Heimskringla - 07.07.1898, Síða 1

Heimskringla - 07.07.1898, Síða 1
Heimskríngla. XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA, 7. JÚLI 15S98. NR 39 Storkostlegur Sigur. Spánski flotinn eyðilaoður,—Cervera handtekinn og 1700 hermenn með honum,—300 drepnir. Borgirnár Santiago og Manila Umkringdar á*alla vegu og að eins óteknar. ‘' Glorious Fourth !'' Xii er heldur farið að þrengja að SpAnverjum, ræflunura. Admiráll De- wey er maður sem stendur við orð sin. Hann var búinn að segja að hann ætl- aði sér að halda 4. Júlí hátiðiaa í Ma nila og hann gerði það líka. Hann var búinn að fá þann liðstyrk sem hann þurfti í bráð, og til þess að eyða ekki púðurkerlingum til einskis á sjálfan 4. Júlí, þá skaut hann þeim á Spánverja, sem nrðu fljótlega fegnir að gefa Ma- nila í hendurhonum; gat hann svo haldið innreið sína í borgina á sjálfann hátíðisdag Bandaríkjanna. Enn þá stórkostlegri var viðureign þeirra ‘ Cervera flotastjóra Spánverja, sem var búinn að liggja á höfninni í Sentiago de Cuba meira enn 6 vikur með flota sinn, og aðmíráls Sampsons, sem lá með flota sinn undan suður- strönd Cuba 1 nánd við Santiago de Cuba. Hinn spánski flotastjóri áleit ekki ráðlegt fyrir sig að bíða eftir því að General Shafter tæki bæinn af landi; var þá ekki hugsandi að hann gæti var- ist tvöfaldri átás, svo heldur en að svelta þarna sem refur í greni, þá hugs- aði hann sér að reyna að gera tilraun til þess að hleypa skipum sínum fram bjá flota Bandamanna. Hann vissi líka að skip sín voru mjög hraðskreið og vel útbúinn að öllu leyti, og því lík- legra að fyrirtækið hpppnaðist. Á sunnudaginn var skömmu fyrir miðdag, lagði Cervera skipum sínum út af höfninni. Fjögur hin miklu herskip Spánverja héldu þarna hvert á eftir öðru, og tveir torpedo bátar , komust öfl þessi skip slysalaust framhjá flakinu af “Merrimac,” sem Hobson sökkti þar í hinu mjóa hafnarmynni, og sem álitið hafði verið að mundi algerle. a banna skipagang út og inn. Bandankjaflot- inn var eins og áður um 7—10 milur undan landi. og ugði sér einskis, þvi síst var að búast við að Cervera mundi leggja út um hádag. Varðmaður á Brooklyn var sá fyrsti sem sá til ferða Spánverja. Var þá tíjótlega gert aðvart öllum helztu skipunum, og nær því á sömu mínútu voru þau komin á fuJla ferð, og hver einasti maður á sínum stað, þar sem hann átti að vera þegat til orustu kæmi. Undir eins og Cervera slapp út úr höfnínni, lagði hann skip- um sinnm vestur með landi, sem næst ströndinni og með svo mikilli ferð, sem þau gátu roögulega farið. Hugði hann að sleppa franihjá óvinafiotanum án þess að þurfa að fara í bardaga. Jafn- framt skutu þeir úr öllum þeim f«U- •byssum sem hægt var að miða á Banda- rikjaskipin. En alt þetta kom fyrir ekkert. Hinir tröllauknu bryndrekar Bandaríkjanna færðust skjótt nær, og óðar en þeir komu í skotfæri, sendu þeir Spánverjum kúlnadrífu. Þeir tóku hraustlega á móti og skutu eins hratt og mögulegt var ; en eins og ætíð áður kom það nú í Ijós, að þeir gátu ekki hitt Bandaríkjaskipin. En nú leið ekki á löngu að hin þungu skot frá bryndrekum Banda- manna fóru að sina spor sín á hinum Stálvörðu búkum spánsku skipanna Og eftir örstuttan tíma sást að þrjú af þeim voru nær því komin að sökkva. og einnig sást eldur ejósa upp í fleirum en einum stað á hverju skipi. Alt fyr ir bað hömuðust Spánvei*jar að skjóta á óvini sína, þangað til þeim var ekki lengur viðvært; rendu