Heimskringla - 14.07.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.07.1898, Blaðsíða 4
HEHUSRRlNðLA, 14 JÚLI 1698. r i i i i i i i • i i i i i i i Hin mestu kjörkaup á drengja- fötum, sem nokkurn tíma hafa fengist í Winnipeg. Við erum nýbúnir að fá miklar byrgðir af drengjafötum beina leið frá Englandi. Lítið á eftirfylgjandv sýnishorn af hinu lága verði Drengja “SAILOR SUITS” lögð með gilt- um böndum, allstaðar seld á Sl.25 og 81.50. Við seljum þau fyrir 90c. Föt úr mikið betra efni, sama gerð, 81.25, 81.50, 81.65, 82, The Commonwealth. Corner IWain Str. & City Hall Sqnare. i i i i i • i i i i i i i i i Winnipeg. Sérstök kjörkaup á drengjafötum hjá Coinmoiiwealtli. Hra, Ólafur Thorleifsson og herra D«víð Valdimarsson með fjölskyldu sína komu til Winnipeg frá Westbourne á þriðjudaginn. Þeir ætla að sjá það sera sjáanandi verður á sýningunni þessa viku. Hra. Benedikt Samsonarson, járn- smiður frá West Selkirk, kom til bæjar- ins á mánudaginn með konu sína og börn, Hann fór sjálfur heim aftur þe ,-ar um kvöldið, en kona hans og bö n dvelja hér nokkra daga. Herra Sigurjón Eiríksson fráCava- lier, N. D,. kom tilbæjarins ásamt konu sinniá mánudaginn. Þau dvelja hér fram yfir sýninguna, Hra. Rðgnvald- ur Pétursson kom einnig að sunnan þann dag og ætlar að dvelja hér um tíma. Vér höfðum áður sagt, að það yrði ekki meira ritað um Austfjörðs-málið í Hkr. En vegna þess að vér höfum fengið nokkrarupplýsingar málinu við- ko.aandi, þá finst oss sjálfsagt að lofa þe m að koma fyrir almennings sjónir. Vér vitum nú með vissu að alt það sem Austfjörð þóttist eiga hjá mönnum í Sel cirk var ekki nærri nóg, þó það heíði alt verið innkallað, til þess að boi ga skuldir hans þar og svo Einars gamla Jochumsonar. Þar að auki er hægt að sanna með vottorði frá inn- köllunarmanni hans i Selkirk, að hann ge'ur ekki innkallað meiraen40 ctknt upp i skuld F.inars, og hefir enga von um að geta fengið meira. — Það hefði ve' ið fróðlegt að sjá hve fljótt Einari hefði verið borgað, ef Heimskringla hefði ekki skift sér neitt af málinu. Þú verður ánægður með sjálfan þig ef þú kaupir fötin þín hjá Coiiinioil- wcalth. Mrs. Rutherford, forseti stórst.úku “Hvíta bandsins” i Canada, heldur bindindis-fyrirlestur i Tjaldbúðinni, Cor. Sarg. & Furby Str,, hér í bænum, fðstudagskvöldið 15. þ. m. Mrs. Rut- herford óskar að sem flestir íslending- ingar sæki samkomu þessa. — Inn- gangur verður ekki seldur. íslendingadagurinn færist í nánd— að eins 17 dagar eftir. Það gengur alt “eins og i sögu” með allan undirbún- inginn fyrir hann. Almenningur sýnir þann dæmalausan áhuga fyrir að gera daginn svo hátíðlegan og skemtilegann að hann verði /illum Vestur-íslending- til sæmdar. Slikur áhugi og kapp og umhyggja hefir aldrei fyrri átt sér staðhér í nokkru máli, og gengur langt fram yfir beztu vonir nefndarinn- ar. Það eina sem nefndina vanhagar nú um, er f u 11 v i s s a fyrir ákjósan- lega góðu veðri. En hún vonar fast- lega að einnig það gangi að óskum. Nefndin gerir ráð fyrir að yfir 2000 Winnipeg-Islendingar sæki hátíðina Hún á einnig von á allmörgum frá Dakota (ef til vill yfir 100 manns); nokkrum frá Selkirk, og ef til vill ein- hverjum frá Argyle og víðar að. Aðal ræðumenn á hátíðinni verða þessir : ísland : G. A. Dalmann, Minneota, Minn. Vesturheimur: Skapti Brynjólfsson, Mountain, N. D. Vestur-Islendingar : Einar Ólafsson. Svo hefir nefndin boðið þeim fylkis- stjóra Patterson og Mayor Andrews á hátíðina, og er búist við stuttu ávaipi frá þeim báðum, Prógrammið í heild