Heimskringla - 28.07.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.07.1898, Blaðsíða 4
HMMSRRlNðLA, 28 JÚLI 1898. Næstkomandi þriðjudag rennur upp Islendinga- dagurinn, og vonum vér að hann verði fagur, stór kostlegur og skemtilegur. Hefir nefnd- in lyft Þórstökum til að gera alt það sein unt var, svo að hátíðin 1 ár verði íslendingum til sóma og ánægju, Nefndin vonast eftir að allir komi sem vetlingi geta valdið, og sem mögu- lega geta það, og sérstaklega skorar hún á alla islenzka verzlunarmenn hér í bænum, að loka búðum sinum þann dag, svo að vinnufólk þeirra geti sótt hátíðina. Menn eru beðnir að athuga íslend- ingadags-prógrammið i þessu blaði, þvi nefndin hefir enn aukið nokkru við verðlaunin, svo sem í 5 mílna hjólreið og víðar. Nefndin sér um á sinn kostnað, að hjólreiðabrautin, knattléikvöllurinn og danspallurinn verði alt í góðu standi, og yfir höfuð að garðurinn verði svo þriflegur sem kostur er á. Nefndin leyfir sér að áminna fólk um að koma í tíma, svo að hægt verði að byrja kapphlaupin á tilteknum tíma (kl. 9J). Prógrammið er svo afarlangt. og er því mjög áríðandi að byrjað sé sneroma. Það erueinkum foreldrar er hafa börn, sem y.ildu taka þátt í hlaup- utium, sem ríður á að koma i tíma. — Öllum börnum verður gefið “Candy’ & “Nuts”. Eins og sést á lista þeim sem prent- aður er á öðrum stað hér i blaðinu, þá hefir nefnd nni orðið einkar-vel til fanga hvað snertir verðlaunagjafir til fslendincadagsins. Nefndin þakkar hér með opinberlega öllum gefendunum, og vildi hún óska að íslendingar myndu þessum mönnum rausn þeirra, með þvi að skifta heldur við þá en aðra, að öðru jöfnu. Það er annars enginn vandi orðinn að fá verðlaunagjafir hér meðal enskra til íslendingadagsins 2. Ágúst. Þeir vita að þetta er þjóðhátið, sem kemur fyrir að eins einusinni á ári og er sjálfsögð að bera upp á þennan vissa dag, og engan annan, og álíta þeir það sómaskyldu sína að styrkja þessa þjóðhátíð eins og þjóðminningar- hátiðir annarra þjóðflokka hér. Vér viljum enn þá einusinni draga athygli vína vorri í Dakota, — þeirra sem ætla sér að koma hingað fyrir ís- lendingadaginn — að því sem þeim hef- ir áður verið bent á, nefnilega, að þeir sem koma með Northern Pacific braut- inni frá Psmbina og víðar, verða fyrst að kaupa sér farseðil til Emerson, Man., oir þar kaupa þeir aftur farseðil til Winn peg og taka viðurkenningu fyrir hjá agent félagsins þar. Sú við- urkenning verður að komast í hendur skrifara íslendingadagsnefndarinnar, — herra Magnúsar Péturssonar, sem sér þá um að koroa fólki til baka aftur fyr- ir niðursett fargjald. Sömu reglur gilda fyrir þá sem koma með Great Northern járnbraut'tini, að öðru leyti en {vwk að þeir þ irfa að fá fullgildan farseðii\t'l Winnipet: og viðurkenning fyrir frá þeirri stöð, þar sem þeir stigu fyrst á lestina. Munið eftir að taka kvitteringu fyrir þeirri upphæð, sem þið borgið fyr- ir far ykk ir. I s! on din gadags-nefndin. The more you go The more you know. F <n því meira sem þú veizt um búðina okkar, því minna kær- ir þú þig um að fara víðar. Ef þú vilt fá góðar vörur, þá er þetta búðin þín. Ef þú vilt fá regíuleg kjörkaup, þá er þetta búðin þín. Það er engar sviknar eða gamlar vörur í Commonwealth Við brúkum engar lyg- ar eða fals til að selja vörur okkar. Ti Þessa viku seljum við dren- gjafbt svo ódýrt að það má fremur heita gjöf en sala. Cor. Main St. & City Hall Square. Hoover & Co. Winnipeg. Kaupmaður Benedikt Frímannsson frá Gimli var hér á ferð um helgina í v erziunarerindum. Sérstök kjörkaup á drengjafötum hjá ConiinonM-ealth. Þeir herrar, Þorvaldur Guðmunds- son og Sigurður Gíslascn, frá Selkírk, heimsóktu Hkr. íþessari viku. Hefra Kristján Samúelsson frá Garðar, N. D., kom hér til bæjarins á sunnudagirin og hélt heimleiðis á þriðjudag. Hann kom hincað til þess að sjá emigrauta sem að heiman komu um daginn. 