Heimskringla - 31.03.1898, Page 1

Heimskringla - 31.03.1898, Page 1
XII. ÁR WINNIPEG, MÁNITOBA, 31. MARZ 1898. NR 25 Xllk.Jk.jk.jlk.Jk.MlMLMíjltijtÉLJtk.Mi.JÍk.Jlk.Jlk.MtJtk.llk.ML.MLltk.-ltÉLJlliltlLf Furner’s 4 4 4 4 4 4 <• 4 4 | 522 Main Street J —WINNIPEG, MAN. 4 Söv Millinery. Heyrnarleysi og suða fyrir eyrum læknast —með því að brúka— Wilsons Common Sense Ear Drums Algerlega ný uppflnding; frAbrugðin öllum öðrum útbúnaði. Þetta er sú eina áreiðanlega hlust- Í)ípa sem til er, Ómögu- egt, að sjá bana þegar búið er að láta hana í eyr- að. Hún gagnar þar sem læknarnir geta ekki hjálpað.—Skrifið eftirbækling viðvíkjandi þessu. Verðið er, með full- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 503 Main St. WINNIPEG, MAN. M. It. Pantanir frá Bandaríkjunum afgreiddar fljótt og vel. Þegar þið skrifið þá getið um að auglýsingin hafi verið í Heimskringlu. F R É T T I R. Gufuskipið Coquitlam kom með þær fréttir til Vancouver, að námamenn þeir sem setið hefðu í Wrangel og Skag- way, á leið til Yukon, væru nú allir farnir þaðan. Hin kalda veðurátta þennan mánuð hefði bætt brautirnar mikið, og færið verið álitið ágætt alla leið til Dawson City. Sömu fréttir sögðu að 22 menn hefðu dáið í Skag- way, í Febrúar 3 morð verið framin, og 1 sjálfsmorð. Það er loksins fengin ályktuu nefnd- ar þeirrar, sem bandaríkin setti til þess að finna orsakir þær er leiddu til eyði- leggingar herskipsins Maine. á ðal- punktarnir í þessari ályktun nefndar- iunar eru: að alt hafi verið í beztu röð og reglu á skipinu, þegar það sprakk upp, að tvær sprengingar hafi átt sér stuð, sú fyrri frá sprengivél undir hlið skipsins, oghin rétt á eftir, [afleiðing af þeirri fyrri, sem sprengdi upp gkot- gagnaklefann í framskipinu, og að nefndin geti ekki sagt hverjir hafi or- sakað þetta verk. Það er sagtum þessa ályktun nefndarinnar, að hún sé fáorð (um 1800 orð), en gagnorð. Þar sé ein- ungis skýrt frá því sem virkilega hafi átt sér stað, en ekki komið með neinar getsakir eða ágizkanir. Ed. Hansman, kona hans tg fimm börn brunnu til dauðs í húsí sinu í Kent í Minnespta þann 2fi. f. m. Þeg- ar eldurinn sást, sem var um klukkan 3 um morguninn, þá var ómögulegt að bjarga þeim, enda álitið að þaa hafi öll verið köfnuð fyrir nokkru. Nú er ekki álitið að nokkrum Banda- ríkja þegn sé óhætt lengur í Havana, enda kvað konsúll Lee, hafa tilkynt þeim að vísara væri að hafa sig á burt meðan hæge væri. Búist við uppþoti og blóðsúthellingum á hverri stundu. Nýdáinn í Washington þingmaður Tomkins. Talið víst að dauðsfall hans muni tefja dálítið fyrir umræðum í þinginu um Cuba og Maine málin. Bandaríkjastjórn er búin að senda Spádarstjórn álit nefndarinnar um eyði leggingu skipsins Maine. Ekki heimt- aði Jhún neinar skaðabætur um leið. fetlust er til að Spánarstjórn sjái svo sóma sinn, að hún bjóði þær bætur fyr- ir, sem samboðnar eru virðing Banda- ríkjanna. Aðmíráll Sicard hefir verið leystur af Bandaríkjastjórn frá iyfirstjórn flot- ans, sem liggur við Key West; er það algerlega sakir heilsuleysis hans. Kaft- einn Sampon, sem er yfirmaður á her- skipinu Iowa, hefir verið settur í hans stað. Col. Bates, sá sem sendur var til Evrópu til þess áð kaupa hergögn fyrL Bandaríkin, hefir nýlega keyft torpedó- bát h Þýzkalandi. Þaðan fer hann til Belgiu, til þess að kaupa