Heimskringla - 28.04.1898, Blaðsíða 1
neimskringla
XII. ÁR
WINNIPEG, MANITOBA. 28. APRIL 1898.
NR 29
STRIDID BYRJAD.
Bandaríkin hafa nú formlega sagt Spánverjum stríð 4 hendur. Hver
einasti þingmaður í baðum deildum sambandsþingsins samþykti það mót-
mælalaust og forsetinn skrifaði undir samþyktina á mánudaginn var. —
Aðalherfioti Eandaríkjanna liggur nú rétt f'yrir utan höfnina & Havana,
og er búist við að hann a hverri stundu hefji skothríð á hervirki Span--
verja þar. — Sagt er að sp'inski flotinn liggi enn kyr við Cape Verd, um
3;")00 mílur frá Havana, og vita menn ekki um fyrirætlanir hans.
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Sendiherra Spánar í Washington,
Senor Polo, fór alfarinn þaðan hinn 20.
þ. m. Hann fór til Toronto, Ont., og
dvelur þar fyrst um sinn. Nokkrir
leynilögregluþjónar fylgdu honum, þar
til hann var kominn yfir landwnærin,
4ttu þeir að sjá um ad honum væri eng-
inn ósómi sýndur af Bandaríkjaþegnum
á leiöinni. En þessi varasemi reyndist
algerlega óþörf, því hvar sem hann fór
var honum sýnd hin mesta kurteisi.
Fréttaritari einn tók hann tali áður en
hann fór, og spurdi hann hvort ómögu-
legt mundi verða að hamla því að stríð
yrdi milli Spánar og Bandarikjanna.
Sagði Senor Polo að stríð hlyti að verða,
Spánn væri búinn að gefa eftir eins og
mögulegt vseri. Fréttaritarinn spurði
hann þ4 hve lengi hann byggist við að
stríðið mundi vara. "Þangað til að
Spánn er búinn að sýna yfirburði sína
yfir Bandaríkjunum," svaraði Senor
Polo.
Þingið í Washington er að gera all-
ar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að
borga Bretum skaðabætur þær, sem þeir
eiga að f4 frá Bandkríkjunum, sam-
kvæmt ályktun nefndar þeirrar sem
fjallaði tneð Bæringssundsmálið 1896.
Upphæðin er alls 8473,151, sem 4 að
borgast fyrir 1. Júní 1898.
Eldur í Rat Portage á fimtudaginn
var,eyðilagði samkomuhús Odd-Fellows
þar i bænum. Tjónið metið um $3,000 ;
lítilf jörleg eldsábyrgð.
Tveir menn ræntu póstvagninn,
sem gengur milli Geronime og Globe í
Arizona, fyrir fáum dögum síðan. Þeir
tóku alt sem fémætt fanst 4 farþegun
um og í pósttöskunum. Hópur manna
er lagður af stað til þess [að reyna að
elta þá uppi. En þá er 'ómögnlegt að
segja hve miklu fé þeir hafa nað, en
talið er víst að það hafi verið töluvert,
Töiuverðar ófriðarhorfur milli Ar-
gentinu og Chili, út af landamerkjum
milli ríkjanna,
Chili ber það upp á nágranna sina,
að þeir hafi veitt á þeirri, sem runnið
hefir um landamæri þeirra, úr farvegi
sínum, með þeim tilgangi að ná spild-
unni 4 milli farveganna.
Libby, McNeil & Libby, niðursuðu-
félag í Chicago, hefir komizt að samn-
ingum við Canadastjórn, um að selja
heuni alt það niðursoðið kjöt sem ríkið
þarf að senda til Yukon, bæði handa
hermönnum, tollverðinum og öllum
öðrum starfsmönnum sínum þar. Sagt
er að félag þetta fái minna fyrir sitt
niðursoðna kjöt, heldur en hrátt kjötið
kostar í Canada. Niðursuðufélögin í
Canada eru samt óanægð yfir þessu at-
hæfi stjórnarinnar, ekki sízt af því, að
þeim var ekki gefið tækifæri til þess að
gera tilboð um að selja stjórninni kjöt-
ið.
