar hjá Bandaríkjamönnum. Cuba- málið heimtar einhver úrslit, og al- menningnr heimtar viturleg og skjót úrræði. Bandaríkin hljóta að skera úr hvað gera skuli, með sanngirni gagnvart sjslfum þeim og Cuba, og tilliti til réttinda Spánar. Hin tvö síðustu árin heflr þingið gengið á undan með að hugleiða viðurkenning Cuba. Ályktun sú er var samþykt afefri deild þingsins fyrir nokkru síðan, væri fullkomin viðurkenning tyrir hina stríðandi uppreistarmenn 1 Cuba, svo framarlega sem forsetinn staðfesti hana yrði það stórkostlegur hagur fvrir uppreistarmennina. Þá hefðu herskip Cubamanna sama rétt og herskip Spánar, og fáni þeirra yrði að verð"gu heiðraður af öðrum þjóðum. Hermenn Cuba sem fang- aðir yrðu af Spánverjum, ættu heimt- ing á sömu meðferð og sömu réttind- um, eins og stríðsfangar annara þjóða. Þá fyrst hefði Cuba sama rétt og Spánn til þess að kaupa hergögn hvar sem væri, og það sem meira væri í varið, að þá mætci Cuba taka pen- ingalán, og það er mjög líklegt að lánstraust nennar yrði mikið. Stjórn Bandaríkjanna hefir ekki séð neina þörf á að lýsa því yfir, að hún stæði algerlega fyrir utan þenn- an ófrið. Af Cuba er heimtað það ómögulega, með því yflrskyni, að það sé nauðsynlegt áður en hún geti feng- ið viðurkenning af stjórninni, svo sem fastákveðið stjórnaraðsetur, og gott hald á einhverri helztu höfninni á Cuba. En almenningur veit að stríðið er þannig lagað, að það er ómögulegt að svo stöddu fyrir Cuba- menn að uppfylla þessar kröfur. Slíkt mundi heldur enginn réttsýnn maður heimta sem hefði hina minstu hugmynd um hernaðaraðferð þá sem er viðhöfð í þessu frelsisstríði Cuba. Uppreistarmenn hafa þá einu að- ferð, sem hugsanlegt er að geti með tímanum fært þeim algerðan sigur Þeir hafa ekki viljað veikja hinn litla herafla sinn með þvC, að hafa setulið í borgum eða sjóstöðum, eða reyna að halda sérstökum stöðvum, þó góð- ar væru. Það hefði þýtt það, að þeir hefðu orðið að mæta 200,000 velæfð- um og velútbúnum hermönnum, með 40,000 óvönum og illa útbúnum upp- reistarmönnum. Nei, þvert á móti. Þeir hafa lofað Spánverjum að brúka meiripart hermanna sinna til þess að víggirða borgir og hafnstaði, vernda járnbrautarlestir og fleira þesskonar, en sjálfir hafa þeir haldið sig inni í landinu, þar sem þeir hafa getað lif- að á afurðum þess og haft alt tæki- færi til þess að gera árásir á Spán- verja þegar þeir voru sízt viðbúnir. Maður hlýtur að játa, að viður- kenning Cuba er ekki lengur að eins réttlætisspursmál, heldur bláttáfram skylda; en samt sem áður hefir ver- ið af hendi Bandaríkjastjórnar sporn- að við því, að þjóðin gæti rétt Cuba- mönnum hjálparhönd. En nú er svo komið, að þótt Bandaríkjastjórn viðurkenni Cuba, þá er langt frá að hún afijúki skyldu sinni, ekki einungis gagnvart Cuba- mönnum, heldur gagnvart sinni eig in þjóð. Það eru viðurkend alþjóða- lög, að leyfilegt sé fyrir hverja þjóð sem er, að enda ófrið milli stríðandi þjóða, ef það sé nauðsynlegt til þess að vernda hennar eigin sérstöku rétt- indi í því landi, þar sem stríðið er háð. Það má færa dæmi til að sýna að þetta hefir verið gert þar sem minni ástæður hafa verið til þess, heldur en í þessu Cubamáli. Bússa- keisari bældi niður uppreist Ungverja á móti Austurríki, einungis fyrir pólitiskar sakir. Öll