Heimskringla - 19.05.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.05.1898, Blaðsíða 1
Heimskringla XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA, 19. MAI 1898. NR 32 STRIDID. Síðan Heimskringla kom út sein- ast, hefir fátt markvert borið við í ó friðnum milli Bandaríkjanna og Spán- ar. Það helzta sem til mætti telja er, að við Philippine eyjarnar hefir Dewey og menn hans sökfet einu spánsku her- skip og náð öðra á vald sitt, án þess að tapa nokkru af mönnum eða skipum. Að öðru leyti er ástandið þar hið sama og fyrir vikn síðan. Samson flotastjóri Bandaríkja skaut á hervirki Spánverja á Porto Rico, og gerði töluverðan skaða þar. Hann vildi sjá svo um að spánski flotinn hefði ekki mikinn styrk af þeim, þó þeim skyldi takast að koma skipum sinum þar inn á höfnina. Síðan hefir hann verið í eltingaleik við spánska flotann sem nú er sagt að sé í Cari- þiska-sjónvun, skamt undan ströndum Venezuela. Talíð ef nú víst ad Spánverjar ætli sér að komast eftir Caribiska sjónum fram hjá eyjunni Jamaica og að suður strönd Cuba, og ef mögulegt væri inn á höfnina í Cienfugos. En nú er Samp- son kominn með flota sinn undan Haiti eyjunni, svo hann mun ætla sér að ná í spánska flotann áður enn hann kemst til Cuba. Commodore Schley er nú kominn með ,'Flying Squadron" Bandaríkjanna að norðurströnd Cuba, og lítur þar eftir Spánverjum meðan Sampson á við flot- ann að sunnanverðu, Einnig eru þau þrjú herskip Bandaríkjanna: Oregon. Marietta og Nictheroy, sem nú er kall- að 'Buffalo', sem eru á leið norður frá Brasilíu, komin allnærri austurendan- um 4 Caribiska sjónum, svo alt útlit er fyrir að floti Spánverja sé nú kominn i þær kvíar, að hann hafi sig ekki út aft- ur án þess að mæta einhverjum af her- skipum Bandamanna. Ef spánski fiot- inn skyldi taka það ráð að eiga helzt við Oregon og hin tvö skipin sem með því eru, þ4 m.4 reiða sig 4 það ad þeir fá þar að öllum líkindum eins eftir- minnilega ráðningu eins og hjá Manila Oregon og meðskip þess eru algerlega einfær um að ráða niðurlögum þessara 7 herskipa, sem eru í flota Spánverju. Margar flugufregnir um viðureign milli flotanna berast nú hingað og þang að, en slíkum fréttum er ómögulegt að trúa. Vér vonumst eftir að eitthvað sögulegt hafi gerst til frásagnar áður en næsta blað Hkr. kemur út. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Hveitihlaða með 1,115,000 bush. af bveiti brann í Chicago 4 fimtudaginn var. Skaðinn er metinn á $1.200.000. með nær því fullri ábyrgð. Þar fyrir utan brunnu eignir Lord & Bushnell D. S. Tate & Co, Arthur Gousley & Co, og Francis Beidder & Co.; altsaraan stórviðarsölufélög; er ómögulegt enn Þá að gizka 4 hvað skaði þeirra hefir oiðið mikill, en geta m.4 þess að borð- viðarhlaðarnir tóku yfir margar ekrur. Einnig brunnu 44 járnbrautarvagnar Þar 4 sporinu hlaðnir með beztu tegund af borðvið. Maður nokkur að nafni George Downing. sem tekinn var fastur í Was- hingto.. fyrir nokkrum dögum síðan, grunaður um að vera njósnari fyrir Spánverja, hengdí sig á fimtudaginn var í fangahúsinu, þar sem hann beið eftir prófun máls síns. Á miðvikudaginn lenti í slag milli Þfiggja soiá herskipa Bandaríkjanna °3sp4nsku víggirðinganne hjá Card- enas 4 Cuba. Þessír litlu bátar eyði- lögðu mikið af vígunum, en um mann- fall Sp4nverja er ómögulegt að segja. Einn bátur Bandamanna skemdist tölu vert og 5 menn mistu lífið. Skip þessi höfðu mga, skipun til þess að skjóta á virkin, þar eð slikt er álitid algjört of- urefli fyrir