Heimskringla - 04.08.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.08.1898, Blaðsíða 1
 •G ^0- XA^ O* \ SÍ&* Heimskringia XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA, 4. ÁGÚST 1898. NK 43 Vestur- Islendingar Minni 2. Ágúst 1898. Þið sem íluttuð utan af Eyju Vetrarbrauta; Þar sem geymir Hættuhaf Huldur norðurskauta, Þar sem Eldar eiga stór Öfl, svo jöklar gjósa, Þö að bæði Sól og Sjór Sýnist stundum frjósa. Þið sem framsýn fóluð því— Frost er lukust þaug um— Gyltu hári g e i s 1 a n n í G r,æ ð i s-b 1 á m a' í augum. Þið með m á 1 sem mararhljóð, Mjúkt og hvelt sem gleðin, Tungu sem í öllum óð Enn þá bezt er kveðin ! Hvar sem helzt menn hýrleg sjá Híisin ykkar brosa.: Geti allir glöggvast á Gestrisninni Flosa. Hvar sem skip við storma-strönd Steyta', og næðir marga : Alténd sæki íslenzk hönd Eldinn til að bjarga. Hór á auðnum. óbygðs lands Og á Sögu-leiðum : Geymist verk hvers göfugs mans Grettistök á heiðum ! Svo að állir segji, þó Sveipist mold um beinin": Hér kom íslenzkt afl og hóf TJpp úr jörðu steininn. Hvar sem Vægð úr Voða ber Varmenskuna blinda Benjum særð sem auðséð er Engar hefndir binda, Allir segji—sé hans gætt Sök er vanst að hamla : Drengur fallinn er af æ 11 Ingimundar gamla. —Málið sterkt sem mararhljóð, Mjúkt og hvelt sem gleðin, Tungan sem í öllum óð Allra bezt er kveðin : Inn um sveit og verinn við V í s u m kveður alla, Sjávarbakkans b á r u k 1 i ð Bergmálsómnum fjalla! Stephan G. Stephansson. Því miður kom hið ofanritaða á- gæta kvæði of seint til þess að hægt væri að flytja það á íslendingadaginn. En vér erum því ánægðari að geta prentað það í Hkr. í þetta sinn, og vér erum hinum heiðraða höfundiþess mjög þakklátir fyrir að hafa sent oss það. Og ekkert væri oss ánægjulegra en geta flutt lesendum vorum sem mest af ljóðum herra Stephans G. Stephans- sonar. Ritstj. Atvinnu-tækifæri fyrir íslenzka málmsraiði. Hver sem vill takast 4 hendur að smíða eitt eða fleiri þúsund af hinum nýja gluggalasmínum, geri svo vel að senda mér skriflegt tilboð um það fyrir 20. ágúst n. k. Samningsform og nauðsynlegar upp- lýsingar ókeypis til umsækjanda. Borgun áreiðanleg eftir samningi. S. B. JÓNSSON, 869 Notre Dame ave., Winnipeg, Man. Góðir landar, þið fra Dakota og þið frá Manitoba sem sækið íslendingadags-hatíðina í ár, munið eftir þvi, að það er landi ykkar sem verzlar að 680 Main St., og að hann selur góðar vörur með lægra verði en flestir aðrir. Sérstaklega verður alt ódýrt hja mér um íslendiriga-daginn. Komið, sjáið og sannfærist. JoM Stepbenson. 630 Main Str. STRIDID. Ekkert markvert hefir boriðvið síð- an blað vort kom út síðast. Alt stend- ur við það sama í Cuba. Það er þegar byrjað að flytja spánsku hermennina heim til sín. A Philippine-ej'junum geneur ekkert eða rekur, alt situr þar við það sama. Á Porto Rico fer Gen- eral Miles eina sigurförina fráeinni borginni til annarar; íbúarnir mæta honum með mestu viðhöfn og gleðilat- um, og þakka honum fyrir að koma og frelsa sig undan oki Spánverja. Búist er við að friður sé í nánd, og vér skýr- um frá friðarkostunum í næsta blaði. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Fregn kemur frá Suður-Ameríku umþað, aðþrjú lýðveldin þar ætli að ganga í samband, sem eitt lýðveldi, og kalla sig : "United States of South America." Ríki þau sem í sambandið ganga eru: Salvador, Honduras og Nicaragua. Það er efalaust að sam- barrdið yrði þeim öllum til blessunar, svo framarlega sem þau gætu haft inn- byrðis frið. MéKinley forseti hefir tilkynt Gen- eral Merriam, sem er yfirmaðurinn yfir hernum í vesturrikjunum.að hann megi taKa í herþjónustu Bandarikjanna þá af Hawaieyjabúum sem vilji ganga i herínn. Þeir eru sagðir hermenn all- góðir, og eru þvi góður viðbætir við her Bandaríkjanna. Blöðin eru að þvætta með það að kuna prinsins af Walés sé á förum h'eim til foreldra sinna í Kaupmannahöfn; sagt að megnt sundurlyndi eigi sér stað a millí hiótianna. Hún hefir einusinni áður farið burt á sama hátt, 1803, og var þá nokkra mánuði í burtu, en fyrir fortölur annara lagaðist alt saman. Enn þá er verið að búa út eitt skip í Halifax með matvörur og ýmislegt annað, sem á að reyna að smjúga inn til Cuba, án þess að láta Bandaríkja - herskipin verða vör. Það er öll von til að því takist það ekki; tvö skip frá Halifax hafa áður reynt það og bæði verið tekin af Bandamönnum, og eru nú seld við uppboð með öllum farmin- um. ^ Akaflega stórt naglaverkstæði brann í Montreal 3. Ágúst, Pick Benny &Co. voru eigendur verkstæðisins. Skaðínn er metinn k $100.000, með fullri elds- ábyrgð. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari sór þess eið við líkbörur gamla Bismarcks, að hann skyldi viðhalda og vernda það veldi, sem hin dána hetja hefði myndað þó það kostaði blóð og peninga þjóðar innar. Norskt gufuskip fórst i is um 500 mílur frá New Brunswick, um 20. Júlí Ellefu menn voru a skipinu og komust þeir allir í báta, og fundust eftir 12 daga hrakning. Þeir voru aðframkomn- ir af hungri. Fregn frá Barcelona á Spáni segir að Karlungar hafi gert uppreist skamt frá bænum Lorida í Cataloniu. Hitar hafa verið ákafir í Philadelp- hia og grenndinni, eins og hvar annar- Btaðar, fyrirfarandi vikur, en á mið- vidudaginn æddi yfir borgina og ná- grennið sá voðalegasti þrumustormur og steypirigning, sem þar hefir nokkurn tíma sezt. Á tæpum tveim klst. féllu þvi nær 6 þuml. af vatni. Mörg stræti bæjarins voru alveg undir vatni, sum- staðar 3—4 feta djúpu, og allir kjallar- ar fyltust á fáum mínútum. Einn mað- ur misti lífið í einum kjallara sem fylt- ist fljótara en hann gat komist upp. Páfinn hefir sent skeyti til McKin- ley þess efnis að hann biður hann af fremsta megni að hvetja Dewey og aðra yfirmenn Bandaríkjahersins til þess að vernda presta sína og byskupa á Philippine-eyjunum, fyrir heiftaræði uppreistarmanna, sem ala ódauðlegt hatur til þessara hempuskrýddu þorp- ara, sem hafa ^með ráð og dáð kvalið fólkið og kúgaðí fleiri mannsaldra. Það er ef til viU ekki réttlátt að drepa menn undir neinum kringumstæðum, The more you go The more you know. ¦—*fl því meira sem þú veizt um buðina okkar, því minna kær- ir þú þig um að fara víðar. Ef þú vilt.fá góðar vörur, þá er þetta búðin þín. Ef þú vilt fá regluleg kjörkaup, þá er þetta búðin þín. Það er engar sviknar eða gamlar vörur í Commonwealth Við bríikum engar lyg- ar eða fals til að selja vörur okkai., Þessa viku seljum