Heimskringla - 05.05.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 05.05.1898, Blaðsíða 1
mskrin XII. ÁR WTNNIPEG, MANITOBA. 5. MAI 1898. NR 30 The Eed, White and Blue, The Flag of the brave and true. STRIDID. Síðan líkur voru til að í ófrið færi milli Bandaríkjanna og Spánar, en þó einkum siðan að áreiðanleg vissa fékst um að svo mundi verða, hafa heyrzt úr öllum áttum ágizkanir og staðhæf ingar um endalykt ófriðarins. Ohætt er að segjaað fjöldinn allur hefir viljað sjá Bandamenn sigursæla, en samt eru það töluvert margir, þó undarlegt megi virðast, af Canadamönnum, sem fegnir vildu sjá nágranna sína verða undir í leiknum. í þeim hóp má telja suma af löndum vorum. sem þá auðvitað eru annaðhvort sakir fáfræði eða annars verra, svo blindaðir, að þeir hvorki sjá né kunna að meta þær hvatir. sem leiddu Bandaríkin út í þetta stríð. Þeir sem þannig eru sinnaðir. geta ómögu- lega haft tilkall til þess að kallast mannvinir, og mjög Utið hljóta þeir að hafa af bróðurkærleik, ef þeir geta raeð góðri samvizku álasað Bandaríkjunum fyrir að gera það verk sem mun um allan aldur verða álitið kærleikans og mannúðarinnar verk. Þá er aftur annar hópur af mönn- um, sem jafnvel vildi sjá Bandaríkin sigursæl, en sem ómögulega hafa getað trúað að slíkt gæti komið fyrir, þar sem við annað eins ofurefli væri að etja eins og konungsríkið Spán. I sam- bandi við þetta er þess getandi, að nær því undautekningarlaust ^hefir það ver- ið álit þeirra manna, sem tnwst v*t hafa á að dæma um slikt, að herskipastóll Bandaríkjanna, þó hann sé smár, sé mikið betur búinn að öllu leyti en floti Spánar. En dómgreind slíkra manna vill sumt af fólkinu ekki taka trúan- lega. Þeim hefir fundizt það eitthvað svo hjákátlegt, að hugsa sér að þessir ótætis "Yankees", sem hvorki beygja kné sín fyrir kóng né klerk, en stjórna sér algerlega sjálfir, skuli ætla sér að ganga á móti hundgömlu úrþvættis konungsríki í Eyrópu, þar sem að páfa- kreddur og klerkavald liggur sem mein þrungin martröð yfir fáfróöum og fjár- þrota almenning. Þeír hinir sömu halda eflaust að hin andlega og verz- lega vernd, sem veitist Spáni í svo rík- um mæli, muni forða þeim frá því ó- umflýjanlega, muni forða þeim frá að lata það af hendi meðskðmm, sera þeim áður var gefið tækifæri til að gera með heiðri. En gott og vel. Braðum þarf eng- ar getgátur um endalykt ófriðar þessa. Hinn fyrsti verulegi bardagi hefir nú verið háður. ílerflotastjóri Bandaríkj- anna í Kyrrahafinu. Commodore De- wey, lagði inn á höfnina i Manila — höfuðstað Philippine eyjanna, á sunnu- dagsmorguninn með ein G herskip, þar sem hann vissi að fyrir voru 13 herskip óvinanna og tvö skotvirki, sem Span- verjar álitu óvinnandi, en eftir eina 4 kl. tíma hafði Bandaríkjafiotinn ýmist sökt eða sprengt upp (i óvina skipin Spinverjar kveiktu gjálfir i eða söntu sumum af þeim som eftir voru, og sem voru í mjög slæmu ásigkomulagi, til Þess þau féllu i höndur sigurvegaranna. A þessum sama tiraa höfðu skip Banda- manna leikið svo við skotvirki Span- Verja, að þau voru algerlega í rústum. Þar að auki kviknaði í öðru þeirra svo að meirihlutinn af því brann. Eftir þennan bardaga tilkynti Cornmodora Dewey hinum spánska stjórnara eyjanna, að ef hann gæfist ekki upp innan 24 klukkustunda, þá mundi hann skjóta niður bæinn Manila Siðustu fréttir segja að borgin