Heimskringla - 21.07.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.07.1898, Blaðsíða 2
2 ií*JiMSKKÍM(iLA, 21. JÚLl 1898 Verð blaðsins í Canada og Bandar. S1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order Kegistered Letter eða Expresg Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum B. F. Walters, Útgefandi. OfRce Corner Princess & James. p.o. BOX 305 Vér notum þetta tækifæri til að þakka öllum löndum vorum sem komu hér á sýninguna og sem sýndu oss þann beiður og ánægju að koma við á skrifstofu Heimskringlu og heilsa oss. Margir af þessum sýning argestum skrifuðu sig fyrir Heims- kringlu,og sögðu þeir oss hver um sig að eflaust mundu margir fleiri á eftir koma og kaupa blaðið, þá er haust- aði að og menn færu að hafa meiri skildingaráð, því nú væri Heims- kringla mjög vinsæl meðal a'.lra þeirra manna, sem heldur vilja hafa gott, einart og sannsögult blað, held- ur en örþvættis stjómartusku sem aldrei er að trúa. — Oss er stór á- nægja í því að sem flestir utanbæjar- menn komi og tali við oss, þegar þeir eru hér á ferð; og vér teljum þá ekki eftir oss smá ómök eða tafir, ef vér getum eitthvað leiðbeint íslenzk- um ferðamönnum sem koma bingað til bæjarins. — Því miður töpuðum vér lista með nöfnum allmargra sýn- ingargesta sem komu við á skrifstofu Heimskripglu, og getum því ekki sett nöfn þeirra í blaðið, og biðjum vér þá hina sömu menn velvirðingar á þessu. Þá er nú hin mikla “Western Ca- nada Industrial Fair” fyrirárið 1898 búin að vera — en ekki glevmd. Sýningin í ár verður lengi í minnum höfð meðal þeirra sem sáu hana. — Bændur og bændakonur, bændadæt- ur og bændasynir, smákaupmenn, . vinnumenn og vinnukonur, — allir geta haft þessa miklu hátíðisför sína til Winnipeg borgar árið 1898, fyrir samkvæmisræður og rðkkursögur handa börnum sinum og barnabrirn- um. Því þótt þessi sýning ekki kom- ist að neinu leyti í nokkurn samjöfn- uð við hinar afarmiklu heimssýning- ar ýmsra annara landa, þá er þó margur sá maðurinn, og það meira að segja í þessu stór-viðburðanna iandi, sem aldrei á æfinni hefir tæki færi til að sjá neitt annað er jafnist 'við eða taki fram þessari sýningu. Veður var hið inndælasta alla vik- una ; sólin skein sífelt í heiði, fugur og tignarleg, svo að menn gátu í- myndað sér að þeir væru komnir á einhverja suðræna grund, þar sem altaf er sól og sumar. Og sýningar- nefndinni hefði fráleitt hugkvæmst að búa til betra veður, þótt hún hefði sjálf haft ráð til þess í hendi sér. Það er ekki gott að gera neina vissa áætlun um það, hvé margir sýningargestir hafl komið til bæjar- ins alla vikuna. En vér höfum heyrt greinda menn gizka á, að það muni hafa verið um 30—40 þúsundir f alt. Mest var aðsóknin að sýningunni á flmmtudaginn og föstudaginn, — “Citizens day” og “American day”, og er sagt að yflr 20 þúsund manns hafi borgað aðgang að garðinum hvern daginn fyrir sig. Sýningarnefndin á sannarlega hafs tækju sig samanogfæru skemti- för heim til Islands núna um alda- mótiu. Eins og flestum iöndum vor- um mun kunnugt, þá verður haldin stórkostleg heimssýning í hinni fögru Parísarborg á Frakklandi árið 1900, og má án efa búast við afarmikið nið- ursettu fargjaldi þangað hvervetna héðan frá Ameríku. Það var hug- mynd hr. Thorwaldsons, að Islend- ingar sem heim vildu fara, gætu not- að þetta niðursetta far austur að haf- inu, og leigt siðan skip þaðan og héim til Fróns, ef nógu margir væru í hópnum. Gæti skipið lent við Frakkland á leiðinni og haft þar nokkra viðdvöl, svo að ferðamönn- unum gæflst kostur á að sjá hina miklu Parísarsýningu. Þetta mál er mjög umfangsmikið og þyrfti langann og góðann undir- búning, ef í það væri ráðist. Og