Heimskringla - 02.06.1898, Blaðsíða 1
Heimsknngla
XII. AR
WINNIPEG, MANITOBA, 2. JÚNI 1898.
NR 34
1776.
1898.
FJORÐI JULI.
Hina miklu frelsishátíð Bandaríkjanna hefir verið Akveðið að halda að
Hallson, Nortli-Dakota, 4. Júlí næstkomandi. Það er samkvæmt
gamalli venju, að íslenzku bygðirnar hafa haldið þessa hátíð sitt árið
hver, og þar eð Garðar hlaut þann heiður 1896 og Mountain 1897, þá
kemur nú til Hallson að leysa þetta vandasama starf myndarlegaaf hendi.
Nú þegar heíir margt verið gert til undirbúnings fyrir þessa fyrir-
huguðu hatíð, og mun ekkert verða til sparað að gera skemtanirnar sem
allra beztar og margbreyttastar, og þessa rainningarhátíð hinnar mikil-
hæfu Bandaríkjaþjóðar sem allra ánægjulegasta.
Prógramið verður auglýst síðdr.
Hallson, N. D., 30. Maí 1898.
Nefndin.
STRIDID.
Hægt og seint .gengur ófriðurinn
milli Bandamanna og Spánverja. Eng.
ar breytingar hafa átt sér stað síðast-
liðna viku, hjá Dewey við Philippine-
eyjarnar. Hann bíður þar rólegur eft-
ir liðsafla frá Bandaríkjunum og tveim-
ur herskipum, sem hann fær i viðbót
Vitaskuld getur hann tekið bæinn Ma-
nila þegar hann vill, með því að skjóta
áhann af herskipum sínum, en það
væri honum gagnslaust, þar eð hann
hefir ekki nægan liðsafla til þess að
halda bænum á eftir, fyrir Spánverjum.
Við austurströnd Bandaríkjanna
gengur alt seint. Þó er nú síðustu dag-
ana búið að flytja nokkur þúsund her-
menn til Cuba; eiga þeir í sambandi við
uppreistarmennina að hjAlpa til að
eyðileggja bæinn Santigo de Cuba, þar
sem spánski flotinn liggur á höfninni.
Yfirhershöfðingi Bandaríkjanna Miles
fer sjálfur með hernum.
Síðustu fregnir frá Santiago de Cu-
ba segja, að orusta hafi átt sér stað
milli flota Bandaríkjanna og skotvirkj-
; v'iö höfnina og spánska flotans.
Sagt er að um 12 Bandaríkja herskip
muni hafa verið í slagnum, og hali þeim
tekizt að eyðileggja hin ramgerðu vígi
Spánverja, ['og að þeir muni hafa rent
inn a höfnina, þó hún væri full af tor-
pedos, til þess að geta náð í óvinaflot-
ann.
Ef fregnin er sönn, þá er þetta það
mesta hreystibragð sem Bandamenn
hafa gert. Vígin voru álitin af flestum
óvinnandi og liöfnin var svo illa löguð
til aðsóknar, að aðeins eitt skip getur
rent inn í einu,
Sundið sem liggur inn að höfninni
er að eins 900 fet á breidd og krókótt
mjög, en fleirí mílur á lengd. og mA
heita að fram með þessu sundi sé ein
röð af stærstu og beztu Kruppsbyssun-
um. Inn á höfnina sjAlfa frá mynninn
á sundi þessu eru 15 mílur, svo af þvi
er hægt að sjá að það er ekki auðhlaup-
ið þar inn. Það eitt er víst, að ef
mögulegt hefir verið að komast að
spanska flotanum, þá hafa þeir Samp-
son og Schley gert það, og þess vegna
er það, að vér álítum að fréttin geti
verið sönn.
