Heimskringla - 31.03.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 31.03.1898, Blaðsíða 2
2 HEIMSKKINItLa, 31 MARZ 1898 Heimskringla. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 dm árið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað af kaupend- -<m blaðsins hér) $1.00. Íeningar seudist í P. 0. Money Order .egistered Letter eða Express Money Qrder. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með aööllum. B. F. Walteks, Útgefandi. OfBce Corner Princess & James. p.o. BOX 305 Náunginn var að spauga með það á gatnamótum borgarinnar hér um daginn, að einhverjir fóthvatir “lib- eralir” hefðu slitið töluverðu af skó- leðri á aukagöngum upp að stjórnar- byggingunum. Tilgangurinn hafði verið sá, að reyna að fá Greenway bónda til að gera Heimskringlu upp- tœka (!) fyrir eitthvað sem stóð í síð- asta blaði, og sem stakk illa í augu þeirra -‘liberölu.’' Ekki hefir enn þá sést neinn árangur af ferðum þeirra, en vonandi er að fylkisreikningarnir næstu beri það með sér, að þessir ná- ungar hafi fengið borgun fyrir skó- slitið. það gert á sómasamlegan hátt. Þetta eru þær einu sakir sem Lögberg gut- ur fært oss í hendur síðan vér tókum við ritstjórn Heimskringlu, og vér erum ætíð reiðubúnir að standa á- byrgð á gerðum vorum, hvort heldur gagnvart í’itstjóra Lögb. eða öðrum. Viðvíkjandi því sem ritstjórinn segir, að það hafi verið ófimiegt af oss, að segja að Einar Ólafsson væi i verjulaus gagnvart árásum hans, þá veit hann mjög vel, að E. Ó. verður eins og hver annar að eiga það undir blaðastjórunum, hvort hann fær að- gang með greinar sínar. En ritstj. Lögb. getur þar á móti óhindrað og ótakmarkað(?) skammað og svívirt bæði E. Ó. og aðra eftir hjartans list, og honum er trúandi til að halda á- fram uppteknum sómahætti! Svo vildum vér sem minst þurfa að skattyrðast við ritstj. Lögbergs framvegis. Það er óþarfa eyðsla á rúmi í blaði voru og svo vitum vér fullvel að lesendum vorum kemur betur að fá að heyra eitthvað annað en ritstjóra-jag. ■ Vér rnunum því að mestu lofa ritstj. Lögb. að leika laus um hala, hvað skammirnar snertir. sökunum, sem hafa framleitt þetta átumein. Það þarf endilega að ná þessum hreyfiöflum viðskiftanna úr höndum kúgunarfélaganna og láta þau starfa undir umsjón hins opin- beia og í þarfir hins opinbera og al- mennings yfir höfuð. Það er engum efa bnndið að það er bein skylda þingsins í Washington að sjá um að slíkt nái fram að ganga. Það er tek- ið fram í grundvallarlögum Banda- ríkjanna, I 8. deild, 1. grein. Þar er þinginu gert að skyldu “að setja fast- ar reglur um viðskifti rtkjanna við aðrar þjóðir, og innbyrðis meða' hinna sérstöku ríkja, og við Indíána- fiokkana.” Eins og áður hafði verið lofað, flytur Heimskringla nú “Ávarp” frá hr. Einari Ólafssyni til ritsfjóra Lög- bergs. Vér vildum ekki, undir kring umstæðunum, synja hr. E. Ó. um rúm í blaðinu, enda þótt oss líkiekki allskostar orðfærið á greininni. En hér fer sem oftar, að það er óvand aðri eftirleikurinn Lögberg fór hranalega af stað við E. Ó., og því tæplega hægt að búast við blíðmæl- um frá honUm á móti. — Það má náttúrlega sjálfsagt búast við því, að vér lendum einnig í “ónáð hjá