Heimskringla - 08.09.1898, Blaðsíða 3

Heimskringla - 08.09.1898, Blaðsíða 3
J3EIMSKEINGLA, 8. SEPTEMBER 1898 vera dauðadrukknir. Árlega dóu þá 200 manns í drykkjuæði. Þá voru 1500 manns öreigar fyrir drykkiuskap. Þá voru 300 glæpamenn í fangelsunum og víndrykkja var að spilla velferð mikils hluta íbáa ríkisins. En nú eru ekki einn maður af hverjum 300 drykkju- maðar—og þeir sem deyja af drykkju- æði eru nú fyrir innan 50. Fækkað hefir og að mun glæpamönnum og ör- eigum, þrátt fyrir mikinn innflutning útlendinga og flökkumanna.” I;‘ Maine telja skýrslurnar færri glæpamenn en i nokkru öðru ríki Band- ríkjanna og miklu færri en í Canada. Og einlægt fer þeim fækkandi. í skýrslu frá ríkisfangelsinu árið 1892 stendur svo : Tala glæpamanna hefir aldrei ver- ið eins lág í mörg ár. Meðaltalið þetta ár er 16 minna en árið á undan. Árið 1892 var í Canada einn glæpa- maður af hverjum 3989 íbúum. En sama ár var í Maine einn glæpamaður af hverjum 6959íbúum. Oftast eru lögin um vínsölubannið brotin i sumum hinna stærri borga, þar sem yfirvöldin eru vinsölubanninu mót- snúin, E rfiðast er að fylgja þeim fram í borgunuvn Portland, Lewiston, Bang- or og Biddeford. Er Portland hafnar- borg og mikið þar af sjómönnum. En í Lewiston og Biddeford er mikið af út- lendingum. í Bangor er trjáviðarsala mjög mikil og mikið er þar einnig af sjómönnum. En hvað staði þessa snert- ir þá sést það af skýrslunnm, að lögin hafa þó hamlað vínsölunni mikið og oft eru þar í frammi höfð allra handa brögð og prettir af seljendum og kaupendum til þess að leyna lagabrotum þeirra. Aðstoðar marskálkurinn í Lewiston lýs- ir aðferð þeirra á þessa leið : “Hér hafa menn ekki opinberlega vínsölu. Vínsöluhorðin eru á bak við húðina en svo hafa þeir “sterk” her- bergi, sem þeir kalla. með 6—7 þuml- unga þykkum hurðum og slagbröndum fyrir, Vanalega þekkja þeir gesti sína vel og opna fyrir þeim dyrnar þegar þeir vilja fá sér drykk. Hafa þeir holu litla til að horfa í gegn um og ef að þeir þekkja að það er þeirra maður, þá opna þeir dyrnar og hleypa honum inn og reka svo jafnharðan slána fyrir. Stund- um kemur löggæzluvörðurinn inn að leyta. og á meðan hann er að reyna að brjóta upp þessa sterku hurð, þá hefir vínsalinn nægann tíma til að taka vín- ið og hella því rennuna og þegar svo löggæzluvörðurinn loksins er inn kom- inn í herbergið, þá finnur hann þar ekki neitt er saknæmt sé.” Að lögin hafa borið góðann árangur þrátt fyrir alL erfiðleika er ljóslega sannað af mótstöðumönnum laganna sjálfuin. Rannsóknarnefndin er stjórn- in setti spurði 88 vitni í ríkinu. Þrír fjórðu þeirra lýstu því hiklaust yfir að vínsölubannið hefði verið til stórmikilla heilla. Skal hér tilgreina framburð hinna helztu þeirra : Staples borgarstjóri í Biddeford seg ir: “Ein afleiðingin af lögunum um vínsölubann er sú, að afnema með öllu vínsölu í smábæjum. Beale borgarstjóri í Bangor segir: “Að svo miklu leyti sem ég þekki til i sveitum úti, þá er lögunum um vínsölu- bann framfylgt þar, og gefast þau hin beztu”. Newell, fyrverandi borgarstjóri í Lewiston, segir: “í útsveitum ríkisins ætla ég að lögin um vínsölubann gefist mæta vel”. Mr. P. H. Brown frá Portland seg- ir: “Eg verð að játa það hiklaust, að lögin hafa gefist ágætlega í