Heimskringla - 22.09.1898, Síða 1

Heimskringla - 22.09.1898, Síða 1
Heimskringla. XII. ÁR WINNIPEG, MANITOB/V 22. SEPTEMBER 1898. Nli 50 4 4 4 4 4 4 4 Fullkomnasta Fataverzlun [ bænum, bæði smásaia og heildsala (j; Alt nýjar vörur. ekki melétnar eða L V (jatslitnar af að flæajast á búðar- P :jl hillunum. Komið allir og sann- k 3 færist, og njótið hinna beztu kjör- L i| kaupa sem nokkru sinni hafa boð- s? í ist i þessum bæ. Við höfum allt | ) sem að fatnaði lítur, stórt og smátt 4 4 Munið eftir nýju búðinni. EASTERN CLOTHINQ HOUSE Wholesalb & Retail. . -570 Main Str.— 4 4 4 4 4 4 J. Genser, eigandi. £ Frjettir. Markverðustu víðburðir hvaðanæfa. Emila Zola situr alt af i Svisslandi, þó fáir viti hvar helzt hann er niður- kominn. Hann lætur ótvíræðilega í ljósi það álit þitt að Dreyfus-málið verði alt endurskoðað, og að þó mál- móts.aðan sé hörð og mikið í húfi hvað heiður sumra hershöfðingjanna snertir, þá stefni þó alt nú í réttu áttina, Hann kveðst ekki muni fara til Frakk- lands fyrst um sinn, þvi hann geti unn- ið málinu meira gagn á því stigi sem það sé nú, með því aðvera kyr. En ef hann sjái að eigi að kæfa sannleikann. þá hljóti hann að taka sér pennann í hönd og ávarpa hina frönsku þjóð, og þá hiki hann ekki við, ef þörf gerist, að heimsækja föðurland sitt, þó hann bíði dauðann fyrir. Sagt er að William Jennings Bryan muni segja af sér stöðu sinni í hernura, til þess að geta teki* þátt i kosningun- um í haust í Nebraska og víðar, Talið er víst að herdeildin sem hann tilheyrir, muni verða send til Cuba til aðseturs, undir forustu Generals Fitzhugh Lees Þykir Bryan þvi mjög slæmt að þurfa að hverfa heim aftur, en flokksmenn hans heimta að hann gefi upp stöðu sína, þar sem stríðið sé á enda, og eng- in líkindi til að hermannaskortur eigi sér stað. Einn fallegasti blómsveigurinn á líkkistu keisarafrúarinnar í Austurríki Var frá forseta MoKinley. Tyrkjasoldáni er það nokkuð nýtt að þurfa að láta undan öðrum þjóðum að öllu óreyndu, en þó hefir nú farið svo að hann hefir orðið að láta að kröfum Eng- lendinga'og afvopna her sinn á Krítey og fá Candiu í hendur Bretum, sem hafa þar hergæzlu fyrst um sinn. Talsvert margir hafa nú þegar gefist á vald Breta ogjer, sagt að tveir menn í þeim hóp hafi*verið leiðtogar í upphlaupi því sem gert var i Candia á dögunum, þeg- hermenn soldánsins og skríllinn þar réðust á oglmyrtu um hálft þriðja þús- und kristna*meðborgara sína, þar ámeð- al nokkra enska'borgara. En það munu aðallega hafa”verið morð þeirra sem ýttu undir England og hin stórveldin að hóta Tyrkjum hörðu ef þeir ekki hættu tafarlaust óspektum og ofsókn' um við kristna menn þar í landi. Fréttir frá Cairo og öðrum stöðum fullyrða nú að Frakkar séu orðnir hinir auðmjúkustu, að því er snertir kröfu til itaka í Fashoda meðfram Nílánni í Afríku. Stjórn Frakka hefir gefið Bret- um það til kynna, að Major Marchand með sína frönsku herdeild hafi ekki tek- ið eða haldi Fashoda í umboði Frakk- lands, og er því búist við að hann muni hafa lið sitt£á burtu þaðan híð allra bráðasia. Frá Ítalíujberast þær fréttir, að hið mikla eldfjall Vesuvius 3é nú með voða- umbrotum og að fólk þar í nágrenninu sé mjög óttaslegið við umbrotin 1 þessu eldtrölli. Gosleðjan rennur út