Heimskringla - 19.05.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.05.1898, Blaðsíða 4
HEIMSKRHíGLA, 19 MAI 1898. í \ \ i * They fit.... No matter how you stand or sit. Við köllum þessar buxur okkar $3.50 vísdóms- buxur, vegrna þess þær samanstanda af öllu því bezta. Þær eru vfsdómslega valdar, vísdómslega tilbúnar, og verðið er visdómslega sett svo lágt, að það dragi kaupendur til vor. The— ----—• Commonwealth. Hoover & Co. Corner Unin S(r A. City Hall Nqnare. Winnipeg. Kaupmaður Jóhannes Sigurðgson frá Hnausa er hér í bænum þessa dag- ana. Safnaðarfundur á að haldast í Tjald búðinni á miðvikudagskvöldið 25. þ. m. AUir meðUmir beðnir að mæta. Hra. Jóhann Sólmundsson frá Gimli var hér á ferð þessa dagana. Hélt heimleiðis á miðvikudaginn. Hra. Pétur Johnson frá Hallson. H. Dak., heflr Verið hér í bænum sið- astliðna viku, og heldur hér til fyret um sinn. S4rá M. J. Skaptason fer til Selkilrk aú Um helgina og messar þar og flytur fýrirlestur. Það verður þvi engin messa i Xínltarakyrkjunni hér á sunnudaginn ikemur. Herra Einar Ólafsson kom heim úr Nýja íslands ferð sinni á mánudaginn. Þeir G. Freeman og Þorvaldur Sveinsson frá Gimli heimsóttu oss i vik- unni sem leið. Þeir komu til bæjarins, til að leita sér atvinnu. Vel láta þeir af högum mafina þar neðra. Annað vagnhlass af böttum ný- komið til Commonwealth. Hra. Markús Guðnason frá Selkirk, sem kom hingað til lækninga fyrir nokkru síðan og dvaldi hér á spitalan- um nokkra daga, fór heim aítur á mánudaginn. Var honum þá nærri albatnað, ttra. ÉiríKur Jóhannsson frá Hnausa, Nýja íslandi, heimsótti oss á föátudaginn, Hafði komið til bæjarins tii þess að sækja konu sina ng börn, er dvalið hðfðu bér um tima, Hann hélt beimleiðis á föstudaginn. Þann 25. þ. m. heldur Hvitabands- deildin ísl. fund á UnityHall, Cor.Nena & Pacific Ave. Áríðandi málefni liggja fyrir fundinum, og ætti fólk því undir engum kringumstæðum að vanrækja að koma. Fundurinn byrjar kl. 8. Á uppstigningardagskvöld verður guðsþjónusta i Tjaldbúðinni kl. 8. — Á snnnudaginn kemur, 22. þ, m., verða fermingarbörn spurð í Tjaldbúðinni við morgunguðsþjónustu. Mr. H. J. Hall- dórsson syngur solo við kvöldguðsþjón- ustu i Tjaldbúðinni á sunnudaginn kemur. I. O. F.—Stúkan “ísafold” held- ur sinn mánaðarlegafund á North West Hall á þriðjudaginn kemur (24. Maí); skorað á alla meðlimi stúkunnar að sækja fundinn. Mjög áriðandi mál Jiggja fyrir til uraræðu. S. Sigrbjörnsson. C. R. Hra. Þorgeir Símonarson, sem bú- ið hefir nálægt Westbourne við strend- ur Manitobavatns, kom til bæjarins i siðustu viku. Seldi hann bú sitt þar norður frá og flytur sig með fjölskyldu sína vestur að Kyrrahafi, til Seattle, Wash. Hann lagði af stað héðan vest- ur á mánudaginn. Ljómandi sumar- nærföt á $1,00 hjá Cemmqnwealth, Hra. Gunnar Sveinsson, hveitikaup maður á Higgins Ave., bregður sér til Minneapolis i dag; ferð hans stendur í sambandi