16. þ. m. gaf séra Hafsteinn Pét- ursson saman í hjónaband hér í bæn- um Mr. Guðmund Þorsteinsson og Miss Ingibjörgu Johnson. Og 21. þ. m. gaf hann saman i hjónaband Mr. Björn Matthew, frá Kinosota, Man., og MisS Guðrúnu Lundal, hér úr bænum. í grein þeirri í síðasta blaði voru, þar sem vér sögðum frá slysi því sem hra. J. E. Eldon hafði orðið fyrir, þá gátum vét til að hann hefði ekki haft vátrygging á þessu uýja húsi sínu, sök um vanskila frá félagi því sem hafði húsið, sem brann i fyrra, í vátrygg- ingu, en síðan höfum vér talað við El don sjálfan, og segir hann að félagið hafi borgað sér að fullu og gert mjög vel við sig. Þú verður ánægður með sjálfan þig ef þú kaupir fötin þin hjá t 'oni nioii- wcaltli. Munið eftir búðinní hans Jóns Stef- ánssonar að 630 Main St. Lögberg fer að flytja sig þessa dag- ana. Það kvað fara á smiðju eða hest- húsloft einhverstaðar á Elgin Ave. — “Hæfir skel kjafti”. Hvítabandsdeildin islenzka heldur opinn skemmtifund á miðvikudags- kvöldið kemur á TJnity Hall, kl. 8 e. h. Skemmtanir góðar, —allir velkomnir. Inngangur ókeypis, en samskot verða tekin. Mrs. W. B. Dean frá Winnemucca, Nevada-ríkinu, systir ritstj. Hkr., kom hingað fyrra miðvikudag i kynnisför til skyldfólks síns, Hún dvelur hér um tima og heldur svo til Pembina, N. D., þar sem hún á bæði skyldfólk og gamlakunningja. Þaðan fer hún beina leið heim til sin. Þeir sem hafa enn í höndum sam- skotalista fyrir íslendingadaginn eða peningasamskot, eru beðnir að afhenda hvortveggja nú tafarlaust til féhirðis, formanns eða skrifara nefndarinnar. — Sömuleiðis eru menn beðnir að gera nú sem fyrst grein fyrir hvað þeir hafa selt af tickets til íslendingadagsins. Hon. Skapti B. Brynjólfsson og kona hans, frá Mountain, N. D., komu til bæjarins á sunnudaginn. Eins og hefir verið auglýst i blaðinu heldur hann ræðu hér á Islendingadaginn 2. Ágúst. Hann kom svona snemma til þess að geta notið hér lækninga við augnaveiki sem þjáir hann töluvert. Þeir sem vinna verðlaun á íslend- ingadeginum á þriðjudaginn kemur, geta vitjað þeirra til undirskrifaðs, skrifara nefndarinnar. Hann er að hitta á skrifstofu Heimskringlu til kl. 6 að kveldinu og að 709 Alexander Ave. frá kl. 6 til 8 síðd. M. PÉTURSSON. Hra. Þorbergur Fjeldsted og Run- ólfur sonur hans, sem fóru austur til New Brunswick fyrir nokkru síðan. komu heim aftur á sunnudaginn. — Vinna sú sem þeir höfðu starfað við — að slægja lax og salta — var þrotin, en þar eð kaupgjald er með lægra móti þar eystra, þá vildu þeir ekki vera þar leng- ur, þó þeim biðist áframhaldandi stöð- ug vinna. Hra. Fjeldsted segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem fiskifélag þetta lét salta lax þann, sem átti að flytjast á Evrópu-markaðinn; — aðallega til Hamborgar og Kaupmannahafnar —. áður hafi hann ætíð verið fluttur fros- inn, í ís. En nú var þessi tilraun gerð, að salta nokkur þúsund af góðum laxi og flytja hann þannig. Ef þetta heppn ast vel, heldur félagið áfram með það. Mjög líkt sagði hr. Fjeldsted að sér hefði virzt vera loftslag þar eystra og heima á garola Fróni, á Suðurlandi, og fanst honum að hann mundi hafa getað unað sér vel að búa í New Biunswick. Þegar þeir feðgar fóru austur, tóku þeir sér far með C. P. R., en komu til baka með Grand Trunk og Northern Pacific brautunum. Mikið fanst herra Fjeldsted til um hin