við dren- gjafót svo ódýrt að það má fremur heita gjöf en sala. THE Cor. Main St. & '. City llall Square. Hoover & Co. en ef nokkrir menn eiga það skilið, þú eru það þessir presta-fantar, þéir hafa fleiri glæpi og svívirðingar á baki sér. heldur en hinn argasti glæpamaður, er lcl'I' n" pr ' Borgarstjóri Van Vyck frá New York, sem dvelur í sumarhúsi sínu á Long Island, bjargaði 3 stúlkum sem voru að baða sig í sjónum skamt frá landi. Ein þeirra var synd, en komst þó ekki að landi. Hann bjargaði þeim öllum einsamall, og voru þær meðvit- undarlausar þegar þær voru færðar í land, en röknuðu þá bráðlega við aftur. Þetta var sannarlega djarfmannlega gert af einum manni. Margir beztu menn Bandaríkjanna og þar á meðal flestir þingmennirnir vilja að Bandaríkin haldi Philippine- eyjunum framvegis, og sleppi ekki neinu af þeim til Spánverja aftur, jafn- vel þó þeir lofi því sem næst sjálfstjórn fyrir eyiarnar. Þeir eru orðnir svo al- þektir að því að svikja loforð sín, að það er ekki búist við að uppreistar- mennirnir þar verði ánægðir með nokk- uð annað en algerða lausn frá Spán- verjum, og þá sérstakt lýðveldi, eða eða inngöngu í Bandarikja-sambandið. Hálf-ófriðlega litur út á milli ítalíu og Colombia-ríkisins í Suður-Ameríku. Stjórnin í Colombia undirgegst fyrir nokkrum árum siðan að hlíta dómi Grover Clevelands, sem þá var forseti Bandarikjanna, í máli sem kom upp á milli ítalíu og Colombiu út af skaða bótum, sem ítalskir þegnar heimtuðu fyrir eignamissi í innbyrðis uppreisn í Columbiu. Cleveland dæmdi ítölum skaðabæturnar, um $300,000, og nú attu þær að greiðast. En Colombia er heldur sein til með peningana, svo ítalir hafa sent flota sinn þangað, og á hann að skjóta á helztu borgir þar. ef pen- ingarnir verða ekki borgaðir innan 20 daga. Það er ósköp þægilegt fyrir ítali að eiga við Colombiamenn, því þeir eiga engin herskip og engin þeirra borg er víggirt, En það er ekki mjög djarf- mannlegt að leggjast á varnarlausa þjóð; getur verið lika að þeir hafi eitt- hvað til síns málstaðar, svo þeir þurfi ekki að b^rga þessa skuld. Það er vonandi að Bandaríkin liti eftir því að réttindum þeirra sé ekki misboðið. Kínverskur roorðingi í California, sem var að strjúka undan lögum og dómi, var eltur af lögregluþjónum þar til hann komst inn i púðurgeröaihús. Nam hann þar staðar og hötaði að sprengja alt í loft upp, ef þeir kæmu nær. Lögregluþjónarnir vöktuðu hatm nokkuð lengi i húsinu og reyndu að fá hann til að ganga á þeirra vald, en það var árangurslaust. Fór þeim þá að leiðast þófið og ætluðu að'ganga inn í húsið til hans, en áður nokkur vissi, heyrðist voða-hvellur, og húsið með öllu sern í því var þeyttist í smáögnum út í loftið. Fjórir af lögregluþjónun- um tættust sundur, en tveir köstuðnst langar leiðir. meira og minna limlestir, en tnurhi þó lífi halda. Ein kona misti einnig lífið; partur af húsi féll ofan á hana. Ómögulegt ev að segja hvað orð ið hefir af hinum jarðnesku leifum Kínverjans, því ekki er hsegt að finna eina einustu tætlu eftir af honum. — Skaðinnú húsinu og eignum manna er stórkosdegur. Hús hrundu til grunna langt í burt'u og mörg skekktust meira ogminua. Guluveikin gengur eins og grenj- andi . Ijón í