Heimskringla


Heimskringla - 25.08.1898, Qupperneq 1

Heimskringla - 25.08.1898, Qupperneq 1
NR 46 neimskringla. XIL ÁR WINNIPEG, MANITOBA, 25 ÁGtJST 1898. Flotinn í New Á'ork. Mikið var nm dýrðir í New York á laugardaginn, þann 20. þ. m., þegar aðmiráll Sampson kom með flota sinn að sunnan og hélt upp Hudson-ána upp að legstað Grants. Það var auðséð á öllu að ibúar New York vildu sýna þessum heiðurs gestum sinum alla þá virðingu og viðhöfn, sem hægt var að láta í tó. Löngu fyrir sólaruppkomu, og löngu áður en skotið var af fyrstu bjTSS- unni hjá Castle Williams á Governors Island, var fólkið í stórhópum farið að færa sig ofan að ánni, og New Jersey og New York strendurnar voru fljót- lega þaktar af fólki; á ánni og flóanum úði og grúði af allskonar listiskipum, frá minstu bátum upp í hin stærstu hafskip, -og öll sökkhlaðin með fólki. —Hátíðin byrjaði með því að nefnd manna frá New York var flutt á gufu- bát út að flaggskipinu New York, sem er skip aðmíráls Sampsons, og færðu þeir hinum fræga aðmírál og hinum hraustu mönnum hans á öllum skipun- um hið hjartnæmasta þakklæti þjóðar- innar fyrir framkomu sína i þessum o- friði, og buðu þá svo velkomna heim aftur. Síðau hélt þessi bátur upp ána á undan herskipunum; var New York með Sampson aðmírál um borð fyrsta skipið, þá Brooklyn, flagskip aðmiráls Schley, þar næst kom Massachusetts, þá Oregon, Iowa, Indiana og flexas, og á eftir þeim allar tegundir af skipum. Öll leiðin frá Governor s Island og til legstaðar Grants mátti heita ein sigurför fyrir þessi óskahörn föðurlands sins. Fallbyssurnar voru látnar syngja sinn gamla tón þeim til heiðurs; hver einasta gufupípa í borginni orgaði og drundi og reyndi að tilkynna þeim á þann máta ánægju fólksins, sem ekki gat verið við athöfnina. Bakkarnir fram með »Hudson-ánni voru alveg þaktir af fólki, sem gerði 'sitt til að auka hávaðann með einlægum hurra- ópum þegar hvert herskip fór fram hjá. Þegar komið var að legstað Grants, skutu öll skipin kveðjuskotum, og var þeim svarað frá landvirkjunum. Á þessum stað höfðu safuast saman hátt á annað hundrað þúsund manns, sem allir stóðu þar hrifnir af hinni veg- legu sjón, er þessir tröllauknu verndar- ar Bandaríkjanna fóru framhjá legstað hins mikla herforingja. Þegar þar var komið snéru skipin við og héldu til baka aftur, og stönsuðu ekki þar til þau voru komin í herskipalagi, og vörpuðu þar akkerum. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. I fj-rra þegar Laurier var heima á Englandi við Jubilee-hátíðina, samdist svo til á milli þeirra stjórnarformann- anna frá hinum ýrnsu nýlendum Breta og Salisburys lávarðar, að heppilegt væri að breyta til með hermenn innan hins brezka veldis, þannig, að hermenn á Englandi eða Skotlandi yrðu sendir í einhverja nýlenduna, en nýlenduher- menn aftur til Englands. Nú nýlega hefir komið fj-rirspurn frá Englandi, hvort Canada sé tilbúin að senda stór- skotalið sitt tii Englands, og ef að svo sé, þá verðisendir hingað stórskotaliðs- menn þaðan. Talið er vist að þetta muni gerast bráðlega. Ætlast