Heimskringla - 01.09.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.09.1898, Blaðsíða 2
yf JifflSKKÍNGLA 1. SEPTEMBER 18»8 \ tTerð blaðsins í Canada ok Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent tu íslands (fyrirfram borgað af kaupend- uu» blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order Registered Letter eða Express Money Ordet'. Bankaávísanir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með afföllum B. F. Walters, Útgefandi. Office : Corner Princess & James. P.O- BOX 305- Vér neyðumst enn þá einu sinni til þess, að réta við lygum og sví- virðino-advlgjum ritstjrtra I/igberjrs. Vér hrtíðum í síðasta blaði Ilkr. fært þær sönnur íi mál vort, hvað viðveik lygabetli Sigtryggs og sumra félaga hans til Picnics þeirra, að hann gat ekki á nokkurn heiðarlegan hátt, færst undan því sem á hann var bor- ið. Vér sðgðum þá, og segjum enn, að þeir sem kölluðu 2. Ágústmenn trúleysingja og skríl, í samtali við ýmsa enskumælandi menn hér, eru oss mjög vel kunnir, og að þegar á þarf að halda skulu þeir fá að koma í ljós, og nöfn þeirra birtast almenn- ingi. • Það er því alveg þýðingar- laust fyrir Sigtrygg Jónasson að hugsa sér að bæla niður sannleikann með því að slá því fram í Lögbergi, að vér höfum engar sannanir fyrir þessu, “Geymt er ekki gleymt.” Þá er annað atriðið. Þar komum vér með vottorð frá Mr. Brovvn fyrir því, að Sigtryggur Jónasson hefði sagt honum, að 17. Júní yrði hinn eini íslendingadagur hér í sumar. Nú vill Mr. Jónasson ekki kannast víð þetta, og segir það lygi sein Mr. Brown fastákveður með vottorði sínu; en enga líklcgri ástæðu getur hann fært fyrir því að Mr. Brown mundi gefa falskt vottorð aðra en þá, að hann segir að maðurinnsé Conserva- tive í pólitík ! Mikið dásemdarþing er “logic” Lögbergs-ritstjórans ! Og hvað skyldi svo Mr. Brown segja um það, að hann hafi búið til lygavott- orð í íslendingadagsmálinu, vegna þess að hann sé Conservative ? !! Og svo er enn, að vér höfðum ekki þá þann heiður að vera svo kunnugir Mr. Brown, að vér vissum hverjum hinna pólitisku flokka hann tilheyrði og gátum þvf ekki undir neinu póli- tisku yfirskyni beðið hann um vott- orð þetta. Þá er nú þriðja atriðið. Vér álit- om að vér hefðum gert þar svo glögga grein fyrir meining vorri, að ritstjór- inn þyrfti ekki að hlaupa á neina glapstigu. Vér vonuðum þá að bás- rúm Tryggs væri svo vel skipað, að hann hefði nægann manndóm til þess að reka af sér slýðruorðið.og að hann myndi ekki gefa oss tækifæri.til þess að álíta að hann bæri “merarhjarta í brjósti” eða að leggja honum “bleyði- orð á bak.” En þessar vonir vorar brugðust algerlega: Þær hafa brugð- ist eins og allar þær vonir sem nokk- urn tíma hafa verið byggðar á dreng- skap og manndóm Sigtryggs Jónas- sonar. Þá eru getsakir Tryggs um það, að Jón Eldon og aðrir hafi skrifað fyrir oss það sem stendur í ritstjórn- ardálkum Heimskringlu. Þessar og þvíllkar tilgátur Tryggs bera 'of- mikla tjósalykt með sér, og sý-na of berlega atvirnurógsstimpilinn, til þess að nokkur skynberandi maður trúi þeim. Og ef það þýddi nokkuð að bjóða gatistanum sómaboð, þá skyldum vér lofa honum að róta í handritum vorum, svo hann gæti enn á ný sannfærst um, hve mikið skarn- menni og erkilygari hann er. Ekki nennum vér í þetta sinn að vera að setja vottorð í blaðið frá hlutaðeig- andi mönnum eða prenturunum um þetta málefni, en látum að cins nægja að skýra lescndum vorum frá þvl, að enginn af þessuip mönnum né neinir aðrir, hafa skrifað eitt einasta orð í blað vort, af því sem