Heimskringla


Heimskringla - 23.06.1898, Qupperneq 1

Heimskringla - 23.06.1898, Qupperneq 1
XII. ÁR NR 37 Heimskringla. WINNIPEGr, MANITOBA, 23. JÚNI 1898. ########################## # # # # # # # # # # # m # Fleury. Þar er staðurinn sern kjörkaupin fást. Hann er nýbúinn að kaupa mikið af karlmanna, drengja og stúlkna “BICYBLE CAPS.” hvítum og bleikum. Þessar húfur eru ljómandi fallegar, og kosta aðeins 25e. Einnig mikið af nærfötum, 85c, parið. Ljómandi hálsbindi, 2Jc. og yfir. Karlmanna og drengja stráhattar; 25c. og yfir. D. W. jUaiit Street 504 Beint á móti Brunswick Hotel. l’. S. Að eins fáeinir klæðnaðir eftir af hinum ágætu “S. B. square cut front” fötum- Bæði svört og grá,—al-ull. Aðeins $10.00 # # # # # # # # # # § # # # *######################### STRIDID. Lítið gerist enn þá í ófriðnum milli Bandamanna og Spánverja, Dewey ræður nú lögum og lofum í Philippine- eyjunum. Hann er nú búinn að fá til hjálpar sér fyrstu deildinni af her þeim sem General Merritt á að flytja þangað. Þjóðverjar hafa því enga ástæðu til þess að skerast í leikinn, úr því að Bandamenn hafa nægan styrk til þess að vernda alla útlendinga á eyjunum fyrir grimdaræði sumra hinna hálfviltu uppreistarmanna. Ef nú Þjóðverjar sýna nokkra afskiftasemi, verður það álitið sem óvinabragð; verður þeim þá sagt stríð á hendur samstundis. Tilraun var gerð á Manila-höfn af Spánverjum, að eyðileggja eitthvað af skipum Deweys. Einn eða tveir litlir torpido bátai höfðu komist undan í hinum eftirminnilega bardaga; höfðu þeir leitað sér hælis uppi 1 á nokkurri skamt frá Manila, þar sern vatnið var svo grunt að ómögulegt var fyrir skip Deweys að komast að þeim. Nú hugs- uðu yfirmenn þessara b-ta að Dewey mundi ekki vera eins var um sig eins og hann hefði verið, og reyndu því eina nótt að laumast út á höfnina og að skipum hans. En þeir voru ekki fyrr komnir út úr ármynninu, en varðmenn- irnir á einu skipinu tóku eftir þeim. Skipið sendi þeim undireins kveðju og lagði af stað á móti þeim. Þeir sneru fljótlega við og lögðu inn i ána aftur, og um leið sprengdu þeir upp spánskt skip sem lá í ármynninu, svo nú liggur flakið af því þar. Þeir komast því ekki út aftur, og Dewey kemst heldur ekki að þeim fyrst um sinn. Mikil gleði var á ferðum á flota Sampsons hjá Santiago de Cuba þegar hinir lengi þráðu hermenn Bandaríkj- anna komu þangað á flutningsskipum sinum á mánudaginn. Það hefir verið únægjuleg sjón að sjá jTfir 60 skip hlað- in með hrausta og djarfa föðurlands- vini. Það líða nú varla margir dagar þangað til bærinn Santiago deCuba, og floti Spánverja þar, verða á valdi Bandamanna. Að þvj afloknu leggja herskipin til Porto Rico. til þess að ná aðalbænum þar, San Juan. Þes«i margumtalaði floti sem Spán- verjar hafa hjá Cadiz á Spáni, er ekki mjög óttalegur. Hann lagði af stað hér um daginn með mikilli viðhöfn, og var sagt að hann ætlaði að eyðileggja flota Bandamanna algjörlega. Tveimur dög- um síðar kom hann heim aftur, — var ekki sjófær, og svo vantaði allan hæfan útbúnað bæði að vopnum og öðru. Spánverjar eru góðir vio ráðagerðir en það verður alt af litið úr fram- kvæmdum. Auglýsing’u enn í ljóðum Ykkur, kæru landar bjóðum Til að gleðja sálu og sinni Og segja ykkur af verzlaninni. Hún gengur eins og hestur á hlaup- um, Þó höndlum við í lausakaupum. Við fáum okkar ekta skó Austan beint frá Toronto. Þá er fyrir þrumuveður Þéttar kápur eins og leður. Barnaskóna gula og græna, GJjáandi fina og líka væna. Stígvélin sem að stúlkur kaupa, Þau standast er þær dansa og hlaupa. SilkiháJstau, hnappa og klúta Og húðsterk föt fyrir drykkjurúta. Alt þetta seljum og ótal fleira, Um altsaman seinna fáið að heyra. G30 Main Sh*. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Nú er búið að reyna hið nýja dynamite-herskip Bandaríkjanna Vesú- vius, Það var komið til flotans sem liggur við Santiago de Cuba, og lét Sampsou flotastjóri það reyna sig á virkjum Spánverja, Árangurinn var betri en nokkur hafði búist við. Skipið sendi að eins nokkrar sprengikúlur í land, en þær gerðu svo voðalegan skaða að apnað eins hefir ekki sézt, Enginn hvellur, eða mjög lítill, heyríst þegar skotið ríður af, og enginn reykur er til hindrunar, því loftþrýstingur er að eins brúkaður vlð að senda þassar dráps- vélar út frá skipinu. Spánverjar vissu því ekkí neitt um hvað var á ferðinni fyrr en kúlan lenri rétt á meðal þeirra. Þegar hún sprakk, sást fyrst hið voða- ati Jiennar. Það virlist sem heilir landflákar tækjust í loft upp. og grjót og múrkekkir i virkjum Spánverja þeyttust í heilu líki í loft upp úsamt fallbyssum on fleiri tugum mannaræfla sem voru svo óheppnir að vera nokk- urstaðar í nánd. Hristingurinn var svo stórkostlegur að hin tröllauknu her- skip Bpndaríkjanna, sem lágu fleiri mílur á sjó úti, nötruðu og hristust í langan tíma, líkt sem að jarðskjálfti væri. Ætlast er til að skip þetta Vesuvi- us ryðji öllum neðansjávar sprengivél- um úr höfninni í Santiago de Cuba. Þarf það ekki annað en senda nokkrum kúlum í sjóinn þar sem álitið er að sprengivélarnar séu; hljóta þær þá að sprynga af áhrifunum frá skotunum. Skipið sendi einnig nokkur skot í átt- ina þangað sem búist er við að torpido- bátar Sþánverja liggi áhöfninni; er get- ið til að þeir hafi sokkið eða laskast mikið, ef skotin hafa komið í nánd við þá; þó er engin vissa fyrir slíku. . Fimm þúsund pánskir hermenn hafa strokið úr spánska hernum á Cuba og gengiðí lið með uppreistarmönnuin Búist er við að margir fleiri geri það sama. ’ Spánverjar eru orðnir reiðir yið páfann vegna þess að hann vildi láta semja frið milli þeirra og Bandamanna. og að þeir létu af hendi Porto Rico al- gjörlega, en fengju aftur ;Philippine- eyjarnar þegar þeir væru búnir að börga stríðskostnað Bandamanna. Frétt frá Berlín á tiýzkalandi segir að gamli Bismarck sé í dauðans greip- um. Hann líður óþolandi kvalir af æðabólgu í hægri fætinum, og virðist svo sem læknarnir geti ekki hjálpað honum neitt. Tilraun var gerð að sprengja i loft upp eitt skipið sem flytur hermenn Bandaríkjanna til Philippine-eyjanna. Það lá á höfninni i Honolulu. Það var einn úr sjálfboðaliðinu, sem tilraunina gerði. Hann var búinn að koma þræði fyrir, sem lá inn i púðurhúsið í skip- inu; hafði það alt af verið vel vaktað, en til allrar lukku var tekið eftir hon- um áður en hann gat fullkomnað verk sitt. Maðurinn er sagður að vera Spánverji; hefir því sjálfsagt gengið í herinn með því eina augnamiði að reyna að gera eitthvað illt af sér. Þrælí þessi á að hengjast þegar skipið kemur út á rúmsjó. Nú er Bandaríkjastjórnin farin að taka flutninksskip fyrir hermennina til Philippine-eyjanna með valdi, þar sem þau fást ekki með góðu. Það