Heimskringla - 21.07.1898, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.07.1898, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA, 21. JÚLI 1898 Eaddir utan að. Með þessnri yfirskrift stendur æði- löng og illskíftin grein í Lögbergi 14. þ. m. Og er ritstj. þar. eins og áður fyrri og alla tið, að taka sína eigin sVörtu hlið — skuggaog bletti 17. Júní flokksins —, og reyna að festa þá og breiða yfir málefni 2. Ágúst manna. En eins og skugginn verður að fylgja hverjum einum fram að grötinni, eins mun lygin, óbilgirni og skammir fylgja ritstj. Lögber. s fram í dauðann, að því leyti að dæma, sem framkoma hans er nú í íslendingadagsmálinu, og hvor- tveggja verður að lifa oglafaásinni eigin rót, og því verður jafn ómögulegt fyrir ritstj. að flytja sínar og sinna sak ir ójafnað, ofbeldi samþyktabrot og o; laga-riftanir, og færa okk- ur það til skuldar 2. Ágúst-mönnum, eins og að taua sinn eigin skugga og festahann við okkur, og get ég þvi verið fáorður til hans. En til þeirra manna sem skrifa um þetta Islendinga- dagsmál eins og sanngjarnir og skyn- samir og heiðvirðir menn, vildi ég segja fáein orð. Og er þá fyrst, að hra. E. H. Johnson i Spanish Fork, Utah. hefir skrifað prýðis fallega um þetta mál. Hann er vitanlega maður sem er meira hlyntur 2. Ágúst en 17. Júní, hefir góða greind og þekking til að . meta gildi hvortveggja dagsins sem um ei þráttað, því er það partur af göfug- lyndi að gefa eftir sinn hlut með fall- egum og skynsömum orðum og vilja þar með vinna þjóð sinni sóma, koma á frið og eindrægni í þessu máli, og eru tillögur hans í alla staði, fyrir mitt álit góðar og virðingarverðar, og var hrein- asti og bezti vegurinn til að leiða þetta mál til lykta. En því er ver, E. H. J., að nú er það of seint. Það verður að segja sannleikann, og hann er þessi: Hitinn og stifnin er orðin svo mikill á báðar hliðar hér, að hvorugur flokkur- inn mundi að svo stöddu trúa öðrum til réttlætis eða sanngirni í gegn um atkvæða-smölun eða nokkur önnur upphugsanleg ráð. Ekki heldur mundu 2. Ágúst-menn reiða sig á að hinn flokkurinn héldi nokkra samþykt, ef hann væri í minni hluta. Það eina er getur lagað þetta mál nú er það, að landar heima — á þingi— ákveði og lög- gildi daginn. Það er líka aðal-prinsíp- ið sem ég hefi gengið út frá að spyrna á móti allri breyting og hringlanda- skap, þar til dagurinn verður lögákveð- inn á Islandi, þá mundi og verða fyrsti maður að breyta ef á þyrfti að halda til að taka upp sama dag. En ég skal við urkenna, og finn sárlega til, að þeir heima eru dauðans seinir og sundur- þýkkir, engu betri en vér, og því ef til vill ómögulegt að bíða eftir þeirra sein- læti' Það er h'klega enginn efi að tillögur hra. E. H hefðu haldið þessu máli í friði og sátt nú, ef Þær hefðu verið brúkaðar áður en "áttmenningaráðið” var myndað, sem var fyrsta kraftaverk 17. Júní manna, og sem sumir kalla "Brúðkaupið í Kana”. Eg hefi aldrei borið nokkra virðingu fyrir þeirri til- raun, af því hún fæddist á afturfótun- um, eða eins og þar stendur: “Alt framstykkið var aftan á”. Þjóðarvilj- inn var þar allur aftan á, en þeir á undan, í staðinn fyrir að hann átti að vera á ,undan en áttmenningarnir Tað fæðast af honum. Og fyrir þenna voða lega vanskapnað hefir þeim ekkert unn ist til góðs; beztu og skynsömustu mennirnir gengið þegjandi burt og aldrei látið til sín heyra; Sigtryggur einn haldið áfram að gera kraftaverkin. allri sátt og samvinnu til skaða og skammar alt fram á þennan dag, því það er