sinni verður auglýst í næstu viku. ^mmmmmmmmmmmmmmm Fyrir 25 cent getur þú keyptþér beztu TWEED SLIPPERS ZZS sem fást f bænum, Agætar fyrir kvennfólk og börn. Fyrir 40 cent færðu beztu tweed buskin. ^ Fyrir 45 cent færðu ágæta reimaða skó handa börnum nr. 6—10 Fyrir 60 cent Samskonar skó, nr. 11—2. Fyrir 75 cent Ágæta skó fyrir karla og konur. E3 37 r Reimaðir karlmannaskór $1,25. Hneptir karlmannaskór 81,00. Kvennmanna Oxford-skór með öllu verði, 75c. og yfir. Vér þökkum svo vinum vorum fvrir góða og mikla verzlun, en mæl- y- umst til að þeir hafi fæturnar með sér næst, svo vér getum útbúið þá m*- með hæfilega skó, Yðar einlægur. | E. KNIGHT & CO. | ö5l Main St. ^ PdUIUtUIUIUIWUUUUUUmtUlUUUHtUHtlUUtUUHUUtlufl Allar mögulegar tegundir af strá- höttum hjá Clonmioii wealth. Yfir 90 gráður í forsælunni varð hit- inn hér á þriðjudaginn. Hra. Gunnar Gunnarsson frá Pem- bina, ;N. D., heimsótti oss áþriðjudag- inn. Hann býður hér nokkra daga; ætlar að taka á móti kunningja sinum, sem kemur heiman af Islandi nú Makalaust fer ritstjóri Lögbergs laglega og vanalega að því að klóra of- an yfir sinn eigin óþverra í síðasta blaði sínu. Það mun heppilegast að róta ekki neitt við því sem ritstjórinn hefir nú reynt að ’nyija, ekki sízt þegar sumar- hitar eru nú komnir og því pestnæn.t rojög ef rótað er yið illkynjuðum ó- þverra. Kafli úrbréfi frá Kinosota, Man.: 5YNINQIN er byrjnð og meðan hún stendur yfir seljum við með mikið niðursettu verði Hjol-lampa, Cyc/ometers og Bjollur Skoðið það sem við höfum að bjóða og sannfærist um hið lága verð. Einnig kom frá Pembina hingað i kynnisför Mrs.Eyjólflína Eyjólfsdóttir, systir E. Eyjólfssonar hér í bænum. Á mánudaginn var kom hingað vestan frá Calgary hr.Zophanías Björns- son, Jónssonar, ættaður úr Þingeyjar- sýslu. Hr. Zophanías er prentari að iðn, og býst hann við að staðnæmast hér í bænum, ef hann getur fengið vinnu í einhverri prentsmiðjunni hér. En hvort sem er, verður hann hér fram yfir Is- lendingadaginn. Meðal þeirra Álftvetninga, sem hafa heimsótt Hkr. þessa viku, eru þessir: Páll Reykdal, Jón Sigurðsson, Högni Guðmundsson, Pétur Hallson og Th. Breckman. Af Araylebúum sem eru hér á ferð um sýninguna höfum vér orðið varir við þessa: Sigurð Péturs- son, Guðmund Símonarson. konu hans og móðir, Jón H. Friðfinnsson, Andrés Jóhannesson, Stefán Th. Johnson, Kristján Sigmar, Sigurður Símonarson, Guðmund G. Norðman, Friðjón Frið- riksson, Mrs. Sigurgeirsson og sonur hennar, Jóhannes Sigurgeirsson, Miss H, Thorsteinson, Tryggvi Thorsteinson Snæbjörn Andrésson, MissS. Steinsson Tryggvi S. Anderson, Jóh. Strang, St, Kristjánsson, Sv. Björnsson, Gísli Jónsson og Tryggvi Helgason. Hin árlega Winnipeg-sýning var opnuö hér í sýningargarðinum á mánu- daginn var. Veður var hið fegursta, en þó helzt of heitt. Ér sagt að um 5 til 6 þúsundir manns hafi keypt sig inn í garðinn þennan fyrsta dag. í fyrra dag var börnum leyfð aðganga í garð- inn fyrir 5 cents, og notuðu þau vel tækifæriðog fóru þangað í þúsundatali. í gær var bændadagur (Farmers Day) á sýningunni, og var feykilegur ara- grúi af fólki í garðinum. í" dag er ‘Citizens day’, og má búast við að bæj- arbúar hér yfir höfuð sæki sýninguna í dag. Á morgun (föstudag) er Banda- ríkjamanna dagur á sýningunni; það er sagt að frá 2—3 þúsund manna muni koma að sunnan frá Dakota þann dag til að sjá sýninguna, og verður því ef- laust feykna þröng í garðinum þann dag, Vér höfum enn ekki haft tækifæri til að skoða sýninguna til muna, og getnm þvi ekki um hana dæmt