Heimskringla - 07.07.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.07.1898, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA, 7 JÚLÍ 1898. i i i i • i i Hin mestu kjörkaup á drengja- fötum, sem nokkurn tíma hafa fengist í Winnipeg. Við erum nýbúnir að fá miklar byrgðir af drengjafötum beina leið frá Englandi. Lítið á eftirfylgjand sýnishorn af hinu iága verði Drengja “SAILOR SUITS” lögð með gilt- um böndum, allstaðar seld á Sl.25 og $1.50. Við seljum þau fyrir 90c. Föt úr mikið betra efni, sama gerð, 81.25, $1.50, $1.65, 82, The Commonwealth, t'orner Ilain Str. A. City Ilnll Mqnaro. i \ i i i i • i i i i i i i i i Winnipeg. Hr. B. B. Olson, kaupmaður frá Gimli, kom við hjá Heimskringlu núna í vikunni. Hr. Eggert Jóhannsson, sem nú á heima i Arnesbyggð í Nýja íslandi, var hér á ferð um síðustu helgi. Hra, B. L, Baldwinson kom heim úr Dakota ferð sinni á föstudaginn Hann lét vei yflr útlitinu fyrir sunnan. Sérstök kjörkaup á drengjafðtum hjá Commonwealth. Hra. B. E. Dalmann frá West Sel- kirk heimsótti oss á mánudaginn. Hann hélt heimleiðis aftur í gær. Engar ný- ungar sagði hann þar að neðan. Safnaðarfundur á að haldast í Tjald- búðinni á miðvikudagskvöldið 13. þ.Jm. kl. 8. Ársskýrslur verða lesnar upp og ýms málefni sem nauðsynleg eru, tekin til umræðu. Allir meðlimir beðnir að mæta. Allar mögulegar tegundir .af strá- höttum hjá Commonwealth. Við nýafstaðið kennarapróf hér i bænum hafa tveir íslendingar fengið “second class certificate” (annars flokks kennaraleyfi). Það eru þeir Ingvar Búason og Hjörtur Leo. Talið er víst að heilmikið af landi, sem kallað er The Mennonite Reserve”, skamt frá Emerson, Man., og sem ligg- ur skamt frá landamerkjalínunni milli Bandaríkjanna og Canada, verði slegið opnu fyrir almenning bráðlega. Landið er Ijómandi gott, og því talið vist að eftirsókn verði mikil um að ná þarna í gott hei.» ilisréttarland. — Landar vor- ir, sem tiga heima rétt fyrir sunnan landamærin og vilja eignast bújörð, ættu að grenslast eftir með hvaða móti þeir geta fengið þarna bústaði. Á fimmtudagskvöldið var gengu 14 nýir meðlimir inn í stúkuna ísafold, I. 0. F., og gátu þó ekki allir komið á þessum fundi sem fengið höfðu inn- gönguleyfi. Margir af þessum mönnum höfðu áður haft lífsábyrgð í Mutual Reserve Fund Life félaginu, en hætta nú við það félag og taka í þess stað Jífsábyrgð í Foresters-félaginu. 30. Júní voru gefin saman í hjónt- band hér í bænum af Rev. Hugh Pedly, Mr. Friðrik Friðriksson, prentari (son- ur Friðriks Stefánssonar að Ski lá i Skagafirði) og Miss Anna Jónsdóttir Olson, uppeldisdóttir þeirra Eyjólfs E. Olson og konu hans. Eftir hjónavígsl- una sátu nánustu skyldmenni og vinir brúðhjónanna að veizluborði á heimili þeirra. Heimskringla óskar hinum ungu og efnilegu hjónum allrar gæfu og blessunar. - -- V".— “rjALDBÚÐlN” heitir lítið kver nýprentað, sem séra Hafsteinn Péturs- son hefir samið og gefið út, (prentað í prentsmiðju Heimskringlu). Kver þetta er 52 bls, að stærð, innfest í kápu, og i þvi mjög góð mynð af Tjaldbúðinni ; allur frágangur þess er hinn bezti bæði hvað snertir mál og prentun og pappír. Efni bogarinnar er þetta : Iungangur, —Myndun Tjaldbúðarsafnaðar, —Bygg- ing Tjaldbúðarinnar,—Tjaldbúðarsöfn- uður og kyrkjufélagið, — Ein vika í Tjaldbúðinni,—Mynd Tjaldbúðarinnar, —Lög Tjaldbúðarsafnaðar. Bókin kost- ar að eins 25 cts. og er til sölu hjá Séra Hafsteini Péturssyni, 550 Sargent Str. H. S. Bardal, King Str. Th. Goodman, Nellie