Heimskringla - 05.10.1899, Page 3
HEIMSKKÍNGIíA 5. OKT 1899.
Blindir fá sýn.
Ný uppgötvun er rétt nú komin til
London með hraðskeyti. Dr. Peter
Steins, visindamaður á Rússlandi, lýs-
ir því yfir að hann geti gefið blindum
sjónina, Ensk blöð segja að Dr. Steins
hafi prófað þessa uppgötvun sína á
mörgum blindum mönnum, og hafi þeir
séð alt sem í kringum þá var. Fregn-
riti blaðsins Daily News segir að Dr
Steins hafi sagt á þessa leið við sig.
“Taktu vel eftir, ég heldþví ekki fram
né geri tilraunir til að endurnýja sjón-
ina með lækningum, eins og hingað til
hefir verið reynt, en ég gef blindum
mönnum sjónina á iþróttalegan hfi.t •
Það gerir hyorki til né frá, hvort mað-
urinn hefir fæðzt hlindur eða orðið
blindur. Það er sama hvernig á sjón-
leysi hans stendur. Eg á töluvert eftir
að fullkomna uppgötvun mina, en að-
ferðin er fundin til að gefa blindum
sýn, og þá aðferö opinbera ég siðar
meir”.
Aðal-atriðið er að Dr. Steins notar
rafmagnsáhrif i staðinn fyrir sjónpípur
og setur þau í samband yið þann sem
sjónina á að fá. Þetta nýja sjónáhald
hans verkar líkt og myndavél. Og á-
hald þetta er ótvilugt. Söfnunardepill
þess leiðir ljósgeislann frá hlutnum,
sem því er beint á til heilans, rétt eins
og sjóntaug augans gerir. Með þessu
móti er sjónin fengin og hlutirnir séðir.
Þaðer efnasamband, en ekki sjónar-
gler, 'sem gefur sjónina.
Dr. Steins fórmeð fregnritann inn
i herbergi, og gekk svo frá honum, að
hann gat ekki séð eða greint nokkuð
Það var kveikt á eldspítum og kertum
rétt hjá honum, en hann vissi ekkert
um það. Siðan setti Dr. Steins sjón-
áhald sitt í samband við hanb. Fann
þá fregnritinn að hóflegur rafmagns-
straumur fór um sig, en á sama vet-
fangi hyarf honum sjónleysið, og sá
hann skýrar og skýraraalt sem i kring-
um hann var. Hann fann allar hreyf-
Ingar þeirra sem í kringum hann voru.
Dg þegar sjónáhaldið var tekið, þá varð
alt dimt, og vissi hann ekki um neitt
sem fram fór i kringum hann. Fregn-
ritinn var hissa á töfrum þessum, en
Dr. Steins tjáði að alt þetta væri nátt-
úrlegt og eðlilegt. Dr. Steins leyfði
fregnritanum ekki að skoða þessa sjón-
vekju. * Kvað engum koma það við
nema sér einum hvernig hún er. Hann
kvaðst hafa gert ýmsar uppgötvanir
með rafmagni, og væri farið að nota
sumar þeirra bæði á Þýzkalandi og
Rússlandi. Hann kvaðst að eins starfa
og rannsaka fyrir sjálfan sig. En þeg-
ar hann færi aðopinbera nýtiðindi, þá
hvíldi sönn áb.yrgð á sér Og engum öðr-
um. Hann hlyti því að vera búinn að
afla sér hennar áður en hann skýrði
heiminum frá þvi, sem hann findi.
Hann kvaðst vera búinn að hafa fregn-
ritann undir áhrifum sjónvekju sinnar,
og hann gæti sagt um það alt sem hon-
um sýndist.
Dr. Steins er einnig að reyna að
finna upp áhald fyrir heyrnarleysingja,
en hvað hann er kominn langt í þeirri
grein, er óljóst enn þá.