guð- unum” at Lögbergi fyrir að birta þessa grein; en það verður að fara sem auðið er. “Enginn má sköpum renna.” Einokunar-íelög. Hvernig i>ac hafa myndast og HVERNIG RÁÐA MÁ BÓT Á ÞEIM. Eftir Hon. 91arion Bntler, Bandaríkja þingm. frá North Carolina. Lauslega þýtt úr “The Arena.” Vér vorum algerlega forviða á því, hve ritstj. Lögbergs tekur sér nærri þau fáu orð sem vér sögðum í Heimskringlu 17. þ. m. viðvíkjandi því er hann hafði ritað um hr. Einar Ólafsson. Ritstjórinn var nýbúinn, í Lögbergi 10. þ. m., að gefa oss bend ing um, að nú væri hinn hentugasti tími til að breyta stefnu Heimskringlu —hætta að birta skammagreinir og útiloka vissa menn frá þeim réttind um, að mega bera hönd fyrir höfuð sér í opinberu blaði. En í sömu greininni bar hann sjálfur á borð fyr- ir lesendur sína, það sem í hverju öðru blaði en Lögbergi mundi álítast miður heiðvirður ritháttur. Það var þessi skynhélgi ritstj. Lögbergs, sem kom oss til þess að gefa honum bend- ingu um, að vér kynnum betur við að sjá hans eigin blaði stjórnað eftir þeim reglum, sem hann áleit að oss væru hentastar, áður en vér færum að taka það sem fyrirmynd. Ekki dettur oss heldur í hug að fara að rifja upp gamlar skamma- dellur ritstj. Lögbergs og andstæð- inga hans, til þess að sýna honum bver upptökin hafi haft. Almenning- ur veit það og það er oss nóg. En að eins skulum vér benda ritstj. Lögb. á það, að “Afturgangan” hans I .Lögbergi 28. Okt. síðastl., bar svo óneitanlega vott um illgirni og löng- un til að ófrægja bæði Heimskringlu og Einar Ólafsson að ekki var hægt að taka við því þegjandi. Vitaskuld hafa eflaust sárafáír tekið til greina fáryrðin í þessari “Afturgöngu” í Lögbergi, en tilgangurinn skein svo glögt í gegnum rudda3kapinn og atv’r'..uróginn, að maður hlaut að me.<> það að verðugu. Ekki munum vér neitt fárast um það, þó ritstj. Lögbergs setji oss á bekk með þeim mönnum, sem hann er svo iðinn við að reyna að svívirða í augum almennings. Vér gengum ekki að því gruflandi, að það mundi vera næg brennusök hjá Lögbergi, að vér skildum dirfast að gefa út íslenzkt blað, sem rynni ekki algerlega í kjölfar Lögbergs, blað sem reyndiað eiga orðastað við alla með kurteisi, án þess að brúka persónulegar skamm ir í stað röksemda, og blað sem hefði nægan kjark til þess, að halda uppi þeim réttindum, sem auðvitað allir írjálsir menn eiga heimting á, að mega bera hönd fyrlr höfuð sér, sé [Niðurlag.] Ef þessi hreyfiöfl yrðu notuð af almenningi án hlunninda gagnvart hinuin fáu, en með jafnrétti fyrir alla, þá mundi það framleiða heilsusam- lega sámkepni í öllum atvinnugrein- um, auka framleiðslu allra afurða landsins og um leið skapa velmegun og sjálfstæði almennings. Undir slík- um kringumstæðum 'væri ómögulegt fyrir einokunarfélögin að verða til eða þrífast. Aftur á móti, þegar þessi öfl eru í höndum einstaklinga eða auðfélaga, sem að eins hugsa um sinn eigin hagnað, þá orsakar það almenna deyfð í öllum viðskiftum, myndar einokun f öllum greinum, og gerir það mögulegt fyrir fáeina menn að eyðileggja alla keppinauta sína. ef þeir ekki vilja hlýta þeim skilmálum sem sjálfselskaogfégirnd setja þeim. I stuttu máli: þeir sem hafa náð haldi á auðvaldi