er ekki nema rétt þegar neitað er að lána þau eða selja fyrir fylsta verð. Skamt frá bænum Guantanamo náðu Bandaríkjamenn einum Cuba- manni, sem reyndist að vera föðurlands svikari. Hann hafði á sér mörg áríð- andi skeyti frá yfirmanni Spánverja í Guantanamo, er áttu að komast til General Blancos í Havana. í skeytum þessum játar þessi spánski yfirmaður að hungursneyð hin mesta eigi sér stað í öllum austurparti Cuba á meðal spánskra hermanna, og segir hann að þeir séu óðurn að strjúka og ganga í félag með uppreistarmönnum, sem nú hafi nægar vistir frá Bandaríkjamönn- um, Stjórnarbankinn á Spáni er búinn að gefa út seðla upp á $1,318,000.000 peseta,, en hefir ekki einn einasta málm- pening til þess að innleysa nokkuð af þessum seðlum með. Seðlarnir ern að eins hálfvirði nú og eru alt af að falla. Heldur vel gengur Bandaríkja- stjórn að fá þessar 200 millíónir til láns hjá þjóðinni. Þó rentan sé lág, og er- viðar kringumstæður víða vegna striðs- ins, þá samt var búið að biðja um mik- ið meira en þurfti af þessum ábyrgðar- skjölum stjórnarinnar innan fárra daga eftir að það var tilkynt að boð yrðu tekin. Frá New York-bæ einum komu boð upp á 400 millíónir. Það sýnir að þeir eru ekki alveg skildinga- lausir enn þá, og að þeir hafa óbilandi traust á þjóð sinni. Yfirpresturinn á Philippine eyjun- um segir. að drottinn hafi birzt sér og lofast til að sjá um að þessi “Yankee Pigs”. eins og þeir kalla Bandamenn, "skyldu verða rekin burt af eyjunum og látin tortýnast”. — “Viða er pottur brotinn”. Neðri deild sambandsþingsins í Washington hefir samþykt að taka Hawaii-eyjarnar í sambandið. At- kvæðin stóðu 201 með, 91 á móti. Nú er eftir að vita hvað senatið gerir við málið. Ekki er búist við neinu ákveðnu fyr en á laugardag. Um 400 járnbrautarvagnar voru látnir bíða of lengi á járnbrautum skamt frá Tampa hlaðnir með matvæli og föt handa hermönnunum. Þar af leiðandi skemdist mikill hluti matvæl- anna. Stjórnin hefir strax skipað nefnd til þess að rannsaka málið, og komast að hinu sann a um það, hverjum þessi dráttur sé að kenna. Edward Leynes, sem hefir hirt um pósthúsið í Berlin í Ontario, hefir verið klagaður fyrir að stela peningabréfum úr hósthúsinu. Mörg bréf höfðu horfið áður en nokkrum datt í hug hver hinn seki væri; en til þess að fá fulla vissu um þetta, lét pósthúsumsjónarmaður (Inspector), Burnham, tvö peningabréf á pósthúsið, og voru i þeim báðum merktir seðlar, Þessi bréf hurfu, en peningarnir fundust hjá Leynes; var hann þá óðar tekinn fastur. Kínverja-grej’in eiga heldur bágt nú. Þeir eiga sem sé von á fjórum ný- um herskipum frá Þýzkalandi. en þar sem þeir eru búnir að láta af hendi vi^, Evrópu-stórveldin þær hafnir allar, er skip geta legið á, þá fóru þeir þess á leit við Bússa, hvort þeir mættu ekki leggja þessum skipum inn á höfn sem þeir hafa umráð yfir við strendur Kína, en fengu fljótt afsvar. Það verður gaman að sjá hvoð Kínverjar gera nú við þessi herskip. Bærinn Park City i Utha brann þ\í nær allur á sunnudaginn. Eldurinn kom fjTrst upp í Amerícan Hotel á Að- alstræti bæjarins. Sterkur sunnan- vindur hjálpaði eldinum til svo alt aðal- strætið var lagt í eina rúst með öllum sínum búðum, hótelum, bönkum og mörgum fjölskylduhúsum. Tjónið er metið á $1,009,000. Stjórnin á Spáni neitar að skifta stríðsföngum við Bandaríkin. Það