Hann sagði nýlega við annan fregn
*) Nýgerfingur. — K. Á. Benediktss.
rita: “Sjónvekja min verður innan
skams i vasa hvers manns, eins og gler-
augu eru nú”.
Fjölkvæni.
Nýlega kom sú frétt frá Dawson
City, að maður að nafni Sutton hefði
dáið í Febrúar síðastl. í Forty Mile
héraðinu, sem er Bandaríkja megin.
Maður þessi lét eftir sig gull, hreins-
að og óhreinsað, sem nemur hárri
upphæð, og þar að auki nokkrar náma-
lóðir & álitlegum stöðum. í fyrstu
vissi enginn þar vestra hvaða mað-
ur þessi Sutton var, né hverjir væru
erflngjar hans. En nú kemur það
upp úr kafinu, að 4 konur gera til-
kall til eigna þessa Wm. H. Suttons,
og segjast hafa verið löglegar konur
hans. Konur þessar eru: Mrs.
Halma Sutton í Anoka, Minn., en rit-
ar þó frá Chicago; önnur er Mrs. L.
L. Sutton í Ottawa, á hún dóttur og
hefir þegar ráðið sér lögmann til að
sækja þetta mál; þriðja er Mrs.
Josephina Sutton í Chicago, og á hún
einnig dóttur; fjórða er Mrs. Donna
Bruce Sutton f Chicago og á hún
nokkur hörn. Eftir öllum þessum
framkomnu skjölum að dæma, lítur
svo út sem þessi Sutton hafi verið
fjölkvænismaður. Sterkastar sann-
anir, að svo komnu, hefir Mrs.Halma
Sutton framlagt, og stendur hún næst
að ná f auðæfin. Hún segir að mað-
ur sinn hafi heitið William Henry
Sutton, og hafi þau húið saman í New
York 1897, áður en hann fór til Klon.
dike. Hún skýrir frá aldri hans,
þyngd, háralit og sendir mynd af
honum til konsúls McCook. Segja
menn sem þektu hinn látna í Forty
Mile, að þetta standi alt heima.
Lýsingin sem Mrs. L. L. Sutton í
Ottawa gefur af manni sínum, kem-
ur að mestu leyti saman við lýsingu
Mrs. Halma Sutton.
Josephina Sutton hefir einnig sent
nákvæma lýsing af manni sínum og
er hún reiðuhúin að sanna, að þau
hafi verið löglega gift.
Þá kemur síðasta lýsingin, frá Mrs.
Donna Bruce Sutton. Er lýsing henn-
ar lítt nærri hinum lýsingunum. En
samt sem áður ótvíræð kennimörk, ef
þau finnast á líkinu þegar það verð-
ur grafið upp. Hún segir að hann
hafi eitt sinn verið lögregluþjónn f
Bradford, Pa.
Konsúll McCook gengur nú rök-
samlega fram í að rannsaka þetta
mál. Hefir hann kvatt þá menn sem
kunnugastir voru Mr. Sutton til að
bera saman myndina og líkið o.s.frv.
Mr. D. McDonald í Seattle heldur að
þessi Sutton, sem hér er um að ræða,
sé enginn annar en John Henrv
Sutton, er eitt sinn var í Winnipeg
og þar áður í New Brunswick. Ná-
lægt 1874 hafi hann unnið hjá Geo.
H. McDonald, sem þá hafði á hendi
samning á að útvegaog flytja sprengi-
efni fyrir C. P. R. járnhrautarfélagið,
er það var að byggja braut sína yfir
Ameríku. Sá Sutton sem McDonald
talar um, hafði skilið við konu sína
rétt áður en hann kom hingað vestur
Voru trúhrögð orsök í skilnaði þeirra.
Litlu síðar segir McDonald að hann
hafi tekið saman við kynblendings-
konu, að nafni Josephine Charbot.
Bjuggu þau saman í Winnipeg sem
hjón og fluttu síðan til Chicago. Þar
hafl þessi Sutton verið nokkur ár og
unnið við Knickerbocker ísfélagið.
