Heimskringla - 14.07.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.07.1898, Blaðsíða 2
2 íí^i.»ISKKÍN<iLA, 14. JÚLl 1898 Verð blaðsins í Canada or Bandar. 81.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað af kaupend- uua blaðsins hér) 81.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order Ilegistered Letter eða Express Monej’ Order. Bankaávísanir á aðta banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum B. F. Walters, Útgefandi. Office: Corner Princess & James. P.O- BOX 305 Jíegar öllu er á botn- inn hvolft Vér lofuðum því í síðasta blaði, að athuga lítið eitt grein sem út kom í “Nýju Öldinni’ 4. Júní síðastl. með ofanritaðri fyrirsögn. Vér getum þó eig-i farið eins nákvæmt út í mál þetta eins og við ætti sökum tímaleysis og rúmleysis í blaðinu, og svo líka vegna þess, að lesendur vorir heimta eitthvað þarfara en eltingaleik við vitleysur, fjarstæður og gífuryrði, sem berast í sumum íslenzku blöðun- um að heiman um þessar mundir. . Ritstjórinn byrjar grein sína í N. '0. með þessum orðum: “Þegar öilu er á botninn hvolft þá sést hvað und ir bkr.” Vér viljum gjarnan taka undir þetta með honum sem fullgild- um sannleika, sannfærðir um að geta sýnt hver tilgangur hans hafi verið, og “hvað undir býr” grein þessari, þegar vér höfum handleikið hana um stund og dregið fram í dagsbirt- una stærstuog ófeilnustu getsakirnar og rangfærslumar. Grein þessi, eins og sumt annað sem i u,stjórinn hefir skrifað, ber það með sér, að maðurinn veit oft betur en hann segir, og þó rithitturinn sé sláandi og sannfærandi fvrir þá sem að eins iíta á yfirborðið, þá er það hér sem ottar, að maður sér ekki “hvað undir býr” fyr en “öllu er á botninn hvolft.” ‘ Ritstjórinn iætur það i Ijósi snemma í grein sinni, að hann viður- kenni Spánverja sem verstu böðla og úrþvætti hins mentaða heims; að þeir eigi fyllilega skiiið þá ráðningu sem Bandamenn veiti þeim, og að >hann vonisteftir að Bandamenn losi !undan þeim allar þeirra nýlendur, ^jví að ómögulegt sé að verra taki við fyrir þeim heldur en þeir hafi átt að venjast hjá Spin verjum. “En annars hefi ég ekki minnsta meðhug með Bandaríkjunum í þessu máli,” segir ritstjórinn, “því að ég hefi eng- ann efa á því, að hvatir þeirra sem friðslitum réðu, voru tóm eigingirni, enginn snefill af göfuglyndi.” Og þó kannast hann við að forseti og þing Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram, að stríðið væri ekki háð til landvinnings. Enn segir ritstýþr- inn : “Ef Bandaríkin sj i sér nokk- urn hag í því, að leggja undir sig Cuba og Filippuseyjarog halda þeim —svo halda þau þeim, hvað sem þau hafa um það sagt í byrjun ófriðar.” Annari eins staðhæfingu og þetta er varla svarandi, því heilbrigð skyn- semi hlýtur að segja hverjmn þeiin sein les greinina, að ritstjóranum er ómögulegt fremur en öðrum, að kom ast lengra en að ákvöi ðun forseta og þings í þessu máli. Það er heldur enginn ert á því, og það er þegar kotnið í Ijós, að fyrsta skilyrðið fyrir friði inillí stríðendanna verður það, að Cuba fái algert frel-i og sjálfsfjórn og mn leið og það verður, hafa Bandaríkin bundið enda á heit sín, og gert ritstjórann að ósanninda- manni, þar sem hann segir, að þau myndu halda Cuba, ef það væri liagn- aður fyrir þau, en allir menn hljóta að vita það, að hvað jæningalegan hagnað snertlr, þá væri Cuba það dýrmætasta hnoss sem Bandaríkin gætu eignast. Hvað snertir Philippine-eyjarnar, þá er þar öðru máli að gegna. Banda- ríkin