Heimskringla - 07.07.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.07.1898, Blaðsíða 2
2 áJiirtSRKÍNtíLA, 7. JÚLl 1808 Hciiiiskrinida. ferðblaðsinsíCanada og Bandar. 81.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað af kaupend- tnn blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order Begistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á áðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum B. F. Walters, Útgefandi. Ofíice Corner Princess & James. P.O. BOX 305 Canada. Þegar maður lítur á hag Canada eins og hann stendur í dag, þá verð- ur maður að játa, að framfarirnar hafa verið stórkostlegar, næstum ó- trúlegar, á hinum síðustu áratugum. Það var sá tími að Evrópuþjóðirnar sumar álitu Canada lítiis virði, og því sem næst óbyggilegt land, nema fyrir Indíána og annan ruslaralýð. Meira að segja Frakkar, þegar þeir mistu yfirráð yfir Canada í höndur Breta, létu það heyrast, að þeir hefðu ekki tapað miklu. Þeir kölluðu það þá “klakálandið” eða “landið frosna” En nö hefir þetta “ísa land” fengið annað álit. Hér stendur það, sem fyr, umgirt á þrjá vegu af stórhöfum heimsins; hér bíður það hverjum sem hafa vill skerf af hinni óþrjót- andi víðáttu eins hins auðugasta og frjó-amasta lands í heimi; hér bíður eftir hinum framtakssama og hug- stóra nýbyggja meiri auðlegð í nátt- örunnar ríki, heldur en víðast ann- arstaðar; hér er ríki sem er umvafið járnbrautum frá hafi til hafs, og hér er þjóð sem er stolt af fósturlandi sínn, með fullri vissu fyrir göfugri og Mlaríkri framtíð þess. Það sem einna mest hefir stutt að hinum stórkostlegu framförum þessa lands, eru iárnbrautirnar, og yfir höfuð samgöngutærin. Það eru þau sem hafa gert oss það mögulegt, að tilkynna öðrum þj<5ðum auðsæld þessa lands, svo að heimurinn hefir veitt oss eftirtekt og’menn hafa farið að sjá þ' ð og tröa því, að hér værí í -sannleika Vætra að vera en f flestum Evrópulöndum, fyrir þá sem nentu að vinna, andlega eða líkamlega, og kynnu að meta rétt.ilega þær bend- ingar, sem framsóknarandi hinna sí- starfandi nýbyggja mundi veita þeim. Ef borið er saman loftslag hér <og auðlegð vor í náttúruríkinu við það sem á sér stað í öðrum heimsálf um, þá stöndum vér alls ekki höll- um fæti fyrjr neinum. Það er við- urkent að hið þurra og svala lofts- lag Norður-Ameríku framleiði heilsu befa og hraustara fólk, heldur en al ment gerist, og enginn þarf að ótt- ast að afkomendur, hvaða þjóðflokks sem er, sem hingað flytur, muni verða ættlerar að nokkru leyti. Þegar talað er um auðlegð Ca- nada, f þá verður hveitibeltið fyrst fyrir manui. Það liggur að heita niá frá hafi til hafs,og hvergi í heimi er framleitt lætra hveiti heldur en einmitt hér. Ilér bíða enn þá milli- ónir ekra ósnertar af mannshendinni en sem undantekningarlaust mætti yrkja og láta framleiða ríkulega uppskeru árlega, til viðurværis þeim sem hefðu nægan dugnað til þess að byggja íramtíð sína á afurðum lands Ins. Canadaríki er alls nálægt. 