Skrifstofur Bandaríkja lífsábyrgðar
félagsins Equitable Lífe Insurance
Company í Madrid, voru umkringdar
af óaldarlýð 4 fimtndaginn var, sem
heimtaði að eftirlíking af Bandaríkja-
ernínum, scm var 4 framhlið hússins,
væri rifin niður, Því vár ekki gegnt
af félaginu, svo skríllinn tók til sinna
raða og reif hann niður; féll hann fyrir
fætur eins af yfirmönnum bæjarins, og
um leið og hann tróð hann undir fótum
hélt hann eldheita ofstækisræðu á móti
Bandaríkjunum, .
Menn af öllum stéttum tóku þátt i
Þessum rifbaldaskap; jafnvel lögreglu-
Þjónarnir gengu vel fram í því að van-
virða þjóðareinkenni Bandaríkjanna.
Konsúll Spánverja í Toronto heíir
fengið tilkynning frá23 Canadamönn
Uln, um að þeirvilji ganga í her Spán-
verja. Einnig hafa 4 læknar boðið sig
'raui til þjónustu við herinn. Þetta
Þ.Vkir skritið fyrirtæki hér; en aðjræt-
andi er, að þessir menn eru efiaust allir
kaþólskir ofsatrúarmenn.
General Woodford, sendiherra Banda-
ríkjanna á Spáni, fékk tilkynning frá
stjórninni þar á limtudaginn, að hann
skyldi halda heim til sín; hans þyrfti
ekki frekar við. Eigi vildi spánska
stjórnin heldur taka 4 móti skipunar
skjali því frá McKinley forseta, sem
Woodfotd 4tti að afhenda henni.
Stórkostlegur eldur kom upp i bæn-
um Vaucouver 4 fimtudaginn. Skipa-
kvíar Stimpsons-félagsinsbrunnu, einn-
ig byggingar NeW England Fish félags-
ins frá Boston, fjöldi af járnbrautar-
vögnum C. P. R. félagsins, hlaðnir með
varning; og svo heyvagnar og margs
konar útbúnaður annar, sem tilheyrði
þeim McKenzie og Mann, sem ætluðu
að byggja Stickine-brautina. Allur
skaðinn er talinn um 815 000.
Féhirðirinn fyrir San Franciscobæ—
August C, Wilber að nafni, er horfinn,
og með honum 8160,000 úr fjárhirzl-
unni.
Mr. Robert Thompson, sem í mörg
4r hefir unnið fyrir C. P. R. félagið i
Rat Portage var hér í bænum á f östu-
daginn. Hann hefir sagt upp vinnu
sinni hjá C. P. R. félaginu og heldur nú
til St, Paul, til þess að ganga þar í
sjálfboða herdeild. Kona hansfer með
honum þangað og dvelur þar fyrst um
sinn. — Mr. Thompson er gamall her-
maður úr þrælastríðinu, og var fyr
meir einhver bezti skotmaður í Banda-
ríkjunum.
Talið er víst að Dominionstjórnin
muni ekki ætla að gera neitt frekara i
því að fá jambrautarleid til Klondike,
og hún muni láta sér nægja með ak
braut þá sem nú er verið að byggja frá
Glenora til Teslin-vatnsins.
Bandaríkja-hérskipið Nashville tók
spánskt flutningaskip herfangi á fðstu-
daginn. Skipið var fermt með borðvið,
og kom frá Texas; herskipið skaut einu
skoti að skipinu og gafst það þá upp
viðstöðulaust; var það síðan tekið til
Key West.
General Woodford lagði af stað frá
Madrid á föstudaginn og hélt til Paris.