stórveldin í Evrópu lögðust á eitt þegar Belgir gerðu uppreist á móti Hollendinghm, með að veita þeim sérstaka stjórn ; höfðu þauframgangþessmeðherafla. Ástæðan sem stórveldin þá gáfu fyrir þessu var, að þau vildu hindra blóðs- úthellingar og sjá íriðnum í Evrópu borgið. í nærfelt heila öld hafa stórveld- in í Evrópu að einhverju leyti verið innvikluð í Tyrkjamálið, og jafnvel gengið svo langt, að losa parta af hinu tyrkneska ríki, algerlega undan stjórn Soldáns. Og alt sem þau geta boriö fyrir sig, er hinn gamli Berlin- arsamningur. Síðastliðið sumar lögðu stórveldin járngreipar sínar á hið litla og fámenna Grikkland, sendu herskip sín inn á hafnir þess, og um leið kúguðu þau Tyrkja-Soldán til að veita Krítey sjálfstjórn, undir um- sjón stórveldanna. Það var sagt að einungis umhyggjan fyrir friðnum í Evrópu hefði knúð þau til þessarar afskiftasemi; en auðvelt er að sjá í gegnum grímuna, að það voru verzl- unarhlunnindin sem réðu þar mestu. Skyldi nú ekki, þegar maður lítur yfir aðfarir annara þjóða, mega álíta, að Bandaríkin hafl fullkomn- ustu ástæðu til þess að skerast í leik- inn milli Spánar og Cuba ? Ef Banda- ríkin vilja sjá sóma sinn, þá geta þau ekki lengur staðið hjá, afskiftalaus um afdrif Cuba. Það voru Banda- ríkin sem riðu á vaðið með að brjót- ast undan oki og áþján annara; það voru Bandaríkin sem sýndu heimin- um, að frelsisbaráttan er helgur rétt- ur og helg skylda, sem ekki verður haldið til baka, og að barðstjórinn Jætur sig ekki fyrir bænum hinna undirokuðu, heldur fyrir sverðseggj- um þeirra. Cuba, sem liggur svoáð segja fast við strendur hins mesta lýðveldis í heimi, hefir hlotið að sjá þau blessunarríku áhrif, sem frelsið heflr fært með sér í skaut Bandaríkj- ann, og hún heflr haft nægan tíma, í þessi mörgu og þungu styrjaldarár sín, að bera saman ftstand sitt og þeirra. Bandaríkin hafa óafvitandi beint anda frelsishetjaun á Cuba í framsóknaráttina. Þá er að athuga það, að Banda- ríkjaþegnar eiga eignir á Cuba sem nema $100,000,000. Þessar eignir eru nú ineira og minna eyðilagðar. Verzlun sem nam $85,000,000 á ári hverju, er nú að mestu eyðilögð, og tapast alveg ef ófriðnum heldur á- fram. Menn vita það líka, að skaða- bótakröfur til Spánverja hafa lítið að þíða. Það virðist því vera sjálfsögð skylda fyrir Bandaríkin, ef þau vilja halda heiðri sínum sem þjóð, að þau að minsta kosti verndi eignir borg- ara sinna, og sína eigin verzlun. Til þess að ná því takmarki, er sjá'ifsagt að hagnýta öll friðsamleg meðul fyrst jafnvel þótt Spánverjar hafi hvað eft- ir annað neitað öllum tilraunum i þá átt. Það væri reynandi, eins og æargir virðast aðhyllast, að bjóða Spánverjum að standa í ábyrgð fyrir vissri peningaupphæð, ef Cuba vildi kaupa sér frelsi á þann hátt. Ef slík- um boðum yrði neitað, þá liggur beint fyrir að enda ófriðinn með valdi. Það er auðvitað, að enduðum slíkum ófriði verður Cuba í hörmu- legu ástandi. Það er heldur enginn efl á, að með nýrri og frjálsari stjórn ynnist fijótt upp aftur það sem aflaga heflr farið meðan styrjöldin stóð ýfir. Hálf önnur miljón af fólki hefir þar framfæri sitt. Skattar sem kallaðir eru á árinu nema 26 miljónum doll- ars, og verzlun við útlönd nemur um 100 miljónum dollars. Javaeyjan, sem er jafnstór Cuba '52,000 