Heimskringla - 18.08.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.08.1898, Blaðsíða 2
ifjíiBÍSRKÍNuLA, 18. AUGUST 1898 Heimskriiigla. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupend- •atn blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order Registered Letter eða Bxpress Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum B. F. Walters, Útgefandi. Office: Corner Princess & James. P.O. BOX 305 Bisman k. [Niðurlag.] Á alt þetta ráðabiugg horfði Napóleon Frakkakeisari öfundaraug- nm. Hann sá þarna smáríki eitt vaða upp úr niðurlægingunni og lít- ilmenskunni og verða voldugt ríki á fáum árum. Honum leizt ekki á þetta og þótti nærri sér höggið og Bismarck fmgralangur, þangað til hann róði sér ekki og sagði Príissum stríð á hendur, enda hafði Bismarck róið undir liann öllum sínum árum, því þetta var einmitt það sem hann vildi. Þegar stríðið hófst sást það, að Prússar voru við öllu búnir, en Frakkar ekki. Á fáum dögum veltu hersveitir Prússa sér inn á Frakk- land og bflrðu á Frökkum og unnu hvern sigurinn á fætur öðrum þang- að til þeir kvíuðu sumt af liði P>akka inni í Metz undir forustu Bazaines, en hitt umkringdu þeir í dalverpi einu víð Sedan og létu dynja yflr þá kúlnahríðina af dalbrúnunura öll- um megin, Þar voru 90,000 Frakka, þar var Napóleon sjálfur eigi her- mannlegur, þar var McMahon mar- skálkur fyrir. Frakkar böiðust hreystilega, en urðu að gefast upp, og þar var Napóleon höndum tek- inn þrátt fyrir allan sinn rembing og mikillæti og guðdómlegu tign. Nú varð hann að lúta dólginum Bis- marck. Moltke stýrði herferð þe.-saii allri og sneri nú liðinu til Parisarog settust Prússar um hana þangað til hún gafst upp. Leituðu þá Frakkar friðar. en Bismarck var harður í kröfum og heimtaði 5 míliarda franka í herkostnað og að auk hér- uðin Elsas og Lottringen, ágætis lönd, sem hann lagði við Prússland, Þá var aðalstarfi hans lokið að sameina í^zkaland í eina heild og gera Vilhjálm konung að keisara. I 20 ár rcði Bismarck lögum og lofum á Þýzkalandi og að heita mátti um heim allan. En í sífeldum erjum og deilum átti hann. Stundum við klerkana og páfadóminn. Hann þoldi ekkert vald annað en keisar- ans, og ef að klerkar hlýddu ekki boðum lians, þá rak hann þá burtu eða setti þá í dýfiissu, hvort sem það voru prestar, byskupar eða erkibysk upar. Hann jók mentun og bætti skólafyrirkoraulag, en þegar klerkar litu hornauga til þeirra gerða hans, þá varð hann vondur og setti þá inn eins og stráka aðra. Stundum átti hann í höggi við Sósíalista, og voru þeir honum einlægt örðugir, en Bis marck hatði það lag, að hann beitti einum flokkinum á móti öðrum. Þeg- ar hann þurfti að halda á atkvæðum S<)síalista á móti klerkum, þá var hann ósköp vinalegur við þá og gleymdi öllum skærum sem milli þeirra hafði gerst, og hét þeim rétt- arbótum, og hafði þá svo til að berja á kleikum. Þegar hanti svo þurfti klerka með á móti Sóslalistuin, hafði hann við þá sömu aðferðina, því að maðurinn var ákaflega kænn og ekki sérlega kvalinn af samvizka biti. Þegar Vi'hjálmur hinn I. dó 1888, fór gengi járnkanslarans að hnigna. Hafði Bismarck fengið við- urnefni það fyrir hörkq sína. Bis- marck samdi ekkert sérlega vel við Friðrik keisara II., sem var gæfur maður, mentaður vel og góður dreng ur, og frábitinn brögðum og hrekkj. um öllura. Var bann giitur dóttur Victoriu Englands drottningar, og samdi þeim illa Bismarck og henni, þótti karli hún halda of mikið taum Englendinga, og