hafa fullanréutil þcs-að halda þeim cða hveiju i'iðru sem þau vinna at' Spinveijum, fyrir utan Cuba, að minnsta kosti þangað til þeir borga stríðskostnað og skaðabætur. Loks kemst nú samt ritstjórinn að þeirri niðurstiiðu, að það sé hvorki “ásælni” né “göfuglvndi,” sem knúð hafi Bandaríkin út í þetta stríð, held- ur eitthvað annað. Um það segir Jaann svo: “Það er samveldisflokk- urinn (republicans) sem nú er við völd í Bandaríkjunum, sem heyr þessa styrjöld, ekki af mannúð og ekki til að gagna Bandaríkjunum, —öilu heldur til þess að skaða lands- sjóð Bandaríkjanna,—en í þeirrivon að þeir efli með því móti flokk sinn og fylgi við hann, og geti haldið sér lengur við völdin.” Áður en vér svörum þessu, vílj- um vér taka það fram, að þó vér séum þegn Bandaríkjanna, þá erum vér ekki Repúblíkan, heldur Demo- krat, svo það er ekki af neinni part- isku, eða flokksmála vegna, að vér tökum þessa grein íyrir, heldur vegna þess, að vér viljum sjá sann- leikann leiddan fram, og að vér heimtum að þeir sem me3t og bezt börðust fyrir því að vekja næga mannúð og sómatiifinningu í brjósti þjóðarinnar, fái þann heiður sem þeim lær. Það má segja um þessa staðhæf- ingu ritstjórans, að þar er meira sagt en flestir aðrir myndu ley.fa sér að bera á borð fyrir skynsama lesend ur. Vitaskuld getur hann ekki sannað með einu einasta dæmi sögu Bandaríkjanna'að nokkur póli- tiskur flokkur hafi verið svo bíræf- inn að setja flokksmál sín framar en velferð þjóðarinnar, og þó að ég hjartanlega viðurkenni að margir af auðmönnum þeim sem tilheyra flokk Repúblíka séu fjárglæframenn af versta tagi, þa er þessi staðhæflng í þessu tiltelli algjörlega út í hött. Ritsfjórinn veit sjálfur. og hlýtur að viðurkenna, að það eru einmitt and stæðingar Repúblíka, sem hafa starf- að mest og bezt að þessu; hann veit og hver einasti skynberandi maður, sem nokkuð les veit að það voru ein- mitt Demokratar sem unnu þetta mál í gegnum þingið í Washington. Það má búast við því að alþýða manna á íslandi, sem að eins sér og les hin- ar umsnúnu og ranghermdu út landa fréttir í blöðunuin heima viti ekki meira um þetta en það sem þessir gæðingar þjóðarinnar, af náð sinni, bera á borð fyrir hana. En sem betur fer eru mjög margir þar, sem lesa útlend blöð sjálfir, og geta því ef til vill fengið óblandaða og ó seyrða hugmynd um það rétta og ranga í þessu máli. Vér erum sannfærðir um að rit- stjóri N. A. er einn af þeim blaða- mönnum heima, sem veit einna bezt og greinilegast hvað við ber í heim- inum í kringum hann. Hann veit því eflaust, að það er ekki einung is i ár að Demokratar hafa heimtað að Bandaríkjastjórn viðurkenni Cuba sem frjálst og sjálfu sér stjórnandi land, heldur hafa þeir gert það í fleiri ár undanfarandi. Hann veit það einnig, að á þessu síðasta þingi voru þeir fyrst færir um að setja stól- inn fyrir dyrnar í þessu máli. Þeir hötðu svo mikið bolmagn í þinginu, með fvlgi margra hinna heiðvirðustu republ ikana, að þeir gátu heimtað að Cubainálið yrði leitt til lykta. Og þeir notuðu tækifærið. Mr. Baily, þingmaður í neðrimálstofunni, frá Texas, og aðalleiðtogi demókrata í þeirri deild, gaf það fyllilega í skyn, að hér væri ekki um neitt flokksmál að ræða, heldur einbeittan vilja þjóð- arinnar. Hann hét því, og hann hefði efnt það heit sitt, að með því fylgi sem hann hefði úr báðum póli- tisku flokkunum, skyldi hann standa í vegi fyrir að nokkurt frumvarp færi í gegnum þingið, meðan að Cubamálið væri ósjdfbjarga