Heimskringla - 15.09.1898, Side 1

Heimskringla - 15.09.1898, Side 1
XII. ÁR NR 49 1 Fullkomnasta \ I Fataverzlun l ^ í bænum. bædi smásalaogheildsala fe Alt nýjar vörur. ekki melétnar eða - ^ aii nyjai vuíim. oam ^ uatslitnar af að tiæajast á búðar á billunum. KomiðMllir ofí sann- færist, og njótið hinna beztu kjör- ^ kaupa sem nokkru sinni hafa boð- j ist í þessum bæ. Við höfum allt sem að fatnaði lítur, stórt og smátt $ n * Munið eftir nýju búðinni. EA5TERN CLOTHINQ HOUSE Wholesai.e & Betail. ^ —570 Main Str.— ^ íf í< J. tíenser, eigandi. |£ Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Aguinaldo uppreistarforinginn á Philippine eyjunum hefir tilnefnt þrjá menn af sínum flokki til þess að fara til Washington og ræða við forseta Mo- Kinley viðvíkjandi framtíð Phílippine eyjanna. Þessir þrír sendiherrar lögðu af stað frá Hong' Kong í Kína í vik- unni sem leið. Hon. Joseph Chamberlain, ný- lenduráðherra Breta, kom til New York fyrra miðvikudag. í samtali við frótta ritara blaðsins New York Tribune lét hann í ljósi það álit sitt, að heppilegt mundi fjrrir Bandaríkin að halda Phil- ippine-eyjunum, og að Englaud mundi ekki amast. við þrí, Himn áieit ejálf- sagt fyrir Bandaríkin 'að ná sér góðri fótfestu 1 austurálfunni, svo að þau gætu fengið sinn part af verzluninni við Kína og önnur þar liggjandi ríki. Mikið lét hann yfir þeim bróðurlegu tilfinningum, sem hreyfðu sér á Eng- landi gagnvart Bandamönnum, og það sagðist hann vita með vissu, að stór- veldin í Evrópu hræddust ekki neitt eins mikið eins og samband milli hinna enskutalandi þjóða. Tilraun var gerð í vikunni sem leið til þess að drepa Bússakeisara. á ferð sinni f gegn um Moscow. Hús eitt, sem stóð fast við brautina þar sem keisarinn átti að keyra um, var fylt með gas, og var svo útnefudur maður af Nihilistum, sem átti að offra lífi sínu og kveykja í gasinu. Hlaut þá húsið að springa og eyðileggja alt sem í nánd væri. Þetta gekk nú alt vel, en mann- greyið, sem þetta óhappaverk átti að vinna, reiknaði ekki rétt út tímann, sem keisarann mundi bera þar að, og sprengdi hann hósið f loft upp og drap Sjálfan sig 25 mínútum áður en keisar- ann bar þar að. — Einn af yfirmönn- unum í fylgd keisarans misti þar lífað ásamt konu sinni, og nokkrir aðrir biðu bana af, en mesti fjöldi af fólki særðist. Töluverður snjór féll á fimtudaginn var railli Fort William og Bat Portage i Ontario. Það lítur út fyrir að JDewey sé far- inn, að verða hálfórólegur. Hefir hann nýlega beðið stjórnina að senda sór tvo bryndreka í viðbót, því rað honum þykja horfur Jheldur ótryggar. Uppreistarmenn hafa nú náð tveim ur seinustu vigum Spánverja á Luzon- eyunni, sem er stærsta og mesta eyjan af öllum Philippine-eyjunum, Er því Luzon nú öll á valdi Aguinaldos, nema Manila og Cavite, sem Dewey heldur. Aguinaldo segist ætla að kalla sam an þing af eyjarbúum 15. þ. m., og ráða þar hvaða stefnu þeir skuli taka', Nýlega hefir hann sagt fréttaritara einum, að liann hafi 37,000 uppreistar- menn vofnaða með riflum. En auk þeirra segist hann geta haft 100,000 menn, og er það allmikið lið, því að Phi lippinamenn þessireru harðsnúnir mjög og berjast þar stundum konur sem karlar, og eru þær hinar ótrauðustu til framgöngu. En svo hata þar karlar og konur Spánverja, og vildu heldur láta höggva sig í stykki, eu að ganga á vald þeirra aftur. 