Heimskringla - 21.07.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.07.1898, Blaðsíða 4
HElMSRKlNðLA, 21 JÚLI 1898. * * * Hin mestu kjörkaup á drengja- fötum, sem nokkurn tíma hafa fengist í Winnipeg. Við erum nýbúnir að fá miklar byrgðir af drengjafötum beina leið frá Englandi. Lítið á eftirfylgjand' sýnishorn af hinu lága verði Drengja “SAILOR SUITS” lögð með gilt- um böndum, allstaðar seld á $1.25 og $1.50. Við seljum þau fyrir' 90c, Föt úr mikið betra efni, sama gerð, $1.25, $1.50, $1.65, $2. The Commonwealth. t'orner JTIain Str. & €ity llall Wquare. * * * * i t t I -• -w Winnipeg. Nöfn allra þeirra sem gefið hafa yerðlaun til íslendingadagsins verða auglýst í næsta blaði. Hrerra H. Eyjólfsson frá Selkirk dvaldi hér nokkra daga í bænnm um sfðustu helgi. Hra. Stefán Bjarnason og Mrs. H. Hillman frá Glenforsa Man., voruhé á ferð um helgina. Friðlundur Jónsson frá Foxwarr- en, Man., var hér á ferð í vikunni. Fór heimleiðis aftur í fyrradag. Meðal þeirra Argylebúa sem vér munum eftir í svipinn að heimsóttu Hkr. seinni part síðustu viku, eru þeir herrar: Árni Árnason, Jón J. Breiðdal, Árni Axfjörð, Hra. J. P. Abrahamson frá Sinclair kom hér til bæjarins í vikunni sem leið. Hann kom með konu sína veika og kom henni hér á sjúkrahús bæjarins. Hann hélt heimleiðis á mánudaginn. Hra. Pétur Gíslason frá Joliette, N. D.. kom hingað um fyrri helgi mjög yeikur af elnhverri innvortis meinsemd. Hann fékk óðara inngöngu á sjúkra- húsið og býst hann við að verða skor- inn upp hið fyrsta, Hra. Hans Einarsson, sem átt hef- ir heima hér í bænum, og hefir unnið yið aktýgjagerð, fer á þriðjudaginn suður til Garðar, N. D.. og býst við að dvelja þar syðra um tíma, og ef til vill að ílengjast þar fyrir fult og alt. Hann er drengur hinn bezti, og óska allir vin- ir hans honum góðs gengis. Herra Einar Ólafson, sem um tíma hefir verið norður á Winnipegvatni og starfað þar að fiskikaupum og verzlun kom til bæjarins fyrir helgina. Stirju- veiðin þar nyrðra segir hann að hafi verið mikil f sumar, og eru nú öll frysti hús þar og í Selkirk full orðin og veiði því um það bil lokið. Hr. Ólafssjn dvelur hér í bænum fram yfir mánaða- mótin, að minsta kosti. Sérstök kjörkaup á drengjafötum hjá Commonivcalth. Meðal gesta eru komu frá Argyle til sýningarinnar í fyrri viku var Sig- ríður Björnsdóttir, ekkja Þórarins sál. Finnbogasonar, híns alkunna þjóðhaga smiðs, sem dó hér i bænum 1895. Aðal- erindi hennar var að kaupa legstein og koma honum á leiði manns sínsf Brookó side-grafreitnum, Steinninn er lítíll, en prýðis laglegur, ferstrendur og stendur á fótstalli. Efst á honum er kross, nafn, fæðingar- og dánardagur hins látna. Steinninn kostaði $15,00 Meðal landa vorra sem komu hing- að á sýninguna á Bandarfkjadaginn (föstudaginn) sunnan fyrir landamærin, tókum vér eftir þessum : Josep Walter, Sigurður Sigurðson, F. K. Sigfússon, J. H. Guðmundsson, Magnús Jóhannesson, allir frá Garðar, N.D. M. Brynjólfsson og D. J. Laxdal frá Cavalier. Dr. M. Halldórsson, Park River ; Sveinn Árnasonjog G. J. Gísla- son, Hallson ; Gisli Árnason, Akra; Aðaljón Guðmundsson og Alex Guð- mundsson, Cashel; ÓIi Paulson, Brand- ur Johnson, M. Goodman og kona hans, S. Goodman, Misses Reinholt, M. Orm- son, J. Sðlvason, B. E. Holm, Miss H. Hanson, Miss S. Oliver og Mrs. Árna- son og þrjú börn hennar,—alt frá Pem- bina, N. D. Við höfum haft svo mikið að