í heljar- greipum repúblíka. Það sýndi sig lika þegar loks var gengið til at- kvæða um málið, að það voru aðeins t'áir af öllum þingmönnum Banda- ríkjanna sem greiddu at.kvæði á móti. Það eru því demokratar sein vér megum þakka fyrir að hafa barist tyrir því að fá frelsi Caba viðm kent. Það eru demokratar sem hafa hafið fána mannúðarinnar samhliða við •i he Stars and Stripes.” Það voru deinokratar sem glæddu þann dreng- -kapar anda í hjörtum Bandamanna, sem ekki þoldi lengur að sjá konur svívirtar börn myrt, og heimili sak- lausra manna evðilögð af völdum ;.eirrar syívirðilegustu skrælingja- j.'jóðar, sem telur heimili sitt í Evr- ípu. Það voru margir djaiflr og frelsis unnandi Demókratar f neðrí málstofu þingsins, sem báru þetta mál í gegn, og það voru grúhærðir öldungar, en þó jafn einbeittir trúir Demókratar í efri málstofu þingsins, sem báru þetta mikla mannúðar spursmál.á höndum sér, svo að það komst heilu og höldnu að síðasta takmarki sínu — í hendur forseta McKinley. Vér höfum nú nokkurn vegin sýnt við hvaða rök þessi staðhæfing rit- stjóra N. Ö. hefir að styðjast. En þá þegar hann er búinn að álasa repú- blíkum fyrir mannúðarverk demó- krata, þá snýr hann sér að McKinley forseta og segir : “McKinlev heflr ætlað sér í ófrið við Spánverja hvað sem tautaði, og yflrlýsingar hans í gagnstæða átt hafa að eins verið á- setnings lygi til að draga Spán á tál- ar og blekkja aðrar J)ji5ðir.” Islend- ingar þeir hér í Ameríku, sem hafa fylgst með í þessu máli, munu ekki reta annað en brosað að hinni illgirn- islegu, en J)ó um leið heimskulegu framsetning málsins hjá ritstj. N. Ö. Það vita allir sem nokkuð þekkja til, að það var mjög á móti vilja forset ans að fara í stríð, og það er stórt spursmál hvoft hann hefði nokkurn tíma skrifað undir ákvarðanir þings- ins í Cuba málinu, ef hann hefði ekki vitað, að fylgjendur þess voru orðnir svo margir á þingi, að þeir hefðu sinn vilja fram með atkvæðafjölda hvað svo sem hann segði. Hvað við- víkur þvf, að það hafi verið Mark Hanna og hans nótar sem ráku for- setann út í stríðið, til þess að græða á því sjálfir, þá er nóg að segja það að þeir menn græddu mikið meira á óvissa tímabilinu, meðan enginn vissi hvort í stríð myndi fara eða ekki, og að það voru einmitt mennirnir sem mest héidu aftur af forsetanum með að gefa nokkurn tíma samþykki sitt til að hefja stríðið. Þá hefir ritstj. heilmikið um það að segja, að vilji þjóðarinnar hafi ekki ráðið, og dregur hann J?á á- lyktun sína af þeirri einu ástæðu, að Cubamálið var ekki aðal þrætuefni hinna pólitisku flokka við síðustu kosningar, og að þinginennirnir hafl því getað greitt atkvæði í þessu máli eins og þeim sýndist, án þess beinlínis að svíkja kjósendur sína. Líklega veit þó ritstj. það, að þing- mennirnir hafa á milli þinga fullt tækífæri til þess að kynnast vilja kjósenda sinna, á hvaða máli sem þá er á dagskrá, og það er alveg víst, að liver einasti þingmaður af þeim sem greiddu atkvæði sitt með því að frelsa Cuba, gerðu það með fullu samþykki og vilja kjósenda sinna. Og þar sem ritstjórinn segir að þing- menn hafi fengið “skammir, ákúrur og hótanir,” þá hlýtur það að vera einstakt dæmi, ef nokkur sannleikur er til í því. Því ekki hefir neitt lík1 iví sést í blöðum hér, heldur þvert á móti, að þeir fengu áskorun og bænarskrár þess efnis að gera sitt ýtrasta til þess að koma þessu áríð- indi máli í gegn um þingið. Þá er nú lítið eftir að athuga við grein þessa annað en