Á leíðinni var grýttur járnbrautarvagn
inn, sem hann var í, og gluggar mölv-
aðir. Áttu varðmeunirnir fult í fangi
með að halda skrílnum til baka. í öðr-
um staðætluðu lögregluþjónar nokkrir
að handsama prívat-skrifara Woodfords
sem er Spánverji að ætt; vildu þeir ekki
að hann fengi að fara útyfir landamæri
Spánar, en Woodford var ekki á sömu
skoðun. Gekk hann sjálfur í dyrnar,
þar sem lögreglan sótti að, og sagði
þeim að þeir tækju manninn ekki nauð-
ugann meðan hann væri sjálfur uppi-
standandi. Leizt þeim karl ekki svo
árennilegur með öllum fylgdarmönnum
sinum, og sneru því fra við svo búíð.
Grover Cleveland héltræðu á föstu-
daginn fyrir 1000 skólapiltum í Prince-
ton, N. J.; hflfðu þeir dregizt saman frá
öllum hinum hærri skólum bæjarins og
gengu síðan allir upp að húsi Clevelands
með margföldu húrraópi. Tókst þeim
þá að fa hann út úr húsinu og láta til
sín heyra. Ræðan var gagnorð, en
heldur f^orð.
Bandaríkin eru nýbúin að kaupa 3
herskip, sem eru í smíðum 4 Þýzka-
landi fyrir Kína.
Póstmálastjóri Bandarikjanna, Mr.
Gary, sagði af sér embætti sínu í vik-
unni sem leið. Mr. Charles Emery
Sinith er hinn nýi póstmálastjóri; lagði
hann uf embættiseiðinn og tók formlega
við embættinu á föstudaginn var.
Maður varð fyrir járnbrautarlest-
inni á Great North West Central-braut-
inni skamt frá Brandon. Lestiu var 4
raestu ferð eftir bugðu sem er á braut-
inni, þeirar vélastjórinn s4 alt i einu
framundan mann liggja þvert yfir
brautina. Hann lét þegar vélina blása
eins hátt og oft og mögulegt var, en
það hafði engin áhrif á manninn.
Hleyfti hann þá niður snjóplögnum, er
var k gufuvagninum, til að heuda
manninum út af brautinui, og tókst
það vel. En þegar að var gætt var
hann dauður og báðir fótkggirnir
brotnir. Líkið var fiutt til Brandon.
en getið er til að maðurinn muni hafa
verið dauður áður en lestin kom að
honum.
Frétt frá Montreal segir að nokfcur
barnamoið hali átt sér stað í austnr-
hluta fylkisins, og að búið sé að tRka
einn mann, John McCormick, fsi
South Roxton, og talið vist aö
verði teknir fastir.
Árið sem leið voru inntektir Breta
£3.878,000 fi amyfir útgjöldin. Af
ari upphæð hafa þeir lagt til opinberra
bygginga £2.550 000. Þar að auki heflr
ríkisskuldin verið lækkuð um
á |árinu,
Tveir menn í fangahúsinu í Portage
La Prairie, sem eru dæmdir til 9 on 12
mánaða betrunarhússvinnu fyrir óleyfi-
legar árásir 4 stúlkubörn, voru í ofan-
álai? strýktir með kisu (cat of nin>
tails) sín 10 höggin hvor. Þó heaningin
sé nokkuð óviðkunnanleg, þ4 er húi
til vill, hcppileg fyrir annað eins óman.)
eskjuæði, eins og hér átti sér stað.
Ef siðustu fréttir eru sannar. þá
eru nú herskip Bandarikjanna búin a?..
taka föst 5 flutninga og kaupskip Spán
verja. Þar á meðal Alfonso XII. með
1000 spánskum hermönnum. Spánverj-
ar hafa einnig náð einu Bandarikja
flutningsskipi, hlaðið hveiti.
McKinley forseti biður nú um 125
þúsund sjálfboða hermenn. í þessari
tölu eru innifaldir allir þjóðarverðir
(National Gaurds), sem hljóta að svara
þessari köllun. í þeim rikjum, þar sem
þeir eru eigi, verða teknir hvaða sjálf-
boðar sem eru.