Sagan er ekki komin lengra.
Andlátsfregn.
Hinn 19, Sept. andaðist að heimili
sínu í Minneota, Minn., Jóhann Krist-
ján Jóhannsson, eftir 8 mánaða langa
og stranga legu.
Jóhann var fæddur að Skjaldþings-
stöðum f Norður-Múlasýslu 10. Okt.
1842, og var því tæpra 57 ára þegar
hann þó. — Hann var kvongaður
Helgu Andrésdóttir frá Gestreiðarstöð-
um á Jökuldal í sömu sýslu, sem nú
syrgir ,hann látinn. — Þeim hjónum
varð tveggja barna auðið, sem bæði
dóu á 'undan föðurnum. — Árið 1882
flutti hann hingað til álfunnar og átti
ætíð siðan heima í þessum bæ.
Jóhann sál. var heilsuveiklaður
alla æfi, en eljumaður til vinnu og vann
með heiðri fyrir sér og sinum meðan
kraftar entust. — Manna var hann hag
virkastur og mátti svo segja að hann
legði á flest gjörva hönd. — Hann var
gleðimaður og skemtinn í ræðu, og
einn af þeim fáu mönnum. sem mér —
er þessar línur rita—, varð æ betur og
betur við, eftir þvi sem ég kynnist hon-
um meir og svo mun flestum orðið
hafa.
Vér söknum þar þvi góðs vinar ;
stað, sem Jóhann var. — Hann var
hafinn til grafar frá islenzku kyrkjunni
hér i bænum 20. Sept. að viðstöddum
nær öllum islenzkum íbúum þessa bæj-
ar,
Minneota, Minn., 24. Sept. 1899.
K. S. A.
Þakkarávarp.
Hér með votta ég mitt innilegt hjart-
ans þakklæti öllum þeim löndum mín-
um og öðrum hér í Winnipegoosis, sem
styrktu mig og hjálpuðu mór síðastl.
sumar, þegar ég varð fyrir þvi mótlæti
að leggjast veiknr og vera rúmfastur í
fulla 8 mánuði. Það var hvorttveggja,
að kringumstæður mínar voru bágar,
enda létu landar mínir ekki lengi drag-
ast að hjálpa mér. Hr. Ingvar Ólafsson
stóð fyrir peningasamskotum handa
mér, sem voru að up^hæð 874. Sömu-
leiðis útvegaði hann mér læknishjálp
ótilkvaddur.og hefir hann með öllu móti
reynt að gera mér byrðina léttari, Hr.
Búi Jónsson tók tvö börn min meðan
ég var veikur og annað þeirra er hjá
honum enn, og verður að líkindum leng-
ur. Ég get ekki sett hér nöfn þeiria
annara, sem tóku þátt í samskotunum
handa mér, ég gizka á að það hafi verið
alls nálægt 40 manns, bæði landar min-
irogenskir. Öllum þessum heiðurs-
mönnum þakka ég innilega hjálp þeiira
og bið þann sem alt gott endurgeldur að
launa þeim alla þessa hjálpsemi.
Winnipegoosis 24. Sept. ’99
Björn S. Crowford.
Wiiidsor Hotel
655 og 657 illaiii St.
WISí\IpE(J.
Fæði og húsnæði $1.00 á dag eða $4.00
um vikuna. Borgist fyrirfram. öll
heimilisþægindi. Beztu vin og vindlar
W. R. Burton,
—Eigandi.—
Góð tíðindi
hljóta það að vera öllnm, sem veikireru
að rafmagnsbelti mín (Electric Galvao-
ic Belt) eru þau undraverðustu belti i
heiminum, þar eð þau lækna sjúkdóma
betur en önnur belti, sem kosta $5 til
$30. Þessi belti min endast æfilangt og
ganga aldrei úr lagi. Þau eru áreiðan-
leg að lækna liðaveiki, gi.>t, tnnnpínu,
kirtlaveiki, alskonar verk, sárindi og
kvalir, svefnleysi, hægðaleysi, lifrar-
veiki, hjartveiki, bakverk, nýrnaveiki,
magaveiki, höfuðverk, kvefveiki, La-
Grippe, andarteppu, taugasjúkdóma og
alskonar kvensjúkdóma. Engar á-
stæður að vera veikur, þegar þér getið
orðið læknuð. Þér verðið varir við
. erkanir beltisins eftir 10 minútur.