það, sem rit- stjórinn segir að hafi vakað fyrir epúblíkum í þessu máli; það hafi verið það, að með auknum útgjöld- um og eftirlaunum til hermanna og iðstandenda þeirra, þá hlytu þeir (repúblfkar) að hafa betra tækifæri til þess að geta setið við völdin og lialdið f/am sinni tollverndarstefnu, iar sem landssjóður Bandaríkjanna myndi,að stríðinu afstöðnu þarfnast fvrir ríflegar inntektir. En allar þessar djúpvitru hugleið- ingar hans falla um koll, þar sem haigt er að sanna, að það voru ekki hátollamenn eða eftirlaunasjóðs-dýrk- endur sem voru aðaldriffjöðrin í því, að reka Spánverja burtu af Cuba, heldur einmitt hinir póhtisku vinir vor og ritstjóra N. A. Þess vegna er þ ð sem vér undrum oss mest yfir því, að hann skuli ekki hafa getað unnt flokksbræðrum sínum þess heið- urs sem þeir áttu og sem ekki verður Iri þeim tekinn, en að hann skyldi heldur vilja rangfæra m&lefnin til gess að hafa tækifæri til að hnjóða í andstæðingu sína. Vér vonum svo að vinur vor, ritstj. N. A., sjái, að hann heflr ekki tekið hina réttu hlið í þessu máli, og vér vonumst einnig eftir því af hon- um, að hann umfram alla aðra geti unnað Bandaríkjunum siinnmælis- íslendingadags-málið og sa*ga þess Eftir S. B. Jónsson. Að það eru Lögbergingar, sem hafa gert Íslendinjíadafísmálið að rammasta kappsmáli og flokksmáli, þeirri þjóðar- skömm sem það nú er orðiö, þaö ætla ég nú að reyna að sar.na. F.n ég vil fyrst gera fáeinar athuga- setudir við slettur þær, sem Sigtryggur hefir sent mér í Lögb. í sambandi við þetta mál, 2. og 16 Júní. Hvað það snertir, að ég sé annar helzti maðurinn, sem almenningur Is lendinga hér í Winnipeg beitir opinber lega til sóknar og varnar í íslerdinga- dagsmálinu gegn 17. Júní mönuurn, þá er það helzt um það að segja, að sé þetta svo, l)á er mér auðsýndur meiri heiðnr og meira traust en ég geri kröf til, og ber mér þá ekki að kvarta undan sliku. En hins vegar er það eðlilegt.að Sigtryggur sé orðinn ergilegur yfir því hve algerlega og einbeittlega almenning ur fólks hér er nú snúinn á móti honum í þessu máli og öðrum. Er slikt sjálf um honum að kenna og því í alla staði vel maklegt. Hvað hinu viðvíkur, að fólk hafi ekki “botnað” í ræðu minni um Islend ingadagsmálið á fundinum á North West Hall um kvöldið, þá nægir fylli lega því til svars sú raun sem á er orð in viðvíkjandi úrslitum málsins. En til þess að gefa þeim sem ekki voru á þeim fundi tækifæri til að skilja hverju ég hélt þar fram, þá ætla ég hér að færa fram hinar sömu ástæður sem á fund- inum fyrir mínu máli, gegn 17. Júní mönnum og framkomu þeirra í málinu frá byrjuu til þessa dags. Nú kem ég þá að Islendingadags- málinu, og bið ég nú menn að fylgja mér eftir með athygli í gegn um sögu þessa máls. Ég skal segja söguna rét og hlutdrægnislaust. FæÐI aðeins §1,00 Á DAG. Grand Pacific Hotel. K. IV O’Dim olioe, eigandi. Ágæt herbergi og öll þægindi sem beztu hotel geta veitt. Beztu vín og vindlar. larket 8(reet Gegnt City llall ---WINNIPEG, MAN.