Heimskringla - 12.05.1898, Síða 1

Heimskringla - 12.05.1898, Síða 1
Nk 31 xn. ár Heimskringla. WINNIPEGr, MANITOBA, 12. MAI 1898. \ STRÍÐID. Kú loksins er fengin áreiðanleg vissa um hinn fræga sígur sem Banda- rikjaflotinn vann á höfninni í Manila í Philippineeyjunum fyrra sunnudag. — Areiðanlegar gkýrgluy frá Dewey, flpta,’ Stjóra Bandat'íkjanna, kómu ekki fyr en á laugardag, til Washington. Or- sakaðist það af því, að hafþráðurinn sem liggur frá Manila til meginlands Kína, hafði verið skorinn í sundur. í skeyti sínu til stjórnaríunar gerir De- wey ekki mikið úr þessu frægðarverki sinu;hann að eins lýsir viðureign þeirra við Spánverja með eins fáum orðum og mögulegter. En fréttaritarar þeir sem með flotanum voru, og horfðu á leik- inn, hafa gefið nákvæma lýsing af hreif ingum hvers einasta skips í báðum flotunum. En vitaskuld ber þeim sam- an við Dewey sjálfann um alt það sem hann milltist á í skýrslu sinni til stjórn arinnar, Eftir því sem þessar fréttir segja, hefir Dewey haldið skipum sinum hik- laust inn í Manila-flóann, undireíns og hann !kom að eyjnnum, sem var á að- faranótt sunnudagsins. Fékk hann þar enga aðra mótspyrnu en fáein skot frá skotvirki Spánverja, sem átti að verja þennan inngang til aðal hafnar- innar, Þegar skipin voru öll komin inn úr sundinu, biðu þau þar dagsbirt- unnar, og um kl.' 5 á sunnudagsmorg uninn sáu h'rorir aðra. Spánverjar lágu þar með öll sín skip, óhultir í öll- um sínum styrkleika og undir verndar- væng fallbyssukjaftanna, sem mændu út á höfnina úr landvirkjunum. Þeir byrjuðu líka strax skothríð á hin fáu skip Bandamanna, en undireins og hún byrjaði færðu Bandaríkjaskipin sig nær óvinunum, án þess þó að svara með einu einasta skoti, þangað til þauvoru í hér um bil 2 mílna fjarlægð, þá sýnd- ist sem einn eldstraumur standa út frá hliðinni á hverju einasta þeirra. Þegar þau höfðu þannig heilsað Spánverjum, sneru þau sér við og sendu þeim aðra kveðju frá hinni hliðinni; þetta gerðu þau sexsinnum; stóðu þá í björtu báli 8 skip Spánverja og 2 höfðu sprungið í lcft upp. Þegar þessu var lokið, lagði Dewey skipum sínnm frá aftur, og lét hann alla menn sína borða morgunverð eins rólega eins og þó þeir hefðu að eins verið að skjóta til marks að gamni sínu Eftir máltíðina og eftir að hafa ráðfært sig við undirmenn sína, gerði Dewey aðra atrennu að fjandmönnum sinum. Skildist hann þá ekki fyr við en öll hin stærri skip Spánvorja voru eyðilögð, eða höfðu beiðzt griða, og hanu hafði eyðilagt virki þeirra á landi. Fullyrt er að'i þessum bardaga hafi faflið af Spánverjum 600 menn og um 400 meira og minna særðir, af þeim eru margir i umsjón Bandaríkjamanna, er veita þeim alla þá hjálp og aðhjúkrun, sem þeir bezt geta í té látið. Þó undarlegt megi virðast þá misti Dewey ekki einn einasta mann, sex særðust lítið eitt, og ekkert skip hans skemdist það sem talizt gat. Hann var því jafn reiðubúinn til þess að mæta hvaða óvin sem var þegar bardaginn var á enda, eins og þegar hann byfjaði, en var þó á fáum klukkustundum bú- inn að eyðileggja tvö öflug landvígi og sjóflota meira en hehuingi stærri að töl- unni til, heldur en 'nans eigin. Spánverjar sýndu sig í þessum bar- daga, eins og hvar annarstaðar. reglu- fega mannhunda. F.itt af skipum þeirra sem var