SVo smá skip, og er því bú- íst við að yfirmenn þeirra fái að gera grein fyrir af hvaða ástæðum þeir hættu lífi manna sinna undir skotvopn Spánverja. Eitt af skipum Deweys, herskipið Concord, náði í spánskt herskip skamt frá Philippine-eyjunum 4 fimtudaginn. og eftir allsnarpa orustu sökti því með öllu sem 4 var, Flutningaskip nýkomin til Hali- fax, New York og Philadelphia segjast öll hafa orðið vör við spansk herskip skamt undan landi. Ef fregnin er sönn m4 búast við að þau geri vart við sig fram með austurströnd Bandarikj- anna, Þó er líklegt að flotinn undir Commodore Schley, sem samanstendur af öllum hraðskreiðustu skipum Banda- ríkjanna. muni líta eftir þessum flæk- ingum, áður en þeir gera mikinn skaða. Nú er það talið víst að franskir stór skotaliðsmenn séu í þjónustu Spánverja á Cuba, og að þeir muni vera nógu margir til þess að stjórna öllum stærstu fallbyssum Spánverja. — Þeim gott af þvi. Hvort það er heldur Frakki eða Spánverji, sem ætlar sér að verja Cuba fyrir Bandamönnum, mun komast að því fullkeyftu aður en líkur. Aberdeen lávarður, landstjóri í Ca- nada, hefir tilkynt Canadastjórn, að hann sé búinn að fá l*usn frá embætti sinu hjá brezku stjórninni, og að hann búist ekki við að halda embættinu lengur en þangað til í Október eða Nó- vember í síðasta lagi. Ekki getur lá- varðurinn um neinar sérstakar ástæð- fyrir heimför sínni, en getur þess að eins að þær séu privat. D'alton McCarthy þingmaður á Dominionþinginu, og einn af helztu stjórnmálagörpum Canada, dó á mið vikudagskvöldið 11. þ. m. að heimili sínu i Toronto. Eins og getið var um i síðustu Heimskringlu varð hann fyrir miklum meiðslum af slysi og leiddu þau hann til dauða. Jarðarförin fór fram 4 laugardaginn með mestu við- höfn. Slys vildi til 4CP.B, brautinni 4 föstudaginn skamt frá smábænum Walsh. Vörufiutningslest var á ferð- inni að vestan og rendi með sinum vanalega hraða eftir brautinni, sem 4- litin var í alla staði góð, og sem aðrar lestir höfðu farið eftir fáum klukku- stundum áður, en i millitíðinni hafði sléttueldur brent í burt tréverk sem hélt uppí teinunum yfir breitt og djúft ræsi, og rendi flutningslestin þar ofan í. Vélastjóri og kindari biðu bana af sam- stundis og sex hlaðnir "agnar veltust út af sporinu og brotnuðu meira og minna. Ferðalangur einn, sem leyfis- laust hafði ferðast með lestinni og hangt á milli vagnanna, meiddist einn- ig töluvert. Eitt af herskipum Deweys náði spánsku herskipi rétt hjá Manila í vik- unni sem leið. Það lítur út fyrir að kafteinninn 4 spanska skipfnu hafi ekki vitað um að stríð var byrjað milli Bandarikjanna og Spánar, og sízt af ölluaðhann hafi haft hugmynd um að óvina floti lagi á höfninni í Maniia. Hinn nafnfrægi fíólínspilari Ed- ouard Remanyi varð bráðkvaddur j Orpheum leikhúsinu í San Fransisco 4 laugardaginn. Hann var þar að leika á fiðlu sína fyrir fjölda fólks og sýnd ist vera með beztu heilsu, þar til alt í einu að hann hneig örendur niður í sæti sitt. Á laugardaginn lögðu hertnennirn- ir, sem sendir eru til Yukon af Canada- stjórninni, af stað frá Vancouver, áleið is norður. Þeir eru 220 als. Með þeim fóru 4 kvennmenn, til þess að líta eftir þeim sem sjúkir kynnu að verða. Ástand Mr. Gladstones hvað aðaL veikina snertir sýnist vera mjög svipað og cerið hefir fyrirfarandi viku; en miítur hans smá þverrar, og lífsaflið minkar, svo hann .færist þannig hægt og hægt nær því óumflýjanlega. Þá er Bandaríkjaflotinn (The fly- ing squadron) undir forustu Commo- dore