stórkostlegu mann virki hinar mannmörgu borgir og hin- ar fögru sveitir sem hann sá á allar hliðar fram með brautinni; og vér gizk- um á að honum raur.di ekkert þykja að þvi, þó hann væri orðinn samþegn vor —þegn Bandaríkjanna. Allar mögulegar tegundir af strá- höttum hjá Coniinoii wealth. Lesið nýju auglýsinguna frá K. K. Albert í þessu blaði. Hann verzlar nú bæði með rameflda járnskápa og hinar fíngerðustu heyrnarpfpur. Hann mæl- ist til þess sérstaklega að Dakota-land- ar sinir, sem koma hingað um Islend- íngadaginn, komi við hjá sér og skoði vörur sínar. Á föstudaginn var dó að heimili sínu i Melitanýlendunni Jóhann Gott- freð Jónasson; hann var svili hra. Eyj- ólfs Eyjólfssonar hér i bænum. Séra Hafsteinn Pétursson og hra. E. Eyjólfs son héldu þangað vestur á mánudag- inn, til þess að vera við jarðarförina, er fór fram á þriðjudaginn. Jóhanns sál. verður sjálfsagt getið frekar í íslenzku blöðunum síðar meir. Eins og mönnum hér er eflaust kunnugt, verður ‘Circus’ hér á ferð- inni 'á mánudaginn og þriðjudaginn keraur. Islendingar hér i bænum sem hefðu i hyggju að sjá þennan ‘Circus’, ættu að gera það á mánudaginn, því á þriðjudaginn er íslendingadagurinn, og þangað koma auðvitað allir. Enda er ekki óvanalegt, að þessir ‘Circus’-menn dragi undan af skemtunum síðari dag- inn, en hafi prógrammið sem allra bezt fyrri daginn. Dáin að heimili sinu, á Young St. hér í bæn- um að kveldi hins 25. þ. m. ekkjan Guðríður Lambertsen, úr lungnatær- ingu. Mrs. Lambertsen hafði þjáðst af veiki þessari i rúmt ár og verið svo að segja rúmföst síðastl, nokkra mán- uði, Hún misti dóttur sína, Magdalenu úr sömu veiki fyrir fáum mánuðum og var þá getið um lát hennar og kringum- stæður móðurinnar hér í blaðinu. — Mrs. Lambertsen lætur eftir sig einn son — Níels Lambertson að nafni—, nú 8áragamlann. Vér vildum vekja at- hygli ísl í Winnipeg á því, að þéssi drengur stendur nú uppi einmana og munaðarlaus. En þakklætis tilfinn- ingin fyrir þau verk, sem faðir hans, Dr. Niels sál. Lambertsen, vann fyrir Islendinga í þessum bæ meðan hann bjó á meðal vor hér, ættu að nægja til þess, að hvetja nú einhvern landa vorn til þess að taka son hans og sjá honum fyr ir uppeldi og mentun. Það væri sóma- verk, um leið og það er mannúðar- og kærleiksverk. Með því væri Dr. Lam- bertsen sál. reistur sá minnisvarði, sem minning hans og verk i vorar þarfir eiga 'skilið. Nágranni. Góðir landar, þið frá Dakota og þið frá Manitoba sem sækið Íslendingadags-hátíðina í ár, munið eftir því, að það er landi ykkar sem verzlar að 630 Main St., og að hann selur góðar vörur með iægra verði en flestir aðrir. Sérstaklega verður alt ódýrt hjá mér um íslendinga-daginn. Komið, sjáið og sannfærist. 630 Main Str. EDMUND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Rian Block, 492 Main Street, Winnipeg. Islendinga=dagurirui 2. August 1898. EXHIBITION PARK = = WINNIPEG. Veitingar byrja klukkan 9 árdegis. Heitnr miðdegisverður frá kl. 12—2 síðdegis, 25c. fyrir fullorðna, 15c. fyrir bdrn. Kvöldverður frá kl. 5—8 síðdegis, 20c. fyrir íullorðna, lOc. fyrir börn. Kafii sérstakt 5 cent bollinn. Te sérstakt 5 cent boilinn. x Smurt brauð og kjöt (Sandwiches) 10 cents. Vindlar og Sigarettur verður seit á staðnum. Allskonar svaladrykkir 5 cts. flaskan. Aliskonar ávextir og niðursoðið kjöt. H. Peterson. SYNINGIN er byrjuð og meðan hún stendur yflr seljum við með mikið niðursettu verði Hjol-lampa, Cyclometers og Bjollur Skoðið það sem við höfum að bjóða og sannfærist um hið lága verð. The G00LD BICYCLE C0NPANY, 484 MAIN STREET. FRED B. SiTITH, Manager. Victor Safes. Ábyrgðir að þola hvaða eidbað sem er. Allar stærðir. Fyrir $15,00 og upp. Komið inn og skoðið þær eða sendið eftir príslista. Karl K. Albert, Western Agent. 