ferh. mílur), heflr 34 miljón- ir íbúa, en þegar eyjan varð eign Hollendinga, voru þar færri inn- byggjendur en nú eru á Cuba. Það sýnir bezt, hve stórkostlega mætti auka allar framfarir og einnig fólks- fjölda þar. Verzlunin við Banda- ríkin hlyti einnig eðlilega að aukast margfaldlega. Hvaða stórveldi í Evrópu mundi undir söir.n kringumstæðum hika við að veita Cuba svo að rnálum, að hægt væri fyrir hana að nota og njóta þeirra miklu auðæfa sem þar má framleiöa ? En hvernig sem fer, hvort held- ur eyjan verður sérstakt lýðveldi, eða hún gengur undir stjórn Banda- ríkjanna, þá er það víst, að um leið og ófriðurinn hættir, þá hlýtur þjóð- arbragurinn þar allur að breytast og laga sig eftir sniðí Ameríkumanna, því það verða þeir og engir aðrir, sem lyfta Cuba upp úr því niðurlæg- ingarástandi, sem nú hvílir yttr henni. Það má gcta þess hér, að margir af helstu stjórnfræðingum Bandaríkj- anna hafa ætíð látið í Ijósi þá von, að Cuba gæti með tímanum orðið eign Bandaríkjanna. Þeir hafa líka ætíð sett sig á móti afskiftasemi Evrópu- þjóðanna af þeiin málum sem ein- göngu hafa snert Cuba og framtíð hennar. Það er líka eftirtektavert í þessu sambandi, að þegar Mr Ever- ett var utanríkisráðlierra Bandaríkj- anna, neitaði hann að ganga í sam- band með Englendingum og Frökk- um, til þess að tryggja eignarrétt Spánverja á eyjunni. Bar hann það fyrst fyrir, að Bandaríkin leyfðu ekki Evrópuþjóðum neina afskiftasemi í þeim málum sem einungis snertu Ameríku, og þar næst að hann vildi ekki ganga að neinum þeim samn- ingum, sem kynnu síðar meir að hindra það, að Bandaríkin gætu eign- ast Cuba. Það er langt síðan að þeir Jeff- erson og Adams sýndu frám á hvaða þýðingu það hefði að eignast Cuba. Þar væru margar og góðar hafnir, en fáar og lítt notandi á meginlandinu fram með Mexicoflóanum; þangað drægist öll verzlun sem kæmi ofan Mississippi-fljótið, og þaðan væri hent- ugast að hafa yfirráð yflr Mexico- flóanum og Karabiska-hafinu. Þá er það athugandi, að Frakkar ef til vill Ijúka bráðum við Panama- skurðinn. Að minsta kosti mií full- yrða, að einhverjir verða til að full- gera þennan mikla skipaskurð, sem þá tengir saman tvö stærstu höf heimsins. Og þar sem Bandrríkja- stjórn heflr hvað eftir annað sagt, að hvenær og af hverjum sem hann yrði graflnn, þá yrði hann fkilmálalaust talinn með strandlengju Bandaríkj- anna ; þá ætti það að vera hvöt fyrir stjórnina, að ná nú haldi á Cuba, svo hún geti því betur staðið við orð sín. Árið 1820, þegar Coloinbia og Mezico voru í þann veginn að ráðast á Cuba skýrði þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mr. Clay, þeim frá því, að þeim yrði ekki undir nokkr- nm kringumstæðnm leift að heyja stríð á Cuba, þar eð það hefði eyði- leggjandi áhrif á eignir .Bandaríkja- þegna þar, og að hann hlyti með öllu móti að hamla slíku. Þessi ótvíræða tilkynning Mr. Clay’s var nóg til þess að ófriður þessi varð aldrei haflnn. Það er beiður fyrir hverja þjóð að heimta réttindi sín gagnvart öðr- um; en þar á móti má búast við að þegar það er ekki gjört, þá rýrni álit hennar, og ekki sízt hjá þeim, s.