ómögulegt er að svo stöddu að gera nokkra áætlun um, hvað ferðin mundi kosta fyrir hvern einn, því það færi auðvitað mikið eftir því, hve margir væru í hópnum, hvaða leið farin væri o. s. frv. En óneitanlega væri það framúr- skarandi ánægjulegt að geta komið þessu á. Og sá mun enginn Islend- ingur í þessu landi, sem ekki væri það hugðnæmt öllu öðru fremur, að sjá einu sinni aftur föðurlandið og æskustöðvarnar, frændur og vini, að geta tekið undir með skáldinu : Og dalirnir opnast með engi og tún Og íslenzkar fornkappa sögur. Þetta land,—fósturland vort—erauð- a og arðmeira en föðurlandið, því verður ekki neitað með rökum, og vér höfum svarið þessu landi holl- ustu-eið. En það er líka alveg eins satt, að okkar gamla föðurland er fagurt og tignarlegt, og að því helg- um vór margir hverjir okkar beztu hjartans tilfinningar ; — við getum ekki að því gert fremur en barnið sem elskar móður sína öllum öðrum fremur, þótt hún sé fátæk og van- burða og geti ekki séð því farborða. Vér sjáum ekki betur en að þessi för ætti að geta tekist, ef vel væri að unnið og samtök væru almenn. 0g þetta er mál sem ekki ætti að þurfa að verða nein sundurþykkja eða rifr- ildi út af. Við ætturn allir að geta íunzt hér á ndðri loið sem Islonding- atí og ekkert annað. Heppilegast mundi að kjósa nefnd manna til þess, að gangast fyrir sam- tökurn og sjá um allan undirbúning í þessu máli. En h ernig eða af' hverjum sú nefnd ætti að vera kosin, um það viljum vér engar tillögur gera að svo stöddu. Vér lofuðum vini vorum, hr. Thorwaldson, að vekja máls á þessu, og væri gott að sem flestir vildu ræða þetta í blöðun- um hér, og gera tillögur sem svo mætti vinsa úr er til framkvæmda kæmi. Heimskringla tekur þakk- samleg á móti öllum skynsömum greinum sem lúta að þessu. vetna þar sem það hefir náð fótfestu og fjárhagur þess er allblómlegur. Það hafa ýmsir spurt oss að því, hvort vér ætluðum ekki að svara þvættingnum um íslendingadags- málið í síðasta Lögbergi. Nei, í þetta sinni ætlum vér ekki að svara því miklu; það hefir litla þýðingu að eiga orðastað við ritstj. Lögbergs um þetta mál. Það er eins og veif- að sé rauðri dulu framan í mannýg- ann bola í hvert sinn og sagt er satt orð um viðureign og afstöðu flokk anna hér í Winnipeg um þetta mál, því þá bölsótast Sigtr. um og rótar upp flaginu í Digbergi. Þessi síð asta tilraun hans að reyna að veiða fólk á sitt mál í gegn um trúarof- stæki eða pólitík, er alveg jafn sví virðileg eins og hún er heimskuleg. Allir menn hér í Winnipeg vita það ofurvel, og Sigtryggur veit það lfka, að þessi flokkaskifting hér f Winni- peg út af íslendingadagsmálinu lcem ur ekki nokkra ögn við pólitík eða trúmálum. Og 2. Agústmenn hafa oss vitaulega aldrei reynt að blanda því inn í málið. í flokki 2. Ágúst- manna eru margir menn, sem standa mjög framarlega í safnaðarmálum Lutherana hér í báðum kyrkjunum, alveg eins og góðir og gildir Únítar- ar eru í flokki 17. Júní 'manna. Þetta vita allir, og er óþarfi að nefna nokkur nöfn því til sönnunar. 0g hvað pólitfkina snertir, þá á sér al- veg sama stað. Þessi síðasti vanskapnaður í Lögbergi ætti að réttu lagi að verða rothögg það sem Sigtryggur ekki risi fljótt undan. En vér ætlum ekki að segja meira um það í þetta sinn, því það er ætlan vor, að Islendinga- dagspefndin muni bráðlega láta til sfn heyra um þetta mál og sýna 17. Júní mönnum sjálfa sig í spegli. Yið olnbogann á Schley í orustunni. Sjóorustan við Sanfiago eftir manni sem var á Brooklyn, dreka Schleys. Suimuda'.'smorKuninn 3. júli hafði Greinin frá hr. ,j. Einarssyni, senl birtist í síðustu Hkr., kom of seint til vor til þess að vór gætum komið þess- ari athugasemd að, en nú gerum vér það þá.