viðkemur rit- stjórnaigreinum í því. Og hvað við- víkur Jóni Eldon, þá heíir hann ekki skriíað eitt einusta orð í Heims- kringlu siðan hún byrjaði að koma út í haust er leið, sem naín hans hef- ir ekki staðið undir. Viðvíkjandi því þar sem Sigtr. segir að vér muntun, hafa lítið vit á því að dæraa um livað hra. B. L. aldvinson sé vel að sér í Cana a pólitík, þá má benda á greinar þeirra sem birtust í blöðunum eigi alls fyrir löngu, og er óhætt að fullyrða að hver skynberandi maður, sem les þær með eftirtekt, hefir hlotið að sjá hve hraparlega halloka Sigtryggur greyið fór í þeirri viðureign. En um dómgreind vora og þekkingu á pólitík, ætlum vér ekki að segja neitt í þetta sinn, má vera að vér höfqm eitthvað að segja um þau málefni áður en langt llður. Svo rétt til smekkbætis fyrir herrann á fjósloftinu viljum vér minna hann á það, að vér erum reiðubúnir að taka hann undir próf- ið, þegar hann vill og þ o r i r að reyna það. Abyrgðarfélög ervið- ismanna. Afleiðingar af tilraunum sem gerðar hafa verið í þá átt á Þýzka- landi. Á Þýzkalandi var farið að semja lög, er snertu Sósíalista og orsakaðist það af keisarabréfl einu 17. Nóvem- ber 1881, er segir svo: “Til þess að lækna mein þau, er valda sósíalism- us er það ekki nóg að tbæla niður ó- spektir og ofstæki þeirra, heldur þarf einnig að vinna að því að bæta hag verkamanna”. Og þetta vrr það sem menn höfðu fyrir augum, er þeir sömdu lögin fyrir ábyrgðarfé- lögum þýzkra verkamanna. Lög þessi ná til þrennskonar á- byrgðar, sem nú er veitt af þremur sérstökum félögum — eða með öðr- um orðum — til sjúkraábyrgðar, sl ysaábyrgðar og eiliábyrgðar. Aðalfélagið sem heldur uppi sjúkraábvrgð, eru sjúkrasjóðirnir (Vorts-krankenkassen), sem eru lög- leiddar stofnanir hjá hverju iðnaðar- félagi og stjórnað í sameiningu af vinnuveitendum og vinnuþiggjend- endum. Gjöldin til sjóða þeSsara eru tekin vikulega og ákveðin eftir þörf um sjóðanna af vinnuveitendum og vinnuþiggjendum (í nefnd þeirri er ávalt einn vinnuveitandi á móti tveimur vinnuþiggjendum). Auk þessara sjúkrasjóða er og leyfilegt að inynda ábyrgðarfélög á annan hátt, en takmarkað. Lögin skylda menn til að ganga í ábyrgð þessa þannig, að hver verkamaður verður að gerast meðlimur félags þess, sem þar er myndað sem hann fær vinn- una. Sjúkraábyrgðin komst á fót við árslok 1881, og samkvæmt skýrslum árið 1885 voru þegar gengnir í þá ábyrgð það ár 3,700,000 menn.. Tíu árum seinna (18^4) var talan orðin 7,200,000. En hlunnindi þau sem menn hafa af félaginu eru: Læknis- lijftlp, læknislyf og annað, er sjúkir þurfa og þóknun eða gjöld til sjúkra í viku hverri. Þegar sjúklingur ein hver er á spítala fluttur á kostnað sjóðsíns, þá er familíu hans veittur styrkur í peningum. Þegar konu fæðist barn, þá fær hún pen- ingastyrk, ef að hún er í félaginu. Ef að félagsmaður deyr, þá fær fa- milía hans ákveðinn peningastyrk. Og seinustu árin hefir sérstakur sjóð- ur verið myndaður fyrir sjúka og þá sem eru á batavegi, og var stofn- un sú þegar löggilt af löggjafarvald- inu. Allir þeir sjúklingar, sem eitt- hvað fengu úr sjóði þessum árið 1885 voru að tölu 1,800,000, en árið 18012,490,000. Árið 1804 voru úr sjóði þessum borgað alls í?25 millí- ónir, en árið 1885 að eins8l2 millí- ónir. Er það eftirtektavert að um- hyggja fyrir sjúklingum fer einlægt batnandi og vaxandi. Árið 1885 varað meðaltali borgað út hverjum sjúklingi 86.50, en árið 18p4 810. Kostnaðurinn við sjúklingana á ein- um degi hefir einnig aukist frá 47 til 57 cents. Fyrsta ftrið var