Heimskringla - 17.03.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.03.1898, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA, 17 MARZ 1898. í { t í * * * Qód Föt = Lagt Verd ♦ dfcdhdhdfc Jfc lÉh iMt ilh ,iÉh »>h» KOMIÐ, VELJIÐ.... |É 4) ....KATJPIÐ, NOTIÐ Alve<? ný, vönduð og vel snið- | in föt. af öllum tegundum, {f ^ fyrir óvanalega lágt verð. j£ ^■w •wwm'ww■ww ww ♦ Vér höfum nýlega keypt talsvert af framúrskarandi góðum og ódýrum karlmannafötum. I’AU FARA ÁGÆTLEGA, og verðið er undur lágt. Þeir sem einu sinni hafa verzlað við oss, kaupa ekki annarstaðar. The Commonwealth. Hoover & Co. Corner fflriin Str. & City Hall Sqnare. * * * * * * * * Winnipeg. Hra. H. Halldórsson frá Selkirk var hér á ferð á mánud. var. Hra. Nikulás Snædal, póstafgreiðslu- maður að Otto P. O. Man., var hér á ferð um síðustu helgi. Hra. Sveinbjörn Sigurðsson, Lake- land P. O., Man.. kom til bæjarins á miðvikudaginn í síðustu viku. Hra. Einar Olafsson fór norður til Nýja Islands á mánudaginn var. Bjóst við að verða tvær vikur burtu. Katrín (Bjarnadóttir) Benjamínson, <58 ára að aldri. andaðist að heimili sínu skamt frá Minneota, Minn., 7. þ. m. Dauðamein hennar var heilabólga. (Minneota Mascott). “Rafflið” (heppnisspilið) á hesti hr. Sigurðar Hermanssonar, 777 Portage Ave., fór fram að kvöldi 5. þ. m., eins og ákveðið hafði verið. Hra. J. Hregg- viður hrefti hestinn. Drátturinn var talan 90. Ingibjörg Daviðson, kona Jóns Davíðssonar í Marshall, Minn., dó úr tæringu 10. þ. m.; hafði verið sjúk all- lengi. Hún var 45 ára að aldri. (Minneota Mascott). Allir meðlimir stúkunnar “ísafold” I. 0. F. eru hér með alvarlega ámintir um að mæta í tíma á fundi þeim, er stúkan heldur á North West Hall næsta þriðjudagskvöld (22. Marz). Nýtt á- ríðandi, undirbúið málefni, sem snertir jafnt alla meðlimina, verður lagt fyrir fundinn, og þarf að verða afgreitt til fulls. — Fundurinn byrjar því á slag- Hr, J. J. Hunfjörð frá Hallson, N. D., kom til bæjarins á mánudaginn. Hann var á leið til Vernon, B. C., og fór með CP.R. brautinni á þriðjudaginn. Hr. Húnfjörð á bróðir i Vernon og fór að heimsækja hann. Fjöldi mesti af Kinverjum kom á laugardaginn vestan frá Vancouver, B. C. Þeir eru á leið til Cuba. Stönzuðu þeir hér að eins meðan þeir voru færðir úr einni járnbrautarlest í aðra. Eins og getið var um í síðasta blaði lögðu þeir þrír íslendingarnir af stað héðan til Yukon á laugardagskvöldið var. Voru margir vinir og kunningjar þeirra á járnbrautarstöðvunum að óska þeim góðrar ferðar og heillar aftur- komu. Þeir sem stóðu fyrir grímudansin- um, sem haldinn var á North West Hall í síðustu viku, hafa nú afhent Mrs. Lambertsen 812, sem var afgangs kostn aðinum. Þetta var falleg hugulsemi við fátæka ekkju, og hafið þökk fyrir drengir. Sunnudaginn 13. þ. m, gaf séra Hafsteinn Pétursson saman í hjóna- band hér í bænum Mr. Jón Sigvaldason og Miss Sigrúnu Þorgrímsdóttir,bæði til heimilis að Icelandic River. Nýgiftu hjónin fóru heimleiðís daginn eftir. Allir sem voru við Memorial Ser- vise á sunnudagskvöldið í Grace Church, til minningar um Miss Francis E. Willard, láta vel yfir, enda var þar ekkert