gera, að við höfum ekki haft tíma til að breyta auglýsinbunni okkar. En af því að við höfum dálitið hlé þennan morgun, þá grípum við tækifærið til að þakka Islendingum —g fyrir góða og mikla verzlun. *" -S Um leið viljum vér sýna yður fáséða prísa á nýjum og góðum skóm. No. 6, 7, 8,—50c. “ 9, 10, 11,—60c. “ 12, 13, 1,—70c. No. 2, 3, 4,—80c. ^ “ 5, 6, 7,—90c. Sumt af þessum skóm eru nógu stórir handa fullorðnum mönnum ^ Allskonar kjörkaup hjá okkur þessa dagana. E. KNIGHT 5 CO. I 351 Main St. Þú verður ánægður með sjálfan þig ef þú kaupir fötin þin hjá Clommon- wcnlth. Miss Sigríður Johnson á bréf á skrif- stofu Hkr, Bréfið er frá Sinclair P. O., fór einnig hér inn á landoffice stjórnar- innar, en þar gat hann engar upplýs- ingar fengið viðvíkjandi þessu. Þeir höfðu enga hugmynd um hvenær stjórnin myndi leyfa rétttöku á þess- ari spildu. Man. SYNINQIN er byrjuð og meðan hún stendur yfir seljum við með mikið niðursettu verði Oss er skrifað frá Minneota, Minn., að vinur vor, G. A. Dalmann í Minne- ota, hafi neitað að þiggja útnefning til þingmanns á ríkisþingið, á útnefninga- fundi Peoples Party manna í Minnea- polis. Oss hefði verið sönn ánægja að því að sjá nafn hans “á meðai hinna út völdu”, og vér erum vissir um að eng- inn hefði þurft að iðrast eftir að hafa gefið honum atkvæði sitt. Það er von- andi samt, áður en langt líður að ís- lendingar í Minnesota geti áunnið það, að herra G. A. Dalmann gefi kost á sér til þess að gerast merkisberi þeirra í pólitíkinni, því hann mun manna fær- astur til þess. Eins og áður hefir verið getið um hér í blaðinu, hefir íslendingadags- nefndin, sem stendur fyrir hátið- arhaldinu 2. Ágúst í sumar, gert samn- inga við járnbrautarfélögin um niður- sett fargjald fyrir þá sem sækja vilja Is- lendingadaginn. Þau hafa lofað að farið verði ekki meira sn lj vanalegs fargjalds, ef 25 manns eða Heiri komi með sömu brautinni. Þeir þurfa ekki allir að koma sama daginn eða frá sömu járnbrautarstöð, heldur bara að þoir komi í alt 25 eða yfir. Það af fólki sem kemur, kaupir því að eins farseðil til Winnipeg og tekur viðurkenningu fyrir upphæðinni hjá agent félagsins. Þegar hingað kemur verða þeir að gefa sig fram við nefndina, til þess hún geti séð þeim fyrir niðursettu fari heim aft- ur, og lengdan tima á farseðlum ef þörf gerist. Síðastl. fimtudagskvöld komu hing- að til bæjarins heiman frá Islandi 65 innflytjendur, og var innflutningaagent herra W. H. Paulson með fólki þessu alla leið. — Flest eða alt þetta fólk var af Suðurlandinu, en ekki þektum vér neinn í þeim hóp, svo vér getum ætt- fært. — Yfir höfuð var þetta fólk eink- ar hraustlegt og myndarlegt, og var munur að sjá pað eða Galisiu-lúsageml- ingana, sem stjórnin i þúsundatali hrúg ar inn í landið. — Því miður höfum vér ekki enn getað haft tal af hr. Paulson, og getum því ekki gefið neina skýrslu um ferð hans eða útflutninga frá Is- landi hiúgað í ár. 1 næstu viku er von á ððrum hóp frá Islandi hingað, um 40 manns, og er hr. Jakob Lindal, sem fór heim fyrir 2 árum síðan, með þeim hóp. Það fólk mun flest vera frá Norðurlandi. Hra. S. O. Sigurðsson frá Akra, N. D., kom til bæjarins á laugardag- inn. Hann hefir verið í landaskoðunar ferðum í Mennonita Reserve, er liggur um 30 mílur vestur af Gretna, Man- Það er víst sama landið sem vér gátum um í Hkr. fyrir skömmu. Vér tókum það trúanlegt þá, sem dagblaðið Free Press hér í