allur kostnaður til sjúkling.i $189 millí- ónir. Afleiðingin af þessum ábj rgðar sjóÁ verkamanna er sú, að uppvax- andi kynslóðin verður miklu lnaust- ari og heilsubetri. En þörfin á þess- um ábyrgðarfélögum sést bezt á því, að orsökin til örbyrgðar margra verkamanna, þar sem sjóður þessi er ekki til, er einmitt sú, að þeir fá ekki nóga hjálp handa familíum sín- uin meðan þeir eru veikir, og vana- lega fft þeir hjálpina þá fyrst, þegar alt er þeir áttu í sparisjóðnnm, og af húsbúnaði, verkfærum oy fötum, var selt fyrir meðöl eða lítilfjörlegt við- urværi. Þess vegna er það, að ef að verkamaðurinn verður veikur að nokkrum mun, þft verður afleiðingin sú, að hann verður miður hæfur og kanské með öllu óhæfur til að vinna fyrir sér og sínuin alla eftirlifandi daga. Ekki má ég heldur gleyma að minnast á hinar góðu afleiðingar, er ábyrgðin heflr í för með sér, þar eð styrkurinn sem hún veitir mönnum kemur í tæka tíð og er ekki kipt burtu alt of fljótt. Áður fyrri leit- aði verkamaðurinn læknishjálpar að eins í bráðustu nauðsyn og oftast nær var það um seinan. En nú er verkamaðurinn farinn að venjast hagnaðinum af að fá læknishjálp fyr ir ekkert, hvað lítið sem honum verð ur misdægurt. Ef að þess þarfmeð, þá hættir hann að vinna og byrjar ekki vinnu fyrr en hann er fullbata orðinn. Önnur grein ftbyrgðarsjóðs verka- manna er slysasjóðurinn. Um sjóð þenna eru iðnaðarfélög, löggilt fé- lög vinnuveitanda sem hafa siimu iðnaðargrein eða líkar. Er kostnað- urinn borinn eingöngu af vinnuveit- endum, ekki með ákveðnum gjöldum eins og til sjúkrasjóðsins, heldur með því að leggja á árlegar tekjur vinnuveitenda að tiltölu við kaup- gjald það, er þeir greiða verka- mönnnm sínum. Árið 1804 var tala stofnana þeirra, er höfðu sjóð þenna 5,200,000(9), en tala þeirra sem í ábyrgð voru 18,200,000. Hlunnindi þau sem slysaáby'rgð in veitir mönnum eru fólgin í lækn- ishjftlp, sem byrjarhina 14. vikueft- ir slysið (um hinar 13 vikurnar sér sjúkrayóðurinn), í árgjaldi til þeirra sem slysast hafa, eða til eftirlifandi ættmanna, ef þeir hafa dáið og í því að borga útfararkostnað þeirra sem af slysum farast. Árið 1894 var tala þeirra sem nutu slysasjóðsins 69,600 og höfðu 6,300 þeirra dftið. En enn þá mik- ilsverðara er það, hve slysfarir þær hafa fækkað, sem dauði hefir af hlot- ist. Árið 1886 dóu af hverjum 100 mönnum, sem slysuðust, 25,7, en ár- ið 1804 að eins 9.1, Og er orsökin til þessa vafalaust varúðarreglur þær sem ábyrgðarlögin skipa, til að koma í veg fyrir slysin. Því að samkvæmt þeim er öllum iðnaðarfé- lögum uppftlagtað hafa vissar reglur og skipanir, er koma í veg fyrir að slys geti orðið í vinnustofum þeirra, og liggja, þar við sektir miklar, ef að út af er brugðið. Félögin geta enn fremar mink- að hættuna að verðafyrir fjártjóniaf slysum, með því að gefa nákvæmar gætur að því og sjá um að þeir nái sem fyrst heilsunni aftur er slysast hafa og verði sem'fyi st færir um að vinna aftur. f mörgum tilfellum, þegar menn hafa mist heilsuna af slysum, þá geta þeir oft nftð henni aftur að meira eða minna leyti við góða aðhjúkrun og orðið þannig fær- ir um að vinna fyrir sig og sína. Þess vegna hafa félögin bæði sjálfs sín vegna og vegna verkamanna sinna gefið þessu sérstaklega gaum. Og hafa nokkur þeirra stofnað sér- staka spítala til þess að geta veitt þeim sem slysast hjá þeim svo góða hjúkrun og læknisbjálp, sem með nokkru móti er mögulegt. Árið 1886 var als borgað til manna sem slysast höfðu og til ætt- manna þcirra $500,000, en árið 1896 11 millíónir