Heimskringla - 23.06.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.06.1898, Blaðsíða 2
2 jí JiftfSKKÍMíLA, 23. JÚNÍ 1898 Heimskriiifila. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til X«lands (fyrirfram borgað af kaupend- uœ blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order Keeistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með aSöllum B. F. Walters, Útgefandi. OfSce : Corner Princess & James. P.O- BOX 305 Eins og’ auglýst haf'ði verið í Hkr Og LRgb. 9. þ.m., var fundur haldinn á North-West Hall á miðvikudags kvöldið 15. þ. m., til þess að kjósa nefnd til að standa fyrir íslendinga degi hér 2. Ágúst í sumar. Hr. B. L Baldwinson, forseti nefndarinnar frá I fyrra, setti fundinn. í fjærveru fé hirðis Kristjáns Ólafssonar, gerði Baldwinson grein fyrir tekjum og gjöldum íslendingadagsins í fyrra, og sýndu þeir reikningar, að nú væru í sjóði og í höndum féhirðis $88.09 Einnig skýrði Baldwinson frá því, að féhirðirinn væri reíðubúinn að af- lienda sjóðinn féhirði þeirrar nefnd ar sem þá yrði kosin, undir eins og krafist yrði, (Kristján hafði sagt hon um þetta rétt fyrir fundinn). Síðan sagði Baldwinson af sér og nefndinni starfa þeim er hún hafði haft á hendi sem íslendingadagsnefnd. Þar næst var Baldwinson kosinn fundarstjóri í einu hljóði og B. F. Walters fundarskrifari. Síðan var gengið til kosninga um nefndina fyr- ir þetta ár, og hlutu þessir kosningu: B. L. Baidwinson, Gunnar Sveinsson, Sigfús Anderson, Eiríkur Gíslason, Þórhallur Sigvaldason, Hjörtur Lár usson, Paul Olson, B. F. Walters. Magnús Pétursson. — A eftir fundi kom nefndin saman og kaus: forseta B. L. Baldwinson, skrifara M. Péturs- son, fébirðir G. Sveinsson. Hr. Wm. Anderson gerði tillögu um það, að fundurinn léti í Ijósi þakk- læti sitt og ánægju við hr. Baldwin son fyrir hina einörðu og drengilegu framkomu hans f íslendingadagsmál- inu ; samþykkti fundurinn þá tillögu í einu hljóði.—M. Pétursson lagði til, að nefnd þeirri er kosin var, væri falið, að semja reglugjörð fyrir ávöxt- un og geymslu íslendingadagssjósins framvegis, og var sú tillaga samþ. Fundur þessi var mjög fjölmennur —hátt á 3. hundrað manns; öll var regla þar hin bezta, eins og vant er að vera þar sem 2. Ágúst menn eiga hlut að máli. Sterkur áhugi lýsti sér hjá öllum fundarmönnum að sfyðja að því af fremsta megni, að gera hátíðina 2. Ágúst í sumar eins fullkomna, að minnsta kosti, eins og nokkru sinni áður. Daginn eftir þennan fund, fór hr. G. Sveinsson, fébirðir nefndarinn- ar, á fund Kristjáns Ólafssonar til þess að sækja til hans Islendinga- dagssjóðinn. En “ekki er laust sem skrattinn heldur,” segir máltak ð. Dánumaðurinn Kristján þverneitaði nú að afhenda 2. Ágúst mönnum sjóðinn. Dróg hann upp skjal mikið úr skrínu sinni, þar sem jarlarnir tveir frá Gilbarmi, leiðarljós (eða mýrarljós) og húsbændur Kristjái s, þeir Sigtryggur Jónasson og Magnís Paulson, fyrirbuðu honum að afhenda óliræsis 2. Ágúst mönnum sjóð!nn, og lögðu við reiði sína ef hann ekki reyndist þeim hundtryggur og hlýð- inn í hvívetna. Bréf þetta er alllangt “dókúment” og er skrifað á ensku. Færa þeir Sigtr. og M gnús þar fram sama 1 ygaþvættinginn