Eftirfylgjandi listi sýnir hve marga
menn hvert riki verður aðleggja til:
Alabama 2.500; Arkansas 2,925;
California 2,238; Colorado 1258: Con-
necticut 1607; Delaware 341; Florida
7,503; Georgia 3,147; Idaho 238; Illi-
nois 6,708; Indiana 4.402; Iowa 3,773;
Kansas 2,778; Kentucky 3,407; Loui-
siana 1940; Maine 1256; Maryland 1942;
Massachusessets 4.721; Michigan 2,368;
Minnesota 2,874; Mississippi 5.411;
Montana 524; Nebraska 1,049; Nevada
138; New Hampshire 752; New Jersy
2.962; New York 12.513; North Caro-
lina 2.581; North Dakota 461; Ohio
7,234; Oregon 829; Pennsylvania 10,769;
Rhode T«land 710; South Dakota 1850;
South Carolina 747; Tennessee 3,080;
Texas 4.229; TJtah 425; Vermont 634;
Virginia 2.915; Washington 1,178;
West Virginia 1,369; Wisconsin 3,274;
Wyoming231; Arizona 181; District of
Columbia 449; New Mexico 330; Oklo-
homa 143,
Voðaeldur í Glasgow á Skotlandi á
mánuiaginn. Bruninn var mestur
með fram anni Clyde. Meðal stórhýsa
þeirra sem brunnu, var hin mikla kaþ-
ólska kyrkja St. Andrews. Skaðinn
yfir €150,000.
John Sherman, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hefir sagt af sér stöðu
siuni vegna heilsuleysis. Judge Day.
sem verið hefir aðstoðarmaður hans.
tekur við embættinu.
Einnig er þess getið til, að
þeir Alger og Longhermalaráðherrarn
ir muni einnig segja af sér. — Það eru
góðir þjónar almennings, sem yfirfiefa
stöðu sína þegar mest liggur við !
Millíóna eigandinn John J. Astor í
New York, sem fyrir skömmu síðan
bauð Bandaríkjastjórn til eignar hið á-
gæta skip sitt Normahal, og þar á eftir
bauð fríjan flutning k hermönn-
um og öllum þeirra farangri eftir öllum
þeim járnbrautura. sem hann á nokkuð
í — og sem eru æði margar—, hefir nú
k ný tilkynt stjórninni að hann hafi
reiðubúna eina deild stórskotaliðs með
öllum útbúnaði þar til heyrandi, sem
hann bíður nú fram til herþjónustu.
"Býður nokkur betur '?,'
A laugardagskvöldið var torpedó-
báturinn Foote, úr Bandaríkjaflotanum
að kanna höfnina í Matansas k Cuba.
Fór hann svo nærri landi sem unt var;
enda líka notuðu Spánverjar tækifærið.
og byrjuðu að skjóta a bátinn úr virkj
um sinum, en þó hann væri ekki nema
(i—900fet fr4 ströndinni, þá gátu þeir
ekki hælt hinn. Foote hraðaði ekkert
ferðum fínun að heldur meðkn á skot-
hríðinni stóð, en hélt áfram starfi sínu,
þar til því var lokið.
Innanum allan þann glararanda. er
leiðir af stríðinu railli Bandaríkjanna
og Spánar. liggur við að mörgum
gleymist það að hinn raesti mannvinur
og forvígismaður frelsisins, sem |x>ssi
iild liefir árt. lisrgur nú við dauðans
dyr. Að Mr. G'adstone's þreytandi
dauðastríð sé þegar k enda. virðist eng-
um efa undirorpið, o\í það er með hiimi
mestu hrygð og eftirsjá. að menn við
Lirkenna að nú sé endað hans óviðjafn-
anlega lífKstarf.% Leeknar hans gefa nú
enga von um Jíf.
Yukon-bréf.
KLONDIKE, 27. JÚLÍ L897Í
VTinnr Baldwin :—
Með þessum línum sendi ég þér
kveðju Yukon-guðsins (gullsins) og svo
einnig kæra kveðju mína og þökk fyrir
bréf þitt frá 16. Maí, meðtekið 18. þ. m.
Það er ekki eins inikið gleðiefni fyrir
mig að verða að svara spurningum þín-
um, eins og að fá bréfið fra þér, af þeirri
ástæðu að mér er ekki hægt að gera það
eins vel og ég vildi. En ég skal þó gera
það eftir beztu föngum.