9000 Jhandtekna Spánverja segist Aguinaldo hafa í valdi sínu, og eru það alt hermenn, þar á meðal þeir 5090, er WMNNIPEGr, MANITOBA 15. SEPTEMBER 1898. - T herteknir voru í orustunum kring um Manila. Auk þeirra hefir hann í haldi aðra Spáuverja, sem ekki voru með vopnum teknir. Segir Aguinaldo að uppreistarstjórn- inni lúti nú 28 fylki þar á eyjunum, og hafa þau öil kosið fulltrúa til þings þessa sem halda skal. Hermenn Banda- ríkja segist Aguinaldo skoða sem bræð ur sina, og viíl að þessi lýðveldi tvö— Bandarikin og Philippineeyjal-nar — geri samband móti hínum sameiginlegu óvinum þeirra. Spánverjum. Þegar fregnritinn spurði Aguinal- do liver mundí verða stjórnarstefna þeirra, hvort þeir ætluðu sér að verða algerlega óháðir, þá fór Aguinaldo und an í flæmingi og vildi ekki svara, en spurði aftur hvað Bandaríkin ætluðu að eera. En er fréttaritarinn gat ekki svar- að, mælti Aguinaldo: “Við höfum ver- ið að berjast fyrir frelsi f langan tíma, og þeir innfæddir menn, sem segjast vilja una yfirráðum Bandamanna, eru óhreinskilnir. Þeir gera það eingöngu til þess að komast að skoðunum þeirra’. Spánverjar þar á eyjunum eru sem þeim er ljúfast, einlægt að reyna að koma Bandamönnum og uppreistar- mönnum í hár saman, rægja hvora við aðra sem þeir geta, 'og ljúga að báðum, hefði þar að likindum verið í óefni kom ið, ef að Dewey og Merrit væru ekki eins gætnir menn og þeir eru. Bandamenn eru nú í óða önn að búa herinn og skipin út með reyklausu púðri. Þeir sáu það svo glögt í bar- daganum við Santiago, að þeir menn hafa mjög mikla yfirburði yfir mót- stöðumenn sína, sem hafa reyklaust púður. Þarna sást ekkeit af .neinni hættu, fyrr en kúlan þaut um eyru manna. Brunnin borgin New Westminster. Tvö þúsund manns húsnæðislausir og hafa ekki skýli yflr höfuð sér. — Þrjár milliónir dollara farnar þar í eldinn. New jWestminster er aðalborgin við Frazerfljótið í fylkinu British Columbia, og var borg hin fríðasta, þótt ekki væri hún stór, en nú hefir haninn rauði galað yfir henni, og af hinum opinberu byggingum hennar er ekki ein einasta sem ekki hafi brunnið upp til kaldra kola, Einn af mönnum þeim sem þar voru viðstaddir segir frá því á þessa leið: Fyrst tóku menn eftir eldinum í skipabryggju Brackman og Karr’s á Front Street, þaðan hljóp hann til C. P. B. stöðvanna, en fór ekki yfir stræt- ið fyrri, þá hljóp hann yfir það og tók húsaröðina hinummegin, svo Columbia- stræti, þar sem verzlunarbyggingar eru mestar í bænum. Ein húsaþyrpingin eftir aðra stóð í björtu báli, og að fáum mínútum liðnum var öllum hinum stóru verzlunarbyggingum bæjarins sópað burtu. Frá Columbiastræti hljóp eldurinn upp hæðirnar og varð þá meg inbálið þar sem var ákaflega stór bygg ing bygð á staurum yfir gili einu ná- lægt Carnarvanstræti. Þar var eins og eldurinn þyrlaðist saman i gýg einn og þaðan spjó hann eyðileggÍDgunni í allar áttir. Fyrst fór enska dómkyrkj an, svo baptistakyrkjan, svo Central methodistakyrkjan og heilmikið af í- búðarhúsum prívatmanna. Alt stóð í logandi báli, en íbúarnir þökkuðu hamingjunni ef að þeir komust ;út á skyrtum sínum, ;Svo hljóp eldurinn níður Camoronstræti [og vafði sig utan um dómhúsið og borgarhöllina. Og þegar alt var búið, var ekki annað að sjá en hrunarústir kolsvartar