við verzlun hans á innflutt- um vörum frá Noregi. Félag það sem hann verzlar fyrír hefir aðsetur sitt í Minneapolis. Hann býst við að koma heim aftur á sunnudag. Hra. J, B. Skaptason, verriuftálh- þjónn frá Hnausa, kom til bæjaríns á mánudaginn, Hann -býst við ftð dvelja hér nokkra daga hjá vinum og skyld- mennum. Maður að nafni A, F. McDougaU skaut sig i höfuðið hér í bænum fyrra þriðjudag. Var haun fiuttur meðvit- undarlaus á spítalann og dó þar af á- Verkanum á föstudaginn. Hra, C. B, Julius, sem til skams tima hefir haft ávaxtasölubúð á Ross Ave,, er nú hættur við verzlun þar, en vinnur nú hjá Rodgers Bros. Co. í Cheapside búðinni 578 og 580 Main St.— Hra. Julius er alvanur búðarmaður, hefir hann áður unnið í hinum stærstu og beztu sölubúðum hér í bænum. Hinir núverandi húsbændur hans von- ast eftir að landar hans gleymi því ekki hvar hann er að finna. Hra. Stigur Thorwaldson Akra, N. Dak., var hér á ferð í siðustu viku. Hann kom hingað norður með konu sina, sem var flutt á sjúkrahúsið hér til lækninga. Ekkert sagði hann frétt- næmt að heiman, — ástæður manna þar í betra lagi og alt útlit gott. Blaðið Free Press hér í bænum seg- ir að inntiutninga umboðsmaður Do- minionstjórnarinnar. McCreary, bafi fengið nýlega bréf frá Mr, W. H, Paulson, í hverju hann geri ráð fyrir að tveir hópar af islenzkum innflytjendum komi hiugað frá íslandi í Júlí: en vegna íss sé ekki hægt að leggja fyr af stað. Einnig sé þess getið i bréfinu, að kostn- aðurinn við burtflutning af landinu sé meiri en fólk alrnent geti borgað, og ef Dominionstjórnin vildi senda fólks- flutningsskip þangað, væri auðvelt að fá mesta fjölda af íslendingum hingað. Hra. Ásmundur Eyjólfsson hefir hlutaveltu (raffie) um ungann og fjör- ugann “pony” á þriðjudagskvöldið 81. Mai, Hlutaveltan fer fram í gömlu Heimskringlubyggingunni, Cor. Ross & Nena str. Fyrir ein 50 cents getur hverogeinn haft tækifæri tii þess að reyna lukkuna, og ef hún bregzt ekki, fengið heilann hest fyrir ómakið. Fötin þín prýða þig, ef þú kaupir þau hjá Commoawcalth. Hra. B. B. Olson, kaupmaður frá Gimli, var hér á ferð í vikunni sem leið, og heimsótti Heimskringlu. Hra, Olson er nýbúinn í félagi við aðra, að kaupa verzlun hra. Jóhanns Sólmunds- sonar á Gimli. í kaupinu var hinn vandaði seglbátur, sem tilheyrði verzl- aninni. Báturinn verður í förum alla leið frá Selkirk norður að Icelandic River, og kemur við á öllum stöðum fram með ströndinni til að taka fólk og fiutning, það sem hægt er. Flutn- ingsgjald verður eins lágt og mögulegt er,*ogumsjón á farþegjum og fiutningi hin bezta. Hkr. óskar hinum nýju kaupmönnum allrar farsældar. Bandarikjastjórnin er nýbúinn að kaupa 610,000 pund af Soda Crackers handa hermönnum sinum. Á hverja einustu afþessum Crackers voru sett orðin “Remember the Maine” (munið eftir Maine). Hudsons Bay félagið er í þann veg- inn að senda 2 til 300 hesta á brautina milli