sem Lögberg pré- dikaði síðast, að það sé fullljóst og engum efa bundið, að 17. Júnímenn séu í stórum meiri hluta hér í Winni- peg, og þess vegna væri það rarigt að afhenda sjóðinn 2. Ágústmönnum til afnota. Það þarf meira en litla ósvífni til þess, að hakla öðru eins og þessu fram, og þeir menn hljóta að vera lang- æfðir í því að Ijúga, sem ekki skamm- ast sín fyrir slíkt. Hvert einasta ís- lenzkt mannsbarn hér í Winnipeg veit það ofur vel, að það eru tiltölu- lega að eins sárfáir menn hér, sem komnir eru til vits og ára, sem viJja skifta um dagana. Allur þorri fólks- ins vill hafa 2. Ágúst og engan ann- an dag, og hafa sýnt það svo ræki- leg, eins og skýrt hefir verið frá i Heimskringlu áður. Það er því næsta furða, að Krist- ján Ólafsson skuli láta þessa tvo ó- hlutvöndu ribbalda kúga sig til þess, að neita að láta af hendi fé almenn- íngs þegar hann er formlega uin það krafinn af réttum hlutaðeigendum. Og vér viljum spá Kristjáni því, að hans vegur og virðing aukist eigi að heldur við þessa framkomu nans. “Spyrjum að leikslokum, en ekki að vopnaviðskiftum.” Vér segjum ekki meira um þetta sjóðsmál að sinni, en næst höfum vér ef til vill eitthvað meira um það að segja. uHeiður }Deim sem heiður ber“. Dagblaðid Herald, í Grand Forks, N. D., sem út kom 17. Júní, flytur les- endum sinum ræðu eftir landa vorn, Gunnlaug F. Jónsson. Hann var einn af fjórtán, sem útskrifuðust frá háskóla ríkisins þar í sumar. Og sökum hinna mikilhæfu gáfna hans, var hann sá fyrsti sem valinn var af formönnum há- skólans til þess að flytja eina aðalræð- una að loknu burtfararprófi. Vér ætlum ekki að segja míkið um ræðu þessa í þetta sinn, en látum það nægja að segja, að vér höfum ekki oft séð djúpsærri hugsun og skarpari á- stæður gefnar fyrir ályktunum sínum heldur en Mr. Jónsson gerir. — Kæðan kemur í næsta blaði Heimskringlu, og þá geta lesendur vorir sjálfir séð og dæmt um gildi hennar. í sambandi við þetta er vert að geta þess, að þessi ungi námsmaður kom til lands þessa fyrir 7 árum síðan, var hann þá unglingur 15 ára gamall Hann yfirgaf ættingja og vini á gamla landinu og hélt hingað öruggur og einn síns liðs, efnalaus og lítt kunnandi í ensku máli. Næsta vetur gekk hann á skólanu í Crystal, N. D., og þrátt fyrir örðugleikana af vankunnáttu máls ins skaraði hann þar langt fram úr öll- um skólabræðrum sínum. Hann nam þar á stuttum tíma alt það sem kennar ar hans höfðu fram að bjóða á þeim skóla. og haustið 1893 sótti hann um að fá að ganga inn í undirbúningsdeildina við háskólann í Grand Forks. Við inn- gönguprófið, sem hann tók þar ásamt mörgum öðrum, fékk hann hærri ein- kunn, heldur enn nokkur hefir áður fengið við það próf, síðan að háskóliun var stofnaður. Eftir það var hann ætíð efstur í hverri deild og langt á undan öllum meðnemendum sínum. Hann ávann sér alt af betur og betur aðdáun og hylli kennaranna og nemendanna og af þeim var hann viðurkendur að vera hinn mesti námsmaður, sem nokkurn tíma hefði komið á háskólann. Nokkru áður en hann útskrifaðist hafði hann fengið lofun fyrir yfirkenn- araembættinu við skólann í Thompson, N. D.; var hann sá eini af stúdentun- um sem náði svo góðri stöðu, Vér