—Já, það er enginn efi á þvf, litla fréttagreinin um “ísafold” í Hkr. 7. þ. m. var “naumast leiðrétt- ingarverð,” enda játar hr. J. E., að “hvert orð hafi þar verið eins satt og töluð orð geta verið.” Vér vitum að hr. J. E. hefir ekki gengið nema gott til með þessari “leiðrétting,” en hins vegar finnst oss það alls ekki þess vert að eyða rúmi í blöðum til að Ieiðrétta það, sem eitthvert flón kann heiður skilið fyrir hina ágætu f'rammi I að misskilja í alveg sönnum og rétt- stöðu sína og ráðsmennsku alla. Þar gekk alt eins og í sögu, og ekkert slys vildi til svo vér höfum heyrt þess getið, sem þó vill svo oft til hér í landi, þar sem slíkur manngrúi er saman kominn. Já, sýningin var hin fullkomnasta og bezta í alla staði, og Winnipegbæ og fylkinu, já, og landinu yflr höfuð til hins mesta sóma; og sá mun eng- inn vera, sem ekki óski þessu fyrir- tæki langrar og góðrar framtíðar. Vér áttum hér nýlega tal við einn málsmetandi mann og vin vorn frá Dakota, hr. Stíg Thorwaldson, kaup- mann frá Akra, og færði hann það í tal við oss, hvort ekki mundi tiltæki- legt að reyna að koma á samtökum um það, að íslendingar hér vestan um fréttagreinum. Oss datt auðvit að aldrei í hug að kenna meðlimum stúkunnar “ísafold” um það, þótt þeir sem hafa haft lífsábyrgð f Mutu- al Iieserve hætti nú við það félag og taki í staðinn lífsábyrgð í Foresters- félaginu. Orsökin til þes/. er auðvit- að blátt áfram sú, að þessir menn hafa þá skoðun, að það sé að ein- hverju levti heppilegra og tryggara, að hafa lífsábyrgð í Forestersfélag- inu heldur en í Mutual. Þeir um það, vér skulum ekkert um það dæma. Það var spáð illa fyrir Mutual Re- serve félaginu í Heimskringlu hér einu sinni á árunum, og má vera að þær hrakspár hafi ekki verið alveg út í bláinn.—Það er satt, að vér álít- um Foresters gott félag og heppilegt fyrir fátæka menn, enda eykst það nú stórum að meðlimafjölda hver- austur á við og voru skipin Massáchus etts. New York, New Orleans og New ark horfin sýnum, Hafdi Sampson að míráll farið á New York aust-.r til Atlazes átta mílur frá herk\ íagarðinum. hannáttifeið í herbúðir Bandamanna þar Hin skipin, sem ekki koma við orustuna, voru á Guantanamo firði 40 rnilum austar. Skipin, sem f hergarðinum voru, voru þessi: Bryndrekarnir Iowa, Jnd- iana, Oregon og Texas og foringjaskip Schleys Brooklyn og smájaktirnar Glouchester og Vixen. Lág Iowa mílu utar en hinn flptinn og var að laga fremri turninn stóra með 12 þumlunga byssunum sero hafði úr lagi gengið og Indiana var að gera hið sama við fram- turn sinn með 13 þumlunga byssunum. Hin élnn stórskip sem helzt var að beita í orustunni voru þau OregOD, Texas og Brooklyn, en seinna í orust- unrii komu þeir þó til sögunnar kaft- einarnir Evans og Taylor með skip sín. Skipsmenn voru fyrst kallaðir upp á þilfar klukkan 9.15 um morguninn og komu þeír þá allir. Varðmaðurinn í mastrinu á Brooklyn hafði fyrir nokkru séð reyk inni á höfninni, en það hafði oft komið fyrií áður og var því ekki gaumur gefinn. JÞau Brooklyn og Vixen voru einu skipin vestan við fjarðarmynnið hin höfðu ðö rekið aust ur á við þó töluvert. Á, skipsbrúnni stóð Hodgson siglingameistari á Brook- lyn og kallar hann skyndilega til varð mannsÍDs: “Er ekki reykur þessi á hreyfingu?,’ Miðaði þá varðmaðurinn kíkir sínum á reykinn svo sem eina mínútu og grenj- aði svo af miklum móði: “Það er stórt skip á leiðinni út úr höfninni, herra minn!” Hodgon er ekki maður sem verði uppnuma fyrir öllu og horfði hann fyrst á það sjálfur stundarkorn og greip svo (kallarann)Júðurinn og hrópaði: “Eftri brúamenn, segið foringjanum að flotí óvinanna sé á leiðinni