af eigin þekkingu, en ensku blöðunum hér og fólki yfir höfuð ber saman um það, að sýningin í ár taki að öllu leyti langt fram fyrri ára sýningum. Þessi árlega iðnaðarsýning hér er að vekja hina mestu eftirtekt og aðdá- un manna hvervetna í Canada og enda sunnan landamæranna líka, og hefir enda verið lauslega stungið upp á að gera hana að aðal landssýningu, sem öll fylki Canada taki þátt í. En hvað sem úr því verður. þá er þessi sýning eflaust hin heppilegasta og bezta aug- lýsing fyrir þetta míkla Norðvestur- land, jafnframt því sem hún er ágætur skóli og hin mesta driffjöður fyrir hvers konar framfarir og umbætur í búskap iðnaði og listum, .....Engin tíðindi, sem í frásögur séu færandi. En vel þykir mönnum hér Hkr. berjast á móti bolahausnum Sig- tryggi, og unna allir hér Heímskrinflu og hinum unga ritstjóra hennar, Aum- ingja Sigtryggur mun aldrei hafa stað- ið eins tæpt á taflborðinu eins og nú. — Lögberg má líka vara sig, ef það hefir hann lengi í öndvegi. Kaupandi Lögbergs. Herra ritstj. Hér með vil ég biðja yður svo vel gera, að ljá eftirfylgjendi línum rúm í blaði yðar. Lesið um Lögbergs-ritstj. Seint siðastl. vetnr skrifaði ég dá- lítinn greinarstúf, sem svar á raóti því sem Lögbergsritstjórinn og dilkar hans heltu yfir mig. út af íslands-bréfinu minu sæla ‘(Páls pistli til bræðranna”, sem kafteinninn kallaði það). Auðvit- aðþótti mér sjálfsagt að senda Lögb. það, en ekki öðru bla'ði, Ég hafði naum ann tíma og gat ekki tekið eftirrit af greininni, en til þess að vera viss um að húu yrðiekki eyðilögð þegjandi, þá sendi ég kunningja mínum í Winnipeg hana og bað hann að koma henni í Lög- berg ef hægt væri, en ef það ekki dygði þá að biðja ritstj. Hkr. að taka hana. Hann skrifaði mér svo aftur og kveðst hafa sent Lögb. hana og 3 centa frí- merki með fyrir endursending hennar. ef hún ekki fengi inngöngu, og segist hafa vitni að því. Ég er mjög þolin- móður maður, og beið hér um bil í tvo mánuði eftir því að ritstj. gerði ein- hverja grein fyrir henni, enekkert kom. Þá skrifaði ég honum sjálfur og bað hann, þar sem ég þættist nú viss um að greinin ekki mundi birtast i Lögbergi aðsenda mér hana, og til þess að vera viss um að það bakaði ritstjóranum engann kostnað, lét ég fylgja með 5 cts. í frímerkjum, Síðan þetta gerðist, er nú meira en hálfur raánuður, en ekk- ert svar — eintómt steinhljóð. Nú vildi ég spyrja yður, herra ritstj. Hkr., hvort svona lagaðar aðfarir sé að eins Lögbersk röksemdaleiðsla, eða það sem á voru gamla landi íslandi mundi hafa verið kallað ómannlegt, durgslegt hnupi. Duluth,26. Júní 1898. P. Berossox. [I tilefni af spurningu hra. P. Bergs- souar, viðvíkjandi því hvað vér álítum um aðferð Lögbergs-ritstjórans í þessu máli, þá viljum vér geta hins bezta til, og álítum því að þessi dráttur stafi af trassaskap eða gleymsku, en ekki af neinu verra]. Rit.stj Exchange Hotel. 612 JVC^YIIsr ST. Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá munið eftir því, aö þið fáið hvergi betri aðbúnað að öllu teyti, en hjá. H RATHItl KY EXCHANGE HOTEL. «15* Main Mtr. The G00LD BICYCLE C0HPAHY, 484 MAIN STREET. FRED B. SHITH, Manager. =immms Strid! Strid! Stríð gegn liáum prísum. Vér höfum keypt ofmikinn vorvarning- og þar af leiðandi ætlum vér að selja hinar miklu bvrgðir vorar án tillits til þess hvað þær hafa kostað. — ALT SELT MEÐ GJAFVERÐI. I.