sveitabæj- uno”. Það væri ógerningur að fara að taka allan vitnisburðinn þessara § hluta vitnanna. sem hiklaust lýstu yfir góðum áhrifum laganna í þessu ofur- stutta ágripi, og tökurn vér því að eins fáein orð eftir nokkra menn. Byskup Healv (kaþólskur) segir : “í smábæjum okkar og sveitum, þar sem almannarómur er málinu hlyntur, hafa lögin borið hinn bezta árangur”. Séra Matt. S. Hughes frá Portland segir: “Söfnuður minner hinn stærsti af 7 eða 8 söfnuðum í borginni. Og ég veit ekki af einni einustu familiu í söfn- uðinum, sem í sé drykkfeldur sonur En safnaðarnefndin segir mér að í sókn minni séu fimmhundruð familiur, og síðan ég kom hingað, hefi ég ekki þurft að rekast í neinum afleiðingum vín- drykkju á einu einasta heimili. Cram lögreglustjóri f Cumberland segir .' “Þó aðmenn færu um tíu smá- bæi i norðurhluta héraðs þessa, þá mundu menn ekki fá einn einasta pela af víni, en þó var það selt í tunna- og ámutali í þorpinu Baldwin, þar sem ég varfæddur, áður en lögin fengu gildi”. A. L. Bangs frá Augusta segir: “Vínsölubannið er. hvernig sem á það er litið í ríkinu Maine, til hinna mestu heilla, bæði hvað snertir velmegun og siðgæði, á því er enginn vafi”. Af þvilíkum vottorðum mætti fylla heilar bækur. Síðan lögin komu í gildi hafa allir ríkisstjórarnir lýst því yfir í embættisskýrslum sínum, að lögin væru góð, Og það eru menn sem ættu að vita um það, og sem ekki myndu fara að segja annað en þeim findist sannast. Þannig segír ríkisstjóri F. Davis 1880: “Vínsölubann hefir svo lengi ver ið á stefuuskrá ríkisins og þótt svo heppilegt til að brjóta á bak aftur og út- rýma vínsölunni, !aú nú dirfist enginn flokkur eða stétt manna að hafa á móti því”. Frederick ríkisstjóri Robie segir 1883: “I miklum hluta ríkisins, hjá meira en | hlutum íbúanna, er vínverzl- un algerlega óþekt”, “Ríkisstjóri Bodwell segir 1887: “í | til 4/5 af borgum ríkisins er lögunum vel framfylg*-, og hafa þau þar alger- lega afnumið sölu vínanda og drykkj i, sem af malti eru gerðir, Ritstjóri Burleigh segir 1889: “Bæði í hinni Mmennu stjórnarskrá og sér- stökum lagahoðum, hefir ríkið Maine um aldur og æfi banuað tilbúning og sölu áfengra drykkja, nema til lækn- inga og smíða. Löng reynsla hefir þeg- ar sýnt viturleika og heillanæmar af- leiðingar stefnu þessarar. Hver sem fordóraalaust kynnir sér allar skýrslur rannsóknarnefndarinnar, hlýtur að sannfærast um það, að þessi skoðun meirihlutans, sem svo ótvíræði- lega er i ljósi látin, sé á góðum rökum bygð. Allir báru það hiklaust fram, að með banninu hefði miklu góðu verið til leiðar komið. Og þegar litið er til framburðar þeirra, þá sjá menn að minnihluti nefndarinnar hefir fylstu á- st æðu til þessara ályktana er hér skal greina: Ef að menn geta álitið það ó- ræka sönnunfyrir þvi að yínsölubann sé heppilegt, að vínsala minkar, aðhið margvíslega böl minkar, sem af sölunni leiðir, að tilfinningin styrkist, sem stríðir á móti því að leyfa sölu víns með lögum og svo það, að alþýða lætur skýlaust í ljósi vilja sinn á móti vin- sölu, þá getur nefndur hluti þessi, með alt þetta fyrir augunum, ekki varist þeirri sannfæringu, að þrátt fyrir alla ófullkomleika og yfirtroðslur laganua um vínsölubann 1 Maine, þá hafa þau heppnast ágætlega yfir höfuð. Þau