Heimskringla - 14.04.1898, Page 4

Heimskringla - 14.04.1898, Page 4
HEIMSKRINGLA, 14 APRIL 1898. * 4 4 4 4 4 • 4 4 4 4 4 4 4 t 4 4 4 4 4 4 4 « 4 4 4 4 4 4 4 $10 Fatnadir. Vér höfum sérstakar byrgðir af $10.00 fötum. Þau eru vel gerð, úr góðu efni, og klæða hvern mann ágætlega. Þú kannske borgar $12—$15 annarstaðar fyrir mikið lakari föt. Ef þú vilt klæða þig vel fyrir litla peninga, þá komdu til The Commonwealth. Hoover & Co. Comor .M/iiii Str. t'ity llull Sqnare. i-............. Winnipeg,í Hr. Magnús Jónsson frá Glenboro heimsótti oss núna í vikunni. Hann dvaidi nokkra daga hér í bænum. í fyrri viku heimsótti oss hr. Gísli M. Blöndal frá Brú, Man. Bjóst hann við að dvelja hér nokkurn tíma. Hr. Thorlákur Thorláksson kom úr Dakotaferð sinni á laugardaginn. Ho%- um leist vel á sig fyrir sunnan, og lét mjög vel yfir viðtektunum. Þeir herrar Sæmundur Sæmundson «Og Halldór Austmann, frá Hallson, N. D., komu til bæjarins á föstudaginn Þeir dvelja hér um tíma. Skóla-aukalögin voru samþykt hér & þriðjudaginn með 416 atkv. á móti 65. Hefir þá skólanefndin fult vald til að taka til láns $100.000 til skólabygginga. Hinn 6. þ.m. gaf séra M. J. Skaptj,- son saman í hjónaband Mr. Stefán And- erson og Miss Arnfríði Jónsdóttir. — Heimskringla óskar ungu hjónunum til lukku. Jón Magnússon lést á heimili tengda- sonar síns, Magnúsar Paulsonar, á fimtudaginn var. Nýrnaveiki er sagt að hafi verið banamein hans. Hann var 67 ára að aldri. Sérstök járnbrautarlest fór hér um á sunnudaginn var með nokkur hundr- uð Kinverja. Þeir voru á leið til New York, Baltimore, Boston og Bermuda- eyjanna. Hr. Runólfur Sigurðson frá Hamil- ton, N. D., kom til bæjarins í vikunni sem leið með konu sína. Hann er að leita henni lækninga og munu þau dvelja hér nokkurn tíma. , Sam Brandson, frá Kalmar P. O., Ont., á bréf á skrifstofu Hkr. Annaðkvöld á Heklu-fundi fiytur hr. Jón Kjærnested tölu, um að hafa mætur á bindindisstarfinu, en hr. Wm. Anderson spilar á fíólín alveg spánýtt lag um Klondike, og er búist við fjörug- um fundi. . Nýdáinn er að heimili sínu í Lin- coln County, Minn., Gottskalk Þorkels- son, 60 ára gamall Hann fiutti þangað árið 1883 og hefir verið þar síðan. Hann var kvæntur og áttí 3 börn, sem öll eru á lífi. Um síðustu helgi byrjaði sáning al- ment hjá löndum vorum í Norður Dak- ota. Þeir hafa haft nægan tíma til að koma ökrum sínum i ágætt lag, því snjór var svo sem enginn og akrar því orðnir þurrir fyrir löngu. Erkibyskup Langevin, og tveir byskupar úr Norðvesturlandinu, lögðu af staðMðan á mánudaginn til Parisar á Fra^^^kdi. Þeir ætla að mæta á mikilsi^^um.fundi sem haldinn verður þar í sumar. Á miðvikud8gskvöldið 20. þ. m. ætla nokkrir ungir menn að kveðja veturinn raeð dansleik á North-West Hall, og vonast þeir eftir að þeir sem boðsbréf hafa fengið, geri sér þá ánægju að koma, Hið velþekta Wigsons Stringband spilar fyrir dansinum. Ekki nennum vér að vera að jagast við ritstj. Lögbergs um “skóleðrið.” En hann er furðu sannspár þar sem hann getur til að Heimskringla yerði gerð “upptæk” af almenningi. Hún er það nú þegar, því alt það sem út er komið af þessum árgangi blaðsins. hefir verið “gert upptækt” af nýjum kaup- endum, sem hafa kepst um það að ná í það sem til var af upplaginu. Hra, Jón Markússon á áríðandi bréf á skrifstofu Hkr, íslands-blöð og bréf bárust oss í fyrradag. Helztu fréttir “að heiman” höfum vér tekið upp í þetta blað Hkr. Einnig barst oss