Af þvi ég vil að allir kaupendur
Heimskringlu eignist þessi belti, þá sel
ég þau á $L,00 hvert, eða 6 belti fyrir
$4,50 um næstu 60 daga, eftir 60 daga
hækkar verðið.
J. Lakander.
Maple Park,
Kane County,
Illinois, U. S. A.
Til nýlendumanna
og allra annara.
Nú er bezta tækifæri fyrir ykk-
ur að fá nauðsynjar ykkar til vetr-
arins hjá mér. Eg sel kaffi, sykur,
sápu m. fl. fyrir miklu lægra verð,
en þið fáið annarstaðar. Alt móti
peningum út í hönd, og steinolíu
fyrir 25—30 cents gall. Munið
sjálfra ykkar vegna, að sjá mig og
spyrja eftir prisum, áður en þið
kaupið vörur ykkar miklu dýrar, en
þið getið fengið þær hjá mér.
Vinsamlegast.
Th. Goodman,
539 Ellis Ave. West.
foodbine Restanrant
Stærsta Billiard Hall í
Norð vestrlandinu.
Fjögur "Pool”-borð og tvö “Billiard”-
borð. Allskonar vín og vindlar.
Lennon & Hebb,
Eigendur.
THE CRITERION.
Beztv vín og vindlar. Stærsttog bezta
Billiard Hall í bænum. Borðstofa
uppi á Ioftinu.
John Wilkes,
eigandi.
Ef þið viljið fá góð og ódýr
— VINFONG —
Þá kaupið þau að 6líO iflain Str.
Besta Onturio berjavin á $1.25 gallónan
Allar mögulegar tegundir af vindlum,
reyktóbaki og reykpipum. Verðið mis-
munandi eftir gæðum, en alt ódýrt.
Beliveau & Go.
Corner Main og Logan St.
OLI SIMONSON
MÆLIR MEÐ SfNU NÝJA
Skanflmayian Hotel.
718 Main Str
Fæði $1.00 á dag.
»*«•*********•*»*•»•»**•«$
* *
Hvitast og bezt *
—ER-
#
#
#
#
#
#
%
Ogilvie’s Miel.
Ekkert betra jezt.
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
##########################
MUNID EFTIR
Hinni stóru fatasölu hjá oss, sem byrjaði laugard. L0. Júní
Spurningin er ekki um verðið—Vér verðum að selja þær
-o-
30 alfatnaðir af ýmsum tegundum, vanaverð $9.50—$11 00.
Vér seljum þá fyrir $7.50. Mikið upplag af alfatnaði fyrir
$5.00 hver. Fyrir $10 getið þér kosið um 100 alfatuaði.
Vanaverð á þeimm er frá $10.50 til $17.00.
556
Main Street
Missið ekki af þessum kjörkaupum.
Deegan’s
Gætið þess að þetta vörumerki sé á vindlakassanum,
Ojg atvinnu-
§ stofun
styrkið ,
ataooooogac-'
vora
Eftirfylgjandi eru nöfnin á þeim vindlum, sem búnir eru
til af Winnipeg Union Cigar Factory.
Up and Up. Blne Rihbon.
The Winnipeg Fern Ueaf.
Nevado. Tlie Cuban Belles.
Verkamenn ættu æfinlega að biðja um þessa vindla.
J. BRICKLIN, eigandi, Cor. Maín og Rupert St.
Búnir til af karlmönnum en ekki af börnum.