jrfir land- ið á ýmsa vegu og hefir þegar eyðilagt stóran og frjósaman dal (Vedarino-dal inn). Veðurathuganastöðin, sem áður stóð 610 metra átt yfir sjávarmál, er nú að eins 27 metra yfir sjávarmál, og hefir Þessi lækkun landsins orsakast af elds- umbrotunum í fjallinu, því landið geng- ur alt í bylgjum á stóru svæði þar um- hverfis. sjö eldgýgir hafa myndast i kring um hinn gamla aðal eldkjaft, og spú þeir nú allir eldi og brennisteini út yfir landið, og er það svipið því sem þar átti sér stað 1872. Einn eldleðju- straumurinn er um hálfa mílu á breidd og hvíslast hann út yfir nærliggjandi héruð i þrem greinum. En öskufallið þvrlast út yfir landið og hylur það. Á kvöldin er alt uppljómað af eldroki og er sú sjón sögð að vera eins mikilfeng- lega fögur eins og afleiðingin er voða- leg fyrir líf og eignir manna. Óvanalegur hvirfilbylur gekk.yfir Montreal á sunnudaginn var. Vindur- inn var á suðvestan og svo sterkur, að hann braut í sundur stórtré og sleit önnur upp með rótum ; fylgdi því hagl- hríð mikii og voru höglin þumlung í þvermál. Gluggar á húsum brotnuðu hvar sem höglin komu við og er sá skaði út af fyrir sig talinn stórmikill. 011 umferð um borgina varð að hætta um tíma. Ekki er getið um manntjón af veðri þessu. Blaðið “London Life” flytur þá fregn, að hinn frægi skáldsagnahöfund- ur Emil Zola, sé um það leyti að gerast kaþólskur prestur ; á þess að hafa verið farið á leit við páfann að veita Zola prestvígslu og hafi páfinn samþykt að svo mætti vera, eftir svo sem 6 mánuði hér frá. Frá Washington koma þær fréttir, að Col. Wiliiam Bryan, forsetaefni silf- urmanna í Bandaríkjunum við síðustu kosningar þar, sé um það bil að segja af sér stöðu sinni í hernum til þess að gefa síg allan við pól'tík. Sagt er að hann vilji fyrir hvern mun komast heim (til Nebraska) svo timanlega, að hann geti tekið þátt í kosningabaráttunni sem þar fer fram í haust. Það er ekki ólíklegt að lyftist brúnin á Demókrötum er þeir heimta Bryan heim aftur og fá að njóta hinnar frábæru mælsku hans við kosn- ingarnar. Colonel rheodor Rooswelt, foringi hinnar frægu “Rough Riders” herdeild' ar, sem svo hraustlega gekk fram í bar daganum við Santiago á Cuba, kvað ætla að sækja um ríkisstjóraembættið í New York undir merkjum Repúblík- ana nú i.aust; er talið víst að hann nái útnefningu. Friðarsamningsnefnd sú sem hefir með höndum mál Bandamanna á París- arfundinum, hefir nú fengið skipanir sínar frá Bandaríkjastjórn, og er henni uppálagt, eitt með öðru, að heimta af Spánverjum skilyrðislausa uppgjöf á Luzoneyjunni, og er hún in langstærsta af Philippine-eyjunum og er borgin Manila á henni. Frá löndum. SPANISH FORK, ETAH, 12. SEPT (Frá fréttaritara Hkr.). Helztu tíðindi héðan úr umdæminu eru lát Wilfords Woodruffs, forseta Mormónakyrkjunnar hér í Utah, Hann lézt í bænum San Francisco, Cal., að morgni hins 2. þ. m. Var hann stadd' ur þar ásamt fleiri vinum og vanda- mönnum á skemtiferð, og kom því fregnin um lát hans eíns og reiðarslag úr heiðriku loftihingað til Utah. Woodrufi var 9l árs og 6 mánaða gamall er hann lézt; fæddur 1. Marz 1807. Hann tók Mormónatrú um 1833 en var "gerður að forseta Mormóna- kyrkjufélagsins í Apríl 1889, og hélt því embætti og ýmsum fleiri til dauðadags. F.kki