ítið á eftirfylgjandi príslista, og þá mnnuð þér sjá hvort vér Meinum það sem vér seg-jum. “Readymade” Fatnadur. Tilbúin karlmannaföt á 82, 82.50, $2.75, 83, 83T75 og 84.00, Úr ensku eða skozku tweed á 85 $5.50, $6, 86.50, $6.75. Tilbúin karlmannaföt úr bezta ensku og skozku tweed á S7.00 til $9.00, Tilbúin karlmannaföt, sérstök tegund, frá 88.00 til 815.00. Föt eftir mali. Tweed-föt, alull, tilbúin eftir máli. $15, $16, 817. 818 og þar yfir. Enskt eða skoskt tweed-föt eftir* máli, 815, $16, 817, $18 og þar yfir. — Svört worsted-föt, eftir máli, 815, $17, 818. $20 og þar yfir. Karlmannabuxur á 50c., 75c., 90c., 81, $1.25, 81.50, $1.75, $2, 82.25, $2.50, 82.75, $3, $3.25, $3.50, $3.75, $4, og á öllu verði þar yflr. Drengjaföt fyrir lægra verð en nokkurstaðar annarstaðar. Fallegri og ódýrari hatta höfum við en nokkrir aðrir í bænum. og skoðið þá. Þeir eru frá 25c. til $2.00 og þar yfir. Komið Hvítar skyrtur 35c. til 81.00. Allavega mislitar skyrtur fyrir sama verð Ákaflega mikið af hálsbindum, vasaklútum. sokktim og nærfatnaði af öllum stærðum, með mismunandi verði. — Þið sjáið af þessu sem her er talið, hve mikla peninga þið getið sparað tjieð því að kaupa af okkur. C. A. Gareau ^Siptii, man. 324 Main Street^ 3t= Munið eftir merkinu : Gylt skæri. =S 3£= Pantanir með pósti afgreiddar fljótt og vel. =5 Hvitast og bezt —ER- # # # # m m m # # # # # 2 # # ########################## ðgilvie’s Ekkert betra jezt. 1 # * # # # # # # # # # # -34 — þvf að nú kom önnur þraut enn þá meiri. GregOry Orfanoff kom hægt og stillilega út úr oðru herbergi. Hafði fundurinn verið áður undirbúinn. Hann rétti frænda sínum hendina, en hneigði sig tígulega fyrir Basil. ‘Þú ert ungur”, mælti hann. “Michael hef- ir sagt mér að þú sért orðinn nafnfrægur mál- ari. Ég óska þér allrar hamingju, því að Rúss- lai d þarfuast sannarlega manna með gáfum þín- um og hugviti”. Basil treysti sér ekki til að svara. Hann gat varla tárabundist, þegar hann sá hið föla og þieytulega andlit föður síns. slitið af áhyggjum. Ha tiu bældi þó niður geðshræringar sínar og lézt vera hrifinn af einni myndinni á veggnum. Gi egory Orfanoff talaði stundarkarn við kaftein- inn og sneri sér svo að Basil. ‘Á morgun klukkan tvö skal mér vera það ánægja að sitja fyrir yður í fyrsta skifti. Mich- ael talar mikið um það. hvað þú sért góður mál- ari Ég hefi aldrsi látið mála mynd af mér. En ég býst við að það eigi svo að vera. Myndirnar af föður mínum, afa og nokkrum öðrum for- feðrum mínum hanga f salnum niðri. Eg er sein asti maðurinn af Orfanoff-ættinni” Setning þessi hafði i sér svo daprar og heitar tilfinningar og gamli maðurinn talaði af svo sorgfullu mikillæti, að Basil gat naumast ráðið sér Hann gekk hratt á undan Strelitz kafteini ut úr herberginu, og að augnabliki liðnu voru þeii báðir komnir út á þröngu stræti í Garok- havaya. ‘ Þú manst eftir þessu ?” mælti kafteinninn, — 39 — betur, en að myndin væri geymö í rykugu skoti inn í gamla húsinu. En nú blasti hún við hon- um af veggnum. í Ijómandi fallegri umgjörð, eins og þetta væri hlutur sá, sem föður hans þætti vænst um af öllu. Lubin stóð þegjandi hjá og horfði á hve hrif- inn Basil var af myndinni. Svo dró hann glugga tjöldin betur frá, svo að meiri birta kæmist inn í herbergið. Hinn ungi húsbóndi minn málaði þessa mynd”, sagði hann í lágum róm. “Já, liann var sannarlega listfengur. -En þekkurðu ættarsög- una, herra minn’? Basil sneri sér snögglega við. “Já, hún er sorgleg”, svaraði hann og horfði í augn þjónsins. og sá skína út úr þeim alla hina ósegjanleeu sorg. sem tíminn hafði ekki getað af málað. Leit hann þá fljótlega af honum og lést ekki sjá neitt annað en myndirnar. En Lubin gekk að glugtranum