Als var borgað frá 1886—1894 $48,250,000. Á sama tíma var tala skyldmenna þeirra manna sem dáið höfðu, og heimtingu áttu á bótum úr slysasjóðnum oús. Eru verkamenn oft óánægðir með þessa grein sjóðsins, en það kemur eingöngu af þvl, að þeir fá ekki sjálfir að taka þátt ístjórn sjóð- anna sérstaklega að því leyti sem lýt ur að því að ftkveða hina árlegu upp hæð sky klinenna þeirra að þeim látiiuin. Ilin þriðja grcin verkamnnna- sjiáðsins eða sjóðanna var seinast við- tekin, og er það ellisjóður, eða sjóður til styrktar mönnum þeim, er ekki geta unnið sakir ellilasleika. Þann sjóð annast hvert ríki. í stærri ríkj- unum, svo sein í prússnesku fylkj- unum, hafa ábyrgðarsjóðsstofnanir verið setíar á fót, sem stjórnað er af stjórnarnefnd, sem í eru háir em- bættismenn stjórnarinnar ásamt full- trúum vinnuveitenda og verka- manna. Auk stjórnarnefndar þess- arar er og önnur nefnd, sem í eru eingöngu fulltrúar vinnuveitenda og verkamanna, og heflr nefnd sú rétt til þess, ftkveðinn með lögum, að taka þátt í stjórn sjóðanna, einkum þó í öllu því er lítur að fjárhagsáætl- un stofnunarinnar. Gjöld ellí-sjóðs- ins eru lögð á með vikutillögum, helmingur [frá vinnuveitendum og helmingur frá verkamönnum. SjóðUr þessi greiðir þeim sem slysaðir eða lasburða eru: 1. Árgjald, erbyrjar-frá þeim degi er þeir urðu svo lasburða að þeir gátu ekki unnið án þess að taka tillit til þess af hverju það orsakað- ist. 2. Árgjald frá því menn eru 70 ára gamlir, en við ftrgjald hvert bæt ir stjórnin á ári hverju $12,50. Við lok ársins 1896 höfðu als verið útborguð 511,020 árgjöld til lasburða eða fatlaðra manna og 293, 723 elli-árgjöld. Nam það í pen- ingum alls $47,500,000, eða 813, 250,000 til fatlaðra og Iasburða og $34,250,000 elliftrgjöld. Við lok ársins 1897 voru eignir allra þess- ara ábyrgðarstofnana $115 millíónir. En auk þess að borga út árgjöld þessi, hafa stofnanir þessar kornið á fót mjög áríðandi stofnun eða grein til verndar verkamönnum, en það er að sjá um og hjúkra sjúkum mönnum, til þess að koma í veg fyrir að þeir fatlist svo að þeir verði eigi vinnufærir. Þegar verkamað- ur einn lieflr sj úkdóm einhvern, sem að áliti lækna getur valdið því að maðurinn fatlist, þá sér stofnunin um að hann á stofnunarinnar kostnað fái alla þá læknishjálp, sem hindri eða fresti því að hann verði ófær til vinnu. Og til þess að lækningin verði áhrifameiri, hafa ábyrgðarstofna nir þessar sett upp heilsubótahús handa verkamönnum. Var það ábyrgðar- stofnunin í Berlín, sem fyrst allra varð til þess að setja upp eitt þetta hús á stóreigninni Guetergotz, og hefir það hepnanst vel. Hefir mörg um verkamönnum batnað svo að þeir hafa getað tekið til vinnu sinn- ar aftur. Meðan vínnumaðurinn er í heilsubótahúsum þessum, fær fami- lía hans stöðuga hjftlp frá stofnun- inni. En lækningatilraun þessi var- ar frá 8 vikum til 1 árs. Einkum er það einn sjúkdómur, sem ásækir verkamenn öðrum fremur, og gera stofnanir þessar alt scm hægt er til þess að bæla niður sýkina. En það er lungnatæring. Meiri hluti alira þeirra sem frá verkum falla, eða ó- færir verða til vinnu, eru þjáðir af sjúkdómi þessum. 