þjé>ðarinnar og ráða yflr samgöngum og flutning öllum innan ríkisins, og þeir sem hafa í höndum sínum alla fréttaþræðina, hið örugg- asta afl til útbreiðslu þekkingar á öllu því sem við ber í heiminum, þeir sannarlega hafa vald og afl til þess, að leggja hollustuskatt á hvern mann og hverja iðnurein í landinu, til þess einungis að auðga sjálfa sig og starfs- biæður sína. Þeir geta þannig hæg- lega eyðilagt eina atvinnugrein, en bygt upp aðra, eftir því sem vilji þeirra býður þeim. Á þann hátt hafa þeir gert miljónir manna að fé- lausum aumingjum, en fáeina útvalda, gæðinga að eigendum miljóna. Á þennan hátt hafa þeir náð afarmiklu valdi á sjálfri stjórninni. Þeir eru frumkvöðlar allra þeirra hörmunga sem hafa gengið yflr land og lýð á síðustu árum. Það var ekkert einokunarfélag til í landinu áður en helmingurinn af peningutn þjóðar/nnar var eyðilagð- ur með því að neita silfrinu um jafn- rétti við gullið, og áður en að fjár- málastjóm þjóðarinnar var fengin í hendur bankafélögum og fjárglæfra- mönnum. Það voru engin einokun- arfélög til í landinu áður en að járn- brautirnar og fréttaþræðimir komust i hendur auðmannafélaganna. En á hinum síðustu þrjátíu árum, síðan nokkrir einotaklingar, er síðar mynd- uðti félög.hafa náð einokun á auðvald- inu, á samgöngum og flutningum og á dreifingarmiðli þekkingarinnar, þá hafa lifnað, vaxið og margfaidast heilir skarar af stórkostlegum einok- unarfélögum, sem enn þann dag í dag eru að eyðileggja alla sanna vel- megun, og sjúga lífskraftinn úr þjóð. lífinu. Þessi sannindi eru óhrekjandi, og höfum vér þá hér komið með þær orsakir sem geta af sér einokunarfé- lögin. En hvernig má nú ráða bót á þessu ? Það fyrsta er að útrýma or- Þannig sjáum vér að hver ein asti þingmaður, um leið og hann tek- ur embættiseið sinn, lofar hátíðlega að hann skuli framfylgja grundvall- arlögum Bandaríkjanna, og með því lofar hann að setja reglur fyrir ölluin viðskiftum manna. En hvernig get- ur hann sett nokkrar reglur fyrir við- skiftum og verzlun, eða hvernig get- ur alt þingið gert það, án þess að hafa vald yflr hreyfiöflum viðskiit- anna ? Hefir þá þingið nú sem stendur nokkuð að segja í tilliti til viðskifta eða verzlunar ? Nei, vitaskuld ekki. Það er algerlega í höndum einokun- arfélaganna, og þau brúka svo þessi vopn sín til að undiroka hvern ein- asta sjálfstæðan mann og hverja ein- ustu lífvænlega atvinnugrein. Þeir sjúga blóð og merg úr þjóðinni, svo þeir geti sjálfir orðið miljónaeigend- ur, og geti því betur með sínutn blóð- peningum og rangfengna mammon keypt og stjórnað þinginu sjálfu. Það er satt, að þingið þykist hafa töluvert að segja í þessum mál- um, en sannleikurinn er, að þeirsem hafa auðvaldið í höndum sínum, þeir eingöngu stjórna þinginu. Þeir eru ætíð til staðins að hindra að nokkur lög fái framgang í þinginu sem geti læknað þessi átumein þjóðarinnar, og þeir eru ætíð við hendina til þess að bera í gegn þau lög sem búin eru til með því eina augnamiði að auka veg þeirra sjálfra, og fjölga kaununum á hinum vanheila líkama þjóðarinnar. í öllum okkar pólitisku bardög- um raða öll þessi einokunarfélög sér á aðra hliðina. Þau sjá um að þeir einir séu kosnir í