hafði verið rej'nt að fá Hobson og menn hans, sem sökktu kolaskipinu Merrimac, lausa. en nú lítur ekki út fyrir að það verði hægt. Sagt er að Austurríki hafi nýlega hjálpað Spánverjum um 3 millíónir skothylkja og 120 tons af sprengiefnum. Rússar eru farnir að draga saman flota sinn hjá Vladivostok iog Port Art- hur, til þess að vera viðbúnir i hvað sem kann að fara hjá Manila. Bæjarstjórinn og yfirlögregluþjónn bæjarins Brunswick í Missouri skutu hvor annan til dauðs á föstudagínn. Sterkur áhugi er að lifna á Spáni í friðaráttina; mörg helztu blöðin eru farin að taka í þann strenginn, stjórn- in hefur fengið áskoranir frá mörgum mikilsmetnum mönnum, sem segja það eindreginn vilja almennings að friður fáist, sem fyrst, Nú hefur stjórnin tekið það ráð að senda umboðsmenn sína út um land alt til þess að komast að því sanna í þessu máli, og er búist við að hún hagi sér nokkuð eftir þeim skýrslum sem þessir menn gefa. Uppreistar foringinn á Philippine- eyjunum Aguinaldo er búinn að mynda nýlend-stjórn þar og hefur tilkynnt Bandaríkja konsúlnum að þeir óski eft- ir að mega vera tilhej’randi Bandaríkj • unum. Þeir eru nú einnig búnir að eignast eitt herskip, sem liggur á höfn- inni hjá Manila. Það er gjöf frá einum auðmanni þar, sem er mikill frelsisvinur og vill feginn sjá uppreistarmenn sig- ursæla. Sagt er að hin voðalegasta hungurs neyð eigi sér stað á Nýfundnalanði. — ísbreiða ligggur þar fyrir landi, og fjöldi af skipum eru þar innibyrgð og ekkert þeirra kemst út til þess að leita að bjargræði fyrir hinn hungurmorða mannfjölda. Nokkrir hafa riú þegar fáið úr hungri. — Talið er víst að ef engin hjálp geti komizt til þeirra innan fárra daga. þá deyi fjöldi fólks af hungri og harðrétti. Einn af helztu prestum þar sendi hraðskeyti til næsta staðar, þar sem matarbj'rgðir voru, er Jfljóðaði svo: “Sendið matvöru hingað st-rax; ef það er ekki hægt, þá sendið borðvið í likkistur”. Þetta sýnir á- standið betur en nokkuð annað. Bréf frá íslandi. Það er af hinu póltiska ástandi að : egja að það hefur aldrei verið jafnmikil sundrung og flokkadrættir í stjórnar- skrármálinu sem eftir jætta siðasta þing iíem skifti þingmönnum í tvo tíokka eða >tjá : Valtýsliða Fleigsmenn og þá er ívorugt vildu aðhyllast. Síðan hafa blöðin verið í há rifrildi um þessar tvær stefnur. Það er sorglegt ástand á jafn- Sítilli og fámennri eyju að þingmenn og blaðamenn skuli ekki sjá sóma sinn og þjóðarinnar betur en svo að standa í skítkasti og rifrildi í mörgum flokkum um jafnmikilsvert málefni og það að losa sig undan j'firráðum Dana, sem enga þekkingu hafa á málum okkar og vita ekki hvað oss er fj-rir beztu. ís- lenzkir blaðamenn tala drjúglega um amerískt húmbúg og ameriskar mútur, en sjálfir bregða þeir hver öðrum um eigingjarnar hvatir og fleira illt. Skúli Thoroddsen á að hafa gengið í lið með Valtý af því hann hatar landshöfðingja en fleigsmenn eiga eftir frásögn Skúla að vera með fleignum vegna landshöfð- ingja. Valtý á að halda sínu máli fram af því hann langar til að vera ráðgjafi sjálfur og eiga hinir von á einhverri sleikju frá ráðgjafanum þegar hann kemur. ísafold er með Valtý af þeirri ástæðu að það getur skeð að biskup verði ráðgjafi. Bjarki áað gera alt fyrir Valtý, en Austri alt fyrir landshöfð- ingjann, Stefnir alt fyrir Klemens og s o gengur skitkastið og