er til að þessir hermenn verði tvö ár í stað, og hvorir um sig fái sama kaup eins og þeir höfðu heima hjá sér. Einnig erá- skilið að þessir menn skuli ekki sendir í aðrar heimsálfur til að berjast, þó að ófriður komi upp á þessu tveggja ára timabili. General Hutton. sem verið hefir skipaður yfirhershöfðingi í Canada, kom frá Englandi til þess að taka við stöðu sinni á sunnudaginn. General Hutton hefir verið hér í Canada áður og er því kunnugur öllum hái.tum hór. Hann er persónulega vinur Lord Minto, hins nýja landstjóra Canada. Gufuskipið Glenford, sem kom til San Fransisco á laugardaginu frá Kína færði þær fréttir frá HonoJulu, að Bandaríkjafáninn hafi verið dreginn þar upp alstaðar á eyjunum þann 12. þ. m. Ej'jarskeggjar héldu stóreflis þjóðhátíð þennan óskadag sinn, og þökkuðu forsjóninni að þeir voru orðnir meðlimir þess blómlegasta og frjálsasta veldis í heimi. Fjarskalegir hitar hafa gengið á Frakklandi núna fyrirfarandi. Veik- indi hafa orðið fjarskaleg þar af leið- andi og f jöldi fólks dó af sólslagi. Á eftir þessum hitum komu voða þrumu veður, sem eyðilögðu miklar eignir og drápu bæði menn og skepnur. FulljTt er nú að Bretar og Rússar sóu orðnir ásáttir með járnbrautabrask Rússa innan Kínaveldis, og að Bretar fái þar á móti eiohver ítök annarstaðar í Kína. Það skaðast því enginn neitt, nema ef til vill Kínverjinn, sem fyrir löngu ætti að vera búinn að sjá hveí forlög sín muni verða, ok kippir sér því að líkindum ekki upp við það, þó Evr- ópu þjóðirnar smá-narti í hann og þó stykkin sem þær klípa út úr fari altaf heldur stækkandi. Griðarleg tollsvik eru nýkomin upp i Vancouver, og eru það Japanar og Kínverjar sem eiga þar hlut að máli. Toll-umsjónarmaður Canadastjórnar gizkar á, að í síðastliðin sex ár hafi stjórnin verið svikin um toll sem nemi S100.000. Ákaflegur hiti var i Chicago á þriðju- daginn. 8 manns biðu bana af og marg- ir urðu veikir. Aðmíráll Dewey á að halda til Hong Kong með öll sín herskip, og setja þar í stand alt sem aflaga hefir farið á þeim. Leyfi Breta er þegar fengið fyrir því að nota skipakvíarnar í Hong Kong. Ríkjafundurinn, þar sem mæta sendiherrar Bandaríkjanna. Bretlands og Canada, var settur i Quehec á þriðjudaginn. Hershell lávarður var kosinn forseti fundarins. Bæjarstjór- inn í Quebec bauð gestina velkomna og svöruðu þeir Senator Fairbanks fyrir hönd Bandaríkjanna og lávarður Hers- chell fj-rir hönd Breta. — Það er búist við miklum árangri af fundi þessum, en það þarf ekki að búast við að neitt sögulegt gerist í nokkrar vikur, að minsta kosti. Sendiherrarnir þurfa að hugsa málin vel, áður en þau verða tekin til umræðu. Eftirfylgjandi er veikindaskýrsla frá general Shafter á Cuba, fj-rir Ágúst- mánuð, sem birt var 22. þ. m.: Sjúk- lingar samtals 1110; af guluveikinni 817 ; af þeim sem hafa legið í guluveik- inni hafa 91 frískast og gengið i ber- þjónustu á ný ; 7 dauðsföll. Margir af helztu mönnunum í Ha- vana æskja eftir að Bandaríkin sleppi ekki verndarhendi sinni af Cuba fyrst um sinn. Þeir óttast uppreistarmenn- ina, telja