tilsparað að gera alt sem full- komnast og ánægjulegast. Innbrotsþjófnaður var framin i búð þeirra Knight & Co., að 351 Main St., á laugardagskvöldið var. Þjófurinn hafði komist inn um bakdyrnar á búðinni. Þýfið nemur ekki mjög miklu, um 30 pör af skóm tekin. Ávarp til Rauðarárkafteinsins nær ekki þessu blaði Hkr., en í næsta blaði verða vonandi fáein kveðjuorð að skiln- aði. E. OLArssoN. Framkvæmdarnefnd ísl-nzka Verk- mannafél agsins skorar á meðlimi þess að mæta kl. 8 e. m. laugardagskvöldið 19. þ. m. í húsi hra. Magnúsar Jóns- sonar, 622 Ross Ave. Félagíð verður líklega leyst upp á þessum fundi, og eign þess ráðstafað. í síðustu viku kom hingað til bæj- arins, með fjölskyldu sína, hra. Jens J, Thorgeirson, sem hefir átt heima að Markland P. O. Kringumstæður hans hafa verið mjög örðugar í vetur, þar eð kona hans hefir legið veik allan tímann, og varð hann því að flytja sig búferlum hingað til Winnipeg, til að leita henni lækninga. Séra M. J. Skaptason kom aftur úr ferð sinni til N. Dak. á mánudaginn. Hafði hann messað þar á tveim stöðum og flutt fyrirlestur á tveim stöðnm. Lætur hann vel yfir ferð sinni. Dakota- búar voru að vanda fjörugir og kátir. Á tveimur kappræðufundum var hann þar einnig á Hallson og þótti mönnum mælast þar býsna vel. Eru málfundir þeir haldnír þar einusinni í viku hverri og rætt alt sem að höndum ber nema trúmálin, þetta allra helgasta, sem mönnum endilega finst þeir þurfa að fara í skúmaskot með. En svo er það vísara. Sá sem misti’ einn morgunskó á mánudaginn vitja hans til Schevings skyldi, ef skóna báða hafa vildi. Lokaður fundur verður haldinn í Kappræðufélagi íslendinga i Winnipeg á Unity Hall, þriðjudaginn 22. þ. m. Allir félagsmenn eru beðnir að koma. Til Kr. Stefánssonar : Fyrir þín hin fögru Ijóð Um frónið sögu ríka, Öll þér þakka íslands fljóð Og íslands synir líka. Landi í Bandaríkjum. Veðra-nornin hefir verið fremur misgeðja og dutlungasöm þessa viku, siðan Hkr. kom út síðast; stundum brosað hýrt og blítt, en svo þess á milli hleyft í brýrnar, skekið hrammana og haft alt á hornum sér: — annan daginn mara-hláka og blíða, hinn daginn kaf- aldsmokstur eða slyddubleyta. Ekki muntu á því græða Útlendann þó gerir hæða. "Fæztur hund á hárum sér” Markaðu’ ekki mann und tötrum, Máske þar sé ljón í fjötrum Sem heyrir virðing hærri en þér. Z. (Sá sem kvað sá landa sinn hrekja ölvaðan útlending.) Mr; Stuart, Court Dept., frá Point Douglas, hefir þessa daga verið að reyna að koma á fót islenzkri kvennstúku undir umsjóu I. 0. F. Fyrirkomnlag þessa kvennfélags er nokkurnvegín alt að Jeinu og fyrirkomulag karlmanna [ Foresters. Lífsábyrgð og fleira. Hann býst við að stofna fél. næsta þriðjudags kvöld eftir vanalegan Foresters fund. Hann biður alla sem unna fyrirtækinu að vera viðstadda og hjálpa til að koma fél. á fót. Félag þetta verður gott og áreiðanlegt og sönn hjálp fyrir hverja familíu. Til sölu. Ungur og gallalaus hestur og mjög vönduð aktýgi fást til kaups við sann- gjörnu verði. Snúið yður til Th. Borg- fjörð, Geysir, Man.. eða G. Sveinsson, 131 Higgins Ave., Winnipeg, Man. Skemmti= amkoma Hinn nafnfrægi Professor Gordon Með flokk sínum, skemmtir með Söngum, Dansi og Leikjum á UNITY HALL, (Corner Pacific & Nena St.) Miðvikudaginn 23. Marz, Kl. 8 e. m. Professor Gordon. Program: 1. Song.....March and Stand at ease 2. Song.........Drill ye Tarriers, Drill 3. Dance............Highland Fling. 