Heimskringla - 08.09.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.09.1898, Blaðsíða 4
HEIMSKRINÖLA, 8. SEPTEMBER 1698« Winnipeg. Hra. Halldór Brynjólfsson frá Gimli, Man., var hér á ferð í viknnni sem leið, Lesendur vorir eru beðnir að at- huga það, að bindindisgreinarnttr sem birtast i Hkr. nafnlausar eru ekki skrif- aðar af ritstj., og að hann ber engaá- byrgð af þeim, þvi þœr eru eingöngu settar í blaðið af bindindis forstöðu- mönnum hór f bænum. Vér skýrum frá þessu vegna þess að sumir haf* haldið að þær væru samdar af oss. I skýrsium þeirra Marion & Ma- rion einkaleyfislögmanna 1 Montreal, yfir einkaleyfi þau sem Canadastjórnin hefir veitt síðustu vikuna af Agúst, sjáum vér að landi vor Ólafur Jehnson í Glenboro hefir fengið einkaleyfi á út- búnaði til þess að strengja vír með, Það virðast fjölga óðum uppfindinga- menn á meðal íslendinga, en leiðin- legast er er það, að þeir sjálfir skuli lítinn eða engann peningalegan hag geta haft af uppfinndingum sínum. Samt er nú orðið gott útlit fyrir að Stefán B. Jónsson fái vel borgaða fyrir höfn sína við gluggalásinn sinn. Hann er nú búinn að fá í félag með sér kaft- ein Wm. Robinson í Selkirk, sem er sterkefnaður maður, má því fyllilega búast við að lásinn fái góða útbreiðslu, og Stefán þá viðurkenningu sem hann á skilið fyrir tilraunir sínar. Ef til villgefum vér nákvæma lýsing af lásn- um með myndum hér í blaðinu siðar- meir. Vér birtum í þessu blaði fyrripart- nn af grein hra, Guðmundar Friðjóns’- sonar, tekna eftir Island, þar sem hann svarar illgirnis árásum Einars Hjör- leifssonar. Oss þótti ekki nema sanngjarnt að lesendur vorir fengju að sjá hana, þvi Lögberg er búið að flytja sómagrein Einars. og heillanga skjall- klausu eftir ritstjórann, sem vafalaust áað veita greininni enn þá meiri á- herzlu. Oss dettur ekki í hug að fara að skjalla Guðmund Friðjónsson fyrir grein sina, en hefðum langtum heldur vonast eftir af honum, að hann hefði komið betur við kaunin á uppskafningn um, enalt fyrir það svarar hann öllum aðal-atriðunum í þessari Einars grein. Bitstj. Lögbergs hefir oft lofað því að minnast á þetta og hit.t síðarmeir í blað inu, en þau loforð hafa sjtddan verið efnd. Nú hefir hann lofað að skýra enn betur frá þessu þjóðarmeini, sem Einar Hjörleifsson er að herja á, og bíðum vér óþreyjnfullir eftir því; vér ætlum þar eins og annarstaðar að taka f jósamanninn og verk hans til yfirveg- unar. Þeir Þórður Árnason 'og Ólafur Jó- hannsson frá Akra, N. D., tveir af þeim sem fóru vestur á Crows Nest Pass- brautina i haust er leið, komu hingað til bæjarins á föstudaginn. Suður, heim til sín, héldu þeir á þriðjudaginn með G. N. brautinni. Við Crows Nest brautina unnu þeir ekki nema um fjóra mánuði og höfðu þeir engar hroðasög- ur að segja af veru sinni þar. Vita skuld fremur kalt og vosbúð nóg, en íslendingar kippa sér ekki upp við það. Þeir búast ekki við neinni paradis þeg- ar þeir leggja af stað í svona ferðir. Yfir það heila sögðu þeir aðbúnað góð- ann, eftir föngum; fæði nægilegt og fullgott. Frá þessari járnbrautarvinnu fóru þeir til Frazer-árinnar, ‘og stundaði Ól- afur þar laxveiði, en Þórðnr komst að vinnu í