eða grá- flekkóttar, þar sem áður hafði risið hver húsaröðin upp af aDnari, ljómandi af fegurð, þvi að borgin er bygð á hjöll- um og er [hver upp af öðrum. Ætlað er að fyrst hafi kviknað í gömlu strái, en eldlið og eldvólar alt í mesta ólagi. Manntjón varð furðu lít- ið, eitthvað 5 eða 6 manns. En vand- ræðin af fataleysi, matarskorti og hús- næðisleysi voru tilfinnanleg mjög í fyrstu ; en það sýndi sig hér sem oftar í álfu þessari að menn eru skjótir til ráða og athafna. Fjármálaráðgjafinn frétti þetta í Victoria um nónbil, en tveim klukkustundum siðar hafði hann sent vagnlest til Nanaimo, 75 mílur vegar, með ábreiður, fatnað, húsgögn og mat- væli; þar var gufuskip tilbúið að taka þetta og flutti það svo hratt sem verða mátti til Vancouver, og þegar þar kom beið C. P. B. lestin ef.tir sendingunum og rauk með þær á stað, og kom öllu á fáeinutn mínútum til aumingja fólksins allslausa og hungraða, en það tók við tveim höndum. Þeit-a skeði á sunnudaginn var. Austurríska keisara innan myrt. Það var voðalegt[atvik sem að hönd- um bar 10. þ. m. i Genf á Svisslandi. — Þar var þá stödd Elisabet droitning Frans Jóseps Austurríkiskeisara. Haf i farið þangað að skemta sér og fór huld i höfði, en eins og geugur vissu allir nm ferðir hennar. Á laugardaginn ætlaði hún frá gistihöllinni út á gufubát einn sem var að leggja af stað og lág þar við bryggju. En þegar hún. á skamt eftir að bátnum, kemur maður hlaupandi aftan að hetini og stingur hana með þrístrendri þjöl í bakið. Drottning hljóðar við og hnígnr niður, en rís þó á fætur aftur og getur með hjálp gengið út á skipið, þar hneig hún niður fyrir fult og alt og náði ekki meðvitund fram- ar. Var hún svo borin upp í gistihöll- ina og þar sálaðist hún skömmu seinna. Þjölin hafði gengið i gegnum hjartað og var það mikið að drottning skyldi geta borið sig eins vel eins og hún gerði. Maðurinn sem myrti hana var ít- alskur anarkisti, Luchini að nafni. Atti hann ekkert sökótt við drottningu, en hafði svarið að drepa einhvern konung eða konungborna manneskju. Hafði hann verið á hælunum á hertoganum af Orleans, en mist af honum, og þegar hann vissi að drottning var þar, þá snéri hann því upp í það að myrða hana heldur en að snúa heim erindislaus. Sagt er að þeir hafi verið fleiri i félagi anarkistar, að myrða konunga og stjórnendur og ætlað að myrða forseta Frdkklaiuls og Itauukonung. en þeirra var gætt svo að þeir komust ekki að þeim, þvi að á fundi þeim er þeir álykt- uðu að morðin skyldu fram fara og tóku til mennina, var lögregluþjónn í dul- búningi og komst að ráðum þoirra og aðvaraði viðkomandi stjórnir. Maðurinn sem myrti drottninguna náðist þegar og lét hið bezta yfir verki sinu. Er nú öll Norðurálfa í uppnámi yfir níðingsverki þessu og er búist við að hert verði meira að Anarkistum eftir en áður. Það er ekki gott að segja hvaða æði það er sem grípur mennina til að fremja þessi fólskuverk, en það er líka aðgæt- andi að mennirnir eru nærri frávita sumir hverjir. Ástandið í gömlu álf- unni er víða svo voðalegt, fátæktin og eymdin er [svo ákaflega mikil; menn horfa þar á sína nánustu ættmenn, á konuna, börnin, systur sínar hungrað- ar og naktar; þeir eru heimilislausir. horaðir, svangir, fyrir þeim er ekkert úrræði annað en að fremja glæpi, selja sig og sína, konur. systur