0g ábyrgðar- stofnunum er því sérstaklega ant um að bæla niður þessa veiki með öllu móti. Hafa margar ftbyrgðar- stofnandir þegar stofnað heilsubóta- hús fyrir lungnaveika, og fleiri eru að gera það. Þannig hefir ábyrgð- arstofnunin í Berlín í liyggju að reisa stórmikla byggingu til að lækna í lungnasjúkdóma og aðra sjúkdóma, svo sem-maga- og tauga- sjúkdóma o. s, frv. Hús þetta verður 'reíst nftlægt Berlín, í skógi einum, og á að kosta 6,000,000 marka. Á það að verða ágætlega vandað og hafa allar sein- ustu uppgötvanir í þeim greinum er að heilsubótum lúta. Verður byrjað á því í surnar og fullgert á tveimur árum, en uþpdrættir allir og smft- gerð mynd smíðuð — sýnd á sýn- ingunni í Paris. Hefir hreyfing þessi breiðst út og eru nú nú heilsu- bótastofur reistar fyrir menn af öll- um stéttum, og erenginn efi á þvl, að n eð tlmanum verður það til þcss að draga stórmikið úr tæringarsýk- inni. En þó mega nienn* ekki geia sér alt of miklar vonir af því, hvað þetta hefir gengið heppilega enn sem komið er. En það er og annað, sem með þessu hefir áunnist, en það er það, að beina athygli verkamanna að sýki þessari og hinum voðalegu af- leiðingum .hónnar og svo hinsvegar möguleiknnum að bæla hana niður. Þeir eiga þar skyldan hlut í máli og ei u að íhuga það. Heílbrigðisfræðsla sú sem verkamaðurinn fær á heilsu- bótartímanum kernur honum í góðar þarfir þegar hann er kominn burtu þaðan, og þegar heim kemur fræðir hann skyldmenni sín og kunningja. Als hafa allar þessar þrjár stofnanir borgað út 10 seinustu árin eða upp að 1894 meira en eina millí- arð marka, og hefir það alt gengið til verkamanna. Er það eingöngu það sem til þeirra hefir verið borg- að, en ekki kostnaður við stofnanirn- ar. Ekki eru þar heldur í eigur sjóðanna, sem safnast hafa á árun- um. En hafa nú ábyrgðarsjóðir þess- ir fyrir verkamenn haft hin tilætl- uðu fthrif á Sósíalista? Hver sem hefir ætlað að social-demokratar mundu hverfa af jörðinni við þessi ábyrgðarsjóða-lög verkamanna, hefir búið sér til rangar ftlyktanir og al- gerlega skjfttlast. Og ekki lieldur geta menn sagt að verkamenn á Þýzkalandi hali að neinuin mun orð- ið ánægðari. Heldur hafa kröfur þeirra einmitt vaxið við þetta. En alt. fyrir það get ég fullyrt það, að ábyrgðarlögin hafa þegar stutt að því að leiða þýzka verkamenn frá ofstækishugmynd um Sósíalista. Verkamaðurinn sér það að undirnú- verandi stjórnarfyrirkomulagi og borgaralegri skipan, getur hann lagt grundvöllinn.til að bæta sinn and- legan og líkamlegan hag, og að hann kunni að geta vonast eftir að fá enn þá betri kiör seinna meir. Enn þá eru margir gallar á ábyrgðarlöggjöf- inni og öllu þvl fyrirkomulagi, en löggjaíarvaldið stefnir í þá átt að bæta úr þessu og efla og styrkja all- ar tilraunir til þess og gera alla þessa skipan sem fullkomnasta. Og það geta menn fullyrt að hér vinnur löggjafarvaldið í réttá átt og mun það vafalaust leiða til blessunar og heilla. Dr. Richard Frenud. Stórmennið ! Aumingja fregnritinn að Hnausa ér að slá nm sig með því í Hkr,, 11. Asúst síðasl., að slást upp á saklaust fólk, og það með ósannindum. Aum- inginn segir svo meðal annars: “Nokkr- ir menn,sem verið hafa vanalega við ís- lendingadag okkar‘ og hefðu enn getað það, skutust í annað veldi og urðu því að óþektum stærðum almenningi. en það gerði nú ekkert til. hafði engin deyfandi áhrif á samkomuna" Nú neyðist ég til að lýsa auminfijann ó- sanninda fregnrita fyrir þann part sem ég á af þessu, að ég hali getað verið hér á Islendingadaginn. Eg var búinn að lofa vinum mínum í Winnipeg að vera þar 2. Ágúst, og gat því, eins og allir sjá, ekki verið hér líka, nema því að eins að ég hefði svikið loforð mitt, eins og sumir gera svo iðulega, samt er það nú hálf ljótt að æfa þá list. Fregnber inn álítur sig eiga einkaréttindi til þess að s^gja það sem honum líkar bezt um saklaust fólk, sem ekkert skiftir sér af honum eða framkomu hans, hvernig sem