byssur. Mrs. Parnell, móðir Charles S. Par- nell sál., hins nafnkenda írska leiðtoga, dó á laugardaginn. Hin aldurhnigna kona sat við arinn heima hjá sér, og áð- ur en nokkur tók eftir var kviknað i fötum hennar; þó reynt væri kæfa eld- inn svofljótt sem unt var, brann hún svo rnikið að hún beið bana af samdæg- urs. Sagt er að Grikkir hafi lofað að selja Bandaríkiunum .3 herskip. Önn- Ur frótt kemur frá Ítalíu, um að einn af Gariböldunum hafi boðið Bandaríkjun- um að senda 4000 hermenn til þess að kerjast á Cuba, ef stjórnin vilji borga ferðakostnað þeirra. Sagt er að hafi fundizt á Efra-Egyfta landi halla.t-leyfar frá tímum Faróanna °g hafi verið mikið af letri rist á veggi hennar. Nokkrir vínbrúsar fundust einnig í löugum kjallara. en þegar einn brúsinn yar opnaður, kom það í ljós að vínið var orðið steinkent. Nú eru Rússar formlega búnir að fá hafnirnar Port Arthur og Talien Wan til umráða, og um leið leyfi til að byggja járnbrautina, sem þeir hafa svo lengi sótt eftir. Hafnir þessar segja Rússar að verði opnar fyrir skip ailra þjóða, en tollgjald alt taka þeir til sín. Einnig er búist við að Rússar taki her mannastöðvarnar hjá Port Arthur. Fréttir frá Spáni segja, að Sagasta stjórnarformaðurinn og flokkur hans, hafi unnið stórkostlegan sigur í síðus?u kosningum. Talið vist að þeir hafi um 130 meirihlut á þingi. Frá Bretum heyrist að stjórnin hafi skipað sjö herskipum sínum. undir stjórn ádmíráls Fisher, aðhalda til New York. Það er álitið að |það þýði eitt af tvennu: að Frakkar, Þjóðverjar eða Austurríkismeun, hafi látið í ljósi að þeir mundu aðstoða Spánverja, ef til ó- friðar kæmi, eða að Bretar búíst við ó- frið undireins milli Spán og Bandaríkj- anna, og ætli því að vera til taks, að vernda sína eigin verzlun við sUendur Bandaríkjanna. Salisbury lávarður er heldur í aft- urbata, þó hægt fari, og er búist við að hann muni verða fær um að taka við starfi sínu algrlega aftur innan fárra- vikna. Mr. Gladstone þar á móti hnignar alt af. Læknar þeir sem stunda hann segja að ómögulegt sé að lækna hann; álítá að það sé krabbamein í nefinu of an við nasaholið, en vegna aldurs og annara lasburða mundi hann ekki þola þó reynt væri að skera fyrir það. Þeir gefa honum því að eins meðöl sem stilla hinar voðalegu kvalir, sem hafa ásótt hann nú í msir en 6 mánuði. Það er ekki búist við af neinum, að hann muni afbera veikina mikið lengur. / Islendi ngadags-m ál i ð. Um það hafa komið kröftugar hug- vekjur i Lögb. dags. 17. þ. m. Það þarf að útkljá þetta mál, og endir fæst aldrei á það nema í gegnum töluverðan hita og æðimikið kapp. En allur sá spenn- ingur þarf að vera helzt algerlega horf- inn þegar að hátíðisdeginum kemur, að minsta kosti sterkasti hitinn rokinn burtu. Og því er það aðallega og fyrsta atriðíð hjá mér, að ég skora á íslend- ingadagsnefndina hér í Winnipeg frá því í fyrra, að kalla til almens fundar eftir 3—4 vikur, svo að menn geti þar komið sér niður á að kjósa Islendinga- dag eða þjóðmenningardag fyrir eftir- komandi tíð. Svo langar mig til að gera fáeinar athugasemdir við það sem þessir herrar hafa skrifað, bæði ritstjóri Lögbergs, sem er fyrsti og mesti æsingamaðurinn í þessu máli, heldur þessum óþarfa um- brotum einlægt við og blæs óaflátanlega að þeirn kolum sem eiga að lý.,a 17. Júní upp til að verða vor