ofurlítill bæklingur, sem heitir “Ársrit hins íslenzka garð- yrkjufélags.” Það höndlar um garð- yrkju, trjárækt, blómrækt o. fl. Föstudaginn 22. þ. m, verður ókeyp- is samkoma í Unity Hall. Verður þar meðal annars ljómandi myndasýning af hinum markverðustu náttúruundrum og mannvirkjum heimsins, söngur og hljóðfærasláttur. Boðsgestum verða sendir aðgöngumiðar í næstu yiku. G. P. Thordarson bakari er að inn- rétta hjá sér fallegan og rúmgóðan “Icecream Parlor” og ætlar að opna hann í byrjun næsta mánaðar fyrir unga fólkið í vesturhluta bæjarins. Hann vonar að íslendingar sýni sér þann velvilja að ganga ekki fram hjá, heldur jafnvel taki á sig krók, til að reyna það sem hann hefir á boðstólum, sem síðar verður auglýst. Doktor Crawford. hér í bænum- sem mörgum íslendingum er að góðu kunnur, hélt af stað til Bandaríkjanna um helgina. Hann ætlar sér að heim- sækja helztu spítalana í austurríkjun- um og kynna sér alt það nýjasta og fullkomnasta í uppskurðarfræðinni, og svo hvað annað sem snertir læknis- störfin. Hér um morguninn kysti Samúel í Brakanda Unu sína eins og liann var vanur. Una þaut upp með andfælum og sagði : “Þú lætur þetta ófétis tóbak hrapa í augun á mér, sem ætlar að gera mig blinda ; þér væri eins gott að kaupa dósirnar með speglinum í lokinu af hon- um manni þarna á Híggin Stræti, sem selur aðfluttu vörurnar, þá sæirðu sjálf- ur hve kyssilegur þú ert.” “Uss, vektu ekki krakkann. Ég keypti tóbakíð af honum, og það er hið bezta sem ég hefi fengið hér, enda nýkomið að heiman ; dósirnar gleymdi ég að kaupa. en ég skal gera það við fyrsta tækifæri.” Þeir af lesendum vorum sem búa í vesturhlutanum af Pembina County, eru eflaust vonbetri nú en þeir hafa nokkurntíma áður verið, um að þeira hepnist að draga úr ^reipum Pembina- búa það hnoss sem þeir svo lengi hafa kept um, nefnilega byggingar hius opin- bera, sem nú standa í Pembina og hafa staðið þar frá því að fyrst myndaðist nokkur stjórn í héraðinu. Það er alt útlit fyrir að vesturhluti héraðsins verði sigursæll i þett sinn, og nái samþjkki fjöldans til þess að byggja nýtt og hæf- ara aðsetur fyrir hina opinberu starfs- menn sína, i Cavalier. Það er ómögu- legt með nokkurri sanngirni að álasa Cavalierbúum, eða hinum öðrum sem standa fyrir þessari hreyfingu. þó að þeir vilji sjá höfuðstað héraðsins nær miðpunkti þess en nú á sér stað. Og það er jafnómögulegt að neita því, að Cavalierbær er einmitt hinn rétti mið- punktur. Nú sjáum vér af blöðunum að sunnan, að fundur hefir veriðhaldinn í Bathgate til að ræða um þetta málefni. Komu þar saman um 143 sendimenn frá ýmsum bæjum og kjördeildum í Pem- bina County. Kom þar ótvíræðlega í ljós það álit, að Cavalier væri hentug- asti staðurinn, og að hinir aðrir smábæ- ir væru viljugir að veita sitt liðsinni, til þess ef ske mætti, að vilji meirihlutans fengi óhindrað að ráða í þessu málefni I mimmfimmmmmmmmmmwzg C4— Cw á 3 tc d 0 á iC O Cl, • O D« æ* 3 1 *3 & • bD . * O CD -w C * ö -i-j J) 4—* > tí 3 u u *o * 0 & * tM CQ 2 * G • C Oð cæ tí • -w 8 0 c3 m > y/ t- r— fc-H O tc c — A r S £ ■2 3 8. bp iO iO c5 (•H f6 © > «S 52.fr O 1 s3 cc s vO 2 'ð 3 ’3 .h .= U m s vO m tO © g 4-3 k> Os SkS t>c® tt> UU > ◄ Maple Leaf Conservatívarnir néldu fund á miðvikudagskvöldið 7. Apríl í klúbb sínum. Ræðumenn fyrir kvöld- ið voru þeir Geo. Leary, forseti klúbbs- ins, og F. H. Turnock. einn af ritstjór- um Nor’-Westers. Báðir fluttu langt erindi og snjalt. Mr. Leary talaði um fínanzfræði Greenwaystjórnarinnar, en Mr. Turnock um fínanzfræði Dominion stjórnarinnar. Það hefði verið æski- legt fyrir suma þá Liberölu að heyra þessar ræður; þeir hefðu getað fræðzt töluvert. ÞETTA HORN VERÐUR HREIÐUR FYRIR * =.