Heimskringla


Heimskringla - 28.07.1898, Qupperneq 1

Heimskringla - 28.07.1898, Qupperneq 1
WINNIPEG, MANITÖBA, 28. JÚLI 1898 XII. ÁR STRÍDID. NR 42 Islendinga-dagurinn 2. August 1898, I EXHIBITION PARK, WINNIPEQ. Heiðursgestir: Fylkisstjóri Hon. Wm. Patterson og Mayor A. J. Andrews Programm : Forseti dagsins : B. L. Baldwinson. Ekkert stórkostlegt viðvíkjandi stríðinu getum vér fært lesendum vor- um í þetta sinn. Shafter .herforingi i Santiago de Cuba heldur alt af áfram að taka við fleiri og fleiri Spánverjum, sem gefast upp og leggja niður vopn sin. TJm það þeir eru allir búnir að afhenda vopn sín, þá hafa Bandamenn nóg af riflum og skotfserum handa fleiri her- mönnum en þeir hafa nú á Cuba. Gen- eral Miles er nú kominn á land í Porto Rico, og gekk það alt slysalaust. Kaft- einn Wainwright, á snekkjunni Glou- cester, sem bezt barðist við Santiago, var með í förinni, og rendi hann inn á höfnina ósmeikur, þó sagt væri að tor- pedos væru i botninum. Miles þakkaði honum sérstaklega fyrir djarfmensku sina. — Óljós fregn kemur nú um það, að Dewey hafi skotið á Manila bæ, og Bandaríkjaherinn tekið borgina eftir blóðugan bardaga. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Nú er búið að senda i alt 14,099 her menn til Philippine-eyjanna, og þeir seinustu. sem lögðu af stað frá San Francisco 19. Júlí, verða komnir til Manila um 20. Ágúst. 1. Ágúst hefir Merritt yfirhershöfðingi 13,000 manns undir vopnum og reiðubúna til þess að berjast við Spánverja. Til þess að flytja þennan hóp allan hefir þurft 16 flutningsskip: þar að auki hafa farið'til Manila 3 herski, Charleston, Monterey og Monadnock. Bandarikin verða ekki uppnæm fyrir neinu smáræði í Philip- pine-eyjunum. Aðmiráll Sampson hefir fengið bréf • fráeíokkrum Cubamönnum, sem búa í bænum Cieufuegos. Biðja þtír hann að koma sem fyrst með flota sinn sér til hjálpar, þvi þeir hljóti allir að deyja úr hungri, ef þeim verði ekki bjargað bráð- lega. Spánverjar hafa umráð yfir öll- um matvælum í bænum og hermenn irnir eru látnir sitja fyrir öllum öðrum. Um 3000 Cubamenn standa þarna uppi alslausir, mest gamalmenni, konur og börn. Það hlýtur að dragast nokkuð þangað til Bandamenn ná þeim bæ, og þá verður eflaust margt af þessu fólki dáið úr hungri. Sum blöðin á Frakklandi gera mik- ið veður út af hinni fyrirhuguðu ferð Watsons til Spánar. Þau jafnvel hóta . að gera það sem hægt sé til þess að fá Ítalíu, Rússland og Austurriki til þess að skerast í leikinn með Frakklandi og hindra það að Watson komíst nokkurn tíma til Spánar. Þau vilja fyrst og fremst að sendiherrar þessara þjóða í Washington geri sitt til að fá Banda- ríkjastjórn ofan af þessari heirasku. Ensku blöðin eru ósköp nákvæm í lýsingum sínum á hinu lítilfjörlega meiðsli prinsins af Wales. Oft á hverj- um degi auglýst á gatnamótum víða á Englandi hvernig Hans Hátign líði,— Menn gætu hugsað að öll þjóðin væi’i í voða, eftir þeim ósköpum sem á ganga. Á Spáni eru hinar mestu óeirðir um þessar mundir. Búist við þá og þegar að Sagasta-ráðaneytið steypist úr völd- um, og að General Palavieja verðj her- málaráðherra næst. Einnig hefir verið íalað um hinn alræmda Weyler, sem líklegan til þess að mynda nýtt