og dró fyrir gluggatjöldin, svo að hálfmyrkur varð í herberginu. Þegar hann kom til Basils aftur og fór að tala, voru til- finningar hans svo æstar að hann gat naumast komið !upp orði. “Heiðraði herra. Mig hefir lengi langað til þess að tala við þig, og á ég nú hægra með það, þar sem ég veit að þér er ekki ókunnugt um hið sorglega ólán húsbónda míns. Þú hefir líklega ekki þekt Dmitri Orfanoff? En alt fyrir það minnir þú mig á hann, og sökum þess hefi ég orðið svo djarfur, að tala við þig. En fyrst ætla ég þó að spyrja'þig að einni spurningu. Er mikill kunningsskapur ykkar Strelitz kafteins?” — 38 — fögur? Taktu eftir hve mannamyndirnar eru vel gerðar og litirnir hæfilegir og fagrir”. Basil lézt vera hrifinn af því að horfa á myndina og var honum áður kunnugur hver einasti ferhyrningsþumlungur hennar. Svo sneri hann sér af hendingu að minni mynd. sem hékk þar í skugganum nálægt horninu. Þegar hann fór að geta greint hana í hálfdimmunni, varð honum bilt við og lá við að hann gæfi hljóð af sér alveg óvart. Myndin var eftir hann sjálf- ann. Yar það bezta myndin sem hann hafði gert á fyrri dögum, þegar ástin til pentlistar- innar var nærri búin að bæla niður æskuástrið' ur þær sem svo djúpt voru rótgrónar í eðli hans. Mann fram af manni höfðu Orfanoffarnir skarað . fram úr öðrum að hugviti og gáfum. En þeir hæfileikar þrifast sízt i eyðslu og munaði. í æsku sinni hafði Basil ekki verið laus við að vera út- sláttasamur, en mótlætið og skorturinn hafði, elft og aukið hina leyndu hæfileika hans betur en nokkuð annað mundi hafa gert. Myndin sem hann starði þarna orðlaus á, var olíumynd af manni einum, hálf-viðvanings- lega gerð, en þar var gnægð af fjörlegum og góð- um dráttum. Hún sýndi gamlan skógarvörð á búgarði Orfanoffs nálægt Moscow. Mundi Basil ágætlega vel morguninn þann, þegar hann mál- aði mynd þessa. Þótti honum sem sæi hann einusinni enn þá hrufótta, vindbarða andlitið gamla mannsins og heyrði fuglasönginn og and- aði að sér skarpa loftinu á mýrunum og í skóg- unum þar úti. Þegar útlegð Basils hófst. vissi hann ekki - 35 — þegar þeir skildu í Nevskoi Prosprkt. “Það verður ofur auðvelt, þú fellur honum svo vel í geð”, “Já, ég skal muna það”, sagði Basil stutt- lega. Gekk hann svo ekki beint til herbergja sinna, heldur var hann á gangi um strætin, þangað til löngu eftir að búið var að kveikja á lömpunum. Kvöldið eftir fór faðir hans að sitja fyrir honum, og kom Basil þar þrisvar í viku. Var hann að starfi sínu nálægt klukkustund í senn, og þurtti hann að hafa vald á tilfinningum sín- um, svo að ekki brytist út það sem inni fyrir bjó. En ekki vildi hann hætta sér í sam- ræður miklar. Lét hann sem væri hann svo djúft sokkinn niður í starf sitt, að hann gæti ekki hugsað um neitt annað. Gregory Orfanoff var sjálfur þögull og fálát- ur, Sat hann keipréttur í stólnum og stakk ann ari hendinni undir frakkabrjóstið. Einlægt var Lubín i herbergina; var honum svo ant um hús- bónda sinn, að hann vildi aldrei láta hann vera einann inni hjá ókunnugum manni. í fjórða skiftið sem faðir hans sat fyrir hon- um. var Basil kominn á góðan veg með mynd- ina — lagði hann sig þar allan fram —, en ekki hafði honum orðið neitt annað ágengt., Af ásettu ráði forðaðist hann að verða á vegum Michaels Stielitz. En hvað hann sjálfan snerti, þá voru ráð hans á reiki, og tók hann eitt ráðið eftir ann- að, en hafnaði þeim jafnóðum. En þá kom riokkuð fyrir, sem eyddi efa hans og sýndi honum hvað gera skyldi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.