= * The Red Bird FYRIR ARID 1898. Blaðið Nor’-Wester getur þess, að Mr. W. McCreary, innflutningaum- sjónarmaður stjórnarinnar, hafi fengið bréf frá Mr, W. H. Paulson, emigranta- agent stjórnarinnar á Islandi, og sem nú er staddur á Sauðárkrók. Hann gerir ráð fyrir í bréfi sínu, að fleiri landar sinir flytji hingað í sumar en nokkru sinni áður. Fyrsta hópinn kemur hann með í Júlí. Ef fargjald væri lægra flyttu þúsundir vestur. — Ekki þorum vér að staðhæfa að þessi frétt sé rétt. Oss þykir nokkuð ótrú- legt um fjölda emigranta. The G00LD B/CYCLE C0NPANY, 484 MAIN STREET. FRED B. SniTH, Manager. Storkostleg Kjorkaup Ef þú þarfnast meðala til að hreinsa blóöið, þá gerir þú vel í að fá þér 50 cts virði til reynslu af OUR NATIVE HERBS; það endist í 60 daga; $1,25 virði 1 200 daga. Það er hægt að fá fjölda vottorða. ef þess gerðist þörf, er hafa brúkað það stöðugt í fleiri mán- uði. Þeir segja það bæti meltingnna, lækni nýrun, gefi góða lyst og góðar hægðir, sé gott fyrir lifrina og í stöku tilfellum læknar það gigt. Þetta fólk sem þessi vottorðgefa, eru velþektir Is- lendingar hér í bænum, og má því ó- hætt trúa orðum þeirra. — Gerið sem yður likar bezt. — Miklar birgöir ný- komnar. Aðalumboðsmenn: J. Th. JÓHANNESSON. Gunnlaugur Helgason. The BLUE ST0RE, Merki: Blá stjarna. Æafis“Sðinýr’ 434 Hain Str. YIÐ þrotaverzlunar-sölu, sem haldin var í Montreal á hinum stórkost- legu vörubyrgðum J. II. Blumenthal & Co., sem sjálfsagt voru hinir stærstu klæðasölumenn í Canada, var THE BLUE STORE svo heppin að ná í ákaflegár byrgðtr af vörum fyrir að eins 47i cent dollars virðið. Það hafa víst allir séð hrúguna af kössunum sem kom til vor núna í vikunni og sem allir voru fullir af fatnaði. Ef nokkur efast um þetta, þá komi hann einungis inn í búðina svo við getum sannfært hann. Þessar vörur hljótum vér að selja strax, fyrir peninga, þar af leið- andi fáið þið stórkostleg kjörkaup á eftirfylgjandi vörum. 700 Ross Ave., Winnipeg. Unglingspiltur ekki yngri en 16 ára, sem er skarpur og vandaður og fær til að hirða gripi úti og inni, getur fengið vinnu hjá K. Valgarðsson, 236 McGee Str., Winnipeg. Stærsta Billiard Hall í Norð vestrlandinu. Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”- borð. Allskonar vín og vindlar. I.ennon <A Helili, Eigendur. AUGLYSING. Winnipeg, 24. Marz 1898. A. R. McNichol, Manager. Mutual Reserve Fund Life Ass. Kæri herra. Hér með viðurkenn- ist að Chr Ólafsson. Winnipeg. hefir af- hent mér $2000 frá félagi yðar. sem er fullnaðarborgun á lífsábyrgðarskýrteini —113098,sem maðurinn minn sál. Bjarni Árnason frá Pembina hafði frá félaginn. $200 af upphæðinni var mér borgað fá- uin dögum eftir andlát. hans samkvæmt beiðni minni. og nú í dag $1800. nokkr- um vikum áður en nokkuð af upphæð- inni féll i gjalddaga, samkvæmt lífs- ábyrgðar skýiteininu og lögum fél. Gerið svo vel að færa stjórn félags ins og félaginu i heild sinni kærar þakk- ir fyrir um.vrðalaus og áreiðanleg skil á fé þessn. Svo óska ég félaginu góðs gengis í framtíðinni eins og að undan- förnu. Yðar einlæg. ÁSTA S ÁRNÁSON. P. S. Ef Bjarni heitin Árnason bafði tr.ygt líf sitt i “Old System Com- pany” og borgað sömu upphæð í premí- urn eins og