orðið mjög illa á sig komið eft- ir skothríðina, lét vinda upp friðarfán- aun (hvítur fáni); samstundis var bát- Ur sendur með nokkra menn frá einu skipí Bandamanna til þess að taka við stjórn áhinu yfirunna skipi, en þegar Þessi litli bátur var kominn langt á leið, miðuðu Spánverjar fallbyssum sínum á i'aun og sendu honum nokkurskot, með Þeim tilgangi auðvitað að drepa alla þá eem í bátnum voru; en þeim tókst ekki að hitta hann, og áður en þeir höfðu tima til þess að senda aðra kúlnahríð aó honum, leiftruðu eldblossarnir úr fallbyssunum á hverju einasta skipi í Bandaríkjaflotanum, og á sama augna- bliki sundraðist hið spánska skip algjörj lega og sökk siðan með um 150 manns af skipshöfninni. , w Það er engin furða, þó landsmenn Deweys þakki honum af hjarta fyrir þessa drengilegu framkomu sína, og það er engin furða þó Evrópuþjóðirnar standi nú alveg forviða og horfi á þau stórundur sem hér hafa skeð, því meiri updur í augúm þeirra, af þvi álitið var að Bandaríkín ættu ekki nýtandi skip né vopn, og sízt af öllu nokkurt drengi- legthjarta, sem berðist fyrir föður eða fósturlandið sitt, En nú líta þeir nokk- uð öðruvísi á málið. Þeir viðurkenna nú, að þessi sigur Daweys sé einhver sá merkilegasti sem sögur fari af, og að Dewey sjálfur hafi sýnt þá snild í und- irbúningnum undir þenna bardaga, að hann hljóti að eignast sæti með hinum allra fremstu sjóhetjum heimsins. ungis sé þessi staður auðugur af gulli, heldur einnig héraðið í kring. Þeir bú- ast jafnvel við annari Klondike þarna. Stjórnin í Washington hefir fengið tilkynning frá þremur helztu fjölskyld- unum í Manila um að þær biðji um þegnréttindi Bandarikjanna, og að þær vilji algerlega losna við yfirráð Spán- verja. * Kpna pin &ð nafni Mrs, I, P, Roe er nýdáín i Montreal, og þar eð hún hafði átt töluverðar eignir, lét hún eftir sig erfðaskrá. Erfðaskrá þessi ákveður að hinn eftirlifandi maður hennar skuli hafa sína lifstíð til framfærslu sér rent- urnar af 12 hlutum af stofnfé banka eins í Montreal, en við dauða hans skuli féð ganga til St. Paul evangelisku kyrkjunnar; þar eftir ákveður erfða- skráin að hundur konunnar, ef hann lifi lengur en hún, skuli sér til viður- VICE-ADMIRAL GEORGE DEWEY, Coi.imauding the U. S. Squadron at the Phálippine Islands. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Bandaríkjastjórnin hefir fastákveð- ið að hagnýta sér það af herskipum Spánverja, sem þeir söktu sjálfir í höfn inni við Manila; það er álitið að hægt sé með lítilli fyrirhöfn að fleyta þeim aftur, og þar sem mörg af smærri skip- unum voru af stáli, þá yrðu þau góð viðbót við flota Bandaríkjanna í Kyrra- hafinu. Stjórnin ætlar að senda nokk- ur skip með vopn og vistir og nokkur þúsund hermanna til Manila, og á þeim skipum verða sendir kafarar til þess að skoða spánsku skipin, og einnig allur nauðsynlegur útbúnaður til þess að tíeyta þeim. Sakamaður einn að nafni McGuire, dæmdur til æfilangs fangelsis, og sem nú situr í fangelsinu í Kingston, Ont., hefir ný lokið við oliumynd af upp- stigning Krists; hún er átta fet á hæð og fjögur fet á breidd. Myndin er sögð að vera framúrskarandi snildarverk; sagt er og að McGuire ætli að gefa myndina kaþólskri kapellu, sem tilheyr- ir fangahúsinu, og sem áður hafði átt mynd líka