hafi gef- ist upp, 0g séu því Philippine-eyjarnar nú á valdi Bandaríkjanna. Það er ekki hægt að segja nú með v'8Su hvað þessi ágæti sigur kann að "afa í för með sér. En ýmsir telja það vel þó Spánverjar segist ekki gefast upp fyr eii íneð seinasta blóðdropa þjóðar- innar. En það er engum efa bundið, að ef í bardaca lendir á Atlantsliafiiiu, þá fá Spánverjar verri Útreið þar, heldur en nokkurntíma við Philippine-eyjarnar. Þaðereittvið þennan bardaga við Manila sem gleður hvern sannan Banda- ríkjaþegn, og það er það, að nú eru her menn Bandaríkjanna búnir að sýna það öllum heimi, að þá brestur hvorki vit kunnáttu eða hreysti. Og þó svo megi að orði kveða, að á hverju herskipi Bandaríkjanna sé einn maður úr hverj- um þjóðflokki heimsins, þá sést það nú. að þegar þeir þurfa að berjast fyrir fóst- urland sitt og frelsi hinna kúguðu, þa eru þeir allir sannir Yankees, sem með lífi og sál bjóða sinni fósturfold alt það bezta sem í þeim býr. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Dr, Terwagne frá Paris á Frakk- landi, sem var kvaddur til að leita að Andrée. af landafræðisfélaginu í Paris, er nú staddur í Ottawa. Hann er að reyna að komast að samningum við stjórnina um að mega flytja loftbát þann. sem hann ætlar að brúka á ferð- um sínum. tollfrítt inn í Canada. Doktorinn segir að Mr. Variole, er hefir útbúíð loftbatinn, og sem ætlar með honum í leit þessa, hafi komizt að samningum við Bandaríkjastjórn um að útbúa nokkra loftbáta, sem brúkast eiga á austurströnd Bandaríkjanna, að- allega til þess að njósna um spánsk her- skip, eem kynnu að koma nærri Ströndinni. Bandaríkjastjórn er búin að leigja átta stór gufur,kip, til þess að flytja hermenn og farangur þeirra til Cuba, Við brunngröft, skamt frá Chat- ham, Ont., komu þeir sem voru að grafa brunnian ofan á olíulind, sem veitir 20 tunnur af olíu k hverjum 12 kl.stundum. Ltívarður Wolseley, yfirhershöfð- ingi als brezka hersins, sem er viður- kendur að vera manna færastur til þess að dæma um alt sem að hernaði lítur, segir að það sé enginn efi á því að her- menn Bandaríkjanna skari langt fram úr Spánverjum, og að þeir yfirburðir sem Spánverjar séu sagðir að hafa á sjónum, séu hvergi til nema á pappírn- um. Brezka herskipið Talbot. sem sent var til Havana, til þess að fl.ytja þaðan konsúl Breta og aðra þegna þeirra, sem kynnu að vilja komast burt, heilsaði upp á flaggskipið New York á þriðju- dnginn í flota admíráls Sampsons, sem liirgur fyrir ströndum Cuba, og hað um leyfi til þess að fara inn á höfnina í Ha- vana, og var það veitt viðstöðulaust. Þei,rar skipin voru að skilja, hrópaði einn Englendingur: "Láttu Spánverj ann hafa það, Jónatan miftn, fyrir okk- ur, þú mátt reiða þig á aðstoð Jóns". Oi með þrumandi Iiúrra-ópi fyrir Yan- keeshéldu svo Bietar á brott. Steinlag hefir fundlzt i jörðu siíamt fra Stonewall, ura 20 mílur frá Winni- peg. Álitið er aö steinn þessi sé ágæt- ur til bygginga og einnig megi brúka hann til þess að högga úr minnisvarða og fleira þesskonar. Steinlng þetta er að eins 11 fefc frá yfirborðinu, og því ekki mjög ervitt að vinna það. Suint af þessum steini kvað vera í sléttttm stykkjum, og með ýmsum litum. Bú- ist er jafnvel við að stein þennan megi brúka viðskrautprentun (Lithography), en þesskonar stoinar hafa áður ein- göngu fengist á Þýzkalandi. <íeo. Sutherland, 