Glenora og Teslin vatnsins, til vöruflutninga. Tómir klifsöðlar verða brúkaðir á hestunum. og flutningur all- ur svipaður því sem gerist á Isandi. Fyrir 25 cent getur þú keypt þér beztu TWEED SLIPPERS sem fást í bænum, Ágætar fyrir kvennfólk og börn. Fyrir 40 cent færðu beztu tweed buskin. Fyrir 45 cent færðu ágæta reimaða skó handa börnum nr. 6—10 Fyrir 60 cent Samskonar skó, nr. 11—2. Fyrir 75 cent Ágæta skó fyrir karla og konur. Reimaðir karlmanna»kór $1,25. Hneptir karlmannaskór $1,00. Kvennmanna Oxford-skór með öllu verði, 75c. og yfir. E: Vér þökkum svo vinum vorum fyrir góða og mikla verzlun, en mæl- umst til að þe;r hafi fæturnar með sér næst, svo vér getum útbúið þá með hæfilega skó, Yðar einlægur. ^ E. KNIGHT 3 CO. 1 65) Main St. 3 Til meðlima stúk. “ísafold”, nr. 1048. I. O. F., Winnipeg, Man. Hér með votta ég yður mitt inni- legasta þakklæti fyrir alla þá hluttekn- ing og un.hyggju er þér sýnduð mann- inum mínum sál., Árna Johnson. í hinni löngu sjúkdómslegu er leiddi hann til bana. Einnig þakka ég yður fyrir bróðurlega hluttekning í sorg minni, og virðing þá, er þér auðsýnd- uð hinum látna með þvf að fjölmenna við útför hans. Og svo vil ég biðja yður að færa forstöðumönnum Forestersfélagsins í Toronto þakklæti mitt fyrir hve fljótt og umsvifalaust þeir greiddu mér lífsá- byrgð Árna heit. og útfararkostnað að upphæð $1050. Bankaávísanir fyrir þessari upphæð voru mér afhentar rétt- um 10 dögum eftir aðdauðfallsskýrtein- in voru send til aðalskrifstofu félagsins í Toronto. Winnipeg, 10. Maí 1898. Mrs. G. Johnson. Stríðs-kort. af heiminum með landafræðislegum upp lýsingum um Cuba, Spán, Bandarikin, Puerto Rico, Kanari-eyjarnar, Gape Verde eyjarnar, Havanahöfn, Tortugas eyjarnar, Key West, Philippineeyjarnar o. s. frv.; þetta er ljómandi fallegt og stórt kort og ættu allir að eignast það. Verðið er að eins lOc , i silfri eða frf- merkjum. Ágæt mynd af Bandaríkja- herskipinu “Maine” lOc. Hnappa með Bandaríkja og Cuba-fiöggum, 10c. Alt þetta frítt sent fyrir ein 25c. J. LAKANDER, Maple Park, Cane Co., 111., U.S.A. Hér er tækifærið fyrir þá, sem hafa i hyggju að ferðast eitthvað. — Northern Pacific brautin hefir nú sett niður fargjaldið austur og vestur, sem fylgir: Til Toronto, Montreal og New York, á 1. plássi $28.20, á 2. plássi $27, 20. Til Tacoma, Seattle, Victoria og Vancouver, á 1. pjássi $25, og 2. plássi $20, Við enda ferðarinnar borgar fó- lagið til baka þeim sem halda 1. pláss farseðli $5. og þeim sem halda 2. pláss farseðli $10. Svo farseðlarnir eiginlega kosta þá að eins $20 á 1. og $10 á 2. plássi. Niðursetningin á fargjaldi til Kyrrahafsins gildir að eins frá stöðum í Manitoba. Til staða í Austurríkjun- um yrði fargjaldið að sama skapi hærra eftir því sem vestar dregur. Það borg- ar sig fvrir hvern einn að sjá umboðs- mann N. P. félagsins áður en þeir kaupa annarstaðar. Hér er lítið ljóðabréf Til landa