Áform Bandarikjastjórnarinnar er
að þegar þeir hafa náð Santiago do
Cuba og eyðilagt eða handsamað ilota
Sijánvprja þar, þá verður flor.inn og
bvndh d' sendur til Porto Rico til þess að
taka höfuðstaðinn þar. San Juan, oíí
uni li,i<> inæta öðruni flota Spánverja,
Ssna búizi er við að leggi af stað frá
Oddiz.á S|>áiii uui þessftr muudir. Hav-
anaborg A Cuba ætla þeir ekki að eiga
við fyrst um sinn. Það er hægt að
svelta Spanverja þar inni, og ná borg-
inni ;in mikils t ilkostnaðar.
Sunnanfari.
Nafiona! Holel.
Þ&r er gtaðurinn sem öllum ber saman
um að só hið ódýrasta og þægilegastaog
skemtilegasta gestgjafabús í bænum.
l'V<li «d eins fí.00 a daf.
Au*t víu og vimllar nieð vægu verði.
Munið ei'tir staðrium.
NAT!ÖNAL HOTEL.
HENRY McKITTBICK,
—eigandi.—
Loks í vikunni sem leið barst oss 1.
hefti (Des.—Marz) af þessum árgangi
"Sunnanfara". Hann er nú kominn í
tímaritsform og kemur út f jórum sinn-
um á ári, 48 bls. í hvert skifti, í sama
broti (blaðsíðustærð) og áður. — Rit-
stjórar eru þeir Jón Ólafsson og Þorst.
Gíslason, og hinn síðarnefndi er útgef-
andinn.
Eins ogvon var til, með þeim Jóni
og Þorsteini fyrir ritstjóra, er Sunnan-
fari prýðisvel vandaður að efni og öll-
um fragangi, og þótt verðið sé óþarf-
lega hátt hér, í samanburði við það sem
hann kostar á íslandi (1 kr, heftið þar,
en 40 cents hér), þá ver víst enginn
centum sínum betur, sem annars \;er
þeim til íslenzkra bókakaupa, en með
því að eignast Sunnanfara, ef dæma
skal eftir þessu 1. hefti.
Fyrsta ritgerðin í þessu hefti er
hinn margumtalaði fyrirlestur herra
Jóns Olafssonar um Ameríku, er hann
hélt í fyrrasumar i Reykjavík, og sem
heiðursblaðið (!) Lögberg hefir gert sér
svo undurmikið far um að svívirða og
rægja Jón Ólafsson fj'rir. Auðvitað
vissi ritstj. Lögb. ekki hót umþað hvað
Jón hafði sagt, svoí nokkru samhengi
væri, en það gerði nú svo sem minst
til, — það mAtti svo sem alt af fylla
þau skörð með lognum getsökum og
ærulausu niði. Það er æfinlega hand-
bægasta vopnið fyrir þesskonar náunga
eins ogritstj. Lögb..
Því miður er ekki allur fyrirlestur-
inn I þessu hefti, en það er þó eflaust
mikið meira en helmingurinnl sem kom-
ið er. Vér látum því bíða að geta hans
ítarlegaeða skrifa um hann ritdóm, þar
til hann er allur kominn. En það get-
um vér sagt hér, að aldrei höfum vér
séð neitt ritað A íslenzku um Ameríku
og líðan íslendinga hér yfir höfuð með
jafnmikilli sanngirni og það sem kom-
ið er af þessum fyrirlestri. Hin sér-
stöku bygðarlög íslendinga hér vestra
eru nefnd þar hvert út af fyrir sig og
kostum og gðllum lýst rétt og sam-
vizkusamlega eftir beztu vitund. Al-
veg sama er um lýsingar Jóns á mönn-
um og málefnum hér, vér sjáum þar
hvergi réttu máli hallað. í stöku stað
koma fyrir meinlausar og þýðingarlitl-
ar missagnir, en sem auðsjáanlega stafa
af ókunnugleika, eða því, að Jóni hefir
verið rangt skýrt frá af öðrum.