og dætur, en horfa á hina velta sér í auðæfum og velgengni. Þeir hejTa hlátur hinna ríku blandast saman við sultarvein og angistarstunur ástvina sinna, og við þetta verða þeir óðir af heift til auð- valdsins. sem þeir kenna um alla sína ej*md. Og svo grípa þeir þetta neyðar- úrræði, að hefna sin, að drepa og drepa. Ef að þessum mönnum liði vel, ef að þeir væru ekki æstir af þessu ó- láni sínu, ef að heimilislíf þeirra væri friðsamt og ánægt, þá mundi engum þeirra koma lil hugar að fremja þessi verk, sem ekki einungis eru þeim held- ur öllu mannfélaginu til svívirðingar. “í leysingu.” Eftir Guðmund Friðjónsson. III. Ég veit að E. H. er háður. En hann er ekki svó háður, að hann þurfi að slá því föstu, að ég hafi ekki hugmynd um eftirmæli Bjarna Thor- arensen eða Eddukvæðin, sem orkt eru andir lausum háttum. Þessu veldur að eins löngun hans til þess, að spyrða mig upp og gera úr mér þorsk á móti ísu. Hann segir að ég hafi fyrirdæmt alt sem ekki er orkt undir föstum hátturn. Hvar og hve- nær ? herra minn ! Eg hefi að eins sagt, að “háttur og hljómur verði að fylgjast að” til þess *ð fullnægja kröfum listarinnar, þeg- ar orkt er, og aumi kerlingarsvipur- iun fari þá að koma á braglistina okk- ar ef þetta verði lagt fyrir óðal, þ. e. lagt alveg niður. Með þessu er ekki ait fyrirdæmt, sem ekki er orkt und- ií föstum háttum. j Það lítur oft, svo út, scm “lærðu” iqennirnir þykist haf'a rétt til þess, að rangfæra fyrir okkur “ólærðu” niinnunum, það sem við segjum, og kálla það alt vitleysu og vanþekk- iifgu, sem ekki er samkvæmt þeirra skoðun. <Er þetta yfirmark mentunarinnar? sRitstjórn ísafoldar þarf þó ekki að hiéyltja sér uppfyrir allar hæðir þeg- ar um óskeikulleikann er að ræða, og ei- ki heldur þarf hún að leggja mig í ftinplti fyrir það sem ég hefi lagt til þeirrar deilu, sem háð hefir verið um slj irnarskrármálið s. 1. missiri. Því þegar framkoma hennar er athuguð í því máli, verður það augljóst hverj- uul manni, að hún mælir eindregið með því í dag, sem hún taldi fánýtt í gær og svo aftur hið gagnstæða. Og af hvcrju kemur þetta ? Það getur komið af tvennu: ann- aðhvort því, að ritstjórnin talar móti betri vitund í eitt skiftið, eða þá að hún hefir talað mannalega um þau mál og atriði, sem hún ber ekki fult skyn á, og er hvort um sig fullíllt af sjáifkjörnum leiðtogum þjóðarinnar. Hvaða ástæða er svo til þess að út- hrópr alþýðumann fyrir það, að hann flaskar á sama skerinu og leiðtogar þjóðarinnar ? IV. Þá verð ég að lokum að minnast á úlfaþytinn, sem gerður er að Möðru- valiaskólanum út af því, að hann fós'"i “framhleypnina” og “fítons- ancla flóiisK u'nhaf*. ’ ‘ Eg þykist nú liafa fært rök að því, að framhleypni, flónska og fleiri ó- kindur þrífist undir fleiri merkjum en real-titlinum frá Möðruvöllum. Eg þvkist hafa drepið á, að þær séu líka til hjá dilkum og undanvilling- um háskólans. Það getur orðið vafamál, hvort ég hafi gert .Möðruvallaskóla ósæmd með þeirri grein, sem Einar nefnir, og gæti ég hrundið þeirri aðdróttun E. H. með vottorði manns, sem er honum engu síður bær til að dæma hlutdrægnislaust í þessu máli. En þó svo hefði verið—hvað sannaði það? Dettur t. d. nokkrum heilvita manni í hug að segja, að þessi og þessi þjóf- urinn hjóti að vera frá latínuskólan- um, þó einhver nemandi hans