höf- um nokkurnveginn vissu fyrir því, að hann ætlar sér að verða læknir, og með hans dugnaði og hans gáfum getum vér búist við að heyra eitthvað enn merkilegra utn hann seinna. íslenzka þjóðin má vera stolt af svona mönnum. Crows Nest-brautin, Svívirðileg meðferð á verkamönnum. Þriggja manna nefnd sú sem Do- minionstjórnin skipaði seint á síðast- liðuum vet.ri, til þess að rannsaka kvartanir þær sem alt af heyrðust frá Crows Nest, viðvíkjandi hiuui illu og ó hafandi meðferð á inönmira þeim. sem þangað hafa farið til vinnu fyrir C. P. R. félagið, lagð nefiidarálit sitt eða skýrslu fyrir þiugið snemma í þessitm mánuði. Skýrsla þessi sýuir, að nefnd in hefir yfirheyrt 282 vitni og þar fyrir utan haft tal af og spurt sig fyrir uiu málefni þetta hjá fjölda mörgum tieiii. Allir báru sömu töguna. um s' ikin lof- orð, og svo giiminúðuga meðferð að furðu gegnir, að hvítir merin skyldu lijfa sér að beita slíkri þrælmensku við undirmenn sína. Þessum mönnnm hafði öllum verið lofað ókeypis flutuing vestur, og fjöld- inn af þeím hafði vistast upp á mánaðar kaup. Kaupið átti að vera frá $20 til að sofa í og nóg af ábreiðum til að sofa við. Þetta reyndust alt saman örg- ustu svik. Þeir máttu sofa úti undir beru lofti, oft og einatt án þess að hafa nokkurn hlut til þess að skýla sér með. Svo um mánaðalokin, þegar þeir áttu von á kaupi sínu hjá félaginu, þá var kotnið fram með reikninga sem sýndu, að margir þeirra væru í skuld við félagið fyrir fæði. Það kom þá upp að þeir væru leigðir fyrir dagkaup og yrðu þvi að borga fyrir fæði sitt þá daga sem óveður hindraði og á sunnu- dögum, og svo einnig þá daga þegar félagið bafði enga vinnu handa.þeim, sem oft kom fyrir. Einnig fengu þeir þá að vita að ætlast væri til jiess að þeir borguðu far sitt vestur, þrátt fyrir samninga þá sem gerðir höfðu verið við þá. Margir af þessum mönnum yfirgáfu þá vinnuna, þegar þeir sáu, að hvað lengi sem þeir ynnu, þá myndu þeir tæplega verða skuldlausir við félagið. Margir héldu samt áfram vinnu sinni í þeirri von, að hagur þeirra kynni að batna, og svo vegna þess, að þeir veigruðu sér við að halda af stað fót gangandi, matarlausir og peningalausir En það sannaðist, að því lengur sem þeir unnu hjá þessum kumpánum, því hraklegra varð ástand þeirra. Skýrsla nefndarinnar sýnir fram á að þó mennirnir ynnu alla þá daga sem mögulegt væri að vinna í heilt ár, þá yrðu þeir ekki meira en skuldlausir við húsbændur sína við árslokin. Þessir menn geta því hvorki komist heim til sín né veitt fjölskjddum sínum nokkra aðstoð, og fjöldinn af þeim eru fjöl- skyldufeður austan úr Ontario og Que- beck. Hvað sem þeir þurftu að kaupa af fatnaði. skóm eða hverju öðru, var selt óheyrilega rándýrt og komst nefnd- in að því. að í sumum tilfellum var hið vanalega verð fjórfaldað, en í engu til felli var verðið minna en tvöfalt við það sem átti sér stað annarsstaðar. Ofan á þetta bættist, að þeir mátta borga töluvert á hverjum mánuði fyrir póstferðir, þótt þeir hvorki fengju bréf eða blöð eða sendu þau sjálfir.. Einnig máttu þeir borga mánaðarlega fyrir læknishjálp og meðul, sem var illa og óhaganlega útilátið, þá sjaldan þeir þurftu á því að halda. Aðbún_.