geisladagur, og svo hr. J. G. Goodman frá Brandon. Þeir eiga báðir sammerkt í því. að gefa yngri kynslóðinni hér, og fleirum sem eru illa að sér í landnáms eða bygg- ingarsögu Islands.algerlega rangar hug- myndir, og eru svo djarfir að segja, að það hafi staðið nákvæmlega h’kt á þar á Islandi með frelsis og þjóðmyndun 17 Júní 930, eins og um þjóðminningar- daga Bandaríkjanna og Canada. Ef í þessari staðhæfing væri nokkur snefill af sannleika, þá væri það nóg til að hafa helgann og gildandi kraft í brjósti allra ungra manna hér, sem fæð- ast upp á brjóstum þessarar frjálsu og hraustu Yestfoldar. En það er alt ann- að en svo sé. Þetta er bara fölsk gyll- ing sem brugðið er fyrir sjónir “glóp- anna,” sem ritstj. Lögbergs ar svo ná- kunnugur. Og í raun og sannleika, þeg- ar lanflnámssagan er rakin, þá verður 17. Júní ekkert merkil-gur fremurenef bezti parturinn af oss íslendingum tækj um okkur nú upp og flyttum smátt og smátt í eitthvert ónumið land eða eyju úti i reginhafi, þar sem engin kúgun eða ásælni lagaþvingun eða drotnunar- girni næði til okkar. Og svo eftir að þangað kæmi og alt væri orðið fullbygt, væri þá ekki jafnvel merkilegra ef að vér sem hefðum flutt með okkur menn- ing og siðgæði, færum að lifa eins og þekkingarlitlir skrælingjar, lagalaust og stefnulaust? Jú það væri öllu merki- legri vitleysa að hugsa sér aö svo gæti farið. heldur en að segja að lagaskipun og hjóðmyndun hlyti að skapast þar af sjálfu sér. Þannig er því varið með fyrsta þing setningardag gömlu íslendinga, að hann fæddist alveg af sjálfu sér. Ekkert stríð var með blóði og hörmungum háð, og ekkert konungs oða keisaravald brotið á bak aftur til að geta komiðá þjóðmynd- un á Islandi 17. Júní 930. Þannig er það í eðli sínu ekki vitund merkilegt. Og þar sem ritstj Lögbergs segir að þá ha|i þeir sagt sig löglega undan Noregs- konungi, er bara bull, ekkert nema form eða uppfylling forms. Noregskonungar höfðu þá ekki (gátu ekki haft) meiri ráð á Islaridi en ég eða þú. Haraldur hár- fagri hefði þá efalaust með sinni sterku stálhönd dregið Island undir veldi sitt ef hann hefði getað, og jafnað um leið um hrygg landnámsmannanna, sem voru of stórir fyrir hann til að stinga í vasa sinn. og fóru eins oc allir vita í alt öðrum tilgangi en að nema þar land fyrir liaPn. Og fleiri voru á>. jarnir og miklir fyrir sér af Noregskonungum, en náðu þó engri fótfestu á íslandi fyr en löngu, löngu siðar fyrir vélráð og metn- aðargirni eigin landsmanna og er það svört harmasaga. Þannig var ekkert til. Sigtryggur góður, til að segja form- lega skilið við Noregskonung, nema þeirra eigin þykkvi bjór, sem þeir vissu að ekki var auðvelt að festa höndur á. Og svo þetta hlægilega. barnalega at- riði, að segja að af þessu atviki sé eigin- lega íslenzka þjóðin þann dag í dag sem þjóð. Hvað á annars að gera með að bera svona fávíslegar röksemdir á borð fyrir menn sem ekki eru aular ? Ætli nokkur sá maður sé til sem geti ímynd- að sér eða haft hugmynd um að vér værum nokkuð annað en sama íslenzka þjóðin þó alþing hið forna hefði aldrei verið sett á fót, en goðorðsmenn, stór höfðingjar og vitrustu lagamenn hefðu dæmt og miðlað málum í héraði og gert allar nauðsynlegar lagafyrirskipanir alt fram að þeim tíma að lýðveldið hvarf, eins og þeir gerðu áður en alþing var stofnað, Nei, vér hefðum veriðog vær- um áreiðanlega sama íslenzka þjóðin.