víst að þeir verði aldrei ánægð ir hvað vel sem gett er við þá, en þeir vita jafnframt að ef Bandamenn halda í taumana, þá þori þeir ekki annað en hlýða. Sumir heldri borgarar bæjarins liafa fengið bréf með ókendum nöfnum undir, er skýra þeim frá að dagar þeirra séu þegar taldir, og að þeir megi kjósa sér á hvaða tré þeir vilji verða hengdir. Hans hátign Prinsinn af Wales er lasinn i hnénu enn þá, þó er talið víst að hann verði ekki haltur allaæfi. Hið konunglega listiskip Osborne á að fara stutta skemtiferð með prinsinn ; á það að koma við í nokkrum bæjum og þar á prinsinn að aka í kerru, eftir fyrirskip- un læknanna. Fregn frá Kaupmannahöfn segir að hræðilegt þrumuveður hafi átt sér stað á Jótlandi þann 28. þ. m., og hafi það orsakað dauða sex manna og ej-ðilagt 89 útibyggingar og 18 iveruhús fyrir bændum. M. De Staal sendilierra Rússa á Bretlandi, er búist við að leggi niður embætti sitt bráðlega, og um leið talið alveg vist að greifi Cassini, sem nú er sendiherra ,Rússa í Bandarikjunum, muni verða settur í hans stað. Breyt- ingin er sagt að stafi af þrætunni sem nú er á milli Breta og Rússa út af j'fir- ráðum í Ilína, og að Cassini greifi sé flestum Rússum kunnugri um alla málavöxtu í Kína, því þar var hann sendiherra i 5 ár áður en hann var færð ur til Bandaríkjanna. Það er ætlast til að honum takist betur en öðrurn að miðla svo málum framvegis milli þess- ara stórvelda, að engin vandræði hljót- ist af Kínamálinu. Mrs. Anny Blizzard, sem heima á hjá McDonald Point Queens County í New Brunswick, hélt 106. afmædg- inn sinn í vikunni sem leið. Hún fædd ist í þessu sama bygðarlagi 1792 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum þar til 1811, að hún giftist 19 ára gömul. 16 börn átti hún með manni sínum, sem dó fyrir 30 árum síðan. 10 af börnum hennar hafa komist til fullorðins ára og aukist og margfaldast, svo gamla kon- an á nú um 70 barnabörn og hátt á ann að hundrað barna-barna-börn. Mrs. Blizzard hefir góða hej'rn, góða sjón og er frísk á fæti, en titring má hej'ra á röddinni þegar hún talar. Þing Batidaríkjanna verður beðið um að veita 50 miljónir dollara meira til herskipasmíða, og er talið víst að sú upphæð fáist greiðlega. Ætlast er til að 15 ágæt herskip verði búin til fj-rir þá upphæð. Þar af eiga 3 að vera bryndrekar lík og "Oregon” nema enn þá tröllauknari. Fimm skip af þeirri stærð eiga Bandamenn nú, fjögur meir, þau Alabama, Arkansas, Keer- sarge og Kentucky), eru þegar fullgerð, svo með þessum 3 nýju verður sá flotí alllaglegur. Þar við eiga að bætast 12 “Cruisers,” sem taka öll- um skipum af þeirri tegund fram, og sem smiðuð verða svo fljótt sem hægt er þegar fjárveitingin er fengin. Svo eru fleiri tegundir af skipum af öllum gerðum sem nú eru í smíðum, og sem áður er búið að veita fé til. Þetta er nokkuð stórt stig í hernaðaráttina, en samt að öllu leyti nauðsj'nlegt úr því Bandamenn eru að færa út kvíarnar. Blöðin í Evrópu lýsa undrun sinni j-fir hinum þreklegu tilþrifum “unglingsins í Ameríku,” og sumum þeirra óar við áhrifum þeim sem þetta