persónu’cgu hnúturnar fjöllunum hærra. Blöðin hafa í vetur verið barmafull af þessu rifrildi og er það mikil stilling sem ís- lenzku þjóðinni er gefin aðkaupa blöðin þegar þauerufull meðþennanþvætting. Fyrir þessar æsingar verða öll önnur mál á hakanum, ogárangurinn af þessu verður aðeins sá að tvístra hugum landsmanna svo þeir vita bvorki upp né niður hyað réttast er í þessu máli en menningarlegar umræður og bókmenta- légar verða á hakanum. Það er sorg- legra en að það taki tárum að sjá okkar mætustu menn, Jón Ólafss, Þorstein Gíslason og Skúla (sem einusinni var uppáhald þjóðarinnar)í þessariskamma- þvögu. Þingmenn hafa ekki tekið þátt í þessu aðrir en Skúli og svo Jón í Múla og Klemens til að verja síg fyrir skömm- um í blöðunum. Jón í Múla ritaði mjög stillilega og sýndi fram á hve heimskuleg aðferð þessi væri, er nú færi fram í blöðunum, er jafnvel vínir bærust á pólitiskum og persónulegum banaspjótum, og nú virðast þau fremur vera farin að lægja ofsann. Jón Ólafs- son hefir nú farið fremur stillilega í raálið, en hann vekur upp frumvarpið frá ’89 og hyggur það einu lífsvon, en því berzt Benedikt Sveinsson á móti af þeirri ástæðu að það lögfesti mál vor að eilífu í ríkisráði Dana, sem sé þvert ofan í stöðulögin. Nú eru líkur til að vinstrimenn í Danmörku komist til valda á næsta sumri, En þeir hafa barist fyrir þingræði og er líklegt að þeir komi þeirri breyting á hjá sér; hyggur því Benedikt Sveinsson og þing- menn Eyfirðinga vera auðjsætt að þjóð- in reyni nú að koma sér saman um að samþykkja frumvarpið frá ’85, sem tryggir oss fúllkomna sjálfstjórn og þingræði. Þess vegna hafa þeir boðað til Þingvallafundar 20. Ágúst í sumar. til að vita hvort þjóðin getur ekki enn sýnt þar vilja sinn eindregið um þessar kröfur, en sleppa öllu kriti og flokka- drætti. Er nú vonandi að allir hugs- andi menn og sannir ættjarðarvinir sjái svo sóma sinn að sá fundur geri enda á öllum hringlanda og humbúgi. Geti ekki þetta lukkast, er eigi annað sýnna en fnlltrúar og málsmetandi menn þjóðarinnar komi henni í þá niðurlæg- ingu, bæði hjá sjálfri sér og utanlands, að ósýnt er hvenær hún aftur nær þvi sæti, er hún hefir haft hjá öllum er hafa þekt ástandið, og unnað henni frelsis undan erlendri kúgun og óþarfa af- skiftasemi. En ef'þjóðin sjálf sundr- ast, er auðsætt nð hún hefir engan þroska eða vit* til að heimta rétt sinn, og er þá álit hennar farið forgörðum. K\ RK.TULÍFID er dofið og þegj andalegt. Messuferðum fækkar árlega í flestum sveitum, viða messuföll heilt missiri í röð, eða lengur; altarisgöngur eru að leggjast niður og sumstaðar húslestrar. Prestarnir þegja allir nema séra Jón Helgason, sem langar. til að verða séra Jón Bjarnason íslands, en vantar held ég flesta hæfileika nema ofsann og löngun til að telja alla van- trúarmenn, eða þá er opinberlega neita trúarjátning kyrkjunnar óærlega og siðspilta (sbr. Verði ljós 2. bl. þ. á.). — Fríkyrkju vill hann ekki hafa. Hon- um þykir víst skemtilegra að allir séu píndir til að borga til prests og kyrkju og vera í söfnuði, þótt þeir vilji hvorki heyra né sjá prest. Hann hyggur það bæti siðferðið að öllu sé haldið í sama horfinu. Prestarnir verða að prédika þessar sömu þulur ár eftir ár, þótt þeir kanské trúi ekki sjálfir því hálfa af því sem þeir prédika. Þvi ef þeir skifta um skoðun opinberlega, tapa