olíugerðarhúsi. Leið þeim þar báðum mjögvelallan þann tima sem þeir voru þar, en þrátt fyrir það lang- aði þá heim til átthaganna. Á föstudaginn var komu þeir Klon- dike-fararnir bræðurnir Ármann og Sveinn Bjarnasynir og Jóhann Jónsson heim aftur úr norðurför sinni. Þeir lögðu á stað að heiman 24. Maí í fyrra og hafa þvi að heiman verið dálítið meira en 15 mánuði. Vér höfum haft tal af hra" Ármanni og lætur hann all- vel af ferðinni, og ef dæma má af út liti hans, þá hefir hann ekki þolað nein- ar átakanlegar raunir; hann sagði lika að það væru ekki neinir slíkir erviðleik- aráleiðinni, eins og sagt væri, og að nú orðið væri hægðarleikur að komast alla leið frá Winnipeg til Dawson City á 15 dögum, Á leiðinni til gulllandsins komu þeir í þorpin sem myndast hafa Banda- rikja megin við landamærín. Þeir heyrðu að þar væri heldur mikiðaf ribbaldaskap og alskonar óreglu, þjófnaður var þar alltiður og voru menn ræntir öllu sem þeir höfðu, en lögregla var þar lítil sem engin. En þegar Canada megin kom var mikið friðsamiegra og betri regla með alt. Við Lindiman vatnið smíð- uðu þeir sér bát og héldu svo vatnaleið ofan til Dawson City. Þeir rendu bát sinum niður White Horse, Five Fingers og Canyon fossana án þess að hlekkjast á hið minsta. Margir innlendir menn, sem með þeim voru, báru allan varn- ing af bátum sínum á þessum stöðum, og sendu svo bátana tóma og mann- iausa yfir straumiðurnar. Ármann segir að leiðin hafi ekki verið svo vond yfir þessa fossa, en eftir lýsingu hans. þorum vér að fullyrða, að það gera ekki nema röskir drengir að fara þar í gegn. Með fram ánni fyrir neðan þessa fossa og á klettasnösum, sem víða standa upp úr vatninu, sáust mörg bátaflök, sem annaðhvort höfðu brotn- að á klettunum. eða hvolfst í straum- kastinu og alt tapast sem í þeim var, en nær því ætíð höfðu mennirnir kom- ist af, með því að hanga á bátflakinu þangað til þeim varð bjargað af öðrum, en ef einhver misti af bátnum, var dauðinn vis, því fáir myndu svo góðir sundmenn. að þeir gætu bjargað sér úr hinu ofsafengna straumkasti og hring- iðum. Dawson City er nú orðinn bær með um 30,000 ibúum. Búa par fiestir i tjöldum. þó margir séu búnir að bygga þar “log Cabins”. Sléttlendið sem fyrst var byrjað að reisa bæinn á, er lítið um sig, svo tjaldaþyrpingin er nú kominn langt upp í hæðirnar, er liggja norður og austur af bænum. Klondike áin rennur i Yukon-fljótið skamt fyrir sunnan Dawson City, og fyrir sunnan ármótin stendur bærinn Klondike City, sem nú er i miklum framförum og upp gangi. Bæjarstæðin í Dawson City og Klondike City eru mjög lálend og blaut og flæðir Yukonáin yfir mikið af bæjarstæðunum á vorin. Dawson City er mjög friðsamur bær. þó þar sé vinsala nóg og spilahús af öllum tegundum. Ber það sjaldan við að menn lendi þar í slagsmálum. Lögregla er þar mjög ströng og lítur eftir öllu nákvæmlega. Engan bjarg- arskort urðu þessir landar vorir varir við, en auðvitað höfðu þeir ekki |.neinar kræsingar. Kjðt kémst þar hæst $1.50 pundið, og mjöl alveg eins; kaffi 50 cts. te $1 o. s. frv. Oft skifta menn á vörum þar, ef einn hafði meira af eínni tegund en annari, og var þá sama hvaða matartegund var, að það var