geri á austræna málið. Þau viðurkenna, að með aukn- um flota og góðum herstöðvum í Hawai ogManila, þá geti “Uncle Sam” ráðið miklu á Kj-rrahafinu, og ekki síst þar sem talið er víst að Japanítar og Bretar verði í sambandi við þá. Fimm Bandaríkjahermenn voru drepnir og 44 særðir í bardaganum við Manila. Einn af þeim sem féllu var lúðurþeytari úr 13. herdeildinni frá Minnesota, og tveir af þeim sem særð- ust eru kafteinar í sömu herdeildifani. Minnesota-herdeildin fær mikið hrós fyrir framgöngu sina í þessum bardaga enda var henni líka skipað þar sem or- ustan var sem áköfust. — Hr. B. B. Gíslason frá Minneota var í þessari her- deild, og vér bíðum óþrej'jufullir eftir fréttabréfi frá honum. Hinn svenski konsúll Mr. Ward í Victoria fékk nýlega bréf frá kaftein Nordenskjöld, sem er j-firmaður manna þeirra sem fóru til Klondike frá Svíþjóð til þess að leita að heimskautsfarannm Andreé. Menn þessir eru nú í Dawson City, og gerir kafteinn Nordenskjöld ráð fj-rir í bréfi sínu að halda sjálfur heim á leið bráðlega, en segir að félagar sínir muni biða þar í ein tvö ár lengur. Fréttir frá Vaticaninu i Róm segja, að páfinn sé orðinn svo hrumur. að ómögulegt sé að hann lifi lengi héreftir. Hann viðurkennir það sjálfur og veit það, að dagar hans eru þegar taldir. 10 ára gömul stúlka, Mabel Pollitt, á Pine St. í Kingston, Ont., gekk sof- andi út úr herbergi sínu, sem var á 2. lofti, og út uir. gluggann ; féll hún nið- ur um 20 fet, og þegar foreldrar hennar sem vöknuðu við fallið, komu að, lá hún þar meðvitundarlaus niðri undir glugganum. Hún var ekki neitt skað- lega meidd, og þykir það hin. mesta furða. Hroðalegt járnbrautarslys vildi til hjá bænum Sharon í Mass .cluisetts á sunnudaginn. Slysið vildi þannig til, að ein járnbrautarlestin á New York, New Haven ogHartford brautinni, sem kölluð er Mansfield Local, var 13mínút um seinni en vanalegt er til Sharon, en einmitt á þeim tíma á önnur lest að koma þangað frá New Bedford, og var ætlast til að þeirri lest j-roi gerð vís- bending um að fyrri lestin væri á braut inni fyrir, en einhverra orsaka vegna fórst það fj'rir, svo að seinni lestin rann mcð fullum hraða á afturenda hinnar iestarinnar, Sem stóð kj'r á járn- brautarstöðinni i Sharon. Ferðin var svo mikil á lestinni að gnfuvagninn molbraut aftasta vagninn í hinni lest- inni og laskaði hina mikið. Fjórir menn létu þar líf sitt af meiðslum og sextán meiddust ákaflega mikið, og deyja ef til vill s imir þeirra bráðlega af þeim meiðslum. Minni Melitabygðar lesið upp á Islendingadagshátíð hj-gð- arbúa 17. Júní 1898. Já, margur því spáði um Melitabj-gð, þar mönnum ei vært yrði að lifa. Og á hana hvervetna ausa þeir ljTgð, og á hennar stórgöllum klifa. Þeir segja’ hana gráa með gróðurlaus flög, á grjótinu hvervetna bóla. Að landið sé óslétt með læki og drög, og lautir og dældir og hóla. En hefirðu séð hana um hásumars tíð, með hveitið í j-ðandi bj-lgjum. þá vestrænan andar um aftaninn síð, sem elskendur tala í dylgjum, og þegar að froskarnir þreyta sitt gól, og þýtur í laufinu runna, og