Str. M. Péturssyni, Heimskr. Office. jattinmttwnftttTttttnttmnttmwwntttttfwmmmmt Fyrir 25 cent getur þú keyptþér beztu TWEED SLIPPERS sem fást í bænum, Ágætar fyrir kvennfólk og börn. Fyrir 40 cent færðu beztu tweed buskin. færðu ágæta reimaða skó handa börnum nr. 6—10 Samskonar skó, nr. 11—2. Ágæta skó fyrir karla og konur. Fyrir 45 cent Fyrir 60 cent Fyrir 75 cent Reimaðir karlmannaskór $1,25 Hneptir karlmannaskór $1,00. Kvennmanna Oxford-skór með öllu verði, 75c. og yfir. Vér þökkum svo vinum vorum fyrir góða og mikla verzlun, en mæl- umst til að þe-'r hafi fæturnar með sér næst, svo vér getum útbúið þá með hæfilega skó, * Yðar einlægur. E. KNIGHT <3 CO. 651 Main St. Þú verður ánægður með sjálfan þig ef þú kaupir fötin þín hjá Cominon- Wfftltll. Aðfaranótt siðastl. föstudags and- aðist snögglega að heimili sínu hér í bænum Jón Jónasson, 64 ára að nldri. Hann var að vinna við viðarsögun fram yfir hádegi daginn áður; kendi sér þá snögglega meins og fór heim og varð þegar fárveikur. og kl. 1 um nóttina var hann liðið iík. Segja læknar að hjartveiki hafi orðið honum að bana. Jén heitinn íætur eftir sig konu og 5 börn, 3 syni og tvær dætur (önnur þeirra gift, heima á Islandi). Synir lians eru þeir: Albert prentari (nú í gull-leit norður við Peace River), Jó- liann (nú norður í Yukon) og Kristján, hér í bænum. — Jón heitinn var fjör- maður, starfsamur og drengur góður.— Jarðarför hans fór fram á sunnudaginn var. í 48. nr. Nýju Aldarinnar, sem út kom 4. Júni síðastl., er ritgerð eftir hra. Jón Ólafsson ritstjóra blaðsins, ber hún fyrirsögnina: “Þegar öllu er á botninn hvolft”. Grein þessi fjallar mestmegnis umorsakirtil stríðsinsmilli Bandaraanna og Spánve'ja, og gefur nýjar ástæður fyrir því hvers vegna McKinley forseti hafi skipað Spánverj um burt af Cuba. Það vægasta sem hægt er að segja um grein þessa er það, ?ð hún sé að mörgu leyti ósanngjörn og viða alveg út í hÖtt hvað rökfærslu snertir. Vér tökum grein þessa nákvæmlega fyrir i næsta blaði og munum reyna að sýua með gildum á- stæðum að ritstj, N. A. hafi ekki verið nógu kunnugur því rétta þegar hann skrifaði grein þessa. Heiman frá íslandi komu á sunnu- dagskvöldið ó landar; tveir af þeim hafa áður verið í Ameríku: Sigvaldi Jónsson, hefir áður verið i Suður-Da- kota, og Srefán Arnfinsson í Norður- Dakota. Hinir 3 voru: Halldór Jó hannsson, frá Mjóadal í Húnavalns- sýslu, Gunnar Matthíasson, sonur séra Matth. Jochumsonar, og Zophanias Þorkelsson, báðir af Akureyri; hinn síðastnefndi er bróðir hra. Þorsteins Þorkelssonar á Aiken St. hér í bænum. Næsti hópur kemur um miðjan þennan mánuð að öllum líkindum. Þeir áttu að leggja af stað frá Glasgow 1. Júli. Flest af því fólki verður af suður og suðvesturlandinu; búist við um 100 manns alls. Annar hópur kemur snemma f Ágúst af norður- og austur- landi. ____________________ . Lítið var um skemtanir hér á Dom- iniondaginn 1. Júlí. Nokkuð margt fólk fór út i skemtigarða bæjarins, en ekki er ólíklegt að því sé farið að leið- ast að sjá altaf sama “húmbúgið” þar ár eftir ár. Nokkrir fóru skemmtiferðir með sérstökum járnbrautarlestum til Rat Portage og Selkirk, og þaðan með gufubátum út á vötnin, Lake of the Woods og Lake Winnipeg. Það er annars merkilegt, hve lítið er haldið hér upp á þennan merkisdag í sögu Canada, — engar samkomur eða ræðuhöld þar sem minnst sé á landið og þjóðina, eða hinn mikilsverða söguat- burð, þegar Canada sameinaðist í eina þjóðarheiid (the Confederation). Hér er varla með einu eina^ta orði reynt að glæða