hann borg*ði Mutual Re- serve. þá hpfðu erfingja-i hans ginnngis f°ngið $1038.00. í staðinn fvrir $2000. Ágóðinn af þvi að vera í Mutual Re- serve er þá $962.00. Vilj 1, nú skynsamir menn borga $200 fyrir hlut sem hægt er að fá fyrir $100 ? Barnaföt í þúsundatali, ágætís efni, vel tilbúin. Drenafjaföt í þúsundatali, bezta efni. bezti frágangur. Unglingaföt í þúsundatali, • beztu tweeds. ágætt snið. Karlmannaíöt í þúsundatali, með öllum litum, óviðjafnanlegt verð. Karlmannbuxur í þúsundatali. með öllum sniðum, af öllum stærðum. Unglingabuxur í þúsundatali, ljómandifallegar og velgerðar. Drengjabuxur í þúsundatali, ómögulegt að fá betr kaup í borginni. Hvítar skyrtur í þúsundatali, 25c. og yfir. Mislitar “ “ 50c. og yfir. Beztu og stærstu byrgðir af regnkápum, $5,00 og yfir. Pantanir með pósti afgreiddar fljótt og vel. Munið eftir Merki: BLA STJARNA 434 niain Str. A- CHEVRIER- # # # § f # # # # # # # Vorvarningur Vér höfum rétt nýlega keypt feikna-byrgðir af Ijómandi vor og sumar fatnaði af öllum sortum Hatta ! Hattar! Þvílíkir Ijómandi hattar ! Þeir fást hvergi betri Fáið ykkur einn meðan nóg er til að velja úr. D. W. 504 Main Street Beint á móti Brunswlck Hotel. N. B. Hr. Jón Stefánsson vinnur í búðinni. ######################### # f f # # # # # # # # # # — 74 — lengi við okknr, ef við tökum hraustlega á móti þeim. Áhugi þeirra hlýtur að beinast að því, að komast héðari sem fyrst, áður en hinn væntan- legi herflokkur kemur hingað frá Vladiostok”. “Uppreístarmennirnir eiga ekki von á her- skipinu hingað fyrr en eftir viku”. svaraði Ivor. “Þá finna þeir það bráðlega að þeir fara vill- ir vegar í áætlunum sinum”, svaraði kafteinn- inn. “Ég er að vona að við getum varizt þeim þangað til skipið kemst hingað. Það getur átt sér stað að þeir hafi ekki einusinni tima til að ráðast á okkur. Þeir geta rænt svo yíða og það láta þeir sjálfsagt sitja i fyrirrúmi. Ég held við gerðum réttara i að sofna meðan tækifæri er til þess. Að eins hafa vörð. Það er nú meira en miðnætti. Eg ætla samt fyrst að koma upp í íurninn og sjá hvernig umhorfs er”. Ivor bað um leyfi að mega fylgja honum, og honum til stórrar undrunar, fékk haun leyfi til þess. Einir sex fóru með kafteini Koniaroff upp í turninn og eftir mjóum stiga, sem stóð hér um billóðréttur upp á öðru lofti. Turnheibergið var tæplega nógu stórt. en það hafði átta fer- hyrnda glugca. Útsýni bæjarins var samt slæmt þaðan. Strætisljósin báru daufa birtu. Það var engum efa bundið, að eitthvað stórkost. legt var í vændum. Engin skot, ekkerc brothljóð i gltiggum -eða neinu var hægt að heyra. Það eina sem hægt var að heyra í næturkyrðinni var vein og stunur dey-jandi manna og særðra, og ó- teljandi fótatök einhverra i snjónum. Gang- hljóðið færðist nær og nær. samtalshljómur varð skýrari og skýrari. Illþýðin voru á ferð á aðal- — 79 - an úr húsinu fylgt á eftir þeirri fyrstu, og afleið- ingarnar voru hræðilegar. Sakamennirnir hopuðu aftur á bak fjTrir blý- regninu, og vamarmenn hússins notuðu sér það tækifæri, og veltu þungri eikarblökk fyrir brotna gluggann og festu hana með ýmsum hús- gögnum, og færðu sig síðan til hliðar, þegar ó- vinirntr ískutu nú fyrst á gluggann. Hundrað skot riðu af í einu, og æðimargar kúlur komust inn úr og grófu sig inn í vegg’nn andspænis glugganum. Einn Kósakki. sem hafði verið svo óvarkár að ganga Pþvert yfir salinn, fékk kúlu í gegn um höfuðið, og var dauður á sama augna- bliki. Það