Ekki hefir þetta land neina sjáan-
lega framtíð fyrir aðra en þá, sem ætla
sér að nema hér gull eða aðra málma.
Eg álít bezt að fara með gufubat frá
Skagway og þaðan yfir Moore's Pass.
Þar er enginn fjallvegur til fyrirstöðu.
En fari maður til Dyea og þaðan yfir
Chilcoot Pass, verður maður að fara
yfir 8600 feta hátt fjall, hálfa milu á
breidd milli brúna að ofan, og er það alt
vondur vegur. Á fjallinu er enginn
eldiviður fáanlegur, og er það óþægilegt
fyrir þá sem verða þar veðurteptir, sem
oft ber við. Ég lá þar 21 dag veður-
teptur áður en ég komst yfir hálsinn.
Það er dálítið styttri vegur yfir Chilcoot
Pass, en miklu erfiðari heldur en ef
Moors Pass er farið.
Samskonar fatnaður er brúkaður
hér eins og menn hafa í Manitoba til að
skýla sér fyrir vetrarkvddunum. Kuld-
ian er fult eins bitur í Winnipeg eins o.t'
hér, þvi þegar frost er hér mjóg mikið,
þá er ætíð logn. Vegalengd frá Victoria
til Klondike er á sjó 1000 mílur, landveg
um 40 'milur og vatnaleið 600 mílur, alls
1640 mílur. Yfir allan þennan veg, að
urjdanteknum sjóveginum frá Victoria
til Skagway, verður maður að flytja
sinn eigin farangur, því að öðrum kosti
yrði flutningskostnaðurinn ókljúfandi.
Maður skyldi því flytja með sér langsög
og önnur nauðsynleg áhöld, til þess að
geta smíðað sér bát þegar að vötnunum
kemur, en viðinn i þá fær maður meó
því að fella skóg og saga borðvið úr
honum.
Þeir sem koma hingað vorið 1898,
mega ekki búast við að ná í nokkuð af
þeim námum sem enn eru fundnar,
nema að kaupa þær fyrir ærna peninga,
svo að ekki er hægt með neinni vissu að
segja hvort þeir geti gert sér ferðina
vestur arðsama. En á hinn bóginn tel
ég víst, að þeir geti unnið sig áfram
með daglaunavinnu, eða þá farið að leita
að gulli upp á eigin spítur, og eiga þeir
þá alt undir hepni, annaðhvortað verða
að leita lengi og víða og máske finna
ekkert og eyða þannig bæði tíma og efn-
um, eða þá að þeir fiani rika bletti og
græði þannig auðfjár.
Ferðir hingað norður hafa ekki ver-
ið stöðugar fyr en þetta sumar. En nú
koma menn hingað daglega og er búist
við innstraum fólks þar til frýs upp i
haust.
Loftslagið er hér mjög svipað os>
það er i Winnineg. Landið er fjöllótt
og skógivaxið upp a fjallatinda, breiðir
dalir, víða skóglausir, með stórum mýr-
arflákum og er þar 6—8 þumlunga þykt
mosalag ofan á hinum frosna jarðvegi.
Kg efa ekki að hér megi finna landfiáka
hæfiiega til griparæktar, t. d. upp með
Stewart og Pelly ánum. En þar sem
ennþá hefir verið bygt hér, álít ég að
ekki sé að tala um griparækt, vegna
grasskorts.
Laxveiði er hér í flestum ára stutt
an tíma af sumrinu, og er það sú eina
Búbót sem maður getur veitt sér hér, að
undanteknum Moosedýrum og Kariboo-
dýrum, sem hér ma veiða, og er það hið
bezta kjöt til fæðu. Lax er hér frá 2öc.
til 750, pundið og kjöt frá 50c til 81.00
pundið.