ður allur var hínn versti. Oft var þeim hrúgað saman í gamla.og opna járnbrautar flutningsvagna. Urðu þeir að matast þar og sofa ; var ýmist að þeir ætluðu að krókna af kulda, eða þá að þeir gátu eigi hafst þar við sakir óhreinlæt’s og pestnæmis. Annað veif ið máttu þeir sofa úti, og það eftir að kuldatíð var komin, og enein hitunará- höld fengu þeir fyr en komið var fram í Janúar. Ekki þýddi neitt að kvarta um þessa meðferð við yfirmennina; þeir hótuða óðara burtrekstri ef nokkur ympraði á hinni svívirðilegu meðferð sem beitt var við þá. Margir af hinum kjarkmeiri yfirgáfu vinnuna, þegar þeir sáu að ómögulegt var að fá hlut sinn réttan á neinn hátt, máttu þeir þá búast við að þurfa að ganga frá 1000 til 2500 mílur. og biðja sér brauðs. Mórg dæmi sýna það, að fjöldinn af þessum mönnum liðu hinar mestu þrautir á leiðinni; marga daga höfðu þeir ekkert annað að nærast á en leifar og vista-afgang.sem hent hafði verið út úr matarvögnunum fram með braut- inni. — Yfirmennirnir höfðu gefið út strangar skipanir um að þessum mönn um skyldi engin hjálp veitt, hvorki með fæði eða annað á leið þeirra fram með brautinni, og gerðu þeir alt sem þeir gátu til þess að gera ástand þeirra sem aumlegast, án þess að taka nokkurt til- lit til þess, að annað eins harðrétti gæti orsakað, ef til vill, dauða sumra þessara manna. Nefnd þessi hefir ráðlagt ýmsar brej’tingar viðvíkjandi ástandinu þar vestra. Húi. vill að kaup mannanna wé hækkað frá $'.50 á dag upp í $2.50, og færir með |,ví þær áwtæður, að bú;ð sé að sýna að þeir geti ekki lifað eins og menn á minna kaupi. Ekki vill hún að leyft sé að selja viu nokkurstaðar nærri þessn svæði. Og svo vill hún að stjórnin skipi áieiðaniega umsjónar- menn, sem séu alt afá staðrium, og hafi fult vald til þesw að jafna alla mis- klíð, seru kanu að koma milli verka- manna og yfirinanna þeirra. Líka álít- ur nefndin heppilegt að stjórnin fyrir- skipi vissar reglur, sem yrði að hlýða, og sem væru sanngjarnar gagnvart báðum málspörtum. Einnig skyldu þeir menn sem væru búnir að vinna 3 mánuði. fá endurborgað frá félaginu f .6 mánuði fengju frían flutning heim til sín; Það sem heflr komið í ljós við þessa rannsókn alla, er yfir höfuð svo sví- virðilegt að varla mun sliks dæmi nokkurstaðar áður, að jafn samvizku- lausri m.eðferð hafi verið beitt við verkalýð í frjálsu landi. En málið er stórt og umfangsmikið; og munum vér síðar gefa lesendum vorum frekari skýrslu um það. Eftirlaunamálið. Það var ekkert það mál uppi á dag- skrá í Canada, sem olli liberölum meiri óánægju og hneygslaði rjettlætistilfinn- ing þeirra meira heldur en eftirlauna lögin, og það hvernig þeim var beitt af conservative-stjórninni. meðan hun sat að völdum. Og engu vopni var beitt með meira afli gegn stjórninni við síð ustu IDominion kosningar. heldur en einmitt þessu máli. Enda var talsverðu rúmi í kosninga-bæklingum liberala um þann tíma, varið til Þess, að ræða þetta mál og upplýsa almenning um það, og þá að sjálfsögðu lofað, að ef liberalar næðu völdum við kosningarnar, þá skyldu þeir verða svo afarmikið spar- samari í eftirlaunaveitingum. eins og í öllu öðru, heldur en óhræsis conserva- tivar