hæðirnar gullegan klæðast í kjól, er kj-ssir þær dej-jandi sunna. Yið morgunsár þegar að bregður hún blund, sú bj-gðin moð dældir og hóla, og blómgresið tárast í ljómandi lund, þá lifnuð er sólej- og fjóla. Þar bjargvænlegt er þá frá búandans- sjón, þá búsmalinn rís upp í kvíum, þá minnist hann á þetta farsældar frón með fögnuði og hugsunum hlýum. Þú hefir, já, séð það, en sjáðu nú til, ég sé hennar framtíð í anda; þá morgunsól glóir á gulmáluð þii og grjóthlaðnar byggingar standa i þéttsettum röðum. að vagnlegt sé grjót, þér gefur þá loksins uð skilja, er bæjarmenn peninga bjóða því mót, en bændur ei sleppa því vilja. Þá verða tóm steinhús, sem standa’ út um land, —i íteinhöllum bæjarmenn lifa. þvi eldurinn ekki fær unnið þeim grand og aldrei þeim stormarnir bifa; þá verður sléttuð hver lávaxin laut, þá lifnar i flögunum einir, og eimknúðarhraðlestir bruna þá braut, sem bolarnir troða nú seinir. Og stór verður orðin í bj-gðinni bær, og bændurnir auðsælir herrar, og fátæki landneminu launin sín fær að lokum þá stríðinu þverrar, því leiðin var ervið, það lék við hann fátt, en ljúft er að horfa til baka. Þá hrópar liann Húrra og húrra svo hátt, að heimurinn undir skal taka. Gaman að vera giftur. Blaðið New York World skýrði frá því nýlega. að í þorpinu O’Neill í Ne- braska hefði “Níu-kvenna fundur”ver- ið haldinn þann 28. Júlí siðastl., og hefðu þær allar verið konur eins og sama manns. Maður þessi heitir Mar tin Jörgenson, og var umferðar erind- reki fyrir verkstæðieitt mikið þar syðra Verk hans var að ferðast um landið og ofara úr einu þorpi eða hæ í annan mð járnhrautarlestum. og svo út af þeim, til þess að selja vörur félags þess, sem hann vann fyrir, og var kaup hans $100 ura hvern mánuð. Það var því svo sem hægt fj-rir hann að gifta sig, að því er efnin snerti. Hann ásetti sér þess vegna að festa sér konu, og það gerði hann árið 1883, þegar hann gekk að eiga stúlku ema. sem vann að kjóla- saum í þorpinu Beatrice íNebraska. At- vinna hennar var arðsörn, og er sagt að hún hafi unnið fj-rir nærri eins miklu kaupi og maður heunar, og komu þau sér saman um það, þar eð bæði væru vel vinnandi og hann á sífeldu ferðalagi þá væri bezt, að hún héldi áfram starfi sínu við kiólasauma. Jörgenson lagði henni enga peninga, en liún lét hann hafa um $25 á hverjum mánuði. Með þessari konu (No.l) átti hann ekkert barn, og mun það hafa slegið töluverð- um skugga á hjónabandssælu hans. 2 árum seinna, 1885, giftist hann annari konu, i þorpinu Midvale, Nebraska, og kvaðst þá lieita John B. White. Þessi kona (No. 2) var þá skólakennari og er það enn þá. Hún hafði $ 10 laun um mánuðinn, Jog gat því ekki eftirlátið manni sínum mikið af þeim. Með því líka að hún hafði nú átt 2 börn með honum, sem hún sá um að öllu lej-ti án hans hjálpar. Árið 1886 ,giftist hann aftur, í bænum Butte í Suður-Dakota. Þessi kona (No. 3) var einuig skóla kennari og hafði $50 urn mánuðinn. Hún hefir átt 1 barn meðmanni sínum, sem hún hélt aðhéti Frank Scales, og hún hefir látið hann fá $15 á mánuði síðan þau