hin opinberu emb- ætti landsins, sem eru algerlega eign þeirra. Þar af leiðandi er auðvelt fyrir þau að haf'a hald á ogjafnvel stjórna stjórninni sjálfri. Hversu hroðaleg villa var það ekki, þegar þingið slepti úr höndum sér þeim öflum sem nú er beitt misk- unarlaust á þjóðina í heild sinni, öíi um, sem nú er einungis stjórnað af sjálfselsku og fégirnd. Er mögulegt að fycirgefa aðra eins heimsku eins og þetta, þar sem þingið vissi, samkvæmt allri verald- arsögunni síðan nokkur mentunar skíma sást, hverjar afleiðingarnar myndu verða ? Sýnir ekki reynsla allra þjóða á öllum tlmum, að þeir sem hafa ráðið hreyflöflum viðskift- ar.na, hvort heldur það heflr verið stjórnin eða einstaklingar, hafa ætíð stjórnað viðskiftunum sjálfum ? Öll mannkynssagan sýnir einnig, að hve- nær og hvar sem ein stjórn hefir eigi haft þessi öfl á sínu valdi, þar hafa þau verið notuð til þess auka hags- muni fárra einstaklinga, og til þess á endanum að ná yfirráðum yfir stjórn- inni sjálfri. Forfeður vorir sem mynduðu grundvallarlög vor, sáu mjög skýrt hina yfirvofandi hættu, og þessvegna var það, að þeir með sinni f'orsjá og umhyggju útilokuðu öll einokunar- félög frá því að ná haldi á þeim öfl- um sem tilheyrðu hinu opinbera. Forfeður vorir sem mynduðu þetta fræga lýðveldi, álitu skaðlegt að nokkurt bankafélag hefði rétt til þess að gefa út peninga; og því sáu þeir svo um að stjórnin einungis skyldi hafa það vald. Eins voru þeir aðgætnir með að sjá um það, að alt sem studdi að greiðum samgöngum og viðskiftum manna á meðal, skyldi vera í höndum þess opinbera. Vita- skuld var þa tæplega um annað að tala en hinar vanalegu akbrautir á landi, og allar skipgengar ár og stöðu- vötn innan ríkisins. En ef það var nauðsynlegt þá, að almenningur gæti notið jafnréttis í þeim greinum, hversu mikið meira áríðandi er það ekki nú, þegar maður athugar hina stórkost- legu aukning allra viðskifta í öllum greinum. Hið sama sér maður ef mrður les ræður þeirra viðvíkjandi póstflutningum. Þeir álitu þá, eins og við álítum nú, að það væri lífs- spursmál fyrir þjóðina, að sú grein væri í höndum stjórnarinnar, svo að allir gætu notið sömu réttinda. Þær skyldur sem hvöttu forfeður vora til að sjá nm, að þessi sterku öfl væru í höndum þjóðarinnar sjálfrar eða umboðsmanna hennar, ætti að hvetja oss nú, sem helg skylda gagn vart meðbræðrum vorum, til þess að hrífa þessi öfl úr höndum einokunai' félaganna, og f'á þjóðinni þau í hend- ur. Það er arfur f'rá forfeðrum vor um sem hlýtur einhverntíuia að af- hendast þeim rétta erfingja. Látum 03S gera það nú þegar; með því eina móti getum vér ynt af höndum það verk, sem vér höfum með eiðstaf bundist til að gera. Um leið og vér gerum það, eyðileggjum vér lífþrnð allrar einokunar,—lífþráð, sem hefir skapað og margfaldað átumeinin á þjóðlíkama vorum, og sem nú er stærsta hættan sem vofir yfir lýðveld- inu. Hin þýðingarmikla spurning sem þjóðin verður að skera úr, er: hvort vér skulum hafa stjórn undir umsjón útlendra peningaprangara og einok- unarfélaga, stjórn sem litt eingöngu af einokun, með einoknn og fyrir ein- okun. Eða eigum við að koma aftur á fót kenninguin Jeffersons, svo að hreyfingaröfl