hefðu verið. Það er þess vegna rajög svo fróðlegt að líta yfir feril Laurier-stjórnarinnar í þessu eina at- riði og sjá, hvernig hún hefur staðiðvið sparnaðarloforðið sem hún, eða liberal- flokkurinn gaf almenningi fyrir kosn- ingarnar. Upplýsingar um þetta mál eru gefnar i skýrslu, sem Laurier-stjórnin lagði fyTÍr hið nýafstaðna þingí Ottawa og mun sú skvrsla tæpast verða hrakin af sjálfum liberalblöðunum fremur en af blöðum andstæðinga hennar. Samkvæmt skýrslu þessari hefur Laurier-stjórnin á síðastliðnu ári, 1897, veitt eftirlaun 137 mönnum sem hún rak úr embættum til þess að geta gefið þau aftursínumhungruðu áhangendum. Þess utan hefur stjórnin gefið 37 öðrum mönnnm, sem hún einnig rak úr em- bættura, gjafir sem námu hartnær þrettán þúsund ($12.856,09 Dollars. Als hafði hún á þessu síðasta ári gefið gj^fir og veitt rftirlaun 174 mönnum og er það þó að eins lítill hluti als þess fjölda af embættismönnum landsins, sem hún svifti atvinnu, til þess að geta komið áhangendum sínum að í sæti þeirra sem burt voru reknir. Eftirlaun þau sem stjórnin veitti þeesum 137 ofan- tðldu raönnum nemur $64.239,23. Als hefir hún því kastað burtá árinu í gjafir og eftirlaun $77’095,32 og er það alger- lega óþörf og glæpsainleg eyðsla. eink- um þegar þess er gætt, að eftirlauna- upphæðin —rúmar sextíu og fjórar þúsundir Dollars verða að borgast úr ríkissjóði á hverju ári, svo lengi sem þeir menn lifa. sem launin eiga að þyggja. Og þar sem sumir þeirra manna sem þannig hafa verið eftir- launaðir eru nú um og innan við 40 ára aldur þá geta menn gert sér ofurlitla hugmj-nd um það hve afarmiklu fé verður búið að kasta út til þeirra um það er þeir kveðja þennan heim. í einum af þeim kosninga-bækling- um sem liberal flokkurinn lét gefa út fyrir síðustu kosningar, stendur meðal annars þetta : “Hinir nauðþurfandí fylgjendur stjórnarinnar og sumir sem ekki eru nauðþurfandi, hafa orðið að vera settir í einbætti, og eftirlauna fyr- rkomulagið hefur verið notað til þess að útvega embætti handa hungruðum f.vlgjendum”. Þessi staðhæfing í garð conservativa hafði í rauninni mjög lít- inn sannleika við að styðjast eins og sjá má af því, að eftir að hafa haft eftirlaunalögin í gildi í 13 ár, þá voru hin árlegu útgjöld undir þeim lösnm að ein.-, $262.802 00 og liðfðu því útgjöld- in undir lögunmn aukist að jafnaði um rúm $11,000 á ári. En Laurier-stjórnin eykur þau um $64.239.23 á einu einasta ári og er það hartnær 6 sinnum nieira heldur en conservativar gerðu, og liafa því liberalar. eftir fieirraeigin útreikn- ngi, hlot.ið að vera 6 sinntím hungraðri skaparorð við þjóðina, Þetta heitir að vera iiberal — liberal á loforðum og jafn liberal á svikum og liverskyns ódreng- skap sem því opinbera viðkemur. Fyrir síðustu kosningar kvörtuðu Liberalar sáran j'fir því, að við enda ársins 1895 hefðu 551 manns verið á eft- irlaunalista ríkisins. Kváðu þeir það glæpi næst móti bænda og vinnulýð landsins, að ala hálft þúsund manna í ómegð og sællífi með eftirlaunum, sem þó væru margir hverjir vel færir um að vinna fulla vinnu. En þessir sömu Liberalar, strax og þeir komust að Völdum, bæta við þennan lista 137 mönnum á einu