4. Song.... When Mclnnis drices up to the door. 5. Song..................Sister Mary 6. Duet.......Come under my Plaidie 7. Song...................Shantruce 8. Song..........Widow Grady’s Hop 9. Dance ........... Sailors Hornpipe 10. Song............... Irish Jubilee. Og auk þess allskonar leikir og missýningar, sverðdans o, fl. C. R. Low—accompanist. Aðgangur 25c. Það er ekki oft sem íslendingar geta notið aðstoð þeirra manna á sam- komum sínum, sem eru viðurkendir snillingar í einni eða annari list, en nú loksms hefir það tekizt. Það eru Úní- tarar hér, sem stigið hafa fyrsta sporið. Þeir hafa með ærnum tilkostnaði leigt Professor Gordon og flokk hans til þess að skemta Islendingum eitt einasta kvöld. Professor Gordon er svo vel þektur, að það er næstum óþarfi að segja meira um hann. En þess skal að eins getið, að hann hefir ferðast um meiri hluta Bandarikjanna og Canada, og alstaðar haft þúsundir áhorfenda. Hann er einn af þessum orðlögðu Skot- um, sem geta nærri komið steinunum til að hlægja. Hann getur sýnt ykkur hvað er reglulegur dans, og hann getur með sinni “Bagpipe” gefið ykkur hug- mynd um hreimfagran söng, — Pro- fessor Gordon fer á laugardaginn vest- ur að hafi með flokk sinn og verður þar i alt sumar. Þetta er því. ef til vill, siðasta og einasta tækifærið, sem ís lendingar hér hafa til að heyra hann og sjá. Komið þvi allir og sjáið þenn- an makalausa leikara og söngmann. “ Heilir Œsir!” J. E. Eldon sendir sómablaðinu Lögbergi kveðju sína og biður það og kiðurnar þrjár, sem flakið hefir haft inn- anborðs í tveimur síðustu róðrum, að hafa við sig þolinmæði um stund. En seinna býzt hann við að afgreiða alla skipshöfnina. Eldon hyggur að skeð geti að eitt eða tvö kiði kunni að bætast við, og er þá ólíkt fyrirhafnarminna, að huska á allan geitnahópinn í einu lagi. Sonur Eldons, Victor Hugo, er nú svo lasinn, að pabbinn vill ekki yfirgefa hann eitt augnablik— þykir enda heldur ljúfara, að leggja barnið að barmi sín- um, en snúast að Lögbergs-úthaldinu. En—oft brýtur nauðsyn lög. J. E. E. Dáinn. Kjartan Emil, 4 mánaða gamall, sonur Mr. og Mrs. Guðjón Johuson á Mulligan Str. hér í bænum, andaðist 6. þ. m. Þau hjón eru þakklát Mr. Magn- úsi Halldórssyni, læknaskólanemenda hér i bænum. fyrir hluttekningu þá er hann sýndi þeim við þetta tækifæri. — Fyrir nálega 4 árum síðan mistu þau hjón 11 mánaða gamlan son, Kjartann að nafni, og í Des. 1896 mistu þau 6 mánaða gamla dóttir, Emily Guðrún að nafni (sjá Hkr. 24. Des. 1896). Öll þessi börn voru einkar efnileg. Þau hvíla nú öll í sömu gröf í Brookside- grafreitnúm. Dánarfregn. I mannskaðaveðrinu sem gekk yfir New York ríkið um mánaðamótin Jan- úar og Febrúar síðastl.. fórst fjöldi skipa við ströndina milli New York og Boston Eitt af skipum þeim er fórust þar, var gufuskip með níu sjómönnum, sem allir týndust, ogámeðal þeirra var bróðir minn, Þorkell