McCLARY’S FAMOUS PRAIRIE-
Þetta er sú bezta eldastó í landinu, hún bakar Pyramid af brauðum með
jafnlitlum eldlvið og aðrar stór baka að eins fáein brauð. Hefir sérstök þæg ■■
indi svo sem hitamæli í bökunarhólfinu er sýnir hitann áreiðanlega, bökunar-
ofn úr stáli með fóðruðu eldgrjóti, bakar með þriðjungi minni eldivið en nokk-
ur önnur stó. Hreint loft gengur um ofninn og gerir br&uðin holl og ljúfeng.
aupið McClary’s eldstó ef þér viljið beztu stá. Ef kaupmaður yðar hefir
hana ekki þá“ritið oss.
The MeClary Mfg. Co.
WINNIPEG, MAN.
132 Drake Standish.
“Þvi liggur skip mitt svo langt undan
landi ?” spurði ég.
“Eg ímynda mér, Senor", svaraði hann, “að
menn yðar hafi óttast gulusóttina, sem er alltlð
hér i Matanzas. Það er lystiskip mitt Margue-
rita, sem nær liggur, og er Senorita Duany þar
um borð. Þér getið notað þénnan gufubát eftir
vild. Er bezt fyrir yður að fara fyrst um borð í
Marguerita og sækja Senoritu Duany og láta
svo flytja ykkur öll um borð i yðar eigið skip”.
Ég tortrygði hann rétt f svip. En svo fanst
mér samt, aðégekkihafa verulega ástæðu til
þess, þar sem hann hefði komið svo vingjarn-
lega fiam við mig.
Við stigum svo um borð i gufubátinn, og
snælti Arteaga við sjómennina :
"Þið farið fyrst að lystiskipinu Marguerita.
’Er þar yngismær ein, sem þið takið með ykkur
■um borð í ameríkönsku snekkjuna, sem utar
liggur. Leyfið þessum tveimur herrum að fara
borð i Marguerita til að sækja stúlkuna.
Þið eruð ábyrgðarfollir fyrir líti þeirra allra.
Heyrið það”,
Svo kvaddi hann okkur með handabandi.
Sjómennirnir ýttu frá landi og hélt gufubátur-
inn af stað.
“Viljið þér stíga um borð i Marguerita?”
epurði kafteinninn á bátnum.
“Ég segi til þess þegar þar að kemur”, svar-
aði ég.
fiftir fáar mínútur lögðum við að gufuskip-
lnu, og kom yfirmaður þegar í stað út að borð-
'Stokknum til að tala við okkur.
Drake Standish. 133
"Þetta eru vinir kafteins Arteaga”, mælti
formaðurinn á bátnum. “Er Senoritan tilbúin
að fara með þeim út í amerik&nska skipið ?”
“Senoritan er veik”, mælti sá er stóð fyrir
svörum. “Vilja ekki þessir herrar koma um
borð og tala við hana?”
Mér flaug aftur i hug tortrygui við þessa
náunga. En svo gat líka verið að Inez væri
veik, og þá var sjálfsagt fyrir mig að hjálpa
henni tafarlaust. Það var heldur ekki til neins
fyrir mig að þrjóskast, þvi þeir gátu tekið mig
nauðugann um horð, ef þeim sýndist,
Ég afréð því að fara um borð, og stökk lótti
lega upp'kaðalstigann, Carlos fylgdi mér.
Við vorum ekki fyr komnir upp á þilfarið,
on tólf Spánverjar stukku á okkur og keyrðu
okkur flata niður.
“Það er bezt að hafa hægt um sig, Senor”,
sagði einn þeirra. “Þið eruð algerlega á okkar
valdi”.
12. KAFLI.
UrylliVegt hugbo9.
Ég barðist eins hraustlega og mér var [unt,
er þeir réðust á mig, og neytti allrar orku svo
lengi sem ég gat. En hér fór sem oftar, að eng-,
inn má við margnum.