látið mætast, Kaup- gjald var $15 á dag, en hver og einn varð að fæða sig af því. — Kuldinn, er svo mikið hefir verið látið yfir þar nyrðra, var frá 55—70 stig fyrir neðan zero, en alt fyrir það var hann ekkert tilfinnanlegri en hér. Hitinn var tölu- vert mikill, kemst stnndum upp í 110 stig, en þó var hann ekki neitt drep- andi. Vinna á námalóðum þar á vetrum gengur býsna greitt. Menn grafa hol- ur frá 15 til 20 feta djúpar, beint niður, grafa síðan út undir efstu skorpuna alt í kring. Að kvöldinu er lagður eldur í hring innan í þessari holu, og er hitinn af honum vanalega nógur til þess að þýða yfirborðið svo það fellur inn í hol- una, og er það oftast nær dagsverk handa 2 til 4 mönnum, að hala það upp. Allri þessari mold er safnað saman í hrúgu þangað til næsta sumar, þá er þveginn gullsandurinn úr henni. Allar námalóðir náiægt Dawson City eru nú teknar og innskrifaðar fhjá stjórninni, er því ekkert Jtækifæri fyrir aðkomandi menn að fá þar lóð nema að kaupa hana. Þessar lóðir sem teknar eru, eru mjög misjafnar, og hefir ekk ert verið unnið á sumum þeirra enn þá, svo þeir sem eiga þær hljóta að tapa þeim aftur, ef þeir hirða ekki um þær, Veikindi eru töluverð þar nyrðra, og er það þó dýrt spaug að liggja þar veikur. Spítalagjaldið er $5 um daginn og læknishjálp aðrir $5. Menn reyna því að fara ekki á spítalann fyrr en þörf gerist. Heimleiðis lögðu þessir menn af stað frá Dawson City 18. Júlí og komu hingað, eins og áður er sagt, 2. Septem- ber. Fargjaldið frá Dawson City til St. Michael var $25.00, þaðan til Seattle $50.00 og frá Seattle til Winnipeg $10.00 Þessi leið sem þeir fóru er sú lang ódýr- asta. Flutningsfélögin í Dawson City vilja hafa $200 fyrir að flytja menn alla leið til sjávar. Enginn efi er á því að þessir landar vorir hafa fengið ferð sína mjög vtl borgaða. Vér höfum ekki verið að grenslast eftir hvað mikla peninga þeir hafi komið með, en vér megum fullyrða að þeir hafa fengið vel borguð öll sín ó- mök, og þar að auki seð og reynt margt sem gotur komið þeim að góðu gagni síðar meir. Allar mögulegar tegundir af strá- höttum hjá CAmmonwealth. Hra. G. A. Dalmann frá Minneota, Minn., heimsótti oss eftir íslendinga- daginn 2. Ágúst i Wpg. Eins og menn hafa séð í Hkr. var hann einn af ræðu- mönnum þar þann dag. Mr. Dalmann var hér nýr gestur. Templarar héldu opinbera samkomu meðan hann var hér og gafst honum þar tækifæri til að sjá fólkið og fólkinu að sjá hann. Mr. Dal- mann var beðinn að láta þar til sín heyra, sem hann gerði mjög röggsam- lega. Hann talaði um félagsskap og fé- lagslyndi, með fl. Hann er alveg nýr maður aðöllu leyti; hann flutti nýjar skoðanir með nýju fjöri, nýju hrein- lyndi, nýrri einurð og nýrri skarp- skygni. Mr. Dalmann er fjölhæfur, skemtilegur, virkilegur og mannúðleg- urmaður, Vér þökkum honum fyrir komuna og óskum honum allra heilla. Tekið eftir Frbvju. Sérstök kjörkaup á drengjafötum hjá Coiiiiuonw«‘alth. Þessir hafa bætt við samskotalist- ann til J. E. Eldons : E. Olson, Notre Dame Ave. $1,00 Sigtr. Olson 50 Brandon-búi 50 Sigurður Magnússon, Fort Rouge 2,50 Guðjón Thorkelson, Toronto St, 50 Áður auglýst $59,45 Samtals: $64,45 Þú verður