bænum sagði um það. Það sagði að þetta Reserve væri skamt frá Emerson. Herra Sigurðsson leizt mjög vel á landíð; sagði það væri bezt lagað til akuryrkju, nóg af góðumengjum samt. innan um og skógur rétt hjá með fram Pembinaánni, sem rennur gegn um mitt iandsvæðið. — Töluvert marg ir Þjóðverjar og Norðmenn eru þegar seztir á löndin og bíða eftir þeim tíma að landið verði opnað fyrir almenning. Þeir hafa þá forgangsrétt. -— Sigurðson Allar roögulegar tegundir af strá- höttum hjá (Ntninion wcnlth. VISSI HVAÐ VIÐ ÁTTI. Unglingspiltur, sem heima á í vestur- hluta bæjarins, fékk uppsagnarbréf frá kærustunni á laugardaginn var. Hann fór óðar og hitti fatasölumann, Jón Stefánsson, 63 ) Main Str., og keypti ein af þessum ljómandi $10 fötum, sem hann selur. — Árangurinn varð : lýsing til heiðarlegs ektaskapar í kyrkjunni hans á sunnudaginn. I. O. F. — Fuhdur verður haldinn af stúkunni “íssfold” næsta þriðjudags- kvöld kl. 8 í Northwest Hall. — Auk þess að teknir verða inn nokkrir nýir meðlimir þá liggja fyrir ýms þýðingar- mikil mál, sem sjálfsagt er fyrir alla meðlimi að taka þátt í. Menn eru því ámintir um að fjölmenna á fund og að koma tímanlega. Yðar í L. B. C. S. Sigurjónsson. C.R. Úrbréfi frá íslandi til EinarsÓlaf- ssonar: — “Hinn 24. Apríl lézt Hjálra- ar Hermanhsson að Brekku í Mjóafirði eftir langvarandi legu”. Hjálmar var fæddur að Firði í Mjóafirði árið 1819. Þaðan flutti hann nokkru eftir lát föður síns að Reykjum í Mjóafirði. og slðan að Brekku, Hann var vitmaður mikill og búmaður góður, einkum á seinni árutn, og afiaðist hon- um þyí hvorutveggja auður og álit. Hann var lengi hreppstjóri í M jóafirði og starfaði að ýmsum opinberum mál- um. bæði sem hreppstjóri, sve'tarnefnd- armaður og sýslunefndarmaður, og þótti oftast ráðagóður. Fyrir hér um bil 15 árum var hann sæmdur riddara- krossi Dannebrogsorðunnar fyrjr löng og dyggileg afskifti af almennum mál- um. Hjálmar heitinn var kynsæll mað- ur og átti fjölda barna og mannvæn- legra. Tveir s.ynir hans eru i Ameriku: Hermann á Garðar i Dakota og Hall- dór búfræðingur á Hensel í Dakota Hjálmar heitinn var. sögulega skoð- aður, einn af merkustu bændum á Austurlandi á þessari öld. E. Ó. EDMXJND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Rian Block, 492 Main Strebt, WlNNIPEG. Dr. N. J. Crowford PHYCICIAN AND SURGEON .... 462 Main St., Winnipeg, Man. Office Hours from 2 to 6 p.m. Exchange Hotel. 612 ST. Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK, Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá munið eftir því, að þið fáið hvergi betri aðbúnað að öllu leyti, en hjá. H RATHBIJRN, EXCHANGE HOTEL. 61» Jlain Str. Hjol-lampa, Cyclometers og Bjollur Skoðið það sem við höfum að bjóða og sannfærist um hið lága verð. The GOOLD BICYCLE CONPANY, 484 MAIN STREET. FRED B. SflITH, Manager. Strid! Strid! Stríð gegn háum prísum. Vér höfum keypt ofmikinn vorvarning og þar af leiðandi ætlum vér að selja hinar miklu byrgðir vorar án tillits til þess hvað þær hafa kostað. — ALT SELT MEÐ GJAFVERÐI. Lítið á eftirfylgjandi prfslista, og þá mnnuð þér sjá hvort vér Meinum það sem vér segjum. “Readymade” Fatnadur. Tilbúin karlmannaföt á $2, $2.50, $2.75, $3, $3.75 og $1.00. Úr ensku eða skozku tweed á $5 $5.50, $6, $6.50, $6.75. Tilbúin karlmannaföt úr bezta ensku og skozku tweed á $7.00 til $9,00. Tilbúin karlmannaföt, sérstök tegund, frá $8.00 til $15.00. Föt eftir mali. Tweed föt, alull, tilbúin eftir máli, $15, $16, $17, $18 og þar yfir. Enskt eða skoskt tweed-föt eftir máli, $15, $16, $17, $18 og þar yfir. — Svört worsted-föt, eftir máli, $15, $17, $18, $20 og þar yfir. Karlmannabuxur á 50c., 75c., 90c., $1, $1.25, $1.50, $1.75, $2, $2.25, $2.50, $2.75, $3, $3.25, $3.50, $3.75, $1, og á öllu verði þar yflr. Drengjaföt fyrir lægra verð en nokkurstaðar annarstaðar. Fallegri og ódýrari hatta höfum við en nokkrir aðrir í bænum. Komið og skoðið þá. Þeir eru frá 25c. til $2.00 og þar yfir. Hvítar skyrtur 35c. til $1.00. Allavega mislitar skyrtur fyrir sama verð Ákaflega mikið af hálsbindum, vasaklútum. sokknm og nærfatnaði af öllum stærðum, með mismunandi verði. — Þið sjáið af þessu sem her er talið, hve mikla peninga þið getið sparað með því að kaupa af okkur. C. Á. Qareau 324 Main Street; Glylt skæri. Hargrave Block WINNIPEG, MAN. Munið eftir merkinu : Pantanir með pósti afgreiddar fl.jótt og vel. II44U4444 ' WMME ************************** * * * * * * * s m * * * 9 f * Hvitast og bezt —ER— Ogilvie’s Mjel. Ekkert betra jezt. * * * * * * * * * * * * * * * * ************************** — 42 — ur”, hrópaði hann upp, æstur mjög. “Kondu; við skulurn ekki láta hitta okkur í herbergi þessu. Á svipstundu verða þau komin inn í húsið”. “Þau ?” spurði Basil í hásum róm. “Hver or með honum ?” “Natalia Davidov", svaraði Lubin. “Hún borðar miðdegisverð með húsbónda minum í dag- Kondu !” Hann flýtti sér svo út úr herberginu og Bas- il á eftir, og náði hann í handlegg gamla manns- ins og hélt honum aftur. Lubin sneri sér við öldungis forviða. "Slepptu mér”, sagði hann í láf um róm. “F.g get ekki talað við þig núna. Ég verð að ljúka upp fyrir húsbónda mínum”. “En fyrst verður þú að fela mig einhvers- staðar”, sagði Basil. “Ég er ekki við því búinn að mæta Gregory Orfanoff eða félaga hans. Það sem þú sagðir mér um Dmitri hefir fengið svo mikið á mig. Feldu mig fljótt, og segðu hús- bónda þínum að ég hafi ekki getað beðið eftir honum". Lubin rendi hvössum augum til Basils. Svo sneri hann sér við og gekk niður tröppurnar skjálfandi á fótum og bað félaga sinn að fylgja sér. Miðja vega í stóru fordyrunum á neðra loft- inu var skot eitt og dregin fyrir þykk veggtjöld, rauðlit. í skotinu stóð mynd ein á fótstalli, bú- in brynju ásjólegri ogvopnum, frá hinum djramu dögum Ivans hins óttalega. Inn í skot þetta ýtti þjónninn Basil. "Bíddu — 47 — þetta. Var hann tregur til i fyrstu, en loksins sagði hann við mig: “Eg hefi séð mann þennan í dularbúningi að nóttu til í illræmdasta hluta borgarinnar. Ég sá hann tvívegis, nýlega, og bar hann sig svo fyrirmannlega, að mér fór að koma margt til hugar. og fylgdi ég honum eftir. En í bæði skiftin slapp hann trá mér og hvarf, Eg lét sem þetta hefðu verið missýningar hans, en bað hann þó að hafa góðar gætur á mannin- um og vita hvers hann gæti orðið vísari um hann. Þetta var fyrir tveimur mánuðum síðan’, Lauk svo Lubin máli sínu, “en ekki hefi ég séð Pashua síðan”. Basil þagði stundarkorn og virtisr vera sokk- inn niður í hugsanir sínar. “Hafi þetta nú verið Michael Strelitz”, sagði hann að lokum, “er það þá ekki einna líklegast að kvennamál hans hafi teymt hann í þann hluta borgarinnar ?” “Það getur verið”, mælti Lubin, -‘en því var hann að ganga í dularbúningi ? Já, herra Dmitri. Það kemur margt undarlegt fyrir í borginni nú á tímum. Það