Schley lagður af stað í áttina til Cuba. Það er að eins sagt að hann eigi að halda til Key West, en þó er búist við bann fari lengra, og ef til vill sam- lagi sig við flota admíráls Sampsons. Bandaríkja-flutningsskipið Gussie, hlaðið með vopn og vistir til Cuba- manna, mátti hverfa frá Cuba, 4n þess að geta afhent flutninginn til uppreist- armanna. Spánverjar voru svo margir á strðndinni að ómögulegt var að lenda bátum fyrir skothríðinni frá þeim. Þetta er fyrsta skipið sem ekki hefir getað aflokið erindi sínu fyrir Banda- ríkjastjórn vid strendur Cuba, enda var kafteinninn mjög hryggur í huga yfir að þurfa að snúa frá við svo búið. Bandarikjastjórn ætlar að senda 12,000 hermenu undir forustu yfirhers- höfðingja Wesley Meritt til Manila. Það er álitið að ekki muui veita af þeirri töm til þess að geta haldið upp- reistarmönnum þar í skefjum, ef 4 þarf að halda, og um leið að geta sýnt ótví- ræða yfirburði yfir spánska herliðinu sem þar er Mestmegnis verður það sjálfboðalið, sem þangað verður sendt bæði frá Minnesota, Norður Dakota og hinum öðrum vesturríkjunum. Jafu' framt þessu verða sendar þangað næg- ar byrgðir af vopnum og vislum og öllu því sem nauðsynlegt þykir. Admíráll Sampson lagði nokkrum skipum úr flota sínum framan við vígin hj4 San Juan á Porto Rico a fimtudags morguninn, og sendi þeim nokkrar kúl- ur. I skeyti sínu til Bandarikjastjórn- arinnar segist hann hafa eyðilagt eitt- hvað af þeim, og hefði getað tekið bæ- inn, en vildi ekki gera það, þar hann hafði ekki nóga hermenn, sem hann mátti án vera af skipunum. Skaði 4 skipunum eftir orustuna var enginn. Einn maður féll og 3 eða 4 eærðust lítið eitt. í húsbruna í St. Hyacinthe í Que- bec-fylkinu brunnu tveir drengir til dauðs 4 sunnudaginn, og kona ein stökk út um glugga 4 fjórða loftii hús- inu; brotnuðu báðir handleggir og fót- leggir & henni og dó hún litlu siðar af áverkanum. Senor Polo Barnabe, fyrrmeir sendi- sendiherra Spanar i Washington, sem hefir dvalið nokkrar vikur í Toronto og Montreal, leggur af stað heim ti- Spanar á laugardaginn kemur. For- seti McKinley hafði áður beðið Eng- landsstjórn að sj4 svo um að hann hefði ekkí lengi aðsetur sitt i Canada, þar eð nægar sannanir fengust, sem sýndu að hann stóð í sambandi við spánska snuðr ara i Bandaríkjunum, er höfðu það fyr- ir mark og mið að gera Bandaríkja- mönnum allan mðgulegan skaða. Fullyrt er að brezka stjórnin ætli aðláta víggirða St. Johns 4 Nýfuudna- landi. Orsökin er sögð að vera hinar miklu ófriðarhorfur í Evrópu. Fréttir fra Havana segja að Gener- al Blanco, hershöfðirgi Spánverja a Cuba, muni þegar þrotinn að skotfær- um. Ef fréttin er sönn og ef spánska flotanum tekzt ekki að komast til Ha- vana, sem er mjög ólíklegt að honum takist, þá er alt útlit fyrir að Havana verjist ekki herskipum Bandamanna til lengdar, Eldur eyðilagði stórt verkstæði í Moosomin, N. W. T., á þriðjudaginn. Tjónið er metið á $5000. Engin elds- ábyrgð, Bandaríkin hafa keyft 177 þúsund ton af kolum fra Ástralíu, sem eiga að flytjast tilSan Fransisco. Bærinn Chipley i Florida er sagt að hafi því nær allur brunnið á mánudag- inn. Hvert einasta verzlunarhús á að- alstræti bæj«rins brann, ásamt járn- brautabyggingum öllum og fiölda af i- búðarhúsum. Tjónið er voðalega mik- ið; fjöldi fólks misti aleigu sína, og ótal fjölskyldur standa uppi húslausar og allslausar. Fregnritarinn Halstead, sem Sp4n- verjar tóku fastann sem njósnarmann á Porto Rico, og sem nú hefir verið dæmd- ur