— Eða þvi er annars ekki farið «ð gera ein- hverja sérlega minningarhátíð ,út af Adam gamla, sem er fyrsti hlekkur nn í þjóðminningarfræðinni ? Eða þá að gera eitthvert númer út af deginum þeg- ar örkin hans Nóa fjaraði úpp á Ararat með allan lífsneistann sem til varí þjóð- mynduninni nýju. Þetta væri þó heldur punktur sem talandi væri um. En 17. Júní vitleysuna læt ég í poka. Þannig hefi ég sýnt að sterkasti punkturinn hjá þessum herrum. og yfir höfuð öllum sem halda 17. Júni fram, er *inkis virði til þess að fara nú að gera breyting frá 2. Agúst. Annað sem á að gera 17. Júní dýrð- legann, er að þann dag fæddist þjóðhetj an mikla Jón Sigurðsson. Þann heiður dreg ég ekki af, en segi einungis, að það var happastund, gleðidagur. þegar gamla Fróni gafst sverð og skjöldur á ný. En svo keraur enn á ný það kát lega, sem aliir 17. Júní menn hafa brot ið bátinn sinn á, að 2. Ágúst 1874 var jubilidagur mikla fiæga mannsins, þá rar hann lengi og vel búinn með frábær- um dugnaði og kjarki að bera sitt sverð og skjöld og vinna frægann ^igur fyrir sína þjóð. Og þá fékk hann loks sitt eftirþráða takmark, sin eftirþráðu laun, —stjórnarskrána. Og þrátt fyrir alla galla sem bæði hann og fleiri fundu á henni. þá er és óviss að nokkurt ríki í heiminum hefði gert öllu betur, þar sem ekki lá meiri styrkur eða afl á bak við en á gamla Fróni. í hreinum sannleika herrar mínir, þá er þetta atriði sem kemst í skildleika við 4 Júlí Bandaríkja- manna. Og ekki voru þeir Wsahington eða Benjamin Franklin fæddir 4. Júlí. og voru þeir þó frumherjar í frelsisstríði Bandaríkjanna. • Þannig eru allar ástæður 17. Júní manna. að ef rótað er við þeim með skynsemi og án hlutdrægni, þá verða þær að engu. Allur sá maklegi og ó- dauðlegi heiður sem Jón sál. *gu rðson ávann sér, hvílir aðallega á og miðast við 2. Ágúst 1874. Hefði nú upphaflega verið byrjað á og haldið áfram að halda 17. Júní sem íslendingadag, þá hefði ég ekki farið að þrátta á móti. En þar sem vér höfum haft 2. Ágúst alla tíð í mörg ár, og nú er stungið upp á að skifta um og taka að öllu ómerkilegri dag eða atriði til að miða hát.iðina við, þá dettur mér ekki í hug að gera mig að svo stefnulausu og bjálfalegu athlæei í augum merkra manna hér, og það er ég líka sannfærð- ur um, að það er ekki.nema hálfsögð sagan hjá ritstj. Lögb. við merkismenn hér innlenda.ef þejr slá rneiri dýrð upp á 17. Júní. Það er að eins fæðingarafmæli og þess konar hátíðahöld deyja venju- lega með persónnnni sem átti afmælis daginn. Eitt höfuðatriði í þessu máli er það, að enginn minnsti efi er á því, að aðal- hátíð Islendingadagsins heima verður haldin í Reykjavík 2, Ágúst. Og i sam- bandi við það er mér ómögulegt annað en reuna huganum að innsta eðli og uppruna þessa dags hjá oss, og hvað sem hver segir þá var það þetta : þjóð- rækni, ást og endurminning til vina og vandamanna og fósturjarðarinnar Það var aðalorsökin, það var hugmyndin sem fæddi hann af sér, á þeirri hug- mynd hefir hann nærst og lifað fram á bennan dag, Er þá ekki alveg sjálfsagt. að standa upp á sama tíma og vinir vor- ir heima og senda brennheitar heillaósk- ir hvor til annars og mætast þannig á miðri leið? Jú, alveg sjálfsagt, svo framarlega sem ekki á að fara að skapa aðrar óhreinni hvatir en