En vér ætlum ekki að segja meira
um fyrirlesturinn i þetta sinn, en
síðar munum vér, þegar hann er allur
kominn út, ræða um hann ítarlegar í
blaði voru.
Svo er og í þessu hefti: Þrír ritdóm-
ar urn íslenzkar bækur (ensk-íslenzk
orðabók, eftir G. Zoega. og dönsk-ísl.
orðabók, eftir Jónas Jónasson); bAöir
þessir ritdómar eftir Jóu Ólafsson; um
Grettisljv'<ð séra Matthiasar, eftir Ouðm.
Friðjóusson); Þrjú. kvifði, eftir Guðm.
Priðjónsson (Mannskaðinn, NAttúran
og gleðin. JÓD gamli); ÞorlAkur Jóns-
son (fra Gautlöndum): eftirmæli (í ljóð-
um). Stjórnarfar í Venezuela. Fyrsta
manntal á Rú-sslandi, Um skáldskap
(eftir Guðm. Friðjónsson). Utlifaöar
reikistjörnur (eftir J. 0.). Undir (Iner-
inn (eftir Sieurjón Friðjónsson),
tímanna (eftir Þorst Oíslason).
Frá gullnemum.
A bökkum Athabasca-Arinnar.
22. Mní 1808.
Kæri frændi Magnús :—
Þá erum við IoIín hingað komnir
með öll bein óbrotin ; en ekki vil ég
ráða neinuin að I ira slóð okkar að svo
komnu, því brautin (ef braut skyldi
kalla) getur tæplegaheitið fær yfirferðar
nema fyrir áburðarhesta. Það er að eins
örmjó slóð, í einlægum hlykkjum og
bugðum i kringum trjAboli og aðrar
vegtálmanir. Bein lína hingað frá Ed-
monton er að eins 85 mílur, en þessi slóð
sem maður verður að fara, er eflanst 120
mílur á lengd. Við keyptum og fluttum
með okkur bát, 24 fet að kjöllengd, 30
fet á millum stafna. Kg revni ekki að
lýsa fyrir þér. erfiðleikunum við að kom-
ast hingað. Oft og einatt urðum við að
lifta upp vagninum með öllu saman og
bera yflr torfærurnar. En nú erum við
þó hingað komnir og báturinn okkar
liggur hér óskemdur á árbakkanum.
Við stöldrum hér við í þrjá daga, en
höldum svo af stað upp eftir ánni, hvað
langt, það má hamintíjan vita, því það
er alt komið undir því, hve hepnir við
verðum í leitinni. Við leigðum fjögur
hestapör í Edmonton til að draga flutn-
ing okkar hingað, og borguðum fyrir
það §100 ; hestarnir hálfuppgáfust síðast
og urðumyið að selflytja síðustu 15 míl-
urnar. Ég hefi orðið var við gull hér
þegar, en get ekki enn sagt hve mikils
virði það er : ég skoða það nákvæmar á
morgun. Berðu kveðju kunningjunum.
Þinn einlægur.
J. B. Brynjólfson.
Athabasca River, 23. Maí '98.
Kæri vinur M. Pétursson :—
Ég lofaði að senda þér línu við síð-
asta tækifæri, og með þessu vil ég sýna
lit á því. en ég get ekki lAtið það vera
lengra, því flutningsmena okkar eru að
fara af stað til baka. Heilsaðu frá mér
öllum kunningium og segðu þeim að ég
hafi verið heill og hress.
Líði þér ætíð vel.— Þinn einl.
S. J. J.
Rödd úr eiðimörkinni.
Hér ef skyldi' eg beinin bera
Brattra millum fjallatinda,
Heigður mun ég að hAttum feðra,
En helskó mér ei þarf að binda.
Skófrekt því ég ætla eigi
Eilifðar A brautum vera,
Anda minn þá ofar skýjum
Oþreytandi vængir bera.