ættjarðarást eða þjóðernistilfinn- ing meðal manna. Oss finnst þetta álappaiegt hirðuleysi og svo n un fleir- um þykja. einknm þeim sem vanist hafa hinum ágætu samkomum og ræðuhöld um fyrir sunnan landamærin ‘ on the Glorious Fourth.” Einu atriði, sem stóð i greininni í siðasta Lögbergi til Hkr., munum vér svara við tækifæri. Skammirnar leið- um yér hjá oss. Kaupenður Heimskringlu eru beðn ir að gæta þess, að nú er komið að síð asta ársfjórðungi þessa árgangs blaðs ins, «vo að mjög tilhlýðilegt væri fyrir þá sem skulda eitthvað fyrir biaðið enn þá, að senda það sem allra fprst,—Ekki er seinna vænna. Óbilugt ráð við svefnleysi. — Þvoðu þér vel um fæturna áður en þú gengur til hvílu, (helzt úr vígðu vatni). Taktu þér svo Lögberg í hönd og lestu svo sem einn eða tvo dálka af kyrkjuþings- fréttum, þá munt þú bráðlega fara að geispa og ekki líða á löngu áður en þú ert steinsofnaður. Reyndar getur skéð að þig dreymi drauga og forynjur, en það gerir minna til, ef þú gt-tur sofið. Veðrið hefir verið heldur rakasamt þessa viku. Biérrigning dag eftir dag stundum. Nú litur út fyrir að þurkar muni haldast fyrst um sinn. Þess væri líka óskandi, þar sem fylkissýningin byrjar næsta mánudag, Það veitir ekki af fáeinum þurkdðgum til þess að geta sett alt í lag sem þarf fyrir sýn- inguna. íslendingadagsnefndin hér vinnur að þvi af kappi, að gera þjóðminningar daginn hér 2. Ágúst sem skemtilegast- ann, og sem fjölbreyttast prógrammið. Það er nú fengin því nær full vissa fyr- ir því, að hnattleiks-félagið frá Moun- tain, N. D , komi hingað norður á Is- lendingadaginn til að reyna sig við ís- lenzku hnattJeikarana hér í Winnipeg. Stefán B. Jónsson hefir rétt nýlega fengið Canada einkaleyfi fyrir mjög svo nytsömum hlut, "sem hann hefir sjáJfur uppgötvað. Hlutur þessi er: gluggalás. Vér höfum skoðað uppdrætti að þessum hlut og virðist oss að hann. samjafnaðarlaust, taki öllum öðrum af sama tagi langt, fram, sem vér höfum séð, með því að hann bæði læsir glugg- anum mjög áreiðanlega, og heldur hon- um opnum eftir vild. Eigandinn býst við að láta smíða hlut þennan og hafa hann til útsölu. þangað til hann fær viðnnanlegt boð í einkaleyfið. Gluggalás þessi verður að líkindum auglýstur á sýningunni hér í næstu viku. EINKALEYFI. Hér með auglýsist, að þeir sem vilja kaupa einkaleyfi til að selja veitingar í Sýningargarðinum á Is- lendingadeginum í sumar, verða að senda tilboð sín, í lokuðum umslög- um, til undirskrifaðs fyrir 15. Júlí. Þeir sem vilja kaupa einkaleyfi til að hafa þar “Cane-rack,” “Knife- rack” eða annað þess konar, verða einnig að senda mér tilboð um það fyrir sama tíma (15. Júlí). I umbbði nefndarinnar. M. PÉTURSSON, skiifari. Takið eftir þið sem eigid hjól. Dazzler lampinn er nickel plated. Það má brúka í hann steinolíu. Kostar að eins Sl.OO The G00LD BICYCLE CO/IPArlY, 484 MAIN STREET. FRED B. SHITH, Manager. Strid! Strid! Stríð gegn háum prísum. Vér höfum keypt ofmikinn vorvarning og þar af leiðandi ætlum vér að selja hinar miklu byrgðir vorar án tillits til þess hvað þær hafa kostað. — ALT SELT MEÐ GJAFVERÐI, Lítið á eftirfylgjandi p/íslista, og þá mnnuð þér sjá hvort vér Meinum það sem vér segjum. “Readymade” Fatnadur. Tilbúin karlmannaföt á $2, $2.50, $2.75, $3, $3 75 og $1 00. Ur ensku eða skozku tweed á $5 $5.50, $6, $6.50. $6 75. Tilbúin karlmannaföt úr bezta ensku og skozku tweed á $7 00 til $9 00. Tilbúin karlmannaföt, sérstök tegund, frá $8 00 til $15.00. Föt eftir mali. Tweed föt, alull, tilbúin eftir