út.” Schley sat undir tjaldinu yfir skutn- um. Gekk hann til brúarinnar og sagði: “Gefið flotanum merki,” en sneri sér svo að Gook kafteiní sem stóð hjá honum og sagði: “Búið skipið til bardaga.” Gekk hann syo fram eftir I á þessum litla tíma.) skipinu og nam staðar á sillu nokkurri erlágutan um skipsturninn, var hún úr tré og nafði hann látið gera hana handa sér. Hann var svo klæddur að hann var íbláum buxum.svarti i alpaca treyju og húfu hafði hann á höfði boiðalausa. Skipsmenn septu af fögnuði er hver hljóp til byssu sinnar og voru skip- anir skjóclega gefnar. En Schley hafði kíkir og horfði á skipin*er þau komu út úr fjarðarrnynninu og sá að fremsta skipið stefndi vestur. En ekki gaf hann undireins merki til að skjóta eða halda á stað. Oregon byrjaði að senda 13 þumlunga sprengikúlur sínar og Ind- iana og Texas tóku þá í sama streng- inn. En skotfærið var langt. Brook. lyn beið enn þá. En undír þiljum niðri var kolunum helt á eldnna og hver einasti ketill kyntur sem mest mátti verða og hver einasta fallbyssa hlaðiu og búin til að skjóta. Schley vildi fyrst vita hvaða leið þau stefndueða hvert þau myndu dreifa úr sér. En á meðan var Oregon farið að stefna vestur og Texas hafði haldið nær og sendi hvert skotið á fætur öðru á fremsta skipið Infanta Maria Teresa. “Þau stefna öll til vesturs” hrópaði Iieutenant Sears og í þeim svifunum fór að rigna á oss skotum úr skotgörð- unum vestan við fjarðarmynnið. “Fulla ferð áfram farið að skjóta,” kallaði svo commódórinn. '‘Skjótið vandlega og eyðið engu skoti til ónýtis,” bætti hann við. En undirforingjarnir fluttu skipanir hans til raannanna í skotturnunum. Á augabragði fóru skot- in að dvnja úr hinum voðalegu 8 og 5 þumlunga fallbj'ssum á bakborða en skipið stefndi í veg fyrir fremsta spánska skipið og lét hríðina dynja á því en tvö fremstu spönsku skipin skutu á móti af miklu kappi. Sá þá Schlej- commódór að fremsta skipið stefndi út frá ströndinni og beint á fBrooklyn augsýnilega til þess að renna á það, en þá brá hann snar- lega við, “Stýrið á bakborða” hrópaði Schley og að vörmu spori fór drekinn að snú- ast í hring en kafþykkir reykjarmekk- irnir sentust upp úr reykháfunum. Skip ið snerist fljótlega við og stefndi stál- trjónunni beint á spánska skipið. Varð þá Infanta Maria Teresa undan að halda og upp að landi. því annars hefði S«hle3r rent á hana, En nú voru sprengikúlurnar frá Oregon og Texas farnar að vinna á henni ug hinn voða- legi sprengikúlnabylur frá Brooklyn. Reykjarmekkirnir voru að koma upp hér og hvar á þilfarinu því að kviknað var í henni. En meðan þetta gerðist var jaktin litla Glouchester að mölva upp torpidó barðana (torpedoboat-destroyers) voða- legu, sem komið höfðu út með seinasta skipinu. Þegar klukkan var orðin 10 var allnr flotinn frá Cape Verde kominn út úr höfninni og stefndi til vesturs alt hvað af tók. Ekki gátu þau Iowa og Indíana farið svo hratt, að þau fylgdu spán- verjum. En Oregon strikaði áfram að þiálpa Broóklyn, ér áttí við ramman að etja, því að klukkan 10,05 sóttu þau öll að Brooklyn Infanta Maria Teresa. Cristobal Colon og Vizcaya. Kl. 10,11 sendu þau öll saman kúlur sínar á Brooklyn og var þaö hin voðalegasta rigning af sprengikúlum sem þá dundi yfir. Schley commódór stóð rólegUl1 á þilfarinu í allri þessari sprengikúlna- drífu og spurði hann þá eitt sinn ungan mann einn Ellis að naftll, í-em stóð við hlið hans með lengdarmæli í hendinni: "Hvað er langt til Vizcaya”? Maðurính horfði að því á mælirinn og sagði svo: “Tuttugu og tvö hundr- að yards, herra minn,” ett I þvl hvein í lofti og small í þegar átta þumlunga sprengikúla skelti af honum höfuðið, "Þetta fór illa!” mælti