ráða- neyti, en síðustu fréttir segja að lík- legra sé að hann verði settur í fangelsi, fyrir hluttöku í samsæri Karlunga. Lögregluþjónar hafa leitað i mörgum heldj-i manna húsum í Madrid og fund- ið órækar sannanir fjAir því. að stór- kostlegt samsæri muni vera að kom- ast á fót víða um landið, til þess að ryðja hinni núve'wndi stjórn frá völd- um. Það er búið að hefja rannsókn út af hegðun sumra yfirmannanna við fangahúsið í Kíngston, Ont. Búist við að ýmisleg.t gruggugt komi þar í Ijós. Einn af þeim^sem var varðmaður fyrir nokkru, segist geta sannað drykkju- skap og ýmislegt annað verra á hendur sumum yfirmönnunum. Voðaveður gekk yfir Vancouver og Georgiasflóann fyrir skömmu. Nokk- ur laxvgi*íiskip fórust, þar á meðal tvö japánisk skip; mikið af smábátum hvolfd'st, en í flestum tilfelliun varð mönnum bjargað. Stjórnin hefir áður verið beðin að leggja til varðskip, sem haldi til á þess- um stöðvum og sem geti, þegar svona vill til, bjargað skipshöfnum, sem ann- ars hlyti að farast. Fregn frá Hong-Kong í Kína seg- ir að Bandamenn og Spánverjar hafi barizt hjá Malate fyrra laugardag, og hafi Bandamenn hrakið Spánverja inn fyrir instu víggirðíngar sínar. Sagt er einnig að Colemann flokksforingi í her Bandamanna hafi fundið 100 000 doll. í peningum innan um annan farangur hjá Cavite; er ætlað að einhverjir Kín- verjar hafi falið það þar. Fæðingardagur drottningarinnar á Spáni var þann 21. þ. m. Hefír þá vanalega verið mikið um dýrðír í Mad rid, en i þetta sinn var ekkert hátíða- hald. Hún fór að eins til hinnar kon- unglegu kapellu sinnar og var þar við messugjörð. Það er nú fullyrt að aðmíráll Cer- vera muni setjast að í Bandaríkjunum fyrir fult og alt, og að hann muni velja Boston sem aðsetursstað sinn- Hann hefir alstaðar mætt svo miklu dreng- lyndi frá hálfu Bandamanna, að hann segist tæplega vilja yfirgefa þá, þó hann fái heimfararleyfi þegar friður er saminn. Red Cross félágið er nú þegar búið að koma heilum skipsfarmi til Santia- gode Cuba af matvælum og öðrum nauðsynjavörum, sem á að útbýta á meða) þeirra nauðlíðandi. Skipið er lagt á stað aítur til Bandaríkjanna eft- ir öðrum farmi, sem er tilbúinn,—Sann- arlega er þetta mannkærleikans stríð. Þessa dagana leggja af stað frá San Francisco síðustu herdeildirnar. sem sendar eru undir umsjón Merritts generals til Philippine-eyjanna, I alt á hann að hafa um 18—20,000 hermenn. Líklegt er samt að þeir þurfi aldrei að berjast, því búist er við að Manila-bær fari á sömu leið og Santiago; gefist upp þegar Spánverjar sjá að Bandamenn ætla áreiðanlega að veita atlögu. Siðustu fréttir frá Washington segja. að stjórnin hafi í hyggju að senda skipin Oregon og Philadelphia til Man- ila, svo Dewey sé viss að geta mætt hvaða flota sem er. Það virðist hafa verið glappaskot af Bandamönnum að senda Oregon nokkurn tima burt úr Kyrrahafinu. Dewey hafði sannarlega raeiri þörf fyrir það skip heldur en Sampson. Kona nokkur að nafni Mrs. Mart- ensen, dó í St. Thomas, N. D.. 15. Júlí. en vegna vissra kringumstæða var Dr. Suter frá Crystal látinn skoða líkið með öðrum læknir. Úrskurður þeirra var sá, að konan hefði dáið á eftir barns- burði vegna slæmrar hirðingar. Einnig fundu