1481’rlncessSt., WinnípejE. Heyrnarleysi og suða fyrir eyrum læknast —með því að brúka— Wilsons Common Sense Ear Drums Algerlega ný uppfinding; frábrugðin öllum öðrum útbúnaði. Þetta er sú eina áreiðanlega , hlust- Í'ipa sem til er. Ómögu- egt að sjá hana þegar búið er að láta hana í eyr- að. Hún gagnar þar sem læknarnir geta ekki hjáipað.—Skrifið eftir bækling viðvíkjandi þessu. Verðið er, með full- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 503 Main St. WINNIPEG, MAN. .N. B. Pantanir frá Bandaríkjunum afgreiddar fljótt og vel. Þegar þið skrifið þá getið um að auglýsingin hafi verið í Heimskringlu. Við höfum haft svo mikið að gera, að við höfum ekki haft tíma til að breyta auglýsinbunni okkar. En af því að við höfum dálítið hlé þennan morgun, þá gripum við tækifærið til að þakka íslendingum fyrir góða og mikla verzlun. Um leið viljum vér sýna yður fáséða prísa á nýjum og góðum skóm. No. 6, 7, 8,—50c. No. 2, 3, 4,—80c. “ 9, 10, 11,—60c. “ 5, 6, 7,—90c. % E “ 12, 13, 1,—70c. ^ Sumt af þessum skóm eru nógu stórir handa fullorðnum mönnum ! Allskonar kjörkaup hjá okkur þessa dagana. | E. KNIGHT á CO. I "5) Main St. luuuuuuiuuuuuuuiu mmmmmmammU — 50 — Lol-irs fann hann manninn. sem hann svo mikið hafði langað til að sjá. þriðja kvöldið eftir fundi þeiri a Lubins. Pashua kom aftur og þeg- ar Bh>í1 m r búinn að segja lögreglunni frá er- indi >íun. þá var honuin fylgt í prívat herbergi þar sero Pushua var fyrir. Þessa tvo seinustu daga hafði Basil haft nægu’i tín a til að skoða málið frá öllum hliðum og haf'M liHnn vandlega hugsað sér hvernig öllu skyldi tilh ga. í fyr-t 1 var fundur þeirra þur og þegjanda- legur. K\aðst Basil vera vinur Lubins, og mii.ti P«sh ta á samræðu hans við frrenda sinn um Strelitz kaftein. Bagði hann að Lubin vildi gjarnan v ta hvað hann hefði frekar getað upp- götvað. Pashua hlustaði á hann þegjandi og horfði á ge t sinn skarplega meðan hann talaði. Leynisprej; rinn var enginn skraffinnur. “Ég re:la að heimsækja frænda minn”, mælti hann. “S' gðu honum það. Þú gerir svo vel og afsakar n ’g; ég á svo annríkt”. Gekk svo Pashua fram að dyrunum, en Ba- sil gek k ) á í veg fj rir hann. “Frær.di þinn kann betur við að þú látir skilaboðin vera skýrari en þetta”, sagði hann fljótlega. ‘ Má ég segja honum að þú hafir upp- götvað roeha, — að grunur þinn sé staðfestur?” Pashna gretti sig. “Ég hefi ekkert sagt að segja homitn”, mælti hann stuttlega. "Ég ætla að iiitta Lubin frænda minn innan þriggja daga”. Þetta s ar lét Basil sér nregja. Það kom heim við þal sem hann hafði úsett sér. Það var — 55 — hinum svikafnll i frænda sínum til þess að verja hana sorgum og sársauka, Þessar og hundrað aðrar gagDStæðar til- finningar slitu nú í sundur hjarta Basils allar þessar löngu 24 klukkustundir næst á eftir. Hann iæsti sig inni i tnáiarasal sínum og vildi ekki sjá nokkurn mann. Af heimsóknarspjöld- unum, sem send voru upp til hans þann daginn var eitt frá Strelitz kafteini. Það voru liðnir margir dagar síðan þeir sáust seinast. Þegar hinir kærkomnu kvöldskuggar tóku að færast yfir, bjóst Basil til að taka á sig dul- argervið. Var hann hræddnr við að taka af sér skeggið, þvi að það sannaði hver maður hann var. Fór hann því í óvandaðar buxur og slitinn frakka, roeð háann kraga, sem hann hafði frá útlagaárum sínura. Var búningur þessi víður og innanundir bonum var hann i vanafötum sínum, svo að hann þyrfti enga yfirhöfn. Á höf- uð sitt setti