þeir þá skipum sínum á grunn og hentu sér í svo í sjó inn og syntu til Jlands, eða að bátun þeim sem Bandamenn höfðu sett út ti) þess að bjarga þeim, þegar þeir sáu hvað verða vildi. Meðan á þessu stóð hafði lítil snekkja Bandamanna eyðilagt báða torpidobáta Spánverja. Höfðu þeii einnig rent á land; var roönnnm öllum bjargað sem hægt var. Cervera sjálfui var tekinn og fluttur um borð á snekkjuna. Kafteinninn hafði áðui verið einn af yfirmönnum á Maine þeg- ar hún var sprengd í loft upp í Havana: greip hann í hönd Cervera og þakkaði honum fyrir drengilega vörn á móti sliku ofurefli. Karl ætlaði að svara. en gat það ekki, því tilfinningar hans yfír buguðu hann, og hinn hrausti og prúð mannlegi Cervera grét eins og barn Fjórða skip Spánverja, hið hraðskreið- asta og bezta, Cristobal Colon. komst nokkuð á undan hinum þremur, og leit út fyrir um tíma að það mundi sleppa en Brooklyn og Texas héldu á eftir því og eftir snarpa hríð fór það sömu för- ina og hin öll. Alitið er að um 3—401 Spánverjai hafi mist lífið, um 1700 teknir til fanga. og þar á meðal flestir yfirmenn þeirra. Bandamenn aftur á móti mistu e i n n mann og tveir særðust lítið eitt, en ekkert skip skemdist hið minsta. General Shafter með landher sínum á Cuba hefir unnið hvern sigurinn á fætur öðrum, og er nú kominn fast að Santiago de Cuba; Hann hefir þegai heimtað að bærinn gæfist upp, eða af öðrum kosti að floti Bai darikjanna eyðíleggi hann. Yfirforingi Spánverja neitaði að gefa upp bæinn; er búist v:ð að það verði þó útslagið á endanum —Víssar herdeildir í her Bandamanna hafa sýnt dæmafáa hreystiog hugrekki. má þar tilfæra bina nafnkunnu ‘Rough Riders’, og 21. herdeildina frá New York (sjálfboðar), sem sungu hinn al kunna þjóðsöng: • The Star Spangled Banner” meðan þeir stóðu undir hinni grimmustu skothrið frá Spánverjum. Shafter segir líka í skeyti sínu til Gen Miles í VVashington, aö betri hermenn sé óhugsandi að finna nokkurstaðar Þeir hafi ekki æfingu, en þeir hafi áræð og karlmensku. _ Þegar fréttir um allar þessar ófarii bárust heim til Spánar, urðti hin mesti. uppþot þar og gauragangur. Ráða neytið er skift, vilja sumir frið um fram ale, en aðrir að barist sé til hinssiðasta Hei liðinu er haldið undir vopnum nóti og dag, svo það sé viðbúið að stilla all ar óeirðir. Sagt að Sagasta sjálfur sé mjög áfrara með að semja frið við Bandaríkin sem fyrst. Það herðir líka á þt-im þar sem þeir nú eiga von á flota frá Bandamönnunfiheim til sin, en eru alveg varnarlausir fyrir. Frjettir. Markverðnstu viðburðir hvaðanæfa. Á laugardaginn brann dómhúsi'', fangahúsið og allar skrifstofttr þar til- heyrandi í St. Thoraas í Ont. Skaðinn er álitinn að vera um 820,000. Ábyrgð 'im $11 000. Nú er fullyrt að Frakkar, Rússar og Þjóðverjar séu búnir að koma sér -aman um hvað gera skuli viðvíkjandi Philippine eyjunum. Þremenningar liessir ætla sér að sitja hjá og horfa á leikinn meðan Bandamenn og Spánverj- ar bei jast, en þegar þeir hætta, þá ætla þeir að leggjast allir á eitt með það, að Bandamenn hvorki geti haldið eyjunum sjálfir, né látið Englendingum þær eft- Þeir ætlast til að helztu þjóðir Evrópu verði teknar með í ráðin, þegar til frið arsamninga kemur. og þá þykjast þeir eiga heimting á að fá dáh'tinn bita út úr Philippine-eyjunum. Hætt er við að þremennlngarnir fari of fljótt yfii söguna. Þeir athuga ekxi að hvorki Bretar né Bandamenn vilja láta kné- setja sig. Þeir