er sagt að óánægj- an sé mikil meðal liðsmannaforingjanna, og að margir þeirra hafi gengið í byltingarfélögin. Michael frændi þinn var aldrei Zarinum trúr í hjarta sínu. Þú manst víst eftir því”. Við þetta brosti Basil kunnuglega. “Hvar á Pashua frændi þiun heima? spurði hann. "Hann er í flokki leynilögieglunnar”, svar- aði Lubin. “Þeir segja þér hvar 1 ú getir fundið hann á aðal-lögreglustöðvunum á Xevskoi Prc- — 46 — Dmitri, en ég þorði ekki að minnast á það við nokkurn mann með einu einasta orði eða grun- semd mína gngnvart Michael frænda þínum. Eg neyddist til þess að þola það að hann kæmi stöð- ugt á heimili þetta. En alt ætlar að fara vel á endanum”. "Það vona ég”, sagði Basil. “En mér er ekki ljóst hvað gera skal. Játning Michaels er gagnslaus, nema hægt sé að láta hann gera hana aftur, Og ekki læt ég uppi hver ég sé fyrri en ég get burtu numið hvért hið minsta spor af þessum svarta bletti”. “Ég hefi líka gefið Michael frænda þfnum auga”, sagðj Lubin hvíslandi. “Öll þessi ár hefi ég vonast eftir »ð komast að einhverju, sem gæt i gert það öllum Ijóst hver maður hann væri. Og aldrei varð ég neins vissari þangað til nú fyrir tveimur mánuðum. Þá kom nokkuð undarlegt fyrir. Ég hefi síðan gruflað mikið yfir því. Það kann að vera vitleysa ein, en það getur líka ver- ið mjög mikilsvirði”. “Hvað er það?” spurði Basil með ákafa. • “Það skal ég segja þér", hélt Lubin áfram. "Þú manst eftir frænda mínum, einbirni systur minnar sálugu ? Hann heitir Pashna ogj er nú í flokki leynilögreglunnar. Hann kemur stundum að sjá mig, og einusinni þegar hann kom, sá hann Michael frænda þinn koma út úr húsinu. “Hver er þessimaður?” spurði hann, Ég sagði honum það. “Jæja”, sagði hann, “ég hefi þá séð hann áður. Innan um þúsund manns skyldi ég sverja að það væri hann”. Ég fór þú að herða að Pashua að útskýra — 43 — þangað til að ég kem aftur”, hvíslaði hann, “og '' hafðu ekki hátt um þig”. Svo lét hann þykku fortjöldin falla saman og gekk hægt fram í fordyrnar. Basil lagðiat niður hjá myndastyttu þessari ægilegu og horfði gegn um mjóu rifuna milli veggsins og fortjaldsins. Hann heyrði glöggt þegar dyrnar opnuðust og þegar þeim var lokað aftur, og svo óglöggan óm af mannaröddum' Svo heyrði hann látt fótatak inn fordyrið. Þá varð freistingin honum of sterk og knúði hann til þess að halla sér áfram þangað til and- lit hans var að eins hálft fet frá rifunni. Var hnígandi sólin að varpa fyrstu geislum sínum á framhlið hússins og síaðist mjúkt og rósrautt j ljósið gegnum máluðu glerrúðuna á hurðinni. Þá bar skugga fyrir og gengu tveir menn inn — Gregory Orfanoff, með stóra skinnfeldinn hangandi lauslega á öxlum sér, og við hlið hans gekk grannvaxin, látprúð og yndisleg stúlka, klædd hinum dýrasta loðfeldi. Var andlít henn- ar forkunnar fagurt og drættirnir svo hreinir, að það sýndi Ijóslega að hún var af hinum beztu og göfugustu ættum Rússlands. Á eftir þeim kom Lubin og leit nú hvorki til hægri né vinstri. Þeim brá fyrir að eins sem snöggvast, en hver einasti dráttur í hinu heitt elskaða andliti Nataliu Davidovs var sem grafið ú sálu Basils og minti hann 4 sína týndu sælu, Angist hans "Á varð svo mikil, að hann þrýsti andlitinu á kald- an, hluttekningarlausan málminn í herklæðun- um, en myndin skalf á fótstalli sínum af liinum ofurþungu stunum og ekka, sem hann var að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.