var enginn tími i afgangi til að sýna þessum atburði sorgartáku eða hluttöku. Líkið var óðara flutt í afturenda hússins og þakið með voðum. , Skothríðin hætti, og sakamennirnir reyndu að brjóta niður það sem hinir höfðu sett fyrir gluggann að innan. En þeir hættu fljótt við það verk, því að kafteinn Komaroff skipaði sín- um raönnum að skjóta gegnum dálitla rifu sem þeir höfðu náð á gluggann, og þeir er voru við þetta verk, fengu skjóta aftekningu. Það var töluvert uppihald. Þeir sem inni voru notuðu sér það vel, og hlóðu nú fyrir gfuggann ýmsUm húsmunum, sem voru í næstu herbergjum. Það var áreiðanlegt að þeir máttu ekki eyða löngum tíma til þess. -Sakamennirnir gáfu nú alt athygli að öðrUm gluggn og byrjuðii þar nú áhlaupið seni vitstola menn, með baidagasleggjunni. Þeir sýndust ekki vei aá því að hætta áhlaupinu, þrátt fjrir — 78 — “Við meirum vera handvissir um, að vér þurfum að sýna eldheita vörn í nokkrar minút- ur. Þrælmennin hafa losað upp stólpann úr grísku kapellunni og ætla að nota hann sem bar- dagasleggju á húsið. Veggir þess muuu tæplega standast það. . e 7. KAFLI. Tilgáta kafteins Komaroffs sannaðist rétt að vera. Orðin voru tæplega komin út yfir varir hans, þegai þeír voru búnir að koma Istólpanum fyrir og róluðu honum á hlið hússins í sífellu. Og þó viðirnir í húsinu væru sverir, þá gengu þeir til og sprungu undir slíkum heljar höggum. Oaldarlíðurinn grenjaði siguróp, og þrengdi sér sem fastast upp að húsinu. Brothljóð ! Einn gluggahlerinn gaf eftir og féll niður, um leið og hann braut rúðurnar í gluggauum. Út um gluggann sáu þeir glampa á villihjörðina og vopn hennar, sem fylti upp öll nærliggjandi “stræti. Skipan kafteiris Komaroffs hljómaði skýrt í gecn um húsið. “Skjótið !” Sextán riflar sendu morðkúlur sinar í gegn um brotna gluggann. Og áður en skothljómurinn og lofttitringurinn var endaður, heyrðust óp rog angistarvein alt i kring í nætnrloftinu. Dauðir og deyjandi menn láu í kösum fram- an við húsið, því óðara hafði önnur skothríð inn- — 75 — strætinu beint á móti landstjórahúsinu. Það glitti óglögt í þyrpinguna, -sem ruddist fram á við. Eggjunarhróp foringjanna yfirgnæfðu nú greinilega allan gauraganginn. "Drepum kaft- eininn!” hrópaði annar þeirra. "Já, drepum kafteininn og landstjórann lika !” svaraði hinn. “Við finnum báða fuglana i sama hreiðrinu”. Aðrir hrópuðu: "Hefnd, hefnd! Drepum sveitarforingja Riskin ! Drepum Komaroff! Drepum landstjórann ! Munum eftir öllu því ranglæti sem þeir hafa gert okkur, þessir mann- níðingar !” Hamslausir af reiði og ærðir af áhrifum vínsins, hertnþeirnú gönruna. Alt í einu kom þessi voðasægur fram í ljósbirtuna, sem var í fimtíu feta fjarlægð frá húsi kafteinsins. En sú ógnþru ngna sjón og læti! Þeir sýndust útlits sem bjúpklæddar vofur, sem væru nýstignar upp úr kyrkjugarði. Hjúpurinn var næturhélan. Ohljóðin voru voðaleg, og svo glamraði í og blik- aði á morðtólin i höndum þeirra. Kafteinn Komaroff var eins rólegur eins og ekkert væri um að vera, þegat hann hleyfti rennigluggunum niður i falsið aftur. “Nú er tími til fað fara ofan aftur, Við skulum sýna þessum hundingjum, að Korsokow er ekki að öllu lejti í höndum þeirra enn þá”, sagði hann stillilega Þeir fóru ofan í salinn aftur, og flnttu þeim sem þar voru fréttirnar. og sýndu hvorki hræðslu né flaustur, Svo heyrðist greinilega til sakamannanna ulan við húsið. Þeir stönzuðu

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.