Schley, er búkurinn féll að fótum honum, en hélt ' þó kíkirnum upp að auganu og bætti við. “Fyrsta skipið er búið að fá nóg, það er að renna á land upp.” Maria Teresa var að renna beint upp að ströndinni og á einu augnabliki var skip það alt í björtu báli. Var skipstnönnum þá boðið að skjóta ein- göngu á Almirante Oquendo en Oregon hjálpaði drjúgum til og að 10 mínútum liðnum var Almirante Oquendo alt i logandi báli og rendi á land skamt frá Santiago. En á meðan hafði Iowa komið að og sökt öðrum torpedó-barð- anum en hinn hafði Glouehester litli rekið í strand með voðalegri sprengi- kúlnadrífu. (Skaut nærri 1,500 skot Klukkan 10 49 fór Brooklyn að gefa gaum að Vizcaya. Var þá Cristobol Colon komin framhjá því skipi og kom- ið spölkorn á undan suðVestur með ströndinni. Þá sáust ekki önnur skip Baridamanna frá Brooklyn, en Oregon eina mílu á eftir og Texas 3 mílur á eftir. En af orustunni er það að segja að kl. 10,54 hitti 8 þuml. sprengikúla frá Brooklyn Vizcaya og sópaði þilfar- ið að endilöngu. Onnur sprakk uppi á skipinu og deyddi 80 manns. Skipið stóð alt í björtu báli og kl. 10,55 stefndi það upp að Aseraderos og rendí þar í rtrand. En Brooklyn nam ekki staðar, heldur hélt áfram strikinu á eftir Crist- obol Colon og Oregon á eftir með brun- andi ferð. Þá voru hin skipin orðin þetta frá sex til átta inílum á eftir, en aðmíráls- skipið Sampsonar New York sásthvergi, Klukkan 11,15 hætti Brooklyn að skjóta og var lítið skaddað af skotum óvinanna. Byrjaði þá eftirförin komu skipverjar á þiljur upp og tóku að æpa sigurópi og skeyttu ekkert þótt sprengi- kúlur Spánverja þytu þeim hvínandi um eyru. Hrópuðu þeir húrra fj-rir Schley, og húrra fyrir Cook kafteini og húrra fyrir Oregon og sendu Oregons- menn kveðjuna aftur af sínu skipi. Var þá rent upp flaggi á Oregon er stóð á: “Munum eftir Maine” segið þeim að við séum búnir að því sagði þá Schley, er hann sá flaggið, og var gert óp mikið þegar svarið var dregið upp störigina. Klukkan 11,55 stóð eftirförin sem hæzt Skipverjar voru allir á þiljum uppi og voru kátir mjög. Var Colon í fimm milna fjarlægð og rann með ströndinni, en loks bauð Schjpy Oregon að halda á eftir Colon en lét Brooklyn taka beina stefnu að Cruz-höfða því að fyrir höfða þenna þurfti Colon að kom- ast ef það átti að sleppa. Oll voru þá skipin á brunandi ferð og þyrluðust kafþykkir reykjarmekk- irnir upp úr reykháfum þeirra Á klukku- stundu höfðu þau bæði dregið Colon, Brooklyn og Oregon. En á meðan sat Schley á framanverðum skotturninum með 8 þuml. byssunum og barði fóta- stokkinn og var hinn kátasti og bað þá gefa Oregon merki að þeir skyldu reyna 13 þuml. byssurnar sinar. Að vörmu spori heyrðist voða hvellur en sprengi- kúlan hentist fram hjá Brooklyn og biðu Ktftiin nú wlnuílrtiU.»r,, p-..n: ui'. til húrraóp dundu við því að kúlan hafði komið niður í kjölfarinu rétt aftan við Colon fjórar mílur í burtu. Var þá reynt annað skot sem liitti Spánverjann og var þá nóg af húrraópum. Tók þá Brooklyn að slsjóta aftur með hinum fremri 8 þuml. fallbj-ssu...sínum ogsáu menn eina sprengikúluna fara í gegn um járnborðið á Colon. Kl. 1,05 voru þau Brooklyn og Oregon í óða önn að láta hríðina dynja á Colon, en Colon sendi aftur alt hvað það gat en linaðist þó einlægt og að 10 mínútum liðnum rendi skipið að laudi. Ki. 1,15 var spánski fáninn dreginn niður á Colon, og þutu menn þá út úr skotturnunum á skipum Bandamanna með áknflegum gleðiópum og héldu þeim áfram í fullar 10 mínútur, því að þá var sópur dreginn upp mastrið á Brooklyn til merkis um að nú yæri bú- ið að sópa burtu fiota Spánverja. Þegar þetta gerðist voru bin einu skip sem sáust. auk Broóklyli og Ore- gon, þau \ixen, hér urn bil fimin míl- ur í burtu og Texas nálægt 7 mílur, New York sást ekkl. En þegar stór- skipin beygðu inn á vfkina að gera út af við Colon þá sást reykurinn úr New York bera við loft til austurs en sjálf- sagt 12 rnílur i burtu. Dr. M. B. Halldorson, —HENSEL, N.