3,500- OOO ferhvrnings tnílur. længd þess frá austri til vesturs er 3,500 mílur; en frá norðri til suðurs nálægt 1,Í>00 mílur. Mikill hluti þessa víðáttu- mikla lands er fyrirtaks frjófsamur, vg me-t alt af þeim hluta landsins sem ekki er hægt að rækta, er náma- land hið bezta. Hér er hið víðáttu- mesta og bezta hveitiland í heimi. Skógar þess hafa yfii fljótanlega gnægð af hinu bezta timbri sem er nokkurstaðar til. Fiskiveiðarnar bæði I Atlantshafinu og Kyrrahafinu eru meira virði en fiskiveiðar nokk urs annars lands í heimi. Fæstir eru þeir, sem af tölum einum geta skilið hina feykilegu víð- áttu þessa mikla ri’kis. Ontario-fylk- ið eitt til dæmis er stærra en Spánn, nærri því eins stórt og Frakkland, nærri því eins stórt og hið mikla þýzka keisaraveldi, eins stórt og Svíaríki, Darmörk og Belgía tií sam- ans og stærra en Ítalía, Svissland, Danmörk, Belgía og Portúgal til síimans. Quebeck-fylki eitt er eins stórt og Noregur, Ilolland, Portögal og Svissland til samans. Brit’sh Col- umbia fylki er eins stórt og Frakk- land, Noregur og Belgía til samans. Nova Scotia og New Brunsvvick eru eins stór og Portúgal og Danraörk. Ontario og Quelreck bæði eru nærri eins stór og Frakkland, Italía, Portú- gal, Holland og Belgía til samans. Canada er fjðrutíu sinnum stærra en England, Scotland og Wales til samans. New South Wales er 309,- 175 ferh. mílur og er stærra en Frakkland, Ítalía og Sikiley. En þó er Canada ellefu sinnum stærra en New South Wales. British India er svo stórt land, að þar búa 250 miljónir manna, en þó er Canada þrefalt stærra en British Indía og hefir þó afgangs nóg land til að leggja á Ijorð við Queensland og Victoria. Canada er sextán sinnum stærra en hið mikla þýzka keisaraveldi.með sínum tuttugu og sjö fylkjum og öll- um þess miklu áhrifum á stjórnmál Evrópu. Hin miklu vötn í Canada mynda alt frá St. Lawrence^fljótinu óslitna vatnaleið um 2,140 mílur. Fiskiveiðarnar eru hinar beztu í heimi. Djúpsæv’ar-veiðar Canada ásamt New Foundlands-veiðunum gáfu árið 1881 af sér §20 millíónir, eða helmingi meira en veiðar Banda ríkjanna, og nærri eins mikið eins og allar veiðar Bretlands I Evrópu. Árið 1885 gáfu veiðar Canada ein- göngu af sér $18 millíónir. Kolasvæði okkar er áætlað að sé nálægt 100,000 ferh.míiur og eru þar ekki meðtalin kolalönd er menn vita um, en hafa enn þá ekki rann fa að í norðurhluta ríkisins. Og þegar menn hugsa til þess, að alt kolasvæði Bretlands hins mikla nær ekki yfir meira en 11,900 ferh.mílur þá geta menn glögglega séð yfir burði Canada að því leyti. Gullnámurnar í British Colum bia hafa seinustu 25 árin gcfið af sér meira en $50 millíóna virði af þeim dýra málmi. Við höfum lestir brun andi á 12,000 j'rnbrautarmílum, og virði þeirra með öllu tilheyrandi er $625 millíónir. Við höfum rafurmagnsþraiði meira en 50,000 mílur á lengd og auk þess mikið af telefónþráðum. Verzlun Canada er að verða all mikil og sýnir framtakssemi og dugti að þjóðarinnar. — Montreal bankinn sem algerlega er canadisk stofnun er hinn stærsti, auðugasti og uiest metni banki, og breiðir sig út yfir meira svæði en nokkur annar banki heiminum, sem ekki stendur i sam- bandi við stjórn einhverja Nýlendujárnbrautin (The Inter Colonial), sem tengir Quebec við sáe- fylkin, er 890 mflur á lengd, og kostaði $40,000,000. En áður var Grand Trunk brautin, þangað til Canadian Pacific-brautin var bvgð, lengsta brautin í heimi, undir einni stjórn, eða félags eign, og er hún 3,300 mílur á lengd. Canada hefir grafið 23 mílur af skipaskurðum, sem hafa kostað ná- Iega $30,000,000. Frá herbúðunum. Bréf frá fregnrita Heimskringlu herbúðum General Merrits. [Pregnbréf