okkar. Kæru landar glögt að gætið Þá gangið’þið um Aðalstrætið Til að kaupa klæði og skó, Hyggið bara að vestanverðu, Windsor beint á móti sérðu Er lítil búð. en billeg þó. Buxur, vesti, biðla-frakka, Beztu skó fyrir menn og krakka, Alt spánýtt, og ekta snið, Hvítar skyrtur, klútar, sokkar. Komið og|skoðið vörur okkar Því sanngjarnlega seljum við. Silki hálstau, hnappa gylta, Hatta fyrir alla pilta, Undirföt af allri gerð. Og hlífar til að hlífa’ í regni, Hæfar hverjum brezkum þegni, Látum vér fyrir lægsta verð. Athugið númerið. Sæmiison & Steplienson. 630 Main Str. ÞETTA HORN VERÐUR HREIÐUR FYRIR * * * Bird FYRIR ARID 1898. The G00LD B/CYCLE C0NPANY, 484 MAIN STREET. FRED B. SHITH, Manager. Storkostlcg Kjorkiiiip The BLUE ST0RE, Merki: Blá stjarna, ^SÍbúðlS1" 434 Hain Str VIÐ þrotaverzlunar-sölu, sem haldin var í Montreal á hinum stórkost- legu vörubyrgðum J. H. Blumenthal & Co., sem sjálfsagt voru hinir stærstu klæðasölumenn í Canada, var THE BLUE STORE svo heppin að ná í ákaflegar byrgðtr af vörum fyrir að eins 471 cent dollars virðið. Það hafa víst allir séð hrúguna af kössunum sem kom til vor núna í vikunni og sem allir voru fullir af fatnaði. Ef nokkur efast um þetta, þá komi hann einungis inn í búðina svo við getum sannfært hann. > Þessar vörur hljótum vér að selja strax, fyrir peninga, þar af leið- andi fáið þið stórkostleg kjörkaup á eftirfylgjandi vörum. Karlmannafot. Drengjaföt. Karlmannaföt, $8.50 virði fvrir $4 25 Drengjaföt $18,50 virði fyrir.$8.50 “ $12.50 virði fyrir $7.50 Drengjaföt $9.50 virðí fyrir.$5.50 Svört spariföt, $18.00 virði fyrir $10.00 Drengjaföt $6.50 virði fyrir.$3.50 Bamaföt Mjög vöndnð föt, $7.00 virð á $4.22 Falleg flanelsföt, $5.50 virði fyrir $3.50 Falleg “Sailor Suits,” með lausum kraga $4.25 virði fyrir að eins $2.75. -----Góð "Sailor Suits” fyrir $1.00- Buxur! Buxur! Buxur! Karlmanna-buxur, $1.75 virði á $1 00 Drengjabuxur, mjög fallegar, $4.50 Svartar karlm.buxur, $3 virði, á $1.90 * virði, fyrir að eins......$2.75 Fallegar twesd-buxur $4.50virði, $2.75 Góðar drengjabuxur.........$1.00 Hvítar stífaðar skyrtur fyrir 45 og 65 cents fuUkomlega $1 til $1.50 virði Mislitar skyrtur, áður seldar fyrir $1.50, nú á 75 cents. Það bezta mesta og ódýrasta upplag af regnkápum sem nokkurntima hefir sést í Winnipeg, fyrir $4.00 og þar yfir. Pantanir með pósti afgreiddar fljótt og vel. Munið eftir Merki: BLÁ STJARNA 434 nmin Str. A- CHEVRIER- ************************** * * * * * * * * * * * * * Fimm dollarar kaupa einn “Bicycle”-fatnað hjá FLEURY. Fimm dollarar kaupa einn góðan karlmannsklæðnað hjá FLEURY. Tveir o«j halfnr dollar kaupa ágætis buxur hjá FLEURY. Einn doliar kaupir mjög góðar buxur hjá FLEURY. # # # # # # # # Mjúkir hattar, harðir hattar, strá hattar, stórir hattar, litlir hattar, eð hvaða aðrar sortir af höttum sem þig vanhagar um hjá # p. W. FLEURY, 504 9lain Street Beint á móti Brunswick