einasta ári, þar sem hinir 551 voru 23 ára samsafn undir Conservatívastjórninni. Kjósendur mega ekki gleyma því, að eftirlaunagjald þjóðarinnar helzt við svo lengi sem nokkur af þeim möntium lifa, sera eiga að þiggja þau, og að þau eru hreint og beint tap sem ekkert xemur á móti. Það er því hin algengareglahverrar ráðvandrar stjórn ar að veita ekki eftirlaun öðrum en þeim mönnum, sem orðnir eru háaldr- aðir og búnir að gegna embættum um langan tíma. Mönnum sem hafa eytt æfi sinni og kröftum í þjónustu hins opinbera og eru ekki lengur færir um að gegna störfum eða á annan hátt að vinna sér brauð. En “vikingar fara ekki að lögum”. Laurierstjórnin læt- ur sig það engu skifta, hvort þeir menn sem hún sviftir embættum, standa vel i stöðu sinni eða ekki; hvort, þeireruung ir eða gamlir, eða um það, hvort hún hefir jafn æfða menn til að skipa sæti þeirra. Ef þsír eru Conservatívar, þá er nóg, þá skulu þeir skilyrðislaust reknir úr embættum, til þess að sæti þeirra geti orðið fylt með Liberal-á- hangendum. þó sú embættis svifting og skifting kosti landið marga tugi þús- unda á hverju ári. Það var siður Liberala að úthrópa Conservatívastjórnina utan þings og innan fyrir að veita eftirlaun mönnum sem voru yngri en 60 ára. En nú hafa þessir sömu menn fundið ástæðu til þess að veifa eftirlaun mörgum mönn- um, sem eru um og innan við 40 ára aldur; mönnurn sem eru á þeirra fræg* asta aldursskeiði, við ágæta heilsu, með fullum vinnukröftum og líklegir til að hafa getað gengt embættum um næstu 20—80 ár; mönnum sem að öllu leyti stóðu vel og óaðfinnanlega í stöðu sinui og höfðu ekkert til saka unnið annað en það, að hafa verið settir í þessi embætti af gömlu stjórninni. Eg tilfæri hér að eins örfá af hinum mörgu dæmum máli tnínu til sönnunar. Þessi eru dæmin : Hnyter Reed, H. H. Smith, McGire J. M. Gordon M.IBalderson Árl. eftirlaun 48 ára $ 1024,00 50 ” 1590.00 41 ” 540.00 40 ” 785,00 [38 ” 682,00 $26 um mánuðinn. Þeim var lofað að þeir skyldufá góðan aðbúnað, tjöld tílJ fargjald sitt vestur, og þeir sem ynnu utn leið og þeir eru 6 sinnum óhlut- vandari í veitingu eftirlauna heldur en garala stjórnin var. Það er meðöðrum orðum, að 1 beralar hafa aukið hina ár- legu eltirlauna upphæð úr ríkissjóði um nálega einn f jórðapart á þessu eina ári. Þetta er dágott sýnishorn af því, hve sparlega þeir fara með landsins fé og hve vel þeir standa við kosningalof- orð sin, og þá um leið að sjálfsögðu, hve mikils þeir meta sín eigin dreng- Þsssi dæmi, þó þau séu ekki mörg, sýna ofboð vel hve mikill hugur fylgir raáli hjá Liberölum. þegar þeir eru að finna að gerðum andstæðinga sinna og lofa að gera búbætur sjálfir, þegar þeir hafi völdin. En Liberalar fóru lengra heldur en þetta, Þeir gerðu uppá- stungu í Ottawaþinginu (framsögu- raaður Mr. McMullen) um það, að nema úr gildi eftirlaunalögin, og greiddu eindregið atkvæði með þeirri uppástungu sinni. Þeir voru þá and- stæðingar stjórnarinnar í Ottawa. En nú, þegar þeir hafa náð völdunum, þá er svo langt frá því að þeir geri nokkra tilraun til þess að nema lög þessi úr gildi, þó þeir hafi nægilegt atkyæða- magn til þess, að þier halda nú í þau sem fastast, sem eitt