hún kann að vera. Eg vil nú ráð- leggja þessu mikilmenni!! að hugsa meira um sjálfan sig, og skifta sér ekki af því sem honum kemur ekkert við, það eins og fer betur á því; þá getur hann líka haldið áfram að vera eins og hingað til, — óþekt mikilmenni í heim- inum. Eg vil geta þess. að þessi tilslettni náungi er ekki þess verður að honum sé svarað; hann hefir áður glósað í blöðunum um verzlun Sigurðsson Bros. o. fl., sem honum hefir ekkert komið við, og hefi ég aldrei álitið það svara- vert, en sendi þessar fáu línur til að birta sannleikann í þessu máli, og til þess að vita hvað þessi góði nágranni minn meinar með þessari framkomu sinni. að ef fregnritinn hehr einhverja sök á hendur mér, þá gefist honum nú tækifæri til að koma með það afdrátt- arlaust og hlífðarlaust, eins og hver góður drengur mundi gera, en standa ekki í skúmaskoti f«llur af dylgjum og sjftllbyrgingsskap. — Ef þessi fregnriti hefir eitthvað 'meira út á að setja, þá vonast ég eftir að hann gerist en nú meira mikilmenni en ftður, með því að setja nafn sitt undir það sem hann seg- ir til mín frainvegis, enda þótt það sé ekkert nema glósur ogdylgjur um ná- ungann. Stephan Siguroshox. Ilnausa P. 0., Man., 20 Ágúst 1898. Kennara vantar við Baldur skóla fyrir Október. Nóvruber og Desember þ. á., fyrir það fyrsta. Uinsækjendur geti þess hve mikið kaup þeir vilji hafa, og hvaða prófseinkunn þeir hafi. Kennsla byrjar 1. Október. rIMboðunum v.eítir undir- skrifaður móttöku til 14 Sept., kl,. 12 á hádegi. Hnausa, Man. 17. Aug. 1898. 0. G. Akraness Sec. Treasuier Baldur S. D. Ábyrgðir að þola hvaða eldbað sem er. Allar stærðir. Fyrir $15,00 og upp. Ivomið inn og skoðið þær eða sendið eftir príslista. Kar Í K. Albert, . Western Agent. 1481*i'iiu'OssSt., IVinnípes, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót t-anngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, C’avjiliei', N. I>ak. PAT. JENNINGS, eigandi. National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegastaog skemtilegasta gestgjafahús í bænum. Fæcli acl eins i 1 .OO a clag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.— Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem lítur að hús- búnaði, svo sem RÚMSTÆÐI með öllu tilheyrandi, HLIÐARBORÐ, ný og og iömul, STOLA, forkunnar fagra, MATKEIÐSLUSTÓR af öllum mögu- legum stærðum. OF,NAR og . OFNPÍP- UR, ljómandí LEIRTAU, og margt fleira sem hér yrði of langt upp að telja. Alt þetta er selt við lægsta verði. Við yonum að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og lita á samsafnið áður en þið kaupið annarstaðar, og þá sjálfsagt að kaupa ef ykkur vanhagar um eitthvað. Gætið þess að kaupa ekki köttinn i sekknum. Yðar þénustu reiðubúnir Pálson & Bárdal, Lítið á eftirfylgjandi verðlista & hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ftbyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, j Cavalier. Mr. Truemner abyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann blut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 “ “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 00 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner Caviálier, N-Dak. K aupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að íhuga nú. þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta brauð sem búið er til í Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyd’s Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvern af keirurum vorum og vjrzlið við liann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.