í 9 ára fangelsi, er Canadamaður o.' breskur borgari. Stjórnin í Canada hefir sent skipun til breska konsúlsins á Porto Rico að ná manninum úr haldi, þar eð enginn efi er á að hann er alger- lega saklaus, að öðrum kosti er búist við að Bretar sjálfir skerist í leikinn. Raðaneyti Spánverja hefir sagt af sér. og þegar siðaft fréttist var ekki bú- ið að mynda nýtt ráðaneyti. Enginn ai hinum frægari mönnura þjóðarinnar vill leggja það ok á herðar sér. Til grobbarans. Sigtryggi Jónassyni hefir orðið frem- ur orðfatt í síðasta Lögbergi eftir ádrep- una sem ég vék honum í Heimskringlu. Að vísu var hann með sínum vanalega hrokaskap búinn að grobba af því í blaði sinu að ég mundi óska að hafa aldrei byrjað á ritdeilu við sig. Slikan merk- ismann ! Sjálfan ritstjóra Lögbergs ! Vandlætinga og siðferðispostulann mikla ! Ritsnillinginn og mælskumann inn makalausa ! Og siðast en ekki sízt —hem !—hinn fyrsta íslenzka þingmann i Canada ! Nei, það var svo sem ekki mikill efi á því, að það var ekki mitt meðfæri að deila yið slíkan stórlax Greenwayklíkunnar í Winnipeg, sem hafði um mörg undanfarin ár veriðstríð- alinn 4 stolnuum stjórnarmútum (eins og ég hefi 4ður sannað). En hvernig sem því er varið, þá er þó svo að sjá í síðasta Lögbergi, að ritstjórinn sé ekk- ert montinn yfir útreið þeirri sem hann hefir fengið í þessari deilu, það sem enn er komið. Manni verður ósjálfrátt að ætla að það geti nú skeð, að hann kunni að hafa fundið til þess með sjálfum sér, að lesendur blaðanna hafi ef til vill tek ið eftir því, að ekki sé alt sem allra hreinast í fari stjórnarinnar í þeim at- riðum sem ég hefi minst á. Honum get- ur ekki hafa verið ókunnugt um það sem nú er á bvers manns vörum, og sem ýmsir af þeim mönnum sem alt til þessa hafa verið taldir gódir og gildir Liber- alar hafa undvast yfi-r, að hann skuli ekki hafa getað sagt eitt einasta varnar- orð fyrir 1. d, hallærisstyrknum til Lög- bergs. stuldinum til Guðna á Gimli eða stuldinum i sambandi við hin íslenzku fargjöld. sem eins og hinir stuldirnir nemur þúsundum dollara, — að ég ekki nefni þann aukabita sera stjórnin virðist að hafa dregið til sín á þann hátt, að þykjast hafa borgað vissar upphæðir til manna fyrir innheimtu þessara far- gialda, en sem alls ekki hafa haft neina slika innheimtu 4 hendi, og ýmislegt fleira er ég hefi minst á greinum mínum. I stað þess að svara nú þessum at- riðum og skýra þau svo sem föng voru 4 fyrir hinum íslenzku gjaidþegnum fylkisins, þ4 tekur hann 6. sig stórann og óþarfan krók, til að reyna að leiða athygli lesendanna fr4 aðalm41efninu, og fer að ljúga upp 4 sj41fan sig—(von er þó hann ljúgi upp 4 aðra)—lofi um það, hve dæmalaust hann hafi nú ann- ars æfinlega verið mér góður. og hve fr4munalega vanþakkl4tur ég geti feng. ið af mér að vera, að ég skuli ekki kann- ast við það, að hann og blað hans hafi í rauninni eytt mestum parti æfi sinnar til þess að naida mér fró hunda og manna fótum ! Að minsta kosti hefði ég þó 4tt að færa honum lofsöng og þakkarfórn fyrir þann greiða, að hafa frelsað mig fr4 stórsektum eða fangelsi fyrir dæmaf4 afglöp í sambandi við síð- ustu fylkiskosningar ! ! J4, mikið og stórt er mannanna vanþakklæti! Ég vildi ekki kannast við þetta og lét ég lesendur Hkr. skilja það. En svo kemur nú blessað ljúf- mennið Sigtryggur með það, sem k sjálf • sagt að vora eitt heljar-rothögg á mig, að því er snertir fangelsisfrelsun mína, en það er bréf frá Mr. C. Graburn, skrif ara fylkisstjórnarinnar um