Veturinn er hentugasti timinn til að
vinna að gullgreftri hér. Þá grefur
maður holur og rangala undir jarð-
skorpunni og tekur út mölina sem gull-
ið er blandað saman við og haugar því
upp k yfirborð jarðarinnar. Þar er það
geyrat þar t.il á vorin að þiðnar, en þá
er haugurinn þveginn út og gullið n4-
kværalaga hreinsað úr. Á veturnar er
ekkert vatn vinnunni tiJ fyrirstöðu
Dýpsta holan sem hér hefir verið grafin
er 50 fet og þ4 var þó ekki komið niður
úr frosti.
)
Ef þú yilt fá þér góðan
Bicycle
^ Þá er þér bezt að kaupa
| Gendron eda Reliance.
é Þaö eru beztu reiðhjólin sem nokkurstaðar eru seld hér í Winnipeg.
D. E. ADAMS
407 MAIN STREET. }
==---- í
l Karl K. Albert íslenzkur umboðsmaður. 4
Á Næstu dyr fyrir norðan Pósthúsið.
Ég 4Iit það að miklu leyti mðnnum
sj41fum að kenna, að 14ta ekki ferðina
hingaö-Joorga sig, ef heilsan bilar ekki.
En stundum verða menn að berjast við
ógæfu og vonbrigði,—vinna bakibrotnu
og þéna þó ekkert. Daglaun hafa verið
í sumar og "erða að vetri 815 4 dag úti
í námam, en 810 hér i bænum (Dawson
City).
Hér er ekkert pl4ss fyrir n4mfúsa
menn, því hér er ekkert nema óregla og
ósiðsemi. en þó 4 hinn bóginn ekkert
hætt við tjóni 4 lífi eða eignum af
mannavöldum. Alt sem maður getur
flutt með sér hingað norður-getur mað-
ur selt hér með margföldum 4góða.
TJm það hvað mikið maður geti þveg-
ið hér út 4 dag úr meðallagsgóðri n4ma-
lóð, get ég ekki sagt með vissu, en 41ít
að það muni verða um 830 til $40 á dag.
N4malóðir eru hér eíns og nú stend-
ur 500 fet 4 lengd og dalsbotninn 4
breidd. Þær eru seldar á öllu verði, alt
fr4 8500 upp i $100,000 eftir gæðum.
Menn flytja gull sitt inn í félagsbúðirn-
ar og f4 það geymt þar í j4rnsk4pum
þar til það er flutt út úr landinu.
Menn eru hér i hlýjum ul'.arfötum
c.g strigafötum þar yfir, til að verjast
kuldanum. — Ef námurnar bregðast,
þ4 er enginn annar vegur til að þéna
hér peninga. — Eg vil ekki eggja neinn
eða letja, en I4ta hvern mann sjálfráð-
ann hvort hann vill freista gæfunnar
eða ekki með því að koma hingað.
Verzlanirnar og mýflugurnar eru að-
alpl4gurnar hér í landi. Hefði ég ekki
verið kvæntur maður, þ4 hefði mér orð-
ið ómögule>it að svæla út þennan pappír
ár búðinni og þá ekki heldur getað skrif-
að þér, því verzlunarfélögin hér hafa
ekki haf t svo ónauðsynlega vöru til sölu
4 þessu sumri, eins og pappír eða önnur
ritföng. Penna og blek er ómögulegt að
f4 hér fyrir nokkurt verð, því það er
ekki til. En vínföng f4st hér í gallóna
eða tunnutali eins og h\'er vill hafa.
Hér er æfinlega mest gnægð af allskon-
ar vínföngum, en matvara og önnur ó-
umflýjanleg nauðsynjavara er 14tin sitja
4 hakanum. Matvöruskortur er hér
ælinlega og þau matvæli sem hér eru
seld, eru hið versta rusl sem til er á
heirasmarkaðinum.
Næsta vor og sumar koma að sjálf-
sögðu hingað norður þúsundir af mönn-
um, svo ég býst við að hér verði litil
tækifæri fyrir daglaunamenn næsta
sumar. Allar þær miljónir dollarasem
héðan verða fluttar næsta sumar, gera
heiminn hissa og hálfvitlausann. Það
hafa fundist einstaka n4raur ríkari t. d.