gerði henni alt til angurs, Svo dó P'riðrik II. eftir nokkura iða stjórn, og kom þá til rík/s sonur hans ungur, Vilhjálmur. sem seinna var ferðalangur kallaður, Þá versnaði enn fyrir Bismarck. Þau mæðgin Vilhjálmur og drottningin urðu honum ervið. Þótti keisara Bismarck hafa farist illa við móður sína og vildi láta hann finna það, en karl ýfðist við, og lauk því svo, að Bismarc sagði af sér stjórnmálum, en fór heim að gæta búa sinna og sat þar síðan. Var hann rikur orðinn, þó að fátækur væri í fyrstu, því að herferðirnar fituðu hann og fékk hann óspart af herfangínu þegar skift var^ og keypti þá hverja höll- ina á eftir annari. Nokkur börn átti hann með konu sinni, en ekkert þeirra hefir sýnt nokkurn verulegan mannskap af sér, nema helzt Her- bert, og er hann í töluverðum met- um hjá keisara. Bismarck var drykkjumaður mikill, ölsvampur ákaflegur og reykti fjarskan allan. Á skólaárum sínum var hann yðjumaður mesti, hann var hestur mesti að lesa.svamp- ur að drekka og berserkur að berj- ast. Háði hann 30 einvigi á skóla árum sínum. í öllu var hann af- rek>maðar. Ekki var hann eigin- lega mælskur maður, en í hvert skifti, sem það fréttist á ríkisstjórn- arárum Bismarcks að hann ætlaði að tala á þingi í hinu eða þessu málinu, þá stóð öll Norðurálfan á öndinni á meðan, og æfinlega höfðu ræður hans mikil áhrif. Hann barði fram og í gegn hiað sem hann vildi; það var eins og ekki til neins að reisa rönd við honum, þrótturinn var svo mik- ill, snarræðið og ráðin og kænskau óbilandi. Á ’aeimili sinu hafði hann verið bezti maður og þótti mjög vænt um konu sína og börn. Ég held það sé óhætt að segja, að Bismarck sé sá mesti maður, sem Þýzkaland nokkru sinni hefir borið. En nú liggur hann í gröfinni, og Þý2kaland á eftir að brjótast úr læð- ingi þeim sem hann hefir á það lagt, það á eftir að brjóta af sér valdið aðalsmannanna, keisarans og klerk- anna til fulls. Gatisti og (lón. Það er oft hægt að fvrirgefa mönn- um það, þó þeir séu skömmóttir og illyrtir þegar þeir eiga í höggi við aðra, ef hnittilega og laglega er kom- ið fyrir sig orði. En þegar það er gert jafn nautslega heimskulega eins og Sigtryggur gerir í síðasta Lög- bergi, þá nær engin þolinmæði leng- ur yfir það. Og því síður getur mað- ur fvrirgefið það, þar sem þessi mentunailansi hrokagikkur er altaf að reyna að hreykja sér upp (aðrir gera það ckki) og stæra sig af því, hve einstaknr snillingur hann sé á ritvellinum, og hælast um af því, er hann hefir sem inest getað svlvirtsér þúsund sinnum betri menn, semekki vilja krjúpa svo lágt að svara honum einu orði. Það hefir annars verið ófríð sjón, að sjá Trygg biksvartann og biilvandi á fjósloftinu, þegar hann var að bisa við að fæða af sér greinina í síðasta Liigbergi með ytirskriftinni: ‘-III- girni og heimska.” — Ilann vissi það garmurinn, þótt heimskur sé, að það var ekki til neins fyrir hann eða aðra að reyna að hrekja með ástæðum það sem vér höfðum sagt, því að þar var livert orð satt; hann varð því að nota sitt gainla fangaráð, sín vana- legu “arguments”—lygi og skítugar skammir ! En það skal makaiausa óskamm- feilni og kæruleysí fyrir sannleikan um og sínum eigin sóma, til þess að ljúga vísvitandi og afdráttarlaust, þegar maður má eiga það alveg vfst, að lygin verði með fullura rökum rekin ofan í mann strax um hæl. En dánumanninum Sigtryggi velgir ekki við þesskonar smáræði ! En fyrst þessi aulabárður vill nú endilega hafa það svo, þá skulum vér nú með órækum