þad sem hér fer á eftir, er frá hinum unga og efnilega landa vorum, hr. B. B. Gíslasyni, frá Minne- sota (ætlaður frá Haukstöðum í Vopna firði) Hann er í sjálfboðaliði því, sem sent var til tíotastjóra Dewey við Phil ip| iue-eyjarnar. Vér vonum að Heims kririglu auðnist sú ónægja, að geta síð ar flutt fleiri slík bréf fiá honum.] hornið af Iowaríkinu, þvert yfir Ne- braska, Wyoming, Utah, Nevada og California. — Iowa og Nebraska eru svipuð Minnesota að því leyti. að þau framleiða í ríkum mæli alt sem íbúar feirra þarfnast. Dalurinn fram með Platte ánni í Nebraska er ekki einungis aðlaðandi fyrir ferðamanninn og töfr- andi fjrrir augað, heldur einnig bera hinir bilgjandi hveitiakrar og hinar af- armiklu gripabjarðir vott um velliðan og auðsæld íbúanna, Um Wyoming, Utah og Nevada get ég fátt sagt. Það sem ég sá af þess- um ríkjum virtist algerlega óbyggilegt. sýndist að vera eintóm auðn. þar s m enginn jurtagróðnr þrífst. Samt sem áður voru nokkrir bæir fram með járn- brautinni, flestir smáir. Langstærsti bærinn er Cheyenne með 10.000 íbúa ; var mér það stór ráðgáta, livernig svo stór bær hefði myndast og viðhaldist í þessari fjöllum girtu eyðimörk. Annar snotur bær í Wyoming er Laremi með 8000 ibúum. Þar er háskóli ríkisins. Brautin liggur meðfram böhkum stórvatnsins Salt Lake í Utah, en lítið sér maður þar annað en hið salti þakta fjöruborð vatnsins, sem altaf stækkar ár frá ári. í vestur hluta Nevada fylkis sá ég einn hinn ynndælasta stað sem mögulegt er að hugsa sér. Það er dalur einn lítill, hér um bil 10 ferhyrningsmíl ur á stærð. í miðjum dalnum stendur bærinn Beno, með um 5000 íbúurn ; þar er aðalháskóli Nevada. í þessum dal sér maður i fyrsta sinni á leiðinni há og þrekvaxin, laufskrídd tré ; hjálpa þau mikið til að vernda jarðveginn fyrir áhrifum hinna brennandi sólargeisla. og híbýli bændanna standa í skjóli þess- ara risavöxnu trjáa, nær þvi hulin í laufskrúðinu frá augum ferðamannsins Frá bænum Reno, sem er mjög vestar- lega í Nevada, fríkkaði útsýnið stórum, enda vorum við þá bráðlega komnir til Californa, sem er orðlögð fyrir svipfeg- urð sina. En þó landið sem við höfðum ferðast yfir væri svona hrjóstugt og ömurlegt, þá sást þó glögt, að hinn sanni frelsis og framfara andi ríkti hér sem annarstaðar innan takmarka Bandaríkjanna. Á hverri einustu járn- brautarstöð mætti okkur fjöldi fólks, til þess að árna okkur allra heilla og bless- unar, og flest af þvi kom færandi heudi, með matvæli af öllum tegundum, vín og vindla og hvað annað sem því hug- kvætndist að mundi koma sér vel fyrir Camp Merritl, San Francinco, 19. Júni 189$. Herdeild okkar ' þrettánda Minne- sota herdeildin” (sjálfboðar), lagði af stað frá ‘'Ramsey” herbúðunum, skamt tiá St. Paul, 16. Maí. Var aðalherdeild- inni skift í 4 smærri deildir, og hélt sú siðasta af stað kl. 9 um kvöldið. En þó framorðið væri, var áhugi fólksins sem kvaddi okkur á járnbrautarstöðvunum alveg eins akveðinn eins og þegar fyrsta deildin lagði af stað um morguninn. Leið okkar lá efcir Omaha, Union Pacific og Southern Pacific járnbraut- unum ; lestin bar okkur yfir norðvestur hermenniiia. Þessi hugulsemi fólksins kom sér mjög vel, því fæða sú sem okk- ur var úthlutuð, var ekki ætíð sem ljúf- fengust. En þó viðtökurnar væru hin- ai beztu luervetna á leiðinni, þá urðu