hafa ætíð ráðið sínum eigin málum og svo mun enn verða. Stóreflis mölunarmylla brann i Hamilton, Ont,, á laugardaginn. Skað- inn metinn 812,000. Ábyrgð um $8000. Klerkalýðurinu á Spáni er nær því undantekningarlaust æsandi til áfram haldandi stríðs. Prestarnir berjast um í stólnm sínum og heita á drottinn að sökkva þessum vanheilögu Yankees Og þeir hafa víst fasta trú á því að hann muni bænheyra þá. Voðaleg sprengíng varð f stórri byggingu í New York, sem kölluð er Postal Telegraph-bygging. Eftir þvf sem næst verður komist, hefir einhver óþokki komið sprengiefni inn í bygging- unaog látið hana þar sem' hann bjóst við áð það gerði sem mest tjón. Spreng- ingin var svo stórkostleg, að hún tætti sundur tvö loftin i byggingunni, og kviknaði svo í öllu saman á eftír. Haldið er að Spánverjar muni, ef til vill hafa átt einhvern þátt í þessu verki. Blaðið Sun í St. Johns, N. B., get- ur þess til samanburðar, að Conserva tívastjórnin í Canada liafi hafteinn inn flutnings-agent á írlandi, frá 1892 til 1896, og hafi allur kostnaðurinn þau fjögur ár verið 84,800. Nú hafi Liber- alstjórnin þrjá agenta þar, sem hafa í árslaun 82000 hver, og með öðrum auka kostnaði borgar stjórnin um 810,000 á ári þeim til viðurhalds. En það sem bezt er, er að þessir 3 menn hafa ekki enn þá getað sent hingað eins marga irska innflytjendur yfir árið, eins og þessi eini maður gerði áður, þó viðhald hans væri að eins 1/10. við það sem stjórnin b_.rgar nú fyrir sama starfa. Margir af prenturunum i ið flest af blöðunum í Chicago gerðu verkfall (strike) i vikunni sem leið fyrir hærra kanp’. Blaðaeigendur vildu vkki slaka til strax, svo að bærinn hefir mátt heita bla laus síðan. Búist er samt við að samningar komist á með þeitn bráðlega Prentararnir heimtuðu 84,00 á d*g og að eins 7 klukkustunda vinnutíma. Höfðu þeir áður 83,25 á dag og unnu 8 klukkutíma. Fréttaritari blaðsins Chicago Record, sem er eitt af hinum áreiðanlegustu blöðum Bandaríkjanna, skrifar blaði sinu, að um 15 miljónir dollara virði af gulli verði flutt burt frá Klondike á þessu sumri Hann segist hafa gert sér far um að fá sem allra fullkomnastar upplýsingar þessu viðvíkjandi, og viða prófaði hann námana sjálfur, og reikn- aði svo eftir því, með þeim vinnukrafti sem námaeigendurnir höfðu, hvað mikið gull þeir gætu fengið á vissum tíma. Hann segir því að þessi upphæð u.uni reynast heldur of lág en of há. Einhver hin stórkostlegasta tilraun tíl þess að brúka tollsvik við Banda- ríkjastjórn er nýkomin í ljós. Mr. E. C. Crain, einn af umboðsmönnum Bandaríkjastjórnar á heiður skilið fyrir að hafa verið einn sá fyrsti sem komst ásnoðírum þetta. Tveir Bandan'kja- þegnar höfða farið til Manitoba.til þess að kaupa nautgripi. Keyptu þeir hver um sig yfir 800 gripi, og létu reka þá yfir landamærin. Tollþjónunum fyrir sunnan sögðu þeir að flest af gripunum væru kálfar og vetrungar, var því toll- urinn ekki mjög mikill. þar eð farið er eftir aldri gripsins. En báðar þessar hjarðir voru eingöngu 3 og 4 vetra gamlir uxar. Þar snuðuðu þeir því stjórnina utn 84000. Þegar Mr. Crain komst að því að eitthvað mundi bogið við þessa gripakaupmenn, lagði hann á stað til þess að ko.nast eftir hvar þessar hjarðir voru niður komnar. Aðra þeirra fann hann hjá Suthei land í Snð- ur Dakota, er hún eign E.H Hyneman frá Lexington í Ulinois. Hina fann hann í Deap Cteek héraðinu í Norður Dakota, og er eirandi hennar