Jónsson Oddssonar, hafn- sögumanns í Reykjavík. Þorkell heitinn var 36 ára gamall og búinn að vera í rúm 20 ár til sjós síðan hann fór frá íslandi. Hann var kvænt- ur og átti þýzka konu, er lifir hann á- samt tveimur drengjum er þau áttu, 3 og 5 ára að aldri. Heimili þeirra hjóna var í Brooklyn, New York, og býr ekkj- an þar eftir mann sinn látinn. Dauðsfall þetta tilkynnist hér með föður, systkynum og öðrum vanda- mönnum hins látna á íslandi, og blöðin heima, sérstaklega blöðin á Austurlandi eru góðfúslega beðin að geta um dauðs- fallið. Winnipeg, 14. Marz 1898. Oddur Jónsson. / Islands-fréttir. Dags. 8.Febrúar 1898 í Borgarfjarð arsýslu (gegn um fréttaritara Heims- kringlu í Nýja íslandi). Eftir að bréfritarinn hefir lýst harð viðrunum á þorranum síðastl. segir hann:---------“Það kvað vera öðru- vísi tíðin hjá ykkur þar vestra, og mik- ið öfunda ég ykkur af henni. Illar horfur eru nú á landshögum okkar sem stendur, en maður vonar og vonar að úr þessu rætist. þó ekl^i sé hægtað gizka á með hvaða hætti það megi ské. Fjöldi manna bregður nú búi í vor eð kemur og flytur til Reykjavíkur. Þeir bregða nú búi af því að kvikfjárræktin gerist nú svo arðlítil, að hún ber sig ekki; kjötið lítils virði erlendis og út- flutningur lifandi sauðfjár bannaður, þar; setn hann borgaöi sig bezt. Til Reykjavíkur flytja menn af því að þar er í mestalagi atvinna um þessar mund- ir við undirbúning stórbygginga þeirra, er þar skulu reistar næsta sumar:banka- hús og safna, barnaskóli og holdsveikra spítali inni í Laugarnesi. -----Svo er nú teligraphinn í vænd- um og fær Reykjavik sinn þátt af hon- um. — Séra Magnús á Gilsbakka sækir um forstöðumanns embætti spítalans og séra Jóbann í Stafafelli sömuleiðis”. Bréf þetta er mjög merkilegt i fleiru en einu tilliti. Það er Irá merk- um manni, áreiðanlegum, i opinberri stöðu, og engum, sem til hans þekkir mun láta sér koma til hugar að rengja orð hans, þó þau gefi dálitið aðra lýs- ingu á högum manna heirna en sum ís- lenzku blöðin gera. Þá er það gott sýn- ishorn af samgöngunum úr því kemur út fyrir íslenzku landsteinana; það (bréfið) er í Reykjavik 13. Febrúar, í Edínborg 20. Febr., og á 15 dögum fer það yfir Atlantshafið og þvert i gegn um hálfa Ameríku, síðan 100 mílna krók tll norðurs, og er komið til norður hluta Nýja Islands 7. Marz. Hvenær skyldu samgöngurnar á Islandi þola nokkurn samjöfnuð við þetta? Fregnriti Hkr. Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem litur að hús» búnaði, svo sem RÚMSTÆÐI með öllu tilheyrandi, HLIÐARBORÐ, ný og og gömul, STÓLA, forkunnar fagra, MATREIÐSLUSTÓR af öllum mögu- legum stærðum, OFNAR og OFNPÍP- UR, ljómandi LEIRTAU, og margt fleira sem hér yrði of langt upp að telja. Alt þetta er selt við lægsta verði. Yið yonum að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og líta á samsafnið áður en þið kaupið annarstaðar, og þá sjálfsagt að kaupa ef ykkur vanhagar um eitthvað. Gætiðjþess að kaupa ekki köttinn i sekknum. Yðar þénustu reiðubúnir Pálson & Bárdal. 