veit ég með vissu ' hvað marg- ar konur Woodruff hefir átt, en sagt er að hann hafi verið faðir 32 barna, og lifir 21 af þeim. Hann átti um 90 barna böru og nokkur barnabarnabörn. Eina mynd i fjórum liðum hefi ég séð af for- setanum og af nöfnum nans Wilford- unum. og var hún lekjn 1897. Sýnir hún fyrst H. Woodruff, sjálfann,2. W- Woodruff, yngri son forsetans; 3. Wil- ford S. Woodruff, sonarson hans, og 4. Wilford C. Woodruff, sonarsonarson hans, og eru það 4 liðir í beinan karl- legg. Gerir nokkur betur? Woodruff var álitinn mikilhæfur maður og vel virtur hvívetna, bæði af trúbræðrum hans og öðrum er hann þektu, bæði fjær og nær. Sá sem næstur stendur til að verða spámaður og forseti kyrkjunnar, heitir Lorenzo Snow, og er einn af hinum 12 postulum, nálægt 50 ára að aldri, vel liðinn og merkur maður. Hann verður settur inn í embæ.ttið á næsta kyrkju- þingí, snemma í næsta mánuði. Lík forsetans var flutt til Salt Lake City, heimilis hans, og jarðað þar hinn 8. þ. m. í viðurvist eitthvað um 25,000 manns. Tíðaríarið er hin mesta blíða. Haust- vinna: uppskera, þresking og sáning gengnr því í bezta lagi. Hveitiverð er lágt—45—50 cents í dag. Heilsufar og höld fjár almennt yfir bezta lagi. Pólitiskur gauragangur kvað nú vera farinn að gera vart við sig í meira lagi. En hvernig honum lyktar frétta menn ekki fyrr en öllu er lokið í haust. Að öðru leyti tíðindalaust. Friður og rósemi haustfegurðarinnar baðar oss nú, en lífið líður áfram lygnt og ró- lega. Fróðlegt sendibréf. Frá hr. B. B. Gíslason. Sem nú er í her Bandaríkjanna á Pilip- pine-eyjunum. Kæri vinur :— Þegar ég ritaði þér síðast frá San Francisco, þá lofaði ég að senda þér annað bréf þegar ég væri kominn til Manila. Fið erum reyndar ekki komn- ir þangað enn, en af því að alt er í óvissu um tíma og tækifæri til ritstarfa þegar þangað er komið, þá nota ég tækifærið til að hripa þér þessar línur á meðan við veltumst yfir öldur Kyrrahafsins áleiðis til landsins fyrirheitna. Eg byrja þá söguna er við lögðum af stað frá Merrit-herbúðunum í San- Francisco kl. 11 sunnudagsmorguninn 26. Júní. Loftið var þungbúið og þoka og suddarigning um morguninn, en birti til er leið að hádegi; kom þá sólin fram í allri sinni dýrð og sendi brennheita geisla yfir herdeild okkar. Það va. jrð- ið talsvert áliðið degi þegar við vorum allir komnir um borð í skipið og af því að enginn okkar hafði haft tíma til að hugsa um miðdagsverð þann dag, þá vorum við orðnir bæði þreyttir og svangir þsgar við vorum búnir að koma okkur fyrir í skipinu. En þá komu blessaðar rauða-kross konurnar okkur til hjálpar, og gáfu hverjum manni körfu með góðri máltíð í. Þessi hersveit er hin þriðja er send hefir verið til Philippine-eyjanna, og eru í henui fullar sex þúsundir manna, á sex skipum. General Merrit er yfirfor- inginn yfir þessu liði. Skip það sem ég er á, “The City of Para,” er hið stærsta í þessum flota ; það er 300 feta langt og 25 feta breitt. Neðri hluti þesser útbú- inn með rúmum, en þar er svo loftlaust að ómögulegt er að sofa þar, og ekki kem ég svo þar niður, að það minni mig ekki á “The Black Hole of Calcutta.” Meiri partur af efri hluta skipsins hefir verið útbúinn fyrir yfirmennina. Þú getur því imyndað þér hve mikið pláss