hafi, ef til vill, verið grunaður um þjófn- að eða staðinn að honum ? Ég get ekki séð eða viðurkent, að Möðruvellingar hafi gert mikinn op- inberan hávaða hér í landi, þegar einir 3—þrír menn, af líklega nálægt 200 útskrifaðra nemenda skólans, eru undan skildir. Jóhannes Þor- kelsson, ég og .Jón þessi Stefánsson eru þeir einu sem lítilsháttar hafa raskað þeirri grafarró, sem hinar ærugjörnu sveínpurkur vilja með engu móti að sé rofin. Þetta er alt og sumt! Á móti þessum þremur má nefna aðra þrjá Möðruvellinga, sem eru víst að góðu kunnir og spektinni einni saman: Ögmundur Sigurðsson Bjarni Jónsson og Páll Jónsson, enn- fremur Hjálmar Sigurðsson og Ilann- es Biöndal. Sumir þessir menn hafa verið innundir brekáni ísafoldar og eru það góð meðmæli og ólýginn, þegjandi vottur um auðsveipni og lítillæti. Þuð er því ástæðulaust að bregða Möðruvellingum yfirleitt um fram- hleypni. Þeir eru flestir eftirlætis- lausir menn, menn, sem vinna alla vinnu, sem fyrir kemur og hreykja sér ekki lifandi vitund upp fyrir gangstíg almennings. En hinsvegar eru þeir engir kongs- leppar eð drottningarpeð með negld- ar “fætur úr marmara köldum.” Þeir mæna engum vonaraugum til sætra náðarbrauða og hafa því enga knýj- andi matar-ástæðu til þess að þegja um þau mál, sem þeim er ant um að hreifa, eða rita um mál, sem þeir vildu helst þegja um. Þetta er önnur aðal-orsökin til þess að Möðruvellingar hafa hóað stund- um nokknð hátt í sætin. Ilin orsök- in er sú að skólinn er helst notaður af norðlendingum. En þeir ern ald- ir upp við harðari veðráttu en aðrir landsmenn og hafa því ef til vill sferkari rödd. Jæja, nú fer ég að hætta. Eg nenni ekki að rita greinina upp aftur því ég ætla að E. H. komist nú að meiiiingunni eins og hún er hér fram- sett, þótt liún gæti hinsvegar verið skipalegri. En einu skal ég þó bæta við: Hann getur þess þf r sem hann úthrópar alþýðuna, að bændurnir séu heldur en ekki málandasamir á þing- inu. Þetta getur satt verið og rétt. En hann getur þess að engu, að einn æðsti embættismaðurinn I efri deild lýsir því stundum yflr, að hanr beri ekkert skyn á málin, en heldur svo ræður “uppá” 1—2 arkir um þetta, sem hann ber ekkert skyn á!— Víða er pottur brotinn. Ótal pottbrotin eru slík og eitt er þarna í Reykjavík. Klondike-bréf. DAWSON CITY, 12. ÁG. 1898. Herra ritstjóri Heimskringlu. Þar eð marga mun fýsa að frétta frá þessu oftnefnda gulllar di, þá sendi ég yður ágrip af ferðasögu minni hing- að, sem þér megið birta í blaði j-ðar ef jrður sýnist. Er þá fyrst til að taka er við lent- um í Dyea 30. Marz. (Við vorum þrír landar í félagi, hinir tveir frá Utah). í Dyea er útgrynni mikið svo lending- arstaðurinn er hálfa þriðju mílu frá bæn- um og urðnm við að biða eft.ir flóði og fjöru til að fá fiutnmg okkar í land. Djrea var þá alllíflegur bær, en vitan- lega var allur starfi þar í þarfir ferða- manna, en þarfir þeirra eru margar. Þar voru greiðasölnhús margvísleg, frá lélegum bjrrgjum til ágætra þríloftaðra bygginga. Þar var fjöldi manna með hesta, uxa og hunda til að fl.yrja menn og flutning. Snjór var þá nýtekinn af táglendi svo vagna varð að brúka upp að fjallinu sem er 8 mílur á burt „g kostaði sá flutningur 75c. fj'rir 100 pd. Næsta dag, 3. Apríl keyptam við flutn- ing á dóti okkar til “Sheep Camp,” sem er 3 