viðskiftanna starfi und- ir umsjón hins opinbera, með jafn- rétti fyrir alla en engum sérstökum hlunnindum fyrir neinn, og að stjórn- in verði þá: af þjóðinni, með þjóð- inni og fyrir þjóðina. Látum oss gera þetta, og þá mun hvert einasta einokunarf'élag líða undir lok. Látum þetta verða gert, og þá verður jafnt tækifæri fyrir hvern einstakling og hverja atvinnu- grein. Látum þetta verða gert, og þá, en fyr ekki, sjáum vér stöðuga heilsusamlega framför í þjóðlífinu. hefði orðið í minni hluta í þessu máli, og kvað Laurier að hann ætl- aði að láta hinar ýmsu fylkisstjórnir tjalla með það mál á þann hátt sem þeim þætti bezt við eiga- Laurier hefir því hvorki sýnt það frjálslyndi né vitsmuni í þessu máli, sem æskilegt hefði verið af' manni í hans stöðu,. og óskandi væri að slíkar uppástungur sem hin ofan- nefnda gerðu sem sjaldnast vart við sig á þingum þessa lands. WjNNIPEGINGUR. ■ r Avarp. Sunnudags-blöðin. Mr. Charlton, einn af þingmönn- um á Ottawaþinginu, kom 24. f. m. fram með uppástungu um að banna sölu á öllura blöðum innan Canada- ríkis, sem prentuð væru á sunnudag. En þessí uppástunga var feld i þing- inu. Það virðist ekki vera mikið frjálslyndi í slíkri uppástungu. Ekki heldur sjáanlegt að það sé neitt fremur siðspillandi að lesa það blað, sem prentað er á sunnudag, heldur en þau blöð öll sem prentuð eru hina sex daga vikunna.rj Það er til fólk, sem er sv<* skringilega útbúið að vitsmunum, og siðferðis tilfinningu, að það álítur það glæp, sem ætti að reyna að fvrirbyggja með lögum, að lesa það blað, sem prentað er á sunnudag, en sett í stíl og að öðru leyti búið undir prentun á iaugar- dag. En þetta sama fólk skoðar það sem skaðlaust að lesa á mánu- dagsmorgun þau blöð sem eru stíl- sett og að öllu leyti búin til prentun ar á sunnudaginn, svo framarlega sem það sé dagsett á mánudaginn. Það hefir ásamt fleiru verið fundið sunnudagablöðunum til for- áttu, að þau héldu fólki frá að ganga til kyrkjn á sunnudögum, vegna þess að það kysi heldur að sitja heima við lestur þeirra, en að hlýða á prestana. En þessi viðbára er hinn Ijósasti og sterkasti vottur um óvinsældir og ónytjungsskap klerk- anna, hún sýnir svo vel á hve ógnar lágu stigi er aðdráttarafl kprkjunnar í heild sinni á hinn hugsandi og skynjandi hluta mannfélagsins, því það er sá hluti auðvitað, sem helzt les blöðin. En svo ber líka þess að gæta, að það fólk sem heldur sig frá kyrkjunni, til þess að lesa þau blöð, sem prentuð eru á sunnudagsmorgna muni mjög líklegt til þess að halda sér frá þeim, til þess að lesa blöðin, sem prentuð eru á laugardagskvöld- in, þó sunnudagsblöðin væru engin til. En hvd,ð sem þessu líður, þá er það ástæðulaus ágangur á réttindi fólks að ætla að neyða það til kyrkju göngu með lagaboðum. Hinn frjáls lyndi Sir Laurier var með þessari uppástungu Mr. Charltons. En varð í minnihluta, með 52 móti 93. Sir Charles Tupper,leiðtogi Conservatíva spurði þá Sir Laurier hvað hann ætl- aði nú að gera, þar sem stjórn hans Það hefii' dregist fyrir mér lengur en ég ætlaðist til að ávarpa fjósakarl Löítb. fyrir þvættinginn hans til mín 10. þ. m. og þótti mér þó lakara að svo fór. því mig lansaði. til að biðja sem Hesta að