læknarnir lík ungbarns, sem þeir sáu að hafði verið lifandi þegar það fæddist. Líkið var falið í vatnskassa i húsinu sem stóð þar hálSullur af vatni. Nákvæ.vari fréttir um þetta fengust ekki í þetta sinn; W. J. Bryan er kominn með her- deild sína frá Nebraska til Jacksonville á Floridaskaganum. Fitz Hugh Lee, ssm var konsúll Bandaríkjanna í Ha- vana, er þar fyrir; hefir hann verið sett- ur yfir stóra herdeild, sem er dregin að úr mörgum ríkjum. Bryan og menn hans verða einnig í þessari stór-her- deild Lee’s. Yfirmaður Cubamanna, General Garcia.sem átti aðberjast meðmönnum sínum móti Spánverjum í félagi við Bandamenn, reiddist við General Shaf- ter og jhermenn hans; þótti þeir ekki veita sér næga virðingu. Sagði hann þvi bréflega skilið við Shafter og her hans og hélt sveit sinni til fjalla. — Skömmu þar á eftir réðist hann á flokk af Spánverjum, sem var á ferð til San- tiago til þess að gefa upp vopn sín, en þeir tóku svo hraustlega á móti Cuha- mönnum að þeir urðu frá að hverfa með miklu mannfalli. Bandaríkjastjórn biður um tilboð til þess að smíða fjóra “Monitors”. Þeir eiga að verða, ef mögulegt er, enn þá fullkomnari en þeir sem nú eru til, og eiga að bera þær stærstu byssur sem mögulegt er að nokkurt skip geti borið Mest verða þeir liafðir til landvarnar, því þeir verða ekki gangskip mikil. — Þetta er góðnr viðbætir við flota Ur.cle Sams, því án efa eru þessir Monitorar ein þau beztu bardagaskip sem hægt er að fá, geta vafalaust eyðilagt beztu bryndreka Bnndnríkjanna. Bandamenn voru farnir að hafa hina rnestu skömm á hermönnum Gar- cia. Þeir nentu ekki að vinna neitt, voru ragir til jbardaga, en vildn helzt sitja við kjötkatla Shafters. Aðal-yfir- hershöfðingi Cubamanna, General Go- mes, hefir síðan tekið í strenginn og skipað öllum sínum undirmönnum að sýna algerða hlýðni hershöfðingjum Bandamanna; hann minnir þá á hvað stóra skuld þeir eiga að gjalda Banda- mönnum fyrir hina heiðarlegu hjálp. Það þarf því varla að óttast að nokkur sundrung eigi sér stað á Cuba. 254 .Spánverjar, sem höfðu verið teknir til fanga á kaupskipum, sem reyndu að komast að ströndum Cuba af varðskipum Bandaríkjanna. voru sendir heim lil sín á Anchorlínuskipinu Hesperia, sem siglir undir brezku flaggi. Rétt þegar skipið var að leggja út af höfninni hjá Brooklyn, fór lítil hersnekkja Bandaríkjanna fram hjá. Spánverjar allir voru á þiljum uppi. og óðara sendu þeir þrefalt húrraóp fyrir fána Bandaríkjanna. Hinir brezku skipsmenn urðu forviða á þessu; höfðu aldrei heyrt þess getjð að hinir yfir- unnu hrópuðu húrra fyrir sigurvegur- unum. Þeir spurðu yfirmenn Spán- verja hvernig stæði á þessu. Þeir svör- uðu þvi, að með þessu einu gætu þeir sýnt virðingu sína og viðurkenningu hinni göfugu óvinaþjóð sinni, er hefði farið betur með sig meðan þeir voru stríðsfangar, heldur en nokkur dæmi eru til, og einn yfirmannanna sagði, að ef fjöldinn af hinum spánsku hermönn- um hefði nokkra hugmynd um dreng lyndi Bandamanna, þá yrði stríðið ekki langvarandi á Cuba; þeir myndu gefast upp samstundis og ganga á hend ur Bandamönnum. En hann sagði að þeim væri stöðugt sagt af yfirmönnun- um, að ef þeir gæfist upp og yrðu her- teknir, þá yrðu þeir undantekningar- laust myrtir af Ameríkumönnum. Og þannig gæti þeir haldið þeim frá að strjúka undan merkjum Spánar. Fiá löndum. MINNEOTA, MINN., 11. JÚLÍ 1898. (Frá fréttaritara Hkr.) Tíðarfar fremur umhleypingasamt þó hafa engin skaðaveður komið hér enn Hveiti hefir fallið í verði og er nú 65 cts. Hveitiband hetir nú komist hér í 18c. pundið ; auðvaldið segir að það sé af áhrifum stríðsins. 