Hotel. # #«*«•*••*•#***»#****«••*#* — 114 — 8Ínum. ef það á annars fyrir nokkrum að liggja, að eiga hana fyrir konu”. Ivor samþykti með sjálfum sér, það sem Go- gol talaði í lágum hljóðum. Hann kom sér ekki að að segja góðvini sinura leyndarmál sitt. og hafði hann þó sterkustu löngun til að gera það einhverntíma að minsta kosti. Þegar þeir voru hættir rannsókninni, þá klæddu þeir sig í nýju fötin, en fleygðu fanga- klæðunum útbyrðis. Þegar þeir höfðu tekið sér dálítinn bita. færðist nýtt fjör og kjarkur í þá, og svo byrjuðu þeir fyrir alvöru að hraða ferð- inni, Það var komið fram yfir miðnætti, eftir þvi sem þeir komust næst. Og hvern klukku- tímann á fætur öðrum knúði Ivor stirðu og þungu árarnar af öllum mætti* Hann stanzaði Vtð eins augnablik og augnablik til að blása mæð- inni, þegar hann gat ekki haldið lengur út að róa. Gogol notaði árina til að stýra bátnum með, og bygði stefnuna á stjörnunum. eins og svo roargir sjómenn hafa gert. Ferðin gekk vel fram undir dögun, þá fór himininn að verða skýjaður. og köld og nöpur norðangola gaf til kynna, að veðurbreyting væri ínárd. Veðrið fór stöðugt versnandi, og í full- birtingu urðu flóttamennirnir að viðurkenna að h. ppnin var ekki með þeim. Þykk, blýlituð bokukápa huldi himininn, og til sólar sást ekki. I ‘ ufblá móða hékk yfir sjónum alt i kring, og ■ - sán ekki lengra frá sér, en sem svaraði þrjár i d i jórar kmilur. lV3bi t.apra kuldagola hlýtur að koma úr — 119 — félaga sinn. “Gogol”, sagði hann roeð veikum málróm. “Þú hefir hraustari líkamsbyggingu en ég, og það getur skeð að þú lifir það að ná landi, eða eitthvert skip hitti þig og bjargi þér. Ef guð hefir ákvarðað þetta, þá verður það, og ég ætla að biðja þig tve 'gja bæna, Sú fyrri er, að þú skrifir Soniu Komaroff og segir hanni hvernig ég dó, og siðasta orðið sem eg nefndi i þessum heimi hafi verið nafnið hennar. Segðu benni að ég hafi elskað hana — að ég hafi vonað að geta sagt henni það sjálfri, en — en timinn hafi ekki endzt til þess. Og hitt 'er — það er kominn tími til þess að segja það. — Eg á föður- bróðir í Pétursborg, Maximy Petrov. Aldrei hefir fláráðari mannhundur, né gi immhjartaði i mannkærleikafjandi skriðiðum yfirborð þessarar jarðar. en hann----”. Gogol rak upp hljóð, sem væri hann æðis- genginn. Hann saup hveljur og stökk á fætur og nötraði sem nýgræðingshrisla i ofveðri. “Maxirny Petrov !” hrópaði hann í hásum róm. “Þú. Jose, þekkir þá þetta varmenni ? Hann er föðurbróðir þinn ! En — hver ert þú maður ? Talaðu ! I guðs nafni talaðu !” Hann stóð upp og keingbeygðíst undir ofur- magni tilfinninganna, og glápti í andlit Ivors eins og hungraður úlfur. 10. KAFLI. í sama máta var Ivor engu minna undrandi yfir tilfinningum og áfergi Gogols. í fyrstu hélt hann að þjáningarnar og kvalirnar hefðu svift — 118 — vitað að hún myndi smábrotna þangað til hún yrði of litil fyrir þá. Og þá yrði alt búið, — síð- asti áfanginn og endirinn !