þessari. en sem tapaðist í eldsvoða fyrir nokkru síðan. Verkstæði Truro Condensed Milk & Caninng félagsins í Halifax brann í vik- unni sem leið, Skaði um $55,000. — Ábyrgð $35,000. Gestgjafahús í Moose Jaw, sem til- heyrði C. P. R. félaginu, brann á föstu daginn. Húsið var mjög nærri járn- brautarsporinu, og er talið víst að í því hafi kviknað af neistum frá gufu- katli. Töluvert af innanhússmuuum varð bjargað. Samt er skaðinn mikill og mjög tilflnnanlegur, einkaniega af því að þetta hús var það bezta í bæn- uin. Ákaflegur fellibylur, sem fór yfir 25 rnílua breítt svæði í Arkansas ríkinu á fimtudaginn. gerði stórkostlegan skaða á lífi og eignum, Fregn frá Vancouver segir, aðgull hafi fundizt í stórum og auðugum lög- um skamt frá Harrison Lake í British Columbia, Þeir sem hafa farið þangað ti\ að rannsaka það, segja að ekki eiu- væris hafa rentuna af 4 hlutum í þess- um sama banka. En við dauða hunds- ins gengur féð til áðurnefndrar kyrkju. Áreiðanlegar fréttir frá Spáni segja að herskip Spánverja, sem sagt var að væru útbúin að öllu leyti til stríðs, liggi enn þá inn á höfnum, og geti ekki lagt af stað vegna skotfæraleysis, en talið víst að stjórnin eigi hart með að bæta úr því vegna fjárskorts. Sama frétt segir að stórkostlegt upphlaup eigi sér nú stað út um alt land. Hefir stjórnin víða mátt til með að kalla út stórskotalið, fyrir utan riddara og fótgöngulið, til þess að bæla niður uppreistina; hafa víða orðið blóð ugir bardagar millum hermannanna og lýðsins; í einum stað náðu uppreistar- mennirnir einni fallbyssunni af liðinu. — Mörgum afhermönnunum þykir hálf leiðinlegt, sem von er að þurfa að berj- ast á móti sinni eigin þjóð, og oft og einatt helzt þar sem þeir eiga skyld- menni og vini; líka hafa margir þeirra snúist í lið með alþýðunni. Æsingar virðast vera orðnar svo miklar að þjóð- in sýnist ekki vilja annað en algerða stjómarbyltingu, og að því styðja af fremsta megni Karlungar, sem umfram alt vilja sja Don Carlos í hásæti Spánar. Brezka gufuskipið McLand. á leið- inni frá Sidney í Ástralíu tilNew Castle á Englandi, er sagt að hafi farist með 68 manns, sjómönnum og farþegjum. í síðastliðnum Aprílmánuði er sagt að ríkisskuld Spánar hafi aukist um 12,244,391 peseta. Franskt auðmannafélag sem kallar sig Anglo French Telegraph Co.. raeð höfuðstól sem nemur $500,000, ætlar að leggja hafþráð frá Vancouver til Dyea, Skagway og Wrangel. Það er byrjað nú þegar að velja og mæla.út leiðina. Miss Helen Gould í New York sendi Bandaríkjastjórn að gjöf bankaávísun upp á $100,000. sem brúka á til stríðs- kostnaðar. Forseti McKinley þáði gjöf- ina þakklátlega í nafni þjóöarinnar. Voðaleg upphlaup eiga sér stað á Italiu um þessar mundir, fieiri hundruð manna drepin, og mörg hóruð algerlega undir herlögum. Hinn alkunni sarabandsþingmaður, Mr. Dalton McCarthy, meiddist voða- lega í Toronto á sunnudaginn. Öku- maður hans var að keyra hann til Union járnbrautarstöðvanna, og ætlaði hann að taka lestina þaðan til Ottawa, en á leiðinni þangað fældust hestarnir og misti ökumaður algerlega vald á þeim. Kerran veltist um koll við strætishorn eitt og köstuðust báðir mennirnir langt frá niður á steinhart strætið. Ökumað- ur meiddist nokkuð, en Mr McCarthy mjög mikið. Var hann tekinn upp