æfinlega alt framstykkið aftan á: skammir, hroki og uppnefrii til ein- stakra manna og félaga á undan, en skynsemiu og málsmiðlunin á eftir. Og svo skal ég með virðing og vinsemd fyrir rithætti og tillögum hr. E, H. vísa honum til greinarinnar i Lögb.. sem ég mintist á. Og hann er svo skýr mað ur að hann sér að slíkt er að hella olíu í eldinn, þar sem áreiðanlegur sannleiki að vér 2. Ágústs-meun erum meir en § partar af fullorðnu fólki i þessum bæ. og því óhugsanlegt að vinna okkur með ofbeldi og rangindum. Þar sem hr. F. Hjálmarson í Graf ton heldur fram, að hatur og óvildein- stakra manna eða félaga spilli hér mestu, þá hefir það allsekki verið sann leikur hingað til. Einungis annar flokkurinn — 17. Júni-menn —, sem hafa viljað breyta til. hinir ekki. Uin þetta hefir verið barizt. Og þó ritstj. Lögb. segi að hat.rið sé nú einungis á 2. Ágústs-manna hlið, þá er það arg- asta illkvitni og ósannindabuli, sem enginn lifandi maður trúir, sem gætir að hatrinu og vonzkunni sera er alt í gegn um þessa Lögb.-grein, þar sem þetta stendur. En eins ogéggat um áður. þá er við öllu illu að búast nú á báðar hliðar jafnt. Og hvenær byrjaði svo þessi ójöfnuður ? Hann byrjaði þegar 17. Júní-menn brutu frið og sam- þykt þessa máls í vor, þegar þeir urðu í svo afskaplegum minnihluta, hlupu svo af stað. Ja, ætli það megi ekki taka upp orð meistarans: ‘‘Ijúgandi og rægj- andi”; og læssum ósköpum hefir haldið áfram öðruhvoru síðan. Og frammi fyrir öllum sem þessar línur les, þá segi ég. Þetta er sannleikurinn í þessu máli, og ekkert annað. Lárus Guðmundsson. Nafional Hotel. Þar er staöurinn sera öllum ber saman um að sé hið ódýrasta ogþægilegastaog skemtilegasta gestgjafahús í bænum. Fæili nd eins á> I JIO n dng. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.— Fæði að eins $1,00 Á DAG. Grand Pacific Hotel. B. P. 0’l)on»hoc, eigandi. Ágæt herbergi og öll þægindi sem'beztu hotel geta veitt. Beztu vín og vindlar. larket S'reet Gegnt City Hall ---WINNIPEG, MAN.--- ####*############*######## # * # # # # # # # # # # # # Fleury Þar er staðurinn sem kjörkaupin fást. Hann er nýhúinn að kaupa mikið af karlmanna, drengja og stúlkna "BICYBLE CAPS.” hvítum og bleikum. Þessar húfur eru Ijómandi fallegar, og kosta aðeins 25c. Einnig mikið af nærfötum, 85c, parið. Ljómandi hálsbindi, 2Jc. og yfir. Karlmanna og drengja stráhattar; 25c. og yfir. 13. W. 564 Hain Street Beint á móti Brunswick Hotel. P. S. Að eins fáeinir klæðnaðir eftir af hinum ágætu "S. B. square cut front” fötum- Bæði svört og grá,—al-ull. Aðeins $10.00 # s # # # # # # # # # # # ########################## Bicycle ^ Ef þú vilt fá þér góðan ^ t 4 t i 4 t \ t 4 4 \ 4 \ \ 4 ^ Þá er þér bezt að kaupa * Qendron eda Reliance. j t Það eru beztu reiðhjólin sem nokkurstaðar eru seld hér í Winnipeg. 4 t 4 D. E. ADAMS i j) Næstu dyr fyrir norðan Pósthúsið. 407 MAIN STREET t 4 . ---— --- ‘ 4 4 Karl K. Albert íslenzkur umboðsmaður. 4 r FYRIR FJÖL- SKYLDR Heimavinna Við viljum fá margar ijölskyldur til að vinna fyrir okkur heima hjá sér, stöðugt eða að eins part af tímanum. Vinnuqfnið sem við sendum er fljótlegt og þægilegt.og \ sendist okkur aftur með pósti þeg- [■<r það er fullgert' Hægt að inn- “ vinna sér m.kla peninga heima hjá sér. Skrifið eftir upplýsingum. THESTANDARD SUPPLY CO. l)ept. B., — London, Ont. í Þegar þú þarfnast fyrir blerangn ----þá farðu til- rivivEAixr. Hann er sá eini útskrifaði augnfræðing- ur af háskólanum í Chicago, sem er hér í vesturlandinu. Hann velur gleraugu við hæfa hvers eins. \V. K. Inniun á Co. WINNIPEG, MAN. Maurice\j Opið dag og nótt Agætt katti Restaurant. 