það, að hvorki hafi ég né nokkur umboðsmaður fyrir mína hönd 14tið honurn {té neina skýrslu yfir kosningakostnað minn 1896. Að þetta bréf sé að öllu leyti satt og rétt, dettur mér ekki i hug að efa, svo fraraarlega sem með orðunum "að 14ta í té" sé meint og skilið það, að ég hafi ekki persónulega afhent Mr. Graburn reikninginn í sínar bendur. Sigtryggur hefir því sannað það, að Mr. Graburn hefir ekki meðtekið slíkan reikning. Én með því er ekki sagt og því síður sann- að, að ég hafi ekki samið og sent Ír4 mér slíkan reikning. Og ennþá síður er það sannað, sem þó er aðalmergur m41s ins og sem þessi deila er aðallega um, að Sigtr. Jónasson hafi nokkurntíma haft það 4 sínu valdi, að f4 mig dæmd- ann i í=ekt eða fangelsi fyrir afglöp í þessu sambandi. Það var þessi stað- hæfing kafteinsins sem ég kvað hann vera lygara að, og því sama held ég fram enn. Ég hefi rætt þetta m41 við þrjá mikilhæfa lögmenn hér í bænum og hefir þeim öllum komið saman um það, eftir að hafa hej'rt m41svörn mina, að það hefði orðið allsendis ómögulegt að f4 mig dæmdann sekann i slíku m41i. Ég vil því ráða ritstj. Lögb. til þess að angra ekki sj41fan sig framvegis með neinum tilraunum tilað losast viðþenn- anlitilfjörlega titil sem ég hefi vikið hon- um. Heldur væri þó reynandi fyrir hann að yrkja upp 4 nýjan stofn og gefa sig næst við því að lofa okkur að vita um það, hvernig hann fór að útveea mér umboðsstöðuna forðum. Það er dálítið ónotalegt afspurnar að verða að liggja 4 hverju bragði, og því alveg nauðsynlegt að gera eínhverja svolitla tilraun til þess að koma lesendum Lög- bergs i skilning um það, að hann geti þó sagt satt í einstöku tilfellum. Furner's —«P MILLINERY. 522 Main Street ^ WINNIPEG, MAN. t Ég segi svo ekki fieira um þetta að sinni, en samkvæmt vinsamlegri bend- ingu fr4 hr. Magnúsi Paulsyni í Lögb. um daginn, mega lesendur Heimskr. búast við að ég segi þeim síðar hitt og annað um hina stærri sindapoka fylkis- stjórnarinnar. B. L. Baldwinson. Einkennileg sparsemi. Eitt af þvi marga sem einkennir sparsemi Laurierstjórnarinnar er það sem blaðið "Regina Standard" skýrír frá, í sambandi við fangelsið og iðnaðar- skólann i bænum Regina. Undir Conservativustjórninni var tveimur læknum þar í bænum falið 4 hendur að hafa eftirlit með heilbrigðis- 4staodi þessara stofnana, og hafði fang- elsislæknirinn $120 4 4ri fvrir starfa sinn, en s4 sem annaðist um iðnaðar- skólann hafði «480, alls $600 til beggja læknanna. En hinni nýju Laurier liberal stjórn þótti þetta hin mesta eiðslusemi, ekki vegna þess hve launin voru h4, heldur vegna þess, að læknarn- ir sem fengu þau voru Conservativar. Hún rak þvi þessa tvo menn fr4 emb- ætti og setti í þeirra stað tvo Liberal lækna, og borgar hún nú fangelsislækn- inum $360 um 4rið, en iðnaðarskóla- lækninum $1400, eða samtals $1760, í stað $600 sem 4ður var. Hún borgar því þrisvar sinnum hærra kaup fyrir þessa vinnu heldur en gamla stjórnin gerði, 4n þess þó að verkið hafi að nokkru leyti aukist. Þetta er gott sýn- ishorn af sparsemi Liberalstjórnarinnar i Ottawa. B. L. Baldwinson. Einkennileg fínanzfrœði. Ut af þeirrí megnu ó4nægju, sem komið hefir i ljós um þvert og endilangt Canada, vegna þess að Laurierstjórnin lækkaði rentur af innlögum verkalýðs- ins 4 sparibanka ríkisins niður úr ðllu hófi — (í 2J procent af hundraði), i þeim eina tilgangi — eins og Mr. Fielding skýrði þinginu fr4 — að létta undir með verksmiðjueigendunum, að þeir gæti aukið iðnað sinn meðl4nuðu