kynna sér greinarstúfinn í Lög bergi sem bezt, hafa hann ætíð í fersku minni, oíí halda honum á loftí sem ó- gleymanlegri fyrirmynd fyrir því hvernig fjósakarlar eigi að rita,hugsa og tala, þegar þeir hafa hugmynd um að sá sem þeir eiga í högai við. sé hvergi nærri. Auðvitað hafa margir sjálfsagt tekið eftir krabbagangi fjósa- karlsins. og svo hefir Mr, Walters sent honum kveðju guðs og sína á blaði. og er skarðið þannig að nokkru fylt, En góð vísa er aldrei of oft kveðin, og læt ég því þessi fáu orð fylgja því sem á undaner komið. Það mætti kanské nota það til skýringar við Lögberskan rithátt á dóinsdfcgi, eða sem texta við miðvikudagahugleiðingar á fjósloftinu. Það sem fyrst vekur athygli þegar rnaður les þessa ósegjanlegu Lögbergs grein, er fögnuður fjósakarlsins yfir burtför minni frá Hkr. Hann getur ekki beðið með að kunngera heiminum velþóknun sína þangað til getið er um bi'pytinguna i Hkr., heldur sezt hann strax niður, gerir þakkir og ikyrjar lof' sönginn og bænarkvakið, sem hljóðar eitthvað á þessa leið: “Dyrð sé mér og þakkir þér, Mr. Walters, að þú hefir sett þig svo þreklega á móti rithætti og aðgerðum ritstj. Hkr., að hann hefir farið frá starfi sínu, og á ekki aftur- kvæmt meðan þú setur þig ekki upp á móti minni hjartfólgnustu ósk. sem þú auðvitað gerir ekki, því Lögb. og ég elska þig út af lifinu, Og hér vetður fyr irmyndar sumkomulag framvegis, ef þú gleymjr ekki þewri dygð að lofa engum að tala nema mér. Mr Walters, láttu ekki h.... manninn koma einni línu í blaðið þitt framar. svo að ég hafi uú ótakmarkað tækifæri til að ’"bíta í hæl”. Sú list lætur mér bezt, og ég hefi alt af hlakkað til að fá að iðka hana í næði. I allan vetur hefi ég að mestu þagað, eins og allir vita, borið harm minn í hljóði og sint fjósaverkun- um með mest.u stillingu, því herjans maðurinn hefir veríð hér á næstu grös um albúinn. og Hkr. hefir aldrei verið líkleg til að sýna mér velvild fyr en nú. Og forsjóriin—þú mikla milda forsjón, þér sé lof oir þakkargjörð fyrir tækifæri það sem þú hefir nú gefið mér til að ,sýna hver maður ég er. Eg er að öllum jafnaði ekkí sterkur fyrir hjartanu en þegar ég sé verjulausan mann vex mér ásmegin, og hugrekkið nær þá svo al- gerðu va.di á mér, að ég úthelli hjarta inínu eins og ekkert væri. Ritstj. Hkr. hafði þá syndsamlegu skoðun, að sem flestir ættu að hafa málfrelsi, og sér- staklega væri þörf að gefa mönnum tækifæri til að verja sig. Fyrir þessa heimsku hafa guðirnir, fyrir bænir mín- ar. hefnt sín á honum, og gefið mér tækifæri sem ég hefi ásett mér að nota sjálfum mér tíl ævarandi heiðurs, og á gröf mína áskil ég, að á sínum tíma verði sett þessi réttvöldu orð : “Hann barðist við vopnlausa menn eins og hetja”. Eg hefisýntáJóni Ólafssyni og fleirum hvað ég get, og nú bið ég að Einar Ólafsson sé settur á sama bekk. Góði Mr. Walters. Á þér hefi eg ávalt haft velþóknun. Þú bregzt mér ekki nú þegar svona mikið liggur við, og mun ég þá sjá það við þig síðar. Guð sé oss næstur. Amen”. Eitthvað á þessa leið hljóðaði lof- söngurinn og bænarkvakið. En hér fór sem oftar, að hin brennheita löngun fjósamannsins hafði leitt hann á glap- stiga, og hann hafði að eins búið