muni hafa verið ætlað handa hinum þúsund hermönnum sem þar voru. Við sofum uppi á þilfari, í skipsbátunum og uppi í reiðanum, og yfir höfuð hvar sem við finnum pláss til að leggjast niður. Mánudaginn 27. Júní, kl. 3 e. h., sigldum við af stað með þeirri skipun, að halda beint til Honolulu á Hawaii- ejrjunum og taka þar kolaforða. Slæmt var i sjó fyrstu 2 dagana svo að öldurn- ar gengu yfir skipið; en við fundum ekki mikið til þess, því við vorum flest- ir svo veikir af sjósótt, að við hirtum lítt hvort skipið skreið ofan á eða undir bylgjunum. En eftir það fengum við hægviðri og sléttan sjó og urðum brátt heilir heilsu. Við höfðum vonast eftir að komast til Honolulu þann 4. Júlí, en þar eð við náðum ekki þangað þann dag, þá urð um við að halda okkar þjóðhátíð um borð í skipinu. En alt fór það svo ró- legafram,að við áttum bágt með að gera okkur grein fyrir þvi, að þetta væri hinn mikli frelsisdagur þjóðar vorrar.— Næsta morgun kl. 3 vöknuðum við við hróp mikil á þiljum uppi og var hrópað “Land i augsýn.” Ég var á efsta dekki og reis upp við olnboga, og sá ég nokkra svarta fjallahnjúka yzt við sjóndeildar- hringinn. “Er þetta landið sem drýpur af mjólk og hunangi,” spurði ég sjálfan mig, “og sem Bandarikin hafa i nokk- ur undanfarin ár ráðgert að taka í band&lag við sig?” En af þvi ekki var annað að sjá en þessa mænandi fjalla- hnjúka, þá sofnaði ég aftur, þar til kl 5 að ég vaknaði við það, að skipin voru úti fyrir hafnarmynninu og hafnsögu- maður kominn til að beina þeim rétta leið inn á höfnina. Þegar skip vort rann upp að bryggjunni, þá gall við fag- ur lúðrahljómur, sem barst með morg- unblænum af landi ofan. Var það liorn- leikendaflokkur ejrjarbúa sem bauð oss þannig velkomna. Við höfðum gert okkur ýmsar hugmyndir um ejrjar þess- ar og íbúa þeirra, en við komumst brátt að raun um það, að hugmyndir fólks í Bandaríkjunum um þetta eru fjærri sauni. Því í átað þess að mæta þar hálfnöktum skrælingjum, eins og við höfðutn ímyndaðokkur þessa “Kanaka’’ (svo eru ejrjarskeggjar nefndir), þá mættum við þar gáfulegum mönnum og konum, klæddum í búning mentaðra þjóða, ojj í stað stráþaktra smákofa blöstu þar hvervetna við snotur timbur- hús, umkringd fögrum blómgörðum og ökrum og risavöxnum pálmaviðartrjám í stað þessa að hitta þar fyrir óhreinlátt óupplýst og hálfvilt'fólk, þá hittum við þar hreinláta, gáfulega, siðsama og mentaða þjóð. jaðri bæjarins ; er það þyrping húsa og veitir Collega þetta í rauninni alla há- skólamentun, þar með talin tungumála- kennsla og kennsla í uppdráttarlist. Ennfremur óru þar privat barna- og unglingaskólar. Mér var sagt að jrfir 14.000 manns hefðu notið þar kennslu á síðasta ári, og að rúmur helmingur læirra hefðu vefið innfæddir eyjabúan (Niðurlag næst.) Hawaii-eyjarnar eru 8 talgins, og er stærð þeirra allra um 6700 ferh.mílur og fólksfjöldi um 109,000. Borgin Hono- lulu stendur suðvestan í fjallshlíð á eyj- unni Oahu. Borg þessi hefir um 29,000 íbúa og eru um 8000 þeirra hvítir menn, að mestu frá Bandaríkjunum, Tvær mílur frá borginni, á hægri hönd þegar af sjó keraur, stendur eldfjallið “Dia- mond Head” og ber hin svarta gosleðja sem runnið hefir þar ofan eftir hlíðun- um þess ljósan vott, að þar hafa ein- hvern time verið