4. Júlí var haldinn hátíðlegur lijá Islendingum í Vesturbyggð, að heimili MethúsalemS Jónssonar. Eyjólfur Nikulásson er kominn aft- ur hingað frá íslandi með skuldalið sitt. Stríöið. Mönnum er tíðrætt mjög um það. Ymsum þykir það eftirtekta- vert, að Bandaríkjastjórn skuli ekki hafa gengið að boði Hollandsbáts-eig andans og meta það á þann veg, að henni sé það ekkert áhugamál að leiða stríðið til lykta svo fljótt,—að hún vilji gefa Mark Hanna sem lengstan tíma til fjárglæfraspilunar, og fjölga að mun mönnum á eftirlaunalistanum. 18. Júlí. Sigríður Jósefsdóttirerkomin áleið- is til New York að leita sér lækninga. Nýgift eru þessi : Eiríkur Magnú. - son, ættaður úr Eyðaþinghá og Solveig Sigurjónsdóttir af Jökuldal. Gunnar J. Holm (sonur Jóhannesar Sveinsson- ar frá Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþing há) og Jónína Eðvarðsdóttir frá Papey. Gunnar Björnson úr Eyðaþinghá og Sigurborg Ásbjarnardóttir úr Vopnaf. ALHUGASEMD. Lýsing ísland? eftir Bertha S Paine. (Hvað hún heitir á.sínu eigin móður- máli veit óg ekki, éíi hitt veit ég, að hún er íslenzk, úr Vopnafirði, frá Lýtings- stöðum í Selárdal). Lýsingin er skrifuð fyrir “Mankatonian” og tekin svo upp í “Minneota Mascott”, alveg athuga- semdalaust. Höfundurinn ætlar að skrifa lýsing af íslandi, en í stað þess skrifar hún lýsing af íbúum íslands, mönnum og dýrum ! ! Lýsingin mun vera vel meint en mjög fáfræðislega er hún samansett, lýsir vanþekkingu á eðli, högum og hátt.um þjóðarinnar. Um landið -er ekki að tala; hún orðar ekki linattstöðu þess, eðli, lögun, eða ásigkomulag frá hendi náttúrunnar eða manna. Það er vonandi aðsú meinloka fest- ist. ekki í höfði á neinum Vestur íslend- ingi, sem ekki er tU þess fær, að gefa hérlendum mönnum lýsing af hinni ís- lenzku þjóð eða íslandi. ’þil þesskonar starfa úthoimtist meira en meðalmanns vit og nákvæm þekking. Þessi um- rædda lýsing er svo barnalega úr garði gorð, að það er ekki eyðandi tíma til að toga hana í sundur. S. M, S. Askdal. Listi yfir þá er gefið hafa verðlaun til Islendinga-dagsins 1898. Eftirfylgjandi er listi yfir nöfn þeirra sem gefið hafa verðlaun til íslendinga- dagsins 2. Ágúst 1898. Öll verðlaunin eru hér reiknuð út til peningaverðs, og upphæðin sem hver hefir gefið sett aft- an við nafnið : Albert Evans, 300 Main ,St.... $5.00 Turner & Co., Portage Ave..... 5.00 Wm. Grundy, 431 Main St....... 5.00 Cowans Music Store, Main St.... 5.00 Barrowclough,47s0 Main St..... 2.00 C. W. Cranston, 480 Main St... 1.25 Wellford & Co., Cor. Main&Pacific 4.00 Francis Drug Store, Notre Dame 3.25 G. VV. Cranston, 498.Main St.... 1.50 Lvon & Barber, 497 Notre Dame 0.50 Mrs. Williams, cor.Nena&NotreD. 0.50 Nokkrar íslenzkar konur, Wpeg 4,00 Blue Store, 434 Main St ....... 