vottorðum sanna það, að hann sé ósvífinn lygari, sem er alveg sama hvað hann lætur flakka ef hann að eins hyggst að geta vilt fólki sjónir í bráðina. Vér komum þá að fyrsta atriðinu í þessu flónskuflani Tryggs. Um það segjum vér að eins þetta, að vér höf- um næg vitrii að því, að 17. Júní- menn surnir hafa gert sig seka f þeirri svívirðing sem vér bárum á þá og að vér getum sannað það hvenær sem oss býður svo við að horfa. En af því að sumir af þeim sem hafa gefið 2. Ágúst mönrium þetta ‘skríls’- nafn, eru að öðru leyti heiðvirðir inenn, og hafa að líkindum gert það í bráðræðis hita, þá kærum vér oss ekki um að nefna nöfn þeirra að svo konmu. Hvað viðvíkur 2. atriðinu, þarsen. vér gáfum í skyn að 17. Júnímenn hefðu liaft út gjafii' hjáenskum verzl- unarmönnum hér í bænum undir því yfirskyni, að Selkirk úthaldið væri hin eina íslenzka hátíð sem haldin yrði hér í sumar, þá setjum vér hór vottorð frá Mr. W. Brown, sem er einn af heiðvirðustu borgurum þessa bæjar, og sem er einn af þeim sem Sigtryggur laug út prís hjá. Það iiljóðar svo: “Winnipeg, 16. Ágús’’ 1898. Ritstjóri Heimskringlu.— Kafteinn Jónasson, M. P., sagði mér, að 17. Júní væri- dagurinn sem hefði verið viðtekinn fyrir Íslendingahátíðina sem þjóðminn- ingardagur, og að það yiðisú eina hátið sém ísleudingar í Winnipeg héldu á árinu 1898. Yðar einlægur. W. Brown.” x Þetta vottorð sannar fyllilega það sem vér höfum sagt þessu viðvíkj- andi, en svo getum vér nefnt fleiri sem allir bera sömu söguna, þar á meðal má nefna þá Mr. Preston, kaup- mann (einn af eigendum “The N. R. I’reston Co.’’), Mr. Hebb, eiganda greiðasöluhússins Woodbine, Mr. D. E. Adams, aðal agent fyrir Gendron Bicycles hér í bænnm, og svo yfir- skrifara hjá Mr. Swinford, aðalagent Northern Pacific járnbrautarinnar- hér í bænum. Vér áiítum að þetta nægi til að sanna það, að vér fórum ekki með nein ósannindi í þetta sinn fremur en endranær. Þá er þriðja atriðið (og stn'ðs- höggið !!) Þar segir ritstjóri Lögb.: “Ef ritstjóri Heimskringlu þorir ekki að beita öðrurn vopnum en peunanum, þá er meraihjarta í hon- um, og vér leggjum honum bleyði orð á bak.” Lesendurnir munu taka eftir þvl, að með þessari dónalegu og inakalausu setningu, gefur manntuskan sig al- veg upp á gat, sem óhæfann sflkum sinnar eigin ónáttúru, að beita penn- anum svo að úokkurt lið verði að, til þess að verja sinn hraklega málstað. Vér viðurkennum þennan sannlcika, sem allir eru búnir aðsjá fyrir löngu síðan, en sízt af ðllu datt oss í hug, að ræfillinn yrði til þess sj Ifur, að kveða upp þennan dauðadóm yfir blaðamennskustarfi sínu,—að hapn yrði sjálfur til þess að úthrópa sig fyrii’ sínum eigin lesendum, sem þann aumingja, er nú væri þrotinn að kjark og viti til þess að sveifla hinum sauruga snáp sínum fyrirLög- bergsúthaldið, eins og hann hefir þó gert nú I fleiri ár. En það er önnur hlið á þessari Lögbergsku setningu, sem vér vilj uin að eins svara fáum orðum. Það in"nu allir skilja þessa setningu svo, að þó garmurinn sé búinn að játa sig gatista sem ritstjóra, þá þvkist hann þó eiga eitthvað eftir enn sem hann geti beitt og vilji beita við fyrsta tækifæri. Vér viljum því hér skýra ritstjóra Lögbergs f'rá þvf, að ef hann álítur sig ekki jafnmikinn gatista líkamlega, eins og hann er búinn að játa sig að vera andlega, þá erum vér reiðubúnir að sannlæra hann um að svo sé, og það svo dyggilega, að hann éfist aldrei um það framar, hvenær sem hann vill tiltaka stað og stund til að grnga undir próf hjáoss. Vér endum svo þessar línur með þeirri aðvörun til Sigtryggs, að fara varlegar næst, er hann vill reyna að gera oss að lygara, því annars snú- um vér breddunni hans að hans eigin grönum, eins og vér höfum nú gert. Fæði að eins $1,00 Á DAG. Grand Pacific Hotel. B. P. OMíonolioe, eigandi. Ágæt herbergi og öll þægindi sem beztu hotel geta veitt. Beztu vín og vindlar. Harket Sireet Ge<nit City Hall ---WINNIPEG, MAN.