3000 piir DANSKRA ULLARKAMBA [Merktir J. L] Við ábyrgjumst þá. Sendir til ykkar fyrir 81.00. Skrifið til Alfred AndreMen & Co. Western Importers, 1302 Wash Ave. So. Minneapolis, Minn. eða til Cr. Swhumoh, 131 Higgin St., Winnipeg, Man inu kl. 8 e. m. J. Einarsson R. S. s s tx c *S s. Ö o 'O P-> Oh C3 • ■ O * (M ,SF ^ - G <V $ o A ' 'O %r £ r/5 u (D ’L* s s, 3.S- § c/3 IO -g ® N » - æ öl « öo < ui'< tXi «8 g txo - iO Timi mmmmmmmmimmmmR — 42— —47— — 46— —43 — Hið vanalega starf Ivors var að engu leyti frábrugðið starfi hinna fa> ganna. Hann mátti vinna vissan klukkutíma fjölda við að læra skó- smíði, þar á skóverkstæði, og ávalt undir um- sjón varðmannanna. Máltíðir þeirra saman- stóðu mestmegnis af svartabrauði og súpu, og einstökusinnum fengu þeir dálítið af kjöti eða fiski. Einn varð hann að sofa í klefa sínum á hverri nóttu, og einusinni á viku var farið með hann ofan að sjó til að baðast. Félagar hans voru sakadólgar af versta tagi; var honum lika stranglega bannað að hafa nokkurt samneyti við þá. Landstjórann og kafteininn sá hann mjög sjaldan, og þá að eins í fjarlægð. Þannig liðu dagarnir og urðu að vikum og vikurnar að mánuðum, þangað til loks að Nóv- embermánuður færði með sér breytingu, sem leit út fyrir að mundi hafa bæði undarleg og stór- kostleg áhrif á æfiferil Ivors. Saghalien er langt og mjótt eyland, sem hgg- ur fyrir norðan Japan, og mjög nærri ströndum Asíu. í umdæmi Rússa. E\-jan tilheyrði Japan fyrrmeir, en var eftirlátin Rússum 1860 Hún er hér um bil 600 milur á lengd, og í stöku sti ð um 100 mílur á breídd. Loftslagið er mjög kalt, og á öllum árstíðum eru þar næðings vindar. Á vesturströndiuni eru grasi grónir dalir og þéttir skógar af greni, birki og eikartrán,. Alskonar dýr eru þar í skógunum, og fiskar íöllumám. Um miðbik eyjarinnar haldast við enn þá litlar leifar af þjóðflokki Iþeim sem upp- runalega bygðu eyland þetta. Rússnesku bygð- irnar, sem aðaliega samanstanda af sakamönn- knúð hann saklausann inn i þessar kolanámur. Tvær orsakir voru ,til þess að þeir sögðu ekki hvor öðrum nákvæmar frá æflntýrum sinumog ættum. Alt hið umliðna var orpið þunglyndi, og niðingsskap fjárglæframanna. Og önnur ör- sökin var sú, að framtíðin krafðist als þess tíma, sem þeir höfðu í afgangi til samtals; — undan- koma, að flýja, komast í burt, bergmálaði stöð- ugt i huga þeirra. En stundum voru þeir svo örmagna og sljóir, að bergmál frelsisins komst hvergi að. Gamli maðurinn vissi ekki að Ivor hét meira en Ivor. Og hvort Gogol var skírnarnafn eða gervinafn, gerði Ivor sór ekkert far um að vita. Það var hlatur sem hvorugum þeirra kom við, hugsaði hann. Þó að burtkoma væri aðal umtalsefni þeirra1 þá gátu þeir aldrei komizt að niðurstöðunni um það, hvernig þeir gætu framkvæmt þá einu lífs- lörigun sína. Þeir ræddu það mál á alla hugs- anlega vegu. En ætíð komu þeir að sama ó- möguleikanum. Ljónið lá alstaðar á gatnamót- um og bryggjum burtkomunnar, I fyrsta máta var megÍDlandið tólf mílur frá eyjunni. Og þó Perouse-sundið væri mjótt, þá var þó ómögulegt að komast yfir það nema hafa bát. Og þó aldiei nema þeir kæmust á land, þá var enginn hægð- arleikur að finna þar óhultan griðastað. Ivor stakk upp á, að þeir færu með sjónum þangað til þeir kæmust í eittlivert verzlunarskip frá Japan, og