herbúðnm Shafters. Yfir 8000 haf-i veikina nú sem stendur, en yfir 4000 alls eru veikiv í herbúðunum. Nærri 6ð0 af þeim sem hafa haft gulu- veikina, eru orðnir fullhraustir aftur, og búnir að taka stöðu sína í hernum, og að eins einir 3 hafa dáið af þessari vondu vwki* Blaðið Nationar Gazette í Berlin á Þýzkalandi segir í grein, sem það færir um Bandaríkin óg Spán, að þó Banda- menn hafi hraðað sér að ná fótfestu á Porto, R'oo. einkum síðan farið var að tala um írið-ú milli ríkjanna þá sé það ekki láandi, þar sem allir viti að Spán geti ekki borgað skaðabætur í pening- um, og það er nauðsynlegt fj-rir Banda- meria að nar haldi á löndum Spánverja. sem geta'að einbverju leyti bætt þeim. allan bann kostnað. — Það er nýtt að heyra þetta hljóð í strokknum. Siðustu fréttir segja að Camera sé kominn heim til Cadiz á Spáni aftur. Ef hann-helst þar lengi við verður ekki óþægilegt fyrir Watson-að*finna hann, schley, frændstúlka Commo- dore Schleys, fór til Spánar fyrir nokkru siðan og ætlaði að .hafa tal af Sagasta ráðaneytisformanni, og reyna að fá hann til þess að gera friðarsamn- inga. Ferðin mislukkaðíst alveg; hún fekk ekki tal af neinum málsmetandi manni og sneri svo heimleiðis aftur. Megn óánægja á sér stað i St. Thom- as herbúðunum, skamt fra Chattanoo- tra, þar sem 5. Illinois herdeildin er. Herdeildinni hafði verið skipað að vera tilbúin að fara til Porto Rico, og voru allir hermennirnir mjög ánægðir yfir að fá að hreyfa sig.- En þegar tíminn kom, sem þeirhöfðu búist við að fara, þá kom skipun um að þeirra þyrfti ekki með. Mennirnir kenna yfirmanni sínum. herforingja Oliver, um þetta alt saman, segjaaðhann sakir hugleysis hafi fengið þessu hagað þannig, Hóta mennirnir nú öllu illu, ef þeir fái ekki að fara með hinum herdeildunurn og berjast við Spánverja. Hinn ungi konungur Spánverja hefir verið veikur fyrirfarandi af misl- ingum, en er nú á góðum afturbata. Svo fijótt sem hann verður albata er búist við að hin konunglega f jölskylda færi sig frá Madrid og upp til fjalla hjá La Grania, nokkra tugi mílna frá Mad- ríd. Spánarstjórn heflr skipað General Rico, sem hefir verið landstjóri á Viz- ceya-eyjunni, sem yfirmann yfir öllum Philippine eyjunum. Þetta var gert til þess að Spánn aðnafninu til hefði yfir- ráð yfir eyjunum, þó General Augusti hafi gefið Manila upp fyrir Bandaríkja- mönnum. ítalir ætla sér að apa eftir stórveld- um heimsins og auka stórkostlega sjó- flota sinn framvegis. Peningar hafa þegar veriðveittir til þess. Ákaflega margir deyja af hinum miklu hitum sem hafa gengið unílanfar- andi i stórborgunum í austur-Canada. Einna mest hefir borið á þ'ví í Ottawa, þar sem svo tugum skiftir hafa stund- um dáið á einum degi. Gamli Bismarck sálaðist á laugar- dagskvöldið var. Karlinn hafði verið veikur síðan 20. Júní en engum kom til hugar að hann væri kominn svona nærri þvi að deyja. Dauðastríðið var hart og þungbært, því hann tók út mestu kvalir síðasta klukkutímann sem hann lifði. -Bismarcks verður getið ná- kvæmar síðar í Heimskringlu. Erkibiskup John Walsh dó í Toronto á sunnudagskvöldið var. Hann var einn af hinum merkustu leiðtogum kaþólsku kyrkjunnar í Canada, og hafði starfað mjög mikið fyrir kyrkju