hafa stórum dregið úr vínnautn í rík- inu. Þau hafa vakið sterka tilfinningu hjá alþýðu á móti því að drekka og selja áfenga drykki, Þau hafa útrýmt drykkjustofunum úrjmeira en § hlutum ríkisins. Þau hafa sett vinsöluna í svo mikla niðurlægiugu og óvirðingu, að enginn heiðarlegur maður vill við hana fást. Þau hafa takmaraað vínsöiuna meira og betur en nokkurt annað ráð, sem reynt hefir verið. Þeim hefir fylgt friðsemi, alsnægtir og vellíðan, og þau hafa mælt fram með sjálfum sér við meiri hluta ibúanna sem heilladrjúg lög, aukandi að stórum mun velferð og velmegun allrar alþýðu manna. GETA SELT TICKET Til vesturs * Til Kooteney plássins, Victoria, Van- couver, Seattle, Tacoma, Portland og samtengist trans-Pacific-línum til Ja- pan og Kína og strandferða- og skemtiskipum til Alaska. Einnig fljótasta og bezta ferð til San Franc- isco og annara Californiu staða; Pul- man-vagnar alla leið til San Francis- co. Fer frá St. Paul á hverjum mið- vikudegi. Þeir sem fara frá Manitoba ættu að leggja af stað sama dag. — Sérstakur afsláttur (excursion-rates) á farseðlum alt árið um kring. Til suðurs Hin ágæta braut til Minneapolis, St. Paul, Chicago. St. Louis o. s. frv.; eina brautin, sem hefir borðstofu og Pullmans svefnvagna. Til austurs. Eægsta fargjald til allra staða í Aust- ur Canada og Bandaríkjunum í gegn um St. Paul og Chicago eða vatnsleið frá Duluth. Menn geta haldið stanz- laust áfram, eða geta fengið að stanza í stórbæjunura ef þeir vilja. Til gamla landsins FarseOlar seldir með öllum gufuskipa- línum, sem fara frá Montreal. Boston New York og Philadelphia til Norð- urálfunnar; einnig til Suður-Ameríku og Ástralíu. Skrifið til eða talið við agenta North- ern Pacific járnbrautarfélagsins, eða skrifið til H. Swinford, General agent. WINGIPEG - - - MAN. FYRIR FJ«L- SKYLDR Heimavinna Við viljum fá margar fjölskyldur til að vinna fyrir okkur heima hjá sér, stöðugt eða að eins part af tímanum. Vinnuefnið sem við sendum er fljótlegtog þægilegt.og sendist okkur aftur mtð pósti þeg- ar það er fullgert' Hægt að inn- vinna sér mikla peninga heima hjá sér. Skrifið eftir upplýsingum. THE STANDARD SUPPLYCO. Dept. B., — London. Ont. Þegar þú þarfnast fyrir hleraugn •--þá farðu til- IKTIVIAIV. Hann er sá eini útskrifaði augnfræðing- ur af háskólanum í Chicago, sem er hér í vesturlandinu. Hann velur gleraugu við hæfa hvers eins. VV. R. Inman & €o. WINNIPEG, MAN. Maurice’ y Opið dag og nótt Agætt kaffi Restaurant. 517 MAIN STR. Þið fáið hvergi jafngóðar og ódýrar máltíðir í bænum. JTaurice Nokes eigandi. Til skiftavina. Ég er nýbúinn að fá miklar byrgðir af Roger Bros. silfurtaui. Ómögulegt er að fá heppilegri brúðkaups eða afmæl- isgjafir, en eitthvað af því. Komið inn og skoðið vörurnar hvort sem þér ætlið að kaupa nokkuð eða ekki. Munið einnig eftir að R. Branchaud, úr- og gullsmiður í Cavalier, N. D., gerir betur ag ódýrar við úrin, klukkurnar eða gullstássið ykkar heldur en nokkur annar. R. Branchaud, Cavalier, N. Dak. POLYNICE OLIfl --LÆKNAR-- BAKVERK, HÖFUÐVERK OG ÖLL ÞESSKONAR VEIKINDI, GIGT OG MELTINGARLEYSI. Þessi nýja franska uppfinding hefir verið brúkuð og sýnt góðan árangur á Bellevue spítalanum í New York, How- ard spitalanum í Philadelphia.Marvland og John Hopkins