þær þ> enn þá stórmannlegi i þegar við komum yfir landamæri Californíu. Þar áepptist hver við annan um að gera okkur alt það gott sem mögulegt var, og i Sacramento var okkur haldin stór veizla, og allur.bærinn var í sínum há- tíða búningi í virðingarskyni við “the boys in Blue.” Til Oakland í California komum við kl. 3,80 á Jaugardagsmorguninn 25. Mai; fengum við undireins skipun um að taka saraan dót okkar og raða okkur í deildir, eins og venja er til. Siðan gerigum við ofan að sjónum og fórum á ferju yfir um sundið til San Francisco. Á leiðinni yfir sundið sáum við monitorinn Monterey.sem lá þar á höfn- inni. sem nú er kominn áleiðis til Ma- nila til aðstoðar við Dewey; virtist oss það vera kuggur einn, ef dæma mætti eftir útliti hans. Sumir piltarnir héldu lika að þeir muridu geta sprengt hann loft upp með nokkrum kúlum úr hin- um spánýju Springfield-riflum sínum. Reyndin hefði kanské orðið önnur, þar sem kuggur þessi er eitt af þeim traust ustu bttrdagaskipum sem Bandarikin eiga. Þegar við komum til San Francis co var tekið á móti okkur með hinni mestu viðhöfn. Við námum staðar við lendinguna og tókum okkur þar snæð ing. Stóðu konur þær sem tilheyra Red Cross (Rauða kross) félaginu fyrir matarveitingum öllum í þetta sinn; skorti þar ekkert sem hungraðir menn helzt girnast, Konur þessar hafa tekið svona á móti hverri einustu herdeild, er til bæjarins hefir komið; eiga þær sann- arlega heiður skilið fyrir slíka fram- komu. Þær geta með þessu eina móti sýnt hluttöku sína i kjörum biæðra sinna, sem friviljugir offra lífi og lim- um fyrir sína kæru fósturjörð. Eftir tveggja klukkustnnda i máltíðar hvíld héldum við af stað aftur þangað sem við áttum að reisa herbúðirnar; vega- lengdin var um 4 milur, og komurn við þangað kl. 9,30 f. m. Hiti mikill var um morguninn, svo að þó leiðin væri stutt, þá voru margir óvanans vegna orðnir þreyttir, þegar við loks náðum takmarkinu. Veður breytist þar fljót- lega, og svo var nú. um kl. 10 byijaði að rigna og fyigd' rigningunni hr'dl- kaldur vindur, sem gekk inn að beini og sem mér fanst mest likjast hráslaga- norðanrigningu í Minnesota. Þar vi'ð bættist að tjöld okkar höfðu flækst með farangri annarar herdeildar frá Colora- do. svo við fenguin þau ekki fyr en nm kl. 5 um kvöldið, eftir að hafa staöið matnrlausir og holdvotir í fleiri klukku tíma. Strax var by jað að setja tjöldin niður, þó jörðin væri rennandi blant og ábreiður allar hundvotar, en verst af öllu var þnð að tjöldin voru ekki nógu mörg, og urðum við því að hrúgast saraan helmingi fleiri i hverju tjaldi, en til var ætlast Næsta morgun var komið bezta veður. sólskin og hiti. urð um við þá fegnir að fá að rétta úr okk- ur eftir ferðalagið og óþægindin nótt ina fyrir. Herbúðir okkar, sem kallaðar eru “Camp Merritt,” í heiðursskyni við General Merritt, j'firmann leiðangurs ins, eru rétt sunnan við “Golden -Gate Park,” og sést hið nafnfræga sund "Golden Gate” þaðan. Herbúðunum er skift niður í ferhj-rnda fleti, með girðing í kring. er svo hverrí herdeild úthlutaður einn af þessum flötum. og verða menn að halda sig að mestu lej'ti innan þessara girðinga. “Golden Gate Park” er einna lík- astur því sem aldingarðinum Eden er lýst. Ávaxtatré og blómreitir eru þar á allai' hendur, með smekklega lögðum stígum fjrrir keirandi og