giftust. Einni viku eftir að hann giftist No. 3, átti hann erindi til bæjarins Longpine i Nebraska og var erindið þangað að gnnga að eiga ríka ekkju, að nafni Mrs Hepslback Scott. Við þá hátíðlegu athöfn nefndi hann sig George JGraham. Þessi kona, No. 4. kvaðst hafa látið Jörgensou hafa um $3000 síðan þau giftust. Hún hefir eignast 2 börn með honmn. Konunni iWfa. ögiftíst hann í bænum Richmond í Suður-Dakota 1888; mætti hann henni af tilviljun á ferð sinni þar um bæinn. En svo stóð A að hún hafði um þanu tíma enga atvinnu, og hefir því að sjálf sögðu litist hjónabands tilboð Jörgen- sons mjög ákjósanlegt. En hann sá um að hún skj-ldi ekki verða byrði á sér. Hann útvegaði henni því atvinnu við bókhald og svo gott kaup fyrir þann starfa. að hún gat vel unnið fyrir sér þar til fj-rtr 4 mánuðum síðan, að hún fékk taugaveiki, og olli það Jörgenson talsverðum kostnaði. Þessari konu sagði hann að hann héti Hamilton B. Trewier. Mrs Trewier (No. 5)eignaðist 1 barn með bónda sínum. Konan No. 6 kendi á skóla í San- dance, Wjroming. Jörgenson sagðist þar heita Walter Mach; fékk hann um $10 mánaðarlega hjá henni; hún hafði $45 í laun um mánuðinn. Ekki varð þeim barna auðið. No. 7 er söngkenn- ari í Fort Pierre, Suður Dakota. Hún giftist Jörgenson 1891, og hét hann þá Reddick McCullen; eiga þau hjón nú 4 börn. Hún hefir góða atvinnu, og ef til vill meiri laun en maður hennar, enda hefir hann haft út frá henni um $30 mánaðarlega síðan þau giftust. Konan No. 8 býr á landi sem hún á nálægt bænum BoneSted í Suður Da- kota. Jörgpnson giftist henni 1893, og hét þá Harrj Ord. Hún hefir lagt manni sínum um $30 á mánuði síðastliðin 5 ár. Konunni No. 9 giftist Jörgenson i •Túní s.íðastl., og þar strandaði alt hans hjúskaparbrall. Þessi 9. kona var bóndadóttir, Hanna Murraj- að nafni. Faðir hennar er efnaður bóndi nálægt bænum Hermont i Suður Dakota, Jör- genson kvaðst þar heita Paul VVent- worth. En svo stóð á að Mrs. Wentworth átti vinkonu í bænum, O’Neill, og eftir. að húu giftist Jörgenson, sendi hún þessari vinkonu sinni mynd af bónda sínum. Vinkonunni þótti mynd þessi vera undra-lík annari mynd, er henni hafði verið gefin nokkrum árum áður, af þá nýgiftri konu. En það var ma- dama Jörgenson, No. 1. Vinkonan skrifaði svounðireins til No. 1 og sagði henni frá grun sinum. í tilefni af mynd inni frá Mrs. Wentworth, No. 9, og bað hana að fiuna síg. Eft.ir fundinn kom þeim saman um að seuda eftir No, 9, og þegar konurnar hittust og fóru að bera saman æfisögur sínar í giftinga- standinu, kom þeim þá saman um það, að þær ættu nú báðar sama manninn. Þetta varð von bráðar hljóðbært, svo að það fréttisf til nærliggjandi bj-gð.i með þeim afleiðingum, að konurnar No. 2, 3, 4, 5,-6; 7 pg 8, komu allar til O’Neill á fund þeirra No. 1 og 9. Hið sanna komst brátt í ljós, og þær á- kváðu að láta taka Jörgenson fastan og höfða sakamál á móti honum. nema No. 5; hún skarst úr leik; kvaðst elska mann sinn, þrátt fyrir alt og alt, og ó- mögulega geta fengið sig til að auka á raunir bónda síns, með því að vera með