Ei þá reynist örðug förin
Austur að sækja vinafundinn
Sem ég við fyrir skömmu skildi
Skýrum vinar heitum bundinn.
8. •/. Jólianncsxon.
Frjettir.
Markverðustn viðburðir
hvaðanæfa.
Fregn frá Gibraltar segir að Spán-
verjar séu nýbúnir að fá 40 Krúpp-fall-
byssnr frá Þýzkalandi. Þær hafi verið
sendar yfir Frakkland, og hafi þær far-
ið í gegnum tollhúsin þar sem "kitchen
furniture" (eldhúsgögn). Ef fréttin er
sönn, þá er líklegt að Þjóðverjar fái að
gera grein fyrir því síðar meir, gagnvart
Bandaríkjunum. Það væri ekkert á
móti því, að kenna Vilhjálmi ferðalang
dálitla lexíu við tækifæri.
Fréttir frá New York segja, að ó-
regla hin mesta og eyðslusemi hafi átt
sér stað undir stjórn Strongs, fyrver-
andi borgarstjóra í New York, og að al-
menningsfé hafi verið sóað á margvís-
legan hátt án minstu þarfa. Van Wyck
hinn núvera/idi borgarstjóri, heimtaði
endurskoðun allra bors-arreikninganna,
og er sagt að yflrskoðunarnefndin hafi
fundið óhrekjandi sannanir fyrir fjár-
glæfrabrögðum, og þessar skýringar
ætlar Van Wyck að leggja fyrir bæjar
búa, svo þeir sjái hvernig eignir þeirra
hatí verið meðhöndlaðar.
Tveir af aðstoðarmönnum Senor
Polo, fyrverandi sendiherra Spánar í
Washington, urðu eft'r í Quebec þegar
sendiherrann hélt til Evrópu. Sagt er
nú að þeir eigi að halda áfram sta'rfi
yfirmanns síns, að reyna að hafa njósn-
ara sem víðast í Bandarikjunum. sem
eiga að gera þeim aðvart um alt mark-
vert sem við ber og sem einhverja þýð-
ingu geti haft fyrir Spánverja í stríðinu,
Þessir menn koma svo skeitunum til
spönsku stjórnarirjnar.
Tvö Austurrísk lnr-kíp lðgða af'
srað frá Gibraltar a löituda.'iun ; var!
ferðinni heitið til Cuba. Sum blöðin 11
Auaturríki fara drjúgnm orðum um. uð
vel geti farið svo. aðíóliið fari mill
Bandarikjanna og Austurríkis, þar eð
I! mdaríkjastjórn hefir neitað að sinna
þeim kröfum sem Austurríki gerði fyiir
litlát þegna sinna,23að tölu. sem skotn-
ir voru hjá Lattimeri Pennsylvania fyr
ir iiiit tveimur Arum síðan. Þ6 þetta í
sjálfu sér gæti trauðlega verið næg or-
sök til ófriðar, þá er búist við að Aust-
urríki mundi nota það meðfrani, til þess
að hafa tækifæri til að hjálpa Spánverj-
um.
J. J. Holland, sá sem fann upp
"Holland-bátinn," sem vér höfum áður
lýst i Heimskringlu, býður nv'i Banda-
ríkjastjorn að fara á bát sinum inn á
höfnina í Santiago de Cuba, þar sem
spapski fiotinn heldur nú til. og sprengja
upp allar sprengivélar sem séu á sjávar-
botni, svo herskipum Bandaríkjanna sé
óhætt að halda inn og hitta óvinaflot-
ann, En Mr. Holland kveðst einnig
vera einfær um að eiga við fiota Spán
verja á höfninni.
Fimm herskip undir umsjón Commo
dora Schley fóru inn á höfnina i Cien
fuegos á Cuba í vikunni sem leið, og
fóru einn hring í kring fram með land-
inu, án þess að verða vör við eina ein-
ustu kúlu frá Spánverjum. Síðan fengu
skipin öll.þar kol sem þau þurftu, úr
kolahjöllunum. Það er ekki gott að
geta til hversvegna Spánverjar skutu
ekki á skipin.