stofn- fé. Þ4 gaf einn af r4ðgjöfum Lauriers þ4 upplýsineu 4 þingi fyrir fáum dög- um, að stjórninni hefði hugkvæmst að láta 4rlegar rentur vera 3% 4 öllum upphæðum upp að $500, en að eins 2J% 4 öllum stærri upphæðum, sem fólk kynni að eiga 4 sparibönkunum, Eftir þessari 4kvörðun er það sj4- anlegt, að sá sem 4 $500 4 banka fær $15 í 4rlega rentu. Eh ef hann er svo ól4nsamnr að eiga $510, þ4 fær hann að eins $12,75 i árlega rentu. Svona er fínanzfræði Laurier-stjórnarinnar. B. L. Baldwinson. Frá löndum. MOUNTAIN, N. D., 9. MAÍ 1898. (Frá fregnrita Hkr. Tíðin hefir verið hin hagstæðasta i alt vor. S4ning hefir þar af leiðandi gengið mjög fljótt og vel, flestir að enda við það. Mikið er talað hér um stríðið milli Bandaríkjanna og Sp4nverja. Um 470 hermenn,hafa verið kallaðir fr4 Norður Dakota, og f4 miklú færri aðfara héð- an en vilja, þvi fyrst eru teknir þjóðar- verðirnir og þeir sem einhverja heræf- ingu hafa haft 4ður. Fóstursynir gamla Jónatans sýna það 4 þessum tíma að þeir verja karlinn fyrir yfir- gangi og órétti, hvenser sem er, og hver sem í hlut 4. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af S, Guðmundson, Justic of the Peace, Mr. M. Th. Halldórson og M. Johnson að Hallson, og Thos. Skaro (norskur) og Christina Christianson (íslenzk), að Hensel, N. D. Lukkuósk- ir'allra kunningjanna fylgja þessum hjónum út 4 hina óförnn lifsleið þeirra. Workman-félagið 4 Mountain held- ur 4fram að auka meðlimatölu sina. Hefir það nú 96 meðlimi. Stórstúku- þing (Grand Lodge) A, O. U. W. félags- ins kemur saman i Fargo, N, D., þaun 17. þ. m., og mætir Mr. S. Guðmunds- son þar sem fulltrúi fr4 Workman- stúkunni á Mountain. Nokkrir bændur úr þessu bygðar- lagi hafa í hyggju að flytja sig búferl um til Mouse River-dalsins í sumar, Meðal þeirra er herra Indriði Sigurðs- son, sem var einn af þeim fyrstu að nema land hér í Mountainbygðinnj, og sem hefir búið 4 landi sinu rétt austan við Mountain. Hveitiverð hér er nú $1,27 bush. af No. 1 hard, og er það mikið hærra en það hefir konvzt i mörg undanfarin 4r. Bændur vonast eftir góðu verði 4 hveiti nú um tíma 4 meðan forðabúr landsins, sem nú eru næstom tóm, eru að fyllast ^????????????????????????????????????????????????jr^ Vorid er komid ? Og grundirnar groa. ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? Og vOrubyrgðirnar hjá Stefání Jónssyni þetta vor eru þær vfinduðustu og beztu sem hann hefir nokkurntima halt að bjóða viðskiitavinum sínum, og jafnframt hinar odyrnMtu. Þór mun- uð sannfærast um að svo er, þegar þér skoðið vörubyrjrðirnar og og spyrjið tim verðið. Dragið ekki of lengi að koma. Yður er 6- hætt að trúa auglýsing fr4 Stefáni Jónssyni. En það er *amt réttara fyrir ykkur að koma sj&lf og spyrja um prísana svo þt^r sannfærist. Það verður gert alt sem með sanngirni er hægt að bú.vst við, til ¦>* gera yður viðdvölina í búðinni sem 4nægjulegasta. títeí&n Jón^h. óskar eftir viðskiftam yðar allra. Nýlendubúar sem komið til Winnipeg,— ef þi'r þurfið í yður fatnað eða fataefni, af hvaða tegund sem er, þa komið til n... og vitið hvort þér f4ið ekki eins góð kaup hjá mér og nokkrum öði um í borginni. Reynslan er ólýgnust. Kæraþðkk fyrir undanfarandi viðskifti, og jafuframt ósk um framhald 4 þeim eftirleiðis. ? ? ? ? ? : * ? ? t ?• ? i ? ? Með vinsemd og beztu óskum. * 5TEFAN JONSSON. \ Ý^Norð austur horn Ross Ave. og Isabel Str. ^????????????????????????????????????????????????Ki

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.