Williani Hill. sem á þar heima. Alla þessa grlpi tók hann svo fasta og setti varð- menn til þess að gæta þeirra. Verða svo gripir þessir vafalaust seldir við uppboð, en eigendur þeirra fá að kjósa um tukthúsvist eða 85000 sekt hvor,— Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona löguð aðferð hefir verið brúkuð, þó það hafi ekki komist upp. Kanské menn greti sín betur hér eftir þegar þeir sjá afleiðinga rnar. Þó merkilegt megi þykja, þá eru hestar notaðir til að draga strætisvagn ana í borginni New York enn þann dag i dag. Að eins á Manhattan eyjunni er dálítill spotti af sþorvegi þar sem raf- magn er notað til þess að knýja áfram vagnana. Það hefir töluvert verið rætt ög ritað um þá hættu sem leiðir af þeim virþráðafjölda sem eru strengdir yfir strætunum í öllum hinum stærri borgum, þár sem fréttaþráðum, mál þráðum og nær því óteljandi grúa af öðrum rafmagnsþiáðum ægir saman yfir höfði manns, ogblöðin í New York tóku öll í sama strenginn um það, að koma í veg fyrir, að hinir nýju spor- vagnar væru látnir ganga á strætuni borgarinnar, þangað til hægt væri að koma þvi svo fyrir, að leggja mætti alla vírana neðanjarðar. Nú er svo komið að það er hægt og nú í haust et búist við að fullkomnari og betri stræt- •svagnar sjáist í New York heldur en Dokkurstaðar annarstaðar. Eins og getið var um fyrit nokkru síðan. að nefnd manna mundi verða sett af hálfu Bar daríkjanna, Canada og Bretlands til þess að ræða um og útkljá þau þrætumál sem hafa verið á mill' þ^ssara ríkja, þá er nú svo komið, að Bretar og Canadamenn hafa þegar út nefnt sína nefndarmenn, og ákveðið eftir samningum við Bandaríkjastjórn. & fundurinu skuli baldinn i Quebec. McKinley hafði einnig gefið i skyn hverjir mundu sitja í þessari nefnd fiá Bandarikjunum, og einnig hafði hani, þegar gert allan undirbúning sem nauðsynlegt var þessu viðvíkjandi.— Þetta hafði alt verið gert af forsetanum i því trausti, að þingið i Washingtoi' mundi samþykkja að veita 850,000 sem kostnaðarpeninga til þessa fundar. Neðrideild þingsins gerði það umrnæla laust, en efrideildin stiykaði þann lið út algerlega áður en samþykkt var frumvarpið sem þetta var innibundið í. Þegar menn sáu aðfarir efri deildarinn- ar, þá voru sendar áskoranir úr öllum áttum landsins, frá meikustu mönnurn- sem allir kröfðust að peningarnir væru veittir viðstöðulaust. Þeir sáu sem var hve mikil hneysa það hefði verið, ef stjórnin hefði orðið að hætta við á- form sitt eftir að hafa narrað hinar þjóðirnar til þess að búa sig undir þenna fund. Loks eftir mikið þref og þjark fékst senatið til þess að endurkalla úr- skurð sinn, og var svo samþykt að veita þessa peninga. Það er nú von- andi að fundur þessi geti útkljáð öll þrætumál þessara þjóða og með því trygt enn þá betur bræðraböndin á milli þeirra. Fyistu námamenn, sem komið hafa frá Klondike með gull að nokkrum mun, komu til Seattle 4. Júlí. Þeir voru 20 í lióp og höfðu í alt um 8375 þúsur.d. — Vonandi er að þeir hafi glatt sig og náungann áhátíðisdegi Bandí> ríkjánna. Blöðin í Rússlandi eru troðfnll af smjaðri fyrir Bandaríkjamönnum þessa dagana. Þau hafa áður farið allhörð- um orðnm um BaLdartenn, en nú láta þau svo sem bezt við ætti fyrir Rúss- land og{Bandaríkin að ganga í sam- band.f Eftir þeirra sögusögn er stjórn- in þar hæst-ánægð með að Bandamenn haldi Philippine-eyjunum og öllu öðru. sem þeir nái af Spánverjum. Royal Geographical félagið í