108 ára gamall, dó að heimlli sínuí St. Peters, Man., fyrir nokkrum dögum síðan. Hann kom hér fyrir 70 árum, og var lengi i þjén- ustu Hudsons Bay félagsins. Frétt frá London segir að Spánar- drottning hafi með milligöngu Austur- ríkis keisara beðið Rússa um hjálp í þessum ófriði við Bandaríkin. Rússa- keisari lofaði ekki neinu í þa átt, en sagði að eins að þegar hann áliti rétt- látt og nauðsynlegt að skerast í leikinn, þá mundi hann gera það, Um l200Cubamenn, sem hafa hald- íklegt að stríðið sé bráðum á enda.jafn- »izt við i Bandaríkjunum, eru nú tilbún- ir að lea-gja af síað til Cuba, Banda- ríkjastjóni útbýr þá að vopnum og llytur þii til Cuba tafarlaust. Bandaríkja herskipin, Oregon og Marietta, sem eru á leið úr Kyrrahaf- inu til Cuba, komu til Rio Janeiro á laugardaginn. Þar taka þau kola byrgðir og halda síðan áfram norður í félagi við hið nýja herskip Xirhetroy, sem Bandaríkin keyftu frá Brasilíu. Þsð voru ínargir hræddir um að floti Spánverja mumli ná þessum tveimur skipum, því yfirmenn þeirra vissu ekki af því að stríð var byrjað, og mátti þvi búast við að þeir færu ekki eins var- lega og ella. En hér eftir eru þau fær um að vernda sig sjálf, þó svo fari að þau hitti skip Spánverja a leiðiuui. Gufuskipið Paris, sem margir höfðu ætlað að mundi lenda í höndum Spán- verja, kom með heilu og höldnu til New York á laugardaginn. Paris er eitt af þeim hraðskreiðu skipum sem Banda- ríkin hafa keyft til þess að snúa upp í herskip. 'Það verður strax farið að viuna að því, og verður skipið þá kall- aö "Yale". Sagt er að brezki konsúllinn í San- tiago de Cuba, sé í hættu staddur. Hinn spánski skríll þar hafði gext upp- hlaup þegar það fréttist að hann ætlaði að sjá um útbýting á matvælum, sem þangað eru send handa Cubamönnum. Mesti fjöldi af skrílnum safnaðist sam- an utan um hús hans og hrópaði: "Nið- ur með Bandaríkin" og "niður með England". Brezt herskip hefir verið sent til þess að vernda hann. ef k þarf að halda. — Spánverjum er betra að taka ekki of hart I rófuna áljóninu. 3000 sjálfboðar úr Suður-Ameríku náðu uppgöngu á Cuba, undir forustu uppreistarhershöfðingja, að nafni Lacret. — Flest vilja stráin stinga Spánverja. Spánverji nokkur, sem hefir verið í sjóliði Bandaríkjanna, og var seinast á herskipinu Puritan, þegar það skaut k víggirðingarnar í Matanzas, eerði til- raun til að komast inn í skotfærahúsið k skipinu, eflaust í þeim tilgangi að sprengja það upp, en til allrar lukku var komið að honum áðm? on haun var- búinn að sverfa í sundur lásinn á hurð- inni. Hann var undireins dreginn fyr- ir herrétt, og skömmu síðar kvaddi hann heim þenna með 12 riflaskotum í hjarta stað. Nokkrir bæir í Iowa urðu fyrir töiuverðum skaða af fellibyl í vikunni sem leið. Mr. Gladstone hnignar daglega, og er búist við dauða hans á hverri stundu. Spánski flotinn hélt af stað frá Cape Verd-eyjunum a föstudaginn, en ómögulegt er að segja hvert hann muni halda. Fréttir frá Paris segja, að miklar hreyfingar séu bæði á sjó- og landher Frakka. Herskip þeirra öll eru svo utbúin að þau geta lagt til orustu inn- an lítils tima. oi: er búist við að fleiri hermenn verði kallaðir. Þaðer ekki gott að vita hvað slík- ar hreyfingar þýða. hvort þeir ætli sér að ganga I lið með Spánverjum, eða að þeir búist við að hafa sakir sjálfir á móti einhverjum nágrönnum sinum, er enn