stórkostleg urnbrot, þó að á siðari árum hafi þar ekkert eld- gos komið tT'ð rætur þessa eldfjalls, á þá hlið sem snýr að borginni, stendur smáhýsi eitt, og var það um nokkurra ára timabil heimkynni hins nafnfræga skáldsagnahöfunds Robert Louis Stev- enson. Milli fjalls þessa og borgarinnar eru stórir aldingarðar með þéttsettum röðum af kókohnetu-trjám og banana- trjám. Rétt á bak við borgina er ann að fjall, 3000 feta hátt, sem með sínum grænu hlíðum gerir útsjónina frá bæn- um yndislega fagra. Þegar maður horf- ir af þessu fj»-:H ofan yfir bæinn. þá lít ur alt út sem einn stór blómreitur, þvi húsin eru að mestu hulin undir limum hinna margvíslegu trjátegunda. Fæst ar byggingar eru þar verðmiklar, þær eru að mestu leyti hreinleg og snotur timburhús, og hefir hvert þeirra sinn eigin sérstaka skrautgarð með allskonar blómum og trjám. Þetta Kanaka-fólk hefir ljós-kopar rauðann hörundslit, svart hár og dökk augu. Það er stórvaxið og hraustlegt skarplegt og gáfulegt; tæplega er þar nokkur óupplýstur maður,og nálega all- ir tala enska tungu reiprennandi og með gáðum framburði. Kanaka-málið er mjðg óbrotið ; stafrof þeirra hefir að eins 16 stafi, 5 hljóðstafi og 11 raddstafi. Hljóðstafirnir hafa þar sitt hreina lat- neska hljóð og heyrast allir í framburð inum og sérhvert atkvæði endar með raddstaf. Þjóðernisskiftingin er þar ekki eins ströng eins og á rnilli hvitra manna og svertingja i Bandarikjunum. Kanakar hafa þar jafnt tækifæri við hvita menn til allrar vlnn, ef þeir eru jafnvel til þess færir. Giftingar milli hvítra manna og innfæddra eru þar all tíðar. Áhugi fólksins til að afla sér mentunar er framúrskarandi mikill Einn af háskólakennurunum sem ég átti þar tal við, sagði mér, að löngu áð ur en innflutningar til ejrjanna bjrrjuðu höfðu ibúarnir marga skóla, en eftir því sem tímar liðu hefðu þessir gömlu skólar og þeirra fyrirkomulag orðið að víkja fyrir nútíðar fýrirkomulagi, sem væri að mestu leyti sniðið eftir því sem viðgengist á skólum í Bandaríkjunum Fyrstu skólalög eyjanna voru samin 1885, og hafa þau meðal annars það á kvæði, að ensk tunga skuli kend i öllum skólum og að tilsögnin skuli fara fram á því máli á öllum opinberum og privat skólum. Ennfremur er það ákveðið i lögum þessum, að öll börn á aldurstíma bilinu milli 6 og 15 ára, skuli ganga á skóla þessa. Mér veittist tækifæri til að skoða skóla þessa, bæði “High School” og “College” i Honolulu. Báðir þessir skólar standa á landspildum sem hafa verið prýddar svo sem mest má verðá. Háskólinn er snotur timbur bygging tviloftuð, og eru þar öll hin nýjustu kennsluáhöld. Oahu College stendur á yndisfögrum bletti í austur- Vínsölubannið. LE5IÐ! 75c. (Aðsent). Bindindisfólkið í Manitoba liefir tek ið upp talsvert pláss í 3 síðustu útgáf- um af ísl. blöðunum, til þess að sýna fram á það, að menn ættu að greiða atkv. með vinsölubanni við kosning- una 29. þ. m. Ég vonast til að þér, hra ritstjóri séuð nógu frjálsljrndur til þess að lofa mér einnig að leggja orð í belg í einu blaði jrðar, til þess að sýna nokk- uð sem mælir meðviðhaldi vínnautnar- innar. Það eru margir mikilhæfir gáfu menn, (sem eru sterklega á móti bann- inu. svo sem Principal Grant. Hann segir: “Eftir langa og ajvarlega umhugs- un, hefi