þær. sem hing- að til hafa verið rauði þráðurinn í ís- lendingadagsmáli voru. En allar líkur eru til að meira kólni, ef einingin er ekki svo mikil að geta haft sama dag vestanhaÞ og austan. Eða þá ef hug- myndin er að skera þráðinn í sundur og sópa allri ást og endurminningum burt úr íslendingadagsmálinu, bá má einn og sérhver skreytast sínum hátiðafjöðrum og halda íslendingadag á ÞorraeðaGóu eða 17. Júní eða hvaða helzt degi sem er fyrir mér. því íslendingadagurinn er þá einkis virði lengur í minum augum. En ég er ekki nokkra vitund hrædd- ur um að Winnipeg-íslendingar hringli sínum degi fram á ómerkilegri dag, og í alla staði stórkostlega óhentugri tíma. Við verðum langtum fleiri sem höldum fast við 2. Agúst óg þá er ég að miklu ánægðari. Winnipeg er í þeim stíl móð- ir dagsins, hefir haldið hann með heiðri hingað til og svo mun framvegis verða. Og Bandaríkja-Íslendingum treysti ég tíl þess sama, og þá segi ég að heilinn og hjartað úr þjóðlíkamanum er með og á réttum stað, og skal þá með hjartans ánægju hrópað þrefalt húrra fyrir 2. Ágúst sem framtíðar íslendingadegi, Larus Guðmundson. Nina Diaz. Föðurlandssvikari og spæjari Spánverja á Cuba. Það er tæplega nokkur manneskja, sem föðurlandsvinirnir á Cuba hafa haft meiri ástæðu til að hata og hræðast en Nina Diaz. Því í gegn um alla hina löngu frelsisbaráttu þeirra hefir hún verið þeim hinn hættulegasti vargur í véum. Hún er fædd nálægt bænum Santi- ago de Cuba, og lifðu foreldrar henriar á því að rækta tóbaksjurt, og höfðu all- álitlegar tekjur af því þegar vel áraði. En þegar frelsisstríðið á Cuba brauzt út, seldi faðir hennar, Felix Diaz. akra sina og eignir og gekk með sonum sín- um í flokk nppreistarmanna, undir for- ustu Capotes hershöfðingja, en kona hans fór meðdóttur sinni til höfuðborg- arinnar Havana. Hér eignaðist Nina skjótt ýmsa vini, og á meðal þeirra var ungur yfirmaður einn í hinu spánska riddaraliði, sem var mjög handgenginn yfirforingjunum og um leið viðriðinn leynilögreglu Spánverjaá eyjunni. Þegar hinn alræmdi Weyler tók við herstjórninni á Cuba, var hann mjög reiður yfir ónytjungsskap leynilögregl- unnar fyrir það að hútv gat ekki fært honum nákvæmar og -áreiðanlegar fregnir um afstöðu og herafla uppreist- armanna.f Og eitt sinn er hann sat á ráðstefnu með herforingjum sínum, mælti hann: “Klók stúlka er hinn bezti spæjari. Það er enginn sem fær séð við tálsnörum^þeirra”, ‘>g ráðlagði hann þeim að fá kvennfólk í lið með sér til »ð flækja ogf koma upp um vissa menn á Cuba, sem létust, vera trúir og hollir Spánverjum, en hjálpuðu þó upp- reistarmönnum undir niðri alt hvað þeir gátu, bæði með fjárframlögum og með þvi að koma orðum til Maceo, for- ingja uppreistarmanna, um athafnir spánska hersins og allar þeirra ráða- gerðir. Það var þetta ráð Weylers, «em kom hinum unga spánska yfirmanni til að nota Ninuitil þess að koma sér i mjúkinn hjá honum (Weyler). Hann hraðaði sér þvíá fund hennar, og sagði henni frá þessari ráðagerð sinni. Hún var þegar albúin að hjálpa honum af fremsta megni, þyí ást hennar til hans var sterkari en hið siðferðislega þrek hennar. Og þegar hinn næsta dag byrjaði hún starf sitt sem spæjari Spán- verja. í fyrstu var það starf hennar að reyna að koma upp um víssa Cuba- menn í Havanajsem grunaðir voru um landráð. Hún fékk sér nú bústað