Lon don á Englandi, býst við að senda ein hvern til þess að leita að suðurpólnum. Brezka stjórnin hafði verið beðin um styrk til fyrirtækisins, en Lord Salis- bury neitaði nokkuri hjálp. Félagið ætlar því sjálft að hafa saman um 8300.000 til þessa fyrirtækis; er þáð þeg ar búið að fá loforð fyrir 8100 000. Bú- ist er við að hefja förina í Júní 1899 á skipisem verður sérstaklega sroíðað til þessarar ferðar. ########################## # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # i # f # # Qjaldþrota=5ala. Vér erum að selja út hinar miklu byrgðir nf # # # f # # f sem Thos. H. Fay hafði að 558 Main St, og sem voru *l!í. IJO virði. # ----------- 0 0 # # # # # f # 0 # 0 f # # P. FINKLESTEIN. | Stígvélum og skóm Svo höfum vér og einnig aðra stórsölu að 5ÍÖ3 JVain St., þar sem F. Cloutier hafði hina stóru búð sína, fulla af hinum beztu Karlmanna- og drengja-fötum. Þessar vörur allar voru keyptar fyrir 60£ cent dollars virðið (miðað við heildsölu verð), og vér ætlum að selja þær svo ódýrt, að hver einasti maður sjái sér hag í að kaupa af okkur. • Munið eftir búðunum : Skor og Stigvjel 558 Main Str.. Fatnadur 252 Main Str. ########################## Frá löndum. ÚR BRÉFI FRÁ WEST DULUTH. • “Fremur eru tímar dattfirhér, lítil vinna í bænum nema við sögunarmill- urnar; menn þvi orðiðað leita burt til vinnu. — Andlega lífið einnig dofið og dauðalegt meðal landa; dagar, vikur og mánuðir líða án þess nokkur merki sjá ist þess að nokkuð sé gert, lítið talað eða hugsað um annað en striðið, og hvernig þ»ð muni enda og hvenær. Það má líka með sanni segja. að landar hér hafa ekki orðið tiltölulega eftirbátar annara með að leggja lið og krafta fram tilhjálpar þjóð sinni, sem þeir nú kalla sína frægu fósturjörð, því 5 mjög efni- legir menn hafa farið i sjálfboðaliðið héðan vtr VVest Duluth. Nöfn þeirra eru: Jósep Jóhaunessön, — foreldrai hans korou hingað frá Nýja Islandi —, stór maður og friður sýnum, 21 árs að aldri; Th. Finnbogi Olson (systursonur Lárusar Guðmundssonar í Winnipeg) 18 ára, full)6 fet á hæð. með framúr- skarandi kjarkfog áræði; Alexander Is mann, 25 ára, risi að hæð og þreki og hefir haft heræfingar hér í nokkur ái; svo eru 2 bræður. Gunnlaugtir og Björn uppeldissynir Kristins Gunnarssonar og Margrétar konu hans, sem búa hér, báðir um tvítugt, mjög efnilegir menn, ættaðir úr Eyrarsveit á Vesturlandi. — Þykir mér sónii að geta þessa fyrir okk ur íslendima hér, því að allir þessii menn eru efni í góða liðsmenn og heti ur og eru mestu atgei vis- og friðleiks menn. Ekki hugsum við mikið um íslend ingadagsmálið. En þakklátir erum við 2. Ágúst-mönnum fyrir að halda í horf- ið, þar til einhver gildandi ákvörðun verður tekin á gamla Fróni í þessu máli. Þvi svo framailega sem dagur- inn er kallaður Þjóðminningardagur eða íslendingadagur, þá verðum við að halda hann á sama tíma og þeir heima, annars er okkarjdagur hneyksli. Ástin og endurminningin, sem er ltfiðog Ijós- ið í málinu, kólnar og deyr þá bráðum. því það verður að skina að miklu leyti út í attðann og tilfinninga-dauðann heim. ferst alveg á mis að austan og vestan; verður svo ei inlega ekkert sem geislarnir geta fest sig á, til að kveikja og viðhalda lífi, elsku og kærleika til vors merka feðra-fróns og fornstöðva með vinum og frændum. Látið því ekki, góðir drengir. dran.b og ofsa sumra ráðrikis ribbalda draga málið úr höndum ykkar, Þið, 2. Ágúst-menn. standið