ekki ljóst. Gufuskipið Servia, eign Hawgood & Avery félagsins í Cleveland, Ohio, brann A Superiorvatninu á fimtudaginn var. Onnur skip sem fram hjá fóru gAtu bjargað öllmn mönnunum. Skipið og vörur þær sem á því voru er talið að vera $120,000 virði. Full ábyrgð er sagt að hafi verið á öllu saman. Nýkomnar fréttir frá Dawson City segja að gull hafi fundizt í ríkum mæli á eyjum i Yukon-Anni, og að fjöldi manna hafi farið þangað, einkanlega þeir sem ekki voru áður búnir að ná sér i námalóðir. Sama frétt segir einn- ig að ómögulegt sé að gízka k hvað mikið gull verði flutt út frá, Dawson City i sumar, því meira og minna verði sent á hverju skipi þangað til í haust. Voðaslys vildi til k laugardaginn í Newmarket skamt frá Toronto. Tveir ungirog ógiftir menn voru úti að keyra með tveimur giftum konum og 3 ára gómlu barni, sem önnur þeirra átti. Fólk þetta hafði skemt sér vel um dag- inn og var orðið töluvert glaðvært. Um kvöldið á heimleiðinni þurfti það að fara yflr járnbrautarsporið skamt frá bænum. en járnbrautarlest kom að með geysi hraða, og sáu jiersónur þessar það vel, en skeyttu því ekki, heldur keyrðu með hávaða miklum; hestarnir komv.st að eins yfir sporið, en gufu- vagninn rakst k kerruna og þeytti henni fleiri huudruð fet í burtu, Þegar kom furidust þessir fjórm°nning- ar dauðir, og hnfði pó encinn nf þeim orðið u'ulir lestinni. En það merkilegast W af öllu. er. að barnaum- inginn ölln leyti ómeiddur, og iá grátandi og kallaði á mu. Stúlka (in um tvítugs aldur, seni átti heima skamt frá St. Isadore de La- prairie í Oiuebec fylkinu, brann því nær til daéða á laugardaginn. IIún fór með brrfcur sinum um morguninn út á akur föður þeirra, til þess að sá hveiti;en skömmu eftir að þau höfðu gengið til verka, kveikti stúlkan í ill- gresisbúsk, sem var í akrinum, og af aðgæzluleysi gekk hún svo nærri eld- inum að kviknaði í fötum hennar. — Bróðir hennar, sem var skamt frá, gerði alt sem hann gat til þess að kæfa eldinn, en það tókst ekki fyr en stúlkan var skaðbrunnin og pilturinn hafði brent á sér báðar hendurnar svo skað- lega, að búist er við að megi til að taka þær báðar af honum. Búist er við voðalegu upphlaupi á Spáni áður en langt líður. Morð og blóðsúthellingar hafa þegar átt sér stað í nokkrum bæjum þar. Sagt er að drottningin sé tilbúin að flýja með son sinn til Austurríkis eðaFrakklands. Samkoman á Unity Hall. Þeim sem ekki þekkja hinn núver- andi ritstjóra Lögbergs vildum vér ráða til að lesa grein hans í Lögbergi 28. f.m. um samkorauna á Unity Ha!l. Maður- inn keraur þar svo fyllilega í ljós. Hann hleypur þar frumhlaupi á samkr.mu sem í alla staði var heiðarleg og skemtileg. Það var svo fjærri að nokkur hnjóðaði I Sigtrygg Jónasson k samkomunni, að enginn mintist á nafn hans. Hún var ekki haldin til að vinna neitt á móti Sigtryggi eða málum þeim er hann held- ur fram. Samkoman var að eins haldin til að veita mönnum saklausa, siðferðis- lega^kemtun, og allir sem við voru, munir iinfa verið í alla staði Anægðir með hana. Og ég er alveg sannfærður um það, að Sigtryggur gæti ekki fengið einn einasta mann eða konu sem þar var, til að skrifa undir þessi illkvitnis- utnmæli. En það er hægt að fá vottorð frá fjölda málsmetandi rnanna sem voru á samkomunni, til að bera vitni um það að samkoman var siðleg og skemrileg, og myndirnir, sem sýndar