ég komist að þeirri niðurstöðu, að vínsölubann mundi rejraast skaðlegt fyrir bindindismálið og sérstaklega skaðlegt fyrir siðgæði og ástand al- mennings. Af því að þetta er sannfær- ing mín, þá er það sannarlega skj’lda mín að greiða atkv. móti vínsölubanni’. Enn fremur segir hann: “Við höf- um gert tilraun i Ont. með vinsölub^nn og þegar Canada var sem strangast 1889, þá voru vfir 7000 manns þar í fylkinu sektaðir fyrir drykkjuskap á því ári. En þegar vinsalan var leyfð 1894, þá voru að eins 3267 manns sekt- aðir fyrir drjrkkjuskap”. Þetta Sýnir að bannið eykur drykkjuskap og spillir siðgæði almennings. En intektir af vín- söluleyfi tapast lands- og fylkissjóði. Vínsölubaunið get-ur komið i veg fyrir opinbera sölu áfengra drykkja. En laumusöluna getur það ekki hindrað. Lyfjabúðir mega selja vin til lækninga og sakramentis athafna, og það verða víst margir lasnir þegar þá langar í vín. Þeir ganga bara eins og Good- templar hafa stundum gert með læknis- vottorð upp á vasann, og það veitir þeim kauprétt til vins. — Viðvikjandi rikinu Maine, þar sem vinsölubannið hefir verið í gildi i 40 ár, þá er eftir fjdgjandi jrfirlýsing sem gerð var á bindindismannasamkundu, sem haldin var í bænum Watswille 30. April 1896; “Vér staðhæfum hér með, að ástand- ið i ríkinu Maine ber vott um svo mik- ið hirðuleysi, að það er minkun fjrrir menningu fólks þess sem þar býr, al- gerð fyrirlitning fyrir vinsölubanslög- unum, og heil héruð í ríkinu hafa nú opinbera vinsölu, þvert ofan í lögin. Embættismenn út um landið nota vin- ið til þess að ná inntektum fyrir sveitir og sýslur; og þessi langvaiand* með- höndlun vínsins hefir gert það að verk um, að mikill fjöldi hinna heiðarlegustu manna bera nú ekkert traust til laga úessara. Annað markvert atriði, sem hér má geta, er það, að i Maine, er hef- ir 670,000 ibúa, eru 1597 vitfirringar, 627 heyrnar og málleysingjar og 672 blindir. En i Ontario, þar sem ibúa- talan er 2,009,000, þar eru að eins 605 vitfirringar, 30 heyrnar- og mállausir og 141 blindir. Ástæðan fyrir þessum stóra mismun er sögð að vera sú, að þar sem vinið fæst ekki frjálsum kaup- um. þar notar fólkið ýmiskonar meðöl í víns stað, og það eru þau sem hafa hin spillandi áhrif á heilsu manna og vitsmuni. Altþettaeru ástæður Dr Grants, og eru þær flestar vel teknar Annar merkur maðui i Canada próf. Goldwin Smith, sem nýlega hefir ritað langt mál til þess að sýna að víu sölubannið sé skaðlegt fjrrir Canada, hvernig sem á það sé lilið. Rejrnslan í Kansas-ríkinu er svipuð eins og í Maine. Það er þar eins og ahnarsstað ar sannað, að glæpir eru ekki afleiðing af vinnautn. Þeir sem fóru i fangelsi Önnur hrúga af hinum makalausu Svtandotvn Illankcts nýkomið til vor — kosta að eins Einnig þung og góð vetrar teppi—(þau vigta 7 pund).