Fullyrter að samningar milli Spán-
verja og Frakka séu þegar fullgerðir,
viðvikjandi Philippine-eyjunum, og að
Frakkar eigi aðfá fullkomin umráð yf-
ir þeim, ef til vill eignarrétt; retlast er
svo til að þeir sjái um að Bandamenn
megi til að sleppa þeim. — Frökkum er
betra að muna að Dewey hefir ef til vill
eitthvað að segja í því máli.
Ríkisráðherrarnir á ítalíu hafa all-
ir sagt af sér. Orsökin mun vera upp-
hlaupin og annað óstand, sem hefir att
sér stað þar nú upp á síðkastið. Hum-
bert konungur hefir beðið Mar<|uis De
Rudini að mynda nýtt ráðaneyti.
Bandaríkjamaðurinn Irving M,
Scott, aðalumsjónarmaður við smíðarn
ar á herskipinu Oregon, hefir fengið
mjög mikið hól hjá Rússumfyrir bygg-
ingu á skipinn, og hve vel það hafi
reynzt. Hann hefir einnig verr'ð beðinn
að koma til Pétursborgar, til þess að
gefa góð ráð viðvíkjandi smíðinu á
rússneskum herskipum. Hann lagði
af stað þangað í vikunnl sem leið,
Fréttir frá Nýf undnalandi segja að
þrjú herskip hafi sézt þar undan landi á
laugardaginn. Þau voru sýnileg frá
kl. 5 til 7 um kvöldið, en ómögulegt
var að greina hverrar þjóðar skip það
voru. Þau héldu í suður og vesturátt.
Enskt flutningsskip, hlaðið nieð
hveiti, rakst á Bandaríkja-herskipið
Columbia, skamt frá Fire Island; ollí
það töluverðum skaða á herskipinu
sjálfu, en sökti algerlega hinu skipinu;
mönnum varð samt bjargað af því áður
enn það sökk. Herskipið lenti við New
York til viðgerðar.
Nú eru Bretar búnir að fá full yfir
ráð yfir Wei-Hai-Wei í Kína. Japan-
ítar afhentu Kínum stöðina 20. Maí, þar
eð þeir höfðu borgað allan þann striðs-
kostnað sem Japanítar heimtuðu. Sama
dag afhentu ^Kínar Englendingum víg-
in og höfnina og samstundis voru sett-
ir í land nokkrir hermenn af herskipinu
Narcissno.
Frétt frá Madrid á Spáni segir. að
uppreistarforinginn Aguinaldo a Phil-
ippineeyjunum, eftir að hafa fengið
vopn og vistir hjá Dewey, hafi sagzt
heldur vilja yfirráð Spánverja en Baiida
nianna, og að hann mundi því berjast
með Spánverjum. Ólíklegt er að frétt-
in sé sönn.
Uppreistarmenn A Cuba unnu stór-
ann sigur a Spánverjum við bæinn Re-
medios í fjdkinu Santa Clara. Þeir
hölðn fengið fregnir um að spánska
setuliðið — 3000 manns — hafði fengið
mikið af vistum, mörg hundruð riffla
og gnægð skotfæra, sem þá vanhagaði
mikið um, svo 800 uppreistarmanna
réðist á þessa ^herdeild snemma morg-
uns á laugardaginn, og ráku þá gjör-
samlega á flóttaímeð miklu mannfnlli.
Siðan létu, þeir greipar sópa um alt
það sem nýtilegt var og fluttu burt, og
voru þeir rétt |búnir þegar Spánverjar
komu af tur rneð liðsafla og tóku bæiun
af þeim aftur.