----- Amcríka. Ræða flutt á Islendinga-deginum i Winnipeg 2. Ágúst 1898. Eftir IIon. S. B. Brynjólfsson. Herra forseti, heiðruðu íslendingar, konur og menn. Fornaldarsagan segir svo frá, að þegar Leonidas Spartverjakonungur var sendur með eitt þúsund Spart- verja til að verja einni miljón og sjö hundruð þúsundum af Persneskum hermönnum inngöngu á Grikkland í gegnum Laugaskarð, að honum hafi þótt erindið veglegt. Os' það er að sönnu, að mér þykir erindið hingað allveglegt, þar sem ég á að tala um Ameríku, því trauðla hefir nokkur maður haft ábyrgðarmeira erindi með höndum síðan Leonidas ieið. Ég ætla þá tyrst að lita yfir hinn þekkta heim áður en Ameríka fanst. Þá voru þjóðirnar í sífeldum styrjöld- um og strfði hver við aðra. Ofielsi, kúgun, örbyrgð, fáfræði og hjátrú grúfðu eins og voðalegt farg yfir heiminum; einvaldir harðsfjórar drottnubu hvervetna yfir andlegum og líkamlegum hreyfingum manna ; flestar mannlegar dyggðir voru á flótta dæmdar; vísindamenn, hug- vitsmenn, siðbótamenn og í stuttu máli flestallir andlegir og veraldleg- ir framfaramenn voru ofsóttir með báli og brandi. Fávizkan og hjátrúin ríktu eins og drottningar og voru ó spart dýrkaðar; væri einhver svo djarfur að vilja rýra veldi þeirra, þá var hann óðara í díflissu hneptur eða á báli brendur. En mitt í. þessum ósköpum bjarmaði fyrir betra degi. Eitt mikið meginland var fundið í vestri, en fáuin kom þá til hugar, hversu yfirgripsmiklar og heillaríkar yrðu afleiðingar þess fundar. Menn flykktust í stórhópum til hins mikla undralands, til að leita eftir gulli og gimsteinum, því þar hugðu menn að finna mætti ílestaþá hluti sem mann- legur andi girnist, jafnvel ódauðleik- ann sjálfann. En engum datt þá f hug, að Ameríka yrði nokkru sinni meira en arðsöm hjáleiga fyrir stór- þjóðirnar í Evrópu, og enn síður kom nokkrum það til liugar, að hér mundi hin fyrsta vagga mannlegs frelsis standa, og að af Ameríku myndu “allar þjóðir jarðarinnar blessun hljóta.” Tíminn leið. Hið nýja land tók að byggjast. En hin fyrsta nýlenda frá Englandi var ekki stofnsett fyr en 1607. Þrettán árum síðar byggðu Puritanarnir Massachusetts; þeir höfðu orðið -»að fara landflótta sakb trúbragða sinna, en einmitt trú- bragðaofsóknirnar, , ein hafa verið, eru og verða æ og æfinlega bölvun hverrar þjóðar og alls heimsins, urðu þessu sæla happalandi til varanlegr- ar blessunar, því Puritanarnir fluttu hingað mcð þeim ásetningi, að snúa aldrei aftur hvað sem bæri að hönd um, en brjóta undir síg hina viltu náttúru landsins og enn viltari inn- búa þess, og þeir börðust til sigurs og frægðar. Ameríka er mikið undraland. Hún svalar hinum norðlægu ströndum sínuin í straumum íshafsins; þar glitrar sólin á sumrum á eilifar heiin- skauta jökulbreiður, en á vetruin eru þær sveipaðar dökku næturhúmi. Að vestan er hið breiða og fagra Kyrrahaf, I hverju hinn svipmikliog auðsæli vesturkinnungur álfu þessar- ar speiglar sig. Að austan geysar hið geigvænlega Atlantshat' við 1 gar vogskornar, skógivaxnar strendur. Að norðan eru