í fallegum herbergjuin í Pasaje hótelinu og gistu þar tíestir Ameríkumenn, sem til Havana komu. Hún var fríð sýnum, allvel mentuð, kurteis og skemtileg í allri umgengni og ávann sér'því skjótt fjölda vina og kunningja. Hún lést vera hinn mesti föðurlandsvinur, og lét sem frelsi Cuba væri sitt helgasta hjartans mál. Eng- nm einasta manni datt í hug að þetta væri fals og fláræði, og einmitt vegna þess að menn trúðu henni svo vel, gat hún njósnað mikið meira en allir aðrir sporhundar Weylers. Það var ekki nokkur sú ráðagerð meðal uppreistar- manna í Havana eða vina þeirra, sem Nina Diaz ekki vissi um, og sagði hún unnusta sínum alt af létta, en hann sagði aftur morðvarginum Weyler. Og þannig fengu Spánverjar oft og einatt Ijósar og áreiðanlegar fregnir um á- hlaup uppreistarmanna löngu fyrirfram og gátu því verið viðbúnir að taka á móti. Nina fór um borð í hvert einasta gufuskip sem til Havana kom, þegar er þau létu akkeri falla, og njósnaði strax alt hvað hún gat um fyrirætlanir far- þegjanna. Afreksverk hennar voru bæði mikil og víðtæk. Menn og konur, sem alt í einu voru gripin og kastað í fangelsi- gátu með engu móti gizkað á hver hefði komið upp um þau, því enginn grun- aði Nina Diaz. Að nokkrum tíma liðnum vai hún svo send i njósnarferð til fylkisins San- tiago de Cuba. Hún bjó sig í gervi fá- tækrar vinnustúlku og gekk hús úr húsi og beiddist ölmusu h .nda hinum særðu uppreistarmönnum. Ogíhvert skifti. er henni var gefið eitthvað, bað hún gefendurna að skrifa nafn sitt og’ heirnili í vasabók, er hún hafði með sér og kvaðst hún gera það til þess, aðgeta látið foringja uppreistarmanna vita hverjir væru hinir sönnu föðurlands- vinir. Og þegar svo bókin var orðin þéttskrifuð með nöfnum og beimilum föðurlandsvina á Cuba, sendi hún hane beina leið til Weylers. — Stundum bjó hún sig í karlmannaföt og stundum í nunnubúning, alt eftir því sem bezt átti við. Afleiðingarnar af för hennar til Santiago de Cuba voru í sannleika stór- kostlegar. Mesti fjöldi af körlum, kon- um og börnum, sem áttu sér einkis ils von, voru hneft í fiötra og flutt í fang- elsi, og allar eigur þeirra gerðar upp- tækar. Það er beinlínis af hennar völdum, að sumir hinna stærstu og auðugustu búgarða á Cuba hafa verið í eyði lagðir. Næsta njósnarsvið hennar var i fylkinu PinardelRio. Hér voru voða- hörmungar ófriðarins stórkostlegastar. Spánskar herfylkingar umkringdu fylk- ið á alla vegu, og hinn fámenni upp- reistarher var þar sem í gildru. inni- luktur á allar hliðar af ofurefli liðs. Þeir sem að sluppu hjá sverðseggjum eða byssukúlum Spánverja, voru flestir handsamaðir og varpað í fangelsi, og var það oft verra en bráður bani. En það var þegar Nina var að njósna og og svíkja Cubamenn í þessu fylki, að fyrst komst upp um hana. Það var eitt sinn, er hún var á launskrafi við spánskan liðsforingja, að flokkur einn af uppreistarmönnum kom að þeim ó- vörum og handtók þau. En Nina var ekki ráðþrota að heldur. Sagði hún þá hverra manna hún væri og kvaðst hún hafaverið tekin fangi af liinum spánsla hermanni, er hún hefði verið á leið að finna föður sinn, sem hún vissi að var með lierdeild einni þar í grendinni. Sagði hún að rSpánverjinn hefði boðið sér frelsi og auðfjár, ef hún vildi segja sér gerla um afstöðu og herafla upp reistarmanna. Mönnum þótti þessi saga