Tveir ítalir nýkomnir til Po
Prince, Hayti, l'rá Santiago
lata mjög illa af ástandiuu þar, Þeii
segja að h -. B hin ¦- -
voti yfir bænnw, ekki sízt síðaii sp
flotinn kom þaugað, sem er lítt byruui
af matvælmn. 800 stórskotalidsraenn
lastjórar voru settir á land i
skipunum og eign ! eir að sja um aft alt
fari með lagi í virkjunum; einu'^ var
sett á land upp 20,00t) Mauser-rifflar og
mikií) af skotfærum. Þessir menu spgja
einnig að flotinn hafl mikið af vopnum
og skotfærura, sem ættu að komast til
San Juan á Porto Rico.
j^^^JÍte^^^^j|fc^t^^A^mj^j)te^J^J>kJtteJ>?t.j|fc.j>fc
4
4Í
4
Furner's
MILLINERY.
522 Main Street
WINNIPEG, MAN.
t
t
t
t
t
Sendíherra Bandaríkjanna i Pa.iis,
og margir aðrir Bandaríkjamenn,
skreyttu legstað hetjunnar miklu La-
fayette með blómskrúði og fánum
Bandaríkjanna og Frakklands, hinn
vanalega skreytingardag (Decoration
Day) 30. Mai. General Porter, sem var
þar viðstaddur, hélt langa og snjalla
ræðu, þar sem hann sýndi fram á hve
mikið Bandaríkin hefðu að þakka hin-
um fræga frelsisvijj sem hvíldi þarna;
þau mættu þakka honum fyrir öfluga
oe einbeitta hjálp á timum neyðarinnar,
þegar þau fámenn og fátæk hefðu brot-
ist undan oki Englending. — Frakkar
gerðu góðan róm að athöfninni.
M. C. Cameron. þingmaður Ottawa
þingsins fyrir West Huron, hefir verið
útnefndur af stjórninni sera fylkisstjóri
fyrir Norðvesturlandið,
Utbúnaður og vélar tilheyrandi 7
þrettán þuml. fallbyssum, sem eiga að
vera til landvarna með fram Kyrrahaf-
inu voru fluttar með N.P.lestinni.er fór
vestur f gegn um Fargo k laugardag,
inn. Það þurfti 10 járnbrautarvagna
til að flytja dótið, og sum stykkin voru
svo tröllaukin að stærð og útliti, að
þeim sem sáu þótti nóg um. Byssurn
ar sjalfar verða sendar vestur innan
fárra daga.
Fundur sá sem settur var í Was-
hington, til þess að ræða um samkorau-
lag í þeim mAlum, sem Breta og Banda-
ríkin hafa greint A um, enti á mAnudag
Úrslitin urðu þau, að samþj-kt var að
leggla Alyktanir fundarins nndirhlutað
eigandi stjórnir til samþykta, og skulu
þær þá hvor um sig útnefna nefnd
manna til þess að skera úr öllum A-
greiningsmAlum þeirra, sem nú eru A
dagskrA. og þeim sem fyrir kunna að
koma síðar. Með þessum fnndi er því
fengin vissa fyrir því, að öll mAlefni
sem snerta þessar tvær þjóðir, rerða
lögð í gerð.
Dagblöðin hér í bænum koma með
þá fregn, að nokkrir Emersonbúar sem
fóru til Pembina, N. D., 30. Mai (Deco-
ration Day), hafi verið svívirtir af
Bandaríkjamönnum með því að ein-
hverjir Pembinabúar hafi rifið i sundur
og gengið ií brezku flaggi sem þeirhöfðu
haft meðferðis. Vér trúum ekki frétt-
intii eins og hún er enn sögð, og bíðnm
með óþreyju eftir að geta fært lesendum
vorum sannar fregnir af þessu tilfelli.
Síðustu fréttir frá Vermillion ánni
í Ontarin segja. »ð mikið og hreint gull
hafl fund:zt bar ( ríkum mæli. Saman
við gulkið í hinum svarta sandi hefir
einnig fundizt mikið af platinu.