Ég sagði þeim aftur og aftur. að ég væri
S’ve’il-nn-knr borguri og Iv r y ðu látii i-
136 Drake Standish.
Það var nú ekki lengur neinn efi á því, að
Arteaga stóð á bak víð eða var driffjöðrin i ðll-
um þessum svikráðum.
En þvi hafði hann tekið upp á sig svona
mikið umstang til þess að koma mér um borð í
þetta ókunna skip ? Ég var hvort sem var í
fangelsi og alveg á hans valdi. Hann hefði get-
að sent mig “fjötraðan um borð, ef hann hefði
viljað. Hvað ætlaði þrælmennið að gera við
mig ? Ég uppgafst alveg á þvi að ráða þi gátu.
Carlos lá viðhliðina á mér, bundinn á sama hátt
og óg, og voru okkur báðum óefað ætluð sömu
forlög..
En Inez og Edrm. Ó, hvað ég kvaldist af
að vita ekki hvernig þeim leið! Höfðu þær orð-
ið fyrir sömu forlögum, sem ungar stúlkur
venjulegast veiða fyrir, erþærlendai greipum.
Spánverja ? Ég var reyndax ekki eins hræddur
um Ednu eins og Inez, því ég bjóst við að Arte-
aga hefði verið sendur af þeim de Palma og Vii-
legas til að flytja Ednu aftur til Evrópu, svo að
hægt yrði að neyða hanu til að giftast markgreif-
anum.
Carlos varð fyrstur til að rjúfa þögnina.
"Hvað haldið þór um þetta, Senor Standish?
Þetta eru ekki sérlega vidsamlegar viðtökur”.
“Nei, það er hálf hrakleg móttaka, Carlos”,
svaraði ég. "Ég er ekki búinn að taka mig
nægilega sam&n í huganum enn þá, til þess að
geta gert nokkrar ágizkanir. Hið eina sem ég
skil enn þá, er það, að við höfum verið laglega
narra.ðír frá einni plágu til annarar”.
“F.n þett.a. var svo heimskulegt.”, svaraði
Drake Standish. 129
Ég stðkk á fætur og sneri mér að manni
þessum, sem hafði elt mig þvert yfir hafið, að
öllum likindum til þess að drepa mig og flytja
Ednu aftur til baka til manns þess, sem hún
hafði reynt að strjúka frá, — markgreifa de Vil-
ligas.
“Hvernig líður yður, senor?” spurði hann
kurteislega um leið og hann kom inn.
“Mér lfður þannig, að óg er ekki i skapi til
þess að þola neinar vífilengjur, kafteinn Artea-
ga”, svaraði ég reiðulega. “Mér hefir verið
haldið hér i fangelsi að ástæðulausu. Ég krefst
þess að þessi uppgerðarleikur hætti nú þegar.
Ég er amerikanskur borgari, og býst ég ekki
við að þér kærið yður um að þetta verði að
ágreiningsmáli máli tveggja þjóða”.
“Nei, mér mundi falla það mjög illa”, mælti
hann brosandi. “Ogþaðvar einmitt þetta, er
kom mér til að hraða mér hingað. Ég verð að
játa að hér hafa slæm misgrip verið framin, Það
var einn viss náungi á ferðinni hér, sem við ótt-
uðumst, að mundi reyna að koma ýmsu illu til
leiðar, og voru því sendar skipanir um að hand-
taka hann. Þér voruð svo tekinn í miagripnm.
Þegar ég kom til Matanzas og varð þess vísari
að þér höfðuð verið ranglega handtekinn, þá tók
ég þegar til óspiltra málanna, til að kippa þessu
ílag.
Mér skilst, að foreldrar þessa unga manns,
sem hjá yður stendur, séu dáin. Og þegar ég
kom til Matanzas, var sygtir hans Inez einnig f
fsrceis'. Ég kom því strax til leiðar, að hún
var látiu lai’S. Hún hefir síðan verið heiðurs*