mílur, og kostaði það 70c. fyrir 100 pd. Þar hefir mj-ndast lítill bær með fáeinum húskofum, en tjöld voru þar í hundraðatalí, og menn svo þúsundum skifti. Þann dag var regn á láglendi en snjóhríð allmikil til fjalls, enda kom þá hið hræðilega slys fyrir (snjóflóðið), sem blöðin munu hafa gefið góða lýsing af. En ég verð að geta þess, að það var æði hroðalegtaðlíta hreyfingu þorpsbúanna þann dag. Við komum þar kl. 3 e. h. og voru þá hópar manna í hundraöatali að ryðjast upp með graftól þangað er snjóflóðið var, en aðrir hópar komu á móti með lík hinna dauðu. Margir voru teknir út lifandi og talaði ég við einn þeirra, er sagðist hafa staðið uppréttur í snjódyngjunni, en var þó fet undir yf- irborði skriðunnar þegar hann stansaði. Fj-rirboðið var að fara um veginn nokkra daga á meðan verið var að grafa í sundur snjóinn og leita hinna dauðu, enda var þá sjahlan gott fjallveður, oft- ast snjóbleita neðra, blindhilur til fjalls. svo menn máttu stundum snúa aftur frá að koma einum bagga upp á fjall. Við keyptum fiutning á raestu af okkar dóti upp undir skai-ðsbrekkuna. Þann 19. vorum við búnir að koma öll- um fiutning okkar upp á skarðið og þann 24. var það alt komið til Lake Lindeman, en við Lake Bennett bjrggð- um við bát okkar, og biðum svo eftir að ís leysti. Þar var loftslag þurrara en hinumegin fjallsins, en frost þó ekki meira en svo, að aðeins fraus tvær næt- ur á vatni í tjaldinu, en til þess þarf ekki mikið frost, þar sem snjórinn er gólfið að því undanteknu. að maður þekur hann smá trjágreinum, er maður hefir höggið í “einhverjum skógi ” Hjá Lake Bennett voru ekki neraa fáeinir bjálkakofar, en þó töluverð borg að maunfjölda. Allir voru önnum kafnir í að ná sér efni og smíða báta, en skógur er þar upprættur, sem nokkur veigur er í, og varla mögulegt að fá meira en 6 þuml. breitt borð. Borðviður var þar frá 25—35c. fetið. Þar varð allmikið þjark er bannað var með lögum að höggva við til bátagerða, nema keypt væri sérstakt leyfi til þess, og varð þá mörgum að benda á ósamkvæmni f leyfi því er þeir höfðu áður kej'pt (miners license), er áskildi manni leyfi til víðar- höggs. Þann 30. Apríl lögðum við af stað því þann dag leysti ísinn alveg. 2. Júní LESIÐ! Onnur hrúga af hinum makalausu Nivamloivu jbjnv h Itlankctsí J /7 nýkomið til vor Æ g* _ — kosta að eins Æ W Einnig þung og góð vetrar teppi—(þau vigra 7 pund).— Þau komu beina leið frá verkstæðinu, og við seljum jmu að eins eina viku fyrir $2.50 Þetta er ekkert auglúsinga-agn. Komið og skoðið það sem vér höfum á boðstól- um. Það borgar sig fj'rir jrkkur. Gilison Camet Store, 574 Main Str. komum við til Lake Tagis ; er j>ar lög- reglumannastöð, og þurfti þar að gegn- umganga einn hreinsunareld stjórnar- innar, nfl. að ranDsaka hvort tollurinn væri borgaður og fór mjög orð af þvíað þeim er við það fengust yrði fengsamt með skildinga hjá ferðamönnum, þvf svo mílum skifti af margfaldri bátaröð lá á fljótinu, en allir vildu sem fjrrst komast til hins fjrrirheitna landsins til að moka upp gullinu og horfðu þvíekki í að “bera fé i dóminn” til þessaðsleppa sem fjrrst. Eftir 20 klukkutfma dvöl vorum við ferðbúnir þaðan. Þann 4. komum við til “White Hoise Rapids.” Um þann foss eru deildar skoðanir. Sumir segja þar hættulaust að fara yfir* með báta sína.en aðrir eru á gagnstæðri skoðun ; en eitt er víst, að margir bát- ar, stórir og smáir bátar fórust þar, hlaðnir vörum upp á. mörg þúsund doll- ara. Flestir létu hina smærri báta fara mannlausa niður fossinn ; þannig létum við lítinn bát er ég ótti í félagi við Þjóð- verja er slóst í samför með okkur, fara hlaðinn niður fossinn með sleðum o. fl. Við bj’gðum þennan bát við Lake Ben- nett og köiluöum haiip Leif IJiríkgeon. Leifur kóm íueð air ói-kcu'T, iíhiu J ejrri hinumegin við fljótið. 