3.50 Banfield Carpet Store, Main St. 1.50 Central Drug Hall, Main&Market 2.00 J'he N.R Preston Co.,524 Main St 2.00 Craig & Co-, Main St........... 0.50 J. Robertson, 528 Main St..... 3.50 Parkins Studio, 490 Main St.... 5.00 The Goold Bicycle Co.484 Miin St. 1.50 John Stephanson, 630 Main St... 3.00 Grand Pacific Hotel, Market St.. 6.00 National Hotel, Main St........ 5.00 Exchange Hotel, Main St........ 5.00 Comfort Soap Co, 253, King St... 5.00 C. A. Gareau, 324 Main St .... 1.00 Fit Reeform Clothing Co, Main St 1.00 E. L. Drewry (Beðwood Brewery) 10.00 F. W. Thompson.................. 5.00 Gordons Drug Store, Main St.... 1.50 D. W. Fleury, 564 Main St..... 2.00 Leland Hotel..................... 5.00 Mitchell’s Photo Studio, RupertSt 5.00 W. J. Boyd 370 Main St......... 3.00 John Winram, cor. Elgin & Isabel 0.75 The Commonwealth................. 1.50 D. E. Adams. 407 Main St...... 2.00 Palace Clothing Store, Main St... 1 50 S. Anderson, cor. Bannat.& Nena 8.00 Joh. Paulson, King St............ 3.00 K. K. Albert 148 Princess St.... 3.00 R. A. Bonnar, Main St............ 2.00 Winnipeg Brewery............... 3.00 BlackwOods Bro’s............... 3.00 Paulin Biscuit Factory ........ 2.75 CViapside, 578 & 580 MainSt.... 0.50 The Emporium, Alexander Ave 1.50 Dyson & Gribson ■...N.......... 1.25 'Campbell Bro’s, 538 Main St... 0.75 Stefán Jónsson, Cor. Isabel&Boss 1.75 Mrs. Ripsteen, 627 Main St..... 0.50 Hotel Du Canada, Lombard St... 2.50 Ideal Restaurant, William St:... 2.50 Galt House....................... 2.50 Globe Hotel, Princess St....... 3.00 Royal Oak Hotel, Market St..... 6.00 Sherman House, Market St....... 6.00 Maurice Restaurant, Main St.... 5.00 J. L. Meikle & Co., 530 Main St. 5.00 J. McLeod Haliday, 266 Port.Ave 3.00 G. Johnson, Cor. Ross & Isabel.. 2.50 Sutherland & Campbell............ 2.00 Thos Ryan........................ 0.75 Geo. Ryan........................ 1.00 Barré Bros, 520 Main St.......... 5.00 Royal Crown Soap Co, KingSt.. 3.00 Deegan, 556 Main St........... 2.00 Steel & Co., Cor. Main & Bannaty 5.50 F. J. Porter, 450 Main St....... 1.00 E. Knight & Co, 351 MainSt.... 1.25 Hoover & Town, 680 Main St.... 2.50 Þorst. Þorkelsson, 47 Aikin St... 1.00 Jón Stefánsson. Point Douglas... 2.00 Hans Einarsson, Garðar, N.D.... 3.00 John Hall, 405 Ross Ave.......... 2.00 Colcleugh & Co, cor Ross& Isabel 2 00 Kristján Kristjánsson, 557 Elgin 1.50 Sölvi Thorarinson. Fort Itouge... 1.50 Magnús Borgfjörð, William Ave 0.75 Miss H. Johnson, Young St...... -3.00 Guunar Sveinsson, Higgins Ave 10,00 Jón Ketilsson. James St.......... 1.00 G. Fowler, 480 Main St.......... 4.00 Kmerson & Hague, Water St.... 3,00 Bened. Jónsson, 612 Ross Ave... 1,50 J. Robinson & Co. 400 Main St... 3,25 iVfcs. J. H, Barr. Notre Dame St.. 1,00 Heimskringla................... 5,00 Wm. Brown, 541 Main St......... 3,00 Scandinavian Hotel, MainSt.... 3,00 Sevmore Hotel.Market St.......... 4,00 Occidental Hotel, Main St...... 1 25 Inoquois Hotel Main St......... 5.00 W. J, Bawlf, Princess St....... 2,80 Hingston Smith Arms Co......... 3 00 James Watts, Main St.............. 0Á0 Thos. Lyons, Main St............. 1,00 H. H. Sveinson, James St ..... 