reyna að komast þangað. En Gogol var ákaf lega; sjóhræddnr og vildi næð ei gu móti fallast a- þessa uppástungu. Ivor hugsaði oftar en einusinni um það, að óhamingja beggja þeirra mundi vera sprottin af einni og sömu rótinni. Og honum varð einatt hlýrra og hlýrra til þessa gamla manns. Það var Ivor, sem lagði fyrsta hyrningar- steininn til vináttu þeirra. Og þó sú tilraun væri kuldalega móttekin, þá hélt hann áfram að vinna í vináttuáttina, með smá atvikum og kurt- eisum orðum, þangað til hin gaddfreðna einangr- un gamla mannsins var algerlega þídd í burtu. Og þegar Ivor var loks búinn að ná fyrstu við- kynningu hans, bar hún margfaldan ávöxt á ör- stuttum tima. Á kvöldin, þegar þeir komu inn, sátu þeir báðir saman i fjarlægasta horninu í klefanum. Þar átu þeir sinn lélega kvöldmat, sem var vatnsdauft te og svartabrauð, hart og myglað. Þar töluðu þeir saman í lágum rómi þangað til þreytan ueyddi þá vægðarlaust til að leggjast niður í sín liörðu og köldu svefnflet, Þeir voru báðir sparir á að tala um það sem á dagana hafði drifið. Nafn þessa gamla manns var Gogol. Hann lét Ivor skilja það, að grimmi- leg mannvonzka og óréttvísi hefði komið sér í kolanámurnar í Saghalien. Hann varbúinn að vera þrjú ár i námunum. Og þó hann hefði ver- ið dæmdur til að vinna fyrir lífstíð, þá vonaði hann samt einlægt að fá tækifæri til að strjúka þaðan, og gera þann mannníðing uppvísan, sem svona miskunarlaust hefði leikið. Gogol var nú sextíu og þriggja ára gamall. Ásfæðan fyrir þarveru beggja þessara manna var svo lík, að Ivor sagði gamla manninuni sundurlaust ágrip af ástæðum þeim sem höfðu um eru einungis á suðurparti eyjarinnar, er álit- ið að þeir sakamenn sem þangað eru sendir séu hinir verstu óbótamenn; en eins og frá hefir ver- ið skýrt var Ivor heiðarleg undantekning frá þessari reglu. Þar var einnig önnur heiðarleg undantekning á þessu sama timabili, og sem var nokkuð líkum kringumstæðum háð eins og Ivor. í Nóvembermánuði var Ivor sendur til kola- námanna i Duli, sem eru tólf milur í norður frá Karsokow. Vitaskuld var hann ekki hæfur í slíka þrælavinnu, en það gerði harla lítið til. Samsærismennirnir, eða hinir öflugu tvímenn- ingar í St. Pétursborg hafa eflaust ráðið ráðum sinum frá upphafi til enda. Þeir hafa áætlað, að hann skyldi örmagnast 5af harðri vinnu og ein- stæðingskap, löngu fyrir skapadægur sitt. Að minsta kosti voru fyrirskipanir kafteins Komar- offs ótvíræðar. Og eftir þeim hlaut Ivor að gef- ast upp fyrr eða síðar. Það hafði verið unnið í Duli-námunum um nokkur ár. Þær eru í fjallakeðju, sem liggur strandlengis eftir vesturströnd eyjarinnar Sag- halien. Göngin inn i nímurnar iágu beint inn í fjallshh'ðina. Á ströndinni neðan vð námurnar voru heræfingaskálar og sakamanna byggingar, sem rúmað gátu nær því þrjúhundruð fanga. Kolin úr námum þessum voru notuð af rússDesk um eimskipum, sem voru þar á ferðinni; og enn fremur var útlendum skipum. sem komu til Kar- sokow, og keyptu þar fisk, grávörn og selskinn, seld þaðan kol. Þeuar 1 vor var búinn að vinna i þessum námum fáeina daga var hann orðinn sannfærð-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.