517 MAIN STR. Þið fáið hvergi jafngóðar og ódýrar máltíðir í bænum. flaurice Nokes eigandi. Til skiftavina. Eg er nýbúinn að fá miklar byrgðir af Roger Bros. silfurtaui. Ómögulegt er að fá heppilegri brúðkaups eða afmæl- isgjafir, en eitthvað af því. Komið inn Qg skoðið vörurnar hvort sem þér ætlið að kaupa nokkuð eða ekki. Munið einnig eftir að R. Branchaud, úr- og guílsmiður í Cavalier, N. D., gerir betur ag ódýrar við úrin, klukkurnar eða gullstássið ykkar heldur en nokkur annar. R. Branchaud, Cavalier, N. Dak. POLYNICE OLIA ---LÆKNAR---- BAKVERK, HÖFUÐVERK OG ÖlL ÞESSKONAR VEIKINDI, GIGT OG MELTINGARLEYSI. Þessi nýjæfranska uppfinding hefir verið brúkuð og sýnt góðan árangur á Bellevue spítalanum í New York. How- ard spítalanum í Philadelphia.Maryland og John Hopkins háskóiunum í Balti- more, bæjarspítalanum í Montreal og mörguin öðrum spítölum í stórborgum. Það sem læknirinn segir. John Hopkins University, Baltímore, 5. Apríl 1897. Reynsla sú sem hefir verið gerð hér á spítalanum, undir minni umsjón, ,á Polynice Olíu. hetír gefist ágætlega. Ég ráðlegg því öllum að brúka hana við allri gigt. (Undirskrifað). Dr. F. L. ROGER. POLYNICE OLIA sendist — flutningsgjald borgað — við móttöku verðs 50c., af hinum nafnfræga franska læknir, Dr. A. Alexandre, 1218 G Street, N. W. Washington, D.C., U.S.A. Stærsta Billiard Hall í Norð vestrlaudinu. Fjögur "Pool”-borð og tvö "Billiard”- borð. Allskonar vín og vindlar. liennoii & Hebb, Eigendur. Maohattan Horse and Cattle Food er hið bezta þrifafóður handa gripum. Tilbúið af R. H. Peel, Winnipeg, Man. Mr. Gunnar Sveinsson mælir með þessu gripafóðri. John O’Keefe, prófgenginn lyfsali, CAVAVIER, N-D. Meðöl eftir læknisfyrirskrift afhent á hvaða tíma sem þarf. Búðin opin nótt og dag. B. G. SKULASON ATTORNEY AT LAW. SKRIFSTOFA í BF.ARE BLOCK. Granil Forkx, N. I>. China Hall Nú eru nyju vörurnar okkar komnar. Makalaus kjörkaup og mikið til að velja úr. ChinaTHall 572 Main Ht. L. H. COMPTON, ráðsmaður Canadian Pacific RAILWAY- John O’Keefe- Steinolia Ég sel steinolíu hverjum sem hafa vill ódýrara en nokkur annar í bænum. Til hægðarauka má panta olíuna hjá G. Sveinssyni, 131 Higgin Str. D. McNEIL, 38 MCDONALDST. Ef þér viljið fá góð og ódýr Vinföng Þá kaupið þau að 620 Hain St. Beztu Ontario berjavín á $1,25 gallonán Allar mögulegar tegundir af vindlum, reyktóbaki og reykpípum. Verðið mis- munandi eftir gæðum, en alt ódýrt. Beliveau & Co. Corner Maine & Logan Str. Austur yfir stórvötnin Mikið niður- sett fargjald. Þessi gufuskip fara frá Fort William. Alberta hvern Föstndag Athabasca hvern Sunnud. Manitoba hvern Þriðjud. Lestin kemur frá Winnipeg til Fort William kl. 8.50 e. h. hvern Fimtudag. Laugardag og Mánudag. Klondike Beinaleið með C. P. R. til Wraniel, Glem oj Slapay S. S. Tartar og Athenian. Hin stærstu skip sem höfð eru til Yukon ferða, sérstaklega tilþess ger, Þau sigla frá VAFCOUVER og VICTORIA. hvern laugardag DREWRY’S Family Porter er alveg ómissandi til að styrkja og hressa þá sem eru máttlitlir og uppgefnir af erfiði. Hann styrkir taugakerfið, færir hressandi svefn og er sá bezti drykkur sem hægt er að fá handa mæðrum með börn á brjósti. Til brúks í heimahús- um eru hálfmerkur-flöskurnar þægilegastar. Eðwarfl L. Drewry. Redwood & Empire Breweries. Sá sem býr til hið nafntogaða GOLDEN KEY BRAND ERATED WATERS. Bezta vínsöluhúsið Paul Sala, eftirmaður