7, Júní fór- um við þaðan. Þá má geta eins staðar um 30 mílur frá Lake Labarge ; þar er fljótið afar stórsteinótt óg hefir flestum gle.vmst að vara við því; þar brotnuðu margir bátar. En eft r að Teslinfijót fellur saman við það er því lokið. Það er mikið fljót með jökullit. Þann 12. fórum við j'fir “Five Finger Rapids,” er þar ekki mjög mikil hætta yfir að fara. Um þetta leyti urðum yið fyrst varir við flugurnar, sem ásóttu okkur er v’ð höfðum náttstað; þær áreita mann ekki mikið úti á fljótinu. Þann 14. komum við að mjrnni Stewart fljóts- ius og skildi þá með okkur löndum, því þá fór ég með þjóðverjanum upp Stew- art tijótið, en með því að lítið varð á- gengt með gullfund, þá snárum við aft- ur eftir 80 mílna ferð upp eftir fljótinu, og héldum til Dawson City. Kl. 2 að morgni hins 23 Júlí komum við tilþess- arar heimsfrægu gullt orgar, og var þá hér alf á ferð og tiugi sem um hádag væri. Allir vita að sumir Dawsonbúar hafa þau hlunnindi hjá •stjórninni, að mega draga sína meðbræður niður í saurrennur mannlegrar ej’mdar, bara ef eigandi glæpaverkstæðisins borgar dálítið fj-rir það. og þe. ar þess er gætt að þetta á sér stað undir verndarvæng stjórnarinnar, þá er eDgin hætta á að ekki sé alt i góðri reglu. F.g hefi rej-nt að telja vínsöluhúsin hér. en ætíð mist töluna ; í gærkveldi fór ég að reyna að telja hvað af þeim liefði flest spilaborð, og fann að þau höfðu fiest frá 8—10, af ýmsum tegundum. Dawson bær liggur i nokkurs kon- ar hvammi við Yukonfljótið og þó tal- inn sé hér langur sólargangur á sumr- um, þá kemur sól nú ekki upp fyr en kl. 7 að morgni, Það er hár hóll þeim megin en dálítið undirlendi neðan við sem er eitt forarfen, en sem væri lítil- ræði eitt að þurka upp með litlum þver- skurðum. Jafnvel aðal stræti bæjarins, sem liggur fram með ánni, er auðugt af forarpollum og trjástofnum. Klondike River rennur hér í gegn um hæinn og er það að mestu lej-ti hreint og tært vatn. Verðlag á vörum er hér margyíslegt I fyrravetur urðu flestar matartegund- ir $1—81,50 pundið. Þó bar út af þvf með ýmislegt; t. d. urðu egg $25 tylftin og naglar urðu $7 pundið. En síðan fólkið kom inn í vor varð alt ódýrara. Hænsni voru flutt hingað á gufubátun- um um daginn og kostuðu 812 50 hvart og fyrsta eggið, er þau verptu, var selt fjrrir 810. Hejr er hér ætínlega dýrt, um 820 hundrað pundin. Fréttablcð koma hingað frá umheiminum og seljast fyrir 81 eintakið. Póstsendingar ganga hér svo óreglulega, að slíkt eru vand- ræði; afgreiðslan hór er svo skammar- lega seinlát. að menn mega oft bíða eft- ír bréfum sínum viku og leugur. íslendinga varð ég var frá Winni- peg, 5 að tölu. Þeir eru vist úti í nám- um nú. Eg fer þangað eftir 3 daga til að vinna á námalóð. Christian Sveinsson. Frá Helena, Montana,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.