háskólunum í Balti- more, bæjarspítalanum í Montreal og mörgum öðrum spítölum í stórborgum. Það sem læknirinn segir. John Hopkins University, Baltímore, 5. Apríl 1897. Reynsla sú sem hefir verið gerð hér á spitalanum, undir minni umsjóu, ,á Polynice Olíu. hefir gefist ágætlega. Ég ráðlegg því öllum að brúka hana við allri gigt. (Undirskrifað). Dr. F. L. ROGER. POLYNICE OLIA sendist — flutningsgjald borgað — við móttöku verðs 50c., af hinum nafnfræga franska læknir, Dr. A. A/exanc/re, 1218 Gr Street, N. W. Washington, D.C., U.S.A. Stærsta Billiard Hall í Norð vestrlandinu. Fjögur “Pool"-borð og tvö “Billiard”- borð. Allskonar vín og vindlar. I.emion & Hebb, Eigendur. Mauhattan Horse and Cattle Food er hið bezta þrifafóður handa gripum. Tilbúið af R. H. Peel, Winnipeg, Man. Mr. Gunnar Sveinsson mælir með ressu gripafóðri. John O’Keefe, prófgenginn lyfsali, CAVAVIER, N-D. Meðöl eftir læknisfyrirskrift afhent á hvaða tíma sem þarf. Búðin opin nótt og dag. John O’Keefe- Steinolia Ég sel steinolíu hverjum sem hafa vill ódýrara en nokkur annar í bænum. Til hægðarauka má panta olíuna hjá G. Sveinssyni, 131 Higgin Str. D. McNEIL, 38 MCDONALDST. Ef þér viljið fá góð og ódýr Vinfong* Þá kaupið þau að 6!ÍO Nain St. Beztu Ontario berjavín á $1,25 gallonan Allar mösrulegar tegundir af vindlum, reyktóbaki og reykpípum. Verðið mis- munandi eftir gæðum, en alt ódýrt. Beliveau & Co. Corner Maine & Logan Str. DREWRY’S Family Porter er alveg ómissandi til að styrkja og hressa þá sem eru máttlitlir og uppgefnir af erfiði. Hann styrkir taugakerfið, færir hressandi svefn og er sá bezti drykkur sem hægt er að fá handa mæðrum með börn á brjósti. Til brúks í heimahús- um eru hálfmerkur-flöskurnar þægilegastar. Eflwarfl L. Drevry. Redwood k Empire Breweries. Sá sem býr til hið nafntogaða GOLDEN KEY BRAND ERATED WATERS. Grand Pacific Hotel. R. I*. O’Donohoe, eigandi. Ágæt herbergi og öll þægindi sem beztu hotel geta veitt, Beztu vín og vindlar. larket Síreet Gescnt City Ilal ---WINNIPEG, MAN.---- OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA Skandinayian Hotel. 718 .11 n i ii Str Fæði $1.00 á dag. B. G. SKULASON ATTORNEV AT LAW. SKRIFSTOFA í BÉARE BLOCK. Graiul Forks, \. D. ROMIÐ inn hjá Harry Sloan, RESTAURANT Dunbar hefir umsjón yfir vínföng- unum, og þið fáið meira fyrir pen- inga ykkar hjá honum en nokkrum öðr- um í bænum. —523 Main St.— Canadian Pacific RAILWAY- Austur yfir stórvötnin Mikið niður- sett fargjald. Þessi gufuskip fara frá Fort William. Alberta hvern Föstndag Athabasca hvern Sunnud. Manitoba hvern Þriðjud. Lestin kemur frá Winnipeg til Fort William kl. 8.50 e. h. hvern Fimtudag. Laugardag og Mánudag. Klondike Beinaleið með C. P. R. til .Wraiiel, Glenora ci Skajway S. S. Tartar og Athenian. Hin stærstu skip sem höfð eru ti Yukon ferða, sérstaklega til þess ger, Þau sigla frá VAFCOUVER og VICTORIA. hvern laugardag Skrifið eftir bókinni sem lýsir Yukon- héraðinu, telur upp siglingadaga og gef’ ur aðrar áætlanir og upplýsiugar. Allir umboðsmenn þessarar brautar geta selt ykkur farseðla, sem innibinda bæði máltíðir og rúm. Snúið ykkur til næsta C. P. R. um • boðsmanns. eða skrifið til Robert Kerr, Traffic Manager, WlNNlPRG, MAH. lÉern Pacific R’y CME TABLE. MAIN