þeir hempu og embætti. Ástandið er þetta: prestarnir verða að framfj-lgja 400 ára gömlu formi til að fjflgja lögunum og geta lifað. Börnin verða að læra gaml- ar kreddur og þulur, bara til að fylgja lögunum, þó þau trúi fæstu af því; all- ir verða að vera i söfnuði og hafa sömu trú, bara til að fylgja lögum og venju. Prestar geta heimtað peninga fj-rir verk er þeir aldrei hafa unnið, þvi lögin leyfa það. Þetta ástand er að lama alla sómatilfinning, bæði hjá prestum og öðrum. Það er eins og þung og ís- köld heljarþoka liggi yfir öllu andlegu lífi. Vitaskuld eru margir hugsandi menn sárir, en það er ekki til neins að kvarta: þingið snýst alt af utanum pólitík, samgöngur og fjárveitingar og svo smá breytingar á lögum og viðauk- um við lög, en að taka kyrkjulögin frá rótum og aðskilja kyrkjuna frá ríkinu, nefnir engin á nafn, nema í einhverjum smágreinum í blöðum, semsvoereng- in gaumur gefin. Það er eitt víst, að trúarlífið er að deyja út. Frá mínu sjónarmiði er það nú gott ef því fylgdi það að menn færu þá að unna öðrum hugsjónum og hefja umræður um þær. En það ber ekkert á því nema í póli- tikinni. VERZLUN. Það er að eins einn flokkur manna í landinu, sem lifir fyrir fastákveðnar hugsjónir um framtíðar- skipulag i verzlun og borgaralegu lífi, það eru Þingeyingar, með Pétur Jóns- son, Jón í Múla og Benedikt Jónsson á Auðnum í broddi fylkingar. Þeir hafa einlægan vilja á að útbreiða skoðanir sínar. En hineað til hafa fáir blaða- menn út am land orðið- til að fylgja þeim að málum, nema Valdimar Ás- mundsson og Skúli Thoroddsen. Lands- menn eru að sönnu yíða farnir að sjá sannleikann. Kenningum Þingeyinga og kaupfélögum vex heldnr fiskur um hrygg, en þó fjölgar smákaupmönnum ár af ári; þeir heimta peninga vægðar- laust, en selja með lágu verði móti þeim. Bændur girnast glys þeirra og dragast svo frá kaupfélögunum. Sumir nf þessum amákaupmönnum lána stanz laust; að ég ekki tali um gömlu verzl- anirnar, og eru þá bændur komnir með “hári og húð i hendur rukkaranna”, eins og skáldið Páll Jónsson komst að orði, þegar hann yrkir um þetta á- stand* Þetta verzlunarólag segja Þing- eyingar að geti ekki lagast nema með almennum kaupfélagsskap, þar sem all- ir taki jafnan þátt í gróða og tapi, enda verki það sjálfstæða hugsun að standa í þeim félagsskap, og hafa Þing- eyingar sýnt það í verki, því hvergi á landinu eru menn sjálfstæðari eða þroskaðri.bæði í verzlunarlegu og borg- aralegu tilliti. Það er því nær hver einasti maður í Kaupfélaginu, og hin gamla Húsavíkurverzlun komin að falli. í öðrum sýslum virðast kaupfélög eiga erviðara uppdráttar, enda hafa þau óviðe eins mörgum og góðum mönnum á að skipa sem Þingeyingar. Enda er nú deyfð mikil í allri verzlun og íslenzk vara í litlu verði; kjöt því nær einskis virði og ervitt að selja lif- andi fé. Svo það er ekki beinltnis hægt að segja að útlitið sé glæsilegt, hversu sem suma blaðamenn langar til að lýsa því glæsilega. Þó hygg ég flestir séu vongóðir um að alt lagist. og að *) Sjá Bjarka nr. 17. þ, á. bjartari framtíð og betra líf sé fyrir höndum. — Ég gleymdi að geta þess, að Kaupfélagið hefir fengið góðan liðs- mann þar sem Jón Ólafsson er, enda lifnaði yfir bókmentunum í heild sinni strax og hann var seztur á laggirnar hér, Nýja Öldin er fjörug og skemti- leg, og hið fj'rsta hefti af Sunnanfara