sína. 30 ára blaðamenska Jóns Ólafssonar. Jón Ólafsson minnist þess i "Nýju Öldinni" (hinu nýstofnaða blaði sínu), að 7. Janúar síðastl. hafi verið liðin 30 ár síðan hann fór að skrifa í blóð að staðaldri og orðið hinn ábyrgðarlausi ritstjóri Baldurs. Siðan hefir Jón lengst af stýrt einhverju blaði, annað- hvort hér á landi eða fj'rir vestan haf. Hafa blöð hans ávalt þótt með fróðleg- ustu, skemtilegustu og tilþrifamestu blöðum landsins og oftast fylgt þeim stefnum, sem hin yngri kynslóð þjóðar- innar hefir aðhylst. Nýja Öldin er að verða bezta fréttablað landsins og hefir þann kost fram yfir mörg hin fyrri blðð Jóns, að nú er minna af stórhnútu kasti til annara blaða og einstakra manna, en menn stundum áður hafa átt að venjast úr þeirri att. og er það sómi fyrir Jón, sem nú er farinn að eldast, að gæta meira hófs i þessu efni, Og þó Stefnir séekki að öllu leyti al- gerlega samdóma Jóni í stjórnarskrár- málinu, vill hann mæla hið bezta fram með hinn nýja blaðihans, sem segja má að gefið sé út af hinum reyndasta og færasta blaðamanni landsics. (Eftir Stefni). Tambs Lyche ritstjóri Kringsjár. (Eftir "NýjaÖldin") I öndveginu einn þú sast og alt á móti sól, og horfðir yfir loft og lög og lönd, sem myrkrið fól. Þú leitaðir eftir ljósi' og yl, sem leiftur dagsins ól, frá árdags-bjarma-upptökum að aftanroða stól. Það mí tti kalla'. að Hliðstjiílf heime þú hreppir — Oðins naut; þvi yztu höf þitt auga nam og allra landa skaut. Af stjörnum dróst þú huliðs-hjúp í himinblámans unn og mararbúa mergðir leist við meginsævar grunn. Þú laukst upp Dofra leynisal með lykli anda þíns; þar logaði sjálfur ljósvakinn á lampa Aladíns; og bergið varð að hárri höll. hver hurð úr grópi veik, en fossins andi og íjallsins súl þar fóru' í risaleik. Þótt væri sjónin byrgð og blind, í burtu hulan vék, en andinn fór úr hofi' í höll —'ann hoppaði' upp og lék frá dags og nætur deildum verð til dularkrafta ranns, við x-geislanna undra-lind og útsæ ljósvakans. Þá lýstir gegn um holfc og hæð i huldra krafta grunn ' og þýddir dauðra manna mál, sem Mími voru'ei kunn. Og margri sáln bjóst þú borð af birgðum anda þíns; þar logaði' — ekki lengi', en vel á lampa Aladins. Úr "horninu" þínu hljómaði dátt þitt hjartans mál um storð. Það var ei Heimdalls hvella raust, en hugljúft mannvits orð. Úr gliti sólar gull þú ófst og geisla barst á leið — á þeirra leið, sem krepti' og kól og kararvistin beið. Með \iósti hverjum Ijós og líf um löndin sendir þvt, og sýndir kreddu : kærleikann, en klerki: von og trú. í glöðum huga gekst þú kring með góðra þinga val — með lýsigull í karlsins kot og kóngsins hallar-sal. í anda sástu' um alla jörð, og alt af móti sól, fra ardagsbjarma upptökum og afta,nroða sól. Og eflaust flutti andi þinn til allrakrafta-lands við x-geislanna undra-straum — í ægi ljósvakans. Guðmunih'r Fridjónsson. Dr. N. J. Crowford PHYCICIAN AND SURGEON ...... 