gangandi fólk á milli. í garðinum er stór dýragarður fyrir utan margt annað sem lítur að dýra og jurtafræði. Garðurinn nær alla leið frá bænum San Francisco og niður að sjó, um 5 mílur, og sagt er að kostnaður við garðinn á hverju ári séu um $300,000 Þá er hinn nafnkunni sjóbaðsstaður sagður að vera hinn bezti í heimi; hann er kendur við Mr. Sutro, millionaeig- anda einn í San Francisco, sem lét reisa þessi baðhús árið 1894, og kostuðu þau um 3 rnilj. dollara. Sjónum er hleypt inn í steinþrór,.20x40 fet til 100x200 fet á stærð, eru þar öll tæki við hendina fyrir böð og sundæfingar. Þessi bað- höll er hringmj'nduð, og eru baðþrónn- ar í miðjunni. Dagblöðin hér í San Fransisco lrrósa okkur töluvert, Eitt lielzta blaðið 'Chronicle,” sagði að þrettánda Minne- sota herdeildin bæri langt af öllutn liin- um, og spáði því að hún muridi láta til síu t-ika þegar til Manila kæmi. 30. Maí var herdeildinni afhentur fáni sem Minnesotaríkið gaf okkur. Hann er búinn til úr hvjtu s lki ; öðrn megin á honum er innsigli ríkisins, en hinu megin er 1 Thirteenth Regiment Infantrj' Minnesota Voluuteers” (þrett- ánda hetdeild fótgönguliðs Minnesota sjálfboðaliðs). Mikið var um dýrðir lægar fáninn var fenginn okkur í hend- ur, og margur góður drengur hét því að verja hann með sínum síðasta blóð dropa. Lítið ber á veikindum hjá okk- ur, það helzta er hlustarverkur og segja læknarnir að hann stafi af þeirri miklu og snöggu breytingu, þegar við fórum ofan Sierra Nevada fjöllin að vestan. um 5000 fet á tveimur klukkustundum. Nú er komin skip tn til okkar að vera ferðbúnir þann 22. Júni, eigum við að flytjast á skipinu “City of Paris”, er það álitið bezta skipið af öllum flutn ingsskipunum. Margir af drengjnn- um eru óánægðir yfir því hvað það dregst lengí að þeir fái að sjá fratnan í Spánverja. B. B. Gíslasox. UM "FREYJU.” Hr. ritstjóri Heimskringlu. Ég hefi eigi, að svo stöddu, séð í is- lenzku blöðunum hér vestan hafs ueitt því er nemur, minnst á hið svo að segja nýfædda mánaðarbla'' “Freyju.” Blað- ið er þó þess vel vért að það sé gert kunnugt fólki og einkanlega af því það er kvennmaður sem fyrstur hér ræðst í slíkt, þá—þó eigi væri annað en fyrir kurteisissakir við kvennþjóðina—finnst mér tilhlýðilegt að geta þess að nokkru. Eigi svo að skilja að ég hér ætli mér að rita nokkurn höfuðritdóm yfir Freyju, nei, ég ætla að eins með línum þessum —ef þór hr. ritstjóri viljið ljá þeim rúm í blaði yðar—að láta mitt persónulega álit hlutdrægnislaust í ljósi um blaðið og það verður á þessa leið : Blaðið er að mínu áliti lipurt og fjörugt ritað, fjölbreytt að efni, eftir því sem stærð þess Jeyfir, og nær vel tilgangi sínum sem íslenzkt kvennblað. Hvað málið snertir, er auðfundið að ritstjóranum er létt um hvort heldur er bundið eða ó- bundið mál. og bótt sum orð og orðfæri séu eigi allskostar rétt. óvönduð—og þetta er einni'tt hin veika hlið vestur- lieiins íslenzku bóktnenraniia—þá er ]iað |>ó eigi til lýta. er vert sé að fást um. Blöð á íslenzku máli eiga erfitt upp- dráttnr sökum þess að Islenduigar eru svo fáinenuir, en þess nauðsj'nlegra er uð vér stj ðjum þau. -og það gerum vér bezt og mest ineð því að halda þau. Yðar virðingarfyllst. Ó, St. Stei’IIENSON'. cand. phil. Frá löndum SINCLaIR. MAN„ 24. JÚNÍ 1898. Hrritstj. Heimskringlu. Tiðai far hefir