með- vitundarlaus og fluttur heim til sín, og telja læknar tvísýni á lífi hans. Stórkostlegur eldur í Duluth, Minn, í vikunni sem leið. Fleiri hundruð manna heimilislausir.ogeignatjón metið á $2,000,000. Álitleg upphæð. — Á langardaginn var borgaði umboðsmaður Kínverja í Lundúuum japanska sendiherranum þar $55 millíónir. Eru þetta herkostn- aðarbætur þær er Japanítar kröfðust eftir að þeir sigruðu Kínverja í stríð- inu fyrir 2 árum síðan. Þrjár amiríkanskar missionara-kon- ur voru myrtar og étnar af svertingjum í Afríku fyrir fáum dögum síðan. R. H. Forsman, einn af tollþjónum Bandarikjanna, tók til fanga canadisk- an mann einn, að nafni Dawes. sem hefir haldið til sunnarlega í Manitoba. Hann er ákærður fyrir að hafa flutt 8000 bush. af hveiti inn í Bandaríkin án þess að borga tollaf þeim, sem hefði numið $2000. Málið kemur fyrir i Far go í þessari viku, en óvíst þykir hvern- ig það fer, þar ekkert vitni fékst til þess að fara suður, og það jafnvel þó Mr. Forsman biði þeim 810 á dag og borga allan kostnað þeirra. Gestgjafahús og C. P. R. brautar- stöðin í Sicamour í British Columbia, brann i vikunni sem leið. Engu af hús- mununum varð bjargað. Ekki var nein eldsábvrgð á gestgjafahúsinu. Kona ein sem hélt þar til, hafði $3000 í pening- um fijá sér sem alt tapaðist. Náma- maður eínn var þar líka með töluvertaf peningum og fór það alt í eldinn. Það lítur út fyrir að Spánverjar geri sig ánægða með að geta hreitt allra handa óþokka orðum að Bandaríkja- mönnum og Englendingum, í staðinn fyrir allar ófarirnar sem þeir hafa beðið fyi’ir þessum þjóðum. Til dæmis um hve þeir eru heimskir og illgjarnir í ræðum og ritum, má þess geta, að mjög sjaldan minnast þeir á Eng'endinga nú orðið nerna að kalla þá um leið : “Ilina ensku hunda.” eða eitthvað þess konar. Bandamenn nefna þeir vanalega: “Yankee svín.” Eitt blað þeirra segir meðal annars : “Þegar vér erum búnir að vinna stríðið, sem enginn minnsti efi er á að verði, þá munum við orna okkur við glæðurnar frá rústum Washington- borgar, og New York jöfnum við að jörð niður, svo að enginn geti ímyndað sér að þar hafi nokkurn tíraa staðið stórborg. Og á herðar þessara Yankees leggjum við svo afskaplegt stríðsajald, að þeir verði fegnir að selja konur sinar og dætur sjálfum sér til lausnar.” General Woodford, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni, kom til New York á suunndaginn með gufuskipinu La Touraine. Hann hólt samdægurs áleiðis til Washíngton. Sagt er að stjórnin í Ottawa sé að hugsa um að leggja fyrir þingið frum- varp til laga, sem myndi sérstakt “Ter- ritory” úr Yukon-landinu. Þar mynd- uðust um leið æðimörg embætti. sem stjórnin gæti vel fært sér í nyt, með þvi að skipa vildarmönnum sínum þar sæti. Ákaflegflóð eiga sér stað í Arkan- sas fylkinu. Fram með Arkansas fljót- inu eru mlargir bæir algjörlega í kafi og fjöldi af húsum flotið burt. Þús- undir manna hafa tapað aleigu sinni i þessum flóðum. Prinz Henry frá Þýzkalandi, bróð- ir Vilhjálms keisara ogyfirmaður þýzka flotans á Kyrrahafinu, kom til Kiao Chou í Kína á föstudaginn. Var hon- um tekið þar með mestu virtum. Báðar deildjr þingsins í Washing- ton samþyktu mótmælalaust þakkar- ávarp til aðmíráls Dewey og manna hans, fyrir hina drengilegu framkomu þeirrai