hann svo linan flókahatt barðastór- ann. og blá gleraugu. Klukkan níu fór hann heiman að, því að hann átti langt að ganga. Nóttin var köld og fáir fótgangandi menn voru á ferðinDÍ. í stað þess að fara skemstu leið um völundargöng af ilia lýstum og illa bygðum strætum, gekk Basil eftir Nevskoi Prospekt þangað tii hann var nærri komÍDu að aðmírálsgarðinum og sneri svo til brúarinnar um Change de Mars. Hann hafði gengið hægt og klnkkan var orðin hálf eilefu þegar hann kom á brúna. sem tengir sarran Ve- bjarga hverfið við meginhluta borgarinnar. Staður sá sem Basil ætlaði sér til, var skamt — 54 — Rej’ndar var það satt að enn þá hafði hann enga vissu, En frásaga Pashua gerði honum það ljóst, að Michael Strelitz var að meira eða minna leyti riðinn við uppreistarhreyfingu einhverja. En þar sem Michael Strlitz var í svo mikl- um metum h.iá heidra fólki borgarinnar og yfir- mönnum hersins, þar sem hann var kvistur svo göfugrar ættar, erfingi að miklum löndum og foringi í varðliði keisarans — þá var það furða mikil að hann skyidi tælast til að láta flækja sig inn í jafn hættuieg mál og hefði verið óskiljan- legt, ef að Nihilista og byltingafélögin á Rúss- landi hefðu ekki innan félaga sinna margan manninn af göfugnm ættum og ekki svo fáa foringja úr herliðinu. Það var ekki ervitt fyrir Basil að trúa hinu versta á frænda sinn. Hann mintist þess, að fyrir árum síðan var það vandi Michaels að láta uppi meðhald með Nihilistum, og reiddist Gre- gory Orfanoff út af því og þótti það óhæfa hin mesta, því að liann var eins trúr og dyggur stjórninni, sem forfeður hans höfðu verið hundr uðum ára fyrir daga hans. En einkennilega kom Basil nokkuð til liugar, sem var svo ónota- legt, að um hann fór kaldur hrollur, Skj ldi það nú vera öldungis satt sem Strelitz kafteinn hafði drepið á, að Natalia Davidov elskaði iiann ? Basil stundi af angist. Hann elskaði stúlk- una svo heitt og hjartanlega að hefði liann verið " viss um að liún elskaði Strelitz kaftein, þá mundi hann hika við það að reyna að réttiæta sig. Hann (hefði jafnvel fórnað sjálíum sér og blíft -51 - kanské nokkuð fljótræðislegt, en þess bar líka að gæta, að þeir Pashua og Basil höfðu mikið verið saman i æsku þeirra og uppvexti, einkum þó á búgarði einum miklum, nálægt Moscow; hafði Lubin þar útvegað Pashua stöðu undirúryta í nokkur ár. En Pashua virti og elskaði þá Gre- gory Orfanoff 02 son hans nærri eins mikið eins og Lubin sjálfur. Og með því að Basil var full- kunnugt um alt þetta, þá varð það, að hann tók það ráð, sem nú skal greina: “Pashua”, hvislaði hann. “Þekkir þú mig ekki ? Ég er Dmitri Orfanoff”. Það fór að minka þumbaraskapurinn hjá lögregluspæjaranum. Undrandi starði hann á Basil roeð opnum augum, tók svo i hönd hans og þrýsti henni að vörum sér, “Ungi herra minn !” hrópaði hann upp í geðshræringu mik- illi, “þú ert þá lifandi enn þá. Það varzt þá ekki þú sem þeir fundu dauðann í Neva?” “Nei, vinur góður !” svaraði Basil, “Eg er lifandi= enn þá. Ég hefi komið heim aftur til þess að láta réttlætinn fullnægt vptða, Seztu niður. Ég skal segja þér alt saman”. Settust þeir þar svo hvor hjá öðrum á bekk einn inzt í herberginu, og sagði Basil félaga sín- um alt af létta og duldi hann einskis. "Þú hjálpar mér til þessa, Basíl, eða er ekkí svo?” sagði hann. “Þenna ijóta blett getur eng inn annar afmáð, en Michael Strelitz sjálfur. Og þangað til ég fínn eitthvert ráð til að koma hon- um í gildruna, verð ég að dj-ljast og bera þessa. ranglátu byrði svívirðinganna”. Pashua lagði hönd á brjóst sér. “Ég skal

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.