----- Árið 1890 var fyrsti íslendingadag- urinn haldinn hér í Winnipeg 2. Agúst án nokkurra opinberra mótmæla. Og var sú hátíð í alla staði hin ánægjuleg asta og til sóma fyrir þjóðflokk vorn. Eftir ensku blöðunum hérí bænum flyt- ur Lögberg þá æðilangt mál um hátíðis- haldið, og er þar meðal annars tekið fram, að íslendingar hafi með þessu ha tíðishaldi haldið þúsvndnrtn. ng sextdndn dfmœli Itlandabyggöar—2. Agúst. Þessu heldur blaðið þá fram athuga- semdalaust að því er 2 Agúst snertir Þá minnist blaðið ekki á neitt er sé ó viðfeldið við 2. Agústsem þjóðminning- ardag. Okostir stjórnarskrárinnar koma þá ekkí til greina, og 17. Júni hefir þá enn ekki í nokkurs manns hug eð„ hjarta koinið sem heppilegur þjóðminn- ingardagur. Að sönnu hafði komir fram tillaga 1 nefndinni sem stóð fyrii íslendingadeginum þetta fyrsta ár. um það, að heppilegt væri að halda Islend ingadaginn framvegis um sama leyti ou kyrkjuþingiö, eða í sambaridi við þ> ð En sú tillaga var víst fe!d nálega í eini hljóði, af þeirri ástæðu aðallega, að af því að þetta hátíðishald væri sameigin leg eign allra Islendinga. án tillits ti! flokkaskiftinga um önnur mál.þá mund heppilegast að setja hátíðahald þetta als ekki i samband við nokkur ágreinings eða flokksraál íslendinga hér. Þetta var skoðun Lögberginga, sem annara á þessu máli þá, enda voru þeir þá í meiri hluta í nefndinni Menn skyldu því ætla að þeir hefðu haft ástæðu til að láta sér þetta vel lika ; en það fór á annan veg.— þ*ir vildn vera einvaldir.— í nefndinni sem fyrir hátíðahaldinu stóð þetta fyrsta ár, voru : Einar Hjörleifsson, Eggert, Jóhanns- son, Gestur Pálsson. Jón Oiafsson, Jói Bjarnason, W. H. Paulson, JóharineS Gottskálksson. Mrs. Olson, Miss Elinora Julius, H. G. Oddson, Sigtr. Jónassou. Jón Blöudal, Sig. Einarsson og Guðjón Jónsson. Næsta ár. 1891, tókst Lögbergingum tneð gauragangs brestum og braki. að setja þetta ísleudingadagsspursmál í samband við hið svokallaða “kyrkju- þíng’’ þeirra, sem það ár var haldið hér í VVinnipeg. I það sinn var ísl.-dagur- inn haldinn 18. .Túni,—ekki af því að 18. Júní væri þeirn vitarrlega nokkur inerk- isdagur, né heldur af því að 2. Ágúst þætti ekki þá nægilega merkur í sjálfu sér som íslenzkur þjóðminningardagur. heldur að eins til þess, nö koma deginum 'i samband viö kyrkjuþiiigið. Að eins það að hafa uppástunguria, sem feld var í uefudiúni árið áður, fram, hvað sem það kostaði, — að hafa sitt uppástand fram, þótt það bersýuilega mundi kosta flokkadrátt og óeining,—að verða ein- valdir vtir íslendingadeginum, eða þá að eyðileggja hann að öðrum kosti,—það var auðvitað aðalatriðið. Eu nú sjá þeir atíeiðiugarnar. Um gildi 2. Agústs sem þjóðhátíð ardags. segir þáveraudi ritstjórí Lögb. Emar Hjörleifsson : “Oss þykir fyrir vort leyti illa “farið, að ekki sýnist ráðlegt að “halda hátíðægan sama daginn sem “í fyrra, 2. Ágúst. Hvaðsem segja “má um stjórnarskrá ættjarðar “vorrar, þá er hún óneitanlega mik “il framför frá því sem áður átti ‘ sér stað, og hún kom þjóð vorri í “tölu þingstjórnarþjóðanna. Sann- “leikurinn er sá, að saga þjóðar “vorrar á ekki marga atburði sem “ástæða sé til að minnast með al- “mennum fögnuði, og sje stjórnar- “skní Islands ekki slíkur atburður, "þáþekkjum vier engann." (Logberg 3. Júní 1891.) Þetta segir Lögberg þá um 2. Ágúst. En hvað segir það nú um hið sama ? Þetta ár, 1891, var almenningi eng- inn kostur gefiun á að greiða atkvæði um iiiálið, né heldur að ræða það til úr- slita að neinu leyti. I þess stað tóku nokkiir einstakir ír.enn hér í bænum upp á sig úrskurðar og framkvæmdar- vald í málinu, alveg ótilkvaddir af al- menuingi ; og einmitt vegna þess, og svo hins, að val þessara manna var ó réttlátlega einhliða, (eins og síðar skar sýnt fram á), þá tókst að gera málið að flokksmáli, þ. e. að breyta til um dag inn og koma málinu á þann hátt inn kyrkjulegan flokkadiátt.