1,30 Siguidson &Co, . William & Nena 3,00 China Hall, 572 Main St........ 1,00 Scott Fu n’ture Co, 276 Main St 3^50 Tribnne Publ. Co............... 1,50 Fre* Press Publ. Co............ 3^00 The Morning Telegram............. o|oo P. Gallagher, City Market...... 1,25 Beliveau & Co, cor. Main & Logan l.tX) McPherson Co, Wholesale Fruit 3,(X) C. B. Julius...................• o,76 J. F. Howards Drug Store ........ 2,00 Burke Bro’s, 320 Main St....... 2,00 J. H. Rogers, 296 Main St...... sloo F. W. Weir, 670 Main St....... 1,25 Dingwall, 584 Main St.......... 2 00 Brunswick Hotel................ 2,50 O’Connors Hotel................ ;j|oo W. Wellband, 562 Main St....... oj)0 Mrs. R A. Carr, 294 Main St.. .. 3.00 Bennetto Photo Studio, \436 Main 5,00 Imperial Drygoods Co, 452 Main 1,00 Andrews & Co, 438 Main St...... 2,00 Lewis & Shaw, 180 Princess St... 2,50 Wilson Furniture Co ............. 2.50 R. P Roblin ................... 2,50 S G Giroux..................... i^oo Garðurinn opnaður kl. 8i árdegis. KAPPHLAUP. 1. Stúlkur innan 6 ára......50 yards 1. verðl. Kassimeð ‘Bon-Bons’ 50c. 2. “ Sólhlíf, 25c. 2. Drengir innan 6 ára......50 yds. 1. verðl. Hattur, 50c. 2. “ Munnharpa 25c. 3. Stúlkur 6—8 ára..........50 yds. 1. verðl. Sólhlíf, $1.00. 2. “ Ilmvatnsglas 50c, 4. Drengir 6—8 ára..........50 yds. 1. verðl. Skór $1.00. 2. “ Hlaupaskór 50c. 5. Stúlkur 8—12 ára.........50 yds. 1. verðl. Úttekt úr búð $1,50 2. “ Saumakassi 1,25 3. " Ilmvatnsflaska 75 6. Drengir 8—12 ára ........75 yds. 1. verðl. Alfatnaður ....$1,50 2. " "Bat & Ball” 1,25 3. “ Hlaupaskór.... 75 7. Stúlkur 12—16 ára........100 yds. 1. verðl. Hárbusti og greiða $2,75 2. “ Umvatnsflaska $2,00 3. “ Belti og peningabudda $1 8. Drengir 12—16 ára........100 yds. 1. vl. Hattur$l,50 skór$l, $2,50 2. “ Peisa og húfa $2,00 3. “ Ermahnappar 1,00 9. Ógiftar stúlkur yfir 16 ára 100 yds. 1. vl. Autoharp, ca^e& stand $5,00 2. “ eitt dúsin ljósmyndir $4,00 3. “ Musical goods $2,00 10. Ógiftir menn yfir 16 ára... .150 yds. 1. vl. Fiólín $5,00 2. “ Vindlakassi $3,00 3. “ “Free Press”, 3 mán. $2,00 11. Giftar konur............100 yds. 1. verðl. eitt dúsin myndir $5,00 2. “ Ruggustóll og pen.budda $4 3. “ Veggjapappír og do 3,50 12. Kvæntir menn............150 yds. 1. verðl. Vindlakassi $6,00 x\ 2. “ Kassi af sápu 5,00 8. í' Buxur $3,50 13. Konur 50 ára og yfir....75 yds. 1. vl. ábreiða, sóffapúði $4,00 og kafifi $1.00 $5,00 2. verðl. Brauð $3,00, kjöt 50c 3,50 3. Myndiramma$l,50,sápa50c $2.00 14. Gamlirmenn(50áraogyfir) lOOyds. 1. vl. Matressaog svínslæri $4,25 2. vl. Svínslæri 1,50, J mjölsekkur $1,30, Groceries 50 cts. $3,30 3. “Doormatt” og neftóbak 2,00 15. “Hurdle-race”...........200 yds. 1. verðl. Skór $3.00 2. “ Úttekt úr búð $2,00 3. “ Vindlakassi $1,25 16. J mílu hlaup 1. verðl. Vindlakassi $5,00 2. “ Mynd i ramma (Victoria drottning) $3,00 3. vl. Vindlakassi $2,00 17. Hlaup, ein mila. 1. verðl. Vindlakassi $5.00 2. “ Skammbyssa 3.00 3. " Skeggbolliogbusti 2.00 og garðstóll 50 18. Kapphlaup milli Winnipeg og Dak- ota manna, 3 á hvora hlið, £ míla. Verðlaun : 2 vindlakassar, $6,00 Kl. 2—4 síðdegis. RÆÐUR OG KYÆÐI. 