máli, $15, $16, $17, $18 og þar yfir. Enskt eða skoskt tweed-föt eftir máli, $15, $16, $17. $18 og þar yfir. — Svört worsted-föt, eftir máli, $15, $17, $18, $20 og þar yfir. Karlmannabuxur á 50c., 75c., 90c,, $1, $1.25, $1 50, $1.75, $2, $2.25, $2 50, $2.75, $3, 83.25, $3.50, $3.75, $4, og á öllu verði þar yflr. , Drengjaföt fyrir lægra verð en nokkurstaðar annarstaðar. Fallegri og ódýrari hatta höfum við en nokkrir aðrir í bænum. Komið og skoðið þá. Þeir eru frá 25c. til $2.00 og þar yfir. Hvítar skyrtur 35c. til $1.00. Allavega mislitar skyrtur fyrir sama verð Ákaflega mikið af hálsbindum, vasaklútum. sokkum og nærfatnaði af öllum stærðum, með mismunandi verði. — Þið sjáið af þessu sem h^r er talið, hve mikla peninga þið getið sparað með því að kaupa af okkur. C. A. Gareau l man. 324 Main Street ^ E Munið eftir merkinu : Gylt skæri. ^ Pantanir með pósti afgreiddar fljótt og vel. ^ . ' #####*#################### # # * # # # # # # # # # # # # # Hvitast og bezt ER— # # # # # # # # # # # # # # ########################## Ogilvie’s Mjel. Ekkert betra jezt. I — 26 — hann merki sitt. Hann var fölur mjög. augun þtútin og sollin. Hói.din skalf og nörraði, þeg- ar hann tók við stóluum, sem Basil létti honum. Hann byrjaði þegar samræður augsýnilega til þess að komast fyrir, hvers Basil hefði orðið vís- ari. En málarinn hafði gát á orðum sirium. “Já. það er alveg satt”, sagði Basil. “Þú sagðir mér dálitið af hinni fyrri æfi þinni, Mic- hael. En ég man að eins ó jóst hvað það var. Eg held að vínið þitt hafi stigið mér til höfuðs. Láttu mig hugsa mig um. Þú áttir fiænda ein- hvern. minnir mig. sem tapaði peningum til þfn við spilaborðið. Hann fékk þér ávísun eða eitt- hvað þesskonar, og bakaðí sér með því reiði föð- ur síns. sem var karlfauskur og gamall haið- stjóri, og sem hafði bannað syni sínum að spila nm peninga. En þetta fékk svo miKið á stráks- aulann, að hann fyriifór sjálfum sér. Er þetta ekki rétt”. Strelitz kafteinn gaut klókindalega sugnnum til Basils eg sýndist hann vera svo rólegur, að hann hélt að öllu væri óhætt. “Já. svona hérun.bj”, svaraði hann. “Ég er hræddur um að ég hafi talað heldur mikið í gærkveldi. Ég hafði drukkið [töluvert, skaltu vita, á bannsettum dansleiknum. En við slík tækifæri fæ ég oft samvizkubit. Mér féll illa hvernig fór fyrir Dmitri frænda. Það veit trúa mín að mér féll það illa Basil. En mér var þó ekki um þaðað kenna. Honum þótti gaman að spilum, og það þurfti ekki miklar fortölur til þess að fá hann til að spila — fiardans litlar. Kvöldið þetta, sem ég sagði þér frá, var spilað — 31 — smáræði. Ég skal vita hvenær hann situr fyrst fyrir hj^ þér. og láta þig vita það. Láttu mig einan um það. Eða er ekki svo ?” “Eg felst á alt sem þú ákveður”, svaraði Basil og leit ekki einu sinni við. “Eg þakka þér fyrir, vinur minn. Ég skal ekki gleyma því, hve fús þú ert að hjálpa mér. Eu nú verð ég að skilja við þig. Þetta er minn tími að gegna störfum minum í heideildinm”. Strelitz kafteinn beygði höfuðið bi osandi og kvaddi Basil og gekk svo leið sína út úr herberg- inu. Að fimm mínútum liðnum fleygði Basil frá sér málarabustanum og borðinu. en setti mál- grindina út við vegg. Þunga loftið innan veggj- anna fjögra ætlaði að gera út af við hann. Hann tók frakkann sinn og hattinn og gekk útá stræti. Gekk hann sem óður væri til finsku brúarinnar og fór yfir Neva. Svo hélt hann ein- lægt áfraro þangað til hann var kominn út úr borginni og dró að sér hreina salta sjávailoftið. Þegai hann svo