— Uin forstöðu og framkvæmd málsins þetta tilgreinda ár, segir Lögberg þá ineðal annars : “Oss virðist ástæða tii að gera hér “greln fyrir. hvernig þessi ákvörð- “un um hátíðarhaldið í ár er til orð- “in. Ritstjórar íslenzku blaðanna “stefndu til viðtals forsetum hinna “ýmsu íslenzku fólaga hér í bænum “—þeirra er þeir vissu af eða mundu “eftir—í þvi skyni að það fólk réði “fram úr málinn, og er það sama “aðferðin eins og höfð var í fyrra. “Þessi fundur kaus nefnd til að sjá “uin hátíðahal dið og ákvað daginn 18. Júní’’. (Lögb. 3. Júni ’91.) Ef nú þessi aðferð (þótt einræðisleg væri), hefði að öðru leyti verið óhlut- dræg, þá hefði hún þó orðið afsakan- legri en hún varð. En í þetta sinn var gengið framhjá vissum félögum hér, og þau þar með svift hluttökurétti í mál- inu, og var Unitarasöfnuðurinn eitt af þeim félögum, sem vísvitandi var fram hjá gengið í þessu efni, sem réttlausum félagsskap. Þessi 4 atriði : 1. Að gera ekki öll- um ísl. félögum í bænum jafnt undir höfði með að gangast fyrir framkvæmd hátíðahaldsins, úr því sú aðferð var tek- in. 2. Að breyta til um dagínn sem viðtekinn var í byrjuninni, og það fvrir fárra mann gjörræðistilraunir, án þess einu sinni að hafa þá nokkurn annan þjóðminnilegan merkisdag til að viðtaka hans stað. 3. Að setja málið að nokkru leyti í samband við hin kyrkju legu ágreiningsmál vor. 4. Að gefa almenningi fólks ekki tækifæri tii að ræða um og ákveða hvort breyta skyldi til um daginn, sem valinn var í fyrstu. —Þessi fjögur atriði, segi ég, eru aðal grundvöllurinn fyrir ágreiningnum í þessu máli. og alls þess flokkadráttar sem hefir átt sér stað og enn á sér stað im það. Þetta vita allir hér sem fylgt liafa gangi málsins frá bvrjun, og það eru Lögbergingar einir sem eru pottur og panna að öllu þessu sundurlyndi En “sér grefur gröf þó grafi.” Eftir að Islenditigadagsmálið var komið í þetta horf, þá töpuðu Lögberg- ingar öllu haldi á því með því að hlut- ðeigandi alinettningur tók ráðin af 'ieim þá strax næsta ár. með afli at ;væða, og altaf stðan hafa þeir verið að axa við að fá fólk hér til að aðhyllast inhvern annan þióðininningardag en 2. Ágúst. en altaf árangurslaust. Þegar þeir komust ekki lengur áfram neð þá ofbeldistilraun. að sameina ís- lendingadaginn við kyrkjuþingið, sem ég gat um að framan. af þv-í meðal ann- ars, að alntenningur vildi eindiegið nða hátíðahaldið við einhvern söguleg- n merkisdag, þá fóru þeir góðu hálsar ð stinea upp á ýmsum dögum í stað 2. Ágúst. setn mæt.ti skoða sent íslenzka nerkisdaga, og svo settu þeir út menn út um allar byggðir til þess að vinna á nóti 2. Ágúst. og fá fólk til að viðtaka einhvern annan dag, og er hringlið með þetta hátíðarliald út um islenzku bygð- rnar beinlínís afleiðing af því óþokka- braski þeírra fáu manna sem gengist hafa fyrir þeirri almennu sundrung sem ú er orðin út af því máli. I stað 2. Ágúst hefir. sem ég man til. verið stuncið upp á 18 Júní, 24. Júní, ýms- im dögum í Júlf og 10. Ágúst. og hefir fólk sumstaðar í byggðuin íslendinga lér slegið upp skemmtisamkomum ein- livern dag að sumrinu og kallað það fs'endingadagshald, án þess þó að séð verði að Islendingar hér vestanhafs að hvllist noKkurn einn dag frernur en 2. Vgúst, sem sameiginlegan íslenzkan ijóðmintiinvardag. Eftir 6—7 .