Heimskringla - 14.04.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.04.1898, Blaðsíða 2
2 HEIMS&KlNliLA, 14. APRIL 1S98 Verð blaðsins í Canada og Bandar. «1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað af kaupend- -m blaðsins hér) «1.00. Peningar seudist í P. O. Money Order Begistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með aíTöiium, B. F. Walters, Útgefandi. Office : Corner Princess & James. P.O. BOX 305 Rafmao-iis-kerrur. Bladið Chicago Inter Ocean seg- ir svo fiái “Rétt nýlega heflr Owen H. Fay keyrslufélag gert samning um að fá fimtíu rafurmagnskerrur, er skulu fullgerðar innan 20 daga. Og auk þessa hefir félag þetta lagt dríig fyrir öðrum rafurmagnskerrum af þrennslags stærðum, er það vill fá gerðar eins fijrttt og mögulegt er. Þessar sjálfkeyrslukerrur eru allar gerðar af Fisher Equipment Company eftir fyrirsögn Mr. G. E. Woods frá Chicago, sem hefir fundið upp sérstakan útbúnað til þeirra og fengið einkaleyfi fyrir, og hefir hann varið til uppgötvana þeirra fleiri árum, og fara sögur af því, að hann sé lengra kominn f list þessari en nokkur annar. Eru vélar hans þegar orðnar algengar bæði hér í landi og í Norðuráffunni, og eru það einkum einstakir menn, sem nota þær, en ekki almenningur. Kerrur þessar, sem Fay-félagið lætur gera sér, eru skrautlegar mjög og hefir maður einn G. U. Petri að nafni ráðið lögun þeirra. Hefir hann getað létt þessar almennu kerrur um 1400 pund. Hinar léttustu sjálf- keyrslukerrur, sem til eru, vega 4000 pund. En þessar kerrur, sem Petri hefir ráðið gerðinni á, vega, 2600 pund og þar fyrir innan og verða þó að öllu sterkari og traust- ari en hinar. Meðalverð á hverri einni verður $2400, og geta þær far- ið 12 míiar á klukkustundinni og haldið áfram um 40 mílur svo að ekki þarf að endurnýja rafurmagnið. Hvernig ætti nú vanalegur keyrsluhestur að geta farið í 40 mílna spretti 12 milur á hverjum klukkutíma. Ætti aumingja hestur- inn að l’ara að hugsa til þess, yrði hann annaðhvort að reka upp hrossa hlátur eða detta dauður niður. En það er ekki eingöngu hvað þol og úthald snertir og fiýtir, sein hestur- inn getur ekki jafnast við rafur- magnskerruna. Það verður miklu' meiri peningasparnaður við rafur- magnskerrur en he3ta. Það kostar hér um bil 60 cents á dag að fóðra keyrsluhest á heyi og höfrum. Og vanalega fer hann þetta um 25 míl- ur vegar á þessu fóðri. Hesturinn þarf að minsta kosti 8 klukkustunda hvíld, og getur hann þá unnið 16 klukkustundir á sólarhringnum. En oft er það, að mikið af þeim tíma gengur til þess að snúast eða standa á götuhornum og melta þessa 60 centa fæðu sína. En hreyíiafl rafur- magnskerrunnar eyðist eingöngu meðan hún er á ferðinni. Hún eyð- ir engu rafurmagni meðan hún er kyr. Og meðan hún er á ferðinni, segir Mr. Wood, að hún eyði ekki meiru en 1 cents virði á mílu hverri og tæplega það. Væri nú keyrt á kerrunni 25 mílur á dag, væri það 30 centa sparnaður í samanburði við hestfóðrið. En það er ekki hér með búið; rafurmagnskerrurnar þurfa engan svefn, og með því að skifta um vagnstjóra má keyra þær 24 klukku tíma á sólarhring hverjum, því að rafurmagnið má endurnýja meðan þær standa einhversstaðar við, þar sem bægt er að ná í rafurmagns- straum. Meðallengd þessara vagna á að verða 9 fet, og aftan á þeim er auk þess útbúningur til þess að binda á koffort og f'arangur. Hjólin verða af nýrri gerð, tréhjól, en ekki