---- Og þó að það yrði ekki svo fljótlega, þú beið þessara auðnuleysingja ekki annað betra, sem var kuldinn og hungrið i sameiningu. Dauðj þeirra hlaut að’koma fyrr eða síðar. Þó þeír hefðu oft áður sloppið hjá ýmsum hættum og dauða, þá hlutu þeir að deyja nú, | ó þeim fyrir nokkru síðan hefði sýnst þeir aldrei svo nærri afkotnu sem þá. Það virtist sem Gogol biði dauða síns með stillingu og ró, en það var öðru máli að gegna með Ivor. Það var meira en hann gat borið að hugsa um það, að samsærismennirnir, sem gróð- ursettu fyrst falska glæpsök á hendur hans, skyldu eiga þeim sigri að hrósa, að uppskera á- vöxt iðju sinnar óáreittir um aldur og æfi. Og angist hans varð skerandi bitur, þegar ýnndæla og elskuverða andlitið hennar Soniu Komaroff stóð uppmálað fyrir hugskotssjónum hans. Hann settist nFur á ísinn og huldi andlitið á millí handa sér. Þannig sat hann meira en klukku- stund, augliti til auglitis móti kringumstæðun- um og ógnandi nálgun dauðans, Gogol sat og þegjandi við hlið hans. Vinduriun beljaði og hvein; snjónum dyngdí niður í flyksum, og á- fram fieygðist ísspöngin í myrkrinu, flytjandi þessar tvær mannverur, og stakk sér ofan af einni öldunni, og velti sér yfir á þá næstu, en undir var djúpið, dimma, með allar sínar ,‘ráð- gátur. Loks leit Ivor upp og horfði vonleysislega á — 115 — austurátt”, sagði Gogol. Undir öllum kringum stæðum getum við ekki gert annað hyggilegra en ganga út frá að svo sé. Eg held við ættum að setja upp seglið. drengur minn. Við megum ekki snópa ferð okkar i ráðaleysi. Alt er betra gert, en ekkert. Það verður farið að snjóa áður en kvöld er komið. Ivor samþykti þetta fljótlega. Þeir komu siglutrénu skjótlega fyrir og hlóðu seglum. Strengir og kaðlar voru i röð og teglu. Það var ánægjulegt fyrir sjófarendurna, að sjá goluna fylla litla þrihyrnta seglið, og finna bátinn hoppa öldu af öldu með hraða og fjöri. Ivor sýndi að hann kunni að setja upp segl og halda þeim í góðu lagi. Og fyrri part dagsins og nokk- uð fram yfir miðjan dag ^ekk alt ljómandi vel. Mismunurinn á að róa bátnum með þungu árunum, og sitja nú i honum meö ró og spekt, viðurkendi sjófarendurnir að væri mjög mikill. Báðir voru þeir nú miklu hressari og styrkari, en þeir höfðu nokkru sinni verið siðan þeir yflr- gáfu bústað sinn i Karsakow. Aðgerðaleysið olli þvi samt, að þeim fór að verða kalt, og að siðustu voru þeir neyddir til að taka ábreiðurnar og vefja þeim um sig. Stöð- ugt gættu þeir að hvort þeir sæu nokkurt skip veita sér eftirför, og sæu þeir bát einhverstaðar i nánd, feldu þeir seglið óðara niður. Hvíldar- laus kviði fylgdi þeim og hræðsla. Sjórinn var allur doppóttur af ísjökum, sem komið höfðu lengst norðan úr hafi, og ef litli báturinn rækist á einhvern þeirra, þá var tvísýni að alt væri ekki endað. Samt sem áður ætluðu þessir var-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.