ánægður með sjálfan þig ef þú kaupir fötin þín hjá Cominoil- wcalth. Josepli Holm. Fæddur 26. Júní 1870. Dáinn 15. Júlí 1898. Dánarklukku daprann heyrum hljóminn Dvöl þín búin hér um hádagsstund, Fngur mun þinn fullþroskunar blóminn Fylling tímans er í drottins mund. Ættarprýðin, alblómgaður kvistur, Elskendunum burtu tekinn frá, Þú ert að eins þó um tíma mistur, Þig mun aftur gleðilegt að sjá. Hugur okkar heim er löngu snúinn Hérvistar því veikjast taka bönd, Fyrri þó til ferðar varstu búinn, Friðarlandsins brosti þér við strönd. Ungur laukstu æfidagsins verki, Æfðir dygð og græddir verðugt hrós, Guðs vors konungs gekstu undir merki, Grær um eiiífð heilla þinna rós. Ódauðleikans alskínandi dagur Upp er runninn, kæri sonur, þér, Æðri heima unaðsgeisli fagur Okkar hugsjón gleðja náir hér. Hugur okkar hjá þér sífelt dvelur, Hinnmegin sælann vitum þig, Sólin vonar sorgaskýin felur, Sama brátt við ganga fáum stig. Æfisólin okkar sífelt lækkar, Éndadegi líða tekur að. Skeiðsvið, takmark, skuggi rökkurs hækkar Skelfast þó ei vegfarendur það. Aftanskin í árdags breytist ljóma, Æfikvöld í næturlausann dag, Líkamans nær leyst er önd af dróma Lítur hún ei framar sólarlag. Guðs við ljós þá gáta lífs er ráðin, Grær að heilu sérhver blóðug und, Orka mun þvi almættið og náðin, Aldrei framar saknaðs kemur stund, Ástvinirnir óhindraðir mega Unaðs njóta hver við annars hlið, Lífs af brunni lífsins drekka teiga Og lífs höfundi þakka gefinn frið. Undir nafni foreldranna. Mrs. Kristín D. Johnson. Hallson, N. D. Númer 33, 34, 37 og 41 af þessum árg. Hkr. verða keypt á skrifstofu Hkr. Þeir sem eiga þessi blöð og vilja selja þau, eru beðnir að senda þnu til vor sem allra fyrst. Dr. M. B. Halldorson, —HENSEL, N.-DAK.— Skrifstofa uppi yfir Minthorn’s lyfjabúð. EDMUND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Rian Block, 492 Main Strebt, WlNNIPEO. Nú er tíminn fyris ykkur að dusta rykið og ruslið úr skápunum ykkar, og fylla þi svo aftur með nýtt leirtau frá Chinn Hall. Þar fáið þið beztan, ódýrastan og margbreyttastan varning í bænum. CHMA HALL, 572 Hluin Nt. Heyrnarleysi og suða fyrir eyrum læknast —með því að brúka— Wilsons Cotnmon Sense Ear Drums Algerlega ný uppfinding; frábrugðin öllum öðrum útbúnaði. Þetta er sú eina áveiðanlega , hlust- pipa sem til er Ómögu- íegt að sjá hana þegar búið er að láta hana í eyr- að. Hún gagnar þar sem læknarnir geta ekki hjálpað.—Skrifiö eftir bækling viðvíkjandi þessu. Verðið er, með full- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 503 Main St. WINNIPEG, MAN. fk.B. Pantanir frá Bandaríkjunum afgreiddar fljótt og vel. Þegar þið skrifið þá getið um að auglýsingin hafi verið í Heimskringlu. ##*#######*############### # # # # # # # # # # # # # # Fleury Þar er staðurinn sem kjörkaupin fást. Hann er nýbúinn að kaupa mikið af karlmanna, drengja og stúlkna “BICYBLE CAPS.” hvítum og bleikum. Þessar húfur eru Ijómandi fallegar, og kosta aðeins 25c. Einnig mikið af nærfötum, 85c, parið. Ljómandi hálsbindi, 2Jc. og yfir. Karlmanna og drengja stráhattar; 25c. og yfir. w. 564 II iii n Strcct Beint á móti Brunswick Hotel. P. S. Að eins fáeinir klæðnaðir eftir af binum