járn- hjól, með teygleðurhringum hörðum utanum hjólin. Jafnaðarlegur hraði þeirra verður 8 mílur á klukku- stundinni, en geta farið 75—100 mílur á dag hvenær sem vill. Alt til þessa hafa hestlausir vagnar ekki verið tíðir 1 Ceicago meðal almennings, og eru strætin þar þó svo jöfn og slétt,að þar kæmu þær auðsjáanlega að fylstum notum. Það er eitthvað hálft annað ár síðan farið var að brúka þær í New York. Var fyrst gerð tilraun með 12 raf- urmagnskerrur og reyndust þær vel og borguðu sig svo vel, að nú er búið að smíða þar hundrað nýjar kerrur fyrir almenning. Þess skal geta, að kerrur þessar eru alt önnur akfæri en rafurmagns- vagnarnir í Winnipeg, sem ganga á járnteinum undir járnreipi og flytur járnvírinn rafurmagnsstrauminn frá verksmiðjunni og í hjólaútbúnaðinn á vagninum. Þessar nýju kerrur ganga ekki á neinum járnteinum og ekki nndir neinum stálvír. Þær flytja með sér rafurmagn það sem þær þurfa til að hreyfa bjólin og geta farið nvar sem er þolanlegur vegur. Skyldi verða langt þangað til þær sjást hér f Winnipeg? Winni- peg ætti þó að vera borg fyrir þær. Það mætti jafnvel keyra þær út um allar sléttur, ofan til Selkirk oghvar sem hægt væri að endurnýja rafur- magnið eftir 40 mílna sprett. Bókar-fregn. Mag. phil. Carl Kuchler hefir sent Heimskringlu ritling nýjan eða réttara ritgerð úr blað'nu Monatschrift, og minnist hann þar 4 hinar yngri bókmentir íslendinga. og hvetur landa sína til að kynna sé*- þær og það sem þjóðverzkir menn hafi um þær skrifað, einkum Poeslion. HGetur hann þess í rithngi þessum, að það sé undarlegt hve ófróðir Danir séu um bókmentalíf Islendinga. þar sem háskólaprófessor einn, sem kunnað hafi þó íslenzka tungu, skuli hafa látið sér annað eins um munn fara og það, að “hinar fornu bókment r væru þær einu bókmentir sem Islendingar ættu”. “Og þó”, segir mag. Kuchler, “hafa alla þessa öld blómgast bókmentir 4 ís- landi og standa enn í blóma sínum, er jafnast geta í lýriskri skáldskaparlist við bókmentir hvaða þjóðar sem vera skal. Og enn þann dag í dag starfa á íslandi skáld þau sem þrátt fyrir jökul og gadd og langar heimskautanætur hafa aflað !sér svo léttra og fjörugra lífsskoðana. að ljóð og skáldverk þeirra eru sannkarlaðar perlur skáldskaparins og standa ekkert á baki hinum fegurstu skáldvorkum annara þjóða. Aðalhæfileiki þessarar aðalsþjóðar, segir Kuchler, aðsé á vígvelli bókment- anna, og segir hann að enpirhafieins kannast við það og Þjóðverjar. Telur hann svo upp helztu Þjóðverja, er ritað hafa um hinar yngri bókmentir íslend- inga. En fremstan þeirra allra telur hann I. C. Poestion, forstöðumann hins mikla bókasafns í Vínarborg, ágætlega fróðan mann og lærðan og íslands vin hinn mesta. Hefir Poestion nýlega gefið út lýs- ingu á íslenzkum skáldum hins yngri líma og þýðingar af skáldskap þeirra; kostar bókin 22,50 mörk bundinn og er 528 blaðsíður, i 6 köflum. Segir mag Kuchler snildarlegan frágang á bók þeirri og hvetur landa sína steiklega til að kynna sér hana. Því er miður að bók sú er nokkuð dýr fyrir landa þá sem þýzku lesa, en sannarlega væri það óskandi að menn viðurkendu hina óþreytandi elju þýzkra visindamanna í okkar garð, með því að fá sér bækur þeirra, og til stórrar prýði væru þvílík- ar bækur á hverju heimili. — Kúgildisbendu-kafteinninn seg- ir í síðasta Lögbergi að Mr. Greenway hafi ekki orðið Liberal á þann hátt sem ég skýrði nýlega frá í