-.m hafa orðið til þess að svínbeygja hana og gera hana ósjálfstæða. Forseti Cleveland tók fram í síð- asta ávarpi sfnu til þingsins, þar sem hann minnist á Cubamálið, að hann mundi af alefli sporna við því, að nokkur hjálp kæmist til uppreistar- mannanna frá Bandaríkjunum; en um leið varar hann Spánverja við því, að láta ekki blóðsúthellingar og allskónar eyðilegging ganga of lengi á Cuba, því sá tími sé í nánd, sem að ameríkanska þjóðin heimti iðgjöld fyrir hvern blóðdropa, sem að þarf- lausu hafi verið úthelt á Cuba, og því kalli megi til að verða gegnt. Nú eru nærri tvö ár liðin síðan; og enn þá heldur stríðið áfram Maður má til að viðurkenna, að Spánverjar hafa átt mjög ertttt að- sóknar, Bæði vegna þess stutta tíma á ári hverju sem þeir geta verulega beitt sér, og svo vegna hins banvæna loftslags sem eyðiieggur hermenn þeirra í þúsundatali. Þar við bætist peningaskortur, og hann svo tilflnn- anlegur, að þeir hafa ekki í marga mánuði getað borgað hernum kaup sitt. Það er því mjög líklegtað þeir yrðu því fegnastir að stríðið yrði sem fyrst leitt til lykta, á einhvern þann hfttt sem eigi þvrfti að hnwkkja sóma- tilfinning þeirra, ef þeir annars hafa hana nokkra. Á hinn bóginn eru uppreistar- menn kjarkmeiri og vonbetri en þeir hafa nokkurntíma verið. Þeir eru líka mikið betur útbúnir að vopnum og vistum og bíða því rólegir sigurs- ins, sem þeir eru sannfærðir um að er f nftnd. Óréttlætið og harðstjórn in af hendi Breta, sem hleypti af stað uppreistinni 1776, er sem ekkertþeg- ar það er borið saman við hina sví- virðilegu harðstjórn sem Cuba hetir verið beitt af hendi Spánar. Henni heflr verið haldið í þrældómsfjötrum j meðan Spánverjar sugu merg og blóð hennar beztu sona. Yflrmenn þeir sem þangað hafa verið sendir af Spánarstjórn, hafa al- gerlega ótakmarkað vald. Líf manna, frelsi og heiður hefir algerlega verið á valdi þessara pilta, sem oft og tíð- um hika ekki við að fremja hin verstu níðingsverk, til þess að koma ár sinni fyrir borð. Svona lagað stjórnarfar heflr haldist á Cuba í fleiri aldir. Loforð um stjói narbætur hafa aldrei verið efnd. Það sem kallað er tiu ára frelsisstríð Cuba, eudaði 1878, með viðunanlegum samningum fyrir Cuba. Yflrmaður Spinvcrja sem út- bjó þessa í amninga, var ekki einung- is mikill hershöfðingi og stjórnfræð- ingur, heldur einnig tóðurlandsvinur og mannvinur. En þegar heim til Spánar kom, neitaði Canovas del Castillo, sem þá var stjórnarformaður þar, að bera þennan samning upp fyrir spánska þingið til samþyTkta, heldur heimtaði hann að Cubamenn legðu niður vopn sín og gengju skil- málalaust á hönd Sp inverjum, og ættú undir að fá efnd þau loforð, sem þeir svo oft höfðu verið sviknir um. Þegar maður athugar þetta, og svo aðferðina sem Spánverjar hafa brúk- að í þessari styrjöld, þegar maður hugsar til þess, að einmitt þessi sami Canovas varð til þess að kalln Camp- 03 hershöfðingja frá Cuba, mann sem Spánarstjárn þótti óhafandi þar vegna mannúðar sinnar, og að þessi sami Canovas sendi í hans stað hinn al- ræmda slátrara Weyler,—þegar mað- ur athugar þetta, þá getur enginn sanngjarn maður !