í Californía og Careboo, heldur en hér.
En jafnmikill fjöldi af stórauðugum
n4mum hver hj4 annari hafa ekki fund-
ist fyr en hér. Yukonlandið og Norð-
vestur héruðin, eru afarstór og víð4ttu-
mikil flæmi. Þar eru þúsundir af álm
og lækjum og dölum, sem enginn maður
veit hversu mikil auðæfi kunna að vera
fólgin i. En að kanna alt þetta land-
flæmi og leita að gullinu sem að sjálf-
sögðu má búast við að sé í því fólgið, til
þess þarf mikinn mannfjölda og langan
tíma, vegna þess hve landið er erfitt yf-
irferðar. sökum hins djúpa og blauta
mosa sem liggur yfir miklum parti þess
og svo eru mýflugurnar í miljónatali 4
hverju feihyrningsfeti, og flýta þær ekki
ferðum mann4. Sumrin eru líka svo
stutt, og alt sem maður þarf að hafa
uieð sér, veiður maöiu að bera á baki
sér um fjöll og firnindi, um leið og mað-
ur ber sig 4fram með höndunum i gegn
um mýyargiun.
Ef nýtt verzlunarfélag kæmi inn til
þessa héraðs,sem bætti verzlun og lækk-
aði verð 4 vörum, þ4 væri það sannar-
leg happasending fyrir það fólK, sem hér
ei að taka sér bólfestu. En það þyrfti
að vera ríkt félag. því það kostar mikla
peninga að byrja verzlun hér.
Að endingu' læt ég hér fylgja lista
yfir verð 4 ýmsum vcrutegundum eins
og þær eru seldar hér í félagsverzlun-
unum.
Líði þér ætíð vel svo lengi þinn andi
lifir.
ÞORKELL JÓNSSON.
[Samkvæmt bréfi fr4 konu Þorkels.
dagsett í Victoria 14. þ. m., er liann nú
að vinna 4 n4malóðum sem hann 4 í
Rosebud Creek. um 75 mílur frá Dawson
City, en það er með ríkustu gullhéruð-
unum sem enn eru fundin þar nyrðra.
Það er því líklegc að hann fái Yukonför
sína ol' allan tilkostnað og örðugleika
þar að lútaudi, vel borgað nú i sumar.]
Listi yrir verð á ýmsum
vörutegundum í Klondike.
Reykt svínskjöt (Bacon)
Bannir..................
Smjör.................
Niðursoðið nautakjöt.. ..
• Pearl Barley"..........
Malað karH.............
pundið
Ostur
Mais í könnura.......... "
Sukkulaðe............... "
Soda kökur (Biscuit)...... "
Hveitimjöi.............. "
t>urkaðir 4vextir.........
Niðursoðnir ávextir...... "
Reykt svínslæri.......... "
Svínafeiti ................ "
'ffafi amjöl............... "
Mais..................... "
Niðursoðin injólk........
Nnutakjöt............... "
Mustarður............... "
Ostrur.................. "
Þurkaður laukur......... "
Pipar....................
Klofnar tíaunir........... "
Þurkaðar kartötlur....... "
Gerpúlver................ "
Hrísgrjón................ "
Sykur.................. "
Súrir garðávextir....... "
Salt..................... "
Allrahanda (Spices)....... "
Soda..................... "
Te....................... "
Tomatoes................ "
Tóbak.................. "
Garð4vextir í könnum.... "
Hunang............... Gallónan
Steinolia................. "
Pickles .................. "
Syróp.................... "
Kridd-sósa............... Pelinn
Eldspítur.............. Pakkinn
40c.
12ic.
81.00
96c.
20c.
BOo.
30c.
40c.
75c.
50,'.
I2c.
35c.
80c.
45c.
80o.
26c.
25c.
50o.
7.">c.
(1.00
75c.
11.00
BOc.
26c.
81 50
30c.
$1.00
81.00
50c.
$1.25
tOc.
$1.00
7.V.
$1.60
$1.50
61.00
83.00
$1.00
12ic.