Heimskr. ’ef'tir grein í blaðinu Nor’-Wester). Þessu til staðfestingar segir hann að afturhaldsflokkurinn (á líklega að )ýða Conservative-flokkurinn) hafi haldið því fram á tímabilinu milli 1874 og78, aðtollarnir væru of lágir. En það sannar ekki að Greenway hafi ekki svikið fiokk sinn á hinn ódrengi- legasta hátt 1875. Það að Greenway hélt með Conservativa-flokknum og var einn af hinum öflugustu meðlim- um hans í gegnum þrennar kosning- ar, en snérist að eins þegar McKenzie- stjörnin komst til valda, er Ijós vott- ur þess, að það var ekki fyrir van- traust á tollmálastefnunni að Green- way kúventi. Og þessi pistill úr hinni pólitisku Júdasar-sögu Green- way’s er ómótmælanlegur, sögulegur sannleikur, sem hvorki Greenway sjálfur eða nokkur af leiguþjðnum hans geta undir nokkrum krirgum- stæðum hrakið. Sigtryggur Jónas- son má því naga þessa hnútu svo lengi sem honum endast tönnur til, —sagan stendur óhrakin eins fyrir þvl. — Á hinn bóginn þykir mér ekki ólíklegt, að kafteinninn kunni að snúast þegar Conservativar komast til valda hér í fylkinu eftir næstu kosningar. Það var hans pólitiska barnatrú, þangað til Green- way stakk upp í hann dúsunni forð- um. — Meira álít ég ekki þurfi að segja um þetta mál að sinni. Þetta ætti að geta orðið nóg efni í svo sem átta dálka langan skammaþvætting í næsta númeri mútublaðsins. B. L. Baldwinsor. Til ritstjóra Lögbergs. Þú gltfsar hvern í htrlinn sem ii6ra leið fer Og svu djarfur er Að rata lítsins hrautir dn þess þig h/nut elti. j. Ó. Ég sé það á síðustu tveimur blöð. um Lögbergs, að það heflr lekið frem- ur liðugt úr pennanum hjá ritstjóra þess, þegar hann samdi athugasemd- irnar við greinar þær sem ég ritaði í Heimskringlu 31. f. m. (undir nafn- inu “Winnipegingur”). Ég gekk ekki að þvf gruflandi, að greinar þessar mundu vekja eftir- tekt íslendinga hér vestra, bæði vegna þess, að þær snelrtu málefni sem varða almenning manna hér í Manitoba, og einnig fyrir það, að þær voru birtar í Heimskringlu. Það blað hefir að undanförnu átt lalsverð- um vinsældum að fagna hjá sjálf- stæðari hluta fólksins, sem ekki láta leiðast af' fortölum hinna keyptu stjórnmálaskúma. Eg hefi oft veitt, því eftirtekt, að fólk heflr felt s:g við og trúað því sem Heimskringla hefir sagt um opinber mál, án tillits til þess hver hafi skrifað það. Menn hafa fhugað m á 1 e f n i n og viljað hafa umræður um þau, en eins og eðlilegt er, fyrirlitið hina Lögbergsku aðferð, þá að bíta sífelt hundstönnum m e n n i n a sem ekki fylgja því í einu og öllu. Það var ekkert undarlegt þótt Lögberg veitti þessum greinum mín- um eftirtekt og yrði bumbult af þeim, en þó bjóst ég tæplega við því, að það mundi “spandéra” nær 8 dálk- um í tveimur blöðum til þess að kunngera fólkinu hver væri höfund- ur þeirra. En hitt fanst mér sann- gjarnara, að vonast eftir, að Líigberg mundi gefa almenningi þær upplýs- ingar um sjálft málef'nið, sem ég ósk- aði eftir í greininni um fylkisreikn- ingana. Ég þóttist eiga heimting á þessum upplýsingum, þar sem ég er einn af gjaldþegnum fylkisins, og legði þvf auðvitað minn skerf í mútu sjóðinn til þess að halda Lögbergi við. En þótt liðugt læki úr penna ritstjórans, þá hefir hann mjög litlar skýringar gefið, en bullar í þess stað um hitt og annað, sem ekki kemur málinu lifandi ögn við. Það væri máske réttast af mér, að ganga með fyrirlitningu fram hjá þessu axarskafta-ritsmíði, en