kom til borgarinnar aftur, lúinn og þreyttur, var kotnin hánótt. og gaslamparnir stráðu út gasflóði sínu og drápu titlinga til stjarnanna á himnum uppd. Gorokhayaya er eitthvert óhreinast,. strætið í Pétursborg. Það er plankalagt, en viðurinn er útslitinn orðinn. í'áeinir steinolíulampar lýsa það, og fast við strætisbiúnina standa hin óásjá- legu iðnaðarmannahús. A miðju þessu stræti, skamt frá Katrínar síkinu, stóð hús Gre ory Or- fanoffs Þaðvarstór, drungaleg steinbygging, meðgarði umhvei fis. og sjiruttu þar tré nokkur — 30 — létt að gera þetta. En um eitt vil ég vara þig: eigðu ekkert við Lubin. Hann er þjónn Grt-go- rys og gegnir störfum margra þjóna. Hann er hræsnisfullur, flaðrandi lómur, og á milli okkar er illt en enki gott. Eg held að hann kenni mér um dauða Dmitris, en — æ, ég fyrirlit þrælinn!” Kafteinninn þagnaði oghalWoist aftur á bak . i stólinn og sneri upp á löngu endana á svarta yfírskegginn. Basil hélt áfram að mála sem óð- ur væri, og sneri andlitinu frá félaga sínum. Hefði hann tekið vel eftir honum, þá mundi hann hafa séð að hann var að eyðileggja myndina með því að skella málarabustanum á hana af handa- hófi. Loksins [sneri Basil sér við. “Þessi stúlka hefir þá gleymt hinum unga unnusta sinum ?” spurði hann ofur rólega. ‘ Nú, hefir hún gertþað”, svaraði hinn. “Ég er öldungis hissa á þér, Basil. Þekkir þú heim- inn ekki betur en þetta. Eru stúlkurnar trúar lifandi mönnum ? En hvað þá dánum? Það er satt að henni féll í fyrstunni ’mjög þungt að missa Dmitri. En nú, — oh, ha, ha ha ! Hún er allrabezta leikkona. Þegar frændi minn er nálægur, þá er hún sjálft þunglyndið og sorg- iu”. Við þetta lituðust kinnar Basils heiftarroða, sem hann gatekki leynt. Fingurnir kreftust ó- sjálfrátt utan um nálarabustann. sem hann var að grípa til að láta sem hann væri að mála. “Jæjit. ée ætla ekki að tefja fyrir þér leng- nr”, mælti Stmitz kafteinn. “Eg sé að þú ert í önnum, Eg vildi að eins leita liðs þíns um þetta — 27 — hrekkjalaust, þó að við værum báðir drukknir. Dmitri tapaði, og eins og náttúilegt var, heimt- aði ég að hann borgaði, því að ég þurfti pening- anna með, Hann fékk mér ávísun og ég víxlaði henni. En drengurinn var hræddur við reiði föður síns, og fyrirfór sjálfum sér, og þarna hef- irðu söguna alla”. Það varð hálf óviðkunnanÞg þögn. Kaft- einninn horfði laumulega á Basil. En málarinn horfði á hann aftur og lét sem sér kæmi þetta ekkert við. “Ég skil ekkert í því, að þú skyldir taka þér þetta svo nærri að fá samvizkubit af því” sagðí Basil hægt og stillilega, og tók upp málarabusta sinn og fór að strjúka honum um léreftið. ‘Það var sannarlega ekki þin sök. Og svo það sem var í aðra hönd — hver hefði ekki gert hið satr a undir líkum kringumstæðum ? Þú hefir erft eigur frænda þíns, býst ég við. eða er ekki svo ? Ah.! Það var klóklegt bragð, Michael”. Svo hálfsneri hann sér við í stólnum og leit framan í félaga sinn með hálfgerðu klókindabrosi. Þessar kærlegu undirtektir eyddu algjörlega grunsemi kafteinsins. Hann þóitist vita að Basil þekti ekki g'æp þann, sem hann hafði fraroið. Hann hló við og færði stólinn nær honum. “En nú kem ég að því, sem ég ætlaði að segja þér í gærkveldi”, mælti hann. “Málinu er þannig varið, að frændi minn er lifandi enn þá- Hann hefir verið á eignum sínum upp til sveita nálægt Moscow nokkra mánuði, og kom ekki t 1 borgarinnar fyrr en í gærkveldi. Konahansdó fyrir 10 árum síðan, og ég er hið næsta skyld-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.