af sínum væntan- legustu líf-akkerum, og nota þau svo vel — eða illa —, sem framast má verða sér og sinum í hag, án nokkurs tillits til þess. live svívirðileza þeir auka skatta almennings aðóþörfu, með þessu móti. Það er því engin furða, þó þeir frjálsverzluuarmennirnir neyðist til þess að fjölga tollhúsum í rikinu og hækka tollana á flestum algengustu nauð synjavörum verka- og bændalýðsins. einw og þeir liafa gert, um leið og þeir ræna alinenning uin hálfa millíón doll- ars á ári. með niðurfærslu vaxta i spari sjóðs innleggum fátæklinga. B. L. Baldwixson. Heyrnarleysi og suða fyrir ejTrum læknast —með því að brúka— Wilsons Common 5ense Ear Drums Algerlega ný uppfinding; frábrugðin öllum öðrum útbúnaði. Þetta er sú eina áreiðanlega lilust- pípa sem til er. Óraögu- legt að sjá bana þegar búið er að láta hana í eyr- að. Hún gagnar þar sem læknarnir geta ekki hjálpað.—Skrifið eftir bækling viðvíkjandi þessu. Verðið er, með full- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 503 Main St. WINNIPEG, MAN. N. II. Pantanir frá Bandaríkjunum afgreiddar fljótt og vel. Þegar þið skrifið þá getið um að auglýsingin hafi verið í Heimskringlu. Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem lítur að hús- búnaði, svo sem RÚMSTÆÐI með öllu tilheyrandi, HLIÐARBORÐ, ný og og örnul, STÓLA, forkunnar fagra, MATREIÐSLUSTÓR af öllum mögu- legum stærðum, OFNAR og OFNPÍP- UR, ljómandi LEIRTAU, og margt fleira sem hér yrði of langt upp að telja. Alt þetta er selt við lægsta verði. Við yonum að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og líta á samsafnið áður en þið kaupið annarstaðar, og þá sjálfsagt að kaupa ef ykkur vanhagar um eitthvað. Gætið^þess að kaupa ekki köttinn i sekknum. Yðar þénustu reiðubúnir Pálson & Bárdal. Exchange Hotel. 612 ST. Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKIv, Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá munið eftir því, að þið fáið hvergi betri aðbúnað að öllu leyti, en hjá. H RATHBURIV, EXCHANGE HOTEL. 61S6 II a i n Str. BEN SAMS0N, —J árnsraiður.— •^^West Selkirk, Man. Gerir við og smíðar að riýju vagna, sleða, “bugy’s,” “cutters,” reið- lijól, byssur, saumavélar og yfir höf- uð gerir við flest sem aflaga fer, svo það iítur út sem nýtt væri Hann selur einnig tvær tegundir af Stvinoliu með mjög lágu verði ir seldar Nu á 90 cts. 67 cts. 75 “ 55 “ 70 “ 52 “ i $1.10 78 “ r 90 ct. 70 “ s $2.50 $1.90 OLI SIMONSON MÆLIU MEÐ SÍN0 NÝJA Fæði $1.00 á dag. 718 JMain Str. Isleixlingar! Lítið á eftlrfylgjandi verðlista á hinni nafnfiægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aidrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. 16 potta fötur 14 potta fötur 12 potta fötur 14 •• “ með 17 potta diskapönnur 90 ct. No. 9 þvatta Boilers $2.50 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. Kaupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að ihuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta brauð sem búið er til í Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyd’s Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvern af keirurum vorum og varzlið við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.