ég get samt ekki stilt mig um, með leyfi yð- ar herra ritstjóri, að fara um það fá- um orðum. Ég mætti þá fyrst taka það fram, að athugasemdir Lögbergs við grein- arnar, virðast vera gerðar meira í þeim tilgangi að geta komið að sam- safni af dónalegum dylgjum, glæp- samlegum getsökum og lognum stað- hæfingum, heldur en til að gefa nokkrar skýringar. Enda mun blað- ið ekki betur fært að verja smánar- aðferð stjórnarinnar, heldur en hún sjálf. Hugmynd ritsj. Lögb. hefir auðsjáanlega verið sú, að draga, ef mögulegt væri athygli manna frá því sem er aðalmergur málsins, sem er það, að Greenwaystjórnin hefir altaf verið og er gersamlega óþolandi fyr- ir afglöp og eyðslusemi, og hún hefir ætíð og æfinlega haldið sér við völd- in með mútugjöfum og alls konar ósæmilegu pólitisku bralli. Eitt af þessu er dúsan til Lög- bergs, sem nú, síðan 1890, er orðin HÁTT Á NÍUNDA DÓSUND DOLLARS, án allra aukabitlinga. Og svo er mútan til Guðna Thor- steinssonar á Gimli, sem nú er komið á annað þúsund dollars, fyrir alls ekkert annað en það, að vera fylgi- spakur við stjórnina og beit ölluro brögðum og klækjum til að uivega henni atkvæði við kosningar. Eða þar sem sýnt er í fylkis- reikningunum fyrir 1895, að Magnús Paulson hefir fengið $375.00 fyrir að innheimta fargjöld hjá íslendingum. En hvergi sést stafur fyrir því í reikningunum, að einn einasti dollar hafi verið innheimtur af þessum far- gji'ildum. Ef hér er ekki um þjófnað að ræða, þá skil ég ekki merking þess orðs, þar sem nær $400.00 eru borg- aðir út fyrir alls ekki neitt. Sigurður Christopherson fékk nær $60.00 þetta sama ár, fyrir far- gjaldainnheimtu, og annað ár fékk hann um $700.00 fyrir sama starfa. En hér er alveg sama tilfellið einsog með Magnús, því ekki sést á reikn- ingunuin að einn einasti dollar af þessu fargjaldafé hafi runnið inn f fylkissjóð. Það er því eitt af þrennu: að ekkert hefir verið innheimi, eða að innheimtumennirnir hafa eklsi skilað peningunum, eða þá í þriðja lagi að stjórnin hefir stungið þeim í sinn vasa. En um þetta og þvílfkt hefir Lögberg ekkert að segja,—getur ekkert sagt. Það treystist líklega ekki til að Ijúga, svo að nokkur trúi, stjórninni til málsbóta í þessu atriði, og telur því þann kost vænstan, að þegja. Þegar menn finna svona glæp- samlega fjárglæfra í sambandi við þá fáu íslendinga sem eru í fylkinu, þá má geta nærri hve stórkostlegur þjófnaður muni vera framin til þess að kaupa áhangendur fyrir stjórn- ina á meðul hinna enskumælandi manna. Annar sannleikur, sem felst í grein miinni var það, að Lögberg hefði ekkí getað verið til síðan 1890, ef það hefði ekki lifað að miklu leyti á mútufé frá stjórninni. Það hefir aldrei verið vinsælt blað, en eftir því sem árin fjölga fara vinsældirn- ar minkandi og áhrifin þverrandi, því sem von er hetír fólkið andstygð á og fyririítur þessar sífeldu skamm- ir, mannlast og níð, sem Lögberg flytur meira og minna af í hverri einustu viku, og þó einkum síðan hinn núverandi og als óhæfl ritstjóri þess flæktist í sitstjórasætíð. Til fróðleiks mætti hér setja töflu sem sýnir bæði hvað há Lög- bergsmútan er nú orðin, og hvernig hún fer sífelt hækkandi, eftir því sem x’insældir blaðsins þverra. Upp hæðirnar eru þessar: 1890 fékk Lögberg.. .$ 100,00 1891 „ „...... 200,00 2892 „ ... 800,00 1893 „ „......1510,05 1894 „ ... 1400,00 1895 „ ... 1808,00 1896 (9 mánaða múta) 1050,50 1897 „ ... 