ágætu “S. B. square cut front” fötum- Bæði svört og grá,—al-ull. Aðeins $10.00 # # # # # # # # # # I # # # ########################## ########################## # # # # # # # # # # * # # # # # Hvitast og bezt —ER— Ogilvie’s Mjel. Ekkert betra jezt. # # # # # # # # # # # # # # # # ########################## Við höfum haft svo mikið að gera, að við höfum ekki haft tima til að breyta auglýsinbunni okkar. En af því að við höfum dálítið hlé þennan morgun, þá grípum við tækifærið til að þakka íslendingum fyrir góða og mikla verzlun. Um leið viljum vér sýna yður fáséða prísa á nýjum og góðum skóm. No. 6, 7, 8,—50c. No. 2, 3, 4,—80c. “ 9, 10, 11,—60c. “ 5, 6, 7,—90c. “ 12, 13, 1,—70c. Sumt af þessum skóm eru nógu stórir handa fullorðnum mönnum Allskonar kjörkaup hjá okkur þessa dagana. E. KNIGHT 3 CO. 351 Main St. immmmmmmmmmmmmá — 98 - hans og herðar. Og lokslamdi hann svo í höfuð Kriloffs, að hann riðaði við og féll hálfrotaður til jarðar. Þetta notaði Basil sér og klifraðist upp á viðarhlaðann fimur eins og köttur. Þegar upp kom, stóð hann uppréttur og sá þá Borikin koma hlaupandi með sinn hnifinn í hvorri hendi. Laut hann snöggvast að Kriloff og leit svo upp og sá Basil. En Basil var vongóður, þvi að hann sá að Borikin hafði engin skotvopn. Og fyrir það var það, að morðingjarnir höfðu ekki unnið þá, að þá vantaði skotvopnin. En tvær voru ástæður til þess, að þeir komu til mótsins með hnifa eina vopna. fyrst sú, að þeir héldu að sér gengi létt að vinna Pashua, og hin önnur, að hvinirnir af byssukúlunum hefðu hleyft öllum Vébjargabú- um í uppnám. BasiJ brá þvi ekki við það, þó að hann sæi Borikiu koma. Hann gekk nokkur fet aftur á bak frá hlaðabrúninni, tók undir sig stökk mik- ið og komst yfir um og lenti á flata þakinu á byggingunni hinummegin. Flaug þá hnífur fram hjá höfði honum, en hann leit ekki við og hljóp eftir þakinu og stökk ofan á garðinn fyrir neðan og kom heill niður. Hélt hann svo áfram öruggur og heyrði köllin að baki sér, og réði af því að einn eða fleiri af félögum Borikins væru þar með honum. Girðingin hinummegin var ekki há, og var Basil létt að klifrast yfir hana. Var hann nú kominn í göng ein mjó, en brúlögð. með háum byggingum annarsvegar. Við endann á gang- — 103 — 10. KAFLI. Það var full stund til dags þegar Basil, Pas- hua og einn af hjálparmönnum hans óku frá frá lögreglustöðinni í luktum sleða. Allir voru þeir vel vopnaðir, ef ské kynni að hörðu væri að mæta. Voru þeir að skömmum tíma liðnum komnir tíl herbergja Michaels Strelítz á Sado- vaya. Þeir klöppuðu á dyr hvað eftir annað, en enginn svaraði, og hljóp þá Pashua á hurðina og braut upp. Herbergin voru tóm og sýndu ekki nokkurn vott þess að nýlega hefði verið i þeim búið. “Of seint”, segði Basil. "Við töpum af hon- um. Hann er liklega kominn burtu úr borg- inni”. “Vertu þolinmóður” sagði Pashua og brosti við lítið. “Hver einasta braut og brautarstöð er vöktuð, Enginn samsærismannanna getur komist burtu úr Pétursborg. Og ég er viss um að frændi þínn verður furidinn”. “Hvert eigum við nú að fara?” spurði Basil, er þeir voru að fara upp í sleðann, “Til herbergja Sofiu Karr”, svaraði Pashua. Þeir óku hart um