1. ísland. Kvæði : .Tón Ólafsson. Ræða : G. A. Dalmann. Forseti setur samkomuna kl. 9i árd- 2. Vesturheimur. Kvæði : Einar Hjörleifsson, Ræða : Skapti Brynjólfsson,. 3. Vestur-íslendingar. Kvæði : Gestur Pálsson. Ræða : Einar Ólafsson. HJÓLREIÐAR. 1. Fyrir að eins þá sem ekki hafa fengið verðlaun áður 1 míla. 1. verðl. Vindlakassi $5,00 2. “ Lampi........... 3,50 3. “ "Sweater” og pipa $2,00 2. Fyrir alla...................1 míla 1. verðl. Fiólín........$5,00 2. “ Úttekt úr búð 3,50 3. “ Nærfötogsilkiklútur $2,25 3. Fyrir alla...............2 milur 1. verðl. 1 dúsin myndir $5,00 2. " Vindlakassi og úttekt $3,50 8. “ ‘Tribune’ 6 raos. $1,50 og Lampi $1,00 $2,50 4. Fyrir alla...............5 milur 1. verðl. ‘Morning Telegram’ $6,00 Case soft drinks & Silk skarf 1,50 2. “ Vindlakassi $4,00 3. “ do. og úttekt $3,25 5. “Handicap”......................2 mílur 1. vl. 1 dúsin myndir $5,00 2. " Hattur........... 3,00 3. “ Skór ............ 2,00 6. Hjólreið fyrir kvennfólk J míla 1. verðl. Brjóstnál..$5,00 2. “ Ruggustóll og hanskar og Ilmvatnsflaska........$3,50 3. “ “Pickle stand” og skæri 2,75 STÖKK FYRIR ALLA. 1. Hástökk. 1. vl. J dús. platínu-myndir og úttekt úr búð.......$4,00 2. “ Mynd í ramma ......... 2,50 2. Hástökk jafnfætis. 1. vl. 2 blómsturpottar og silfurmunir...........$4,00 2. “ J dus. silfurskeiðar og og hlaupaskór......... 2,75 3. Langstökk (hlaupa til). 1. verðl. t dúsin myndir $5,50 2. " Úttekt úr búð og ‘Bon-Bon’ skeið $3,00 4. Hopp—stig—stökk. 1. verðl. “Musical Goods” $5,00 2. “ Vindlakassi $3,00 5. Stökk á staf. 1. verðl, Harmonika $5,00 2. vl. Mynd og Heimskringla $4,0C - GLÍMUR OG AFLRAUNIR 1. Islenzk gl’ma. 1. verðl. Rúmspi ing $3,00 og mjölsekkur $2 50.......$5.50 2. “ Mjölsekkur $3,00, kjöt 50c. og stráhattur 75c $4,25 3. verðl. B. Powder 5 lb. $1,25 te $2,00 $3,25 2. Riskingar (Catch as catch can). 1. verðl. 1 dús. stykki bezta hand- sápa $3,00 2. verðl. Skór $1,50 3. Riskingar fyrir drengi innan 18 ára 1, verðl. Kíkir og hattur $4,(>0 2. “ Úttekt og hlaupaskór $2,00 8. verðl. 1 par hæsni $1,00 Dans að kveldinu til kl. 11. 1. verðl. fyrir ‘Waltzing’ : Toilet Tray. belti og peningabudda $5,00 2. verðl. J dús. hnífar og gafflar, belti og peningabudda.....$3,50 Hluttökueyri verður tekinn fyrir hjólreiðar, stökk og nr. 10, 12, 15,116, 17 og 18 af hlaupum, glimur og riskingar, 25 cents af hverjum. Tveir Islendingar ganga á strengdum og slökum vír leika í rólum og köðlum, fara á handahlaupum og sýna ýmsar aðrar fimleika íþróttir. Tvenn verðlaun verða gefin fyrir hvort um sig kappkeyrslu og kappreið, ef 4 fást i hvert, og verða þeir að gefa sig fram við einhvern nefndarmann fyrir 25. þ, m. og verða þá verðlaunin auglýst i næsta blaði (28. þ. m.) íslenzki hornleikaraflokkurinn hér (Jubilee Band) og íslenzki hornleikara- flokkurinn frá Daaota spila í garðinum allan dagínn og fyrir dansinum að kvöldinu. Öllum börnum sem komin verða þegar barna-hlaupin fara fram, verður gefið brjóstsykur og hnetur. Inngangseyrir í garðinn verður sama og í fyrra 15c fyrir fullorðna og lOe fyrir börnlfrá 6—12 ára. Boltaleikur (Base-Ball Match) milli Winnipeg- og Dakota-manna. Byrjar kl. 9J árdegis. Verðlaun $25.00. * I '

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.