bardaganum við Manila. Einn- ig samþykti þingið að veita Dewey vandað sverð i heiðursskyni.en offisór- um og mönnum hans heiðurs medalíur; veitti þingiö $10,000 til þessa fyrir- tækis. Sagt er að Spínarstjórn hafi beðið alla Spánverja á Phílíppine-eyjunum að verjast fyrir Dewey fram í dauðann. Fréttir frá Yukoulandiuu færa enn eina slysasöguna. Sagan segir að stór hópur af mönnum hafi verið á ferð með sleða sina og annan útbúnað eftir ísn- um á á nokkuri skamt frá Cratervatni, ftj|fcj!fcj<fc.j|fcjifcjifcj|fe.jifcj|fcjifcj|fcj|fcj»fejifej|fcjifcj|fcj|fc.jlfcjifc.Bfe.il!tejlh.j>fc 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Furn s \ MILLINERY. 522 Main Street WINNIPEG, MAN. WUæW'Rr'V'>!r'>»l«"»Rf>ir £ * * ft % * fr I 4 • sem er á milli Lindeman og Long-vatn- anna, þegar ísinn brast alt i einu undir fótum þeirra og féllu þar 22 menn, með allan flutniug sinn, ofan í ískalt straum vatnið, og þeyttust með geysihraða út- undir isinn áður en nokkurri hjálp varð viðkomið, Ekki nafngreinir fréttin neina af þeim sem fórust. Á laugardaginn var kviknaði í ákaf lega stóru og vönduðu fjósi í Belleville, Ont.; um 20 hross og nautpeningur voru þar inni, og brann það alfc saman á svipstundu. Frá þessum sama eldi- kviknaði í vönduðu ibúðarhúsi, sem einnig brann til rústa. — Álitið að tjónið muni nema $10,000, McKinley forseti sendi Commodore Dewey þakklæti sitt í nafni þjóðarinnar undir eins og hann fékk áreiðanlega frétt ura hina frægu framkomu hans hjá Manilla. Einnig gerði forsetinn hann að Aðmirál, sem viðurkenning fyrir hreysti hans. Blöðin eru full á hverjum degi af frásögum um smábardaga, sem eigi sér stað milli Spánverja og Bandaríkjanna, suð-austur í hafi, en ómögulegt er að élíta þær fréttir áreiðanlegar, því aðal floti Bandaríkjanna, sem var meðfram ströndum Cuba, er nú kominn austur á leið til Porto Rico, og þarf ekki að bú- astyið neinum fréttum af honum fyr en Sampson flotastjóri er búinn að sigra Spánska flotann, sem búist er við nú á hverjum degi. Bandaríkjastjórn er nýbúin að finna upp ráð til þess að hægt verði að þekkja alla þá hermenn sem kunna að falla í bardaga. Þeir eiga að bera á keðju ut- an um hálsinn litla plötulúr aluminum. Á þessa plötu verður grafið númer það sem maðurinn er þektur undir á inn- skriftarlista stjórnarinnar; einnig fanga mark og númer þeirrar herdeildar sem hann er í, og tilgreint hvort það sé í gönguliði, riddaraliði eða stórskotaliði. I þrælastríðinu voru þúsundir manna jarðaðir þess að nokkrir hefðu hug- mynd um hverjir það væru eða hvaðan þeir hefðu komið, og var því algerlega ómögulegt ; fj’ris sky<dfólk herraanna þeirra sem fóllu að fá nokkra vitneskju um hvar þeir hefðu fallið, eða hvar þeir voru jarðaðir. Orsakaði það mikil leið- indi, og fiestar af gröfum hinna föllnu hetja úr þrælastríöinu báru eigi aðra grafskrift, en hið eina orð: ó þektu r. Til þess að koma I veg fyrir þetta, hefir nú stjórnin ákvarðað að gera þessa til- raun sem hér er skýrt frá. Það þarf 72,000 ton af pappír til þess að búa til póstspjöldin, sem brúk- uð eru á Englandi árlega. Frétt frá Manila segir að Spánverj- ar þar hafi myrt admíral Montijo, þann sem beið ósigurinn fyrir Dewey. Ef fregnin er sönn, þá lýsir hún betur en margt annað villumanna eðli