LINE. Alrr. Arr. | Lv Lv l.OOa l,30p Winnigeg l,05p 9,30a 7,55a 12 Ola Morris 2,32p 12,01p 5.15a ll,00a Emerson 3,23p 45p 4,15a 10,55a Pembina 3,37p 15p 10.20p 7,30a Grand Forks 7,05p 05p l,15p 4,05a|Wpg Junct 10,45p 130p 7.30a!Duluth 8,00a 8.30aí Minneapolis 6,40a 8,00a St. Paul 7,15a 10.30a(Chicago 9,35a MORRIS-BRANDON BRANCH. Arr. Arr. Lv Lv ll.OOa l,25p Winnipeg 1.05p 9.39p 8.30p ll,50a Úorris 2,35p 8.d0a 5,15p 10.22a Miami 4,06p 5,115a 12,10a 8,26a Baldur 6,20p 12, Op 9.28a 7.25a Wawanesa 7.23p 9‘28p 7.00a 6 30a Brandon 8,20p 7,00p PORTAGE LA PRAIRIE BRANCH. Lv. Arr. 4,45 p.m Winnipeg 1 12.55 p.m. 7,30 p m Port la Pra’rie 9,30 a.m. C. S. FEE, H. SWINFORD. Een.Pass.Ág.,St.Paul. Gen.Ag.,Wpg. — 100— —101— —104— —97 — þangað þorði Basil ekki að leita, Hann rendi sér úr skipakró einni ofan á ísinn og tók til að hlaupa, En það var seint um kvöld, og voru fá- einir sleðar á ferðinni upp og niður fljótið. Basil kallaði á nokkra þeirra, en hróp hans heyrðust ekki fyrir bjöllunum á sleðunum. Svo komst hann yfir fljótið, en datt ofan um tviskæning og varð blautur upp i mitti áður en hann kæmist upp á bakkann, og svo hljóp hann eftir hakkan- um. Það sem efst var í huga hans var að komast tii lögreglustöðvanna eins fljótt og hann gæti og senda lögregluflokk til Vébjarga. Lengra náðu ráð hj.ns ekki. Vonbrigðin voru nærri búín að géra út af við hann. Áfram hljóp hann einlægt þrátt fyrir kuld- ann og dofann og þreytuna, sem færðust um Iimu hans. Hann var allur marinn og meiddur og þreyttur, en aldrei linaði hann á sprettinum. Sneri hann frá bakkanum og fór fram hjá stræt- unum skuggalegu, einu á eftir öðru með olíu- lömpunum; öll lét hann þau að baki sér. Varð- mennirnir stóðu undrandi og störðu á hann grunsamir, en hann hvarf þeim áður en þeir voru búnir að ráða við sig hvort þeir skyldu elta jhann. Loksins komst Basil á hið bjarta og tígulega Nevskoi Prospekt og hraðaði sér eftir hinu breiða stræti þar til hann kom á lögreglustöðina. Stóð þar langur sleði með tjaldi yfir, og þegar Basil kom inn. varð hann forviða, er hann sá ysinn og þysinn þar inni. Gekk hann í gegnum hópa af lögregluþjónum og varðmönnum inn í annað herbergi innar af, og var þar hálfdimt inni. Hið fyrsta sem hann kom aui a á var maður kunnugur, rog var það litlí lögregluspæjarinn. Það var Pashua sjálfur. Hann var fölur mjög í andliti og handlegg- urinn og höfuðið var vafið blóðugum umbúðum. Er hann sá Basil varð hann enn þá fölari. Svo stökk hann upp og faðmaði Basil að sér, “Eg hélt að þú værir dauður !” stundi Basil upp. “Og ég hélt líka að þú værir dauður”,hróp- aði Pashua. "Hvernig gaztu sloppið ?” Leiddi hann Basil svo út í horn og hlustaði þar á sögu hans. Svo sagði hann hvernig hann sjálfur hafði undan komist, og var þar stutt yfir sögu að fara: "Þegar við hlupnm undan hurðinni”, mælti hann, þá hljóp ég { blindni eitthvað til hliðar og rak höfuðið á raúrvegginn. Ég rotaðist og hneig niður meðvitundarlaus. Morðingjarnir hljóta að hafa farið hjá mér án þess að sjá mig, Brátt vitkaðist ég þó aftur og skjögraði að hliðinu. Þaðan komst ég hindrunarlaust út á strætið. Gekk ég til Vébjargabrúarinnar, fór yfir hana og fann þar varðmenn nokkra. Þeir útveguðu mér sleða og keyrðu mig á lögreglustöðina. Og