1559,60 Als á 8 árum $8428,75 Þetta fyrir utan alla smábitlinga, svo sem prentun kosningalista o. fi. Af þessari skýrslu má meðal annars sjá það, að þrátt fyrir hinar dæmalausu skammir og níð, sem rit- stjóri Lögbergs hetír ausið yfir Jón Ólafsson, þá hefir þó blaðið átt mest- um vinsældum að fagna og lifað án mútugjafa af opinberu fé á meðan hann (Jón) var ritstjóri þess. En síðan hefir þetta mútu-lyga- og mannlasts málgagn stöðugt verið ó- sjálfbjarga, og ómagameðlagið stöð- ugt farið hækkandi ár frá ári. í athugasemdagrein sinni segir ritstj. Lögbergs: “í vorum augum á fylkisstjórnin þakkir skilið fyrir það, að veita Islendingum tiltöluleg- an skerf af atvinnu þeirri, sem hún hettr umráð yfir’. Og það er enginn að neita þessu, og Heimskringla hef- ir aldrei haft á móti því að Islend- ingar hér í landi ættu heimtíngu á þessu. En það hefir haldið því fram, og heldur því fram enn þá, að það sé óráðvandlega farið með fé al- mennings, að ausa árlega þúsundum dollara i örf'áa menn, sem als ekkert vinna fyrir því sem þeir fá, eins og sýnt hefir verið hér að framan. Eða heldur Lögberg að það mundi lengi sitja að mútusjóðspottinum, ef tillag þess væri komið undir vilja óg at- kvæðum kjósenda í fylkinu? • Eða þá hitt, að kasta þúsundum dollara af fylkisfé til manns eins og Guðna á Gimli, og kalla það lög- reglustjóralaun!! I þorpi eins og Gimli, þar sem er engin bæjarstjórn, og þar sem menn eru svo friðsamir, að þar koma aldrei fyrir mál sem ekki sé hægt að útkljá af friðdómur- um þeim sem eru í sveitinni, að und anteknum þeim málum, sem Guðni sjálf'ur er verjandi í; þar sem aldrei er framin nokkur glæpur, nema ef telja skyldi það, er Guðni sjálfur fyrir nokkrum árum síðan barði einn af kjósendum þar fyrir það, að hann vildi ekki greiða atkv. með kandidat Greenwaystjórnarinnar, Sigtryggi Jónassyni! Þeir útgjaldalíðir, sem hér að framan eru taldir, eru þannig lagað- ir, að það er ómögulegt að verja þá með nokkrum rökum eða sanngirni. Og því er það svo afarnauðsynlegt fyrir Lögberg að reyna að telja fólki trú um, að allir þeir sem skritt í Heimskringlu, og ekki fylgi þess eigin pólitisku tröllatrú, séu ýmist heimskir, óupplýstir eða blátt áfram lygarar, og stundum alt þetta til samans. Það notar æfinlega það þrotaráð, að ráðast á mennina með atyrðum og ósvíf'ni, í stað þess að ræða málef'nin. Og svo hælist rit- stjórinn af þessari sómalegu aðferð og þykist góður af! En vitaskuld sakar þetta ekki hið minsta þessa menn sem fyrir skömmunum verða, því Islendingar, bæði austan hafs og vestan, þekkja Heimskringlumenn rétt eins vel og Lögberginga, og vita vel að þeir eru að minsta kosti f'ult eins heiðarlegir, greindir og sannorðir menn, Rit- stjóri Lögbergs hefir því, að makleg- leikum, sjálfur mesta óvirðing af öllu mannlastinu og níðinu. Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um þvættinginn hjá ritstjóra Lögbergs um tilgang minn með þess um greinum í Hkr. Það er fjar- sræða ein og heimska að reyna að koma þeirri skoðun inn hjá almenn- ingi, að ekki megi birta neitt úr fylkisreikningunum. Þeir eru opin- berar skýrslur um hag fylkisins og ráðsmensku stjórnarinnar og varða meira og minna hvern einasta fylkis búa, og því rétt og sjálfsagt fyrir blöðin eða einstaka menn að gera athugasemdir við það er þeim þykir aflaga fara, Svo er það líka hreinn óþarfl fyrir Sigtrygg Jónasson að viðhafa nokkrar