fáein augnablik í “fools Paradise”. Heimur- inn sneristað viku liðinni í sannarlegan táradal, því Mr. Walters hafði ekki heyrt kvakið nema með öðru eyranu, en með hinu heyrði hann rödd skyldu sinnar, og þó að hún lofaði ekki eins mikilli sælu í framtíðinni eins og lof- söngurinn, þá kaus hann heldur að fylgja henni, eins og við var að búast. Fjósamaðurinn hafði reiknað rangt. Walters gekst ekki upp við skjall hans, né heldur gat hann fallist á lastmælg- ina til mín. Hann gerði garminum þann óheilla grikk að tilkynna honum með nokkurnvegin beinum orðum, að ég hafi ekki að sínu áliti sagt, né leyft öðrum að segja of mikið eða meinlegt i Lögbergs garð né annara, og að hann liafi ekkert við það að athuga, sem sagt hefir verið. Við þessi orð Walters brunnu allar vonir bjálfans, og paradís- in hrundi til grunna. Hann hafði þó búizt við öðru, þar sem hann var búinn að e.yða hálfum öðrum ritstjórnardálki í skjall og skammir til okkar Walters, í þeim tilgangi að ófrægja mig, en koma KOSTABOÐ. Sendið strax 10 cents í silfri, og eg skal se-'ida ykkur rueð næsta pósti mjög fall- egan PRJÓN í hálsbindið ykkar. ís- lenzkur fáni, með náttúrlegurn litum, er á hverjum prjón. Þessir prjónar eru snildarverk. Það er ómögulegt að lýsa þeim fyllilega. Islendingar ætt að vera "stoltir” af að eiga og bera einn af þess- um prjónum. Sendið eftir einum. Ef þið eruð ekki ánægðir með þá. fáið þið borgunina tíl baka. Það er sanngjarnt. Tveir prjónar fyrir 15c. Eg vil fá agenta. J. LAKANDER. Maple Park, KaneCo., 111., U.S.A Exchange Hotel. ©12 st. Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK, Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá munið eftir því, að þið fáið hvergi betri aðbúnað að öllu íeyti, en hjá. H. RATHISURN, EXCHANGE HOTEL. 612 Itlain Str. Dr. N. J. Crowford PHYCICIAN AND SURGEON ..... 462 Main St., Winnipeg, Man. Office Hours from 2 to 6 p.m. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍND NÝJA 1 IL Fæði $1.00 á dag. 1. 718 Rain 8tr. Bruuswick Botel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús i bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. Lítið á eftirfylgjandi verðlista & hinni nafnfiægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, mmt i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar 16 potta fötur 90 cts. 14 potta fötur 75 “ 12 potta fötur 70 “ 14 “ “ með sigti $1.10 17 potta diskapönnur 90 ct. No. 9 þvatta Boilers $2.50 Nú á 67 cts. 55 “ 52 “ 78 “ 70 “ $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. National Hotel. Þar er staðurinn sern öllum ber saman um að sé hið ódýrasta ogþægilegastaog skemtilegasta gestgjafaliús í bænum. Fti'di ad ejns $1.00 a dag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.— Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavalier, X. Dak, PAT. JENNINGS, eigandi! Kaupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að íhuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta brauð sem búið er til i Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyd’s Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvern af keirurum. vorum og verzlið við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.