verið liið æskilegasta npp á sfðkastið fj-rir jarðargróður, og axrar hér munu líta eins vel út og ann- arstaðar í nálægnm héruðum. Talsverðir innflutningai eru hingað af innlendum landnemum, en mjög er það lítið af Islendingum ; það er mjög vafasamt hvort þeir geri betur með að flytja sig norður í Swan Iiiver hérað. þar sein næturfrost að sumrinu eru sögð þar algeng. og landið talsvert hrísi vaxið. Þeir sem ekki þekkja hvað það er að uppræta “willow" (scrnb), ættu að athuua, að það er verra viðfangs en að hreinsa gi jót úr landi. Ókostur er það mikill við land í Swan River hérað inu, ef hvert land má taka með heimilis- rétti. Hr. Jóhann Gottfreð hefir legið mjög þungt haldiun í 4—5 vikur í lungna- bólgu ; liann er nú lítið eitt i afturbata. Þjóðminningardagurinn eða íslend ingadagurinn sem sumir nefna hann. var haldinn hér 17 þ. m„ á heimili Kr. Abrahamssonar. Forseti dagsins var Kr. Abrahamsson. Söngnum stýrðu þeír bræður Jóhann og Friðrik Abra- hamssj’nir. Prógrammið var sem fylg- 'r :. ./ Ræða : Minni íslands. K. Abrahamss Kvæði: ‘ Já vér elskum ísafoldu” Ræða : Minni kvenna. M. Tait. Kvæði: Minni kvenna. Kr.Stefánsson. Kvæði: Minni Vestur ísl. G. Pálsson. Kvæði: Minni Canada. E. HjörJeifss. Kvæði: Minni karlmanna. Lesið upp af Mrs. K. Jóhannsson. Kvæði: Minni bj-ggðarinnar. Lesið upp af Miss Fr. J. Abrahamsson Svo fóru fram leikir og unnu þessir : Langstökk. Guðm. Davíðsson. Hástökk, Sigurgeir Bárdal. Hlaup, G. Davíðsson og S. Bárdal. Aflraun á kaðli milli giftra og ógiftra, var dæmt jafnt. Nokkuð léku menn glímur. Hlaup, drengir ; Gottfreð Jóhannsson Hlaup. stúlkur; Friðrika Friðriksdóttir Hlaup konur; Mrs Þóra Finnbogason. Veitingar voru góðar og nægar. enda óspart veitt því heitt var um dag- inn. Þegar leikir voru á enda. bj’rjaði unga fólkið að dansa. og var það allgóð skemtun. Allir fóru heiin ánægðir tneð samkomuna og það sem þar fór fram. Fólk hér er miög óánægt j'fir fram- komu og aðgerðum jkkar Winuipeg Islend nga í sambandi við lætta í.slend ingadagshald. Það virð.st vera meire þrákelkni o.’ flokkttdrætti að kenna að þið getið ekki orðið á eitt sáttir. og er slíkt.ekki að eins leiðinlegt. heldur skatnmarlegt fj'rir Isletidiiiga í heild sinni. Frá mínu sjónarmiði er það fleira sem mælir með 17. Júní en 2 Agúst. Fyrst samkomudagur alþitigis hins forna og fæðing Jóns hðitins Sig- urðssonar, er miklu fremur vert að minnast, en að stjórnarskráin 1874 var landinu gefin. Eg vil lej'fa mér að leggja til. að á komandi vetri verði nefnd kosin er komi saman i VVinnipeg.og sem samanstandi af mönnum kosnum hverju íslenzku bj'ggðarlagi og hverj um bæ, sem nokkur hópur af Islending um búa í, beggja megin landamæranna, og að sú nefnd ráði málinu til lykta. Það sjá allir, eins og oft hefir áður verið bent á, að 17 Júní er og að því lej'ti b -tur valinn, að í þeim mánuði eru annir Jiænda minnstar. Snemma í Ág eru þeir mestu önnum kafnir, og gæti hátíðnhald þá alveg farist fyrir; líkt stendur á fyrir bæjamönnum, það eru margir í bæjunum í Júní sem búnir eru að dreifa sér út í vinnu víðsvegar í Á úst. En hvað vinnubrögð snertir, þá má bæjarmönnum, sem ekki fara út í vinnu, standa á sama hvaða dagnr valinn er. Frá flestra sjónarmiði hafa 2. Ágúst menn minna að telja þeim degi til gildis, því mundu þeir þá ekki taka tillit