Forseti McKinley hefir kallað eftir
75,000 sjálfboðaliðs meira. I þann hóp
kemst William J. Bryan með herdeild
þá sem hann er búinn að koma ujm í
Nebraska. Búist er við að hann verði
gerður að óbersta í sjálfboðaliðinu.
Sagt er að viðlagaherskip Banda-
ríkjanna, St. Paul, hafi skorið sundur
hafþráðinn frú Santiago de Cuba. Hefir
það verið gert til þess að S)i;inverjar
gætu engar fréttir fengið frá flota sín-
um þar.
Tollur af innfluttum vörum, sem
komu til Toronto síðastl. mánuð nam
$307,025; i sama mánuði í fyrra nam
tollurinn $256.221; alt svo hafa tollinn-
tektir þar aukizt um $50,863,70 frá þvi
sem þær voru á sama mánuði í fy-in.
Utanrikisráðherra Frakka. M Hni.a-
toux, gaf til kynna ii BtjArnai i á 'sfnndi
ú þriðjudaginn, að veizl'innr.sxinningur
milli Bandaríkjanna ok F'nkklands
væri fullgerður. Þessi Baiiíiiiiisíur betír
enn ekki verið opinberaður, t»i, telji
víst að hann sé til hagsmuna iynr bæði
ríkin.
Hér er lítið ljóðabréf
Til landa okkar
Kæru landar glögt að gætið
ÞA gangið'þið ura Aðalstrætið
Til að kaupa klæði og skó,
Hyggið bara að vestanverðu,
Windsor beint A raóti sérðu
Er litil búð. eu billeg þó.
Bnxur, vesti, biðla-frakka,
Beztu skó fyrir rrienn og krakka,
Alt spAnýtt og ekta snið,
Hvítar skyrtur, klútar, sokkar.
Komið ogjskoðið vörur okkar
Því sanngjarnlega seljum við.
Silki hAlstau. hnappa gylta,
Hatta fyrir alla pilta,
Undirföt af allri gerð.
Og hlífar til að hlífa' i regni,
Hæfar hverjum brezkum þegni,
LAtum vér fyrir lægsta verð.
Athugið númerið.
Steíeiisflii.
630 Main Str.
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
•*
??????????????????????????????????*«??«?????????(
§PARID pENI
Þið getið það með því að fara til STEFANS
JÓNSSONAR, á Norð-austur horni Ross A >. .
og Isabel Str., þegar þér þurtið að að k
eitthvað af Alnavöru (Drygoods). T. dsemis
Mnsilhwa*, 5, 8ogl0 ets. Prints 5. ,;. 8, l»»,
ll'.'.c. (sum ÍOC. print riæstum yard A bi eidd).
Einnig ljósleitir, tvibreiðir kjóladdkar A 5c.
Ijómandi fyrir sumarið fyrir kvenntreyjar
og kjóla handa litlumstúlkum. Þ&eru ch'ikk-
leitir dúkar A 12J og t.r>e. hreinasta afbragð.
Ótal aðrar tegundir af dftkvörn sem ómögu-
legt er upp að telja, með mjíijr Iftgu veiði.
Ógrynni at'lj'ímandi fnllegum stráhðttum fyr-
ir li'tlar stúlkur og konur, eins bio-t og 15 og
20e. Þér getið vissulega sparað peninga
yðar með því að kaupa hjA mér g«'ða vöru
með Uigit verði: Gleymið þvi ekki að koma
við hji mér og sjá hvað 0s er að bjóða við-
skiftavinum mínum þet.ta sumar.
62
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
Með vinsemd og beztu óskum.
STEFAN JONSSOiN
? Norð-austur horn Ross Ave. og Isabel Str.
^???????????????????????????????????????????^ -»?• -
?
?
?
?
?
?
?
?
I
?
?
t
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?