402 Main St., Winnipeg, Man. Oífice Hours from 2 to 6 p.m. íslands-fréttir. Seyðisflrði, 18. Júni 1898. (Eftir Bjarka) Mannalát; Þann 11. þ, m. andað- ist að Þverhamri í Breiðdal merkisken- an Þórdís Árnadóttir eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Þórdís sál var gift merkisbóndanum Guðmundi Péturs syni á Þverhamri, þau höfðu lifað sam- an í hjónabandi í 13 ár, átt 4 börn og lifa 3 þeirra. Þórdís sál. var mesta ágætis kona, elskuð og virt af öllum sem þektu hann. Jónas Jónsson verzlnnarstjóri 'á Hofsós er nýdáinn á Sauðárkrók. Jón- as var sonur Jóns bónda Hinrikssonar á Helluyaði, en bróðir Jóns alþingis- manns í Múla. 25. Júuí. Zeuthen læknir á Eskifirði hefir' fengið lausn frá embætti frá 31. Júlf. 2. Júlí. " Veður er hér nú ágætt og syo hefir verið alla þessa viku, sólskin og hiti hvern dag 17—19 stig í skugga og mild- ar gróðrarskúrir þegar menn óskuðu, í einu orðí sagt: veðrið hefir verið öldung is eins og sumar á að vera. Kaldara í dag. Fiskur er tregur, þó er sagt að nokkrir bátar hafi hlaðið á miðvikudag inn; þeir beittu nýrri síld. Síldar.vart varð á Brimnesi í net, á þá síld fiskaðist vel. Reykjavik, 2. Júli 1898. (Nýja Öldin). Af ísafirði segir "Þ. u." Reldur góða veðráttu fram að 24. f. m. Afla- brögð þilskipa úr kaupstaðnum mjög léleg, lítur út fyrir stórtjón af þeim út- veg. í verstöðunum fyrir innan Arn- v afli á cpin si: hann a Út-Djúpinu. Ur Skagafirði er oss skrifað að tið sé köld og grasspretta þvi treg, Reykjavík 15. 1898. (Eftir Þjóðólfi). Eldingu laust niður 29. f. m. í skemmu á Brjámstöðum í Grímsnesi, er var áföst við baðstofuna og að eins timburveggur á milli. Eldingunni sló niður í það horn skemmunnar, er að baðstofunni vissi, mölvaði í smároola fjórða hlut skemmunnar og klauf hana að endilöngu, svo að sperrur hlupu út af sillum. 12 rúður brotnnðu als í skemmunni, baðstofunni og stofuhúsi og var furða að eigi hlauzt manntjón af þessum þrumueldi, Grasvöxtur er nú í betra lagi á túnum hér sunnanlands. Sláttur byrjaður viðast hvar i sveitum en nýt- ing engin enn sem komið er sakir sí- feldra óþurka. Forstöðumannnsembættið við holds veikraspítalann í Laugarnesi er nú veitt Guðmundi Böðvarssyni fjTrum kaupmanni í Hafnarfirði. Auk hans sóttu margir, þar á meðal séra Jóhann Þorsteinsson í Stafholti og Þorleifur Jónsson alþm. á Sólheimum— Gjaldkera —og ráðskonustarfið við spitalann er enn ekki veitt. Sjálfsmorð. Seint í f. m. varpaði einn haseti sér útbyrðis af fiskiskútu ís- firzkri, er lá í Höfn á Hornströndum. Hann hét Alfur Magnússon, ættaður héðan að sunnan (úr Harð). Hafði gengið í latinuskólann 1885 og var kom- inn í 4 bekk, þá er hann varð að fara úr skóla sakir drykkjskaparóreglu, og bafðist eftir það við vestra við barna- kennslu & vetrum og sjómennsku a sumrum. Hann var vel gáfaður og skáldmæltur en auðnulítill. " Var að eins 27 ára gamall (f. 26. febr. 1871). Um fréttaþráðinn til íslands hífir þeð heyrzt, að enska stjórnin hafi nú algerlega neitað að leggja nokkurt fé til hans. Haiði fyrirspurn um þetta verið borin upp i parlamentinu, og stjórnin þá skýrt frá því, að hún stuðl- aði ekki að fréttaþráðarlagningu til annara landa, nema hún sæisérein- hvern hagnað við það, ef ófrid hæri að höndum, og auk þess styrki hún alls ekki erlend fréttaþráðarfélög til slíkra fyrirtækja. Samkvæmt þessum fregn- um, séu þær áreiðanlegar, þurfum vér lfklega ekki að vænta þess að frétta- þráður verði lagður hingað að sinni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.