-DAK.— Skrifstofa uppi yfir Minthorn’s lyfjabúð. / Islendingar athugið Þrátt fvrir hið afarháa verð á mjöli, þá sel ég nú (í hálftunnum) tví- bökur 12c. pundið og hagldabrauð á 8c. pd. Eg legg og sjálfur til tunnuna alveg ókeypis G. P. Tbordarson. Heyrnarieysi og suða fyrir eyrnm læknast —með því að'l.i úka— Wilsons Common 5ense Ear Drums Algerlega ný uppfinding; frábrugðin öllum ððrum útbúnaði. Þetta er sú eina áreiðanlega hlust- {>ípa sem til er. Ómögu- egt að sjá bana þegar búið er að láta hana í eyr- að. Hún gagnar þar sera læknarnir geta ekki hjálpað.—Skrifið eftir bækling viðvíkjandi þessu. Verðið er, með full- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. 0. Box 589 503 Main St. WINNIPEG, MAN. M. li. Pantanir frá Bandaríkjunum afgreiddar fljótt og vel. Þegar þið skrifið þá getið um að auglýsingin hafi verid í Heimskringlu. Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem lítur að hús- búnaði, svo sem RÚMSTÆÐI með öllu tilheyrandi, HLIÐARBORÐ, ný og og ^ömul, STÓLA, forkunnar fagra, MATREIÐSLUSTÓR af öllum mögu- legum stærðum. OFNAR og OFNPÍP- UR, ljómandi LEIRTAU, og margt fleira sem hér yrði of langt upp að telja. Alt þetta er selt við lægsta verði. Við yonum að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og líta á samsafnið áður en þið kaupið annarstaðar, og þá sjálfsagt að kaupa ef ykkur vanhagar um eitthvað. Gætið þess að kaupa ekki köttinn i sekknum. Vðirr þénutitu rolilul.t'ttíip Pálson & Bárdal. OLí SiMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA Ll Fæði $1.00 á dag, 718 JUaiu 8tr. Lítið 4 eftirfylgjandi verðlista 4 hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sém er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, ■■■■ i Cavalier. Mr. Truemner ábytgist vöruna sjáífut og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérbvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru Og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 " 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 " “ með sigti $1.10 • 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 11 No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner, CavaJier, N-Dak. gott brauð ? Tuttúgu og sex skot hittu Brookíý'íi en aðeins einn maður féll og annar særðist. Colon rendi þaf A land, sem skips- höfnin á Virginius reyndi að lenda og ynr bandtekin fyrir nokkrwm árum síð- an. Eltingaleikurinn og bardaginn bÓl' hafði st’a-ðið yfir í fjórar klukkustundir I I og höfðu skipin Brooklyn, Öregon, Texas og Glöttcbester bjargað Banfia- ríkjunum frá þéirri smán að spönsku skipin slippu — Öí-egon og Brooklyn með þessari skinandí sftirför og voða- legri skothríð og svo Iwnu hvað þeir voru vissir að hæfa hver sem fjarlægðin var, Texas með aftgangi SÍBnm og ó- feilni við tvö skipin er fyrst' komu út og Glouchester litli með aðdáantegu á- ræði og hreisti að taka á móti og eyði- leggja hina voðalegu torpedobarða. Kl. 10,30 lagðist Alrnirante Oquendo á hliðina og rnölvaði kvikan það við klettian í brimrótinu. Það er spurning sem hver héímiÚ isfaðir ætti að íhuga nú. þegar brauð er svo ódýrt, ekki nerna 5-6 c. Því þá ekki að kanpa það bezta bráuð sem búið er til í Canada, Sern er áreiðanlega branðið hans Boyd’s Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvern af keírurum vorum og verzlið við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.