voru, voru Jjómandi fagrar og fræðandi. Ég skal hér að eins nefna þá herra Árna Frið- riksson og Stefán Jónsson, kaupmenn, senr hafa báðir látið í Ijósi ánægju sína með samkomuna. Fyrst segir Sigtr. það ósatt. að sam- koman hafi verið á laugardan.skvöld, þar sem hún var á föstudagskvöld, og inátti hann þó um það vita, þav samkoman var haldin 4 næstu grösum við hann og augiýst í Hkr. Hann fer með ósannindi þar sem hann er að lýsa því hvernig samkoraan hafi farið fram. Hann fer með ósannindi þar sera hann segir að þeir B. L. Bpidwinson our M. J. Skaptason hitfi verið helztu "spraut- ur" þar. Það er víst eitthvert fínt eða háfleigt orð þetta "sprautur" sem Sig- tryggur hefir lært á háskólanum þar' sem hanri tók kafteinsprófið .' ! ! i EBtla að fyrirgefa honum það. því mað- urinn hefir aldrei neina málfreeði lært. (fremur en siglingafræði eða annað), og þekkir málfræði lítið betur en barn í vöggu. En eigi orðið að þýða það, að við Baldwinson höfum talað þar, þá er það ósatt, því að ég mælti þar ekki orð af munni, og Mr. Baklwiuson talaði nf oins það sem þurf ti til að stýra sam- koraunni. En illgirni ritstjórans er augsýnileg þar sem hann er að reyna að niða l>pssit samkomu á aiiar lundir. Og svo er þessi illkvitnisárás hans frain úr öilu hófi heimskuleg, og sýnir það sig eink- um í þessu : Að hugsa sér að fara að vaðn fram með þessar ósönnu staðhæfingar, sem hann hafði engan fót fyrir, og eiga það á ha>ttu að láta reka það alt í kok sér að vörmu spori. Að fara að velta skömmunum á sína eigin tlokksbræður og félaga. sem !>arna voru á samkomunni, og drótta þvi að þeitn að þeir breyttti eins og ó- mentaður skríll eða hálfviltir mem. Og í þriðja iagi úr því hann vildi nú reynaað gera samkomunni einhvern ósóma og ræma hana illa í augum manna, að hann skyldi þá ekki geta komið með eitt einasta hnittilegt orð- tæki eða heppilega hugmynd til að niðra henni. En manntetrið getur ver- ið vel gefinn að einhverju leyti, en það hefir hann sýnt hér sem oftar aður, að vitið hefir hann ekki i arlögum og ment- un þvi síður. M. J. Skaptason. ^???????????????????????????????????????????????*^ Vorid er komid ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ?- ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? 7í Og grundirnar groa. Og vörubyrgðiraar bjá Stefáni Jónssyni þetta vor eru þær vönduðustu og- beztu sera hann hefir nokkurntíma haft að bjöða viðskiitavinura sínura, og jafnframt hínar odyrustu. Þér niun- uð sannfærast um að'svo er, ]v>,g:\r þér skoðið vörubyrg-ðirnar og °g sPyJið um verðið. Dragið ekki of lengi að koma. Yður er <5- hætt að trúa auglýsing fra Stefáni Jrtnssyni. En það er samt réttara fyrir ykkur að koma sjálf og spyrja um prísana svo þér sannfærist. Það verður gert alt sem með sanrtgirni er hægt að búast við, til að gera ycur viðdvölina í btiðinni sem ánægjulegasta. Stefán Jónsson óskar eftir viðskiftam yðar allra. Nýlendubúar sem komið til Winnipeg,— ef þér þurfið að fá yður fatnað eða fataefni, af hvaða tegund sem er, þá komið til mín og vitið hvort þér fáið ekki ems góð kaup hja mér og nokkrum öðr- um í borginni. Reynslan er ólýgnust. Kæra þökk fyrir undanfarandi viðskifti, og jafuframt ósk um framhald á þeim eftirleiðis. Með vinsemd og beztu óskum. STEFAN JONSSON. Norð-austur horn Ross Ave. og Isabel Str. ??????????????????????????????????????????'