hinir risavöxnu furu- skógar, en um \ miðbikið víðlendar, frjósamar sléttur, sem geta f'ramleitt nægileg matvæli fyrir hundruð mil- jónir manna. Þar fyrir vestan gnæfa hin tignarlegu Klettafjöll hátt upp í tærann himinblámann, með sínum ó- mælanlega auði af gulli og öðrum dýrum málmum. Álfa þessi hefir bygt rekkju sína svo haganlega, að hún hefir sogandi brimhljóðið við báða stokka, norðurpólinn fyrir höfðalag, en spyrnir fótum að suður- heimskautinu. Hún liggur undir öl!um himinbeltum heimsins ogfram- leiðir flesta þá hluti, sem mannlegar físnir girnast. En Ameríka hefir gert meira. Hún hefir framleitt og framleiðir enn, göf- uga ágætismenn, sem hafa gert heim- inn betri og byggilegri með því að lif'a og starta í honum. Á meðal þeirra er hinn skarpvitri stjórnfræð- ingur Tbomas Jeffetson, sem var nægilega réttlátur til að framsetja þessi guðdómlegu orð : “We hold these truths to be self- evident, that all men are created equal, that they are endowed by their creator with certain inalien- able rights, that among these are life, liberty and the pursuit of happiness.” Og það er mér stór gleði, að Bretinn, hverjum þessi orð ollu þá mestii grcmju, hefir fyrir löngu og með á- nægju skrif'að undir þau. Enn frem- ur má nefna hinn djúpvitra hag- fræðing, vísinda- og hreystimann, Benjamin Franldin ; hinn hugprúða, þreklynda og staðfasta George Was hington; liinn framkvæmdarsamaen ráðríka sjálfbirging Andrew Jackson, og valmennið, vitringinn og mann- vininn Abrahain Lincoln. Og ótal fleiri mætti nefna, sem verða æfin- lega bjartar leiðarstjörnur á himni sögunnar, svo lengi sem sól þessa heims hellir sínu gullna geislaflóði niður á jörðina. Ennfremur framleiðir Ameríka þær göfugustu og glæsilegustu konur sem til eru í víðri voröld. Og það er kunnugra en frá þurfi að segja, að þegar þær ferðast um önnur lönd, þá er það alltítt að aðalsmenn og prins- ar missi vitið yfir fegurð þeiri'a. Feður þessa lands báru gæfu til að að framleiða það bezta stjórnarform sem höimurinn hefir enn þekkt. Þeir voru svo vitrir að byggja stjórnar- form landsíns á réttlæti og frelsi, og þess \ egna hefir það orðið blessunar- ríkt, ekki einungis fvrir þessa áifu, heldur fyrir allan heiminn. Ameríku- menn gengu á undan með að heimta og taka réttiúdi sfn með valdi, er þau fengust ekki á annan hátt, og þeirra dæmi hefir gefið öðrum djörf- ung og dug til að heiinta og draga réttindi sín úr höndum harðstjóra himins og jarðar. Ameríka genguralstaðar á undan ; hún er hvervetna í fararbroddi þar sem um verulegar umbætur er að ræða ; hún á þá stórvirkustu þjóð undir sólunni; hún á þá mestu hug- vitsmeun í heimi; hún á þá mestu í- þróttamenn í heimi; hún á þá djörf- ustu, dufrlegustu og hraustustu her- menn í heimi, og hún á þá v< glynd- ustu þjóð í heimi. sem ekki hikar við að leggja miljónir auðæfa og líf þús unda af sínum beztu þegnum í söl- urnar til að rétta hlut kúgaðs lítil- magna. Ameríka hefir ætíð verið nokkurs konar paradís, sem hetír staðið ojiin fyrir ðilnm þeim sem kúgaðir og þj ðir hafa verið. Ilún hefir tagnað þeim með opnuin örinum og mildu móður b»'osi; hún hetír umskapað þá svo, að þeir sem voru ræfilslegir hug- deigir og seinfara, urðu brátt ásjáleg- ir, djarttr og framgjarnir borgarar; hún spyr aldrei um ættgöfgi, því henni er vel kunnugt um þanntöfra- kraft sem hún hefir ti! að endurskapa hvern mann; hún veit að hún á hægt með að eyðileggja gallana, en glæða og margfalda kostina. Það gerir