— Þau komu beina leið frá verkstæðinu, og við seljum þau að eins eina viku f jrrir $2.50 Þetta er ekkert auglúsinga-agn. Komið og skoðið það sem vér höfum á boðstól- um. Það borgar sig fyrir ykkur. dilison Carpet Store, 574 Main Str. fyrir glæpi á árunum 1870—1880, meðan vin var selt, voru samtals 1808; en á árunum 1880 til 1890, þegar vinsölu bann var í gildi, voru þeir 3428— nálega helmingi fleiri. Ekki heldur vex velmegun þjóðar- innar við bindindi. I ríkinu Mainehefir íbúatalan staðið i stað um margra ára timabil, en glæpir hafa aukist frá 1548 árið 1878, upp i 3672 árið 1884, og fá tækragjald er þar hærra en í nokkru öðru ríki í sambandinu. Það er ekki bindindi heldur árgæzka sem hefir áhrif á hag þjóðanna. Þegar vel árar, þá er drukkið meira en á öðrum timum, en samt vex þá velmegun fólksins og glæp- minka stórum. Ef vínsölubannið gengur í gegn, þá tapar ríkissjóður ár- legum inntektum sem nema $8.230.000 Og fylkissjóður tapar árlega 1.400.000 Tekjumissir samtals $9.630.000 Þessi upphæð verður að hafast upp með beinum sköttum, sem þá koma harðast niður á fátæka fjölskyldufeður. Þeir herrar Mr. Laurier og dómsmálaráð- herra David Mills, hafa báðir lýst yfir því, að það verði nauðsynlegt að leggja beina skatta á þjóðina ef vínsölubann kemst á. Margir prestar eru á móti vír-ölu- banni, þar á meðal þeir Prof. Clark, Grant, Baldwin, Millegan.George Hagu Kloepher, Malholland, og biskuparnir Dumveelne, Duhannel og Campbell o.fl. Þeir ráða mönnum til að greiða atkvæði á móti vinsölubannsþvingunarlögum af því : 1. Að þau skerði persónulegt frelsi mann; 2 Að þau gerðu það nauðsynlegt að leggja beina skatta á þjóðina svo næmi $2 á hvert nef árlega ; 3. Að það yrði nauðsynlegt að auka ojóðsk'aldlna um 20 til 25 milj.*dolla»B til þess að borga þeim sem nú eiga eign- í vinhöndlunar- og víntilbúninRS- áhöldum, og sem yrðu sviftir atvinnu- vegi sinum ; 4. Að það mundi gera þúsundir manna yinnulausa og setja þá í samkepni við þá, sem nú þegar hafa vinnu af skornum skamti; 5. Að slík lög hafa alcrei haft tilætluð áhrif, en hafa leitt til lej-nilegrar vinnautnar ; 6. Að þau mundu skapa spæjara og koma mönnum til að sverja ranga eiða, spilla siðferði og vekja óvild meðal manna ; 7. Að þau mundu hafa óhag- kvæm áhrif á ýmislegan iðnað og verzl- ; 8. Að þau væru flokkslagaboð og mundu að ýmsu leyti þröngva frjáls- ræðiskostum almennings ; 9. Að það mundi þurfa heilan her manna til að framfylgja lögunum og jafnvel þá yrði >eim ekki lilýtt; ÍO. Að reynslan er búin að sýna og sanna, að slík þvingun- arlög eru hin skaðlegustu og mest sið- spillandi meðöl sem hugsast geta til :>ess aðlækna drykkjufýsn fólksins, og að það kemur mönnum til að drekka ýmiskonar skaðlegt samsull í stað víns. —-D, S. Old Glory and her brave Defenders er nafnið á ljómandi mjrndabók, sem inniheldur mörg hundruð ágætar ljós- myndir, bæði af öllum herskipum Bandaríkjanna, með nákvæmri lýsingu af þeim, stærð, ganghraða, vopnum og mönnum o. s. frv., fjölda af kortum og 266 ljósmyndir 'af mönnunum sem fór- ust með herskipinu Maine, og öllum helztu hershöfðingjuuum í sjó- og landhernum. Bókin kostar að eins 50 cents. — Ljómandi Ijósmyndir af hetj- unum Dewey, Hobson og Schley; allar fyrir 25 cents. Kvennfólkið ætti að senda eftirjpakka af yndælum silkipjötl um, ágætum i “Quilts”. Stór pakki fyrir 12 cts., 3 fyrir 30 cents. Mynda- bókin, 1 jósmyndirnar 3 og 3 pakkar af silki, alt fjrrir $1. Ég borgaburðargjald, Sendið peninga ávisun, silfur eða frimerki, til J. LAKANDER. Maple Park Kane Co. Ills., U. S. A. Dr. M. B. Halldorson, —HENSEL, N.-DAK.— Skrifstofa uppi yfir Minthorn’s lyfjabúð,

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.