er mjög gott, svo mun fleira verða, og er það gleðiefni öllum góðum mönnum, að Jón Ólafsson er aftur komin í ríki sitt, nefnilega rítstjórnarstöðuna, því þar er hann konungur, þrátt fj'rir það þótt prentsvertu flórspaði Lögbei gs reyni að sverta óg rýra álit hans. Nú er enginn tími til að segja fleira Að svo mæltu óska ég ölluni Vestur- íslendingum gleði og gæfu. og Heims- kringlu hinni nýju langra og farsælla lífdaga. Ritað 8. Mai 1898 (á Seyðisfirði). JÓHANNBS SlGUKÐSSON. Þingej'ingur. Kátleg fífldirfska. Bobby Leach fer í tunnu sinni ofan Niagarafossinn. Þegar Bobby var búinn til ferðar var mannfjölei mikill snmankhminn að horfa á hann ffra ofan fossinn. Var mannfjöldinn Canada megin við foss- brúnina. Þegar múgurinn sá hann var gert óp mikið. Leack var svo bú- inn að hann vrr í bláum stuttbuxum, nærskornum, en skyrtu að ofan og stórt L framan á brjóstinu. Hann hneygði sig kurteislega fyrir fólkinu og gekk svo spölkosn eftir járnbrautinni, en brátt stefnir hann niður að fljótinu klifrast nidur bakkann, þangað sem tunna hans var bándin. Aðstoðarmað- ur hans einn lyfti upp lokinu á tunn- unni og Bbby smeigði sér inn í hana. Voru innan i henni ótal ólar til að binda hann allavega, svo aðhann slægist ekki við tunnuna og meiddist. Þegar því var lokið bað hann þá vel lifa og senda sig af stað. Maður nokgur, William Wybera, hafði bát þar nærri og rendi hann hon- um út, festi kaðal í tunnuna og réri út á fljótið ofan við fossinn. Reri hann spottakorn upp eftir þvi, til þess að koma tunnunni í góðan straum, sem fleytti henni ofan á fossbrúnina. Þegar út á fljótið kom slefti hann kaðlinum. en unnan tók skrið ofan strauminn beint ofan að fossinum og biltist alla- vega. Voru menn þá kátir á bökkun- um og hljóðuðu ákaft. En svo sló öllu í dúnalogn. Tunnan fór ekki ofan heldur tók öfugstrej'mið hana og flutti hana upp eftir fljótinu aftur nærri á sama stað og Wj-bra hafði sleft henni og héldu allir að hana rfiyndi að landi reka. En það varð þó ekki, Annar straumur tók hana og þeytti henni út í strenginn þar sem hann var harðari, Tunnan barst nú með ofsa hraða nfan að fossin- um og kastaðist allavega. Þegaráfoss- brúnina kom lyfti kvika ein hedni þvf nær upp úr vatninu og stóð hún á enda og fór þannig niður. Á minna en tiu sekúndum sentist hún niður fors-streng- fram hjá áhorfenkunum. Alt varð á ferð og fluga, konur sem kariar tóku á harða hlaup að reyna að halda í við Tannuna. En hún hált áfram niður að hringiðunni neðan við fossinn tók þá öfugstreymi hana og hentijhenni upp undir fossinn aftur með ákaflegum hraða. Svo stöðvaðist hún og fór að reka í hring. í nokkrar mínútur rak hana þar fram og aftur og lág stundum við að hún slengdirt á klappirnar Can- ada megin. Þetta gekk í 15 mínútur. Nú fóru menn að reyna að ná tunn- unni og gekk það ekki greitt, því til þess þurfti fyrst að klifrast j'fir uaðir og gjótur og var það mannhætta tölu- verð. En loks komust þeir nærri henni og skaut þá einn þeirra fjórum skotum til að láta Leach vita að þeir væru nærri. Höfðu þeil talað um það áður. Óð þá einn þeirra út í og náði í tunn- una, dróg hana að landi og lyftu frá lokinu. Lom Leach þar út úr og var ó- meiddur og hafði verið nálægt klukku- stund í tunnunni frá því henni var lok- að ofan við fossinn.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.