áð frelsishetjunum á Cuba, þóþeir takiómjúklega ámóti öðru eins ofbeldi eins og þeim heflr verið sýnt. Þeir eru líka búnir að sýna það að þeir ern sannar hetjur, sern kunna að líða og stríða, og með því hafa þeir áunnið sér hylli og að- dáun hins mentaða heims. Það er nú loksins komið svo langt, að þeir neita algerlega öllum sáttaboðum af hendi Sp mverja; þeir heimta nú einungis fult og óhindrað frelsi. Sjftlfstjórnin sem Sagasta bauð þeim fyrir hönd Spánar, hefir að eins styrkt þá í þeirri trú sinni, að þeir hljóti að sigra, og þótt hungur og harðrétti sverfi að þeim, þá lemstr- ar það ekki frelsisþrá þeirra, sem berjast fyrrir lífi heiðri og föðurlands- ást. Á árinu sem leið dóu yflr 600,000 af Cubamönnum úr hungri og harð- rétti. Á árinu sem leið sendu þrett- án konsúlar Bandaríkjanna á Cuba skýrslur sínar til stjórnarinnar í Washington, sem allar flytja sömu hroðasöguna. Hvereinasta svívirðing sem framin er við strendur Banda- ríkjanna (á Cuba) á því helgasta sem til er í heiminum, heiðri og frelsi mannsins, hrópar um hefnd. Ef því kalli verður ekki gegnt, þá er það stór blettur á frelsis og mannúðar- fána Bandaríkjanna,—fána, sem ætíð skyldi breiða sig yfir hina undirok- uðu og vernda hina lítilmótlegu. Meltingin þarf að vera góð. Hugsið um það. Kauptu í dag einn pakka af hinu heims- fræga Heyrhann Block & Co. -----HeilMiiMiilti---- einungis 15c. og 25c. pakkinn Þá getur þú haft góða meltingu. Beynsl an er ódýr. og hún mun sannfæra þig. Biddu lyfsalann þinn um það eða skrif- aðu til Alfred Amlresen & Co., The Western Importers, 1302 Wash Ave. So., Minneapolis. Minn. Eða til--- <>. Snnnson, 131 Higgin St. Winnipeg, Man. Manlaitan Horse and Cattle Food er hið bezta þrifafóður handa gripum. Tilbúið af R. H. Peel, Winnipeg, Man. Mr. Gunnar Sveinsson mælir með þessu gripafóðri. KOSTABOÐ. Sendið strax 10 cents í silfri, og eg skal seuda ykkur rneð næsta pósti mjðg fall- egan PRJÓN i hálsbiudið ykkar. ís- lenzkur fáui, með náttúrlegum litum, er á hverjum prjón. Þessir prjónar eru snildarverk. Það er ómögulegt að lýsa þeirn fyllilega. íslendingar ætt að vera “stoltir” af að eiga og bera einn af þess- um prjónum. Sendið eftir einum. Ef þið eruð ekki ánægðir með þá, fáið þið borgunina tíl baka. Það er sanngjarnt. Tveir prjónar fyrir I5c. Eg vil fá agenta. J. LAKANDER. Maple Park, Kane Co., 111., U.S.A Exchange Hotel. ©12 ST. Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK, Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá munið eftir því, að þið fáið hvergi betri aðbúnað að öllu leyti, en hjá. H RATHIIIIRN, EXCHANGE HOTEL. «ia Jlain »tr. Dr. N. J. Crowford PHYCICIAN AND SURGE0N ..... 462 Main St.. Winnipbg, Man. Office Hours from 2 to 6 p.m. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA SkandmaTian HoteL 718 JUain Str. Fæði $1.00 á dag. Brnnswick Hotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvðru, sem er ábyrgst að riðgaf aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 " “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegastaog skemtilegasta gestgjafahús í bænum. I>di nd eins $1.00 a dag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.— Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavaller, N. Dak. PAT. JENNINGS, eigandi. Flione 177 Þegar þú þarfnast fyrir BRAUÐ af hvaða tegund sem er, eða “candy” Og “chocolates,” þá láttu oss vita það, Hvað sem þú biður um verður flutt heim til þín samstundis. Við höfum altaf mikið að gera, en getum þó ætíð uppfylt óskir viðskiftavina vorra.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.