hin dimmu, snjóþöktu stræti mílum saman, og þegar þeir komu þang- að sem þeir ætluðu; að húsi einu óásjálegu í enn þá lakara nágrenni, þá var dagur að renna og það sem verra var, þeir fóru erindisleysu. Sofía Karr var öll á burtu og hafði haft með sér alt úr herbergjum sínurri. sem hægt var að flytia. Hinir íbúarnir i tiúsinu þóttust ekki vita i:ohk- urn hlnt um þetta efa hana. — 102 — neina aðvörun áður en lö 'reglumennirnir koma þangað. I kvöld var enginn fundur. Það var Borikín og tveir aðrir, sem hjálpuðu Kriloff í vélráðunum í kvöld. Það er lögregluflokkur þegar farin af stað til Vébjarga”, ‘En veiztu hvar menn þessir búa 7' spurði Basil. "Ua þá flesta veit ég það”, svaraði Pashua ofur rólega. “Ég hefi fylgt einum og einum heim til bústaða þeirra þegar fundir hafa verið. Ég ætlaði að fara að fá skriflegt leyfi til þess að rannsaka berbergi frænda þíns. En koma þín gerir það ónauðsynlegt, Við skulum fara til hans báðir þegar í stað. Hanu verður ekki svo djarfur að neita kröfum okkar”. "En setjum svo að hann sé nú ekki heima?” “Þá veit ég hvar hann er að finna”, mælti Pashua. “En ertu búinn til farar? Eg er hrædd ur um að þú sért svo þjakaður og þreyttur, að þú þurfir að hvílast”. "Ég ætla ekki að loka augunum fyrri en út er gert um þetta mál”, svaraöi Basil; “og því fyr sem Jvið förum á stað. því betra er það”. Lögreglulæknirinn batt nú um skeinur Bas- ils, en á meðan var Pashua að gefa leiðbeiningar flokkum þeim sem sendir voru til hinna ýmsu hluta borgarinnar. Þóltist hann viss um það, að með þvi að bregða strax við, mætti ná flest- um samsærismönnunum áður en Borikin og fé- lagar hans gerðu þeim aðvart. — 99 — inum var hlið eitt, sem hann braut upp með kylfu sinni. Svo kom annar garður og önnur göng og við enda þeirra var járnhurð mikíl. Ekkert heyrði Basil til óvina sinna. en þó þorði hann ekki að snúa við og leita útkomu annars- staðar. Gluggi einn lítill var á veggnum til hægii hliðar og mölvaði hann gluggann með kylfunni. Skreið hann svo inn um hann og var þá kon,- inn i langt herbergi og mjótt. Gekk hann eftir gólfínu og þuklaði fyrir sér á pokum og kössum, þangað til hann komst að veggnum hinummeg- in, Þar fann Iiann glugga — að minsta kosti fann hann gluggarúðurnar, þó að ekkert ljts skíma væri. Hafði hann hraðar hendur yið glugga þennan, en fann þá fyrir sér járnhlera, svo að hann komst ekki út. Þó gat hann brátt dregið út boltana, sem héldu hlerunum, og þeg- ar hann ýtti hleranum frá, sá hann stræti eitt mjótt úti fyrir, og varð nú i meira lagi glaður við. Dálitla stnnd hlustaði hann, en heyrði ekkert og lét sig falla ofan á strætið og lagði hlerann aftur. Til vinstri handar var strætið óslétt, og lýstu það upp larapar nokkrir á stangli, en úr hinni áttinni stóð bitur vindur og lengst í fjarska sáust blikandi Ijósin. Basil gat sér til hvar hann væri. Hann sneri þvi til hægri handar og gekk gætilega, en þó hratt niður strætið. Brátt kom hanu fram á háan bakka og ln fljótið þar fyrir framan hann, isi þakiö og glitrandi, og hinummegiu við 1 að turnarnir og þökin á aðalborginni. Vébjargabrúin var skamt þaðan burtu, en

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.