ára langa baráttu gegn Agúst, hugkvæmdist útgefendum Lögbergs það snjallræði. að flýja ánáð- r Heimskrinuluraanna i því aucnamiði, að þeir í sameiningu kynnu að geta upp- götvað einhvern sögulegann roerkisdag. sem til nokkurs væri að nefna móti 2. Agúst, til hátíðahaldsins. Mig rainnir að Sigtryggur væri hvatamaðurinn að tví atviki. — Ritstj Lögbergs tók nú höndum saman við “eiturdækju-rit- srjórannsem hann hafði svo kallað. því nú voru góð táðdýr. Eggert Jó hannsson, þáverandi ritstj. Hkr., var eins og aðrir, orðinu leiður á þessu þófi. og til þess að bera ekki ábyrgð á því að fietta Islendingadagsþref héldi áfram. þá í.ók hann (og fleiri 2. Ág. menn) er- indi mótstöðumauna sinna vel, ef ske kynni að með þvf leiddi til samkomu- ags í málinu.—og skal það sagt honum afsökunar. — Loks komst E. J. að þeirri niðurstððu. að þincsetningardag ur íslands í fornöld væri ltelzti dagur- sem tiltök væri að nefua móti 2. Ágúst i þessu skyni. Og eftir því sem hann komst næst, þá mundi hann vera tímabiliwu frá 11. til 17. Júní. en aðr- ir telja hann frá 2l. til 27. Júni. En hvað sem því nú líður, þá tóku Lög* bergingar tveim höndum þessum happa- fundi, en nú var þó eftir að ákveða Dr. M. B. Halldorson, '—HENSEL, N.-DAK.— Skrifstofa uppi yfir Minthorn’s lyfjabúð. / Islendingar athugið Þrátt fyrir hið afarháa verð á inj'ili, þá sel ég nú (i hálftunnum) tví- böÁur 12c. pundið og- hagldabrauð á 8c. pd. Eg legg og- sjálíur til tunruna iih'eg- ókeypis G. P. Thordarson. Heyrnarieysi og suða fvrir eyrum læknast —með því að brúka— ,0 Wilsons Common ~ Sense Ear Drums Algerlega ný uppflnding; frábrugðin öllum öðrum útbúnaði. Þetta er sú eina áreiðanlega , hlúst- Íiípa sem til er. Ómögu- egt að sjá hana þegaí' búið er að láta hana í eyr- að. Hún gagnar þar sem læknarnir geta ekki hjálpað.—Skrifið eftir bækling viðvíkjandi þessu. Verðið er, með full- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 503 Main St. WINNIPEG, MAN. N . B. Pantanir frá Bandaríkjunum afgreiddar fljótt og vel. Þegar þið skrifið þá getið um að auglýsingin hafi verið í Heimskringlu. Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem lítur að hús- búnaði, svo sem RÚMSTÆÐI með öllu tilheyrandi, HLIÐARBORÐ, ný og og ^ömul, STÓLA. forkunnar fagra, MATREIÐSLUSTÓR af öllum mögu- legum stærðum, OFNAR og OFNPÍP- UR, ljómandi LEIRTAU, og margt fleira sem hér yrði of langt upp að telja. Alt þetta er selt við lægsta verði. Við vonutn að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og líta á samsafnið áður en þið kaupið annarstaðar, og þá sjálfsact að kaupa ef ykkur vanhagar utn eittlivað. Gætið (tess að kaupa ekki köttinn i sekktium. Yðar þénustu reiðubúnir Fálson & Bárdal. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA LL Fæði $1.00 á dag. 1. 7 IS .llain Str. Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga-aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, mmw i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérh vað eina sent þið kaupið af Lisks Blikkvöru ogsetn riðgav hjá ykkur með sómasatnlegri brúkun. Áður seldar Nú á !6 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 " með sigti 81.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No 9 þvatta Boilers $2 50 81.90 J. E. Truemner, Cavalier. N-Dak. Kaupið þér <*ott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að íhuga nú. þegar brauð er svo ódýrt ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa bnð bezta bianð sem búið er til i Catiada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyd’s Þá fyrst finnur þú misrauninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvern af keirurum vorum og varzlid við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.