??????I Frá löndum. VERXON, B. C, 21. APRÍL, 1898. 'Við komum til Vernon i gær, eftir 8J sólarhrings ferð. Af þeim tíma bið- um við 28 kl.tlma 'í Sicamonds eftir lest til Vernon, Það er dýrt að þurfa að bíða svoleiðis úr því komið er vestur í Klettafjöll, 75 cts. máltíðin. En við komumst ,að samuingum af því við höfðum svo stórar fjölskyldur, svo það varð okkur ekki svo mjög dýrt. Við fundum hér strax 2 Islendinga, þá herra Einar Jónasson og hra. Jósep Jónsson. Þeir töku okkur mjðg alúð- lega og annar þeirra fylgdi okkur um allan bæinn til að svna okkur hann. I Vernon er sagt að séu um 1000 í- búar, en mun þó tæplega vera svc, margt Vernon er mikið laglegur bær með mörgum góðum byggingum, Það eru hír 5 hótel, 1 stórt skólahús, sjúkra hús, hóraðsréttarhús, prentsmíðja og 1 banki, sölubúðir af ollum tegundum og l kjrrkjur. Það er fremur dauft hér nú og varla um að gera að fá vinnu í bænum, en nokkrir fá vinnu hjá bændum skamt héðan. — Margt er hér ekkert dýrara en f Winnipeg, t. d. fengum við dót okkar keyrt af járnbrautarstöðinni fyr- ir 50 cts.; eiíg fást hér nú fyrir 15 cents dús, en k vetrum kosta þau oft 50 cts- Mjólk er nokknð dýr, 12 pottar fjrrir 1 dollar, og dýrari; stafar það af því að hey er hér f jarska dýrt, varla nokkurn- tíma minna en' 810 tonnið og upp að $20. — Þetta vor er kallað hér óvanalega kalt; þó er jörð algræn og dálítið farið að spretta. Á morgun ætla ég með gufubátn- um, sem gengur eftir Okanogan'vatn- inu suður til Peachland, sem er lítið þorp rétt nýfarið að byggjast; það er um 50 mílur suður héðan að vestan- verðu við vatnið. Eg ætla þangað einn til að litast um, og kem svo hingað aftur. ÞORL. ÞOTíLAKSSON. EDMUND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Rian Block, 492 Main Stueet, WlNNIPEG. vmm-- mmm Stríð gegn háum prísum. Vér höfuro keypt ofmikinn vorvarning og- þar af leiðandi ætlúio vcr að selja hinar raiklu bvrgðir vorar an tillits til þess hvað þær hafakostað. — ALT SELT MEÐ GJAFVERÐI. Ijítið á eftirfylgjandi príslista, og þá mnnuð þér sja hvort vér Meinura það sem vér segjum. "Readyrnade" Fatnadur. Tilbúin karlmannaföt á .?2, $2.50, $2.75 i og $4.00. Úr ensku eða skozku tweed 75. . Tilbúin karlmannafðt úr bezta ensku og skozku tweed á $7.00 til Tilbúin karlmannaföt, sérstðk tegund, frá $8.00 til $15.00. Föt eftir mali. Tweed föt, alul!, tilbúin eftir máli. $15. $16, $17, $18 og ; Enskt eða skoskt tweed-föt eltir máli. $15, $16, S17. $18 og þar yfir. — Svört worsted-föt, eftir máli, $15, $17, $18, $20 og þar yflr. Karlmannabnxur á 50c., 7öc, 90c., $1, 92.', 15, $3.50, $3.75, $4, og á öllu verði þar yflr. i)rengjaföt fyrir Iægra verð eri nokkurstaðar annarstaðar. Fallegri og ódýrari hatta höfum við en nokkrir aðrir i bænum. Ivomið og skoöið þá. Þeir eru frd 25c. til $2.00 og þar yfir. Hvítar skyrtur 85o. til $1.00. Allavega mislitar skyrtur fyrir saraa Ákaflega mikið af hálsbindum, vasaklútum. sokknm og tiærfirtnaði af öllnra stærðum, með mismunandi verði. — I>ið sjáið af þessu sein h.r er taliö, hve mikla peninga þið.getið s]iarað með því að kaupa af okkur. C. A. Qareau : Hargrave Block OQA Mn,'n C/„ ^ WINNIPEG, MAN. O£.tf WUln Ölr. ^ Munið eftir merkinu : Gylt skæri. ^ Pantanir með pósti afgreiddar fljótt og vel. ^s 4444U4U ¦ mmM

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.