lygadylgjur um það, að hann fiafi hjálpað méi til að ná um- boðsstöðu þeirri, er ég hafði hjá Do- minionstjórninni; hans hjálpar þurfti þar ekki við. — Og sama má segja um dylgjurnar um fangelsisvist fyr- ir kosninga glæpi. Eg hefi aldrei framið nein afglöp í þeim kosning- um, sem ég hefi verið viðriðinn, og lýsi því þann áburð hjá níðhögg Lög- bergs tilhæfulausa lygi. Ég er fyllilega fús til að kann ast við alt það er Sigtryggur Jónas- son eða aðrir gera mér til hagsmuna og ætíð reiðubúinn til að meta slíkt sem verðugt er. En ég er jafn ein- beittur í því að láta hvorki hann né aðra komast upp með það orðalaust, að táldraga almenning með lognum níðsögum um Conservatívaflokkinn eða einstaka meðlimi hans, jafnvel þó honum sé borgað fyrir það af Greenwaystjórninni. Ég læt svo þetta nægja að sinni en síðar kann ég að flnna þá klíku- snápa að tnáli, eftir því sem þörf gerist. B. L. Baldwinson, 3000 pör DANSKRA ULLARKAMBA [Merktir J. L] Við ábyrttjumst þá. Sendir til ykkar fyrir 81.00. Skrifið til Alfred Andresen & Co. Western Importers, 1302 Wash Ave. So. Minneapolis, Minn. eða til <w. 8iw»n»on, 131 HigRÍn St., Winnipeg, Man EDMUND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Rian Block, 492 Main Street, WlNNIPEG. B. G. SKULASON ATTORNEY AT LAW. SKRIFSTOFA í BF.ARE BLOCK. <)}ran«l Forks, N. I>. VIL FA tvo íslendinga vana við að fletja lax, til þess að fara til New Brunswick. Skrif- ið mér til og segið hvaða kaupgiald þið viljið fá o. s. frv. Upplýsingar fást einnig á skrifstofu Heimskringlu. Joseph Carman, P. 0. Box 1014. WINNIPEG, MAN. \ Photo= {graphs \ ) Á Það er enginn efi 4 því að j \ vér getum gert yður á- . nægða bæði hvað snertir \ V verðið og verkið. f f PARKIN ' ,«*r f $ 490 Hain St. é Exchangs Hotel. ©12 IMI-A-XJSr ST. Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK, Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá munið eftir því, að þið fáið hvergi betri aöbúnað að öllu leyti, en hjá. II. RATHIStlKX, EXCHANGE HOTEL. (i12 iTflnin Str. Dr. N. J. Crowford PHYCICIAN AND SURGEON ..... 462 Main St.. Winnipeg, Man. Office Hours from 2 to 6 p.m. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA 718 iMain Str. Fæði 81.00 á dag. Bninsffick Hotcl, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús f bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. Lítið 4 eftlrfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEHiINER, mmmu "* i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfnr og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasarnlógri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 " 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 " “ með sigti 81.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers 82.50 81.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegastaog skemtilegasta gestgjafahás í bænum. Fa'ili a«l einm 81.60 a <lag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.— Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavalier, W. l>ak. PAT. JENNINGS, eigandi. Kaupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að íhuga nú. þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta brauð seiri búið er til í Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyd’s Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kaflið á einhvern af keirurum vorum og verzlid við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.