H. L. CHABOT, 513 Main Street 513 Gegnt City Hall, Minnipeg. Beztu berjavín og áfengi. Bezti spíritus. Bezta Whiskey í Manitoba. PAUL SALA, 531 Maiu Str. Skrifið eftir bókinni sem lýsir Yukon- héraðinu, telur upp siglingadaga og gef' ur aðrar áætlanir og upjlýsingar. Allir umboðsmenn þessarar brautar geta selt ykkur farseðla, sem innibinda bæði máltíðir og rúm. Snúið ykkur til næsta C. P. R. um • boðsmanns. eða skrifið til Robert Kerr, Traffic Manager, Winniprg, Man. Nortlieru Pacific R’y CME TABLE. MAIN LINE. Alrr. Arr. Lv Lv l,00a 1.30p| Winnigeg l,05p 9,30a 7,55a 12 Ola Morris ‘2,32p 12,01p 5,15a ll.OOa Emerson 3,'23p 45p 4,15a 10,55a|Pembina 3.37p 15p 10.20p 7,30a Grand l'orks 7,05p 05p l,15p 4,05a Wpg Junct I0,45p 130p 7.8l)a Duluth 8,00a 8.30a Minneapolis 6.40a 8,00a St. Paui 7.15a 10,30a Chicago 9,35a MORRIS-BRANDON BRANCH. Arr. Arr. Lv Lv ll.OOa l,25p Winnipeg 1.05p 9.a0p 8,30p 11.50a V orris 2,35p 8..-í0a 5,15p 10.22a Miami 4.06p 5.115a 12,10a 8,26a BaJdur 6,20p 12, Od 9,28a 7.25a Wawanesa 7,23p 9.28p 7.00a 6.30a Brandon 8,20p 7,00p PORTAGE LA PRAIRIE BRANCH. Lv. 4,45 p.m 7,30 p m ! Arr. Winnipeg 12.55 p.m. Port laPra'rie 9,30 a.m. C. S. FEE, H. SWINFORD, Fen.Pass. Ag.,St.Paul. Gen.Ag.,Wpg, — 44 — reyna að bæla niður. "Ó.'Natalítt!” hrópaði hanll upp. "Elsku Natalía mín ! Mun fortiðin nokkurntíma koma aftur ? Mun þesSum skuggum glæpanna nokk- urntíma létt af herðum mér ?” Heyrði hann þá létt fótatak. Hann stökk á fætur, og var þar kominu Lubin og stóð á milli tjaldanna. sem hann hafði dregið í sundur. Það var eitthvað það í svip gamla þjónsins, sem sagði Basil, að hann vissi alt saman. Hann steig feti fram og nam þar staðar. Lubin lét tjaldið falla að baki sér og gaf af sér lógt hljóð, en lagði armana um hálsinn á Basil. "Það er þá Dmitri. ungi húsbóndi minnl” hrópaði hann, "Dmitri er þá kominn heim aft- ur. Guði sé lof!” En svo dróg máttinn úr limum hans, og lá hann afllaus í fangi hins unga húsbónda síns. Basil sá uudireins hvað um var að vera. Þetta hafði fengið svo mikið á Lubin, að hann hafðí hnigið í ómegin. Nú var Basil í vanda staddur og voru her góð ráð dýrmæt, því að vel gat það verið að Lu- bin yrði kallaður upp á efra loftið á hverju augnabliki.' Basil lagði nú þessa meðvitundarlausu byrði sína í fjarsta hornið ó skotinu; gekk fram í for- dyrið og var þar alt með ró og kyrð, og fór síð- an inn í bakherbergin. Þekti hann þar afkima alla, sem eðlilegt var, Kom hann þaðan brátt aftur með eina flösku af vodka (brennivíni) og reypti á Lubin, en hann hrestist skjótlega. í — 45 — fyrstu vissihann ekkert hvar hann var staddur, en með nokkrum orðum gat Basil látið hann skilja að nú þyrfti að fara bæði varlega og leyni- iega. Þeirgengusvo saman út þaðan, hvíldu sig Við og við og komust svo í herbergi það sem áð- ur fyrrum hafði verið borðsalur ætfarinnar. Voru húsmunir þar allir stórgerðir, úr dökkum útskornum viði. Á hliðarborðinu stóð lampi einn og kastaði dimmri birtu um salinn og brotn uðu geislarnir á silfurstaupunum og skálunum, er þar var mikíð af inni. Lubin lét þar fallast á stól sinn. “Mér batnar bráðum”, sagði hann í veikum róm. "Vertu ekki hræddur; hér kemur enginn að ó- náða okkur. Það er nú rétt fyrir miðdegisverð- artíma og vill þá húsbóndi minn engan hafa hjá sér. Oh, Dmitri, er þetta alt saman draumur einn ? Ætli að ég vanni upp við það að þú verð- ir allur horfinn á burtu ?” Einir þarna í herberginu hálfdinimu, sem vakti upp hjá þeim ótal endurminningar liðins