áreiðanlega nær þvf rétta. Að minsta kosti verður 17. Júnf aldrei þjóðminningardagur á Islandi. Þann- ig hugsa menn hér og þannig munu flestir hugsa. Óska ég svo að hátið ykkar verði sem allra bezt og myndar- legust. SPANISH FORK,UTAH, 24. JÚNÍ (Frá fregnritara Hkr.) Nú sem sterdur er hin yndælasta tfð sem hngsast getur, >g almenn vel líðan hvervetna. Heyskapur stendur nú yfir, ogupp skeruhorfur eru hinar beztu, Sfðastl. sunnudag, 19. þ. m., koro upp fjarskamikill ‘eldur f námabænum ?ark City hér f Utah, sem eyðilagði nær alt sem mögulegt var að gæti brunnið, Mesti fjöldi af fólki varðhús- vilt og tapaði aleigu sinni. og er skað- inn metinn frá 81,500,000 til 82,000,000, og mjög lítið í eldsábyrgð. sem orsakað- ist af of háu ábyrgðargjaldi, þvi mest allar byggingarnar i bænura voru úr timbri, og mjög þéttbygt f ofanálag. Park City er einn af mestu og beztu námabæjum i Utah, ogmunu þar hafa verið um 7000 íbúar. — Gjafasam- skot hafa verið gerð fyrir hið nauðlíð- andi fólk, og gengur ágætlega. Bæjar- stjórnin f Salt Lake City veitti 81500 af bæjarsjóð og Provo gaf 8500. og margir fleiri bæir hafa tekið tiltölulega hlutdeild í þessu svo mjög tilfirinanlega tjóni Park City-búa. Spanish Foik hefir ekki gefið neitt enn þá, en það er engum vafa bui dið, að það verður geit áður en mjög langir tímar líða, og vona ég að geta getð skýrslu um það og fleira, sem þessu fólki verður hjálp- að, áður en langt líðuT'. Þrjár miklar stóihátíðir reka nú hver aðra hér í Spanish Fork, sér- staklega, 4. Júlí, hin mikla frelsishátíð Bandarikjanna: þá 24. Júlí: innkomu- hátfð hinna sfðustu daga heilögu til Zions, fyrir 51 ári siðan; og að síðustu Þjóðminninga’ hátíð íslendinga, 2. Ágúst, sem allir sannir Isleniingar og þjóðernisvinir vor á meðal eru nú þegi r farnir að búa sig undir, og.sendi ég f umboði landa vorra hér lukkuóskir vor- ar til allra landa vorra í Ameriku, sem halda sama daginn og vér sameiginleg- an og hátiðlegan Þjó ðminningar- dag. ERTIR “NYJU ÖLDINNI.” Reykjavík, 21. Maf 1898. Hret mikið gerði hér að kveldi 18. þ. m., lá við að gránaði hér um nóttina niður í sjó, Austur í Byskupstungum varð alhvítt. Þar voru þá surnir orðr,- ir svo heylausir, að þeir hötðu orðið að beita út kúm. Hret þetta stóð 4—5 daga með norðanstan kulda. Má nærri geta að lömb hafi víða kroknað þar sem faríð var að btra. Einhver strjálingur roanna úr Borgarfírði ætlar til Ameríku nú. Fara nokkrir með Thyra í nótt. Með henni fer oe hr. Eyjólfur Nikulásson með fjölskyldu sína alfarinn vestur aftur. Hann kom í haust hingað. þoldi vosbúð og kulda á ‘Hjálroan’ og hefir verið veikur síðan, 28. Maí. Stök veðuibliða h\ein dag. “Nú grær og grænkar í hlíðuru” syngja fuglarnir. 4. Júni. Enganfís vaið Vesta vör við nein- staðar. — Blíðviðri á noiðurlandi og austurlandi, Sýslunefi d Norðmýlinga er áhyggju- söm og fjörtig. Hún veitir 2000 kr. til spítalans á Seyðisfiiði, og býðst til að leggja 10.000 kr. til ritsímalagningar yfir land. ef sfminn verði lagður á land eystra. Tvo menn styi kir hún og til Björgvinarfurdar á sýninguna, Aust- firðingar eiga nú hæpaleið til Björgvin- ar, enda fóru' þaðan 4 á sýninguna: Pétur Guðjóhnsen af Vopnafirði, séra Björn Þorl. á Dvergasteini, Skapti rit- stjóri og iDgibjörg dóttir hans. Þorskafli og' hákarlsafli góður á Seyðisfirði, N. m., en aflalitið við Inn- Djúpið ájísafirði.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.