lítið til hvaðan menn koma hingað, þeir verða skjótt sannir Ame* ríkumenn í útliti og í anda. Það er eitt >em Ameríka leggur mikla rækt við að kenna öllum sínum heima- mönnum,—það er sjálfstraust, en á- sælnum og óstírilátum náungum út í frá kennir hún auðmýkt og lítillæti. Það er ekki laust við að surnar stórþjóðirnar í Evrópu renni gremju- þrungnum öfundaraugum til “há- vaðasömu oílátunganna” fyrir vestan hafið; þær eru búnar að taka eftir því, að hér er að vaxa sá jötun, sem innan skamms er líklegur til að verða ofjarl öllum þeim, ef' hann er ekki nú þegar orðinn það. Þetta yfirstand- andi stríð hefir opnað augu þeirra, svo þær geta séð á hverju fjandmenn mega eiga von af “galgopanum” vestræna. Áður en þetta yfirstand- andi stríð byrjaði, var það álit sjó- fiotafræðinga annara þjóða, að Spánn hef'ði eins góðann eða betri flota en Ameríkumenn. En hver hefir raun- in á orðið ? Sú, að hvar sem flotum þeirra hefir borið saman, hafa Ame- ríkumenn borið af Spánverjum svip- að og kötturinn ber af músinni. ímyndið ykkur köttiun eftir að hafa étið músina, þá sezt hann niður sadd- ur og ónægjulegur á svipinn og fer að s eikja og slétta hið gljáandi hár sitt, ! hann aðra mús, er hann fljóti henni glögg og greini- iidiil' SilféS. Ábyrgðir aó þola hvaða eldbað sem er. Allar stærðir. Fyrir $15,00 og upp. Ivomið inn og skoðið þær eða sendið eftir príslista. Karl K. Albert, Western Agent. 1481*riiicea»Ht., Wiunipeg. Bnmswick Hotel, á horninu á Main og Ropert St. Er eitt hið ódýrasta o„ bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót -anugjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. Munið eftir Því að beza og ódýrasta sistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cnvalier, N. Dalt. PAT. JENNINGS. eigandi. National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegastaog skemtilegasta gestgjafahús í bænum. Fædi a<l ein* $ 1.00 a <lag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.— Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem lítur að hús- búnaði, svo sem RÚMSTÆÐI með öllu tdheyrandi, HLIÐARBORÐ, ný og og ömul. STÓLA. forkunnar fagra, M ATREIÐSLUSTÓR af öllum mögu- kmn stærðum, OPNAR og OFNPÍP- UR, ljómandi LEIRTAU, og margt tieira sem hér yrði of langt upp að telja. Alt þetta er selt við lægsta verði. Við vonutn að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og líta á samsafnið áður en þið kaupið annarstaðar, og þá sjálfsagt kð kaupa ef ykkur vanhagar um eitthvrað. Gætið þess að kaupa ekki köttinn i sekkuum. Yðar þénustu reiðubúnir Pálson & Bárdal. Lítið á eft.rfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEIUINER, j Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir séthvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru ogsem riðgar hjá j'kkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar . Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur * 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 “ “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapömiur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner Cavalier, N-Dak. Kaupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil* isfaðir ætti að íhuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta brauð sem búið er til í Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyds Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kal’ ó á einhvern af keirurum vor . a og verzlið við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.