hinum í málsókninni. Jörgenson er hinn rólegasti, og kveðst muni geta talað hinar konurnar ofan af málsóknaráformi sínu, og þann- ig sloppið við allar afleiðingar þessa máls. Fréttabréf FRÁ BIRCH BAY, WASII. Fréttir eru nú heldur fáar héðan í þetta sinn. Blöðin hér ræða ekki um annað, en stríðið og Klondike, og um tíma yfirskj-gðu striðsfiéttirnar alt ann að, en svo komu nokkur gufuskip til Seattle, hlaðin með gullsand að norðan. og þá komst á uokkurt jafuvægi aftur hjá blaöamönnunum. Ilér í t atcom County hafa fund- izt gullnámur nýlega (bæði quartz og placers) sein gamlir námamenn segja að muni vera eins auðngar og nokkrar aðrar námur í vestrinu. Þær eru við rætur fjallsins Mount Baker, fram með upptökum Baker-árinnar, Mörg hnndr- uð manns eru nú þegar komin þangað, til þess að taka námulóðir og leita að gulli. Þeim þj-kir það nokkuð auðveld- ara, heldur en að fara alla leið til Klon- dike og vera þó ekkert vissari um að finna gull þar, en rétt hér heima hjá sér. F.g hefi ekki farið sjálfur upp í námusvæðiö og get því ekki enn gefið greinilega lýsingu af þvi, né sagt hve auðugt það kann að vera. Uppskeruhorfur eru hinar beztu hér. Vorið yar þurt og því auðvelt að sá snemma, svo uppskera verður því fjTr tilbúin Gnægð af heyi fengu menn hér, þvi rigningin kom einmitt á réttuin tíma í vor til þess að bætagras- vöxt og hjálpa korntegundum Afram. Hvað viðvíkur ávaxtaræktun, þá lítur hún mjög vel út, mikið betur en búist var við. í fj-rra bar hér töluvert mikið á alskonar ormutn, sera eyði- lögðu mikinn part af ávöxtunum, en nú hefir tekist að fyrirbyggja það að ruiklu lej’ti, svo engir kvarta nú, nema þeir einir sem litla hirðu hafa ligt við gar.ða síiui. Það er með ávuxiaræktun eins og hvað annað, að umönnun og hirðusemi þarf við það, ef árangurinn á að verða nokkur. Fiskiverzlunin oj-kst og blómgast hér stöðugt; niðursuðuhús bygð og ýms ar aðrar umbætur þar að lútandi gerð- ar, Hér í nágrenninu eru sex niður- suðuhús, og eitt af þeim er sagt að vera það stærsta í heirai; eru þar fj-ltar á hverjum sólarhring 720,000 könnur af niðursoðnum fiski af öllum tegundum, Félagið sem á þetta niðursuðuhús heit- ir Alaska Packers Association. Á það félag mörg önnur niðursuðuhús hér og á Alaska, einnig allskonar veiðarfæri, mörg gufuskip, seglskip og flatdalla hef- ir það í förum, og mörg hundrnð manns vinnur hjá ]>ví árið i kring. I suinar verða lagður um 15 mílur af brautum hér með möl og ‘planks’, Jarðvegurinn, loftslagið og hið lága verð á borðvið hór, mælir alt Jmeð því að brúkuð sé sem mest af borðvið til brautalagninga. Að endingu vil ég mælast til þess af vinurn ininuin þar ej-stra, að þeir sendi mér línu sem allra fyrst, ég skal svara þeim rækilega. O. E. Lee. Herskipasmíði. Þegar jBandamenn og Spánverjar byrjuðu stríðið, sem nú er á enda, voru miklar röksemdaleiðslur „g spádóraar um það, hvorir myndu mega betur á sjónum. Énglendingar, sem eru allra manna montnastir og þj-kjast hafa bet- ur vit á, en nokkrir aðrir, að dæma um alla mögulega hluti, ekki síst það er að hernaði