til fjöldans. Þetta er talsvert þýðingarmikið spursmál fyrir alla íslendinga, svo að menn ættu að koma í veg fyrir að eyði leggja þennan þjóðminningardag, en það verður útkoman ef ekki verður úr bætt og sömu stífheitum beitt og verið hefir. Prestur Argylinga, séra J. J. Clem' ens, heimsótti byggð þessa nú rétt ný- lega. Hann prédikaði í nyrðri og syðri bygð Islendinga og i þriðja sinnið pré- dikaði hann á ensku þar sem saman voru koranir bæði enskir og íslenzkir tilheyrendur. Öll framkoma bans var hin miudarlegasta, og óskaði fólk hér að fá sem of tast tækifæri til að sjá hann og heyra. Fullyrt er að bráðlega verði bj'rjað á járnbrautarbyggingunni vest- ur frá Reston og fer hún mitt á milli ís- lenzku byggðanna. Flestir hér eru á- nægðir með Heimskringlu, og um leið og við þökkura yður, hr. ritstjóri, fyrir endurreisn hennar, óskum vér j’ður og blaðinu langra og góðra lífdaga. r Islend ngar atliugið Þrátt fyrir hið afarháa verð á mjöli, þá sel ég nú (í hálftunnum) tví- biÍÁUr 12c. pundið og hagldabrauð á 8c. pd. Ég legg og sjállur til tunnuna alveg ókeypis G. P. Tbordarson. Heyrnarleysi og suða fyrir eyrum læknast —með því að Jjrúka— Wilsons Common Sense Ear Drums Alaerlega ný uppfinding; fiábrugðin öllum öðrum útbúnaði. Þetta er sú eina áreiðanlega , hlust- pipa sem til er Ómögu- íegt að sjá bana þegar búið er að láta hana í ej'r- að. Hún gagnar þar sera læknarnir geta ekki hjálpað,—Skrifið eftir bækling viðvíkjandi þessu. V'erðið er, með full- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 . 503 Main St. WINNIPEG, MAN. A. It. Pantanir frá Bandarikjunum afgreiddar .fljótt og vel. Þegar þið skrifið þá getið um að auglýsiugin hafi verið í Heimskringlu. Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem lítur að hús- búnaði, svo sem RÚMSTÆÐI með öllu tilhej’randi, HLIÐARBORÐ, ný og og ömul, STÓLA, forkunnar fagra, MATREIÐSLUSTÓR af öllum mögu- legum stærðum, OFNAR og OFNPÍP- UR, ljómandi LEIRTAU, og margt fleira sem hér yrði of langt upp að telja. Alt þetta er selt við lægsta verði. Við yonum að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og líta á samsafnið áður en þið kaupið annarstaðar, og þá sjálfsagt að kaupa ef ykkur vanhagar um eitthvað. Gætið þess að kaupa ekki köttinn i sekknum. Yðar þónustu reiðubúnir Pálson & Bárdal. BEN SAMS0N, —Járnsmiður.— < West Selkirk, Man. Gerir við og smíðar að nýju vagna, sleða, “bugy’s,” “cutters,” reið- hjól, byssur, saumavélar og yfir hiif- uð gerir við flest sem aflaga fer, svo það lítur út sem nýtt væri Hann selur einnig tvær tegundir af Steinoliu mcð mjög lágu verði Lítið á eft'rfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérh vað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru ogsem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 ** “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 '* No. 9 þvatta Boilers $2.50 L Tviin m $1.90 n n w ji Li 1 ruem Cavalier, N-Dak. ner, TTaupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver beimil- isfaðir ætti að íhuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta brauð sem búið er til i Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyd’s Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvern af keirurum vorum og vjrzlið við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.