tíma, töluðu nú vinirnir saman um fyrri daga— og svo um ókomna timann. Sagði Basil frá játningu þeirri sem hann af tilviljun hafði heyrt af vörum Strelitz kafteins — játningu þeirri sem sýndi að Basil var ekkí sekur i neinum glæp, en að Michael hafði lagt ráðin til þess að eyðileggja frænda sinn fyrir ávinníngssakir. “Já, ég grunaði þrælinn um það frá því fyrsta”, sagði Lubin. "Ég þekki nokkuð hvern- ig maður hann er frá því hann var barn að aldri. Ég hefi einlægt álitið þig saklausann, herra — 48 - spekt. Pashua þótti æfinlega vænt um þig”, bætti hann við. “Hann mundi vera manna fús- astur til að gera þér til geðs”. Sleptu þeir svo tali þessu og fóru að ræða um mál þau er nú sem stóð voru meira óríðandi. Með tárin í augunum hlustaði Basil á það, hvern ig faðir hans hefði fundið myndina, sem hann hafði málað af skógarverðinum, og að hann hafði látið flytja hana til Pétursborgar, setja í umgjörð og hengja hana upp í svefnhsrbergi sínu. Hvað Nataliu snerti, þá vissi Lubin lítið, nema það, að hún kom oft til þess að finna Gre- gory Orfanoff. Gekk þá Basil ekki fastara að honum, en ætlaði sér að biða þangað til hann fengi betra tækifæri. Ekki gat hann heldur fengið neina vissu um það er hann hafði lofað Strelitz kafteini að komast eftir. Þeir réðu þaö með sér, að hann skvidi halda áfram að gera myndina af Gregory Orfanoff, en skyldi hitta Lubin leynilega að nóttu til. þegar hann gæti sagt honum eitthvað um málefnið, er þeim báðum lá þyngst á hjarta. Lauk svo fundi þeirra við það, að miðdegis verðurinn kom frá matsöluhúsinu í grendinni,— því að eitt’af hinum fjölmennu strætum borgar- innar var þar nálægt —, og fór Basil leiðar sinn- ar burtu, þegar mennirnir komu inn með rjúk- andi bakkana. Fanst honum nú fremur en nokkru sinni áður, að hann vera útlagi og flækingur, þegar hann gekk um strætin "i vaxandi rökkrinu. "Ég held að kafteinn Michael Strelitz sé ekki það flón að fara að flækjast inn í nihilismus, - 41 — gat ekki stilt mig um það. Það var eitthvað, er knúði mig áfram. Og af því sem ég hefi kynst þér. þá hélt ég að ég mætti treystaþér — að þú mundir ekki bregðast trausti mínu. Þú ert mál ari og atvinna þín lætur þig komast í kunnings- skap við marga sem stunda sömu iðn. Á sumr- um ferðast þú um ókunn lönd og hittir fræga listamenn úr öðrum borgum. Ég hygg að Dmitri hafi orðið málari og tekið sér annað nafn. Máské hittir þú hann einhverntíma. Hann var laglegur, rauðbirkinn drengur þegar þetta stór- kostlega sorgaratvik henti hann, og hann hlýtur að hafa breyzt mikið öll þessi ár. En ef að for- lögin nokkurntima láta ykkur hittast, viltu þá segja honum að vinir hans hafi ekki gleymthon- um. Segðu honum að faðir hans sárlega iðrist þess. sem fram hefir farið, og lifi stöðugt í hugs- uninni on endurminningunni um sinn tapaða son. Segðu honum að Lubin gamli trúi þvf að hanu hafi vei ið saklaus og að hann vildi lífið láta til að hjálpa honum”. Nú varð gamli maðurinn allur að gráti og gat ekki komið upporði, en tárin runnu í stranm um niður hinar fölu kinnar. Á Basil fekk þetta mikið og vöknaði honum um augu. Honum var ómögulegt að tala. Og svo höfðu orð Lubins vakið tilfinningar hans, að nærri lá að hann segði þarna undireins hver hann var. En meðan hann var að bæla niðar tilfinning- ar sínar, heyrðist skröltaí lijólum úti á strætinu, og lauk því fyrir framan húsdyrnar. Lubin stökk út að glugganum og neri af sér tárin í ákafa. "Húsbóndi minn er kominn aít-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.