lítur, voru ótrauðir í að láta á- lit sitt í ljósi. Flestum bar þeim sam- an um. að tíotarnir væru nokkuð jafnir þegará alt væri litið. Bandamenn höfðu fleiri herskip á fyrstu stærð, en svo höfðu þeir enga þessa voðalegu ejTði- leggjara, torpedo destroyers, sem Spán- verjar höfðu, og var þetta viðkvæðið hjá þeim: “There will be a tragedy on the Sea”: Það verður sorgarleikur á sjónum. Þó var eitt sem þeir færðu flota Spánverja til gildis, og hugðu þeir að þaðmundi ríða baggamuninn.og það var það, aðhin beztu skip Spánverja voru smíðuð á Englandi. En nú fór þetta alt á aðra leið, eins og knnnugt er. Spánvr v':.-r forr '■'•o halloka, að ekkert er til 1 veraldarsög- unni, sem líkist öðrum eins ósköpum. En þó er þetta alt eðlilegt, ef það er satt sem einn af helztu sjóliðsforingjum Bandamanna sagði við málsmetandi Englending, er staddur var í Washing- ton nú nýlega. Það sem hann stað- hæfði er á þessa leið : “Okkar skip eru þrisvarsinnum bet ur stálklædd, eu ;yðar skip, nærri því eins gangmikil, með margfalt betri byssur, Það er ekki maður í flota vor- um, sem ekki er sannfærður um, að skipið okkar Alabama gæti molað jTkk- ar skip Majestic mjölinu smærra. Þér kunnið samt að siniða góða brj'ndreka (cruisers), því New Orleans okkar er gott skip, og það hafið þér smiðað. En fyrir sjálfa ykkur hafið þið ekki smíðað þvílíkt skip. Það kemur í mig hrollur og ég hefi skolfið, þegar ég hefi séð ykkar feiknastóru skip svo að segja al- veg bj'ssulaus. Viljið þið ekki drepa ó- vini ykkai? Það er okkar ásetningur, þegar því er að skifta. Sprengikúlur okkar og öll skot eru 20 pr.cents sterkar* en j-kkar. Þið er- uð of vanafastir og haldið j-kkur of mik ið við það sem gamalt er. Líttu bara á j-ðar góða skip Canopou, sem hefir að eins 6 þuml. þj-kkur stálplötur á hliðunum, sem er sama þykt og Cristo- bol Colon hafði, og kúlur vorar smugu það sem ekkert væri, en Alabama okk- ar hefir 17 þuml. þykkar stálhliðar, og það er betra stál en þið búið til. Það er eins og ég hefi sagt j-ður; þér eruð of miklir ihaldsmenn — ekki nógu til- brej-tingagjarnir. Þér smiðið skip með gifurlegri stærð, en hafið pau illa brynj uð og byssulaus. Þó hljótið þið að við- urkenna að það eru byssurnar og hlif- arnar sem sigra, þegar i bardagann er komið. Hér eftir verðum vér látnir smíða öll herskip heimsins”. Þetta hér að framan er tekið eftir canadisku blaði, og bætir litstjóri Jress því við, að þvi miður muni þetta vera satt. Hann getur þess að ýinsir í sjó- liði Breta kvarti stórum undan því, að mikill hluti flotans hafi ekkert af skot- tólum annað en eldgamla byssuhólka, sem hlaðnir eru að framan (framlilaðn- inga), en enga bj-ssu með tilbúnum skotum — afturlileðninga, eins og nú tíðkast. Floti Englendinga vii öLt því ekki vera eins voðalegnr eiris og margir halda. En hvað viðvíkur spádóminum um herskipasmíðar Amerikumanna hér eftir, getur ritstjórinn þess, að bæði Rússar og Japanitar séu búnir að semja við þá um smíðai á nokkrum ber skipum nú þegar. S. J. A.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.