hennar grunsamleg, og var þvi sent eftir föður hennar og bræðrum, og þegar þeir korau og sönnuðu ætt hennar og upp runa, var vhún látin laus. Var siðan settur herréttur, og hinn spánski her- foringi sekur fundinn og síðan drepinn, eingöngu samkvæmt lygaframburði NinaDiaz. Hún fór siðan með föður sínum og bræðrum tiljherstöðva þeirra; en næstu nótt, er dimt var orðið, strauk hún þaðan til herbúða [Spánverja, En þegar i dögun næsta morgun réðust Spánverjar á lið Cubamanna, að þeim óvörum. Og eftir drengilega vörn féllu Cubamenn þar unnvörpum, því ofurefli liðs var á móti, en aðrir komust undan á flótta. Þetta voru hin köldu kvennaráð föðurlandssvikarans Nina Diaz. En á meðan á bardaganum stóð, þeysti hún í burtu og komst óhindruð alla leið til Havana. Hún tók sér nú aftur bústað í Pasaje hótelinu og var nú í karlmans- búningi. Nokkrir spánskir hermenn ■ og lögregluþjónar voru i hótelinu og þar á meðal elskhugi hennar. En þó hún hefði torkent sig vel, þá þektist hún samt rétt í því að hún var að af- henda hermanninum, vini sínum, skjala pakka leynilega. Það varð þegar óp n ikið og háreysti, og voru þau bæði tekin höndum og flutt í fangelsi. En henni var þegar slept úr varðhaldi aft- ur sarakvæmt skipun Weylers, En litlu síðar 'oru yfir 100 menn og konur í Havana tekin föst'og varpað i fangelsi í hinum alræmda Morro kast- ala. Ollu þessu fólki hafði Nina verið mjög handgengin, og féll nú sterkur grunur á hana. Menn vissu að hún var ekki lengur í varðhaldi. Enginn vissi hvar hún var niður komin. Nokkru síðar var móður hennar varpað í fang- elsi, og var Nina aðalvitniðgegn henni. Nú bar ekkert á Ninu cg vissi eng- inn neitt un> hana í fulla tvo mánuði eftir að móðir hennar var sett í varð- bald. En alt í einu þektist hún um borð á gufuskipinu Seguranta, er það var á leið til New Ycrk. Negar Nina kom tilNew York kall aði hún sig Maria Risos. En Cubamenn gátu nú ekkert að gert, enda þótt þeir vissu. að erindi hennar til Banda- ríkjanna var áreiðaDlega það, að njósna og svíkja og hjálpa til að koma í veg fyrir að Cubamenn fengja hjálp þaðan. Hún var ósegjanlega snarráð og fljót í förum, svo að menn gætu nærri ímyndað sér að hún svifi á vængjum vindanna. Hvervetna þar sem verið var að útbúa leynilega hjálparskip með vistir og vopn til Caba — ætíð og æfin- lega var hinn rammhataði spæjari Nina Diaz sjálfsögð að koma þangað er mii st varði, þótt menn sjaldan vissu af því fyr en eftir á. í Havana er Nina hötuð og fyrir- litil hvað innilegast, og Cubamenn hafa gert alt sem í þeirra valdi steudur til að reyna að fanga hana. En allar slíkar tilraunir hafa mishepnast. — General Weyler mintist oft á hana sem leiðar- stjörnu Spánverja á Cuba, og er sagt að hann hafi launað henni rækilega dygga þjónustu, Móðir hennar sat í fangelsi allan þennan tíma, og var ekki látin laus fyr en Weylar var rekinn frá völdum og Blanco hershöfðingi tekin við í hans stað. Þá var henni loks slept úr varð- haldinu, Nafn Ninu Diaz verður ætíð skráð með svörtu letri i frelsissögu Cuba. Og aldrei fraroar verður henni óhætt að stíga fæti á liina fögru ættjörð sína, og í Bandaríkjunum er hún heldur ekkí óhult, því Cubamenn þar mundu einskia svífast, ef þeir næðu að koma frara hefndum við hana. • (M. þýddi). I

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.