hér er ég uú. Alt er undirbúið seinasta slaginn. Þú komst f tæka tíð, því að öðrum kosti hefðu ráð okkar 311 orðið ónýt”. “ Við hvað áttu ?” spurði Basil áfergislega. “Það er þetta”, svaraði Pashua, “Helztu foringja samsærisins ættum við að taka fasta á heimilum þeirra — ef að þeir hafa þá ekki fengið Pashua varð þur og kaldrandalegur við þennan skell, eins og hann var vanur. “Það er áreiðanlegt að hún getur ekki verið komin langt burtu úr borginni”, sagði Pashua við Basil, “Fyr eða seinna jfinnum við fylgsni hennar. Við þuifum til þess einn dag — kanské viku. En l>egar við finnum hana, þá finnnm við frænda þinn líka. Ég er viss um það, að hann er hjá henni. Ég veit það, að þetta eru þér vonbrigði mikil. En þú verður að vera þol- inmóður. Ég skal leita að Sofiu Karr sjálfur, og á meðan skaltu vera á starfstofu þinni, svo að ég geti fundið þig þegar ég vil. Farðu ekkiheim til föður þins”. Basil var ráðum þessum samþykkur. Var hann argur mjög og sár, af því að vonir haus höfðu brugðizt, en hann sá það glögt að eina ráðið var, að láta Pashua öllu ráöa. Þeir keyrðu nú mjög hratt aftur til lögreglu- stöðvanna. Lögregluflokkurinn, sem sendui var til Vébjarga hafði koroið með bandingja tvo —Kriloff og honn hans, En Borikin og félagar hans höfðu sloppið. Ekki sá Basil bandingjana og höfðu þeir verið fluttir i kastalann. Beið hann nú á lögreglustöðinni tvær eða þrjár stundir, og 'k þeim tíma kemu lögreglu- þjónarnirinn með fimm samsærismenn, og þekti Pashua þá alla þegar í stað, Var litli lögreglu- spæjarinn hæst ánægður með veiðina, þótt ekki væri meiri; því að hann þóttist viss um að ná hinum innan fárra daga. Enginn skortur var á sökum á hendur þeirra, því að lögreglan fann heilmikið af skjölum á matsöluhúsi Kriloffs, og líkindum bana beðið, því að væri ekki svo mundi hann hafa fylgzt með Basil. Basil nam st»ðar allra snöggvast og var að hugsa um að snúa aftur. En þá heyrði hann kallað lágt nálægt sér og fótatak manna á hlaup- um, og tók það fyrir allanefa og hik hans. Hann þaut á stað aftur og fór nú miklu harðara en fyrr og kom þá alt í einu að horni á hinni háu girðingu, sem fgerð var umhverfis. Leit hann fljótlega i kringum sig og sá hann þá hvert var hið eina ráð til undankomu. Skamt þar frá var borðahlaði jafnhár girðingunni. Hinummegin við girðinguna, rétt við hana, var að því er séð varð, einhver bygging með flötu þaki. Bílið á milli þaksins á byggingunni og borðahlaðans var töluvert, en Basil var hár vexti og liðugur, og hélt að hann gæti stokkið það. Girðingin sjálf var of slétt og of há, til þess að klifrast yfir hana. Basii ætlaði að fara að klifra upp á hlaðann, þegar hann sá Kriloff koma fyrir annað hornið. Var annar handleggnr Níhilistans í.fatla, en f hinni hendinni hélt hann á hnífi einum - - sveðjn mikiili. “Hérna er hann”, hrópaði hann til félaga sins, sem heyrðust koma á eftir honum. Svo stökk hann á Basil, en hann þreif fastara um bareflið og hljóp á móti honnm. Kriloff gat að eins heyrt vinstri handarinn- ar og var því ver kominn. Lagði hann hnífnum til Basils, en misti hans, og var þá knífurinn sleginn úr hendi hans. Kom þá hvert íóhljóðið & eftir öðru, er Basil lét barefiið ganga um höfuð

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.