Spánverja. Allar líkur eru til þess að drottn- ingin á Spáni reyni að mynda nýtt ráðaneyti. Það er ótvíræður vilji fjölda þingmanna og annaqp. .helztu manna ríkisins. Nú er staðhæit að floti Spánar.sem var hjá Cape de Verd eyjunum, sé kom- inn heim til Spánar aftur. Hafi ekki þorað að bíða fundar við Sampson og fiota hans. Ef svo er, þá tekur Samp- son Porto Rico fyrirhafnarlitið. En ó- þægilegra yrði fyrir Bandaríkin að þurfa að sækja Spánverja heim, sem þeir þó líklega mega gera, til þess að enda ófriðinn. Það lítur ekki út fyrir að Spánverjar ætli að þora að mæta Bandamönnum nema heima við sínar eigin strendur. Fregnbréf. SINCLAIR, MAN., 7. MAÍ 189& Nú er hveitisáning um það lokið. Islendingar hafa sáð í fleiri ekrur og bú- ið betur undir en áður hefir hér verið. Hveitiverð $1.00 bushelið, og ungir naut- gripir að líku hlutfalli í háu verði. C. P. R. Superintendent er hér á ferð þessa dagana til að líta eftir hinu fyrirhugað járnbrautarstæði frá Reston áleiðis til Moose Mountain. Fullyrt er að 30 milur eigi að byggjast í sumar eða ef til vill alla leið til Cannington Manor og svo þaðan vestur fyrir sunnan fjöll að ári komandi. Mikið gengur hér á með að taka löud á svæðinu þar sem álitiðer að járn- brautin verði lögð ; er ekki ólíklegt að sumir sem ánefndu sér hér “Homested” fyrir 5—ö árum, fari nú að yðra að þeir hættu við landnámið, og það er annars leiðinlegt, að sjá ýmsa annara þjóða menn “rifa upp land'ð," en íslendingar viða, sem betur væru á land komnir, sitja hjá og ekkert fá. Einn íslendingur hór, hr. Kristján J.Mattieson, var svo “vogaöur” að fara til Klondyke. Óskandi væri að hann kæmi aftur með byrðar gulls. Hr. Albert Guðmundsson varð fyr- ir því slysi fyrir nokkruin vikum síðan að detta ofan af vagni og meiða sig mjög í öðru bnónu. Er það mjög tilfinnan- legt fyrir hann. einkum um þennan tíma árs. ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦g^ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ f ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ I 7» Vorid er komid Og grundirnar groa. 0<í vðrabyrgðirnar hjá Stefáni Jónssyni /þetta vor eru þær vönduðustu og beztu sem hann hetir nokkurntínia haít að bjóða viðskiitavinum sínum, og jatntramt hitinr odyriifetu. Þér mun- uð sanntærast um að svo er, þegar þér skoðið vörubvrgðirnar og og spyrjið um verðið. Dragið ekki of lengi að koma. Yður er ó- hætt að trúa auglýsing frá Stefáni Jónssyni. En það er samt réttara fyrir ykkurað koraa sjálf og spyrja um prísana svo þt'r sannfærist. Það verður gert alt sem með sanngirni er hægt að búast við, til að gera ycur viðdvölina í búðinni sem ánægjulegasta. Stefán Jónsson óskar eftir viðskiftum yðar allra. Nýlendubúar sem komið til Winnipeg,— eí þér þurfið að íá yður fatnað eða fataefni, af hvaða tegund seru er, þá komið til ihín og vitið hvort þér fáið ekki eins góð kaup hji mér og nokkrum öðr- um í borginni. Reynslan er ólýgnust. Iværa þökk fyrir undanfarandi viðskifti, og jafnframt ósk um framhald á þeim eftirleiðis. Með vinsemd og beztu óskum. STEFAN JONSSON. Norð-austur horn Ross Ave. og Isabel Str. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ $ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦£?

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.